Lögberg - 20.12.1917, Blaðsíða 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. DESEMBER 1917
■ ■ - ............. • ..=||
# JÓLAHALD #
Ettir ODD GRÍMSSON.
- =4.
pessi grein á hvorki að vera fyrirmyndar prédikun,
né heldur vísindaleg meðferð á umtalsefninu. Eg ætla
einkum að segja, >eim er les, ýmsar sögur og viðburði af
þeim ótæanandi ummæla-auð, sem jólin eiga yfir að ráða.
í fagurri ferðasögu frá landinu helga, getur hinn fá-
gæti ameríski rithöfundur og skáldprestur, Henry Van
Dyke, um smávaxinn berfættan svein, með stór, alvöru-
auðug augu. Að Dr. Van Dyke viðstöddum og öðrum
pílagrímum, reyndi sveinninn að kyssa helgan stein, þar
sem sagan segir, að Drottinn hafi forðum hvílt. En
steinninn reyndist sveininum of hár. Kyssir hann þá á
hönd sína, þrýsti henni að steininum og lagði þannig kær-
leiks-offur sitt á þetta helga altari.
Finst mér þetta mynd af jólahaldi okkar barannna,
margra, eldri og yngri.
Margt í lærdómum og leyndardómum, margt í sam-
bandi við jólin og lífið, reynist okkur of hátt. En hönd
trúarinnar, með kross kærleikans, útrétt og aukin við
aðra andlega hæð okkar mannanna, nær þó til helgidóms-
ins. Og þannig fær hin nafnlausa þrá hins andlega manns,
að mér skilst, bezt nálgast bróður bamanna og vin synd-
ugra manna, — maður bezt haldið jól.
Um jólin eru líka fleiri menn slík böm, en fjöldan
grunar.
Hinn alkunni nútíðar jötun, James J. Hill, var eitt
sinn, sem oftar, á heimleið til borgarinnar St. Paul, í rík-
inu Minnesota. Jólin fóru í hönd, og hann átti þá örfá jól
ólifuð. Sagði hann þá við nafnfrægan blaðamann:
“Eg er orðin gamall maður. Samt á eg enn barns-
hjartað hvað jólin snertir. Eg gjöri ráð fyrir, að sumir
af félögum míum á Wall Street (þar sem auðmannasam-
kunda New York borgar á aðsetur), muni brosa að slíku,
en satt er það engu að síður”.
Bamseðlið hjá mönnunum, og þess trúarauðgi kær-
leikskoss, eins og það birtist bezt um jólin, er tvímæla-
laust hið göfugasta í lífi þeirra. Jólin og jólahaldið,
bamahátíðin og barnafögnuðurinn það gerir einn veiga-
mesta þátt þess, sem bezt er í heimi.
Flestir menn verða betri menn um jólin.
Charles Dickens lætur gamla Scrooge, auðugan Lund-
úna kaupmann, loka hjarta sínu algerlega fyrir allri líkn
og öllum fögnuði, líka á jólunum, af auragimd. Fyrir
krónuhag lét hann ástmey og ástvini, kærleik og kristin-
dóm. Hann var eigingimin og afneitunin holdi klædd.
Aldrei gaf hann eyrisvirði og engum bauð hann gleði-
leg jól.
En andi jólanna setur Scrooge á kné, og kennir hon-
um að skilja hinar hræðilegu afleiðingar harðneskjunnar,
sem útilokar kærleikann og jólin úr iifi manna. Meðal
annara birtist Scrooge systir hans, er dó á bamsaldri.
Fagnandi vefur hún hinn kærleikslausa mann að sér, sem
ástríkan bróður, og kveðst komin til að fylgja honum
heim á æskuheimili þeirra, “heim, heim, heim”. —
“Já, heim, — heim um aldur og eilífð. Faðir okkar
orðin blíður, — ástúðlegri en áður, — heimilið líkast
himnaríki. — og eg var ekkert hrædd við að biðja hann
föður okkar, að lofa þér að koma heim,-------nú þarftu
aldrei aftur að heiman,-----og við saman — öll jólin!”
“Himnanna Guði og jólunum sé lof!” sagði Scrooge,
er hann vaknaði loks af hinum vonda veraldarsvefni, “eg
er eins sæll og engill og eins glaður scm skólapiltur,-
gleðileg jól, öllum mönnum! — Farsælt, nýtt ár öllum
heimi!”
Jólahald
eins og það er alment skilið, er gamalt með flestum fom-
þjóðum; þ. e. að til voru sólstöðva- og miðsvetrar-hátíðir
á undan kristnu jólahaldi. Átti heiðin og gyðingleg til-
beiðsla einhvem þátt í tilveru þeirra. En skyldleiki þeirra
við jól kristinna, er einkum sameiginleg árstíð hátíðanna.
Auk þess er nafn hinnar kristnu hátíðar á Norðurlöndum,
jól, (Engils. geol yale) úr heiðni, — eins og f jöldi norrænna
mannanafna. — Hefir jólahaldið glapið fyrir mönnum,
hvað snertir réttan greinarmun á hinum heiðnu hátíðum
og krístnu jólahaldi, og sem sagt var, nágrenni hátíðanna,
hvað tímann snertir, fyrir og eftir áramótin. Skal vikið
að því síðar.
Af hátíðum er til foma voru haldnar um jólaleytið,
má hér nefna:
Hreinsunarhátíð musterisins hjá Gvðingum. Hátíða-
hald það hófst 17. desember og stóð yfir 8 daga. pá mint-
ust Gyðingar þess, er Júdas Makkabeus tók aftur borgina
Jerúsalem og musterið var hreinsað eftir óhæfuverk hins
illa Antíokkusar, er auknefndur var Epifanes, þess er hét
að “gjöra Jerúsalem að legstað Gyðinganna”. (2.bók Makk.
9. og 10. kap.) —
Um sólstöður á vetri, héldu ForEgiftar sólguðnum
Óséris hátíð mikla. Ekki náði þó tilbeiðsla þeirra trúar-
hæð hins heiðna íslendings, porkels Mána, er bezt var
talin siðaður heiðinna manna. Hann var sonarsonur Ing-
ólfs landnámsmanns. “Hann lét sik bera í sólargeisla í
banasótt sinni, ok fal sik á hendi þeim guði, er sólina hefði
skapat, hafði hann ok lifat svá hreinlega, sem þeir kristn-
ir menn, er bezt eru siðaðir”. (Landn. 6. 9. kap.)
Menn athugi, að til kristinna manna er þó jafnan vísað
Á gullöld heiðinnar, héldu Rómverjar hátíð er þeir
nefndu Satumalia. Stóð það hátíðahald í sambandi við
við hina ímynduðu fæðing sólarinnar, frá 17.—23. desem-
ber. Til var og hátíðahald hjá Rómverjum, er þeir helg-
uðu bömum sínum. Var það áframhald Satumalia-hátíð-
arinnar, hvað tímann snerti, þó önnur nöfn væru því valin.
Koma þar til sögunnar brúður og bamaleikföng.
Sá er uppruni heiðinna jóla á Norðurlöndum, að óðinn
setti þau lög í landi sínu, “er gengit höfðu furr með Ásum”
prjár aðal blótveizlur skyldi allur lýður halda ár
hvert. — “pá skyldi blóta í móti vetri til árs, en at miðj-
um vetri blóta til gróðrar; hit þriðja at sumri; þat var
sigrblót”. (YngLs. 8. kap.). —
Miðsvetrarblótið nefndu norrænir menn jól, sem fyr
segir og kunnugt er. En fáir munu finna hér fyrirmynd
kristinna jóla, er löggjöf óðins er athuguð. Tilgangur
og tími hátíðarhaldsins, er annar. Heiðin jól byrja með
hökunótt (miðsvetramótt), í mótsetning við jólanótt eða
mánuði síðar. Aðrir voru og hættir heiðinnamanna á
þeim jólum. Nafnið norræna verður hið eina sameiginlega.
Um hin heiðnu jól feðranna er tíðrætt í norrænum
sögum. örfátt af þeim verður hér til frásagna. Mann-
fundir, leikir og kynjasögur tíðkuðust, veizlur voru rík-
mannlegar og heiðingleg nautn á hæsta stigi. Ö1 var
jafnan dmkkið fast og ýms tröllaiðja framin. pursaeðli
þjóðanna norrænu hélt þá sína hámessu.
Hin íslenzka þjóðtrú, að hið illa sé einkum á ferli um
jólin, og sem hélzt um fleiri aldir, stendur að líkindum í
einhverju sambandi við ærzl hins illa á jólum heiðninnar.
Auk þess kemur þar til greina ástand árstíðar og hinnar
ytri náttúru norður við heimskaut. Sólin var í einhverj-
um óþektum Loka-böndum, dagurinn í úlfakreppu myrkr-
anna og jötunafli hins illa, er allir áu, en enginn þekti til
hlítar, — og göldrum, meinvættum og afturgöngum, álf-
um og útilegumönnum var um kent.
pá kemur birta kristinna jóla og kærleikserindi til
sögunnar. Andar myrkranna skoða sér haslaðan hólm-
gönguvöll og glíma þá einnig um jólin, sem um líf og
dauða væri að tefla.
pórólfur bægifótur fer á stjá “er dag styttir ok sól
lægði”. Glámur berst við ófresku á jólanóttina og verður
fyrir það sjálfur að draug og ófreskju. útilegumenn taka
þá toll af kristnu sveita fólki. Höfuðhátíð kristinna manna
jólin, verða eðlilega fyrir örvum hins illa, svipað og liðs-
foringinn á leiðangrinum.
Norrænar jólasagnir.
Ein hin fyrsta sannsöguleg frásögn um norrænt jóla-
hald, er í sögu Hálfdánar konungs svarta. Hann réði ríkj-
um í Noregi fram undir landnám íslands (821—860).
Haraldur lúfa var hans son. Hefir Snorri Sturluson fært
þessa fomu jólasögu í letur.
“Hálfdán konungur var á jólaveizlu á Haðalandi. par
var undarligr hlutr jólaaptan þá er menn váru til borðs
gengnir, ok var þar allmikit fjölmenni, at þar hvarf vist
öll af borðum og allt mungát; sat konunr hryggr eptir, en
hverr annara sótti sín heimili”. (Hálfd. s. 8. kap.). — Lét
konungur taka finn einn margfróðan, píndi hann til sagna,
en fékk þó eigi af honum. — Haraidur konungsson bað
honum vægðar, en árangurslaust.
Slíkt “torrek” eða harmsefni var það konungi og hirð
hans, er matur og munngát hvarf á jólum heiðninnar. pá
varð ekkert eftir, og “hverr — sótti sín heimili”.
Nálægt hundrað árum síðar, um 950, sat Egill Skalla-
grímsson í Noregi, sem oftar, hjá Ambirni hersi, vini sín-
um. Ambjörn var þá nýkominn af Englandi, en þar voru
þá höfðingjar kristnir. Hákon góði var þá konungur í
Noregi. Hafði hann lögskipað kristið jólahald um ríki
sitt. Norðmenn höfðu því er þessi saga fer fram, að ein-
hverju leyti kynst siðum kristinna manna um jól. Enda
er þegar auðsæ breyting á því jólahaldi.
“Arinbjöm hafði jólaboð mikit.--------Var þar fjöl-
menni migit og veizla góð. Hann gaf Agli at jólagjöf
slæður gervar af silki ok gullsaumaðar mjök, settar fyrir
alt gullknöppum í gegn niðr.------Arinbjöm gaf Agli al-
klæðnat nýskorinn at jólum. Vóm þar skorin í ensk klæði
með mörgum litum”. (Eg. s. 67. kap.). —
öllum vinum gaf Arinbjöm “margs konar vingjafir
um jólin”.
Ein fornaldar jólasagan, er gjörist á íslandi, er ó-
gleymanileg, — þó ekki sé hún með öllu “jólaleg”. pað er
sagan um Glám.
Land var þá ný kristnað.
Glámur, sænskt hálftröll, var nýfluttur frá Svíþjóð til
íslands, er hann gjöðist sauðsmali að pórhallssöðum í
Vatnsdal. par var þá kirkjustaður og húsráðendur
kristnir. En Glámur var “ósöngvinn ok trúlauss”, sam-
kvæmt lýsing sögunnar. Hann var í þeirra tölu, er telja
kristindóm og jólahald “hindurvitni--------er til einskis
koma. -----pótti mér þá betri siðr, er menn váru heiðnir
kallaðir”. Grett. s. 32. kap.).
Slík var jólaræða Gláms, — og hörð matarkrafa.
Reimt þótti á pórhallssöðum, og nú var aðfangadagur
jóla. Áminning húsfreyju, um kristið jólahald, og sú spá
hennar, að honum mundi illa farast fyrir hans kristnispell,
féll á dauf eyru. Glámur var gustillur og óttaðist hús-
freyja fáryrði hans og tröllaskap. í ór hann sínu fram.
En spá húsfreyju átti sér ekki langan aldur. petta var
Gdáms síðasta í mannatölu. Á jólanóttina er hann kom-
inn í draugatölu, orðinn illur meinvættur, einn hinn versti
í íslenzkum sögum, — unz Grettir leysti menn af því
vandræði og lét fyrir gæfu sína.
Hér ber að auka því við, er Grettir er nefndur, að
hann vann sín mestu þarfaverk um jól, enda hélt hann
“ávalt vel trú sína, ór því sem ráða var”, (Grett. s. 84. k.)
Á Haramsey við Noreg, líklega brennuárið á Berg-
þórshvoli, 1011, drap Grettir á jólanóttina pórir pömb og
illþýði hans. Að sið hins illa hugðu þeir pórir að nota
jólin til spellvirkja, er bóndinn á Haramsey vitjaði jóla-
veizlu til lands, með flest vígra manna er honum fylgdu,
en lét eftir konu og veika dóttur, varnarlausar að öðru, en
umsjá Grettis.
Á jólum leysti Grettir Einar bónda á Jaðri, og dóttur
hans gjafvaxta, af vandkvæði miklu, er hann feldi Snæ-
koll, hinn versta berserk.
Margir kannast við drengskaparverk Grettis norður
í Bárðardal ein jól. Stuðlaði hann þá eftirminnilega að
kirkjusókn og jólahaldi. í þeirri ferð urðu þeir Steinn,
prestur Bárðdæla og Grettir vinir.
Enn má nefna eina allmerka fomaldar jólasögu, af
vestur fluttum íslending. Sýnir hún hvað hlotist getur
af léttúð manna um jólin.
porgils örrabeinsstjúpur hét maður. Tók hann
snemma kristna trú og hélt hana vel. pótti pór hann illa
hafa brugðist Ásum, og vitjaði hans því með mörgum
meinlætum. Gjörðist hagur hans þá erfiður. Eiríkur
rauði hafði þá fíutt bygð sína til Grænlands. Sendi hann
porgils orðsending og býður honum til sín. Hvarf hann
þá til Grænlands, með skuldalið sitt flest. Braut hann
skip undir Grænlandsjöklum, en skiphöfn bjargaðist.
Hann bauð mönnum að halda vel trú sína. Að jólum
bað hann þá vera hljóða og rækja góða siði. En út af því
brá til ærsla og háreysti, efalítið að hætti heiðinna. Á
jólum ærist svo hver af öðrum og sótt eyddi sjö manns.
“Á bak jólum gengu allir þessir menn aftur”. (Fló.s.22.k.)
Leiddi þetta brot gegn helgi jólanna til þungra rauna,
einnig fyrir hann, er hélt vel trú sína.
Og engum getur dulist sá munur, sem þá var orðin á
kristnu og heiðnu jólahaldi, er öll ærsl og háreysti var
bönnuð, og reyndist slíkt víti, þeim er frömdu.
Eg nefndi Eirík rauða. Einni jólasögu um hann má
hér ekki gleyma. Hún sýnir að norrænn höfðingjaháttur
og jólin gleymast ekki, þó menn flytji búferlum, land úr
landi og það út í óbygð. Er því sú fornsaga nærskyld
Vestur fslendingum.
porfinnur karlsefni sat vetur einn í Brattahlíð, bú-
stað Eiríks á Grænlandi. “Enn er dró að jólum, tók Eirík-
ur fæð mikla”. Er porfinnur fréttir bónda um orsakir til
ógleði hans, svarar Eiríkur: “mór þykki ugglegt, þá er
þér komið annarstaðar, at þat flytist,at þér hafið engi jól
verri haft enn þessi, er nú koma ok Eiríkur hinn rauði
veitti yðr í Brattahlíð á Grænlandi”. (porf. s. 6. kap.).
Bætti porfinnur úr vanefnum bónda, og var jólaveizla
svo góð, “at menn þóttust trautt þvílika rausn sét hafa i
fátæku landi”. —
Læt eg þau ummæli nægja um jólahald útfluttra
íslendinga.
Á jólum voru heitstrengingar mjög tíðar í fornöld.
Hlaust marg misjafnt af. Margvíslegt tröllagaman þótti
þá drengskaparbragð hið mesta.
“Einn jólaaftan að Bólm, þá strengdi Angantýr heit
--------sem siðvenja var til”. (Herv. s. 3. kap.).
Hinn átakanlegi fomaldar sorgarleikur, um fall
Hjálmars hugumprúða og harmdauða Ingibjargar prins-
essu, var afleiðing af þeirri heitstrenging.
En karlmenskan og kærleikurinn eru þá einnig á
heimleið um jólin. Friðþjóf fýsti að íjóta jólanna heima
í Noregi, og “heyra það málið, er gleymum vér ei”.
Um kristið jólahald.
kendi Lúter eitt sinn: pað er vissulega rétt að við kristn-
ir menn minnumst Guðs kærleika, höldum heilaga hina
dýrðlegu holdtekjuhátíð Drottins og ryfjum upp trú-
arjátning kristninnar um heim allaii: Eg trúi á Jesúm
Krist, hans einkason, Drottinn vom, getinn af heillögum
anda, fæddur af Maríu. —
Hér er af hinum mikla læriföðrr, snortið hjartað í
jólahaldi kristinna manna.
Er fornþjóðimar fögnuðu “fæðing” sólar, blótuðu til
árgæzku, eða glöddust yfir þjóðlegum sigri, tóku kristnir
menn að halda helga fæðingu Jesú Krists, sem andlegs
friðarhöfðingja.
Langur tími leið þó unz kristin kirkja tók upp jóla-
hald.
Samtíð Krists kunni illa að meta hann, enda fann
hann til þess, hve fáir eru spámenn i sínu föðurlandi.
Lærisveina hópurinn og hin fyrsta kristni, lagði alla
áherzlu á dauða- og upprisu-atburðina í æfisögu Jesú.
Postulakirkjan var lengi hinn eini leiðarvísir í öllu starfi
kristninnar. Páskahátið hélt kirkjan, samkvæmt því,
þegar á annari öld e. K. Andastefna Gyðinga, sem ráðið
hafði um margar aldir, kendi t. d., að “dauðadagur sé betri
en fæðinga;dagur”. (Préd. 7: 1.). pó aðrar þjóðir, sem
Grikkir, hefðu hér gagnólíkar skoðanir, gætti þeirra þá
minna, á svæði trúarbragðanna.
Bendir það á ólíkan hugsunarhátt með Grikkjum, í
þessu efni, er Akilles Grikkjakappi segir við Odysseif, að
heldur kysi hann að vera kaupamaður hjá fátæklingi uppi
í sveit, en ráða einn öllu í ríkjum hinna dauðu.
Aldir liðu svo, að fæðingardags Jesú var ekki minst
hátíðlega né alment, þó dauðadagur hans væri frá upphaf i
helgur í hugum og starfi kristinna manna. Sú helgi yfir-
gnæfði. Er þannig liðu aldir gat söguleg, nákvæm vissa
um fæðingardag, og jafnvel fæðingarár, haggast. Minnir
mig að einhver hafi reynt að nota sér það atriði. til að
draga úr jólafögnuði íslenzkra bama, og er það sízt í anda
jólanna. Hvaða dag eða ár Drottinn fæddist, varðar litlu.
Að hann fæddist, — fæddist sem barn i Betlehem, er jólin
halda á lofti —, lifði og dó, er það sem mestu varðar.
Út af þessu skal á það bent, að það er með öllu óvíst,
um fæðingardag og fæðingarstað Hallgríms Péturssonar,
hins íslenzka stórmennis kirkjunnar og seytjándu aldar-
innar, sem næstum má telja nútíðarmann. Fróða menn
greinir eiggig á um fæðingardag Jónasar Hallgrímssonar,
einn höfuðmann þjóðarinnar, er lifði fram um miðja síð-
ustu öld. Og þetta hjá okkar eigin þjóð, auðugri af upp-
lýsing, skrásetningum og skýrslum, og jafn nærri okkur
að tímatali! — En ekki fæ eg séð, að þessi óvissa um fæð-
ingardaga þeirra frænda, geti dregið úr lotning nútíðar-
manna íslenzkra, gagnvart þessum tveim höfuðmönnum
þjóðarinnar. Að þeir fæddust, lifðu ortu og voru íslend-
ingar, er jafn óhaggað og jafn þýðingarmikið fyrir því.
Snemma skiftist kristin kirkja í tvær deildir :aust-
ræna og vestræna. í austrænu kirkjunni vor.u Grikkir og
afkomendur Gyðinga. Hina vestrænu mynduðu latneskir
menn. Voru siðir ekki ávalt hinir sömu hjá þessum
deildum, og er svo enn í stöku atriðum.
Kristið jólahald, 25. desember, hófst fyrst í vestrænu
kirkjunni fyrri hluta fjórðu aldar, á biskupstíð Júlíusar
(337—352). Austræna kirkjan, þar sem afkomendur Gyð-
inga réðu miklu, tók síðar upp jólahaid, og hélt þá fyrst
6. janúar helgan, sem fæðingardag Jesú. út af því leitaði
Cýril biskup í Jerúsalem upplýsingar hjá Júlíusi, yfir-bisk-
up eða páfa, um hinn rétta fæðingardag Jesú, og var svar
Júlíusar, að 25. desember væri hinn rétti fæðingardagur.
Átti það svar páfa að vera bygt á skjölum varðveittum í
Rómaborg. Er mælt að þegar Títus vann Gyðingaland og
lagði Jerúsalem í eyði, árið 70. e. Kr., hafi hann flutt skjöl
þessi til Rómaborgar.
Alment varð jólahald í vestur kirkjunni um 360.
Litlu síðar tók austur kirkjan upp jóiahald 25. desember.
Til er jólaræða, er Jóhannes Krýsóstómus (Gullmunnur)
fiutti 25. desember, 386, í Antíokkíu. En er austræna
kirkjan tók upp jólahald 25. tók vestræna kirkjan upp
þrettándahald, eða lengdi jólin til 6. janúar.
Ýmsum getgátum hafa þó stöku menn hreyft um
fæðingardag Jesú. Telja sumir þeirra fæðingardag hans
að vori (5. apríl), en aðrir að hausti. Ivleðal þeirra er enski
guðfræðingurinn Lightfoot. Héldu þeir fram, að veður-
átt í Júdeu, hamli fjárhirðum útivist á næturþeli í desem-
bermánuði. Nú er þeirri efaspuming svarað.
Fæðing Jóhannesar skírara, er var sex mánuðum edri
en Jesú, kom nú einnig til greina, hvað jólahald 25. desem-
ber snerti. Hefir sagnfræðingurinn Edersheim fært fram
gildar ástæður fyrir 25. desember, sem fæðingardag Jesú,
í “Æfi og samtíð Jesú Krists”.
Rétt mun að benda á, í þessu sambandi, að smá
skekkja á sér stað með ártal hins kristna heims. Sýr-
lenzkur munkur, Díónýsíus, auknefndur Exiguus (hinn
magri eða litli), viðhafði það ártal fyrstur manna, 527. Er
vafalítið, að hann taldi Jesú fæddan 2—4 árum síðar en
rétt er.
Fyrir daga Díónýsíusar var timatal manna marg-
breytt. Sumar þjóðir töldu tímanr; frá sköpun heims.
Grikkir miðuðu sitt tímatal við Olympiskuleikina, en Róm-
verjar töldu frá upphafi Rómaborgar. Er því skekkja
Díónýsíusar sízt furðuefni, er jafn langt var liðið frá fæð-
ing Jesú þegar hann byrjar hitt nýja tímatal. pýðingar-
mikið atriði er það og naumast. Kristindómurinn er að
eins þetta eldri, en venjulega er talið.
Hið nýja tímatal náði skjótt útbr jiðslu á ítalíu, flutt-
ist þaðan á næstu öld til Frakklands og þaðan norður og
vestur um lönd. —
Eg held að lesendumir telji ekki úr vegi, þó hér sé,
sem niðurlagsorð þessara hugleiðinga, rifjað upp það,
sem hinn vitri og vinmargi íslands biskup, hr. J7órhallur
Bjamarson, reit um þessi atriði á jólum 1892. Hann var
þá prestaskólakennari og ritstjóri Kirkjublaðsins eldra:
“25. desember.
Fyrir fám árum fanst grískt handrit áður óþekt,
samið af Hippólýt biskupi, sem lifði í Rómaborg efri ár
sín og dó 235. Ritið er skýring á spádómsbók Daníels, og
þar sem höf. talar um hina síðari komu Drottins, víkur
hann að hinni fyrri með þeim orðum:
‘Koma Drottins vors hin fyrri í holdinu, er hann
fæddist í Betlehem, gjörist 8 dögum fyrir hinn fyrsta dag
janúarmánaðar, (þ. e. 25. des.), fjórðu dag vikunnar, (þ.
e. miðvikud.), á 42. stjómarári Ágústs keisara, (þ. e. 2
árum fyr en talið er)\
Áður var dagsetningin að eins þekt frá síðari hluta
4. aldar”. (Kbl. II. 15.).
Á Norðurlöndum.
voru kristin jól fyrst haldin á ríkistíð Hákonar góða, og er
þess þar getið. Hákon fæddist upp á Englandi og tók þar
trú. “Hákon konungur var vel kristinn er hann kom í Nor-
eg”, segir í sögu hans. pá var þar land alt heiðið og blót-
skapur mikill.—“Hann setti þat í lögurn, at hefja jólahald
sama tíma sem kristnir menn, ok skyldi þá hver maðr —
-----halda heilagt meðan jólin ynnist. En áðr var jóla-
hald hafit hökunótt — þat var miðsvetramótt — ok
haldin þrigg nátta jól”. (Hák. s. 15. kap.).
pannig segist Snorra Sturlsyni frá.
í þessu lagaboði Hákonar, er gjörður svo greinilegur
munur heiðinna og kristinni jóla, að engum getur dulist.
petta lagaboð héfir ekki verið gefið síðar en um miðja
10. öld, því á jólum 952, er konungi búin jólaveizla á Mæri.
pá áttu heiðnir höfðingjar stefnu með sér fyrir jólin.
Tóku þeir af lífi þrjá presta og brendu þrjár kirkjur. Hétu
þeir Hákoni afarkostum, ef hann þverskallaðist við að
blóta heiðin goð. pröngvuðu þeir konungi, unz hann sam-
r.eytti með þeim og drakk heiðin minni krossalaust. Var
konungur þá all ókátur. Jólagleðin hverfur nú með
kristnihaldinu, sem áður við matarhvarfið, og hefir
hvorttveggja viljað við brenna, því ekki hefir ávalt
“hverr maðr haldið heilagt meðan jól ynnist”, sem Há-
kon bauð. —
fslenzkar fomsögur eru auðugar af jóla-atburðum
og verður hér að eins örfárra getið.
Ólafur Haraldsson reyndi á ýmsan hátt að gjöra ís-
lendinga skattskylda Noregskongi, sem kunnugt er. Hann
sendi íslendingum vinmæli og gjafir, sem kirkjuvið og
kirkjuklukku. Var pingvallakirkja reist úr þeim efnivið.
pá bað hann íslendinga um “eyðiskerið” Grímsey. peirri
kvöð neituðu þá fslendingar. Loks sendi konungur Gelli
porkelsson til íslands með þá orðsending, að íslendingar
gangi Noregs konungi á hönd, láti sig “skatt-skrifa”, —
og gjaldi “peninga fyrir hvert nef”, sem óðni forðum, en
sæti ella afarkostum.
Meðal þeirra íslendinga, er þá dvöldu í Noregi, var
póroddur, sonur Snorra goða. Honum hélt konungur sem
gisling eða veði. pótti póroddi ilt ófrelsið, er honum var
hamlað heimfarar. Bauð hann þá konungi fyrir jólin, að
heimta skatta hans af Jömtum, en þeir töldu sig lýðskylda
Svía konungi. Var sú ferð því talin forsending. petta
var veturinn 1026. í þeirri svaðilför var þessi fslending-
ur þá um jólin. Sátu Jamtar á svikráðum við hann og
komst hann í mestu mannraunir. Fékk póroddur af þeirri
jólaferð frægð mikla.
Ekki er ótrúlegt að íslendingurinn hafi kviðið dauf-
legum jólum í Noregi, og ófrelsi og heimfýsi, er jólin fóru
í hönd hafi knúð hann til karlmensku verka, er sagan mun
varðveita. — Minnir það á íslenzka hreystimenn, er nú
standa í stórræðum á þessum brandajólum.
pá voru jólagjafir Arinbjarnar hersis ekki neitt eins
dæmi í fornöld feðranna.
Bjöm Hítdælakappi fór ungur til Noregs og dvaldi þar
veturinn 1007, við hirð Eiríks jarls Hákonarsonar, ásamt
Pórði frá Hítamesi, keppinaut Bjamar. Fyrir jólin jöfn-
uðu þeir pórður missætti er á milli þeirra hafði verið. —
“Ok enn átta dag jóla gaf Eiríkur jarl málamönnum sínum
sem siðr er höfðingja til í öðrum lóndum. Hann gaf
Bimi gullhring, þann er stóð hálfa mörk,-------pórði gaf
hann sverð, góðan grip”. (Bjam. s. 3. kap.).
— En því miður urðu þessir íslendingar báðir drukn-
ir í jólaveizlunni hjá jarli. —
Á íslandi
var jólahald eðlilega mjög svipað hátíðarhaldi annara nor-
rænna höfðingja.
Sturlunga saga getur þess, er Gróa, kona Gissurar
jarls, lét gjöra porgilsi skarða grænan kyrtil úr nýju
klæði fyrir jólin. Hann var þá enn á æskuskeiði. Áður
átti hann bláan kyrtil, er gefin var Sám, frænda jarls, og
líkaði báðum vel. — Nokkuru síðar braut porgils jólafrið,
sem þá er kominn inn í hugsunarhátt manna í sambandi
við jólin, í norskri jólaveizlu, er honum þótti bryti fastur
á drykk. Sýnir sagan að enn var drukkíð um of á jólum:
“Vóru þar fyrst druknar sveitardrykkjur, síðan slógust í
knífil drykkjur, gjörðust þá flestir druknir”. (Sturl. s.
III. 126.).
Seint gekk einnig að gjöra ófriðinn útlægan á jólunum
Meðan jólahelgin enn stóð, 1242, árið eftir víg Snorra
Sturlusonar, fór úrækja, sonur Snorra, að Gissuri jarli í
Skálholti. Börðust þeir, en skildu þó sáttir að kalla.
Frá öndverðu voru því kristin jcl á Norðurlöndum,
annað og meira en áframhald heiðinna miðsvetrar blóta.
En fólkið kom ný kristnað úr hofunum inn í kirkjumar,
frá heiðnum jólum til kristinna jóla Og menn fæðast
ekki fullþroska. En kirkjan, sem tók a'Ö sér að kristna
heiðna menn, gjöra þá að nýjum mönnum, varð varð vitan-
anlega að snúa sér að hinni ytri mannfélagsskipun, eins
og hún þá var, — kristna það og hagnýta. sem jólaheitið,
er samrýmst gat hinum nýja sið.
Gregoríus mikli (590—604), gaf til þess heimild, að
breyta hofum í kirkjur og helga fornar siðvenjur, er ekki
kæmu í bága við kristindóminn.
Kirkjulegir leiðtogar Norðmanna. virtust strangari í
því efni, því erkibiskup Norðmanna bannaði 1185, bisk-
upum á íslandi, að vígja þá til prests eða djákna, er eigi
létu fyrst goðorð sín, (“Fyrir því bjóðum vér biskupum
at vígja eigi þá menn er goðorð hafa” Dipl. ísl. I. 291).
En “maður horfðu þér nær, liggur í götunni steinn”.
pað er enn heiðinn fomaldar-arfur, sem við menn
þurfum að óttast mest, í sambandi við jólin. Nútíðará-
stand heimsins minnir óþægilega á illan arf, þrætupart í
eðli mannanna, sem máldagar kærleikans ná ekki enn yfir.
En vonandi fá þó öll börn mannanna, einhver dýrð-
leg framtíðarjól, að taka undir með séra Matthíasi er
söng á jólum 1896:
“Friðast fólklönd, — en fellur dauði.
Hringjum, hringjum, — til helgra tíða!”
“Heima”
hefir lengi verið “kátt á jólunum”. Um fleiri aldir hefir
engin hátíð náð öðrum eins tökum á íslenzku hjartalagi.
sem jólahátíðin. Hún er þar hátíð allra. Flestir menn
urðu þá böm aftur. Menn og málleysingjar áttu þá venju
fremur gott. Jólin voru þar andleg og líkamleg fagnaðar-
hátíð. pá var bærinn allur hreinsaður, fatnaður bættur
og enda askurinn þveginn. pví er haft eftir bónda, er
kerling ihans þvoði faldinn sinn úr s<;ðinu af hangikjöti,
sem ætlað var til jólanna: “Alt af er þó munur, heillin,
að sjá það sem er hreint”.
Aðfangadagurinn bar þá nafn með rentu, var atfanga
— eða afla-dagur. pá' voru allir önnum kafnir, alt var
hreint, híbýli og hjörtu. Allir voru búnir sínu bezta skarti
sem jólagestsins væri virkilega von. Allir voru á heimleið
— sjómenn, sendimenn, sauðamenn, þö tíðin væri hörð og
leiðin hættuleg. Ljós var um alt, svo hvergi bar á skugga.
Víða brunnu ljós alla jólanóttina. Blm og fullorðnir
fengu jólakerti. AHir með ljós — og a'lir Ijós. — Skáld-
skapar-lindin þiðnaði, eins og þjóðsögurnar votta, en trú-
aður kærleiki tendraði jólaljósin.
Einhvem tíma um jólin fengu dýrin málið. Selimir,
sem upprunalega voru hermenn Faraós, urðu aftur menn.
Um jólin “rís kirkjugarðurinn”, og framliðnir fara þá til
kirkju. Huldufólkið mátti ekki móðga, og mjög gladdist
það við hreinlætið í mannheimum um jólin. pó hið illa
færðist líka í aukana og margt yrði tröllriða um jólin,
þoldi það aldrei að heyra nafn Jesú. Og enn óttast það
illa Jesú nafn,rétt framborið.
Jólatréð vantaði, en jólagjafir höfðu ekki gengið úr
gildi. Allir fengu eitthvað nýtt á jóhinum, og engan fýsti
að “fara í jólaköttinn”. Samneyti manna og skemtanir
tíðkuðust og heimilisfólkið var veizlufólkið. Á flestum
heimilum var þá guðsorð lesið og sungið. Á jólum lögðu
menn oft mikið á sig við kirkjusókn, urn langan veg í ó-
færð og illveðrum, er dagur var styztur og kirkjur enn
i kaldar. pessar guðsþjónustur jólanna, hátíðlegar í sínum
einfaldleik, voru hámark hátíðarhaldsins.
Heima héldu hjörtu mannanna jól!
Eitthvað hefi eg séð um það, að jólin þessi verði dauf-
leg jól, — að nú verði óvíða “kátt á jólunum”. Hugmyndir
manna um gleði, og þá um jólagleði, eru margvíslegar, og
studum ekki sem hollastar. En sumum virðist í fylstu
alvöru, er þeir standa nú sjálfir uppi í styrjöld, að kristin-
dómurinn hafi á einhvem hátt brugðist. — einkum hjá
náunganum, — eða jafnvel að drottinn jólanna hafi sjáíf-
ur brugðist börnum mannanna. Jólaíögnuðurinn hafi, í
þeim skilningi, flúið.
En hvað hefir brugðist? — Ekki Kristur, — ekki
sannur kristindómur. En það, sem ranglega gekk undir
kristindóms nafni, hjá heiðnum nútíðarmönnum, hefir
brugðist. pað brást í fornöld, brást áður en þessi Brá-
vallarbardagi hófst, er alt af að bregðast, þó bilunin verði
bersýnilegust er mest reynir á.
Styrjaldir og mannvíg er jafn gamalt syndinni. f
allri sögu mannanna hefir ónýt kristindómsjátning marg
bilað, — breyzt á augabragði úr drotningargerfi í heiðið
fiagð, er ótal afbrotum kom til leiðar.
pað eru mennimir sem hafa brugðist, — bmgðist
sjálfum sér, brugðist Kristni jólanna cg kristindóminum,
glatað bamseðlinu og jólaljósinu, — mennirnir!
Engilsaxar trúðu, að það væri ils viti, ef jólakertið
entist ekki eiganda til vökuloka. Nú er það að rætast
í æðri merkingu.
Og Glámur, hálftröllið sænska, “ósöngvinn ok trú-
lauss”, er enn ljósmynd heiðninnar á jólunum — og í líf-
inu. Draugsæfi hans verður enn óþyrmilegri fyrir hugs-
un manns nú, þegar flestir virðast tröllriða um jólin, f
skamdegi friðarins. f þeim skilningi er enn — og verður
lengi — reimt á jólunum.
En tíðasöngur á pórhallsstöðum lagðist ekki fyrir
það niður forðum daga; jólafögnuðurinn flutti ekki úr
hjörtum íslenzkra bama; jóláljós íslenzku þjóðarinnar
sloknaði ekki og endist henni vonandi til vökuloka. —
Sú “lotning”, er Heródes vildi auðsýna Betlehems-
baminu forðum, breytti því ekki, hvað fæðingu þess þýddl
öllum heimi. Ram-hljóðin vom átakanleg. En Jesú og
jólin hafa huggað og blessað heiminn siðan.
Náskyld lotningar-atlot nú, geta enn orsakað Rama-
ón, en þau geta aldrei tekið frá mönnunum kristin jól. —
pó hio íslenzka heiti jólanna sé úr heiðni, gagnstætt
hinu enska hákristna heiti, Kristsmessa, geta jólin okkar,
og það í ár og æfinlega, orðið óbrotin íslenzk jól, auðug
af andlegum friði og kærleika.
Betur get eg ekki endað þessar hugleiðingar, en með
jólavísu Jónasar Hallgrímssonar:
“Jólum mínum uni eg enn
og þótt stolið hafi,
hæstum guði heimskir mcnn:
hefi eg til þess rökin tvenn,
að á sælum sanni er enginn vafi”.
Og réttið svo, með berfætta drengnum, bamahöndina
með kærleikskossinum, eftir helgidómi jólanna!