Lögberg - 20.12.1917, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. DESEMBER 1917
Friður á jörðu.
Fyrir meir en nítján hundruð árum hljóm-
uðu þessi orð í eyrum fiárhirðanna hjá Betlehem,
og í meir en nítján hundruð ár, hafa þau, þegar
styztur er dagur, og náttúran umhverfis oss er
læst í klakabönd, flutt frið, ljós og yl inn í kalt
og dofið líf mannanna. Atburðurinn, sem þau
standa í sambandi við, — friðar atburðurinn sjálf-
ur, er svo sólríkur, að hann hefir lýst í skamdegi
vetrarins og í skamdegi mannlífsins, um meir en
nítján hundruð ár. Og allsttaðar þar sem geislar
hans hafa náð að skína, hefir verið bjart, hlýtt
og friðsamt.
Og nú, með aðkomu jólanna, kemur þessi
boðskapur friðarins til vor á ný. í hallir konunga,
í stórhýsi auðmanna, og til þeirra, sem menn í
vanalegum skilningi kalla óskaböm heimsins. En
sérstaklega þó í húsin lágu, þar sem kuldinn nístir
og erfiðleikamir lama — þar sem lífsvonin er að
örmagnast og hjartað grætur — þar vill friðar-
höfðinginn mikli helzt vera til heimilis.
Vér emm að hugsa um frið, vér þráum frið;
þann frið, sem gerir oss mögulegt að bera byrð-
amar þungu, sem lífið leggur oss á herðar, þann
frið, sem gerir oss sterka til þess, að standa uppi
í stríðinu, og gera skyldu vora. pann frið, sem
getur sætt oss við að sjá á bak ættingjum og vin-
um í þarfir fósturlands og frelsis — þráum frið-
arboðskap englanna, sem
“Titri niður á hjartað sjúkt,
Eins og dala
Daggir svala
pyrstri rós í þurk".
En ef til vill furða sumir menn sig á því, að vér
nú skulum tala um frið, á jörðu, þegar flestar
þjóðir heimsins em í ófriði, og berast á banaspjót-
um, og blóð sona þeirra fossar á vígvöllunum,
þegar yfirgangur og neift. vill iafna við jörðu,
sjálfstæði, frelsi, og menning, sem þær hafa keypt
dýru verði, og barist fyrir frá ómuna tíð. pegar
blómlegar bygðir, og fögur héruð eru í sundur
rifin, og lögð í eyði af morðvélum óvina friðarins,
þegar saklaust fólk er svívirt, selt í ánauð og myrt,
af fjandmönnum frelsis og friðar, þegar orð og
eiðar eru rofnir, og alt það sem mönnum var
helgast að vettugi virt. því þá að vera að tala um
frið? er þá ekki sjálfsagt að tala um stríð? Nei,
pá á maður einmitt að hugsa, og tala um frið.
Ekki þann frið, sem gefur valdaþyrstum yfir-
gangsseggjum lausan taum. Ekki þann frið, sem
skilur eftir hjálparlaust hertekið fólk, í höndum
miskunnarlausra sigurvegara. Ekki þann frið,
sem skilur eftir fagrar bygðir, og frjósöm héruð,
saklausra manna í auðn. Ekki þann frið, sem um
mannsaldra eyðileggur drengskapar hugsjónir
mannanna. Ekki þann frið, sem verpur moldu
frelsis og sjálfstæðisvonir þjóðanna um ókomna
tíð. Vér biðjum ekki um þann frið, sem gerir
lífið eins og
“járnköld élja drög
jafn bitur eins og spjóta lög”,
því yfir honum gæti hvorki hvílt velþóknun né
friður guðs.
pað er því auðsætt, að um frið út á við er ekki
að tala, eins og nú standa sakir, þar til rutt hefir
verið úr vegi því, sem fyrir sönrium friði stendur,
og orsök var að heimsófriðnum mikla. Fyr en
rutt er úr vegi mannvonzkunni, sem hefir breitt
sig yfir bygðir manna, eins og illkynjuð vetrar-
þoka, og lagst sem heljar farg yfir einstaklinga
og þjóðir.
Að berjast á móti þeim ófögnuði, er nú aðal
hlutverk þessarar þjóðar, að frelsa sjálfa sig og
böm sín frá áþján og ógæfu, er skylda, sem hver
þjóð er virðing og sæmd vill halda, verður að gera,
enda er það sjálfsagt öllum ljóst. Canada hefir
sýnt það með framkomu sinni í sambandi við
þetta stríð að svo er. Henni er skylda sín ljós,
og hún veit líka hvað það kostar að gera þá
skyldu — hvað hún verður að leggja í sölumar —
hver fómin er—blóð hennar beztu sona. Sárt er
að sjá vora ungu menn fara í stríðið, sárara er að
frétta að þeir séu fallnir, en sárast væri það, ef
þeir skyldu til einskis dauðir.
paS er náttúrlegt að hugir vorir séu fullir af
stríðskvíða og ófriðar hugsunum. En eftir því
þarf canadiska þjóðin að muna, að festa ekki of
mjög ófriðar hugsunina í huga sér. Hún þarf
nú um fram alt að hugsa um frið—innbyrðis frið.
Til þess að takmarkinu geti orðið náð, þarf hún
að vera sem einn maður í hugsun, áformum og
framkvæmdum. Hún þarf að varast allan inn-
byrðis ófrið; vér þurfum allir að skilja að úrlausn
spursmálsins mikla, sem barist er um á vígvellin-
um, er eins mikið undir okkur sjálfum komið eins
og hermönnunum, sem á vígvellinum berjast.
ósamlyndi og ófriður vor á meðal, er hinn versti
óvinur, sem hermenn vorir geta mætt. Gefum
því friðarboðskap jólanna sérstakt athygli, og lát-
um hann vera afl, sem reki á flótta úr lífi voru
alla tilhneigingu til sundurlyndis og ófriðar, svo
vér getum einhuga, og með óskiftum kröftum
stefnt að marki sigurs og friðar.
óvíða er jólahelgin meiri og jólagleðin inni-
Iegri, heldur en hjá hinni íslenzku þjóð. Svo er
það æfinlega, þar sem lífið er einfaldast og til-
breytingarminst. Vér sem fæddir erum á íslandi
minnumst þess, hvað vér biðum jólanna með mik-
illi eftirvær.ting og lotningu. Birtan, sem um-
kringdi friðarhátíðina miklu í huga vorum, var
svo mikil, að hún fylti hjörtun með óumræðileg-
um fögnuði, og hefir sú tilfinning, sá fjársjóður,
sú helgi, og sá hreinleiki fylgt oss vestur um
haf. Enda þótt hann hafi ekki notið sín' hér, und-
ir breyttum kringumstæðum, eins vel og hann
gerði á ættlandinu, þá samt hefir friðarhátíðin
mikla átt friðhelgan reit í sálu vorri, og með fögn-
uði og eftirvænting höfum vér beðið jólanna.
En nú í þetta sinn hljóta þau að vera sorg-
blandin, því nú eru allir Vestur-fslendingar undir
sorgarskýi, ósegjanlega þungbæru; vér erum í
persónulegum skilningi að reyna að á:
-Sorgarhafs botni sannleiksperlan skín
pann sjóinn máttu kafa, ef hún skal verða þín”.
Staddir út á sorgarhafinu miðju, og hvað langt
er til lands veit enginn. En vér óttumst að það
sé langt, þar til sannleiksperlan er höndluð—
stríðinu lokið og friðurinn fenginn—og nú þegar
svona er ömurlega ástatt, þegar sá partur
hinnar íslenzku þjóðar, sem býr hérna megin
Atlanshafs er flakandi í sárum, þá kemur engla-
boðskapurinn frá Betlehem með frið í hugann
mædda og hjörtun sáru — þann frið vildi Lög-
berg óska að hvert íslenzkt mannsbam ætti í
ríkum mæli.
Þjóðrækni,
Eftir séra Björn B. Jónsson.
Svo er talið, að fimti hver fulltíða íslenzkur
karlmaður í Canada sé nú í herþjónustu. Lang-
flest íslenzk heimili eiga eitt eða fleiri sæti auð við
jólaborðið í ár. Sum þeirra vera vonandi aftur
jólaborðið í ár. Sum þeirra verða vonandi aftur
auð.
En hvemig sem alt fer, þá er það eitt víst, að
lengst dvelur hugur vor nú um jólin hjá hermönn-
unum austan hafs og hjörtu vor velja þeim beztu
jólagjafir sínar.
Á heimilum ástvinanna, í kirkjunum og á öllum
mannamótum nú um hátíðimar eiga hermennim-
ir tilkall til efstu sæta í hjörtunum.
Með þakklæti og lotningu minnumst vér her-
mannanna á hátíðunum. Vér minnumst þess,
að þeir kvöddu föðurhús og fósturland og fylgdu
rödd síns innra göfgis þangað, sem barist er um
frelsi og farsæld mannkynsins, og vér minnumst
þess, að Canada-liðið hefir sýnt þá hreysti og þann
drengskap, sem varpað hefir ljóma yfir land vort,
— og engir hafa getið sér í því liði betri orðstýr
en Canada-mennimir íslenzku.
En það eru fleiri en þeir, sem berjast á víg-
völlunum, sem nú sýna dáð og drengskap. Vér
dáum ekki síður drengskap þeirra, sem sjálfir ekki
bera vopn, en líða þó ef til vill mest, þeirra sem
heima sitja og bíða og biðja. Hugsum um hug-
prýði feðranna og mæðranna, bræðranna og systr-
anna, eiginkvenna og kærasta þeirra, sem fara og
falla. Hversu munu dagamir langir þeim, sem ást-
vini sína eiga í stríðinu grimma, og svo þegar dag-
urinn breytist í nótt, þá skeytið kemur, sem skýr-
ir frá því, að ástvinurinn komi aldrei heim.
Og vér minnumst þess alls, sem nýtir og þjóð-
ræknir menn verða að leggja á sig, hve miklu af
tíma sínum og eigum sínum menn verða að fóma.
Sá maður, sem nú ekki fómar og gefur, er ekki til
mikilla góðra hluta líklegur. Og “þótt ill sé tíð
og öldin spilt”, þá getur manni ekki annað en auk-
ist trú á hið góða og sigur þess, við það, að virða
fyrir sér göfugleik og hugprýði almennings. Fólkið
þolir alt, gefur alt. Ekkert er svo verðmætt, að
menn ekki vilji af því sjá til þess að bjarga með
því sóma lands síns og þjóðar sinnar.
Varla getur það dulist nokkmm manni, að
þeir viðburðir, sem gerst hafa í landi vom hin síð-
ustu missiri, muni að miklu leyti umbreyta öllu
þjóðlífinu. Landið, sem vér búum í, verður oss
nýtt land eftir blóðskím þá, sem það hefir hlotið.
Landið verður íbúunum margfalt dýrmætara fyr-
ir það verð, sem það nú er keypt. paS er reynsla
annara þjóða, að veruleg og heit ættjarðarást
fæðist í hörmungum. pað er fyrir mótlætið að
menn læra bezt að elska. Ljósasta dæmi þessa
sanmleika er ef til vill að finna í sögu Bandaríkj-
anna. par er þjóðræknin bæði m^kil og fögur, eins
og kunnugt er. Og það, sem þar hefir bæði skapað
og helgað þjóðrækni og ættjarðarást, eru stríðin
voðalegu, sem hin göfuga þjóð hefir orðið að heyja
fyrir tilveru sinni og frelsi sínu. Sagan, saga
stríðs. og sigurs, er móðir þjóðrækninnar. f öllum
skólum læra bömin, hin innfæddu og hin innfluttu,
að blessa minningu feðranna, þeirra sem lífið lögðu
í sölumar fyrir landið og keyptu eftirkomendum
sínum frelsið og farsældina með blóði sínu. í skól-
unum eru helgir haldnir fæðingardagar frelsis-
frömuðanna mestu, og bömin syngja ættjarðar-
söngva og sýna þjóðfánanum lotningu. pað gildir
einu í hvaða landi forfeður manns hafa búið, í
Bandaríkjunum verða allir eitt, — eitt í elsku til
landsins og þjóðarinnar.
Nú er sú saga að gerast hér í Canada, sem
samskonar áhrif mun hafa á þjóðina, eins og frels-
isstríðin hafa haft á aðrar þjóðir. Canada á líf
sitt að verja. pað má enginn láta lengur blekkjast
af þeirri villu, að öllu sé óhætt hér heima í Canada,
þótt óvinimir sigri austan hafs. Sigri óvinimir
þar, þá er úti um Canada. pað er því beinlínis
landvamar-sk /Ida, sem hinir hraustu hermenn
vorir nú gegra. peir gefa út líf sitt svo Canada
fái ’Lfi haldið Dým verði er sjálfst-eði og sómi
landsins keyptur. pað land, sem svo dýru verði
er keypt, hljóta böm landsins að elska.
Fyr eða síðar mun þetta voðastríð taka enda,
góður málstaður verður að sigra. Oanada mun lífi
halda. Sigurinn og lífið verður þeim mönnum að
þakka, sem nú gefa líf sitt til lausnargjalds fyrir
þjóðina. Ár og aldir munu koma og farsæll lýður
mun lifa friðsömu lífi hér í frjálsu landi, og ein
kynslóð mun taka við af annari og blessa nöfn og
minningu þeirra manna, sem nú deyja dýrlegum
dauða hetjanna svo ættjörðin fái lífi haldið og
farsældar notið. Og í tölu þeirra ódauðlegu manna
verða íslenzku hetjumar, sem nú leggja lífið í söl-
umar fyrir ættjörðina sína ungu og kæra.
Með bióði sínu hafa þeir keypt oss helgan reit,
nýja ættjörð til að elska og þjóna, lifa fyrir og
deyja.
Canada verður oss hér eftir alt annað land, en
áður var hún. Hún verður vort land, vort ættar-
land, landið, sem bræður vorir, synir vorir og ást-
vinir vorir hafa keypt oss með blóði. Undir jarð-
armen höfum vér nú gengið með öðram samþegn-
um vorum, og þeim og oss hefir blætt saman. Á
þann hátt sórust forfeður vorir í fóstbræðralag.
Eiðsmjöð fómarblóðsins höfum vér nú drukkið.
pá er oss illa úr ætt skotið, ef ekki höldum vér
eiðinn þann.
pað er sönn þjóðrækni, þá maður gefur þjóð
sinni hjarta sitt alt og óskift. Slík var þjóðrækni
forfeðra vorra, sem ísland bygðu. peir skildu
ekki helming hjartans eftir í Noregi, írlandi, eða
Suðureyjum. peir gáfu nýju ættjörðinni alt.
Sama skylda gagnvart Canada hvílir nú á niðjum
þeirra, er hér hafa fest sér ættjörð. Canada er
oss ekki lengur “framandi land”. Hún er ættjörð
vor, dýru verði keypt oss. Til þess “eru voldugir
í val fallnir og hermenn hraustir hnignir til mold-
ar”, að vér eigum hér og elskum frjálsa ættjörð
og sýnum þjóðrækni þá, sem góðum sonum sæmir.
Fyrir æskuna og framtíðina.
Eftir séra Rúnólf Marteinsson.
pótt hrygð og myrkur grúfi yfir heiminum,
og hafi smeygt sér inn í óteljandi hjörtu á þessum
tímum, má samt ekki láta myrkið fæla burt alt
Ijós. “Ef vér sjáum sólskinsblett í heiði” megum
vér setjast þar og gleðja oss. Slíkt er ekki tilfinn-
ingarleysi, ekki hirðuleysi út af sorgum annara,
heldur barátta fyrir ljósinu og gleðinni, sem
heimurinn þarf svo mikið með. Slíkt er að berjast
á móti því að myrkrið leggji heiminn undir sig.
Eins og sá sem líknar á að vera “með glöðu
bragði”, samkvæmt postulanum, eins og auglit
þess er sjúklinga stundar á að vera bjart og von-
arfult, eins eiga þeir, sem nú finna sárast til sorg-
ar heimsins að setja sig ekki úr færi með að láta
yl og birtu streyma inn í sál sína, “til þess að þeir
hafi eitthvað til að miðla hinum þurfandi”.
Sannur fögnuður ljómar höll og hreysi um
þessi jól eins og fyr. Má vera að sá fögnuður sé
nokkuð með öðrum hætti heldur en áður, en það
er fögnuður, sem er hreinni en ella, því hann hefir
verið þveginn í vötnum sorgarinnar.
“Gleðileg jól”, hljómar um allan heiminn.
“Gleðileg jól”, frá vinum til vina. “Gleðileg jól”,
frá hjarta til hjarta. “Gleðileg jól”, streymir landa
á milli. “Gleðileg jól”, rífur múrveggi mannfé-
lagsstétta. “Gleðileg jól”, breytir einstaklingun-
um í bræðrafélag. “Gleðileg jól”, hrærir hvern
streng er ómað fær. “Gleðileg jól”, barst í hátíð-
arsöngvum andanna til jarðar og stígur í lofsöng-
kristinna manna til himins. “Gleðileg jól” er sterk-
ur ómur í heilögum kærleika nánustu ástvina.
“Gleðileg jól” kemur sem sendiboði hins eilífa kær-
leika til neyðarinnar, til að þerra tárin, mýkja sár-
in, seðja hungrið, og veita allan þann unað, sem
unt er. “Gleðileg jól”, hljómar úti á vígvellinum,
meðal bræðranna sem barist hafa hver við annars
hlið og vaðið í gegn um “eld og reykjarsvælu”.
“Gleðileg jól”, hljómar jafnvel yfir skotgrafirnar.
Fögnuður! Mannlegur, guðlegur fögnuður,
fögnuður, sem flytur jörðina, sem næst himninum
og himininn sem næst jörðinni, fögnuður sem all-
ur stafar frá mannkyns frelsaranum, eins og geisl-
arnir frá sólunni, er hjartað í jólaboðskapnum.
oannarlega era jólin fagnaðarrík og mannleg til-
finning segir:
“Ei gleymum að sólin
er gefur oss jólin
um bygð vora og bólin,
er indælli’ en alt”.
í hópi þeirra, sem segja: “Gleðileg jól”, vill
Jóns Bjamasonar skóli vera.
Jóns Bjamasonar skóli er ávöxtur af margra
ára striti og stríði, von og þrá. Kærleikur til hins
góða og göfuga. sem fólk vort átti, hefir verið lífs-
vökvinn í þeirvi von og þrá og starfskrafturinn
í því striti og stríði. pegar fögnuður fólks vors
yfir hinum blessaða arfi þess, kristinni trú og
íslenzku göfgi hefir logað skært, hefir vonin um
skólann lifað. pegar á hinn bóginn að vér höfum
tælst til að lítilsvirða feðra arfinn, höfum vér mist
vonina um skólann, höfum þá sagt að slíkt væri
oss ofurefli, eða óþarfi eða jafnvel þröskuldur í
vegi vorum. Sé þetta rett tekið fram (og eg vil
biðja alla að athuga hvort þetta er ekki nákvæm-
lega rótt), er kærleikurinn til arfsins sem vér ís-
lendingar eigum, grundvöllurinn, sem hann hlýtur
að hvíla á, eða rótin, sem hann vex af.
Kirkjuþing eftir kirkjuþing, voru menn að
starfa að því að skólinn kæmist einhverntíma á
fót, og vona að sá draumur rættist.
Aldrei gleymi eg því, er öldruð kona kom til
mín á einni fyrstu skólahátíðinni og lofaði Guð
með sterkum, hjartnæmum orðum fyrir það að sér
hefði auðnast að sjá þann dag, að skólinn kæmist
• á fót. Hún lifði ekki lengi eftir það, og era orðin
hennar fyrir þá sök enn þá eftirminnilegri. Og
þau sýna það, sem mest er umvert í þessu máli,
það, að skólahugmyndin, jafnvel áður en hann
komst á fót, átti að minsta kosti einhver ítök í
hjörtum fólks vors.
Angurblíö endurminning er það, en ómetan-
lega dýrmæt, að hann, sem var faðir skólahug-
myndarinnar með oss, hann, sem skólinn heitir
eftir, var við fyrstu skólasetninguna, las fyrsta
biblíukaflann og flutti fyrstu bænina þar. Megum
vér ekki trúa því að kraftur fylgi þeirri blessun,
sem hann með því lagði yfir þessa^ stofnun ?
En nú er skólinn kominn á fót.
Hefir hann uppfylt vonir þær, sem menn
gjörðu sér um hann?
Er kærleikurinn til hans nú, þegar hann er
kominn, meiri eða minni en hann var til hugmynd-
arinnar, þegar menn vora að skapa hana fyrir
mörgum áram síðan?
pessum spumingum verður ekki nema að
nokkru leyti svarað af mér, en þegar þeim er svar-
að, verður að taka til greina þá erfiðleika, sem
verið hafa á leið vorri.
Eg sagði að hann væri kominn á fót, og satt
er það að þettu er fimta starfsárið hans; en þó er
skólinn, enn sem komið er, tæpast annað en nem-
andahópur og kennarar. Hann á ekki þumlung
af landi. pví miður hafði ekki kirkjufélag vort,
þrátt fyrir marga ágæta fjársýslumenn, nægilega
framsýni til að tryggja skólanum landblett til að
sitanda á, og var þó um langt skeið land svo ódýrt
í Winnipegbæ og grendinni að undrun sætir, þegar
borið er saman við verð á landi nú. óefað hefði
þá mátt kaupa land fyrir $5,000, sem nú væri
$100,000 virði. petta tækifæri lá fyrir framan
menn ár eftir ár, en aldrei báru menn gæfu til að
grípa það.
Skólinn á neldur ekki þak yfir sér.
pað sem hann á, er nokkurt stofnfé í minn-
ingarsjóðum og allmikið af loforðum, og eiga vext-
ir þess að bera skólan nú og í framtíðinni að mikl-
um mun. Er sú hugmynd hin viturlegasta af öllu
því, sem fram hefir komið í sambandi við fjárhag
skólans; því nái hún fram að ganga, er skólanum
trygður starfrækslu kostnaður um ókominn tíma
og er það aðalatriðið.
THE DOMINION BANK
sir ecivlm: b.cíLíp.n r, ...............
i Prcsident Vice-President |
] Hagsýni hjálpar til að vinna stríðið |
Byrjið sparisjóðs reikning og bætið við hann reglulega
V I 1> / V) M V
Vice-President
Notrc I)nmc Brancli—W. M. IIAMII.TON, Manager.
Selklrk Branch—F. J. MANNING, Manager.
NORTHERN CROWN BANK
Höfuðstóll lðggiltur $6,000,000 , Höfuðstóll greiddur $1,431,200
VarasjóSu.......$ 848,554
formaður ................. - Capt. WM. ROBINSON
Vice-Presldent - JAS. H. ASHDOWN
Slr D. C. CAMERON, K.C.M.G. W. R. BAWI.F
E. F. HUTCHINGS, A. McTAVISII CAMPBELL, JOHN STOVKIi
Allskonar bankastörf afgreldd. Vér byrjum relknlnga vl8 elnstakllnga
e8a félög og sanngjarnir skilmálar velttir. Avlsanlr seldar tll hvaCa
staCar sera er á Islandl. Sérstakur gaumur gefinn sparlrjóCslnnlögrum,
sem byrja m& meC 1 dollar. Rentur lagCar vlB & hverjum 6 mánuBum.
P3Í
T- E. THORSTEIN9SON, Ráðsmaður
Co William Ave. og Sherbrooke St.,
Winnipeg, Man.
Sendið hermönnunum yðar fallega
mynd í jó!
Það ertil mynda- W. W.
smiður í borginni ROBSON
yðar ::::::: 490 Main St.
Ennfremur á skólinn bókasafn nokkurt, gott hljóðfæri, ágæta
töfralukt, húsgögn, og er hann sæmilega útbúin hvað kenslutæki
snertir.
pví má heldur ekki gleyma, hve erfitt hefir verið ástandið í
landinu þann tíma, sem skólin hefir staðið. Áður en annað starfs-
ár hans hófst, var veraidar-styrjöldin skollir. á. Hefir það ástand
orsakað skólanum fjárhagslega og aðra erfiðleika, eiriis og allir
geta skilið.
prátt fyrir þetta hefir þó nemenda-hópurinn smá stækkað og
skólinn unnið sér nokkurt álit. Hann byrjaði með 7 nemendur og
það ár urðu þeir 18 alls. Nú hefir innritast í skólann á þessu ári
40 nemendur, og er það 18 fleiri en í fyrra.
Um álit á skólanum ber mér ekki að tala, en kafla úr tveimur
brófum langar mig til að birta hér.
Fyrra bréfið er frá manni, sem var einn nemendanna, fór á
vígvöllinn og lét þar líf sitt, og er þetta síðasta bréfið, sem eg fékk
f rá honum:
“pað er ánægjulegt að sjá, hvað vel skólanum gengur. pað
gleður mig mjög mikið, því mig langar til að sjá Jóns Bjamasonar
skóla, sem einn hinn stærsta og áhrifamesta skóla í Canada, og
eg vona að sjá hannþað, því eg veit að hann á það fyrir höndum”.
Hitt er nýkomið bréf frá hermanni, sem þá var rótt að leggja
af stað til Frakklands:
“Eg held eg ætli að byrja með því, að “gratulera” þér, með
hve margir nemendur eru nú í Jóns Bjamasonar skóla, hve góða
meðkennara þér hefir tekist að fá og hversu miklu áliti skólinn nú
virðist eiga að fagna. pú mátt sannarlega vera ánægður með fram-
frir skólans”.
Jafnvel þótt sumt kunni að vera ofsagt í því, sem vinir vorir
segja, þykir oss engu síður vænt um öll hlýleg orð. Flestir mun-
um vér vera með þeim eðlishætti að oss þykir vænna um ylinn en
nístandi kuldann. pað er eins og sólin sendi geisla að hjartarótum
mínum í hvert sinn er einhver mælir kærleiksorð um skólann.
pessi ungi skóli sendir yður, Vestur-íslendingar, kveðju sína
og óskar yður gleðilegra jóla.
pað sem skólinn er, er Vestur-íslendingum að þakka. — Með
þakklæti má minnast þess styrks, sem pórhallur sál. biskup og
örfáir aðrir fyrir utan hóp fólks vor hér veittu skólanum, en það
breytir því ekki að því nær allur styrkur r.kólans er kominn frá
Vestur-íslendingum. Um eitt skeið hafði maður hugmynd um að
skólinn gæti helzt ekki til orðið nema í samíélagi við önnur lútersk
kirkjufélög. Ekki verður með vissu sagt að ekkert slíkt geti kom-
ig fyrir í framtíðinni, en fátt virðist þó benda í þá átt, nú sem
stendur. pessi skóli er fyrir Vestur-íslendinga. Vestur-íslend-
ingar einir geta trygt honum framtíð hans. Ef þeir ekki leggja
fram það, sem hann þarf til lífs, mega þeir vera vissir um það að
enginn annar gjörir það. Ef þeir styrkja hann, það sem hann þarf,
lifir hann. Hann fær sitt líf frá Vestur-fslendingum og þeim ein-
um. pað skiftir miklu máli að allir gjöri sér þetta ljóst.
Síðastliðið sumar ferðaðist eg um elztu bygð íslendinga í
Manitoba, Nýja ísland. “í kirkjum eða samkomuhúsum bygðar-
innar flutti eg erindi um “fslenzka æsku”, og ferðaðist svo hús úr
húsi og bar fram fjárhag skólans og talaði við merm um annað
honum viðkomandi. Sérstaklega gjörði eg mér far um að svara
öllum fyrirspumum og mótbárum.
pví nær allir tóku mér vel, og f jöldi manna greiddi götu mína
á ýmsan hátt. Sumir lögðu mikið í sölumar til að ferðast með
mér og með mig. Var þetta þó um heyskapartímann, þegar annir
vora mestar. Bæði aðstoðarmenn skólaráðsins og aðrir, ekki sízt
prestamir, létu mér fúslega í té alla nauðsynlega hjálp. Ymsir
hýstu mig lengri eða skemri tíma og á allan hátt var leitast við
að aðstoða mig.
Langflest fólk í bygðinni styrkti skólann að nokkrum mun,
flest njög vel. held . sfnvei að sumc fólk hafi gefið alla þá
peninga sem það átti. pó held eg að eg geti með sanni sagt, að eg
hafi ekki gengið hart að fólki. Eg sagði fólki frá þörfum skólans,
en lót fólk algjörlega sjálfrátt með það, hvað það gæfi, eða hvort
það gæfi nokkuð eða ekki neitt. Sumt fólk gaf að eins nokkur cent
en frá einu heimili fékk eg $30. Hverjir fómuðu mestu get eg
ekki sagt, því eg þekki ekki svo ástæður fólks, en eg hygg að allur
þorri fólks hafi gjört framúrskarandi vel.
Meðan eg var að ferðast um Árnes-bygðina skall á það versta
haglveður, sem komið hefir í Nýja íslandi, á nokkru svæði gjör-
eyðilagði það uppskeruna. Mig tók það sárt að vera á ferðinni í
f járbón þegar svona stóð á, og eg sagði fólkinu, að eg ætlaðist ekki
til neins styrks af því, en það lét ekki á sér standa, kom sjálfvilj-
ugt með sinn drengilega styrk.
Á Gamalmennaheimilið Betel, á Gimli kom eg, og jafnvel
gamalmennin vildu styrkja skólann. ótilkvaddur kom þar hér
um bil hver einstaklingur með einhvern styrk til skólans.
Mér til mikillar ánægju fékk eg mjög hlýleg orð um skóla-
stofnun vora frá fólkinu á þessum stöðvum — og margar skemti-
legar samræður höfðum við um skólamálið á ferðinni.
Eg vona að böndin, sem binda fólkið í Nýja íslandi við skólann,
séu sterkari fyrir þessa komu mína þangað. Að minsta kosti hafði
eg mikla ánægju af ferðinni, ekki sízt af því að endumýja kunn-
•ingsskap við gamla vini um endilanga bygðina. Eg tel Ný-fslend-
inga vini skólans.
Vér, sem frá íslandi komum, hvað skiljum vér eftir, sem geti
sýnt komandi kynslóðum að vér höfum komið hingað? Hvaða
minnismerki reisum vér, sem komandi aldir geta horft á og sagt:
petta gjörðu þeir, sem komu frá íslandi á 19 öldinni? Eða hverf-
um vér, eins og hinar 10 herleiddu og töpuðu kynkvíslir fsraels,
hurfu inn í heiðindóminn í Aseríuríki?