Lögberg - 20.12.1917, Blaðsíða 6
6
JiöGBERG. FIMTUDAGINN 20. DESEMBER 1917
Saga Korniloffs
hershöfðingja.
Um J?að leyti sem Komiloff
var gerður yfirhershöfðingi
Rússa, birtist æfisaga hans í
grein í franska blaðinu “Excel-
sior”, og fer sú grein hér á eftir
í lauslegri þýðingu:
Allra augu mæna nú á Komi-
loff hershöfðingja, því að honum
er ætlað að leiða rússneska her-
inn aftur á fomar frægðarbraut-
ir. En hefir hann nú til að bera
alla þessa fágætu eiginleika for-
ingjans, hermannsins eða stjóm-
málamannsins, sem hið ægilega
hlutverk hans krefst af honum?
Til þess að svara semjjezt þess-
ari brennandi spumingu, er vís-
ast að rekja hermenskuferil
hans.
pess er þá fyrst að geta, að
Lavr Komiloff hershöfðingi er
af lágum stigum, því að það er
mikill kostur í augum lýðveldis,
sem er tortryggið og enn í hvíta-
voðum. Hann er sonur kósakka
frá Síberíu og naut fyrst venju-
legrar heimafræðslu, gekk því
næst á skóla sjóliðsforingjaefna
í Síberíu, þar næst í stórskota-
liðsskólann í Pétursborg, var svo
gerður að herforingja í Turkes-
tan, komst loks fremstur allra í
herráðskólan, sem er æðsti hern-
aðarskóli, og fékk þar að lyktum
silfurmedalíu hiná æðri. Var
hann einn í herráðinu við útmæl-
ingu Turkenstans, sakir knnn-
áttu sinnar í austrænum tungum
og ferðaðist þá dulklæddur sem
Tyrki um Kínaveldi, Persaland,
Indland — og jafnvel Afganist-
an, en þar er Norðurálfumönn-
um ekki leyft að koma. Kom
það honum síðar vel, að hann
vandist þessu ævintýra flakki,
er hann flýði úr fangelsum
pjóðverja.
í ófriðnum milli Rússa og Jap-
ana var hann fyrirliði og síðasta
dag orustunnar miklu var hann
staddur við Mukden og stýrði þar
einni seinustu skothríðinni, tók
við skellinum á undanhaldinu til
varnar 2. herfylking og veitti
óvinahemum þar viðnám í 11
stundir, en braust svo í gegn
með byssustingnum og komst
aftur til landa sinna með örfáa
menn, er uppi stóðu. Fyrir þetta
atvik fékk hann Sánkti-George-
krossinn, er óbreyttir liðsmenn
fá.
f upphafi ófriðarins mikla var
hann deildarforingi, var settur
yfir hina nafnkunnu Sowarofs-
deild 48, er frægust varð eftir
að hún fékk nafnið “Komiloffs-
deild”. En þetta sýnir, hversu
mikillar hylli þessi ungi fyrirliði
— hann er 41 árs — naut frá
upphafi ófriðarins. Hann er góð-
ur og alúðlegur við liðsmenn sína
áv alt fremstur í flokki í orustum
og töfrar þá með hreysti sinni
og æðruleysi. Hermennimir hafa
hið mesta dálæti á honum; næg-
ir þeim eitt tillit hinna smáu
augna hans til þess að “áræða
alt og afreka alt”.
Er Nikulás stórfursti lagði á
flótta með öllu liði sínu í apríl-
mánuði 1915, gerði Komiloff
hina sömu tilraun og í Mandsjúr-
íu forðum, að brjótast fram og
veita þá viðnám, enda þótt að-
staðan væri nú enn tilfinnanlegri
en þá. Umkringdur var hann á
allar hliðar, en héld þó í skefjum
tveim herfylkjum Austurríkis-
manna og pjóðverja í Karpata-
fjöllum og með sinni einu her-
deijfl varðist hann gegn 5—6
sinnum fleiri fjandmönnum, er
ágætlega vom vopnum búnir, en
hann svo að segja hlífðarlaus.
Hin hugprúða herdeild lagði
sjálfa sig í sölumar — en aðal-
herinn komst undan. Nokkur
hluti hermanna Korniloffs braust
í gegn og náði til landa sinna,
en sjálfur hélt hann bardagan-
um áfram með afturhluta deild-
arinnar, þar til er hann varð
handtekin að lokum, yfirkominn
af sárum. En að 15 mánuðum
liðnum tókst þó Komilbff að
flýja burtu, enda þótt sár hans
væru illa gróin, aðbúnaður allur
hinn versti og strangar gætur
væru á honum hafðar. Segist
honum sjálfum svo frá:
“í lok júlímánaðar 1916 flýði
eg úr fangaherbúðunum. Fór eg
um þvert Ungverjaland, en ein-
göngu á næturþeli, og voru þeir
dagar margir, er eg var alveg
matarlaus, að eins knúður áfram
af lönguninni að ná takmarki
mínu. Einhverju sinni var það,
er eg var með (2) samföngum
mínum í þéttum skógi, að ung-
verskir hermenn réðust á okkur.
Annar félaga minna féll og hinn
var tekinn höndum, en eg komst
einn undan. Ráfaði eg svo um
fjöllin í beiningamanngerfi í 3
vikur til eg náði loks landamær-
um Rúmeníu”.
Flótti Komiloffs olli Austur-
ríkismönnum og pjóðverjum
mikillar gremju. Enda leið ekki
á löngu, áður en fundum þeirra
og K. bar aftur saman í hinum
mannskæðu orustum í Volyníu;
var hann þar fyrir með her
manna og gerði þeim sama grikk
og áður.
Jafnskjótt og byltingin hófst
í Rússlandi, fól bráðabirgðar-
stjómin honum forystuna yfir
setuliði Pétursborgar. purfti
hann þar á öllum sínum yfirburð-
um að halda til þess að halda
uppi aga meðal hermanna höfuð-
staðarins. Var starfi hans hinn
vandasamasti. peir Lyof fursti
og Kerensky, er svo auðveldlega
höfðu unnið bug á keisaraveld-
inu, þóttust hafa himin höndum
tekið og hugðu aðalstyrkin fólg-
in í vægðinni, enda kunnu ekki
annað ráð betra til þess að
stjóma, en sannfærandi fortöl-
ur. En þeim eiginlega styrk —
vopnuðu herliði — var haldið
niðri af einskonar valdalausu
ráði, hinu alkunna Soviet, er svo
er nefnt.
pað var nú í fyrsta sinn, að
Komiloff fékk að spreyta sig á
hinu hála sviði stjómmálaforyst-
upnar. Varð hann þess brátt
áskynja, að þar átti hann ekki
heima og beiddist að mega aftur
hverfa til vígstöðvanna.
Var hann r.ú settur yfir 8 her-
fylkinguna, en það var hún, sem
í upphafi ófriðarins réðist inn í
Galisíu undir forystu Brúsilofs
og tók Heliez í fyrsta sinn. Enn
hafði hún getið sér góðan orð-
stír í Búkovina 1916, er Brúsilof
hóf hina miklu árás. Og nú hef-
ir hún í síðastliðnum júlímánuði
undir forystu Korniloffs unníð
það afreícsverk, að brjótast í
gegnum sex raðir fjandmanna-
hersins, ailar þéttskipaðar, og
tóku 6000 fanga og 20 fallbyss-
ur. En þá voru það Komiloffs-
menn einir, með tilstyrk nokk-
urs hluta hinnar hraustu 2. fylk-
ingar, er fengust til að ber.jast.
Allir aðrir neituðu að sækja fram
og alstaðar annarsstaðar var alt
á ringulreið, þrátt fyrir hið göf-
uga fordæmi þeirra, er “af fús-
um vilja gengu í dauðans greip-
ar” og þrátt fyrír einlæga ósér-
p’ægni foringjanna, er hvervetna
voru í broddi fylkingar. En það
var óheillaskipunin fyrsta frá
Sovietinu í Pétursborg og hinn
glæpsamlegi undirróður erinds-
reka pjóðverja, dulklæddra sem
maximalista, er þar hafði verið
að verki.
En Kerensky varð ekki með
öllu vonlaus. Sumstaðar vöktu
orð hans skyldutilfinningu hinna
óstýrilátu hermanna. Liðsmenn
Komiloffs voru trúir og hann
skipaði Korniloff yfirforingja á
öllu árásarsvæðinu. Jafnskjótt
og K. hafði tekist þetta á hendur
símaði hann öllum herforingjum
svolátandi fyrirmæli:
“par sem eg hlýt að líta svo
á, að hersveitir þær, er hafa
þverskallast við að gegna skyldu
sinni og sækja fram, hafi með
því gert sig sekar í landráðum,
krefst eg þess stranglega af öll-
um herforingjum, að þeir láti
kúlurnar vægðarlaust dynja á
óbótamönnunum. Sjálfur tek eg
á mig ábyrgðina af þeim hroða-
legu afleiðingum, er af þessari
fyrirskipan kunna að verða. Ef
foringjamir hika við að fram-
kvæma þetta, teljast þeir hafa
brugðist skyldu sinni og verður
þeim stefnt fyrir herréttinn”.
petta tilkynnir hann svo yfir-
hershöfðingjanum Bruseloff og
símar jafnframt til Kerensky á
þessa leið:
“Alstaðar á svæðinu, sem varla
er hægt að nefna orustusvæði,
ríkir hin argvítugasta svívirð-
ing, meiri svívirðing en rúss-
neski herinn hefir nokkru sinni
áður þekt. Enn má þó bæta úr
óhamingjunni og svívirðingunni,
ef byltingarstjórnin vill það. En
að öðmm kosti munu aðrir menn
rísa upp, svo að ekki verði við
ráðið, og um leið og þeir afmá
smánarblettinn, munu þeir gera
það að engu, er byltingarmönn-
um hefir orðið ágengt, og verð-
ur það landinu sízt til heilla. Eg,
Komiloff hershöfðingi, sem frá
því fyrsta að eg man eftir mér,
hefi helgað alt mitt líf ættjörð-
inni, fullyrði, að hún er á hraðri
glötunarleið. Ástandið er nú svo
ískyggilegt, að þegar í stað verð-
ur að endurnýja dauðarefsing
og herrétt á sviði ófriðarins.
Hinar vægilegu ráðstafanir
stjómarinnar hafa traðkað ag-
anum, en örvað grimdaræði fjöld-
ans, sem leikur lausum hala og
svalar sér í allskonar ofbeldis-
verkum, stigamensku og morð-
um. En nóg um þetta! Eg lýsi
yfir því, að ef stjómin felst ekki
á uppástungur mínar og sviftir
mig þann veg eina bjargráðinu
til viðreisnar hernum, þá læt eg
tafarlaust af yfirforystu hans”.
Kerensky og Brusiloff létu
ekki standa á því að fallast á til-
mæli Korailoffs, en sjálfur hafði
hann þegar látið til skarar skríða
og samtímis sent út þá skipun,
að viðlögðum áðumefndum refs-
ingum, að engir liðsmannafundir
mættu verða, að engar umræður
um hergöngukvaðir skyldu eiga
sér stað og að óhlýðni mætti alls
ekki sýna í nokkru.
Byltingagimi hermanna og hin
mikla ábyrgð, er yfirforinginn
tók á sig, voru þess valdandi, að
Komiloff var skipaður yfirhers-
höfðingi alls Rússahers. “Og
heiftaræði Lenins og þeirra söku-
dólga varð að hrökkva fyrir
frægðarljóma hermannsins, hins
sanna ættjarðarvinar”, segir
franska blaðið að endingu, en
það fór nú alt á aðra leið, eins og
kunnugt er.
—Vísir.
Syndir annara.
Venjulega eru leikdómar mjög
tvískiftir og einhliða. Er þess
ekki gætt hverjir hlut eiga að
máli, og oftast miðað við þjóð-
kunna listamenn. Sanngjam-
lega má þó ekki búast við því
sama frá líttæfðum mönnum og
færustu leikurum. Á milli þeirra
er djúp, sem þó mætti brúa —
með samvinnu.
f stað þess að sérstakir flokk-
ar taki sig saman í það og það
skiftið, ættu þeir beztu úr öll-
um flokkunum að mynda reglu-
legan leikflokk, sem t. d. léki 3
til 4 leiki á vetri.
Ástæðan fyrir því, sem miður
fór, hjá þeim, sem léku “Syndir
annara” á miðvikudags- og
fimtudagskveldið var, mun án
efa, hafa verið æfingarleysi.
porgeir ritstjóri var leikinn
af Áma Sigurðssyni. Lék Ámi
vel að vanda, sýndi góðar svip-
breytingar, var eðlilegur í hreyf-
ingum og allri framkomu, samt
virtist okkur sem honum tækist
ekki allskostar vel í fyrsta þætti,
en því betur sem á leikinn leið
og mjög vel í þriðja þætti.
Frú Guðrúnu konu hans, lék
frú Magnea Pálson. Á tveim
stöðum sérstaklega virðist hún
ekki skilja hlutverk sitt. Fyrst
þegar frú Berg, amma hennar,
segist hafa vitað um ástamál
porgeirs. Guðrún er mjög æst
í mik'.u sálarstríði, hefir við-
bjóð á gerðum porgeirs, og ætti
henni, án efa, að bregða mjög
mikið við, að heyra að amma sín
hefði vitað alt frá upphafi. Sef-
ast svo aftur við útskýringar
gömlu konunnar. Hitt skiftið
þegar porgeir kemur inn til að
kveðja hana, hún svarar út í
hött, einsog á að vera, en svip-
urinn er tómlegur, þegar hann
átti að lýsa djúpu hugarstríði,
því þá er Guðrún að berjast við
sínar eigin hugsanir og fallast
á siðferðiskenningar ömmu sinn-
ar.
Samt eru þetta smá atriði,
borin saman við það, sem frú
Pálson famaðist undur vel: enda
á hún eínna mest þakkir skilið
fyrir að gera leikinn eins aðlað-
andi og hugljúfan, sem hann
reyndist.
Tryggvi Aðalsteinn lék Grím
lögmann og skildi hlutverk sitt
vel. Sama má segja um Stein-
þór (G. Paulson), Pétur skrif-
stofuþjón (M. Magnússon) og
frú Beig (Miss Helgason. pórdís
(Miss TÍannesson) lék mjög lag-
lega á koflum. Hinir léku líta-
lítið nema S. Johnson, sem
ólafur sífulli, hann minti áhorf-
enduma meira á Charlie Chaplin,
en íslenzka drykkjumenn.
pað eitt er víst að íslending-
um vostan hafs, á seinni árum
að minsta kosti, hefir ekki tek-
ist betur að sýna systur sínar
og bræður ; hugsunarhátt þeirra
og lífsskoðanir, ástríður ’og
áhugamál, séð í spegli bezta rit-
höfundar þjóðarinnar, en í þetta
skifti.
Hér 1 landi er mikið rætt og
ritað, á meðal íslendinga, um
viðhald þjóðemisins, en fáir
munu gera sér ljósa grein, fyrir
því grettistaki, sem lyft er úr
götu„ með því að leika há-islenzk
leikrit, t. d. eins og það, sem nú
hefir verið leikið.
pví í raun og veru er aðal
hættan ekki utan að, heldur inn-
an frá. í sálum einstaklinganna.
pað þarf að glæða þjóðemis til-
finninguna, vekja löngunina til
þess sem íslenzkt er.
pessi leikur er spor í rétta
átt, ef áfram er haldið, og von-
andi er Vð íslendingar hér vestra
komi á stofn sérstökum leik-
flokk, með sameinuðum kröftum.
S. S.—J. G. H.
Mr. Jón Helgason, Glenboro,
kom til bæjarins vestan frá
Kandahar í vikunni, þar sem
hann hefir stundað atvinnu um
tíma. Hann var á heimleið.
TiOÐSKINN
IjOÐSKINN
Bændur, Veiðimennn og Verslunarnienn
A. & E. PIERCE & CO.
(Mestu skinnakaupmenn í Canacla)
213 PACIFIC AVENCE..............WINNEPEG, MAN.
Ilæsta verð borgað fyrir Gærur Húðir, Seneca ræiur.
SENDIH OSS SKINNAVÖRC YBAR.
AUKID
— TIL
SVÍNARŒKTINA
ÞESS AÐ VINNA STRlÐIÐ -=
Nú er það augljóst orðið að sérhver Canadamaður verður að gera
sitt til þess að vinan stríðið. — Landher og floti, fjármálamenn og íram-
ieiðendur. Rétt í þessari andránni hafa oss borist fréttir af þurð á fitu.
Auðvitað snertir þetta enn sem komið er, minna herlið vort, heldur en
fólkið heima fyrir; þó er því ekki að leyna að konur og böm á Frakklandi
liggja við dauðans dyr vegna skorts á reyktu svínaketi. pess vegna verða
kröfumar til Canada og Bandaríkjanna margar og miklar í þessu efni.
Til Canadiskra bænda, sem nú fá meiri pæninga fyrir framleiðslu sína en
nokkru sinni fyr, kemur hávær krafa um aukna framleiðslu. pörfin er
mikil fyrir hveiti, nauta og svínakjöt, en þó einna brýnust fyrir hið síðast
nefnda. Bændur, sem heima eiga, þar sem hveitirækt er ekki ýkja mikil,
en uppskeran mestmegnis bygg og hafrar, ættu að leggja hundraðfalt
meiri stund á svínarækt næsta ár. — pað er vegurinn til þess að vinna stríðið
32,425,000 of fá svín.
Eins og stendur er hér um bil 32,425,00 miljónum svína of fátt í
Evrópu. Svínarækt í Bandaríkjunum er 10% fyrir neðan meðaltal. Svína
slátrun í Canada í september 1917 sýnir því sem næst 27% fækkun borið
sama við sama mánuð 1916. Einnig hefir svínarækt í Danmörku farið
mjög þverrandi sakir fóðurskorts, og búist er við útflutningsbanni þar,
svo að segja á hverri stundu.
Herinn þarfnast geysimikils af reyktu svínakjöti; er talið að í hin-
um brezka her komi J4 punds á mann daglega. Og þegar svo við bætist
hinn afskaplegi fjöldi Bandarískra hermanna, vex þörfin um allan helming
Og hvaðan er forðans von ?
Réttlátt traust.
Trygging sú, sem framleiðandinn fær að því er snertir, hátt fram-
halds/erð, og aukna kjötþörf, — réttlætir í alla staði traustið á aukinni
svína framleiðslu.
PAÐ ER KJÖTSKORTUR UM VÍÐA VERÖLD.
Eftirfarandi skýrsla gefur nokkra hugmynd um neyzlu svínakjöts
eftir að ófriðurinn hófst, samkvæmt hagskýrslum Breta:
Árið 1913 var neyzlan....... 638,000,000 pund
Árið 1914 var neyzlan.......# 664,000,000 pund
Árið 1915 var neyzlan....... 896,000,000 pund
Árið 1916 var neyzlan....... 1,006,000,000 pund
Enginn aukning hefir verið á svínaframleiðslu veraldarinnar til þess
að mæta hinni margauknu þörf. f Canada hefir framleiðslan verið 27%
minni í síðastl. september, heldur en á sama tímt 1916. Og búist við
útflutningsbanni frá Daiimörku á hverri stundu.
SLÁTRIÐ EKKI UNGU GYLTUNUM.
A—Á bændabýlum:
1. Akuryrkjumáladeild Saskatchewan, ætlar að kaupa góðar ungar
gyltur, annaðhvort á Winnipeg markaðinum, eða annarsstaðai,
og selja þær bændum hvar sem vera skal í Saskatchewan, geldar
eða þungaðar, á innkaupsverð, fyrir peninga út í hönd.
2. Geldar gyltur, sem vega 170 pund, munu kosta sem næst $35, að
viðbættum flutningskostnaði; og hinar þyngri verða að sama
hlutfalli dýrari. punguð gylta mun kosta líklega 12 dölum meira,
vegna mánaðar fóðurs og nákvæmari meðferðar.
3. Geldar gyltur, verða sendar jafnskjótt og pantanir koma; en
þungaðar, eigi fyr en þrem til fjórum vikum síðar.
4. Kynbóta geltir verða hafðir sem allra víðast, að hugsanlegt er.
5. Gyltunum ætti að halda svo snemma að þær bæru um miðjan
apríl, eða allra fyrst í maí.
6. Gyltumar verða sendar kaupanda í umbúðum, með hraðlest.
7. Kaupendur, sem eigi hafa nein svín fyrir, geta fengið allar upp-
lýsingar um meðferð svína, hjá landbúnaðarháskólanum.
8. Peningar verða að fylgja pöntun hverri. Ofgreiddu fé verður
endurskilað. ......
B—í borgum, bæjum og þorpum. ............................
1. Fjölda af gyltum verður haldið svo snemma að þær beri fyrst í
maí, og hefir stjómin umsjón með þeim, þangað til grísamir eru
orðnir svo stórir, að hægt sé að selja þá til einstaklinganna.
2. Leiðbeiningar í meðferð fást ávalt hjá stjóminni.
3. Stjómir smábæja eru beðnar að liðka svo til um aukalög sín, að
leyfi til svínahalds verði eigi útilokað.
HVAÐ KAUPENDIJR SKULU GERA.
Bændur, sem óska að fá kynbótagyltur frá stjóminni, eru beðnir að
senda pantanir sínar undir eins til The Live Stock Commissioner, Depart-
ment of Agriculture, Regina. Sérhver taki fram eftirfarandi atriði:
1. Hvað margar gyltur (ekki fleiri en tvær til sama manns).
2. Hvort gyltunni skuli haldið áður en hún verður send eða ekki.
3. Tegund kynbótagaltarins.
4. Fult nafn og heimilisfang kaupanda.
5. Nafn á jámbrautarstöð þeirri, sem senda skal til.
6. Fult andvirði fylgi pöntun hverri. Ofgreiddu fé skalað aftur.
tafarlaust.
Niðursuðuverksmiðjur, eru nú undir eftirliti stjómarínnar og ágóði
þeirra takmarkaður. Framleiðandi svína, getur verið fullviss um réttlátan
hagnað af framleiðslu sinni.
Kjötkaupanefnd, annanst um öll innkaup sambandsþjóðanna, af
þessari tegund, sem mun gera sitt til að verðlagið haldist sem jafnast.
pessi vissa, ásamt kjötþörfinni í Evrópu, réttlætir vonina um marg-
aukna svínaframleiðslu árið 1918.
Með þetta alt fram undan, ætti hver einasti bóndi, sem nokkur
möguleg ráð hefir, að rækta tveimur til þremur svínum fleira næsta ár.
F. A. BREDT, Acting Live Stock Commissioner,
REGINA, Sask.