Lögberg - 31.01.1918, Page 1

Lögberg - 31.01.1918, Page 1
SPIERS-PARNELL BAKING CO. ábyrgjast yður fulla vigt, beztu vörur fyr- ir lœgsta verö sem verið getur. R E Y N IÐ Þ A! TALSÍMI: Garry 2346 - WINNIPEG ri&efe. Tals. Garry 1280 Stofnsett ÍSST* Steele & Go., lm. MYNDASMIÐIR Homt Main og Bannatyne, WINNIPEG Fyrstu dyr vestur a£ Main MAN. 31. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 31. JANÚAR 1918 NÚMER 5 Símskeyti barst hingað til borgarinnar um helgina, er telur vetrarríki dæmafátt á íslandi, og var hafís landfastur alla leið frá Horni og austur fyrir Gerpi. Skip landstjórn- arinnar, Willemose, er fast í ís inni á Austfjörðum. Eru þetta mikil tíðindi og ill, þar sem tilfinnanlegur eldsneytis- skortur er í landinu. — “Sjaldan er rnein að miðsvetrar ís”, segir gamla máltækið, og er vonandi að, “landsins forni fjandi” yerði skjótt á brottu að hverfa. Keisarinn heitir Þjóð- verjum einkaleyfi á verzlun Canada. pýzkir fésýslumenn hafa ver- ið hræddir og dregnir á tálar, af Vilhjálmi keisara, síðan löngu fyrir ófriðinn og fram til þessa dags; samkvæmt bæklingi rituð- ,um af August Thyseen, einum hinna voldugustu fjármálamanna pýzkalands, og sem nú að und- anfömu hefir tekið öflugan þátt í lýðveldishreyfingum á meðal þjóðarinnar. Bæklingurinn var upptækur ger, höfundurinn látinn sæta fjárútlátum, en innihaldið er á þessa leið: “Eg rita bækling þenna í þeim einum tilgangi, að opna augu Pjóðverja, einkum þó fésýslu- manna, á sannleika, er þeim hef- ir hingað til -hulinn verið. Um það leyti er Hohenzollarn- ir voru að krækja sér í stuðning* fjármálamanna, í sambandi við hemaðarráðabruggið, þá slógu þeir jafnan á þann strenginn, að svona og svona mikið skyldu þeir fá í aðra hönd. Eg skal játa það hreinskilnis- lega, að eg var einn þeirra manna, er lét ginnast til þess að styrkja stríðsstefnu þeirra góðu herra, árið 1912—13, og gerði það jafnvel móti betri vitund. Stríðið fyrirhugað 1912. Árið 1912 voru Hohenzollarnir oi'ðnir sannfærðir um, að eina ráðið til þess að viðhalda her- valdinu og þeim sjálfum, væri það að fara í stríð. Á því ári hefðu þeir þó auðveldlega getað komið utanríkismálum vorum í það horf, að heimsfriði hefði verið borgið, að minsta kosti um nséstu fimmtíu ár. En langvarandi friður hefði auðvitað kollvarpað eins og spila- borg hemaðarvíravirkinu, og þá um leið sjálfri keisaraættinni líka. — petta skildi keisarinn og fylgifiskar hans, og þess végna ákvað hann undir eins 1912 að fara í stríð og vinna undir sig ný lönd. En til þess að koma fyrirætl- unum sínum í framkvæmd, reið þeim lífið á, að fá fésýslumenn þjóðarinnar til þess að fallast á stefnuskrána. Og ýmist með hótunum eða þá fögrum fyrir- heitum, hepnaðist keisaranum fyrirtæki sitt. — Sjálfum mér lofuðu þeir per- sónulega 30,000 ekrum lands í Ástralíu og stóru láni, á þrjá af hundraði, við þjóðbankanh þýzka, svo að eg gæti unnið löndin eins og vera bæri. Ýms- um öðrum voru heitin hin og þessi hlunnindi í Indlandi, sem' þá að sjálfsögðu átti að verða þýzk nýtenda fyrir áramótin 1915. Félag var stofnað, er hafa skyldi einkaleyfi á verzlun Canada. St.jómendurnir voru forsetar tólf annara félaga, er renna áttu inn í þetta allsherjar fyrirtæki, og starfrækslufé var ákveðið $100,000,000* helming fjárins ætlaði þýzka stjórnln að legg.ja fram. á sama tíma flaug sú frótt fjöllunum hærra, að keisarinn hefði heitið nokkrum vildarvin- um sínum, ýmsum hinum feg- urstu og frægustu búgörðum á Englandi, til eignar og ábúðar. Ekki verður slíkt loforð skilið nema á einn veg — England hef- ir átt að verða þýzk hjáleiga. Alt af vár setið við sama hey- garðshomið, hagnaðarvonimar kitlaðar, og hégómagirninni gef- in byr undir báða vængi. pýzkir verksmiðjueigendur áttu allir að sleppa við skattgreiðslu; skattar allir skyldu takast af íbúum hinna innlimuðu ríkja, um mörg úkomin ár. Og það voru svo sem engin smámenni, er loforðin ^áfu; hvorki meira né minna en Keisarinn sjálfur og ríkiskansl- hans Bethmann-Hollweg, á f-iölsóttum stefnum fésýslu- teanna í Berlín, Munich og Cassel a Umabilinu frá 1912—13. — Á emu slíku móti fórust keisaran- þannig orð: ‘Eg lofa yður engu nema því ejnu, sem eg er áreiðanlega viss nm að geta efnt. Og hvert ein- asta loforð verður efnt, svo fram arlega, að þér séuð reiðubúnir 1Ima af hendi fómir þær. sem nauðsynlegar teljast, til Pess að tryggja afstöðu þjóðar vorrar við umheiminn. — Hver sa maður, er neitar um stuðning, er svikari við fósturlandið, en hinn, er leggur fram viljugur alla krafta sína, mun uppskera ríku- leg verðlaun”. — “Samkææmt loforðum Hohen- zollana, er gefin voru mér, og öðrum fésýslumönnum hinnar þýzku þjóðar, þá ætluðu þeir að endurgreiða oss fé vort, í desem- ber 1915, með því að þá átti fullkominn sigur að vera unninn, pjóðver.jum til handa. Frekari ógnanir. í desembermánuði 1916, tók kanzlarinn af nýju, að komast í samband við fésýslumennina. Og tilgangurinn var auðvitað enginn annar en sá, að reyna að hafa út af þeim með hótunum og falsi meira fé. Sjötíu og átta fésýslumenn, voru í það skiftið beðnir að safna innbyrðis sín á milli $1,000,000,- 000 til næsta stríðsláns. Sjálfur var eg beðinn að ábyrgjast $100,000,000. Eg neitaði og svo gerðu fleiri. Skömmu síðar var eg kallaður á fund einkaritara kanzlarans, þar sem hann til- kynti mér, að ef eg neitaði í al- yöru að leggja fram upphæð þessa, mundi verða af mér tek- inn verzlunarsamningur, er eg hafði við hermáladeildina og fjármálatilvera mín gæti orðið tvísýn mjög. Eg taldi kröfu þessa ósvífna hótun, og þvemeitaði að ábyrgj- ast upphæð þessa, — Lauk svo viðræðu þeirri —, en tveimur mánuðum síðar, var samningun- um sagt upp, og mikið af eign- um mínum tekið með valdi. En meiri huti manna mun þó hafa greitt af hendi fé það, sem af þeim var krafist, og þess vegna hafa Hohenzollamir ti þessa, getað haldið áfram iðju sinni. — Ýmsum hinna stærri framleið- enda og verksmiðjueigenda þyk- ist stjórain hafa hjálpað að nokkru með fjárstyrk; cn sá böggull hefir þar fylgt skamm- rifi, að eftir stríðið, ætlar stjóm- in sér, að geta haft hlutdeild í starfrækslu þeirra fyrirtækja, og á þanr. hátt betur komið í veg fyrir hugsanlega uppreist.” Rússland. Eins og lesendum blaðsins er kunnugt, þá hafa verið á döfinni um all-langa hríð friðarsamn- inga tilraunir á milli Rússa og pjóðverja í Brest-Litovsk. Á- rangurinn hefir þó ekki orðið mikill.enn sem komið er. pegar til alvörunnar kom, voru kostir þeir, er pjóðverjar buðu, bæði ó- aðgengilegir og óljósir; vildu þeir meðal annars engu heita um það, hverja leiðrétting mála sinna Póllendingar skyldu hreppa. Einn ig þvemeituðu þeir að draga til baka her sinn frá landamærum Rússa, og voru jafnvel svo ó- svífnir að krefjast þess, að mega hafa setulið hingað og þangað í Rússlandi, eftir því sem þeim sjálfum bezt hentaði. Skilmála þessa taldi Trotsky utanríkismálaráðgjafi Rússa ó- aðgengilega með öllu fyrir þ.jóð- arinnar hönd, og hefir því engu orðið umþokað í samkomulags áttina. pó hefir samnings-til- raunum eigi enn verið formlega slitið. Fyrir nokkru kallaði Bolshe- viki st.jórnin saman þing af jafnaðarmönnum og hermönn- um, en er til stefnu þeirrar kom, varð stjómin í greinilegum minni hluta og fékk eigi við neitt ráðið, og gengu kosningar allar henni í óhag. Tók þá stjómar- formaðurinn Lenine það til bragðs, að leysa upp þingið og kalla saman annað nýtt; kvað hann þingmennina eigi hafa vær- ið löglega kosna, með því að not- aðar hefðu víða verið gamlar kjörskrár, frá tímum keisara- stjómarinnar. Hiti mikill hafði verið á þingi þessu; hafði stjórn- in sýnilega verið við því búin, með því öflugur her var látinn gæta þinghússins. Eftir síðustu fregnuim að dæma, virðist alt benda til þess að Rússneska þjóð- in sé staðráðin í því að reyna að koma á friði, en hitt er jafnvíst, að hún lætur eigi undan ógnun- um pjóðverja og gengur aldrei að afarkostum. Hinn 26. þ. m. hélt stjómin flokksþing mikið í Pétursborg og hlaut þar traustsyfirlýsingu, samþykta í einu hljóði, og var stefnuskár flokksins endursam- þykt óbreytt í öllum atriðum. Þýzkaland. óhugur vex á pýzka/andi; upp- þot í Berlín og fleiri stórborg- um. Lögreglan skerst í leik- inn og skýtur á þyrpingar kvenna og barna. Fregnir frá Hollandi á laugar- daginn var skýra frá því, að óánægjan á pýzkalandi fari vax- andi með degi hverjum. Hefir óánægjan í ’ Berlín sérstaklega verið almenn. Stórir hópar kvenna hafa daglega safnast saman fyrir framan sölubúðir og brauðgerðarhús, og heimtað frið og fæði; en kröfum þessum þefir eigi verið annar gaumur gefinn en sá, að, stjómin hefir látið her og lögregulvald skjóta á þyrpingarnar miskunnarlaust, og særðist þar margt kvenna og barna. Kanzlarinn þýzki vmn Hert- ling hefir nýskeð haldið tölu í þinginu, er vera átti að nafninu til sVar við ræðum Wilsons for- seta og Lloyd George; er á ræðu þeirri harla lítið að græða, held- ur aðeins reynt að synda milli skers og báru og villa hinni þýzku þjóð sjónar; enda er von Hertling ekkert annað en tól í höndurrx keisarans og Hinden- burgs. — í desembermánuði síðastliðn- um mistu pjóðverjar um 90 Boft- för á Frakklandi og í B^lgíu, og mun nú ioftbátahemaðurinn vera orðinn þeim til hinnar mestu skapraunar. En eftir síðustu fréttum að dæma, virðast þeir aftur á móti hafa styrkst nokkuð í trúnni á kafbátahemað sinn, því kanzlar- jnn sjálfur hefir lýst því yfir, að sú tegund vígaferla verði nú aukin um allan helming; þykj- ast pjóðverjar hafa sökt að meðaltali á mánuði hverjum síðan 1. febr. 1917, um 821,000 smál. af skipum sambandsþjóð- anna, og er haft fyrir satt að stjómin þýzka hafi ásamt for- ingjum flestra pólitísku flokk- anna, samþykt hinn 15. þ. m. að halda áfram stríðinu vægðar- laust, hvað sem þjóðin segi. Og eftir öllum eyktamörkum að dæma, virðist það nú fullljóst, að þjóðverjar ætli sér að halda í Jengstu Iög, löndum öllum, er þeir hafa undir sig lagt og skila engu aftur. pó er ekki óhugsan- legt að sett geti nokkuð niður í Vilhjálmi, ef Austurríki skyldi semja sérstakan frið, við sam- bandsmenn, eins og nú virðist sitthvað benda til. Nýr vistastjóri í Canada. W. J. Hanna, er að undan- fömu hefir verið vistastjóri Dominioh stjórnarinnar, hefir nú látið af starfa þeim, en í hans stað skipaður verið Henry B. Thomson frá Vancouver. Manna ekifti þessi eru undir öllum kringumstæðum spor í rétta átt, rneð því að þjóðinni var fyrir iöngu ljóst orðið, að Mr. Hanna var hvergi nærri starfinu vax- inn. Starf þetta er víðáttumi^ið og vandasamt, og krefst manns, sem hvorki skortir kjark né þekk ingu. Vonandi er að Mr. Thom- son reynist vel í stöðunni; því að þörfin á góðri vistastjóm í landinu, er afarmikil. Bandaríkin. Á föstudaginn var kom 'upp eldur í fjórum stöðum í Banda- ríkjunum, sem menn eru hrædd- ir um að séu allir af völdum þýzkra spæjara. í Curtes, Pa*. brann skipa- ayggingastöð þeirra Henry Smith & Sons. peir voru að vinna að skipasmíð fyrir Banda- ríkja stjómina. Eldur þessi gjörði mikinn skaða, svo haldið er að nemi $500,000. Um nótt- ina Cþví eldurinn kom upp seinni part nætur) sáu vökumennirnir mann, sem hafði komist inn fyr ir varnargarðinn og var að laum- ast í burtu. peir ætluðu að reyna að ná honum, en hann tók ;il fótanna alt sem aftók, skutu ?eir þá á hann, en hann steypti sér fram af bryggjunni, í sjóinn og hefir ekki sézt síðan. Nákvæmlega á sama tíma og eldurinn i skipabyggingastöð þessari kom upp, voru Cella Cotton Duck mylnumar nálægt aænum Eudicott í Baltimore County sprengdar upp. f myln- um þessum var verið að vinna að skotfæra gjörð fyrir Banda- ríkjastjórnina. Skaðinn metin á $298.000. Brezkt fólks- og vöruflutnings skip, sem lá í íiöfn við austur strönd Ameríku, og hafði mikið af stáltunnum á dekki fullum af gasolíu, var að því komið að springa í loft upp og hefði óefað gjörí það, ef einn af skipsmönn- unum hefði ekki komið auga á eldinn í tíma, svo hann varð slöktur áður en hann kornst upp úr þilfarinu. Skipið skemdist ekki til muna. Fjórði eldurinn var í verkT smiðju The Westinghouse Elec- trick and Manufacturing félags- ins í Buffalo. $150.000 skaði. Upp hefir komist lymskuleg ráðagerð til þess að mynda upp- reistarfélag í Bandaríkjunum. Fastir hafa verið teknir 30 pjóð- verjar og nokkrir Skandinavar. Sökum uppskerubrests og þess hve mikið hefir verið sökt af skipum, fermdum korni, hefir vistastjóri Bandaríkjanna áform að senda 90,000,000 mæla af hveiti til sambandsþjóða sinna, og biður fólk alt að spara hveiti- mjöls notkun, sem því svarar, þar sem hveitimjöls fyrningar séu nú allar uppgengnar. Wilson forseti hefir lýst því yfir að hann sé ánægður með gjörðir hermáladeildar stjómar- innar, og neitar að verða við þeirri tillögu að ný nefnd sé sett til þess að hafa umsjón með vopna og skotfæragjörð. Walter Sporeman Lieut. í sjó- her pjóðverja, sem haldið er að komið hafi til Bandaríkjanna með ncðansjávaríátnum “U. 53’ vcm kom til Newporí 1916 hefir verið tekinn fastur. Hann er kærður um að hafa gjört tilraun til þess að sprengja upp skotfæra geymsluhús stjómarinnar í Ham ton. Einnig hefir bróður hans H. C. Sporeman frá Baltimore verið tekinn fastur. 10. þ. m. var gengið til at- kvæða í Congress Bandaríkjanna um tillögu Susan B. Anthony um að leggja fyrir hin ýmsu fylki frumvarp til grundvalla- lagabreytinga, sem samkvæmt lögum þarf til þess að hægt sé að veita konum kosningarétt. Til þess að samþykkja tillöguna þurfti atkvæða, atkvæðin féllu þannig, að með tillögunni voru 274 en á móti 136, var hún því samþykt. Næst þarf hún að leggjast fyrir senatið. Ræningjar réðust nýlega á banka, sem settur hafði verið upp í sambandi við heræfinga- stöðvar Bandaríkjamanna, sem nefndar eru Capm Funston í Kansasríkinu. Drápu banka- stjórann og fjóra lögreglumenn. Fáum dögum síðar skaut sig Capt. I. R. Whisler, einn sem var við heræfingar á þessum stað, og er talið víst að hann hafi verið einn í flokki ræningjanna. Kuldar með hörðum byljum hafa gengið um vestur hluta og miðbik Bandaríkjanna undanfar andi, svo mjög hefir kveðið að þessu að samgöngur með jám- brautum teptust algjörlega. 90 framkvæmdarnefndir, með umboð frá 177 járnbrautum í Bandaríkjunum hafa setið á fundi í New York undanfarandi til þess að ræða um ýmislegt í sambandi við framtíðarspurs- mál jámbrautmálanna. peir hafa samþykt tillögu um að stjómin afhendi jámbrautir ríkisins til hinna fyrri umsjónamanna inn- an árs eftir að stríðinu er lokið. Með samþykki forseta Banda- ríkjanna hafa verkamannafélög myndað hermálanefnd úr flokki verkamanna, til þess að geta veitt þjóðinni sem bezt að málum Formaður þessarar nefndar er John Lind, fyrverandi ríkisstjóri í Minnesota ríkinu og fyrir hönd kvenna hefir Agnes Nestor for- seti hinna sameinuðu kvennfé- laga í Chicago verið sett í nefnd- ina. Bretland. Lord Curzon, í Væðu sem hann hélt að Cardriff, lýsti því yfir að yfirlýsing verkamanna í sam- bandi við stríðið væri í öllum at- riðum samhljóða þeirri, er þeir Lloyd George og Wilson forseti hefðu gjört. f sambandi við stríðið sagði Lord Curzon að Bretar væru nú að búa sig undir þá grimmustu orrahríð er nokkru sinni hefir átt sér stað. pegar pjóverjar með öllum þeim liðs- auka er þeim vanst við ófárir Rússa gjöra þetta áhlaup, má búast við að hermenn vorir fái sig full reynda. f sambandi við friðarhorfur fórust Lord Curzon orð á þessa leið: “Enn er friður sem hugsjónum og sóma vorum sé samboðinn, ófáanlegur”. Skýrsla flotamálastjómar Breta frá 3. til 10. þ. m. sýnir að til hafna á Bretlandi hafa komið á þessu tímabili 2,085 skip eh farið frá brezkum höfnum á sama tíma 2,244. Sokkið hafa af völdum kafbáta og tundur- dufla 18, sem voru 1600 smá- lestir að stærð og þar yfir og 4 fiskiskipum. Tundursnekkjan ‘Racoon’ eign Breta rakst á grynningar við strendur írlands nýlega, 105 menn fórust. Kristján Breckmann og Jó- hann Halldórsson, verzlunar- menn frá Lundar, voru á ferð í bænum í byrjun vikunnar. Frú Oddný Jónína Jakobsdóttir Eggertsson, KVEÐJA FRA MANNI HENNAR S )ngið við jarðarför hennar af Mrs. S. K. Hall. Lag: ..Við hafið eg sat'* Eg hlustaði á vonanna hugljúfa mál und himninum bjarta og heimilið kvaddi með sólskin í sál i|: og sumar í hjarta :|: Til verndunar bænir þú valdir mér æ á vegferðum mínum, eg kendi ekki feigðar né krankleika blæ. :|: í kveðjunum þínum :|: Hve svipleg var fréttin, hve sorgin var dimm , er sál mína gisti, og dómsorð í hjarta mér griðlaus og grimm :|: hún glóðstöfum risti :]: Mér fanst eins og hugurinn hnigi með þér og hrímguðust lokkar, þó veit eg að blessandi býr þú hjá mér :|: og bömunum okkar :|: pú sefur, og friðarins faðir þig rótt í faðmi sér vefur; eg vakandi lít þig að liðinni nótt :|: þú lifir, en sefur :|: pig dreymir—-eg heyri þitt hugljúfa mál frá himninum bjarta, og börnunum flyturðu sólskin í sál :|: og sumar í hjarta :|: Sig. Júl. Jóhannesson. Frú Oddný Jónína Jakobsdóttir Eggertsson Jarðarför frú Oddnýar Eggertsson fór fram 28. þ. m. á mánudaginn var, og var afar f jölmenn. Athöfnin byrjaði á heimilinu með því, að séra Björn B. Jóns- son skírði bamið nýfædda, sú athöfn var há-alvarleg — skímarathafnir æfinlega alvarlegar. — En þá helzt þegar móðirinn, verndarengiíl hinnar ungu sálar liggur á líkbörum andvana. Að skírnarathöfninni afstaðinni, byrjaði útfarar- athöfnin, með því að séra Rúnólfur Marteinsson las biblíu kafla og flutti bæn. par næst flutti séra Fr. J. Bergmann húskveðju. Var þá líkið borið út og flutt til Fyrstu lút. kirkjunnar, þar flutti séra Björn B. Jónsson líkræðu, að henni lokinni söng Mrs'. S. K. Hall kvæði það, sem hér birt- ist og ort hafði Dr. Sig. Júl. Jóhannesson, að því loknu las séra Bjöm B. Jónsson upp kafla af erfðaskrá, sem sú látna lét eftir sig og lýsir sá kafli henni betur, en nokkuð það, er vér kunnum að segja, og með leyfi ekkjumannsins birtum vér þennan kafla, sem svo hljóðar: Fyrsta: Eg gef eitt þúsund dollara til sjóðstofnunar í minningu um mína látnu, en heittelskuðu dóttir Sigríði, og skal sjóð þessum varið til þess að stofna Barnaheimili á meðal Vesur-íslendinga, þar sem íslenzk börn fái íslenzkt og kristilegt uppeldi. Með því skilyrði að sjóðurinn aukist nægilega mikið, með tillögum frá öðrurn, sem slíku fyrirtæki eru hlyntir, að fært verði að byrja á slíkri stofnun innan 10 ára, eða fyrsta janúar 1925. En ef sióðurinn hefir ekki aukist nægilega til þess, að ráðlegt verði að byrja, þá ákveð eg að gefa hann, með áföllnum vöxtum, til þess að stofna Bamaheimili á hentugum stað á mínu kæra ættlandi — ís- landi. Sjóðurinn, þar til byrjað er, sé ávaxtaður af mínum kæra eiginmanni og elztá syni, Árna, og gjöri þeir aðrar nauðsynlegar ráðstafanir til framkvæmdar þessari síðustu ráðstöfun minni. Eg óska að heimilið megi heita Móðurást. Hvorí heldur það verður stofnað hér í landi, eða á fslandi. Annað: Eg gef þær aðrar eigr.ir mínar að jöfnum hlutföllum til barna minna, sem á lífi eru, þejgar þau ná tuttugu og eins árs aldri, og ef eitthvert þeirra déyr áður en því aldurstakmarki er náð, þá skiftist sá hlutur er því bar jafnt á milli þeirra, sem eftir lifa. Til þess að sjá um og ávaxta þessa arfleifð barna minna tilnefni eg minn elskulega eiginmann og Dr. Jón Stefánsson. f þriðja Iagi: bið eg minn elskaða eiginmann, og ef hans skyldi missa við, þá aðra sem uppeldi bama minna hafa með höndum að sjá um, að þeim verði haldið við, og alin upp í minni lútersku barnatrú; . Við þennan kafla úr erfðaskrá Oddnýjar Eggertson viljum vér bæta mynd meistaralega gjörðri af einu stór- skáldi þjóðar vorrar, og myndin ^r af einni stórmerkilegri íslenzkri konu: Heita eining huga’ og máls, hjarta gulls og vilji stáls, ljósið trúar, ljósið vona iífs þíns minning yfir'brenni. pú sem unnir ei til hálfs auðnu landsins dætra og sona, blómsveig kærleiks bjart um enni berðu hátt. Nú értu frjáls. Dyggð og trygð þitt dæmi kenni. . Dána! pú varst íslenzk kona. Vér minnumst ekki að hafa séð eins mikið af blómum við nokkra jarðarför, sem þessa, og eru þau merki þess hve vinsæl hin framliðna var. Á meðal hinna mörgu blómsveiga er vinir og félög höfðu sent, var einn mjög prýðilegur frá landstjóminni á íslandi. Ekkjumaðurinn, Mr. Eggertson, er eins og kunnugt er verzlunar-umboðsmaður íslands í Ameríku. Annar blómsveigur var þar líka frá fslendingum í New York, þeim er Mr. Eggertson eða þeim hjónum vom kunnugir. Frá kirkjunni var líkið flutt út í Broókside graf- reit. par verður það geymt í líkgeymsluhúsinu unz það verð- ur jarðsett. Á fundi Fyrsta lúterska safnaðarins, sem haldin var 22. þ. m., daginn eftir að Mrs. Eggertson dó, var eftirfylgjandi tlilaga samþykt: Fundarsamþvkt á ársfundi Fyrsta lút. safn., þriðjudagskveldið 23. jan. 1918 Vér, sem hér sitjum ársfund Fyrsta lút. safnaðar, minn- umst þess mikla harms, sem hefir að höndum borið, við hið óvænta fráfall húsfrú Oddnýjar Eggertson, er andaðist í gærkveldi, frá nýfæddu bami sínu og ástvina-hópi. Frá æsku hafði hin látna syistir átt kirkjulegt heimili í söfnuði •vorum og reynst hér, sem hvarvetna annarsstaðar, trygg lynd og atorkusöm ágætiskona. Mikils virtum vini vorum og saJnaðarbróður, hr. Áma Eggertsyni, ekkjumanninum harmi lostna, ásamt bömum hans, og ennfremur hinni öldr- uðu móður, systkinum og vandafólki hinnar látnu vottum vér hjartanlega samhrygð vora, og vér biðjum kærleiksrík- an föður vom á himnum að hugga og styrkja þessa syrgj- endur alla í Jesú nafni. Fundarsamþykt þessi sé skráð í fundarbók safnaðarins og afrit af henni sendi skrifari safnaðarins herra Áma Eggertsyni. \

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.