Lögberg


Lögberg - 31.01.1918, Qupperneq 2

Lögberg - 31.01.1918, Qupperneq 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 31. JANÚAR 1918 Skroppið til Winnipeg Eftir Jón Einarsson. Herra ritstjóri “Lögbergs”! pað er farið að tíðkast svo nú á seinni tíð að menn riti ferða- sögur þótt þeir fari lítið lengra en í heimahúsið, sem ekki má nafngreina. að mér þess vegna kemur til hugar að senda þér ör- fáar línur, sem smá athuganir vjð ferð mína til Winnipeg síðast pað skeði eigi alls fyrir löngu, en mánaðardagar gjöra lítið til í því sambandi. Mánuðurinn hét nóvember 1917, einhver lang við- feldnasti nóvembermánuður, sem átt hefir leiðir um land þetta í háa herrans tíð. pað var miðvikudagskvöld, sem eg hélt hátíðlegt með því móti að Jeggja upp frá Foam Lake bæ* með stórri nautgripa vagna trossu, sem C.P.R. tók að sér að “gufast” með til Winni- . peg. Voru þar margir eigendur að: íslendingar Englendingar og “Gallar”. Var okkur falið hús- nseði í aftasta vagninum, sem nefndur er “Caboose”. Bera húsgögn þess sýn merki að naut- gripir og nautasalar eru dýr á svipuðu virðingarstigi, meðal lærifeðra hinna auðugu jám- brautarfélaga. En þrátt fyrir það þótt kurr okkar heyrðist þess, að C.P.R. hefði svikið nauta sala í trygðum, með því að ljá þeim að eins einn vagn til íbúð- ar, gegn lögum — að mér skild- ist — með jafn langri trossu af “körum”, gjörðu menn sér glatt með samræðum og sumir með spilum. Vér munum hafa verið nær 20 alis í þessum vagni — líkt margir og hinar skepnumar i gripa\Tögnunum. Höfðum við ekkert að sitja né sofa á, annað en offáa bera bekki og vöðvana og vankantana hver á öðmm. Samt var samlyndið hið bezta, miklu betra en oft vill verða, þar sem meiri eru þægindin og færra að vanhögun. Enda er maðurinn, sem skepna guðs á jörðinni, merkur fyrir það — og fleira — að því fleira, sem hon- um veitist á auðveldan hátt af svonefndum gæðum lífsins, því meira kvelst hann af kröfum til þess, sem ófengið er af þægind- um.nauðsynlegum og skaðlegum — vesalingurinn! í hópnum með okkur var ensk ur uppgjafaprestur, líkams- stærsti pilturinn í liðinu, mynd arlegur í gerð og hinn viðfeldn asti í sambúð. Furðar mig á þv i ef honum hefir geðjast mjög að ræðuformi sumra er í hópnum voru (eigi voru það samt landar i sem mestan hraða höfðu á mál færinu, án þess að vanda efni né málfræði. Er það einkennileg menning að menn skuli ekki geta skemt sér og verið kátir á annan veg en þann, að hrúga saman blóti, gúð- lasti og öðru þess kyns fargani pví miður hafa sumir landar tekið sér upp þess konar ræðu snið í dagiegutífi, þótt eigi kæmi það í,ljós í nefndum vagni svo eg yrði þess var. Einkenniiegt var það við gang ibúðarvagnsins okkar, að hann virtist vilja hraða ferðinni meir en félagar hans. Var hann því einatt að rekast á trossuna fram- an við sig og kom það iðulega að gjaldi hjá honum innvortis. Vér vorum algjörlega á valdi vagns- ins, og þegar hann rakst á næsta bróður sinn eða systur þá feng- um við “stag”, sem kastaði oss austur eða vestur af fótfestu þeirri er við höfðum oss léðia. Hefðum við ekki allir verið við góða heilsu fyrir, hefðu högg þessi og byltingar auðveldlega getað vakiið okkur heitsutjóns eða limaspells. En við vorum ailir bændur, og bændur þegja gjarna þegar “æðra vald” fer með þá eins og afhrak og hreinsun ver- aldar, þótt þeir sí og æ "tyggist og tönglist innbyrðis þar til þeir um síðir mættu uppétnir verðá sín á milli, eins og meistari Jón sagði forðum. , Svo snemma að morgni næsta föstudags komumst við inn í höf uðstað Manitoba, Winnipeg, inn á gestgjafahús þar, að engir bæj arbúar, þeir er á dögum vinna, voru á fót famir, nema sárfáir fyrir ákveðnar orsakir. f hóteli því, er eg staðnæmdist á til morg unverðar var þá að eins vökumað ur “office man” réttara að segja og lemstraður dáti, sjáanlega heimkominn úr viðureign við ó- vini mannúðarinnar í skotgröf- unum. Skal hér ekki margt um þessa stund rætt, en það sá eg betur en eg hafði áður grun um, að ekki þarf maður að verða fangi meðal pjóðverja til þess að sjá mannamuninn í viðmóti. pessi aumingja, lemstraði dáti á tveimur hækjum teit út í mínum augum að vera liðlega tvítugur að aldri, en snjóhvitur af hærum var hann. Hann bar það með sér að hann hefði fengið það sem nú kallast “nervous shock” eða “tauga slag” og að ráð hans væri mjög óákveðið. Hinn (þessi “Office maður”) bar það með sér að hann findi til þess nákvæm- lega, að hann ætti að yera sjálf- um sér þakklátur fyrir að hann “væri ekki eins og aðrir menn” og að hann þekti eigi annað en velsæld og gott næði til hlítar. Hvers vegna þessi dáti var þarna um nóttina. Sat þarna, studdur hækjum sínum í berum stólnum, sofandi eða sinnulaus, er mér ekki kunnugt, og kom mér ekki við. En vetrarkuldinn í ávarpi Office-mannsins til þessa vesaling fór ekki fram hjá mér. peir, sem álíta það lítið í spunn ið þótt yngri eður eldri mönnum sé hrundið á vígvöllinn, hafa ó- efað sumir, óljósa hugmynd um afdrifin, eða gjöra sér lítt far um að láta það snerta tilfinning- ar sínar. Og það þykist eg nú vita, að þrátt fyrir það, að eg hefi ávalt hugsað mér að í Can- ada væri bezt með afturkomna dáta og fanga farið, betur ef til vill en í Evrópu löndunum,þá eru hér þó tit, sem undantekningar, einstakir menn, sem litla tilfinn- ingu hafa fyrir högum eða með- ferð á þessum meira eða minna eyðilögðu mannhrófum, sem aft- ur koma. Styður þessi vissa það sem eg hefi jafnan haldið fram að það, að ungir menn fara í stríð ið og eru hreinskotnir er í sjálfu sér svo sem ekkert, í samanburði við það, er þeir líða, sem særast til óbóta og annað tveggja liggja dægi*um saman limlestir og hjálp arlausir á vígvelli unz dauðinn sér aumur á þeim, eða óvinimir grípa þá til að teygja sem lengst úr kvölunum, eða þeir komast heim aftur lemstraðir alla æfi á sál og líkama. Eg er búinn að heyra svo oft talað um þessi má með mannúðarlausum þjösna skap, að mig furðar hvað sum um er enn óhætt að svala gor- geirslund sinni á tilfinningum annara. Að eins fáa daga dvakii eg í Winnipeg. Hafði eg ásett mér að finna að máli marga gamla kunningja frá fyrri tíð. En tím inn reyndist ódrjúgur, og varð eg því að hverfa fram hjá mörgum, sem eg hafði æ talið með þeim er mér var sízt sama um. En eg vona þeir misvirði eigi þótt svo yrði að vera. par sem eg kom við, var mér alstaðar tekið eins og manni, sem eftir langa bið er úr helju heimtur. Og þótt eg sé yfirieitt ötlum jafn þakklátur fyrir alúðina og vinsemdina, læt eg að eins fárra þeirra að nafni getið. Merkitegt atvik tel eg þó það, er eg á sunnudag heimsótti okkar gamla vin Dr. Sig. Júl. Jó hannesson, sem allir almennileg- ir íslendingar þekkja, bæði sem læknir, ritstjóra, skáld o. fl. pað vildi svo til að doktorinn var al einn heima þá í svipinn. Eg átti þarna vísa sömu alúðina og allir njóta, sem til geta náð þeirra hjóna. En reynslan bætti þar þó ögn við fram yfir vonir mínar. Doktorinn tók sig til og hitaði sjálfur kaffi og hafði það og ýms ár brauðtegundir “gimilegar til fróðleiks” á borði þegar hús- freyju hans bar að garði og tók þátt í hinni hátíðlegu nautn og útbýtingu réttanna með okkur. Eg gat þessa atviks, sem sýnis- homs fyrir þé, sem ekki þekkja lítillæti og ljúfmensku læknisins sem allir kunnugir þekkja — Að hugsa sér að læknir vestur í Ameríku hiti “eftirmiðdags- kaffi” handa bóndaræfli utan úr sveit, er ef til vill að eins ein- dæmi og því sögutegur atburður sem geta þarf. Eg gerði mér fetð til “Heims- kringtu”, sérstaklega til þess að eiga kost á að spá ritstjórann augliti til auglitis. Hitti eg þar fyrst ráðsmanninn S. D. B. Stephanson, sem tók mig alveg móðurarma sína, með sinni venjulegu viðmótslipurð, og fylgdi hann mér á fund- ritstjór- ans, Mr. O. T. Johnson. pað er eðlisgjörð manna að skapa sér sjátfir mynd af manni þeim, sem >eir lesa eittHvað eftir eða hafa ‘rásögur af. En myndin, sem eg lafði málað af Mr. O. T. Jothnson var ekki það, sem kallað myndi vera hér “true to life” (c: lífeðli- eg). Mynd sú er jólablaðið flutt: af ritstjóranum er í sjálfu sér ík, en óefað tekin fyrir nokkru síðan. Ekki tel eg mig með þeim er beztir eru mannþekkjaiar, en grunur minn er sá að meira sé af góðu og nýtilegu efni í þessum manni, en úrgangssora. Eg hafði tal af honum um stund. Er hann skír maður mjög að mínu áliti, og hefir ákveðnar sérskoðanir, eins og flestir, sem eru menn, meira en að nafninu til. Og trú- að get eg því, að á honum sann- ist máltækið enska: A wise man ís apt to change his mind when he growes wiser” (þ. e. vitur mað ur er Hklegur til að breyta skoð- un þegar hann verður vitrari). Cr það hverjum manni hrós, því að eins heimskan heldur sér ó- breytt. — pað er æfinlega hags- mál að hitta sér vitrari mann, sem ekki liggur á vití sínu sem oi*mur á gulli. Eg hefi meira á- lit á Mr. Johnson fyrir þessi litlu kynni. Skil eg það og að maður, sem alist hefir upp algjörlega í þessu landi, og ritar og kann ættarmál sitt eins vel og hann, án þess þó að þar sé um skóla- nám að ræða, getur naumast ræktarlaus verið við eigin þjóð sína, né einstakHnga hennar. Eitt kvöld var eg á mjög stóru troðfullu, hreyfimyndahúsi, og annað kvöld við rússneska píano skemtan, einnig fjölmenna mjög. pað sem þar bar fyrir augun, sem óvenjulegast var fyrir Wpeg bæ og aðra staði, sem mér eru kunnir, var starfsemi kvenna. Hávaðinn af kvennfólki því, sem við var skemtanimar, hafði prjóna í höndum og prjónaði sokka, vetlinga o. fl. og sumar knipluðu. Nokkrar sá eg þar. sem sjáanlega voru að kenna þeim er næst sátu þessi störf. En fljótt sá eg það þó að ekki höfðu þær lært sömu prjónaaðferðina og lykkjutök, sem eg hafði, þeg- ar eg eftir langa og marga til- raun loks kunni að prjóna illeppa heima á Fróni í æsku. Hefði fólkið í heiminum kunnað og vilj- að nota þannig til gagns, hinn mikla tíma, sem eytt hefir verið til ónýtra skemtana (að hinum lakari ónefndum) hefði menning- in orðið meiri en hú enn er. Og hefði Vilhjálmur svikari lagt sér í hönd prjóna og búið til leppa ogjes fyrir þegna sína og bætur fyrir gloppumar á karakter sín um, hefði hann verið á farsælli hyllu, en raun varð á. Talsvert heyrði eg tlað um sparnað í viðræðum við ýmsa er eg átti tal við. Og það þykist eg vita fyrir víst, að talsvert far muni fjöldinn gjöra sér um að fara vel méð og spara kaup á ýmisum nauðsynjum t. a. m. mat og drykk. Má vera að þeirrar regiu gæti nokkuð í ýmsu, sem miður er þarft líka, en engin deili sá eg þess. Tóbak og önnur mun aðarvara, sem eg varð var við, virtist mér vera á vanalegu stigi Hver einasta ómerkileg hreyfi myndakompa full af fólki æ og æfinlega eftir sögn. Glingur- búðir og aðrir staðir, þar sem ó- nauðsynlegur vamingur var i boði troðfullir af fólki, sem áður. Ekki dettur mér í hug að halda því fram að þetta sé sérkennilegt við Winnipeg bæ einan. Sama að- ferðin er út um lands bygðina: margir spara við sig mat, segj- ast ekki hafa efni á að kaupa nú sem áður, en munaðarvaran má ekki réna í notkun. Sést þetta bezt af öllu, ef til viU, á því hve margir hafa farið á bak við lögin með vínpantanir í smærri eða stærri stíl, síðan vínbannslögin öðluðust gildi. Hafa vitanlega tekið sér fram um slíkar verzl- unaraðferðir jafnvel menn, sem slá um sig opinberlega manna mest, sem leiðandi menn og nátt- úrlega hælast svo um í sinn hóp hve “smart” og “cute” þeir séu. í viðtali yfirleitt fanst mér fólkinu yfirleitt ekki líða vel — þ. e. a. s. starfs-klassanum sem kallaður er, og er það ekki mikil furða, þegar allar kringumstæð- ur eru teknar til greina. Undra- verðara er hitt, hve margir enn haldast við með fjölskyldur og undir ýmsum örðugum kjörum. Spaugilegt fanst mér það, hve margir létu í Ijósi söknuð yfir þvi að vera ekki búsettir úti í jygðum, þar sem svo auðvelt væri og alveg kostnaðarlaust að ifa og nógar hvíldir. Svo sem ekkert þyrfti að kaupa, landið gæfi alt af sér. Er þetta að vísu eðlileg afleiðing (og um leið til- ætluð) af auglýsingum bæði stjómanna, en sérstaklega land- sölumanna, sem þurfa að selja önd fyrir skildinga. pá er og ein orsökin fimhulfambs ýkju- sögur, að maður ekki segi beinar ivgasögur fárra “humbugista” ersjálfir búa úti á landsbygðimii Hafa flestar bygðir átt einn eða fleiri af svo leiðis sauðum, þeim er alt gylla og draga dulur á alt sem miður er, jafnan í eigin- gjömum tilgangi, og þótt þess gæti miklu minna nú , en áður var, þá eru þó enn til slíkir garp- ar, sem af og til má sjá í blaða- greinum eður I bréfum til rit- stjóranna. Oftast nær er ritstjór unum og lesendunum ókunnugt um, að tiltölulega sjaldan rita þannig menn, sem bezt hefir gengið að bjarga sér, né eru trú- verðugir, heldur lang oftast menn, sem aldrei nentu að vinna eins og rnönnum sæmir, og ekki verið öðrum skilvísari í að borga nauðsynjar sínar. Menn í fjar- lægð geta auðvitað hugsað að þetta séu menn, sem drífi sig; sælt sé hvert það bygðarlag, sem marga eigi aðra eins gæðinga. Með því er tilgangnum að mestu náð. Dálítið skyld er skoðun margra landbúa um bæjarlífið, þeirra, sem aldrei hafa í bæ dvalið. — “Já, það eru drjúgir skildingam- ir, sem bæjarmenn innvinna sér, ef 'þeir kynnu með þá að fara”. Báðir þessir flokkar ræða auð- vitað mál, sem þeir bera lítið skyn á. Venjulegast er ekki til neins að “malda í móiim” á móti Eina áreiðanlega þekkingar með- alið er fyrir félítinn mann að flytja út á land og fara að búa þar — hjálparlaust, sem reynd- ar fáum fátæklingum er nú auð- ið, því fólkið sem fyrir er ber hjálpina heim til þeirra, þó ekki sé um hana beðið. petta er víst flestum kunnugt. Sömuleiðis er það með fjölskyldu menn er flytja efnalausir inn í stóran bæ. Reynslan sýnir þeim, ef til vill, á sínum tíma hvort þeir reiknuðu rétt eða ekki. Yfirleitt hafa verkamenn í bœj unum ekki verið öfundsverðir af stöðu sinni og ber margt til þess, sem hér er eigi rúm að ræða. Og ætti eg nokkurt sérálit að bjóða, myndi eg telja happavænna yfirleitt, fyrir framtíðina, að “eiga með sig sjálfur” út í bygðum en að selja sig á hverjum degi eða, enn sem verra er, lítiim tíma úr árinu fyrir ónóg vinnulaun. Áður en eg sneri heimleiðis skrapp eg niður til Nýja fslands, ofan að Gimli. pað er venjulegt að segja “niður” þegar talað er um ferð til Nýja fslands, að minsta kosti frá Winnipeg, og styðst sú sögn við ýmsar hér ó- nefndar hugmyndir. Ferðin sjálf var leiðinleg mesta máta. Lestin lötraði ferð- laust og með eilífum viðstöðum og ferðum aftur á bak. Níða- þoka svo eigi sá út úr augunum Lendingu á Gimli náð í svarta myrkri og er það eigi neitt glæsi- legt fyrir ókunna. petta var á laugardagskvöld, og dvaldi eg hjá kunningjum yfir sunnudag- inn. Sögðu sannorðir menn mér (sem flestir þar eru) að þann dag (sunnud.) væri sú svartasta þoka sem þeir hefðu orðið varir við — í þessum heimi. pótti mér þetta iíla farið, því heita mátti að eg gæti ekkert séð til bygginga nema hús þau, er eg gekk alveg upp að. En ekki duldist mér þó það, að hagur manna mundi mun betri nú, en þegar eg þekti þar áður til. Enda var hljóðið í þeim fáu, er eg átti tal við ekki svipað Winnipeg- rómnum. Hér fór mér, sem í Winnipeg, að eigi hafði eg tíma til að sjá helming þeirra gömlu kunningja, er eg vissi þar heima eiga. Lengi hafði eg hlakkað til að koma við á Betel (gamal- mennahælinu) og lagðí eg leið mína þangað með leiðsögn og fylgd Bjöms Jónssonar, gamals æsku- og seinnitíma kunningja míns. pegar á staðinn kom, heyrðum við að byrjaður var húslestur og vildi eg fráhverfa til þess, að eigi skyldi ónæði stafa af komu minni. En þá kom Mrs. Hinriksson sjálf út (lesar- inn og forsöngvarinn), og bað okkur inn að koma. páum við það, og hélt athöfnin áfram. Er petta, held eg, fyrsti húslestur, sem eg hefi hlýtt með ram-ís- lenzku sniði síðan vera mín aust- an hafs leið. Fór hér alt vel fram með alvöru og stillingu, og virtist mér gamla fólkið hlýða á með mestu athygli. Á því furí^aði mig mest, þegar eg eftir lesturinn fór að hoilsa gamla fólkinu, að þegar til kom voru gömlu karlamir nálega all- ir gamlir kunningjar mínir frá fyrri tíð. pví miður hafði eg pngan tíma til að stanza hér neitt að mun, og sakna eg þess stórlega. Hafði eg að heita má ekki tal af neinum nema þeim Mr. Jakob Briem, gömlum góð- kunningja frá Winnipeg, sem mér var sagt að væri yngstur af fólkinu hér, og Mr. Lárus Áma- son frá Leslie. Jakob var ræðinn og skír aðyenju. Eg bjóst við að Lárus myti að vera daufur í hugsunarháttinn og væm annað tveggja allir jafn ánægðir eða jafn óyndisfullir. pað væri al- veg óeðlilegt vegna hinna ólíku lífskjara, sem fólk þetta hefir háð verið um langa æfi. Yfir höfuð er eg sannfærður að á engan annan hátt gæti þessu gamla fólki betur liðið; og eigi mun þeim það lítilsvert, að hafa annan eins umsjónarmann á heimilinu og þeir hafa nú, ágæt- ismanninn Ola Olafsson frá Winnipeg. Starfi umsjónar- kvenna hér er mikill og erfiður, ekki sízt h j úkrunarkonunnar Miss E. Julius, sem mjög er dáðst að fyrir nærfæmi og lip- urð ásamt dugnaði í stöðu sinni. Vitanlega er verkið ofmikið fyrir bæði hana og Mrs. Hinriksson. en efni leyfa ekki starfsgjöld frekari. pað er bæði vonandi og ósk- andi að íslendingar í þessu landi, láti ekki stofnun aðra eins og þessa líða skort né hætta störf- um. Eg er sannfærður um að hér líður mörgum mun betur en sumum, sem ellin mæðir í þeirra heimahúsum. Heimilin sjálf eiga ekki saman nema nafnið. Eg hefði gjaman viljað fara fleirum orðum um stofnun þessa nú, en læt það bíða síðara tæki- færis. í níðamyrkri af nótt og þoku lagði sá brúni af stað frá Gimli til Winnipeg á mánudagsmorg- uninn og fékk eg far að baki hans. pessi lest var mér sagt að það væri “The Flyer”, c: hrað lest, — flughraðalest. Já, slíkur hraði! peir fara mun hraðara pn svo stundum nautgripir okk- ar bændanna og tjóðurlausir kálf ar, þegar köstin detta í þá, — að mér finst! En nú var betri samfylgdin en a leiðinni niður eftir. Karlar margir og konur, sem eg var kunnugur frá Winnipeg, voru með lestinni. Höfðu farið “nið- ur” til GRmli til að vera við útför Benedikts sál. Frímannssonar, eins af góðkunnustu Gimlibúum sem þá var ný látinn. En aðaí lega tókum við okkur fóstbræðra lag Arinbjöm Bárdal og eg. Bar margt á góma, margt viturlegt orð og fögur hugsun í hreyfingu sett, einstöku sinnum brostum við hver að annars fyndni, þegar það var alveg ómótstæðilegt, pama Ieið langur tími fljótt, og gat C.P.R. eigi aðgert. Að kveldi þessa sama dags agði eg af stað heimleiðis. Hafði ferðin verið mér regluleg skemti ferð, — hin fyrsta af því tagi á lífsleið minni, sem farin er, Sakna eg að eins að hafa ekki haft tíma til að finna fleiri gamla kunningja, en raun varð á. par á meðal nokkra af mín- um beztu starfsbræðrum og kunningjum í Winnipeg. En eg bið þá að misvirða ekki þó svo færi^enda tel eg það meiri baga í minn garð en þeirra. Hinum öllum er eg náði tali af og endur- nýjuðum kynnin, sendi eg þökk mína í orði og anda fyrir hlýjar viðtökur og góðann greiða Á leiðinni hafði eg ágæta sam- fylgd, Dr. Sig. Júl. Jóhannesson, Jóhannes Markússon frá Breden bury o. fl. góða landa. Bætir það jafnan ferðaþungann í lífinu þegar saman falla fúsir kraftar til að létta það ok, sem önnur; gekk ferðin því ánægjulega og hver komst til sinnar tilteknu 'hafnar heill á húfi og í góðu skapi. pegar eg kom í bygð mína aftur hitti eg meðal annars góð- kunningja einn, er spurði mig þannig: Hvemig líkaði þér trippið?” Trippið? Hvaða trippi?” át pennann minn. Og nú eru enn orðin ritstjóraskifti að Lögbergi Merkilegt mætti það heita ef ekki yrðu margir lesendur Lög- bergs til að sakna Dr. Jóhannes- sonar úr þeim sessi, óefað fjöl- hæfasta, fjölkunnugasta, með öðrum orðum eina ritstjóranum íslenzka, sem blöðin okkar hér hafa átt. Á hann að sjálfsögðu heimtingu á að honum sé kær kveðja send, og margföld þökk fyrir ritstjóm hans, er til þess varð að gjöra Lögberg að marg- falt meira og betra blaði, en það hefir nokkru sinni áður verið. Úr því sem gera var, hygg eg gott til þess að eigi varð verri maður en raun varð á, til að taka sæti læksinsinsi Vona eg, eftir því, sem eg hefi kynni af ritstjór um Heimskr. og Lögbergs, að þeir gæti hver síns betra manns, og að þeir láti hina eiginlegu, sérgrunduðu skoðun sína á mál- um, sem fyrir liggja ráða meim í rithættinum, en persónulega ó- vild og illdeilur sín á milli, og að hvorugur taki of mikið tillit til milliburðarfrétta o. fl. þ. h., sem sjaldan er af góðum toga spunnið Nú þarf viturleg ráð og góð í flestum greinum, fremur en nokkru sinni áður. Nú þarf gætna, hygna og fróða menn við skrifborðin, menn sem ekki breyta stefnum eftir þóknun hvers og eins í svipinn, en sem skifta um skoðun undir eins og þeir kunna að fá nýjan, dýpri, grundaðri og betri skilning á málunum, sem ráða framtíðar- högum þjóðarinnar í þessu landi eða öðru, sem þau mál snerta. Beztu óskir um að báðum lukkist vel störf þeirra. Bréf frá Frakklandi bragði og niðurdreginn; maðurj ^ upp eftir honum- sem í fuHu fjöri missir sjónina á báðum augum og verður alt i einu ósjálfbjarga. En það var öðru nær. Hann var glaðastí og kátasti maðurinn, sem eg átti tal við hér, og eins og flestir, er sjónina missa, hefir í hennar stað aukna “tilfinningu”. Hann sýndi mér sendibréf, sem hann var að skrifa og var vel læsilegt. Mér þótti gaman að tala við hann Einn mann hitti eg þama, sem var staddur til þess helzt að við- halda kætinni. pað var gamall æsku og seinnitíma kunningi Arinbjöm Bárdal, einn versti ó- vinur Bakkusar meðal íslend- inga. Er það þó ópraktiskt af Ijonum, þar sem lifibrauð hans er dauði annara. Hann er nú útfararstjóri, eða það, sem “Heimskringla” einu sinni gaf nýnefnið “NásmyriH”, en væri ef til viH engu fjær að nefna út- fararmiðil eða eitthvað svipað því. Allir sem þekkja Arinbjöm vita um leið fyrir víst að þar er um gleðimann og nýtan dreng að ræða. Ekki gat eg annað séð, en að fólkið væri mjög rólegt hér og félli vistin vel. pó leit eg þar einn mann, sem eg hefi Jengi þekt, sem ef til vill kynni að álíta að sér væri samboðnari önnur vist. Væri það undarlegt og ó- Nú Wiílnipeg-trippið, meina eg”, sagði hann, og fann eg að honum féll miður skilningsleysi mitt, sem von var. “Hvaða Winnipeg-trippi áttu við?” svaraði eg. — Eg er enn ekki orðin svo vies í vestur-ís- ienzku máli að eg nái æfinlega eins fljófcí og bezt færi á “mein- ingunni” í kynblönduðum mál- tækjum lýðsins, þótt algeng séu. Samt hefði eg gripið þetta undir eins, ef maðurinn hefði eigi talað í jafn djúpri alvöru gefni og hann gjörði. — “Eg meina tripp- ið til Winnipeg”, mælti hann að lokum með áherzlu. Nú skildi eg hann, og skammaðist mín í sekk og) ösku, að Gyðinga sið, fyrir minn sljófa skilning. Eg mátti vita, og vissi, að þessi ferð mín var að eins “trip to Winni- peg” á ensku máli, þótt einhver vskilningsþrengsli teptu spurning- unni aðgang að “skilningarvit- um” mínum í svipinn. — Og nú svaraði eg því, að svo vel hefði mér líkað trippið, að eg væri glaður að hafa haft það chance að visitera míha gömlu frændur (friends) og hafa með þein; einu sinni góðan tíma í þeirra eigin “táni” (Town). Jú, eg kann þó nokkuð í málinu líka ef eg gæti mín! Nú er kominn 17. jan. 1918. eðlilegt ef allir hér hefðu sama Annríki og vesöld hafa tafið The Jón Sigurðsson Cap. I.O.D.E. Á jólanóttina 1917. Virðulegu félagskonur! pað var siður frænda vorra í fymdinni, ag gefa sonum sínum sverð, eða eitthvað annað að vopni, þegar þeir fóru úr föður- garði, og stigu fyrstu sporin út í hina ókunr.u veröld. pað þótti ekki hyggilegt, að þeir færu meö öllu vopnlausir, því þá voru tím- ar ískyggilegir. Til þess að sanna þetta, ætla eg að tilfæra dæmi, sem mörgum er kunnugt; það var þegar Grett- ir Ásmundsson fór frá foreldrum sínum. Með þeim feðgunum var ekki mikil vinátta, enda hafði Grettir ekki til hennar unn- ið, með tiltektum sínum á fitj- um fuglanna eða báki Kinngálu, og aJlra sízt með ullarkömbunum. En móðir hans fylgdi honum úr garði, fékk honum sverð að gjöf, alkunnan ættargrip, sem hún bað hann vel njóta og geyma, og bað hann svo vel fara, og kvaddi hann grátandi, því hún hafði ást- ríki á Gretti. Grettir hughreysti hana, bað hana að kvíða ekki framtíð sinni Síðan lagði hann á stað út í hinn ókunna heim, en hún sneri heim á leið. Líklega hefði hún ekki getað grátið, ef hún hefði séð fyrirfram, ailla þá erfiðleika og raunir, sem Grettir átti eftir að ganga í gegnum. pví ógæfa hans var meiri en tárum tæki, en hún vissi þá heldur ekki um öll afreksverkin, sem hann átti eftir að vinna. Nú á tímum þykir það ekki nauðsynlegt að gefa sonum sín- um vopn, sem gjörð eru af stáli og með mannahöndum, og sem eru áþreifanleg, því síðan hefír heimurinn siðast! Mun það þó þykja óviturlegt, ef þeir fara með öUu verjulausir út í styrjöld lífsins, og er þeim nú, í stað hinna virkilegu vopna, fengin herklséði í óeiginlegri merkingu. pegar eg fór úr föðurgarði, gáfu foreldrar mínir mér sverð í heimanmund; það var búið til, úr áminningum föður míns, og boðorðum móður minnar, og var það fagurt og Ijómandi og gull- rend hjöltin. Gripurinn var verð mætur, og ásefcti eg mér því að geyma hann vel, og skilja hann aldrei við mig. Hjöltun voru leturgreypt, en eg átti bágt með að lesa úr því, bæði vegna þess að þann dag var glaða sólskin svo af þeim geislaði í augu mér, önnur ástæðan var sú, að á þeirri stundu, stóðu mér tár í augum, því þá mátti eg kveðja þau, sem alið höfðu önn fyrir mér, á hverjum degi, frá því eg fyrst sá ljós þessa heims og sem eg var búinn að vera með í tuttugu ár. pau höfðu fórnað æfi sinni í þeirri von, að eg mætti verða að nýtum manni, var mér því vorkunn, þó eg sæi illa þann dag. En síðan hefi eg leitast við að lesa úr þessu letri, og er það á þessa leið: “Ef þú vinnur afreksverk, áttu ekki að láta of- metnaðinn níða af þér dreng- skapinn, því ef þú gjörir það, áttu á hættu að verða glæpamað- ur, en engin er hetja, í sönnum skilningi, sem illvirki vinnur, jafnvel þó það afrek megi kall- ast”. Eg hefi reynt að fara veí með þenna góða grip, þó hefir ryk tímans náð til að falla á hann, og jafnvel hefir hann ryðfallið á stundum. En eftir því, sem aldurinn færist yfir mig, veiti eg honum meira athygii, og legg meiri ræktarsemi við hann, og má svo kalla, að eg hafi nú náð af hónum mesta rykinu og ryð- blettunum, og vona eg ef mér tekst að ná af honum þessum tímans-örum, að undirfelist eggj ar, sem enn þá bíti; en ekki bind eg þó von mína við það, að eg ætli mér með honum menn að vega, þó eg hermaður sé, og er hverjum frjálst, að hafa sínar skoðanir um það, og ef vill, leggja mér það út til lítilmensku. En áður en langt er farið út í þessar sakir, vona eg að það sé tekið til greina, að nú á timum er ekki barist með sverðum í þessari yfirstandandi heimstyrj- öld, drenglyndinu, og ærlegri viðureign í þeim efnum, hefir farið aftur, og eru að engu orðin, síðan Grettir kvaddi móður sína. pað mun mega finna það í fomum ritum, að konur hafi fægt vopn manna sinna og frænda. pið eruð íslenzkar. Eg er því frændi ykkar, því eg er íslendingur, og vil ekki annað vera, jafnvel þó eg verði að vinna það til að vera sá eini í hópnum sem eg heyri til. pið hafið með jólagjöfinni ykkar fægt sverð anda míns, hvest það, gert það ljómandi. pið hafið greypt gullnar myndir á hjöltu þess, sem tíminn mun eiga erfitt með að afmá, þó hann iðinn og stórvirkur sé. pið haf- ið aukið jólafögnuð minn um þriðjung, meira megið þið ekki biðja um, því annar þriðjungur- inn er óskiljanlegur frá Gimli og hinn þriðji tilheyrir jólahátíðinni sjálfri og atburði þeim, sem í henni felst. pið hafið á þessum alvarlegu tímum, valið ykkur það hlutskifti, sem ekki mun frá ykkur takast, með því að taka ykkur það fyrir hendur, að ser.da íslenzku hermönnunum ykkar i fjarlægðinni þessar jólagjafir, veit eg að þið með þessu fyrir- tæki nemið ykkur víðáttumiklar blómlendur* í hugum þeirra og hjörtum, því þið hafið valið ykk- ur “hinn hentuga tíma” til land- námsins, tíma neyðarinnar og sársaukans, og mun hann bera ykkur hundraðfaldann ávöxt, svo framarlega, sem tilfinningar annara íslenzkra drengja eru nokkuð líkar þeim, sem hjá mér gera vart við sig i sambandi við jólagjöfina sem þið senduð mér, og eg óska þess og vona að svo sé, því: “íslendingar viljum vér allir vera”, hvar í heiminum sem við erum staddir, og í hvaða kringumstæðum sem er, og á hvaða tíma sem er. pið sjáið á búningi þessa bréfs að hugsjónir mínar hafa aðal- ega staðnæmst við sverðsmynd- ina, meðan eg var að skrifa það og eru til þess tvær ástæður, hin fyrri er sú: að nú standa yfir styrjaldartímar og að eg er klæddur hermannabúningi. Hin er önnur: að þið hafið nefnt fé- lag ykkar eftir Jóni Sigurðssyni, sem kallaður er: Sverð og ekjöldur fslands. Lengi lifi Jón Sigurðsson, bæði sem félag og forseti. VirðuWgast. Jón Jónatansson. Meiri þörf fyrír Hradrilara •( Bókhaldara pað er alt of lítið af vel færu skrifstofufólki hér í Winnipeg. — peir aem hafa útakrifaat frá Tha Suceaas Busineaa College eru ætíð l&tnir aetja fyrir. — Suc- ces8 er aó atærati og óreið- anlegasti; hann æfir fleira nómsfólk en allir aðrir akól- ar af því tagi til aamana, hefir tíu útibú og kennir yfir 5,000 stúdentum ár- lega, hefir aðeins vel færa og kurteisa kennara. Kom- ið hvenær sem er. Skrifið eftir upplýsingum- SUCCESS 8USINESS COLLEGE (LIMITCD WINNIPEG, MAN. Wm. H. McPherson, Uppboðshaldari og Virðingamaður . . Stlui við uppboð LandbúDitlarihöld, a.i- konar uizluaarvörur, húibúnað Of íltira. 2*4 Smith St. Ult. M. 1 T*1 v

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.