Lögberg - 14.02.1918, Blaðsíða 1
SPIERS-PARNELL BAKING CO.
ábyrgjast yður
fulla vigt, beztu vörur fyr-
ir lœgsta verð sem verið
getur. REYNIÐ ÞA!
TALSÍMI: Garry 2346 - WINNIPEG
Þetta pláss er til sölu
Talsímið
Garrv 416 eða 41T
31. ARGANGUR
WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 14. FEBRÚAR 1918
NUMER 7
tf & \
BERTEL HÖGNI GUNNLÖGSSON.
Bertel Högni Gunnlögsson
pann 30. janúar 1918 lést
Bertel Högni Gunnlögsson í
bænum Tacoma í Washing’ton
ríkinu. Æfiferli þessa fjölfróða
og gáfaða íslendings, sem mest-
an hluta æfi sinnar hefir dvalið
í burtu frá ættjörð sinni og 'þjóð
og ber nú beinin í framandi landi,
lýsir Eggert Jóhannsson í “öld-
inni” 1895 og er sem fylgir:
Bertel Högni Gunnlögsson er
fæddur á íslandi 29. maí 1839
og er sonur Gunnlögs landfógeta
Stefánssonar, prests, pórðarson-
ar á Hallormsstað í Norður-Múla
sýslu, Högnasonar og puríðar
Benediktsdóttur Gröndal yfir-
dómara. Ofanrituð nöfn sýna að
prófessor Gunnlögsson var ætt-
stór maður, enda sýndi ólafur
Snókdalín, er árið 1840 tók sam-
an ættartölu hans (þá áttræður)
að hann er í beinann karllegg
kominn af Freysgyðlingum.
Hann var fyrsta bamið, sem
skírt var í skímarfonti þeim er
Bertel Thorvaldsen gaf Reykja-
víkur kirkju, enda var hann heit-
inn í höfuð þess merka manns.
pegar hann var fjögra ára gam-
all fór faðir hans utan og dvaldi
vetrarlangt í Kaupmannahöfn.
Sumarið eftir (1844) komu þeir
feðgar til Reykjavíkur aftur og
dvaldi þá Högni á íslandi frá
þeim tíma til þess í nóvember
1851. Pá, á þrettánda ári, fór
hann aftur utan, með föður sín-
um, til Ka'jr-nannahafnar og
tók að stunda nám í latínu-
skóla.
pað var hvorttveggja að
Högni var snemma ímyndunar-
ríkur og efcirtektasamur, enda
af því bergi brotinn, eins og
ættartala hans sýnir, og — að
hann þegar á unga aldri fékk ó-
beit á Dönum, enda entist hann
ekki lengi til að lúta í lægra
haldi hjá þeim. Tveiinur árum
eftir komu hans til Danmerkur,
lagði hann af stað, einn síns
liðs til Rómaborgar. Hann var
þá drengur á 15. ári og má af
því ráða: að hann hafði sjálf-
stæðar skoðanir og undir eins
nieiri kjark til að framfylgja
þeim, en alment er með fslend-
*nga; að hann vildi alt til vinna
að losiast undan yfirráðum Dana
og að hann var ímyndunaríkur,
er nann þannig lagði af stað ein-
samall svo ungur, í því skyni að
v,1Pa sór frægð og frama í
suðurlondum, —nokkuð sem hon
um tokst meira en í meðallagi
vel.
f Kómaborg dvaldi hann og
^ólanámi til þess
vorið 18o9. pá fór hann til ís-
lands og dvaldi þar til haustsins
Undir vetur hélt hanm út þaðan
aftur og hefir hann ekki síðan
séð fjallatinda Garðarshólma
rísa yfir bylgjur norðurhafsins.
Tók hann þá far — ekki til Dan!
merkur — heldur til Edimborgar
á Skotlandi og staðnæmdist þar
um hríð. Fyrir viðkynningu
við enskan fræðimann, Dr.
Bichnell, komst hann í kynni við
ýmsa stórhöfðingja. Um það
leyti var danskan og norður-
landamál í hávegum meðal höfð-
ingja allra á Englandi, sem or-
sakaðist af því einkum, að prinz-
inn af Wales var þá í undirbún-
ingi með að mægjast við Dani.
Allir sem þá töldust tilheyra
“fyrstu stærð” þjóðfélagsins,
vildu læra dönsku og komast
niður í norðurlandafræðum. Af
því leiddi að Högni, þótt ungur
væri (rétt tvítugur) náði ákjós
anlegustu kennarastöðu. Fékk
hann þá fyrir nemendur marga
ríka og nafnfræga höfðingja.
hafði hann enda í flokki nem-
enda sinna um veturinn eina af
dætrum Victoríu drottningar, 5.
bam hennar, Helenu Augustu
Victoriu, prinzessu, er sex árum
síðar giftist Frederioh Christian
prinzi af Schleswig-Holstein, Etc
En æskufjör þessa framgjarna
íslendings leyfði honum ekki að
setjast þannig í “helgan stein”
til langframa. Vorið næsta á
eftir (1860) bauð vinur hans,
Dr. Bichnell, honum að fylgjast
með sér í ferð um Austuriönd
og það þáði Gunnlögsson með
glöðu geði. Um tíma ferðaðist
hann þannig um Grikkland,
Litlu-Asíu, Arabíu og Egypta-
land. En svo kom þar, að skift
ust leiðimar. Dr. Bichnell hélt
áfram ferðum sínum, en Gunn-
lögsson sem nú hafði fengið
löngun til að kynna sér meira
en landslag og rústir í Litlu-
Asíu, sigldi norðvestur um Mið-
jarðarhaf til Sikileyjar og það-
an, eftir stutta stund til Nea-
pel. Undir eins og til Neapel
kom, tók hann til að kenna og
hafði af því nægilegt viðurværi
öll þau ár, sem hann dvaldi í
borginni. Jafnframt stundaði
hann háskólanám af kappi miklu
um fleiri ár. Lagði hann sig
einkum fram til að nema Austur
landa tungumál, einkum sanskrit
og persnesku, og samanburðar-
málfræði. Við burtfararprófið
náði hann fyrstu einkunn í þess-
um námsgi-einum, iþrátt fyrir að
hann eingöngu varð að vinna fyr
ir sér sjálfur á meðan á nániinu
stóð. Eftir að hann útskrifaðist
af háskólanum, nélt hann áfram
kenslustörfum í Neapel til 1868.
Auk þeirra starfa sinna byrjaði
hann þá á að þýða merkisrit af
útlendum málum á ftölsku og var
þannig lagður homsteinn þess,
er síðan jafnhliða kenslunni, hef
ir verið lífsstarf hans.
Um áramótin 1868—69 kvaddi
Gunnlögsson Neapel og hélt til
Lundúna. Hitti hann þar fjöl-
marga foma og nýja vini, alla
háttstandandi í þjóðfélaginu.
Sumir voru í miklum metum við
hirðina, en sumir í heimi bók-
mentanna og af því leiddi, að líf-
ið varð honum yfir höfuð þægi-
legt. Settist hann þá að í Lund-
únum og tók fyrir alvöru að rita
\jafnframt því er hann hélt áfram
fyrri ára starfi sínu — tungu-
málakenslu.
Árið 1880 ílutti hann sig seti
vestar enn. Flutti þá frá Lund-
únum til Chicago. par hélt hann
áfram ritstörfum og kenslu, lil
þess er hann fyrir eitthvað þrem
ur árum síðan flutti vestur á
Kyrrahafsströnd til Tacoma, þar
sem hann býr síðan og unir hag
sínum ágætlega. Var hann ráð-
inn sem skólakennari er hann
fór frá Ghicago, og þeim starfa
hélt hann um tíma, er vestur
kom til Tacoma. En forstöðu-
menn og eigendur skólabs voru
methodistar og vildu gjama um
steypa alla nemendur í einu og
sama móti. Gunnlögsson þolir
alt betur en þröngsýni og fana
tismus, í hverju sem er, og er
hann sá að um tvent einungis
var að tefla: hverfa frá skólan-
um eða fullnægja öllum kröfum
þröngsýnnar skólastjómar, var
hann ekki lengi að hugsa sig um
hvað gera skyldi. Hann yfirgaf
skólann, þótt aldurhníginn og
þreyttur væri orðinn, og tók að
nýju að búa sér til veg — að
ryðja sér braut um frumskóg
mannlífsins á vesturströnd Am-
eríku. Hann tók enn til að kenna
og rita og innan skamms hafði
hann dregið til sín mentafúsan
nemenda flokk, sem ár frá ári
verður stærri og stærri. Að hann
hafði nóg að gera má ráða af því
að hann skrifar stöðugt í tíu til
tuttugu tímarit og blöð víðsveg-
ar í landinu og þýðir merkar
bækur af ýmsum Norðurlanda-
tungumálum á ensku. Hann
heldur áfram tímakenslu á hverj
um virkum degi, í ýmsum Norð-
urlanda og Austurianda tungu-
málum. Einu sinni í hvenú
viku hefir hann fyrirlestur um
einhverja fræðigrein, einkum
bókmentir og fagrar listir, fyr-
ir nemendum sínum og stórmenn
um borgarinnar. í eitt skifti
talar hann um Indland, þá
Egyptaland, Grikki, Rómverja o.
s. frv. um sögu bókmentir, lista-
verk, tungumál þessa lands og
þjóðar o. s. frv. Á þennan hátt
hafa Tacomabúar fengið að kynr
ast sögu íslands og bókmentum
þess. Auk alls þessa flytur próf.
Gunnlögsson ekki ósjaldan fyrir-
lestra, fyrir sérstök félög á sér-
stökum samkomum, því þegar
mikið þykir við liggja, er sjálf-
sagt að fá hann. Af öllu þessu
,er auðráðið að hann eyðir ekki
tíð sinni í yðjuleysi.
pað er engin þurð á menta-
mönnum og mentastofnunum í
Tacoma, en efalítið er það, að
Gunnlögsson er viðurkendur
æðstur allra borgaranna, að því
er snertir tungumál, bókmentir
og fagurfræði. Norðmenn eru
þar margir og hafa verðugt eftir
læti á honum, enda verða þeir
hjálpar hans ekki ósjaldan að-
njótandi. Til dæims má geta
þess, að núna í desember ætluðu
Norðmenn í Tacoma að gefa út
fyrsta tölublaðið af mánaðarriti
með myndum, á dönsku, er á að
heita “Skírnir”, og í fyrsta tölu-
blaðinu átti að koma mynd af
prófessor Gunnlögsson og æfi-
saga hans. Ef ekki er litið eftir
þeim, eru þeir vísir til, þegar
fram í sækir, að gleyma íslenzk-
um uppruna hans, en minnast
þess eins, að hann tilheyrir
flokki “Skandinava”.
Á þennan hátt tekur próf.
Gunnlögsson meir en smáræðis
þátt í að móta og fægja þjóðfé-
íagið í þessari ungu, vestrænu
risaborg og í öllum þeim héruð-
um, sem hún að sjálfsögðu verk-
ar á. Hann er lifandi vottur
þess, að ehda einn einasti íslend-
ingur getur sett mót á hið hér-
lenda þjóðlíf, að enda fátækur
íslendingur getur skilið eftir
svo glögg för sín í sandi tímans,
að framtíðarmenn landsins geta
lengi, lengi rakið þau.
niiiii
Bolsheviki |
Er til ríkis kominn kannske
Karlssonur úr Garðshorninu ? É
Konungdóm með kvonfanginu
Tekinn við. Er hennar hanzki
Hjálmskúfurinn: Danabótar
Heimsins? Rússlands borgarbrjótar
Baras, sem úr var stolinn þróttur,
Kænugarða konungsdóttur.
Er hann kúgaðs fólksins frelsi
Færandi, úr alda-gleymi,
Svika-Smerdis höldnum heimi?
m Tveggja varga valda-helsi
n Vígskáum af þjóðráns-hersum
Liðsmun smíðað, leysti hann Persum?
Og úr þjófshönd sessa sinna
Skilaði hann okkur frelsi Finna?
Er hann heims úr böli boginn
blóðugur að rísa og stækka ?
Múginn vom að máttkva og stækka ?
Sannleiksvottur—lýtum loginn— i
Ljóss, sem fyrir hundrað árum
Frakkar slöktu sínum sárum.
Lítilsmáttar morgunroði ?
Fót-troðinna friðarboði ?
3. febr. 1918 Stephan G. Stephansson.
Órói í Danmörku.
Á mánudaginn var gjörðu
menn iþeir er Syndicalistar kalla
sig, upphlaup í Kaupmainnahöfn.
peir réðust á ríkisfjárhirzluna,
og sölubúðir í auðugustu pörtum
bæjarins og á konungshöllina í
Amalíuborg. Elftir all-harða
viðureign tókst lögreglunni að
skakka leikinn. en þó ekki fyr
en miklar skemdir og meiðsl
höfðu átt sér stað. Sagt er að
80,000 manns hafi tekið þátt i
uppþoti þessu. — Vörður hefir
verið settur um allar opinberar
ayggingar í borginni.
com til Halifax frá íslandi um
miðjan dag á þriðjudaginn var.
Próf. Gunnlögsson er í við
meira en meðalmaður á hæð,
granrtvaxinn og holdskarpur.
Beinvaxinn er hann, eða hefir
verið það, þó nú sé elli og þreyta
lítið eitt — ekki samt nema sár-
lítið — farin að beygja herðam-
ar. Hann er enn iðandi af fjöri,
en ekki er frítt við að óstyrkur
sé á höndum hans og er það
órækur vottur um fjör og við-
kvæmni. Andlitið og svipinn
sýnir myndin, en, eins og annars-
staðar er vikið á, sýnir hún held-
ur ekki meira. Nú í seinni tíð
er hann orðinn mjög svo heilsu-
lasinn og var það mjög svo fram-
an af síðastliðnu sumri. En þrátt
fyrir það hafði hann þó í hjá-
verkum í sumar og haust er leið
að snúa þungri bók af þýzku á
ensku, fyrir blaðamann einn í
New York.
Alvarleg aðvörun.
Lesendur íslenzku blaðanna
hafa vafalaust tekið eftir því að
Stefán Stefánsson — um stund-
ar sakir til heimilis að 656 Tor-
onto stræti hér í borg, hefir í
nokkrum síðustu blöðum Lög-
bergs og Heimskringlu auglýst
að hann óskaði að kaupa hluti í
Eimskipafélagi íslands. Aug-
lýsing þessi hefir frá upphafi
litið einkar sakleysislega út,
enda var nauðsynlegt að svo
væri ef hún átti að ná sínum
sanna, en leynda tilgangi. Nafn
auglýsandans er t. d. al-íslenzkt,
svo að þeir af vestur-íslenzkum
hluthöfum, sem einhverra or-
saka vegna hafa viljað—eða ver-
ið fáanlegir til þess að losast við
hlutaeign sína í Eimskipafélag-
inu, hafa sennilega ekki verið að
grenslasl um h'. Steíán þessi
Stefánsson væri, né af hverjum
ástæðum hann óskaði að kaupa
hlutabréfin, heldur mun þeim
eingöngu hafa það í hug komið
að auglýsingin veítti þeim rétt-
mætt tækifæri til þess að vinna
það tvent í einu, að losna við
eign þeirra í félaginu og að
þóknast ósk auglýsandans að
gerast hluthafi þess í sinn stað.
Hins vegar teljum vér það mjög
tyísýnt, að auglýsingin hefði
orkað eigendaskiftum á nokkr-
um þeirra félagshluta, sem við
nú vitum með vissu að Stefáni
hafa verið seldir. ef hinir fyrri
eigendur þeirra hefðu haft nokk-
urt hugboð um hinn leynda til-
gang kaupendanna, eða gert sér
grein fyrir aðferðinni, sem beitt
er við þau kaup.
Vér teljum því rétt áð leiða
athygli Vestui’-íslendinga að eft-
irtöldum atriðum.
1. Stefán þessi Stefánsson er
fyrir tiltölulega stuttum tíma
kominn hingað til landsins, og er
hér í fylkinu ^ðeins um ajtundar
sakir. Til Manitoba er ekki að
svo stöddu sýnilegt að hann hafi
átt nokkurt annað erindi en það,
að kaupa hér undir eigin umsjón
eins marga Eimskipafélags hluti
og honum gæfist kostur á að
kaupa fyrir áhrif auglýsingar-
innar áður áminstu, og starfsemi
þeirra íslendinga, sem hann hef-
ir fengið til þess að lokka hluti
út úr bónþægum hluthöfum.
2. Hann hefir S þessu hluta-
kaupastarfi sínu algerlega geng-
ið fram hjá okkur tveimur Vest-
ur-íslendingum, sem skipum sæti
í stjómamefnd Eimskipafélags-
ins, með því sérstaka augnamiði
að annast með áhrifum okkar
þar, um hagsmuni vestur-ís-
lenzkra hluthafa.
3. Hann hefir verið ófáanleg-
ur til þess að gera okkur nokkra
grein fyrir því, í hvers eða
hverra umboði hann kaupi Eim-
skipafélagshluti Vestur-fslend-
inga sérstaklega, og geri sér
beina ferð hingað vestur til þess,
alla leið frá fslandi, í stað þess
að auðga höfuðstól félagsins á
íslandi, með því að kaupa þar
nýja hluti af félagsstjóminni,
eða úr því hann er hingað kom-
inn, af okkur félagsstjómend-
um, sem höfðum fult hlutasölu
umboð frá meðstjómendum okk-
ar á íslandi.
Við höfum getið þessara fram-
angreindu atriða, til þess að
benda lesendum á, að hluta-
kaupa aðferð Stefáns er í fylsta
máta lævísleg, og að okkar áliti
alls ósamboðin nokkrum þeim
manni, sem teljast vildi vinur
félagsins.
Nú með því að vér Vestur-ís-
lendingar tókum upphaflega að
okkur að styrkja félagsstofnun
þessa rneð því að leggja til 200
þúsund krónur í höfuðstól henn-
ar gegn hlutaútgáfu til vor fyrir
samsvarandi ákvæðis upphæð.
Og með því enn fremur að
þetta var gert samkvæmt skrif-
legri bón fjölmargra háttvirtra
þjóðarvina þar úti á íslandi.
Og með því ennfremur, að eng-
inn þessara þjóðarfrömuða hefir
með einu orði látið þess getið að
þeir óskuðu að losast við vestur-
íslenzka þátttöku í félaginu.
Og með því enn fremur, að
enginn af Eimskipaíélags stjóm-
endunum, sem búsettir eru á fs-
landi, né heldur nokkur einn af
öllum þeim þúsundum hluthafa,
sem félagsheildina mynda, hafa
nokkru sinni látið þá ósk í ljós,
að hlutafé Vestur-íslendinga
komist í hendur Austur-íslend-
inga, þá virðist okkur rétt að
vestur-íslenzkir hluthafar seldu
ekki hluti sína í félaginu, sér alls
óþektum mönnum, þó íslenzkt
nafn beri, og það því síður sem
við höfum verið og enxm enn
fúsir til þess að annast um sölu
á hlutum þeirra vestur-íslenzkra
hlubhafa, sem kunna að vilja
losast við þá. pað er al'ls vegna
viðeigandi, heppilegt og nauð-
synlegt að við fáum að vita um
eigendaskifti, sem verða á hlut-
um félagsins, svo að bækur okk-
ar hér geti á öllum tírnum sýnt
rétt og áreiðanlegt yfirlit yfir
nöfn og áritan hluthafanna.
pað er og ljóst af fyrirfarandi
starfsemi félagsins að hlutaeign
í því er arðberandi, og þess vegna
engin sýnileg ástæða fyrir hlut
hafana að kasta hlutum sínum
frá sér fyrir minna en sannvirði,
og í eign alls óþektra manna.
Hinsvegar virðist okkur rétt
að taka það fram, að eins og vér
tókum að oss að styrkja félag
þetta, fyrir tilmæli Austur-ís-
lendinga, eins mundum vér nú
verða fúsir til að selja í þeirra
hendur aHa vora hluti, ef stjóm-
arnefnd félagsins á íslandi, eftir
auglýsta ósk hluthafanna þar á
ársfundi félagsins, tilkynti okk-
ur, að þeir þar heima vildu losast
við Vestur-fslendinga úr félag-
inu. En engin slík ósk hefir
okkur verið tilkynt, og verður
væntanlega aldrei tilkynt. Aust-
ur-fslendingum er ant um fram-
hald hluttöku Vestur-fslendinga
í félaginu. J?ess vegna vörum
við hlubhafana hér vestra við því
að selja hluti sína, sér óþektum
kaupendum. En óskum þar á
móti að allir þeir hluthafar, ef
nokkrir eru, sem vilja selja eign
sína í félaginu, sendi okkur bréf-
lega tilkynningu um það, og skul-
um vér þá taka að okkur að
annast um söluna, með því
^ugnamiði að tryggja jöfnum
höndum hagsmuni hluthafanna
og .félagsins.
Winnipeg, 7. febrúar 1918.
Árni Eggertsson.
Jón J. Bíldfell.
Frá vígvellinum.
Ensk blöð scgja að E. Bjarna
son, frá Revkjavík P.O., Man.
hafi dáið af sárum. — W. Axford
frá Wimnipeg er sagður veikur
af áhrifum gas.
Leiðrétting.
Herra Ami Eggertsson sendi
símskeyti frá New York, þess
efnis, að frétt sú, sem birt var
í Lögbergi síðast um ao “Botnia”
og “Sterling” hafi farist og sem
bygð var á símskeyti, sem
hann fékk frá stjórninni á ís-
landi, svo hljóðandi: “Botnia
and Sterling gone”, beri ekki að
skilja svo að skipin haf' farist
heldur að þau hafi farið til út-
landa. — Betur að svo væri.
GULLFOSS
Samkomu frestað.
Sökum óviðráðanlegra forfal’.a
verður að fresta samkomum
þeim, sem hjálparnefnd 223.
hei’deildarinnar var búin að aug-
I lýsa í Saskatchewan, 11.,12. og
113. þ. m., um óákveðinn t.íma, og
er fólk beðið velvirðingar á að
ekki var hægt að halda þær á
þeim tíma, sem auglýstur var.
Síðar auglýstar.
Friðfinnur Kristjánsson
Eins og áður hefir verið getið, urðum við fyrir þeirri
stóru sorg að missa son okkar elskulegan, sem féll í orustu
á Frakklandi 3. febrúar 1917.
Hann hét Friðfinnur Kjemested og var fæddur á ísa-
firði 1. apríl 1892, uppalinn hjá foreldrum sínum til 17
ára aldurs, þá fluttist hann til móðursystur sinnar.
Kristínar Friðfinnsdóttur Kjeraested, í Winnipeg í Can-
ada og átti heimili þar siðan, unz hann gekk i Canadaher-
inn á öndverðu árinu 1915.
Friðfinnur sálugi var snemma efnilegur og myndar-
legur á velli og mjög hneigður til líkamsæfinga. Hann
var talinn all-góður sundmaður þegar hann var hér heima,
og hefir ef til vill æft þá list vestan hafs, enda hefir hann
ekki átt langt að sækja það, því móðurbræður hans, Krist-
ján og Jón Kjernested lögregludómarar á Winnipeg Beach
eru sundmenn góðir, og þó sérstaklega langafi hans, Jón
Kjemested, sem var talinn sundmaður með afbrigðum á
sinni tíð.
Friðfinnur var hugljúfi allra þeirra, sem hann þektu.
Enda hefir hann áunnið sér það, sem hverjum fjársjóði
er dýnnætara: göfugt mannorð, eins og dánarfregnin frá
herstöðvunum ber með sér, sem við látum fylgja þessu
örstutta æfiágripi. Og það er hans ógleymanlega mann-
orð, sem lýsa mun um aldur og æfi, og er ómetanlegur
harmaléttir fyrir hans öldraðu foreldra.
Kristjón .T. Jóhannsson. Mikkelína Friðfinnsd. Kjernested
Frakklandi. 8. febr. 1917.
Hr. K. Jóhannsson,
ísafirði, fslandi.
Kæri hr. Jóhannsson!
Sú sorglega skylda hefir verið lögð mér á herðar, að.
tilkynna yður, að sonur yðar F. Jóhannsson, hermaður nr.
229352 í 44. deild Kanada fótgönguliðsins féll í orustu 3.
febr. 1917. Hann var að binda um sár á þýzkum herfanga.
þegar sprengikúla hitti hann, og dó hann á svipstundu.
Fráfall hans er innilega harmað af öllum. Læknadeildin
og félagar hans tala um hann með hinum mesitu lofsyrð-
um, og framkoma hans öl'l í hemum var lofsyrðum ofar.
Honum var hlíft við öllum kvölum, og svo er það huggun-
in að hann dó á göfugasta hátt sem unt er, dó við skyldu-
verk sitt. f dag, heiðbjartan vetrar eftirmiðdag, lögðum
við hann til hinstu hvíldar með söknuði og virðingu í
Villers-an-Bois kirkjugarðinum, sem eingöngu er fyrir
franska enska og canadiska hermenn, svo nærri fallbyss-
unum að skotdunurnar heyrðust. Líkfylgd mætti frá
battalíóninni (hersveitinni) til þess að auðsýna hinum
fallna félagsbróður síðustu lotningu sína. Einfaldur kross
með áletruðu nafni hans, númeii, herdeild og dánardegi
verður reistur á gröf hans. Eg veit að þessi fregn færir
sorg á heimili hans á fslandi, en í sorg ykkar hafið þið
samúð félagsbræðra hans, sem syrgja son ykkar einnig.
Guð gefi ykkur styrk til þess að bera þá stóra fóra, sem
af ykkur hefir verið heimtuð, að gefa son ykkar út fyrir
hin göfugustu málefni, þegar vestrænni menningu hefir
mest legið á.
Með dýpstu samúð.
Yðar einl.
George
herprestur.