Lögberg - 14.02.1918, Blaðsíða 4

Lögberg - 14.02.1918, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 14. FEBRÚAR 1918 Hávaði og ryk. J?að er eins og sumum mönnum sé málæði og hávaði fyrir öllu, og að tala sem mest og sem hæst. Að þyrla upp sem allra mestu ryki í kring- um sig og aðra, virðist vera áform þeirra. Fyrst er þetta ef til vili gjört til þess að láta á sér bera, án þess að á bak við það liggi nein ill meining. En það er svo með þennan löst, eins og alla aðra lesti, að þegar menn fara að leggja hann í vana sinn, þá verður hann þeim samgróinn, og um síðir tek- ur hann ráðin af dómgreind og rökfærslu þeirra, og þegar svo er komið, er hann orðinn að pest. Eins er með blöðin, nema hvað þau geta ver- ið áhrifameiri og víðtækari í þessu efni, heldur en einstaldingamir og þar af leiðandi komið meiru illu til leiðar. Að undanfömu hefir blað eitt hér í bænum þyrlað upp meira moldviðri í sambandi við fjár- mál Norrisstjómarinnar en vér minnumst að hafa séð í langa tíð. Fjarri er það oss að amast við réttmætum aðfinslum, hvort heldur er að ræða um stjómmál eða önnur mál. Hvort heldur er um að ræða Norrissitjómina eðk aðrar stjómir. Aðfinslur eru nauðsynlegar ef þær eru réttlátar. En þær verða að vera á rökum bygðar — verða að vera meira en hávaði og ryk. Eftfir alt það moldviðri, sem á hefir gengið hjá aðalmálgagni afturhaldsmanna hér í bænum, hefði maður mátt halda að einhverjar stórsyndir hefðu hent Manitobastjómina í sambandi við fjár- mál fylkisins síðastliðið ár, en svo er þó ekki. Blaðinu hefir ekki tekist að benda á óráðvendni hjá stjóminni í einu einasta smáatriði, ekki held- ur hefir tekist að benda á það að stjómin hafi sóað fé fylkisins til ónytsamlegra hluta. Heldur hefir þessi hvellur til orðið út af því, að $100,000 fjár- upphæð, sem stjómin hafði gefið til liknar og hjálpar þeim, sem nauðstaddir em í sambandi við þetta stríð, er sett á annan stað í fylkisreikning- unum, heldur en blaðið vill láta hana vera á. En sem hefir þó ekki hina minstu þýðingu fyrir hið fjárhagslega ástand fylkisins. Sannleikurinn er sá, að þetta er notað sem ástæða til þess að þyrla upp ryki í augu almennings og glepja honum sýn, svo hægara sé að koma inn hjá honum tortryggni og vantrausti á mönnum þeim, sem nú fara með völdin hér í fylkinu. Slík aðferð er máske lævís- leg, en varla er hægt að segja að hún sé virðuleg og vart mun hún ná tilgangi sínum. Annað afturhaldsblað vor á meðal, Heims- kringla, minnist á fjármálin í síðastliðinni viku, og þó að hávaðinn sé þar ekki eins mikilil, er þó andinn sami, og ýmislegt þar á sömu bókina lært. Par stendur t. d. að Norrisstjómin hafi á 2*4 ári aukið fylkisskuldina um $5,000,000. petta er ekki með öllu rétt. pegar Roblinstjómin fór frá völdum, þá skydi hún eftir tóma fjárhirzluna og $1,000,000.00 skuld, sem fallin var í gjalddaga, og til þess að mæta þessari skuld, gekk ein miljón- in af þessum fimm, sem Norris-stjómin hefir lán- að. Roblinstjómin skyldi líka eftir þinghúsbygg- ingu, sem ekki var hálfgjörð, og til þess að halda því verki áfram hafa gengið $2,100,000. peir baggar sem Norrisstjómin hefir sjálf bundið sér em: Til kaupa á mjólkurkúm..............$200,000 Til þjóðræknis þarfa................ 100,000 Fangabúgarður ...................... 100,000 Dómhús í Dauphin.................... 100,000 Sjúkrahús í Ninette.................. 80,000 Lán til sveita ....................... 5,000 f sambandi við háskólann ............ 50,000 Bændalán ........................... 100,000 Viðgjörð á byggingum................ 100,000 Af þessum peningum er þó enn óeytt $1,166,490.64. Á þetta hefði ritstjóri Heimskringlu átt að minn- ast, ef hann hefði viljað vera sanngjam. Ekki er það heldur rétt frá sagt að skatt eigi að leggja á allar skemtanir fólksins. Heldur fer stjórain fram á það, að skattur verði lagður á öll leikhús í fylkinu, eða öllu heldur á þá sem sem á leikhús ganga — en að aðrar skemtanir en leik- hús séu ekki til, er alveg ný kenning. Fjármál Manitoba-fylkis. Á öðrum stað í þessu blaði birtum vér ræðu fjármálaráðherra fylkisins, Hon. Edward Brown, er hann flutti i Manitoba þinginu 4. þ. m., og verð- ur ekki annað sagt en að hún sé að öllu leyti mjög skilmerkileg. f fyrsta lagi er það að segja að stjóminni hefir tekist á þessum þremur árum, sem hún hefir setið að völdum, að láta mætast, að mestu leyti inntektir og útgjöld fylkisins, þrátt fyrír hinar breyttu og erfiðu kringumstæður, sem vér höfum átt við að búa, og þrátt fyrir það þótt kaupgildi dollarsins hafi stómm minkað, sökum hækkunar á öllum vamingi, sem stafar frá heimsófríðnum mikla. Að vísu er nú sjóðþurð, sem nemur $109,000, en furðu má sæta að hún skuli ekki vera meiri, þegar tekið er tillit til dýrtíðarinnar og h'ka þess hins aukna kostnaðar, sem stjórnin hefir orðið að mæta sökum nýrra kvaða, svo og taps þess, sem sumt af hinum nýju löggjöfum hefir haft í för með sér, t. d. vínbannslöggjöfin, er ein hefir valdið tekjumissi, sem nemur um $230,000. Samt hefir stjómin ekki fram að þessu verið knúð til þess að taka peningalán, til þess að mæta hinum vanalega starfsrækslukostnaði fylkisins, heldur hafa, eins og að framan er sagt, inntektir fylkis- ins nægt til þess að mæta útgjöldunum, þar til nú. Vér þekkjum enga verzlun, engan búgarð, ekkert húshald hér í landinu, þar sem starfs- rækslu kostnaðurinn hefir ekki vaxið stórkostlega, nú á undanfarinni stríðstíð. Og víst er enginn sá maður til, sem ekki veit og skilur, að lífsfram- færsla og allur iðnaður er miJflu dýrari nú, heldur en hann hef ir nokkm sinni áður verið í sögu þessa lands. Verzlunarmennimir geta ekki selt vömna fyrir sama verð og þeir áður gjörðu. Bændur geta ekki framleitt kom og búfé fyrir neitt líkt því eins lítið og þeir áður gjörðu, og verkamenn- imir ekki heldur lifað af sama kaupgjaldi og þeir gjörðu fyrir stríðið. pað er því síst kynlegt þótt stjómin í þessu fylgi sé sömu lögum háð og aðrir. pað er með öllu ómögulegt að öðmvísi geti verið. Ef nokkuð er undarlegt í þessu sambandi, þá er það það að Manitobastjómin skyldi geta borgað allar skuldir og komist af fram á þennan dag, án þess að taka lán, til almennra útgjalda, eða leggja beina skatta á fylkisbúa. Annað atriðið, sem eftirtektavert er, og sem mikla þýðingu hefir í sambandi við fjármál fylk- isins er aðferð sú, sem stjórain hefir tekið upp við bókfærslu fylkisreikninganna, nefnilega það að taka ekkert með í þann reikning nema peninga, sem borgaðir em inn og út á árinu, svo að í lok hvers einasta árs má fletta upp bókunum og sjá upp á dollar hvemig hinn virkilegi fjárhagur fylkisins stendur. Svo nákvæmlega hefir stjómin haldið sig að þessari reglu, að hún hefir ekki tekið með í þenna ársreikning $1,378,500, sem fylkið á útistandandi, og sem reikna má upp á sem alveg vísa peninga, þeir vom að eins ekki komnir í hendur stjómarinnar, og því ekki hægt að telja þá sem inntekt, samkvænmt bókfærslureglum henn- ar. En vér munum þá tíð, þegar inneignir, ekki vitund betrí heldur en þessar eru, vom notaðar til þess að sýna tekjuafgang. Og ef þessi stjóm hefði viljað fylgja þeirri reglu, þá hefði hún getað sýnt stórkostlegan tekjuafgang. En stjómin vildi ekki afvegaleiða sjálfa sig og fylkisbúa og stofna fjár- hagslegri framtíð fylkisins í hættu. í þriðja lagi vildum vér benda sérstaklega á fyrirætlanir stjómarinnar um að stofna varasjóð, sem með tíð og tíma gæti borgað upp allar skuldi" fylkisins. Ein af syndum þeim, sem erfiðast er að fyrir- gefa Roblinstjóminni er það, hvemig hún fór með landeign þessa fylkis. Ekki einasta að hún seldi landið til vildarmanna sinna, sem svo græddu á því stórfé, heldur líka hitt, að hún tók alla pen- inga, sem inn komu fyrir sölu þessara landa og borgaði með þeim starfsrækslukostnað fylkisins. Svo þegar sú stjóm fór frá, var alt upp etið af þeirri miklu innstæðu fylkisins nema um $2,000,000 sem óborgað var af útistandandi sölubréfum og 45,000 ekrur af landi. Að slíkt geti ekki komið fyrir aftur í sögu þessa fylkis er lífsnauðsyn, og nú, þegar líkindi em til þess að þetta fylki fái til umráða um 26,000,000 ekmr af landi, sem Ottawa- stjómin heldur, en fylkinu ber, og þar með fiski- vötn, námur og skóga, innan sinna vébanda, þá fyrst skilst manni, hve þýðingarmikið ákvæði það er, sem stjómin nú fer fram á, sem sé að fylkið samþykki lög um það, að af innstæðu þessari megi aðeins eyða vöxtunum til almennra þarfa, eða út- gjalda, en að höfuðstóllinn sjálfur leggist í vara- sjóð, þartil nógu mikið er í hann safnað til þess að borga upp allar skuldir fylkisins. Ákvæði þetta er sannariega til þrifa, og vér eram þess fullvissir að innan takmarka þessa fylkis er ekki nokkur sá maður til, sem á annað borð lætur sig hag fylkisins nokkm skifta, sem ekki kann stjóm- inni þökk fyrir framkvæmdir sínar í þessu efni. Mæður. Eftir Maurice Maeterlinck. pað eru mæðumar, sem þyngsta bera byrð- ina í ófriði þessum. — Á strætum, gatnamótum og þjóðvegum; í bæjum og borgum, heimilum, skólum og kirkjum, hittum vér mæður, er mist hafa sonu sína í stríðinu, og sem syrgja sárar og dýpra, en þótt þær vissu dauða sjálfra sín bíða við næsta fótmál. Vér skulum reyna snöggvast að gera oss ljóst, hvað þær hafa mist. — pær vita hvað missinn gildir, en þó vilja þær dylja oss karlmennina þess. Synimir em numdir á brottu frá þeim í blóma tífsins, um það leyti sem æfisól mæðranna er að lækka í vestrinu. — pegar ungbam deyr, finst manni eins og sál þess sé tæplega á brautu flogin; heldur sé hún óaðskiljanlegur hluti móðurinnar, sem beið með ást og eftirvæntingu eftir hinum fyrstu þroska-einkennum. Dauði sá, er heimsækir vöggu hvítvoðungsins, er gjörólíkur þeim dauða, sem um þessar mundir skelfir heiminn svo mjög, að máttarviðir allir leika á reiðiskjálfi. pegar tvítugur sonur deyr, hverfur hann móðurinni að fullu, og lætur ekki eftir sig einn einasta vonameista. Hann flytur á brottu með sér alla framtíðardrauma móðurinn-/ ar; alt sem hún gaf honum, alt sem hann hafði gefið og ætlaði að gefa henni framvegis; bemsku- brekin, bemsku-brosið, unglings glaðværðina og fyrirheitin dýrðlegu um manndóm og þroska, og friðinn og vémdina, sem móðirin hafði átt í vænd- um á efri ámm. Hann flytur á brottu með sér eitthvað, sem var ennþá dýrmætara og meira en sjálfur hann. Ekki er það einungis jarðneskt líf hans sjálfs, sem endar þarna, heldur fellur og með honum á vígvellinum heil kynslóð, dásamleg keðja af fögr- um andlitum, og Ijúfum hlátmm; alt þetta kveður sólina og lífið, og hverfur á augnabliki inn á hin ókunnú huldulönd! Allir þessir atburðir endurspeglast í augum hinna syrgjandi mæðra, en em þó óskiljanlegir. Og einmitt vegna þess, verður sorgarmóðan á móðurauganu svo innihaldsrík og viðkvæm, að eng- inn er sá, vor á meðal, er fundið geti viðeigandi orð, sem rétta gefi lýsingu. — Eigi gráta þó mæður hinna föllnu hermanna, á sama hátt og konur grétu í hinum fyrri styrj- öldum. Nei, þær gráta eiginlega ekki. — Synir þeirra hverfa einn eftir annan, en aldrei heyrum vér þær kvarta. pær koma sjaldan á mannamót, láta aldrei í ljósi hefndarhug, minnast aldrei á uppreist. pær byrgja grátekkann í hálsinum, stöðva tárin, samkvæmt einhverju dásamlegu lög- máli, sem oss karlmönnum er ókunnugt. — Vér kunnum þess lítil skil, hvað það er, sem gefur þeim hugrekki og þrótt til þess að lifa það, sem þær eiga eftir ólifað. Sumar mæður eiga önn- ur böm, og vér getum skilið að þær styrk- ist við að skifta ást sinni og framtíðardraumum á milli þeirra. Margar hafa eigi áður mist afkvæmi sín, en leita svölunar við hversdagsstörfin og í eilífðar- fyrirheitum trúarbragðanna. Afstaða þeirra mæðra gagnvart lífinu, verður oss skiljanleg, úr því að mæður píslarvottanna, létu hvorki hugfall- ast né feldu tár. — En þúsundir mæðra hafa fyrir vomm sjón- um mist aleigu sína — eina soninn, en eiga þó eins sterka, eða jafnvel sterkari von en þær, sem ekkert hafa mist! Hvaðan kemur konum þessi óviðjafnanlega hugprýði? pegar hinir vitmstu og beztu á meðal vor karlmannanna, hitta eina af slíkum mæðmm, þá standa þeir ráðþrota; vit- andi aðeins að þeir standa augliti til auglitis við hina yfirgripsmestu sorg, sem snortið getur mann- legt hjarta; þeir eiga örðugt með að finna eitt einasta orð, er eigi geti annaðhvort verið særandi, eða þá beinlínis ósatt! Samt áræða þeir loks að vekja máls við móð- urina, á réttlæti og fegurð hins göfuga málefnis, er sonurinn barðist og féll fyrir, og hve óendan- lega mannkynið í heild sinni verði þakklátt minn- ingu þess manns, er kvaddi unaðssemdir æskunn- ar, ókvíðinn, óhryggur og einráðinn í því að leggja lífið sjálft í sölumar fyrir 3æmd þjóðar sinnar, ef nauðsyn krefði, og þeir bæta því við, að menn þessir séu í raun og vem ekki dánir, heldur séu þeir ávalt andlega nálægir í meðvitund fólksins. — þegar m«nn þessir mæla þannig, finna þeir ósjálfrátt óvissuna og tómleikann í sínum eigin orðum. peir vita að þessi sannleikur gildir ekki um alla þá, er fallið hafa; þeir vita að mikill meiri hluti þeirra gleymist von bráðar, og að flest þessi lofsamlegu ummæli, eru því lítið annað en bama- hjal. peir vita í hjarta sínu ofur vel, að enginn fagurgali, getur á nokkurn minsta hátt jafnast á við nautnina dul-ljúfu, er móðirin hefir af návist sonarins, við máltíðimar, morgun-kossana og kveld-faðmlögin. — Mæðumar einar vita, að eyð- umar þær, getur ekkert—ekkert fylt. Og þess vegna er það, að þær gefa oftast nær lítinn gaum, að huggunartilraunum vomm; hlusta þegjandi á flest, er vér segjum, með aðra skoðun á orsökum sorganná, og aðra tegund vonar og traust, en þá, sem vér karlmenn þykjumst eiga yfir að ráða. — pessar hugprúðu mæður, þessar kyrlátu hetj- ur nútíðarinnar, láta fyr Mfið, en að kvarta. Og í gröfina fara þær, með leyndardóm þann hinn mikla, oss jafn ókunnan, hvaðan þeim kom þrótt- ur hinnar takmarkalausu sjálfsafneitunar og hvar þær lærðu þolinmæðina, hógværðina og hugþolið, sem oss karlmenn skortir oft svo tilfinnanlega í lífinu. Sœla fórnarinnar. , Einn allra dásamlegasti þátturinn í lífi mann- anna, er fómfýsin. — Engin sæla á jarðríki, teknr fmm sælunni þeirri, sem því er samfara, að gefa hluta af starfi sínu — hluta af sjálfum sér — til hjálpar og aðhlynningar þeim, sem þjást og líða. Á öllum tímum er þörf fómfýsinnar næsta brýn, en þó einkum og sér í lagi þá, er öldur ófriðar og hörmunga rísa jafn hátt og nú gera þær. Um þessar mundir fóma sjálfsagt allir einhverju, þó er mismunurinn afar mikiH, bæði á mikilleik fóm- anna og eins á hug þeirra og hjartalagi, er þær inna af hendi. Miljónamæringurinn, þótt nokkrar gefi þús- undir, er í raun og veru engu að fóma; við það út af fyrir sig, nýtur hann engrar sælu, því með því gefur hann ekkert af sjálfum sér. Alt öðru máli er að gegna, um fátækara fólkið, daglaunamenn og verksmiðjustúlkur, er leggja alt í sölumar; gefa svo að segja síðasta bitann frá munni sér, síðasta centið til fómar á altari þjóðarinnar, þegar hættan er mest, og meginstoðir menningar og frelsis í voða. þetta fólk gefur í hinum sanna fómaranda, það gefur hluta af sjálfu sér, til þess að öðmm geti liðið betur, og það talar fátt um fómina, og telur hana eigi eftir. Fyrir fáeinum dögum sáum vér lítið stúlku- bam standa við glugga á sætindabúð, og var þar til sýnis brjóstsykur m^ð allskonar litskrauti og margvíslegum myndum. Stúlkan litla var á leið frá miðdegisverði sínum og í skólann; hún hélt á þremur eða fjórum koparcentum í lófanum. Um nokkra stund starði hún á hina marglitu brjóst- sykurmola, þeir voru svo dæmalaust freistandi; svo mundi hún alt í einu eftir því, að bömin í skólanum, höfðu stofnað dálítinn sjóð, til styrktar hinum foður og móðurlausu jafnöldmm þeirra í Belgíu. Hugsun sú fékk óðara vald á huga litlu stúlkunnar, hún steingleymdi brjóstsykrinum, hljóp alt hvað fætur toguðu til skólans, og lagði centin sír. í Belgíusjóðinn, kafrjóð í framan og með sælubros á vömnum. pessi litla stúlka gaf ekki til þess að sýnast, heldur var það innri þörf, er athöfninni stýrði. — J?ama kom hinn sanni fómar-andi berlega í ljós —, þannig eiga allir að fóma, þegar líf lands og þjóðar, leikur á þræði. Dyrnar að opnast, eða hvað? Rétt nýlega fluttu blöðin þá frétt, að stjómin væri búin að afnema toll af vélum, sem notaðar eru við akuryrkju vinnu, og sem á ensku máli eru nefndar (Tractors). Eru bændur famir að nota vélar þessar allmikið, hér í Vesturlandinu, og er þetta að sjálfsögðu þakklætis vert. En þó er þetfca ekki nema ofurlítill forsmekkur þess, sem þarf að verða. Úr öllum áttum koma áskoranir til canadisku bændanna um aukna framleiðslu og þeir skilja þörfina, og hafa einlægan vilja á því að beita öll- um sínum kröftum til þess að verða við þeim á- skomnum, — hafa einlægan vilja til þess að duga sem drengir, á tímum erfiðleika og neyðar. En það er ekki nóg að vilja — það er ekki nóg að skora á, það verður að gjöra þeim mögulegt, að gjöra það. — pað má ekki níðast á þeim — það má ekki taka frá þeim vinnukraftinn of mjög. J?að má ekki takmarka verð á framleiðslu þeirra, en gefa öllum verkfærasölum ótakmarkað frelsi til þess ao setja upp nauðsynlegustu jarðyrkjuverkfæri að vild, og þar ofan í kaupið að vemda þá með ósann- gjömum, og undir núverandi kringumstæðum, ó- forsvaranltegum tollum. J?að má ekki taka frá bændunum vinnukraft þann, sem vanur er verkum, og láta svo óvana og óhlutvanda menn sprengja vinnulaunin upp úr öllu hófi — því tekur stjórnin ekki í taumana? J?ví lætur hún ekki jöfnuð og réttlæti ganga jafnt yfir alla í þessu efni — og á þessum tímum? THE DOMINION BANK SIR EDMUND B. OSLER, President. W. D. MATTHEWS, Vice-President. Hagsýni hjálpar til að vinna stríðið. Byrjið sparisjóðs reikning og bætið við hann reglulega Notre Dame Brancli—W. M. HAMIIjTON, Manager. Selkirk Brancli—P. J. MANNING, Manager. • w;Atyjivt/jAt/jAtÁ'.ytyjivoyf.vv/.'■ W) A8A! NORTHERN CROWN BANK Höfuðstóll löggiltur $6,000,000 Höfuð»tóll graiddur $1,431,200 Varasjóðu.... $ 920,202 President ------ Capt. WM. ROBINSON Vice-President - - JOHN STOVEL Sir D. C CAMERON, K.C.M.G. W. R. BAVVLP E. F. IITJTCHINGS, A. McTAVISH CAMPBELIj, GEO. FISHER Allskonar bankastörf afgreidd. Vér byrjum relkninga viB einatakllnga eBa félög og sanngjarnir skilm&lar velttir. Avísanlr seldar tll hvaBa staSar sena er & Islandl. Sérstakur gaumur geflnn sparlrjöBslnnlögum. sem byrja m& meB 1 dollar. Rentur lagBar viB & hverjum • m&nuBum. T* E. THOR8TEINSSON, Ráðsmaður Co William Ave. og Sherbrooke St.. - Winnipeg, Man. ÁV,ýsSi:ra\if)g\tt?-á\Trá\'ri«vrra'”rsVtr»vr/'sv;r«Yys,"r«Yya\'y»"ie I M anitoba-þingið. Hon. Edward Brown fjármálaráðherra Manitoba fylkis íagði fram fylkisreikningana í þinginu á mánudags kvöldið 4. þ. m og eins og vandi er til við slík tækifæri flutti fjármálar ræðu, sem hér fylgir. Háttvirti þingforseti; þegar eg legg fram fjármálaskýrslu Norris-stj ómarinnar, þá þriðju í röðinni, þá er það ekki ætlun mín að fara eins nákvæmlega út í fjárhagslegt ástand fylkisins, eins og það, eins og eg hefi þegar tekið fram, hefir gjört verið. Áður en eg minnist á fjárhagsskýrsluna sjálfa, vil eg með fáum orðum benda á fjárhagslega ástandið í Canada, sérstaklega að því leyti er það snertir Manitoba-fylki. Efnalegt velgengi er nú meira í Canada en dæmi em til áður. Verzlun landsins hefir aukist 'stórkostlega. 1913 voru inn- og útfluttar vömr um $1,000,000,000, en 1917 var verzlunin $2,024,000,000 virði eða hún hafði rúmlega tvöfaldast á tímabilinu. Og það gleðiríka við þessa verzlun er það að útfluttu vörumar em orðnar miklu meiri en þær innfluttu. Fyrir stríðið námu vorar útfluttu vömr hæzt um $400,000,000, en þetta síðastliðna ár fóru þær upp í $1,200,000,000 og höfum vér fylstu ástæðu tií þess að halda að fjárhagsárið, sem nú er nýbyrjað, og endar 31. marz 1918, muni verða enn þá far- sælla í þessum efnum. Sama eða svipað er að segja um viðskifti bankanna, 1913 vom þau $9,260,000,000, en árið 1917 $12,550,000- 000, hafa þau því vaxið á tímabilinu um $3,300,000,000. Enn þá einn vottur þess hve velgengnin vor á meðal hefir verið mikil er, að árið 1913 var inneign manna í bönkum rúmlega ein biljón doll- ars, 1917 var inneign vor um $500,000,000 meiri. J?á er spursmálið, er þessi feikilega framför varanleg eða á hún rót sína að rekja til verðhækkunar, og aukinnar framleiðslu í sambandi við stríðið. J?etta er erfitt spursmál, og því vandi að svara, og naumast getur svar vort orðið meira en tilgáta. J?að er mín meining að í ýmsum löndum verði ástandið, og þá líka verzl- unarlega ástandið, mjög alvarlegt. En hvað vort land, Canada, snertir lít eg vonbjartur fram í tímann og hræðist engar ófarir, og styðst eg þá við hinn ómælanlega, og óunna náttúruauð þessa lands. Enguim blöðum er um það að fletta, að Bretland hið mikla er að undirbúa sig til þess að mæta kringumstæðunum, eins og búist er við að þær verði eftir stríðið, og virðist mér það ljóst, að fra sjónarmiði framleiðslu muni Bretland leggja áherzlu á að vera sjálfu sér nóg, og muni leggja áherzlu á nánara samband, og meiri sparsemi í öllu ríkinu. J?jóðskuld Breta fyrir stríðið var um $3,500,000,000; ef vér mættum vonast eftir að stríðinu yrði lokið á þessu ári þá yrði hún $20,000,000,000. J?jóðar inntektir fyrir stríðið vom ein biljón dollars. Til þess að þeir geti mætt útgjöldum sínum eftir stríðið þurfa inntektir þeirra að vera tvær og hálf billjón dollars. Ef þeir þurfa að auka tekjur sínar um eina og hálfa biljóp dollans með beinum sköttum, þá hlýtur það að verða mjög tilfinnanlegt. En það er annar vegur, sem er óneitanlega aðgengilegri, og það er að hagnýta sér auð ríkisins, sem bæði er mikill heima fyrir og eins í nýlendunum. Auðlegð Bretlands er áætluð sjötíu og fimm biljónir fyrir stríðið, en í öllu brezka veldinu eitt hundrað og fimtíu biljónir. J?ar með var þó ekki talin náttúm auðlegð ríkis- ins (Natural Resourses). J?jóðar auður Bandaríkjanna er talinn að vera tvö hundrað biljónir. Náttúruauðlegð brezkaveldisins er þó miklu meiri, það ætti því ekki að vera ókleyft með bróðurlegri eining og samtökum að auka þjóðarauð vom upp í tvö hundmð biljónir og á þann hátt borga upp þjóðskuld ríkisins. En atriðið, sem eg vildi benda á er þetta, að hvergi í brezka veldinu er náttúm- auðlegðin meiri heldur en í Canada, ef vér gjörum samband við Breta í þá átt, sem eg hefi nú verið að benda á, þá mundum við hér í Canada ekki þurfa að óttast afleiðingar stríðsins, heldur mundi þá framleiðsla vor, sérstaklega í Vesturlandinu, halda áfram og velgengni landsins yfir höfuð. Mér er ekki unt að gefa ná- kvæma skýrslu yfir verzlun fylkisins, því hún er ekki við hendina, vér vitum bara að vér höfum notið sömu velmegunar hlutfalMega eins og landið í heild sinni. Banka viðskiftin innan fylkisins eru sanngjam mælikvarði verzlunarlífsins. Árið 1913 námu þau $1,167,000,000, en 1917 vom pau $2,653,000,000, sem er ein og hálf biljón dollara meiri nú, en þau vom fyrir stríðið, eða banka viðskifti landsins hafa aukist á þessari stríðstíð um 35%, en þessa fylkis um 125%. Síðastliðið ár veittist mér sú ánægja að skýra þingmönnum frá að akuryrkju- afurðir fylkisins hafa numið $220,000,000, árið 1915 vom þær $260,000,000, nú þetta síðastliðna ár hefir framleiðsla vor verið, sem hér segir: 42,689,061 mæl. hveitis á $ 2.05 hver $87,512,575.00 63,372,832 “ hafra .65 << 41,192,340.00 26,014,948 “ Biggs 1.17 << 30,437,489.00 552,309 “ af flaxi 3.15 << 1,739,773.00 1,296,317 “ af rúgi 1.25 << 1,620,396.00 58,999 “ af ertum 3.00 « 176,997.00 7,293,655 “ af kartöflum .80 << 5,834,924.00 2,703,666 “ öðmm. garðávöxtum .80 << 2,184,532.00 227,094 tonn af heyi 15.00 tonnið 3,406,410.00 136,732 tonn fóður-maiz 15.00 « 5,050,980.00 Afurðir mjólkurbúa 5,895,631.00 413,811 hestar $150.00 hver $62,071,650.00 694,991 nautgripir 75.00 << 48,749,325.00 128,943 Sauðkindur 16.00 « 2,063,088.00 400,914 svín .15 pundið 10,824,678.00 129,716 kalkúnur .30 « 389,184.00 63,313 gæsir .25 « 118,711.00 676,965 hænsni .25 << 1,878,200.00 93,186 andir .19 << 132,979.00 1,00,000 pund af hunangi 190.000.00 Alls $308,476,626.00 Við þessa skýrslu er það eftirtekta verðast hve afurðir mjólkurbúanna hafa vaxið mikið. Fyrir 10 árum síðan vom þær að eins $1,500,000, en síðasta ár voru þær $6,000,000 virði. Eg bendi á þetta til þess að sýna framförina, sem hefir átt sér stað, einnig má benda á að $600,000 virði af nýjum plægingum hefir ver-

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.