Lögberg - 14.02.1918, Side 3

Lögberg - 14.02.1918, Side 3
LöGBERG, FIMTUD AGIN N 14. FEBRÚAR 1918 Dœtur Oakburns lávarðar. Eftir MRS. HENRY WOOD. Fyrsti kafli. veit, fyrst til Lortons, og kallaðf sig ungfrú Beau- champ; hún var skírð Clarice Beauchamp Clarr ice eftir gömlu frænku sinni, greifainnunni af Oakburn, Beauchamp eftir guðföður sínuni”. “Hún er þá ekki ungfrú Beauchamp?” “Hún er lafði Clarice Chesney”. Frú West varð mjög undrandi. Eins og ná- grannakona hennar, frú Lorton, hafði hún ekki kynst né orðið kunnug neinni jarlsdóttur fyr en þetta. _ “Mér veitist þá sá heiður að tala við — við “Lafði Jönu Chesney”, svaraði Jana rólega. “En þegar Clarice var hjá yður, var hún að eins ungfrú Chesney; það er að eins nýlega að faðir minn er orðinn jarl. pér getið auðvitað skilið það. að við erum mikið áfram um að geta nú fengið hana heim til okkar, og erum enn þá sorgbitnari en áður yfir því, að hún yfirgaf okkur nokkru sinni”. “En — á eg að skilja yður þannig, að þér vitið ekki hvar hún er? Að hún hafi ekki komið heim síðan hún yfirgaf okkur í júnímánuði í fyrra?” sagði, frú West, alveg utan ið sig af undrun. “Við vitum ekki hvar hún er. Við vitum ekki hvar við eigum að leita hennar”. “Eg hefi aldrei heyrt neitt slíkt”. “pangað til í dag áleit eg það sjálfsagt, að hún mundi hafa stöðu hér í nándinni”, sagði Jana. “Óánægja föður míns bannaði mér að líta eftir Clarice, satt að segja, hann fyrirbauð mér það al- gerlega. pegar eg fór að heiman í dag, bjóst eg við því að geta tekið hana heim með' mér, eða ef þab væri ekki mögulegt, að eg gæti þá ákveðið tím- ann þegar hún kæmi heim aftur. Mig grunaði alls ekki annað en að eg gæti fundið hana strax, og eg get ekki lýst þeim tilfinningum mínum fyrir yður sem ásóttu mig, þegar bóksalinn sagði mér að hún væri farin úr nágrenninu — sami maðurinn og eg sendi bréfin, sem eg skrifaði henni — og sem á- sækja mig enn þá. pað.eru ekki vonbrigði, það er annað enn verra. Eg er farin að óttast, eg veit ekki hvað”. “Eg vildi að eg gæti hjálpað yður til að finna hana”, sagði frú West alúðlega. “Hvar getur hún verið? Hún getur þó naumast hafa fengið að vita um breytinguna á kringumstæðum fjölskyldu sinnar?” “pað get eg ekki haldið”, svaraði Jana. “Nema því að eins — en nei, það vil eg ekki heldur halda”, greip hún fram í fyrir sjálfri sér og þurkaði svit- ann af enni sínu, sem var orðið rakt af þessari skyndilegu og óvelkomnu húgsun, sem hafði vakn- að hjá henni. “Nema því að eins að Clarice skyldi hafa gift sig langt fyrir neðan sína stöðu, og fyrir- verði sig að láta okkur vita það”, var það, sem hún æltaði að segja. 7 “Okkur hefir stundum dottið í hug að ungfrú Beauphamp muni hafa fengið sér stöðu erlendis, eða hjá fjölskyldu, sem hún hefir farið með til út- ianda”, sagði frú West. “pað sem þér segið, lafði Jana, gerir það sennilegra nú en nokkru sinni áður”. Jana íhugaði þetta. pað var áreiðanlega hin sennilegastaráðning gátunnar. “Já”, sagði hún hátt, “eg held þér hafið rétt fyrir yður. pað er mjög sennilegt að hún sé erlendis, í fjarlægum bæ á meginlandinu. Eg er yður þakklát fyrir að hafa gefið mér slíka bendingu”, bætti hun við, stóð upp og lagði nafnspjald sitt á borðið. “Ef þér fáið nákvæmari fregnir um hana, hve lítilfjörlegar sem þær kunna að verða, eruð þér máske svo góðar að tilkynna mér þær”. Frú West lofaði því, og Jana gekk út að vagn- inum í þungu skapi. petta voru mjög ánægjuleg- ar fregnir að fytja7lávarði Oakbum. Annar vagn með dúk á ökumannssæti, kórónu ur og þjóna, og fagurt sk.jaldarmerki Oakburns fjölskyldunnar, stóð fyrir framan dymar á Port- land Place þegar Jana ók þangað. pað var vagn lafði Oakbum. Jana gekk inn í forstofuna og heyrði raddir, sem út leit fyrir að væru að rífast, þær ómuðu frá sama herberginu þar sem hún skildi við föður sinn um morguninn. Jarlinn og gamla frænka hans, greifaekkjan, veittu sér þá á- nægju, sem raunar ekki var mjög sjaldgæft, að segja hvort öðru skoðanir sínar. Lucy kom hlaupandi ofan stigann. “Ertu komin heim til að sækja mig, Jana?” Jana laut niður og kysti hana. “puveiztþað, Sóða mín. að mér er óljúft að efna ekki loforð mín,’ 'agði hún, “en eg er hrædd um að eg verði að bregðast mínu loforði við þig í dag. Eg er ekki v um að eg geti farið til jyasafræðishátíðarinn- ar í dag. Eg hefi fengið sl^Pmar fregnir Lucy, og eg veíð að segja pabba frá heirn með eins mikkilli varkarni 0g eg get. En ef egget ekki farið með þig i aag, þa skal eg gera það seinna”. Hverjar eru þessar slæmu fregnir?” spurði Lucy með hreinskilinni forvitni, eins og bömum er titt. Eg get ekki sagt þér það núna ,Lucy. Farðu a tur til ungfrú Lethwait. Hve lengi hefir Oak- bum frænka verið hér?” er búin að vera lengi”, svaraði I Hun er að þræta við pabba um Clarice”. „ Um Clarice”, endurtók Jana ósjálf Hvað þræta þau um henni viðvíkjandi?” “Eg var í herberginu hjá pabba og un Lethwait, þegar Oakbum frænka kom —” Hvað kom þér og ungfrú Lethwait til að þangað?” greip Jana fram í spyrjandi. “Við fórum þangað inn til að vitja um drættina; við vissum ekki að pabbi var þai hann tafði okkur með því að tala við okkur, S kom lafði Oakbum inn. Jana, hún leit svo gremju lega til pabba, og hún sagði hvorki ‘góðan morgun’ við hann, né ‘hvemig líður þér’ eða neitt slíkt; en hún spurði hann hvort hann skammaðist sín ekki fyrir það, að láta Clarice halda áfram að kenna börnum; svo fóru þau að rífast og ungfrú Leth- wait fór út með mig”. “pað er undarlegt að þau skyldu bæði alt í einu vilja fá Clarice heim, þegar við getum ekki fundið hana”, hugsaði Jana. Hún sagði Lucy að fara upp í kenslustofuna og fór svo sjálf inn í samkomusalinn. Lávarður Oakburn stóð á miðju gólfi og tunga hans og prik- ið sungu tvísöng, og greifaekkjan — með svarta hattinn, sjalið hafði hún lagt á stól, sem stóð hjá henni, og með blóðrjóðar 'kinnar — talaði jafn reiðilega og enn þá hærra en jarlinn. pau voru nú í þessu augnabliki að rífast um hvort rétt eða rangt væri að leigja öðrum Chesney Oaks, sem loksins var búið að leigja Sir James Marden. Koma^Jönu hindraði þrætuna. Jarlinn lækk- aði rödd sína, og greifaekkjan lagaði hattinn á höfði sínu. pessar þrætur voru svo algengar á milli þessara persóna, að hvorug þeirra voru eftir á hið minsta reiðar, eða mundu jafnvel ekki hvað það var, sem var orsök til hinna mörgu fagurmæla er þau heiðruðu hvort annað með. “Nú, hvar er hún þá?” sagði jarlinn við Jönu. Jana vissi ofurvel við hverja hann átti. Nær- vera greifaekkjunnar gerði starf hennar enn erf- iðara; en hún þorði ekki að eyða tímanum fyrir föður sínum eða dylja þá staðreynd að Clarice var ekki mögulegt aá finna. Hún svaraði nú samt ekki strax og jarlinn tók aftur til máls. “Komst þú með hana núna?” “Nei, pabbi, eg —” “pá skal eg nota aðstoð laganna gegn því fólki”, þrumaði jarlinn, og barði prikinu sínu all- hart á gólfið. “Hér er nú frænka þín komin með sínar skipanir viðvíkjandi Clarice”, — hann veif- aði prikinu sínu ilskulega í áttina til gömlu, reiðu konunnar. “Eins og eg kunni ekki að stjórna mín- um málefnum eins vel og nokkur annar/. “Nei, það gerir þú ekki, Oakburn. pú getur það ekki!” “Eins og eg geti ekki stjórnað þeim eins og mér þóknast án tillits til afskifta annara”, sagði jarlinn fokvondur. “Hún er dóttir mín, lafði, en ekki þín”. “Hvers vegna komstu þá ekki í veg fyrir að hún yfirgæfi heimilið? Hrvers vegna lagðir þú hana ekki í bönd?” svaraði greifaekkjan og kink- aði kolli að mótstöðumanni sínum. “Eg hefði gert það, og það hefi eg sagt þér tíu sinnum. Hvað segir Clarice sjálf ?” bætti hún við og sneri sér að Jönu. “Hvers vegna kemur hún ekki heim ótil- kvödd og án þess að boð séu gjörð eftir herini? Hún hefir Chesney geðslagið og það er þverúðugt, já, það er það raunar”. “Frænka”, sagði Jana lágt, — “pabbi’j, sagði hún svo, þar eð hún vissi naumast að hverju þeirra hún átti að snúa séi', eða hvernig hún átti að skýra frá sögu sinni, “mér þykir leitt að verða að segja það, að eg get ekki fundið Clarice. Hún — eg —” pau gripu bæði fram í fyrir Jönu á sama augnablikinu og sneru reiði sinni að henni. Hvað meinti hún með því að ‘finna ekki’ Clarice, þar eð hún hafði alt af sagt að hún vissi hvar hún væri? Vesalings Jana varð að skýra frá því, að hún hefði haldið að hún vissi hvar Clarice var; en að Clarice væri nú horfin þaðan í júní í fyrra. Smátt og smátt toguðu þau alla söguna út úr Jönu í smástykkjum; gátan hvers vegna Clarice hefði svo skyndilega yfirgefið frú West — því það var sannarleg gáta — og hvers vegna að síðan hefðí ekkert heyrst um hana. Að lýsa hræðslu jarlins er enginn hægðarleik- ur. pegar hann að lokum skildi það, að Clarice var týnd — týnd, að svo miklu leyti að séð varð á þessari stundu — brauzt ilzkan út úr honum á mjög einkenniegan hátt. Hann þaut aftur og fram um gólfið og stappaði niður fótunum í meira lagi hörkulega, hann ásakaði syndaselinn Pompay, sem ekki hafði hið minsta að gera með þetta, en sem kom inn í herbergið til að segja frá því að morgun- verður væri^ á borð borinn; hann ásakaði lafði Oakburn; hann ásakaði Jör.u. í þetta skifti, í fyrsta sinni, léi, greifaekkjan hann ausa úr sér fúkyrðum án þess að svara honum; herini var ant um velferð Clarice, og fregnin sem Jana skýrði frá um hana, olli henni skelfingu. Morgunverð! Nei, þau voru í ofmiklum vandræðum, hrifin af ofmik- illi sorg til þess, að geta neytt morgunverðar. “Eg hefi dregið mig í hlé eins lengi og eg gat” hrópaði greifaekkjan, um leið og hún fleygði hatt- böndunum sínum aftur á bakið og leit ásakandi augum á lávarð Oakburn. “Á hverjum mánudags morgni, síðan þið komuð til London, hefi eg sagt við sjálfa mig: “hann fær hana neim til sín 1 þess- ari viku; en vikan leið, hver á fætur annari, og hún kom ekki — þú, Oakbum! Og eg sagði við siálfa mig, þegar eg settist við teborðið í dag, að eg skyldi fara til hans og spyrja hvað hann hugs- aði um sjálan sig. Og nú er eg kominn. Nú Oak- burn!” Vesalings Jana, sem var al^s ekki fær um að tempra æsinguna í þessum persónum, föður sínum og frænku, mundi eftir því að lafði Oakburn hefði verið eins fús til þess og jarlinn, að láta Clarice sigla sinn eigin sjó þangað til hún kæmi viti fyrir sig sjálf. Mig langar til að ná í Clarice”, sagði greifa- ekkjan, meðan jarlinn gekk fram og aftur um her- bergið, veifandi prikinu sínu. “Eg fer til Sviss- lands í næsta mánuði, og eg skal taka hana með mér ef hún hegðar sér vel og sýnir hreinskilna iðrun yfir því sem hún hefir gert. Hvað það snertii, að þú getir ekki fundið hana, Jana, þá hlýtur það að vera rugl; þú hefir aldrei dugað til neins”. “Kæra frænka, tilfellið er það”, svaraði Jana hnuggin og lágt, “að þú skilur ekki þetta í heild sinni. Eg skyldi ekki hugsa svo mikið um það, þó að Clariee hafi ekki komið til frú West eða gert vart við sig síðan hún yfirgaf þá fjölskyldu, ef hún hefði sótt eða gert boð eftir bréfunum mínum eins og hún var vön; það er það sem mér finst svo undarlegt. pau þrjú bréf, sem eg hefi skrifað henni síðan á jólum, voru enn hjá bóksalanum; tvö þeirra tók eg aftur til mín, en eitt lét eg bíða, ef það skyldi koma fyrir að hún vitjaði þeirra enn þá einu sinni”. “Hvað hefir orsakað það að hún lét bréfin liggja þarna án þess að vitja þeirra?” hrópaði greifaekkjan. “pað er það, sem eg skil ekki. pað er það, sem — eg veit ekki hvernig -— hefir ollað mér hræðslu”. Lafði Oakburn greip fram í með óþolinmæði. “Eg skil það alls ekki Jana. Máske þú viljir byrja á byrjuninni og fræða mig dálítið”. “Hvaða byrjun?” spurði Jana, sem var í ó- ' vissu um hvernig hún ætti að skilja orðin. “Hvaða byrjun”, endurtók gamla konan gröm í skapi. “Auðvitað byrjunina á öllu, þegar Clarice hætt við fyrstu þrætuna — um Clarice — en höfðu rifist um fullan tug af öðrum misklíðarmálum; á fór fyrst að heiman. Eg veit ekkert um hinar sérstöku kringumstæður og hefi aldrei vitað neitt um þær. Hvað hefir þú skrifað henni, og hvaða svar hefir þú fengið ? Hvar faldi hún sig, og hvað sagði hún þér? Byrjaðu með byrjuninni”. “f næsta mánuði, júlí, eru tvö ár síðan Clarice yfirgaf okkur”, byrjaði Jana að segja sögu sína. hlýðin eins og hún var vön áð vera. “Einhvern- tíma í næsta mánuði, ágúst, fekk eg fyrsta bréfið frá henni, og í því sagði hún mér, að hún hefði fengið stöðu í nánd við Hyde Park, og að hún ætlaði” — Jana hikaði og hugsaði sig um, en svo bætti hún við — “að efna loforð sitt”. “Loforð sitt! Hvaða loforð ?” “Hún lofaði því, áður en húnYór að heiman, að líún skyldi engum segja frá því, hverrar ættar hún væri”. “Ó”, sagði greifaekkjan. “pað hefir hún ef- laust gert í bræði sinni”. “Já. Hún sagði að hún vonaði að vistin reynd ist viðfeldin, og að eg gæti, ef eg vildi skrifa henni skrifað utan á bréfin: “ungfrú Chesney” og senda þau til bóksala í nágrenninu, þar sem hún skyldi vitja þeirra, en hún gat þess aftur að enginn vissi um sitt rétta nafn. Eg skrifaði henni þrjú eða fleiri bréf þetta ár, og hún svaraði þeim. Hún mintist aldrei á það, að hún væri ekki í sömu -vist- inni, og eg áleit að hún væri það; sumarveðráttan var þá byrjuð-------” “Haltu áfram sögunni, Jana. Hvað kemur sumarveðráttan henni við? sagði gamla konan reiðiþrungin. Og lávarður Oakburn var hættur að ganga um gólf til þess að hlusta á söguna. “pað sumar — eg held það hafi verið í júni — fékk eg aftur bréf frá Clarice; hún sagði mér í því að eg skyldi ekki skrifa, fyr en eg hefði fengið bréf frá sér aftur, þar eð hún flytti máske eða færi nið- ur að sjónum. Eg áleit auðvitað að fjölskyldan tæki hana með sér. petta var, eins og við sjáum, sami mánuðurinn sem hún yfirgaf West fjölskyld- una, að því er frú West segir. Eg vissi ekkert um hana eftir þetta fyr en á þessu ári í janúarmán- uði, þegar hún skrifaði okkur til að óska okkur gleðilegs nýárs, siður sem hún hafði lært á Frakk- landi, og þetta bréf var sent áfram til South Wen- nock frá hinu gamla heimili okkar í Plymouth. Eg-------” Hikarðu við’’, sagði greifaekkjan. “Hvað sagði hún^ í þessu bréfi um sjálfa sig og sínar hreyfingar?” “í raun réttri ekkert. Hún mintist ekki einu orði á ferðina til sjávarstrandarinnar, eða hvort hún var komin til baka aftur til London, eða neitt um það. Hún lét mig þegjandi komast að þeirri niðurstöðu — sem eg í rauninni gerði líka — að hún væri enn þá hjá sömu fjölskyldu. Póststimpill bréfsins var frá London. Hún sagði að sér liði vel og væri ánægð og spurði eftir okkur öllum, og það var stutt skýring í bi'éfinu, sem eg man vel eftir: ‘Eg hefi efnt loforð riiitt’. Eg sýndi föður mínum bréfið og hann — — “bannaði þér að svara því”, bætti jarlinn við; því Jana þagnaði um stund. Og gamla greifa- ekkjan kinkaði kolli sarriþykkjandi — eins og hún líka hefði bannað það. ^ “pessu bréfi var því ekki svarað”, sagði Jana aftur. “En í marz hafði — hafði — komið fyrir viðburður, sem gerði mig kvíðaridi um Clarice, svo að eg skrifaði henni. Satt rið segja, mig dreymdi draum, sem að mjög miklu leyti-------” “Eg veit hve heimska þú hlýtur að álíta mig, frænka. En það var voðalegur draumur. Hann virtist benda á eitthvað ilt fyrir Clarice og vera fyrirboði dauðá hennar. Eg er hjátrúarfull við- víkjandi draumum; eg get ekki gert að því, og hann hafði mikil áhrif á mig. Eg skrifaði Clarice eftir að mig dreymdi þenna draum, og bað hana að segja mér eitthvað um sjálfa sig. Eg sagði henni að við værum farin frá Plymouth, og sendi henni áritun okkar í South W’’ennock. Ekkert svar og eg skrifaði aftur. Eg skrifaði í þriðja sinn og fékk enn þá ekkert svar. -En, þetta gerði mig ekki hnuggna, eg hélt að eins að Clarice hefði reiðst, af því eg svaraði ekki nýársbréfinu hennar, og að nú væri hún að hegna mér með því,- að skrifa mér •ekki. f dag þegar eg kom til bóksalans, fann eg þessi þrjú bréf liggjandi þar enn þá; ökkert þeirra hafði Clarice vitjað um”. “Og fjölskyldan sem hún var hjá, segir, að Clarice hafi farið frá þeim í júnímánuði í fyrra, og hún veit ekkert hvert hún hefir farið né hvar hún er?” endurtók jarlinn, en gamla greifaekkjan starði vandræðalega út í bláinn. “pessi fjölskylda eða frú West, veit ekki hið minsta um hana, pabbi, né hreyfingar hennar, síðan hún fór frá þeim”. “Hvernig stendur á því, það er þó heilt ár síðan”. “Já, það er liðið ár síðan” pau þrjú stóðu nú þögul og horfðu hvort á annað; ólýsanleg skelfing ^ smaug inn í huga þeirra, þegar ómurinn af samtal- inu hætti. Areiðanlegustu Eldspíturnar í heimi og urn leið þær ódýrustu eru EDDY’S “SILENT 506” ÁREIÐANLEGAR af því að þær eru svo búnar til að eldspítan slokknar strax og slökt er á henni. ODYRAYTAR af því þœr eru betri og fullkomnari en aðrar eldspítur á markaðinum. Stríðstíma sparnaður og eigin samvizka þín mælir með því að þú kaupir EDDYS ELDSPÍTUR L. == ■: —— ■■ . . ■■ =g IjOÐSKINN Bœndur, Veiðiiiicnnn og Versiunarmeim I.OBSKINN A. & E. PIERCE & CO. (Síestu skinnakaupmenn í Cani'tia) 213 PACIFIC AVENCIG..........WINNIPEG, .MAN. Ila'sta verð borgað fyrir Gærur Húðir, Seneca ræíur. SENDIÐ OSS SKINNAVÖKC YÐAK. Þegar Þýzkalandskeisari kom til Jerúsalem. Þegar tennurnar ónáða yður pegar pýzkalauds keisari hélt innreið sína í Jerúsalem fyrir 19 árum síðan, eða 20 október 1898 var óvanalega mikið um dýrðir. pýzkur lúðraflokkur spilaði og á hverri stöng blakti hinn þýzki fáni, þegar Hans Hátign reið inn í borgina, á hesti, sem búinn var líkt og þeir hestar er heldri menn riðu í pílagrímsförum sínum til foma. Mr. Spencer Leigh Hughes, sem þá var fréttaritari, en nú er þingmaður í brezka þinginu og var viðstaddur segir svo frá: pað var þegar klukkuna vant- aði 15 mínútur í þrjú, á laugar- daginn þann 29. október 1898 að þessi einkennilegi pílagrímur kom til borgarinnar helgu, her- klæddur frá hvirfli til ylja, um- kringdur fylking sinna eigin ridd ara, en ríðandi varðmenn Tyrk- neskir ruddu úr vegi þeim borg- urum sem of nærgöngulir þóttu. Sumir segja að keisarinn hafi riðið inn um Damaskus-hliðið, en það er ekki satt. pví til þess að- þóknast sínum konunglega og háæruverðuga gesti þá höfðu Tyrkir rofið hlið á hinn foma borgarmúr til þess að Hans Há- tign þyrfti ekki að fara á sig krók, heldur gæti haldið beint inn í borgina. — Svívirðilegt at- hæfi, sem máske hefir þó átt við “Kulture” Hans Hátignar. Ef til vill heldur fólk að það sem eg nú segi um atburð þennan, sem skeði 1898, sé að meira eða minna leiti litað af óvildarhug. pví er þó ekki þannig farið; um þennan atburð skrifaði eg þá og var að leita í huga mínum að einhverju til þess að bera keisarann sam- an við til betri skýringar, en það eina, sem nokkuð komst nálægt var “Bamum”. En fylgisveit hans, ‘sem í voru þýzkir liðsfor- ingjar, tyrkneskir Pashar og aragrúi af smærri embættis- mönnum, sem af náð höfðu feng- ið að fylgjast með, var eg satt að segjaj standandi vandræðum að finna nokkurn skapaðan hlut því til samlíkingar, nema ef vera skyldi þegar Nói steig úr örk- inni forðum daga með fylgiliði sínu. Keisarinn var búinn eins og pílagrímarnir til foma. Hann hafði hjálm á höfði, með silki skykkju yfir sér. Hann sýndist vera í guðrækilegum hugleiðing- um, talaði ekki orð frá munni, gaf að eins bendingar um það sem hann vildi að framkvæmt væri. Hann tók kveðjum fólks- ins og smjaðurlegum hneiging- um höfðingjanna, með því að snerta hjálminn með hendinni að hermanna sið, og öíl var fram- koma hans hrokafull og líkari því að hann stæði þar sem sigur- vegari, með sverð í hendi, held- ur en réttur og sléttur farþegi og ferðamaður, undir umsjón þeirra herra Thomas Cook and Sons. pað sem mér þótti einkenni- legast við komu keisarans til Jerúsamem var það hve fárán- lega hann bar sig til. Svo bar mikið á þessu að maður freist- aðist til þess að halda að hann væri ekki með réttu ráði. Lýs- ingin hér að framan, á komu hans til borgarinnar, og eins það sem á eftir fór, gefa fulla ástæðu til þess að halda að á jafnvægi mannsins vanti mikið. Svo vildi til að það var nýbúið að byggja þýzka prótistanta kirkju í bæn- um, og var hún vígð á meðan Hans Hátign stóð við, og var -honum náttúrlega boðið að vera við þá athöfn, og halda aðalræð- una. Daginn sem sú athöfn fór fram streymdi múgur og marg- menni að kirk.iunni, og hún varð meira en full; þegar alt var til- búið, þá kemur herrann með varðsveit með sér, voru það þeir allra stærstu og digrustu menn, sem til voru í sveit keisarans. Hertygaðir voru þeir allir frá þá œttuð þér að ijá Dr. Tannpínu útrýmt með beztu hugsanlegri aðferð Skoðun og áætlaður kostnaður er ÓÍCEYPIS Dr.C.G.Jelfrey ,.Hinn gœtni tannlæknir“ Horni Logan og Main Sí. WINNIPEU Inngangur á Logan Ave. Í.M.M hvirfli til ylja, þeir gengu inn eftir kirkjugólfinu og staðnæmd ust frammi fyrir altarinu. Keis- arinn, í öllum hertigjum, steig í stólinn og hélt ræðu, sem eg ekki skildi, því eg er Englend- ingur, og því miður skil ekki þýzku, en líkari þótti mér raust hans herforingja sem skipanir gefur, heldur en raust hirðisins sem boðar þreyttum vegfaranda frið og hvíld. pegar úti var og við gengum í burt frá kirkjunni, varð eg sam ferða þýzkum foringja, sem við víxluathöfnina hafði verið, hann kunni vel ensku og þekti til á Englandi. Honum fórust orð á þessa leið: “Eg veit að þið hend- ið gaman aft keisara vorum á Englandi”. Eg svaraði: “Svo ó- kurteisir erurii við ekki”. Hann ■svanaði með þykkju: “Mér er kunnugt um það, eg les “Punch” og bætti svo við, “hvað annars svo sem þið segið um hann, þá er eitt víst, og það er, að enginn fayandsali í heimi er slíkur sem hann”. Síðar í viðtali við ritstjóra “The Pall Mall Gazette”, bætir Mr. Leigh Hughes við endur- minningarnar um þennan fræga viðburð. f sambandi við ræðu keisarans í Jerúsalem, þá verð eg að segja það, að hann prédik- aði víst með öllu því afli, sem hann átti yfir að ráða, og barst mikið á. En eins og eg hefi áður sagt þá skil eg ekki þýzku, svo eg gat ekki með neinni vissu vit- að hvað hann var að segja, en eitt orð skildi eg og það var amen, sem mér þótti vænt um að heyra, því þá vissi eg að hann var búinn með ræðuna, og keisaranum til heiðurs skal það sagt, að hann lét ekki taka nein samskot. Síðar hlustaði eg á keisarann flytja ræðu í Damaskus. í þeirri ræðu hafið hann verið að segja Tyrkjum frá því að þeir væru sínir elztu sambandsmenn, og að hann vonaðist eftir að allir Múha meðstrúarmenn í víðri veröld gptu litið. upp til sín, sem verrid- ara. En mér fanst ólíklegt að sú von mundi rætast, þar sem eins og kunnugt er margar milj- ónir af Múhamedátrúarmönnum eru brezkir borgarar. Whaleys blóðbyggjandi lyf Vorit? er komiÖ; um þaö Ieyti er altaf áriöandi aö vernda og styrkja likatnann svo hann geti staöiö gegn sjúkdómum. Þaö veröur bezt gert meö því aö byggja upp blóöiö. Whaleys blóöbyggjandi meöal gerir þaö. Whaleys lyfjabúð Hornl Sarjrent Ave. og Agnes St.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.