Lögberg - 04.07.1918, Qupperneq 5
5
U>GBERG, FIMTUDAv.INN 4. JÚLÍ 1918
með etakri iðni og sparsemi.
pessar eignir voru $866 í pen-
ingum og tólf bæjarlóðir á Fleet
Ave. í Winnipeg skuldlausar.
J?essi fasteign var mikils virði,
en eins og nú standa sakir þá er
mjög erfitt að koma slíkum
eignum í peninga. En skömmu
seinna bauðst nefndinni til kaups
Lakeveiw gistihúsið á Gimli,
vönduð steinsteypu bygging sem
líkleg var til þess að bæta úr
þörfum stofnunarinnar. Niður-
staðan varð sú að nefndin keypti
þessa eign og gaf fyrir hana átta
bæjarlóðir á Fleet Ave. og borg-
aði áfallinn skatt á eiginni, sem
var um $2000. Fjórar lóðir á því
heimilið enn þá á horninu á Fleet
og Wentworth strætum. þær
átta lóðir, sem nefndin afsalaði
sér voru virtar á $3,500. Að þessi
kaup tókust er mikið að þakka
J. G. Christie fyrrum elganda
Lakeveiw gistihússins. Fyrir
framkomu sína í þessu máli á
hann stórar þakkir skilið.
Til þess að gjöra hina ný-
keyptu byggingu þannig úr garði
að viðunanleg væri, þurfti hún
mikillar aðgjörðar. Nýja hitun-
arvél varð að kaupa og raflýsing
var álitin nauðsynleg. Með öll-
um kostnaði töldum hefir hin
nýja býgging kostað $9,065 og er
það eflaust meira en helmingi
minna en hvað slík bygging
mundi kosta, ef hún væri bygð
á þessum tíma.
Eins og fyr þá hefði nefndin
eflaust kosið fremur að geta
bygt nýja byggingu, sem í alla
staði hefði fullnæt þurfum vor-
um. En 'það var ekki mögulegt,
og úr því, sem nú var að ráða
finst nefndinni að vel hafi til-
tekist. Hin nýkeypta bygging
er vönduð og varanleg og rúmar
40 vistmenn, án þess tilfinnanleg
þrengsli eigi sér stað. Nu er hún
þó alskipuð og enn bíða nokkrir
sem æskt afa inngöngu. prátt
fyrir það vill nefndin ekki ráða
til að stofnunin sé stækkuð að
sinni. Starfsrækslukostnaður
er tilfinnanlega mikill, þrátt fyr-
ir framúrskarandi ráðdeild
þeirra sem aðallega veita heimil-
inu forstöðu. Mestu þörfinni er
nú bætt úr og þar ætlum við að
láta staðar nema í það minsta
um stund.
pað er næst að minnast á hið
ógleymanlega starf O. A. Egg-
ertssonar í þarfir heimilisins.
Með samkomum sínum víðsveg-
ar um bygðir vorar aflaði hann
ekki að eins stór f jár stofnuninni
til handa, heldur líka auglýsti
hann fyrirtækið á meðal alls
fólks vors. Ágóðinn af samkom-
um hans varð $2,508, og var það
nóg til þess að koma fjárhag
stofnunarinnar í viðunanlegt
horf. petta verk, sem hann vann
endurgjadslaust að eins með því
augnamiði að gjöra góðverk sér-
staklega til minmngar um fram-
liðna ástkæra eigðinkonu, er svo
mikið og göfugt að slíkt hefir
aldrei fyr verið unnið á meðal
okkar Vestur-fslendinga. Slíkt
verk er ekki hægt að þakka eða
jafnvel viðurkenna eins og það á
skilið.
önnur tekjugrein á síðastliðnu
ári, var hinn svo kallaði “Sól-
skinssjóður”, sem Dr. Sig. Júl.
Jóhannesson stofnaði. Hug-
myndin var sérlega fögur
og bar mjög mikinn ávöxt.
Upphæð sú sem þannig safnaðist
Varð $1,017. peir sem þar áttu
hlut að máli eiga innilega þakkir
skilið.
pví miður hefir ekki verið
mögulegt að gjöra neinar ráð-
stafanir viðvíkjandi hinnl upp-
runalegu eign heimilisins, sem
nú stendur ónotuð. Samt vonar
nefndin að eitthvað verði mögu-
legt að gjöra við þá eign, svo að
það fé sem í henni liggur verði
ekki algjört tap. En þótt svo
færi bæta kjörkaup á hinni nýju
eign þann skaða fyllilega.
Forstöðukonur heimilinsins
eru þær sömu sem verið hafa
og hefir verk þeirra verið unnið
af sömu dygð og kærleika og fyr.
Meira er ekki hægt að segja þeim
og þeirra starfi til hróss, því all-
ir sem eru þeim og þeirra erfiða
starfi kunnugir vita ihvað fyrir-
tækið á þeim mikið að þakka. Nú
hefir nefndir verið svo heppinn
að fá O. W. Olafsson sem ráðs-
mann fyrir heimilið. Heppilegri
mann til þess starfa 'hefði verið
ómögulegt að fá, og nýtur hann
hjá öllum hinna sömu vinsælda
og forstöðukonurnar. pað er sér-
stakt lán fyrir fyrirtækið að
hafa fengið annað eins fólk til
þess að sjá um starfrækslu fyr-
irtækisins.
Samkvæmt ráðstöfun siðasta
kirkjuþings hefir nú stofnunin
verið löggilt undir lögum Mani-
toba fylkis.
Fjárframlög almennings, fyrir
utan fé það sem Olafur Eggerts-
son safnaði, hafa verið rílegri
en nokkru sinni fyr. Fyrír hinar
mörgu gjafir úr öllum áttum
vill nefndin þakka. pessir hafa
gefið stofnuninni sérstakar gjaf-
ir, sem einnig ber að þakka. Ein
slík gjöf frá J. A. Banfield hús-
gagnasala, fyrir frammistöðu S.
W. Melsted var afsláttur af hús-
búnaði sem nam á annað hudrað
dollara, vill nefndin minnast
þessa með þakklæti. Sérstaklega
vill nefndin líka þakka hinum
ýmsu kvennfélög, sem svo ríf-
lega hafa gefið til heimilisins.
Eins og skýrsla féhirðis ber
með sér, þá má segja að fjár-
hagur heimilisins standi mæta
vel. prátt fyrir það mega menn
ekki gleyma að margt væri hægt
að gjöra til þess að heimilið yrði
enn ánægjulegra, ef fjárhagur
leyfði. Einnig má minna á það,
að í þeirri dýrtíð sem nú á sér
stað verður starfsrækslukostn-
aður tilfinnanlega mikill, meir
en nokkru sinni fyr.4 En þar sem
stofnunin er nú svo að segja
skuldlaus og væntanlegur til-
kostnaður til bygginga og um-
bóta í nálægri framtíð lítill, þá
má segja að þetta fyrirtæki sé
nú komið á fastan fót. Menn
mega samt ekki þreytast á að
gjöra vel, því þá getur alt á stutt
um tíma breyst. En yfirleitt
hefir fólk séð að hér var þarf-
legt verk verið að vinna og mun
styrkja það eftir föngum hér
eftir sem hingað til.
Vert er að minna menn á hve
fagurt það er að ánefna þessari
stofnun eitthvað í erfðaskrám
sínum. Nefndin veit nú þegar
um nokkrar slíkar ráðstafanir
fyrir utan það, sem þegar hefir
komið fram. Ef slíkt yrði títt á
meðal fólks vors hjálpar það
stór mikið til þess að tryggja
framtíð stofnunarinnar.
Heil'brigði á heimilinu hefir
mátt heita góð. Fjórir vlsta-
menn hafa samt dáið á árinu.
Margir vistamanna eru mjög
lasburða og fer heilsa og kraftar
hnignandi með hverju ári. Af
40 sem nú eru þar heimilisfastir
eru 16 meira en 80 ára að aldri.
Nefndin hefir engar sérstkar
tillögur fram að bera. Að eins
vonar hún að þetta starf kirkju-
félagsins megi verðskulda þá al-
menpu hylli og vinsældir, sem
það sýnist nú þegar hafa hlotið”.
Á laugardaginn, sem þingið
stóð yfir, eftir miðjan dag, tóku
allir þingmenn, prestar og fjöldi
af kirkjuþings gestum sér far
með C. P. R. jámbrautinni norð-
ur til Gimli, til þess að sjá hið
nýja og veglega heimili, og
heilsa upp á gamla fólkið. Eftir
að allir voru komnir norður eftir
fór fram stutt guðsþjónusta á
heimilinu. Dr. Brandson, for-
maður nefndarinnar, sem veitir
því forstöðu og myndarlega hef-
ir staðið- fyrir því máli, hélt
stutta ræðu, og afhenti kirkjufé-
laginu formlega þetta hús. Var
húsið svo vígt af forseta Kirkju-
félagsins, séra Birni B. Jóns-
syni, að þeirri athöfn lokinni
voru bornar fram veitingar af
rausn mikilli og voru þær þakk-
samlega þegnar af meira en 100
gestum. Og eftir að hafa skoð-
að heimilið í krók og kring, og
spjallað við gamla fólkið um
stund, var farið með eimlestinni
aftur til Winnipeg kl. 7:40 um
kveldið.
Eins og starfsskrá kirkju-
þingsins ber með sér voru ýms
önnur mál tekin til meðferðar á
þinginu. Eitt af þeim er alveg
nýtt mál, og stendur í beinu
sambandi við heimófriðinn mikla
og sem á starfsskránni er nefnt
Stríðsstarfsemi lút. kirkjunnar.
Á það mál hefir áður verið minst
hér í blaðinu, út af félagsmynd-
un þeirri hinni nýju er forseti
kirkjufélagsins tók nýlega þátt
í, í Ottawa. Verksviðið sem þar
liggur fram undan kirkju vorri,
er afar-víðtækt og þýðingarmik-
ið og sem hún ihvorki getur, né
á að skéra sig undan að gegna.
Tillaga sú sem þingið samþykti
í þessu máli /hljóðar svo:
“Nefndin leggur til:
1. Að kirkjuþingið samþykki
að Kirkjufélagið taki þátt í hinni
lofsverðu starfsemi lútersku
kirkjunnar í Canada og Banda-
ríkjunum í þarfir hermanna,
sem rekin er af Canadian Luth-
eran Commission for Soldiers and
Sailors Welfare og National
Lutheran Commission for Sol-
diers and Sailors Welfare, og
lætur í ljósi ánægju sína yfir því
að forseti Kirkjufélagsins var
kjörinn formaður hins canadiska
félags.
2. Að þingið skori á kirkju-
þingsmenn, presta og söfnuði
Kirkjufélagsins að styðja þessa
starfsemi af róði og dáð, og láta
ekkert ógert til að styðja starf
félaga þessara fjárhagslega eða
á annan hátt.
3. Að þingið láti í ljósi þá ein-
dregna ósk að íslenzkir menn
gætu fengist til að starfa í þarfir
þessara félaga, svo með því móti
gætum við sem bezt trygt eftirlit
með hag og velferð vorra ís-
lenzku hermanna.
4. Að kirkjuþingsmenn frá
söfnuðum kirkjufél. í Bandaríkj-
unum og söfnuðir félagslns þar,
séu ihvattir til að ljá lið sitt The
Lutheran Brotherhood Move-
ment, sem svo mikinn þátt á í
stríðsstarfsemi lútersku kirkj-
unnar í Bandaríkjunum ogstarf-
ar í sambandi við National Luth-
eran Commission for Soldiers
and Sailors Welfare. Geta ein-
stakir lúterskir menn eða félög
þeirra gengið inn í þenna félags-
skap og er ársgjald einstaklinga
einn dollar. Er það eini félags-
skapurlútersku kirkjunnar, sem
stjórn Bandaríkjanna leyfir að
koma' upp byggingum til kristi-
legs starfs innan herbúðanna, og
því fleiri meðlimi sem það félag
hefir, þeim mun víðar mun
stjómin leyfa því að starfa, og
þeim mun meiri verður geta þess
Nú er verið að vinna að því, að
þessu félagi bætist að minsta
kosti 100,000 nýjir meðlimir
fyrir fyrsta júlí næstkomandi.
prír fyrirlestrar voru fluttir á
þessu kirkjuþingi. Sá fyrsti af
séra Fr. Hallgrímssyni og nefnd-
ist “Kenningin um eilífa glötun”
annar af séra K. K. Olafssyni
“Stríðið og kirkjan” og sá þriðji
um “Sakramentin”, sem séra H.
J. Leo flutti, var sá fyrirlestur
inngangur að almennum umræð-
um, sem fram áttu að fara um
það efni. En í þeim tóku ekki
þátt, auk nokkurra af prestum
Kirkjufélagsins og séra Páls
Sigurðssonar, nema tveir leik-
menn og furðum vér oss ekkert á
því.
Siður sá, að sitja til siðu ein-
hvern tíma á kirkjuþingum til
þess að ræða eitthvert þýðingar
mikið alvöru spursmál, er víst
eins gamall og Kirkjufélagið, og
er siður sá góður, ef spursmál
þau eru valin sem menn geta bor-
ið meiningar sínar saman um.
En í þetta sinn virðist oss að val-
ið hafi mishepnast. pessum
leyndardómsfulla hjarta punkti
trúar vorrar er þannig varið,
að hann er fyrir ofan og utan
skilning vor mannanna og frá
því sjónarmiði einu, ómögulegur
til almennrar umræðu, nema ef
vér eigum að fara að fylgja reglu
þeirri sem einn ræðumaðurinn
hélt -fram við þetta tækifæri, en
hún var sú, að það væri ekkert
frumskilyrði fyrir mann, að
skilja mál, til þess að geta talað
um það. Oss finst að undir vana-
legum kringumstæðum sé þessi
regla ekki óyggjandi, en við
þetta tækifæri hefir hún ef til
vill komið sér vel.því vitanlega
skyldu ræðumennimir ekki
minstu vitund í máli því sem
þarna lá til umræðu, sem ekki
var heldur að búast við, það skil-
ur enginn.
f öðru lagi eru íslendingar
dulir í eðli sínu, og fátalaðir,
sérstaklega um það sem þeim er
heilagt, en nú er þetta atriði eins
og kunnugt er dularfylsti helgi-
dómur trúar þeirra, sem þeir
vilja eiga sjálfir og þola ekki að
misboðið sé með því, að menn
sem með engu móti eru til þess
færir, séu að mæla og dæma um
þann helgidóm á opinberum
mannfundum. í þriðja lagi, ef
að þessar almennu umræður á
kirkjuþingum vorum eru ekki til
þess að menn beri meiningar sín-
ar saman um þau mál sem í það
eða það skiftið liggja til umræðu
þá er ekki gott að sjá til hvers
þær eru.
En til þess að það sé hægt,
verður að velja spursmál þau,
sem menn skilja ofurlítið í.
Næsta kirkjuþing verður hald-
ið að Árborg, Man.
Heimspekisprófi hafa nýlega lokiS
hér viö háskólann: Ág. Brynjólfsson
(2. b. eink.j, Ágúst Olgeirsson (1.
eink.), Björn Árnason (T. eink.j,
Eyjólfur Melan (1. eink.ý, Friðr.
Bjarnason fl. eink.), Grétar Ófeigs-
son (1. eink.J, Guöm. Guömundson
fl. ág. eink.J, Hálfdán Helgason fl.
ág. eink.), Jónas Sveinsson (2. b.
eink.J, Lárus Jóhannesson (1. eink.J,
Ragnar ófeigsson (1. ág. eink.),
Haraldur Jónsson (1. eink.), Jónas
Jónasson (2. eink.), Magn. Magnús-
son (2. eink.J, MOrten Ottensen (1.
ág. eink.J, Páll Sigu.ríSsson (2. eink.),
Sigurj. Árnason (1. eink.J, Stein-
grímur Eyfjörö (1. ág. eink.J, Svav-
ar Guömundsson (2. b. eink.), Sv-
Sigurösson (1. eink.), Valtýr Alberts-
son (1. ág. eink.), Vilhj. t>. Gíslason
(2. eink.J.
Sótt um embœtti. Um ísafjaröar-
læknishéraö sækja læknarnir Bjarni
Snæbjörnsson, Guöm. Ásmundsson,
Eiríkur Kjerúlf, Ingólfur Gíslason,
Pétur Thoroddsen, Siguröur H.
Kvaran og Vilmundur Jónsson. Um
Húsavíkurhérað sækja Iæknarnir
Björn Jósefsson, Guöm. Ásmundsson
og Jón Jóhannesson. — Um sýzlu-
mannsembættiö í Norður-Múlasýslu
sækja sýslumennirnir Ari Arnalds og
Bjarni L>. Johnsen. Um sýslu-
mannsembætti Skagafj.sýslu sækja
Bjarni t>. Johnsen sýslumaöur og
lögfræðiskandídatarnir Böövar J.
Bjarkán, Guöm. L. Hannesson, Kr.
Linnet, Páll Jónsson, Siguröur Lýös-
son, Sig. Sigurðsson frá Vigur og
Steindór Gunnlaugsson.
t>eir kaupmennirnir Jón Halldórs-
son, Bankastræti 11, Snæbj. Arnljóts-
son frá Þórshöfn og Þorst. Jónsson
frá Seyöisfiröi hafa myndaö hér
stórkaupaverzlunarfélag undir firma-
nafninu Arnljótsson &• Jónsson.
22. f. m. giftust bér í bænum Páll
J. Ólafsson tannlæknir f'sonur Jóns
sál. Ólafssonar ritstj.) og frk. Jó-
hanna Bjarnason f'dóttir L. H.
Bjarnasonar prófessors). — 18. maí
giftust Teódór Árnason fiðluleikari
og frk. Hansina Þóröardóttir frá
Hóli.
—Lögrétta.
Jón forscti, botnv., kom hingaö úr
Englandsferð sinni 5. þ. m., hafði selt
afla sinn fyrir 5,000 sterlingpund. Á
leiöinni út, er komið var í landsýn,
stöövaði kafbátur skipið meö skot-
hriö, er hann hóf á botnvörpunginn,
alveg fyrirvaralaust, aö þvi er skip-
stjóri hefir skýrt frá. Skipið var
þegar stöövað og skipshöfnin flýtti
sér i skipsbátinn er reru frá skipinu.
nokkur hundr. faömá, en allan tím-
ann á meöan ]ét kafbáturinn skot-
hríöina ganga. En er hann haföi
skotiÖ um 10 skotum, hætti skothríö-
in og kafbáturinn hvarf. Biöu þó
skipverjar í bátnum, enn um hríð,
því þeir höföu séö aö engin kúlan
hitti skipið. Fóru þeir siöan aftur á
fljúga í hug, er v’erða fyrir slíkum
árásum vopnlausir úti á reginhafi.
—Frón.
Smjörlikisverksmiöju er í ráöi aö
koma á fót hér og hefir félag verið
stofnað í því skyni og vélar keyptar.
Formaður félagsins er Jón Krist-
jánsson prófessor, en Gísli Guö-
mundsson gerlafræðingur er ráöu-
nautur þess. Vélarnar eiga aö koma
hingaö i júlimánuði.
Hafnafjaröar botnvörpungarnir
hafa aflað um 400 smálestir af fiski
á vertíðinni hvor fum 450 tunnur af
lifurj. “Víöir” lagði út á ísfiski á
miðvikudaginn, en “Ýmir” heldur
kyrru fyrir. — Vélbátar úr Hafnar-
firöi hafa aflað afbragðs vel, eöa
sem hér segir: Nanna 220 skp.,
Freyja 210, Guörún 207, Sólveig 160,
Úranía 140, ísafold 128, Fálkinn 80,
Venus 70. Síðustu 12 dagana afl-
aöi Nanna (skipstj. Guðm. Sigurðs-
sonj 120 skp. af fiski og er það alveg
einstakt. — Afli þilskipanna í Hafn-
arfirði hefir oröiö þessi: Haraldur
42 þús., Surprise 33 þús., Toyler 29ýa
þús., Acorn 29 þús. —• Þá hefir afl-
inn á róörarbáta Hafnfirðinga ekki
oröið lakari að sinu leyti. Eru nokk-
ur dæmi til þess, að tveir menn á bát
hafi fengið 3,000 króna virði í fiski
yfir vertiðina. Nú eru róðrarbáta>rn-
ir allir hættir, því aö fiskurinn er ó-
seljanlegur vegna saltleysis. Fyrst
var verðið 12 aurar fyrir pundið í
fiskinum með haus og hala, en síðast
12 aurar fyrir hann flattan. Full-
saltaður fiskur var fyrst keyptur á
40 aura pundið en nú á 30 aura.
Siglufjörður átti 100 ára afmæli í
gær og fékk bæjarréttindi í afmælis-
gjöf frá Alþingi.
Francis Hyde kom hingað loks í
nótt og hafði skipstjórann látinn inn-
an borðs. Hann var norskur maður.
Sru nú (> mánuðir §íðan Francis
Hyde lagði af staö héðan.
Úrslit prestskosningarinnar aö
Odda urðu kunn á laugardaginn og
hlaut Erlendur Þórðarson cand. theol.
kosningu og var liann löglega kosinn
með 150 atkvæðum, en Tryggva H.
Kvaran fékk 77 atkv. Prestarnir
þrír, sem sóttu. fengu samtals 17
atkv.
Ungfrú Jóhantia Bjarnason og Páll
Ólafson tannlæknir voru gefin sam-
an í hjónaband nýlega. — Ungfrú
Guðrún Þorsteinsdóttir frá Meiöa
stööum og Magnús Árnason á Nýl.-
götu 11.
—Vísir.
Ctfluttar sjávarafurðir.
Nýútkomin Hagtíöindi flytja
skýrslu um útfluttar sjávarafuröir
árinu 1917, sem mönnum á þessum
tímum mun þykja fróðlegt að at-
huga.
Þaö mun ekki koma neinum á ó-
vart, að útflutningurinn hefir orðið
Copenhagen
Yér ábyrgj-
umst það að
vera algjörlega
hreint, og það
bezta tóbak í
heimi.
Ljúffengt og
endingar gott,
af því það er
búið til úr safa
miklu en mildu
tóbakslaufi.
UNNTOBAK
Á árinu voru fluttar út að eins 12
þúsund 634 smálestir af saltfiski og
hertum fiski. Árið 1916 var útflutn-
ingurinn 21,450 smál., 1915 : 23,690
smál., og 1914 : 21,332 smál. — Af
hálfverkuðum fiski hefir útflutning-
urinn líka verið miklu minni en und-
anfarið, 1,430,050 stykki (T916:
3,258,000, 1915 : 2,128,000).
Allur saltfisksútflutningurinn hef-
r þannig orðið nær því helmingi
minni 1917 en 1915.
Af síld voru fluttar út 89,654
tunnur 1917. Árið 1915 var útflutt
síld 388 þús. tunnur, en 317 þús. 1916.
En “bróðurpartinn” af þeirri síld
hafa\útlendingar auðvitað átt.
Af lýsi, allskonar, hafa flust út
22,705 tunnur áriö 1917 og má það
heita jafnmikiö og árið á undan, en
þar áður v'ar útflutningpirinn tals-
vert meiri ('1915: 35 þús., 1914: 30
þús. tunnur).
Af fóðurmjöli voru fluttar út 73
smál. ('frá Vestmannaeyjum) en 215
áriö á undan og 326 1915. Af á-
burðarefni voru fluttar út tæpar 42
smál., en 572 árið á undan, 1411 árið
1915 og 1783 árið 1914.
Af allskonar sjávarafurðum voru
fluttar út á árinu:
bandamanna á íslandi þær íslenzkar
afurðir, sem ekki eru ætlaðar til
notkunar í landinu sjálfu: fisk, þar
mieð talin síld, lýsi, þorskahrogn,
fiskmjöl, sauðakjöt, ull og gærur, alt
eftir nánari reglum.
Stjórnir bandamanna búast ekki
við, aö þær óski að nota sér kauprétt
sinn á íslenzkri síld, en samþykkja
meö nánari skilyrðum útflutning á alt
að 50 þús. tunnum af sild til Sví-
þjóðar.
Ennfremur samþykkja þær, meö
nánari skilyrðum, útflutning á alt að
1,000 hestum til Danmerkur.
Endurminningar frá
Miklagarði.
Eftir
Henry Morgenthau
fyrv. sendiherra Bandaríkjanna
1913 ....
1915 .... .... 67,230 —
1916 ....
1917 . ... .... 27,125 -
—Vísir.
skipsfjöl og tendruöu elda undir vél- j talsvert minni siðasta ár, en næstu ár
: arkötlunum, sem nærri voru útkuln-
1 aðir, og héldu sem leið lá til ákvörö-
unarstaðar síns, Fleedwood. — Þaö
er annað um að tala en í að komast,
og margt hlýtur þeim mönnum aö
á undan, en þó má gera ráö fvrir
þvi, að fáa hafi grunaö, áð munur-
inn væri eins mikill og hann er. Og
ekki er ósennilegt aö mönnurn verði
starsvnt á eina töluna.
“Brezku samningarnir”.
Samningar þeir, sem stjórn vor
hefir nú gert við bandamenn, Breta,
Frakka, Bandaríkjamenn og It.ali,
um aðflutninga til Islands, eins og
sölu á afurðum þess á þessu ári,
verða ekki birtir almenningi að svo
stöddu aö öðVu lejdi en því sem hér
segir:
Stjórnir bandamanna lofa að greiða
fyrir innflutningi til íslands á nauð
synjavörum. Þær skuldbinda sig til
|>ess að .selja íslenzku stjórninni á-
kveðna tólu smálesta af kornvörum,
steinolíu og bensáni, fyrir ákveðið
verð. Ennfremur skuldbinda banda-
menn sig1 til að selja íslenzku stjórn-
inni ákyeöna tölu smál. af kolum
Englandi og hafa gefið loforð um salt
í Italíu.
íslenzka stjórnin skuldbindur sig
til að láta bjóða fulltrúa stjórna
Frá lslandi.
Afli er góðua, bæði á báta og botn-
vörpunga. Þrír at' botnvörpungunum
hafa nýlega selt afla i FIeetwoo<l.
Njörður fyrir 5,000, Jón forseti fyr-
ir 3,020 og Víðir fvrir 3,300 pund
sterl. Þeir koma nú frá Englandi
hlaönir kolum.
Sextugsafmæli átti Finnur Jónsson
prófessor í Khöfn 29. f. m. og á sá
maöur mikinn heiöur skilinn fyrir
langt og merkilegt starf.
Verzlunarnefndir cru nú skipaðar
af landstjórninni í samræmi við hina
nýju samninga við bandamanna stjórn
irnar. I útflutninganefnd, til þess að
annast sölu á islenzkum afurðum út
úr landinu, eru skipaðir Thor Jensen
framkvæmdarstjóri. Ól. Benjamínsson
kaupmaður og Pétur Jónson alþm. 1
innflutningsnefnd, til þess að annast
framkvæmdir viðvikjandi innflutningi
á vörum, öörum en þeim, sem lands
verzlunin hefir umgerð meö, eru skip
aðir: L. Kaaber konsúll, C. Proppé
kaupm. og Eggert Briem frá Viöey.
form. Búnaöarfélags Islends.
Bildudalskirkja hefir nýlega. fengið
gjöf frá þeim bræörunum og kaup-
mönnunum Hannesi B. Stephensen á
Bíldttdal og Þorði Bjarnasyni íRvík,
fallega og v’andaða altaristöflu, sem
Þór. B. T>orláksson hefir málað.
Hótel Island i Rvík er nýlega selt
kaupmönnunum Jensen-Berg og R. P.
Levi fyrir 185 þús. kr.. aö sögn. En
síðastl. haust var húsið selt fyrir 120
þús. kr. og græddu þeir, sem þá
seldu þaö, 40 þús. kr. á því, Fyrir
örfáum árum var það þó talin mesta
vandræöa eign.
(Framhald). ,
Jafnvel í marzmánuði 1914
íöfðu pjóðverjar náð býsna
góðu tangarhaldi á Tyrklandi.
->iman von Sanders, sem komið
íafði i desember, var orðin nokk-
urskonar yfir-leiðtogi tyrkneska
íersins.
í fyrstu vakti útnefning Sand-
ers ekki neina verulega óánægju
sendinefnd frá pýzkalandi var
comin til Tyrklands til þess að
æfa og koma skipulagi á herinn.
undir forustu von Goltz, og um
sama leyti var þar einnlg flota-
málanefnd frá Englandi, sem
Limpus aðmíráll stóð í broddi
fyrir, er var að reyna að koma
einhverju skipulagi á flotamál
Tyrkja.
pað leið þó eigi á löngu að vér
komumst að raun um, að erindi
von Sanders var nokkuð á annan
veg én hinna mannanna, er eg
þegar hefi nefnt. Jafnvel nokkru
áður en Sandrs kom, hafði sú
fregn borist út, að hann ætti að
takast á hendur forystu I. her-
deildar Tyrkja, og General
Schellendorf væri ráðinn til þess
að stjóma öllum heraum.
pessar útnefningar gáfu það
beinlínis til kynna að pýzkalands
keisari væri orðinn einvaldur í »
Tyrklandi, og væri að miklu ley-ti
búinn að slá eign sinni á herinn.
Sendiherra Breta, Frakka og
Rússa, heimsóttu stórvezírinn og
mótmæltu með allri kurteysi þó,
útnefningu von Sanders. En
tyrknesa ráðaneytið hummaði
það fram, af sér venju sam-
kvæmt, og lét þó tilleiðast að láta
von Sanders hætta að velta for-
stöðu I. hersveitinni, en gerði
hann í þeSs stað að aðal-umsjón-
armanni — Inspector General,
sem vár í rauninni enn þá hærri
virðingarstaða og veitti honum
margfalt meira vald. — Svona
stóðu þá. sakir í janúarmánuði
1914, sjö mánuðum áður en ó-
friðurinn mikji hóíst, að pjóð-
verjar skipuðu Öll æðstu sætin í
hinum tyrkneska her. pýzkur
yfirforingi, þýzkur umsjónar-
máður og þýzkir undirforlngjar,
alt ram þýzkt, og einn af æðstu
mönnum tyrknesku þjóðarlnnar,
Enver Bey hermálaráðgjafi,
hafði beinlínis gerst opinber
málsvari pýzkalands í stóru og
smáu.
Eftir að Wangenheim hafði
komið ár sinni fyrir borð, á jafn
sigursælan hátt og lesendum
vorum nú er Ijóst orðið, fékk
hann leyfi til þes® að létta sér
upp um stundarsakir, og um
sama leyti hafði Giers, sendi-
herra Rússa, einnig fengið frí.
Barónessa von Wangenheim
sagði mér hvað svona löguð frí
þýddu — sjálfur var eg enn að
mestu ófróður, um hina marg-
víslegu leyniþræði, er sendiherra
stöðum fylgja; hún sagði mér
að Pjóðverjar skoðuðu erindi
Sanders lokið — lokið með á-
kveðnum sigri fyrir pjóðverja.
En Rússneski sendiherrans sagði
hún að þýddi það, að viðskiftum
Sanders við Rússa væru enn ekki
útkljáð, og að Rússar vildu eigi
fallast á gjörðir hans né uppá-
stungur.
Eg man að eg skrifaði fjöl-
skyldu minni um þessar mundir
á þá leið að eg hefði lært það í
mínu nýja embætti, ásamt ef til
vildi ýmsu öðru, að þjóðir þær og
fulltrúar þeirra sem afskifti
hefðu mest af málaflækjun-
(Framh. A 7. bls.)