Lögberg - 15.08.1918, Blaðsíða 1

Lögberg - 15.08.1918, Blaðsíða 1
SPIERS-PARNELLBAKING CO. ábyrgjast yður fulla vigt, beztu vörur fyr- ir lœgsta verð sem verið getur. reynið;þai TALSÍMI: Garry 2346 - WINNIPEG Þetta pláss er til sölu Talsímið Garry 416 eða 41T 31. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 15. AGÚST 1918 NUMER 33 Island fullvalda ríki. ---o-- Nýr sáttmáli milli íslands og Dan- merkur. Þjóðaratkvœði í Sept- ember nœstkomandi. Frétt sú liefir borist hingað til álfu, frá Lundúnum 10. þ. m., að Island og Danmörk hafi nýlokið samningum sín á milli, um réttarfarslega afstöðu beggja ríkjanna framvegis. Ríkjasamband jtetta kvað vera persóuusam- band — personal Union, þar sem bæði ríkin séu fullvalda, en lúti einungis sama konungi. — Fregnritarinn segir enn fremur að binir mörgu vinir Jslands fagni því innilega að bin stórfræga sagn-eyja — Hellas Norðurlanda, fái nii loks opinbera fullveldis viðurk'enningu, og geti siglt skip- um sínuin um veraldar höfin undir eigin — íslenzkum fána. — Sambljóða fregnir bárust hingað til borgarinnar á mánudagskveldið í símskeyti frá Halifax, en þangað var þá skip Eimskipafélags íslands, “Lagarf-oss”, nýkominn frá Reykjavík, á leið til New York, og má því bráðlega vænta frekari fregna af máli þessu. FRAKKLAND Þegar blað vort kom út síSast, stóð orustan á svæðnu milli Rheims og Soissons; á þvi svæði hafa Þjóð- verjar hopaö til baka, og vestur yfir Vesle-ána. Þar hafa þeir aukið liSs- afla sinn og veita alla þá mótspyrnu, sem þeir geta. Þó hafa FYakkar og Bandaríkjamenn sótt svo hart a‘S þeim, að þeir hafa nú ekki náð fót- festu við ána nema á stöku stað. Sam- þerjar eru komnir með her sinn á nókkrúm stöðum yfir ána, og hefir sóknin verið allhörð undanfarandi daga af þeirra hendi. Fjölda fanga hafa samherjar tekiö í þessum stór- kostlega l>ardaga, alt aö 40,000 aö sögn, auk ógrynni af ööru herfangi, sem enn er engin tala á komln. Hn sama daginn og blaö vort kom út síð- ast, 8. þ. m., gjöröu samherjar atlögu á svæðinu tnilli Montidier og til Al- bert, sem er um 30 tnilur vegar, og liggur í norður og suöur frá Amiens, sem er hér um bil mitt á milli bæjanna Montidier og Albert. Gjöröu sam- herjar þar grimmilega atlögu, og voru Þjóðverjar þar lítt við búnir, en sam- herjar létu kné fylgja kviöi og ráku Þjóðverja á undan sér; og nú á 5 dögum hafa samherjar tekiö á þessu sv'æði 14 mílur af landi, 40,000 fanga, 700 stórskotabyssur og ógrynni af atlskonar herfangi öðru, og er það að sjálfsögðu þýðingarmikið; en ennþá þýöingarmeiri eru ef til vill vígi þau hin góðu, sem samherjar hafa tekið af Þjóðverjum; t- d. hálendi það, sem þeir hafa tekið og gefur þeim vald ■vfir Oisne-dalnum þar setn áin rennur norövestan við Noyon; og eins hafa þeir tekið hálendiö umhverfis Lass- igny, sem setur sléttlendið suöur frá Roye í skotmál þeirra, og verður því Þjóðverjum varla vært á þeim stööv- um. Annars er stríðsafstaðan nú mjög að breytast; sóknin, sem áður hefir eingöngu veriö í höndum Þjóðverja. er nú komin í höndur samherja, og J>ar af leiðandi val atlögustaöar í þeirra höndum. Liðsaflinn, sem áð- ur virtist vera meiri á hlið Þjóðverja, er nú orðinn meiri á hliö samherja. Hugdirfskari, sem sókn og sigurvinn- ingum er samfara, er ekki lengur á hlið Þjóðverja; þeirra hugrekki Og liðsafli hlýtur nú að fara þverrandi, jþar sem hinum — samherjum — vex móður og mannafli meö hverjum degi, og er nú vonandi ekki langt aö biða, aö þeir mæti hinum óumflýjanlega pg maklega ósigri, sem vondum mál- ptað hlýtur æfinlega að fylgja, fyr eða síðar. BANDARIKIN Mr. L- W. Noyes hefir gefið $ 2,500,000 til Chicago háskólans, skal fé þessu varið til styrktar hermönnum og sjómönnum er mentaveginn vilja ganga, eftir stríðið, og þeirra afkom- endum. Járnbrautarstjóri Bandaríkjanna, McAdoo, hefir hækkað kaup þeirra manna, sem á járnbrauta verkstæöum vinna upp í 08 cent um klukkutimann, 'kauphækkun þessi á aö reiknast frá 1. janúar 1918, um 500,000 menn njóta þessarar hækkunar, og nemur hún ná- lega $100,000,000 á ári. Vistastjóri Bandaríkjanna hefir gef ið út skipun um að frá 1. ágúst til 1. jan. verði hverjum einstakling veitt leyfi til þess að nota 2 pund af sykri á mánuði, samskonar ákvörðun hefir og veriö tekin viðvíkjandi gestgjafa- húsum. Ástæðan fyrir þessari ákvörð- un, er uppskerubrestur á sykurrófum, og líka skaði sá, sem neðansjávarbát- ar hafa v'aldið á þeirri vörutegund. Skipabygginga framkvæmdarstjóri Bandaríkjanna, Schwab, sagði nýlega í Philadelphia aö 1200 stálskip yröu fullgerð árlega í Bandarikjunum hér eftir, sem yrðu til samans 10,000,000 smálestir, og þar að auki jafn mörg timburskip, sem aö hvert um sig ætti að veröa 3,500 smálestir- Hermálaritari Baker skýrir frá því að 300,000 Bandaríkja hermenn hafi verið sendir til vigvallanna í júlí, og aö urn mánaðarmótin síðustu hafi Bandaríkin veriö búin aö senda 1,250- 000 hermanna til Frakklands. í Bandaríkjunutn eru nú 118 full- geröar skipabyggingarstöövar og 44 sem eru nálega fullgerðar, og bætast við töluna innan skamms. Tveir þýzkir spæjarar náðust ný- lega í Irvingtown, New Jersey. Þeir voru að kveikja á sprengikúlum, sem þeir höföu sett undir skotfæraverk- stæöi þar í bænum. Hinar svonefndu Heyden efnarann- sóknarverksmiðjur, sem eru aðrar stærstu í Bandaríkjunum, og sem Þjóðverjar áttu, hefir ríkið tekið í sína þjónustu. Sex menn úr Smith Island varð- sveitinni uröit fyrir gasi, er þýzkur neðansjávarbátur skaut á land þar 13. þ. m. Er þaö í fyrsta sinn, sem Þjóð- veíjar hafa tekið til þeirra úrræöa hér við land. Sagt er að engir af þessum mönnum hafi af því verið yf- irkomnir. • og að Bolsheviki stjórnin sé á fallandi fæti, og að Rússar séu aö snúa viö henni og vinttm hennar, Þjóöverjum, bakinu. CANADA Riddaraliöið canadiska hefir unniö ógleymanlega frægð á Frakklandi. Samkvæmt símfregn frá 'Sir Edward Kemp hermálaráðgjafa Canada stjórn arinnar, í Evrópu, þá gerði canadiska riddaraliðið afar-snarpa árás á þýzk- ar liðsveitir milli Meziers og Beau- court bæjanna, er liggja meðfram Amiens brautinni og vann þar frægan sigur. Gerðu Canadamenn á svæði þessu svo skjóta atlögu á herbúðir óvinanna að þeir fengu engri vörn við komið, og mistu þar um 200 manns i hendur Canadahersins og mikið af skotfærum. Nokkru vestar kom til snarprar orustu og báru Canadamenn þar einnig hærra hlut og stöktu her- sveitum Þjóöverja á flótta. Er þetta enn ein gleðileg' sönnun þess, hve harðir menn vorir eru í horn aö taka. Sir Edward Kemp, getur þess elnnig, að fluglið Canada hafi getiö sér mjög góöan orðstír á meðal sambandsþjóð- anna, og beri nú öllum saman um, að röskvari og þolnari hermenn muni fá- ar þjóðir eiga, en þar sem eru hinir hugprúðu canadisku sveinar. Gert er ráð fyrir aö 4,000 canad- iskir hermenn ntuni bráðlega fara til Síberíu, til þess að taka þátt í leið- angri þeim, sem samherjar eru að undirbúa Síberíu til hjálpar, og er mælt, að 250 menn muni verða valdir til fararinnar héðan úr hersðfnunar- umdæminu No. 10. Þjónar strætisbrautafélagsins i Ottawa hafa gert verkfall nýverið, og veröa íbúar höfuðborgarinnar aö fara gangandi til vinnu sinnar. Reynt hefir verið að koma á sættum milli beggja aðilja, en þó eigi tekist. Sen- ator Robertson og Fisher lx>rgarstjóri reyndu aö miðla mátum. Framkvæmd- arstjóri strætisbrautarfélagsins, hefir gefið út þá yfirlýsingu, að félagið muni innan skamnis hafa eitthvað af vögnum sínum á ferðinni, og hefir heyrst aö það hafi ætlað að taka kven fólk í þjónustu sína til bráðabyrgða. En aðferö þeirri hafa járnbrautaþjón ar mótmælt harðlega og l>anna félag- inu að taka nýjan vinnukraft í sinn stað. RUSSLAND Þar er nú aftur farið að harna á gjörðunum. Bretar og að líkindum allir samherjar hafa viðurkent Sekka sem sambandsþjóð sína og samherja, Þeir ásamt Bretum, Frökkum og Bandaríkjamönnum reka Bolsheviki fylkingarnar á undan ®ér suöur frá Archangle, og er sagt aö þeir séu nú um 250 rriílur frá Petrograd. Aftur á hinn bóginn er sagt, að Þjóðverjar séu aö fara meö lið inn i Rússland til styrktar vinum sínum Bolsheviki, og segja folöðin að Þjóð- verjar séu á leiöinni meö allan þann liösafla er þeir geta saman dregið til Petograd bg ætla að setjast í höfuð- borgRússa með mönnum sinum, ásamt Rolshevikingunum rússnesku, sem nú eru opinberlega komnir í bandalag viö hervaldið þýzka, og má því í ná- lægri framtíð búast viö grimmum slag á milli þessara flokka, og er ekki lítið undir því komiö hvernig sú viðureign tekst, því ef að Þjóðverjum með að- stoö Bolshevikinganna tekst að brjóta samherja og Sekka á bak aftur um stundarsakir, þá hljóta þeir að ná meiri fótfestu í Rússlandi, heldur en þeir hafa enn náð. En aftur ef þ’eir bera lægri hluta í þessum viðskiftum, sem v'onandi er aö þeir geri, er ekki einasta úti um veldi þeirra, heldur og líka hafa þá samherjar náð þeirri festu og valdi hjá rússneskuþjóöinni, aö Þjóöverjar verða að hervæðast í annað sinn á austur-vígstöðvunum, til þess að verja sitt eigið land- Sagt er að Lenine stjómarformaður og Trotsky aðstoðarmaður hans hafi flúið frá Moscow. Enn fremur segja blöðin að fyrverandi stjórnarformaöur Rússa, Kerensky, muni gerast leiðtogi Rússa á móti Bolsheviki flokknum og sé nú albúinn til heimferðar. Sagt er Mannfagnaður. Samsæti allfjölment héldu íslenzku Good-Templarastúkurnar Hekla og Skuld síðastliðið föstudagskvöld, hr. Sigurbirni Ástvaldi Gislasyni guö- fræðiskandidat, sem fyrir skömmu er hingaö kotninn frá Jslandi. — Sam- sætinu stýrði Mr. Ásmundur P. Jó- hannsson, og fórst honum þaö bæöi vel og sköruglega; flutti hann stutta, en lipra, tölu úr forsetastólnum og þauð heiöursgestinn velkominn í nafni vestur-íslenzkra Goodtemplara. Flutti (Bjarni Magnússon þá ræðu fyrir ininni heiöursgestsins; höfðu þeir báðir um eitt skeið veriö starfandi félagsbræöur i stúkunni Hlín i Reykjavík. Þar næst tóku til máls Einar P. fónsson og Arinbjörn Rardal. Bauð forseti heiöursgestinum þá orðið og flutti hann síðan all-langa ræðu, á- heyrilega og fróðlega; hneig ræðan mest að bindindisstarfseminni og bannlögunum á íslandi; kvaö ræðu- maður þá löggjöf hafa orðið til mik- illar blessunar fyrir ættjörð vora; og þótt nokkuð heföi að visu gert verið til þess að reyna aö fara á bak viö bannlögin, kvaö hann þau þó i engri hættu, og sagðist geta fullvisaö áheyr- ernlur sína um það, að hvorki vér, sem nú lifum, né heldur næsta kynslóöin, ntundi sjá bannlögin íslenzku úr gildi numin. Var heiðursgestinum síðan í ræðu- lok þalckað meö dynjandi lófaklappi. Að þvi búntt fór allur mannfjöld- inn niöur i neöri sal hússins, og var þar sezt að kaffidrykkju viö gnótt fanga. Hófust þá ræður á ný og töl- uðu: Séra Björn B. Jónsson, Berg- sveinn M. Long, Mrs. G. Búason, Mrs. Benzon og Mrs. Fred- Swan- son. Samsætiö stóö fram til miðnættis og skemtu menn sé hiö bezta. samningana, sem leiöi til meiri sam- vinnu meðal Norðurlandaþjóðanna, heldur en átt liefir sér stað hingað til. Sú sameining mundi sncrta okk- ur íslendinga mjög mikið. Er það þvi skylda Islendinga að glöggv'a sig sem bezt á öllum atburðum sem snerta þetta mál. Þegar talað er um Norðurlönd er- lendis, hafa menn aðeins í huga þrjú ríkin: Sviþjóð, Noreg og Danmörk. Sumir mundu jafnvel vilja telja Finn- land með, einkum Sviar- En aðeins örfáir hafa munaö eftir lslandi og viljað kannast viö rétt þess. Megum vér einnig sjálfiim okkur um kenna, aö málstaður okkar er litt skilinn eða metinn erlendis, þar sem að mestu hefir verið vanrækt aö lialda uppi vörnum fyrir landsins hönd með ritum og blaðagreinum á erlendum málum. En raunar eru ríkin fimm sem teljast ættu til Norðurlanda. Ætti eltthvert landiö undan aö taka, yröi það Finn- land, sökum þess að meginþorri lands- manna er austrænn en eigi af norræn- um stofni. Hinsvegar binda sterk söguleg bönd þá þjóð við Norður- lönd. Skandinavisininn var einna áhrifa- mestur á öldinni sem leið, ttm 1860. Þá stóð Dönum uggur af vaxandi veldi Prússa, svo sem raun varð á. Var þá talin sjálfsögð skylda Svía og Norðmanna að styðja Dani, ef til ó- friðar drægi. En er áreyndi, varð ekkert úr þeirri hjálp, enda vonlítið um árangur hvort sem var. þar sem við tvö stórveldi var að etja. Sumir af helztu forvígismönnum Skandinavismans i Danmörku voru plgjörlega skilningslausir á frelsis- kröfur íslendinga og miklir andstæð- ingar Jóns Sigurðsonar. Sást á því að þeir vildtt að aörir gætu unt þeim laga og réttlætis, en voru ófúsir á að gera öðrum söntu skil. Um skáldið Björnsson, sem tók þá svari Islendinga á stundum, er það i frásögur fært, aö liann hafi viljað unna íslandi þess að verða “hreppur" í Noregsriki. Máttleysi liins forna Skandinav- isma hafði veikt trúná á gildi þessar- ar hugmyndar- öiutur atvik beindu hugunum frá samvinnu. Stirð sam- búð, og seinast skilnaður Svíþjóðar og Noregs, fjarlægði Norðurlanda- búa um stund. Svíum var enn fram- ur gramt i geði við Dani fyrir stuðn- ing við Norðimeifir 1905. Liðu svo nokkur ár. Sárin greru. Garöur milli granna sætti Svía og Norðmenn. Stúdentar frá öllum Noröurlöndum mynduöu meö sér félagsskap, en ekki á pólitískum grttndvelli. Þar var tekið fullkomið tillit til sérstöðu Is- lands. Á stjórnmálasviðinu þokaði sameiginleg hætta Noregi, Svíþjóð og Danmörku saman, eftir aö styrj- öldin hófst. Hefir jafnvel leikið orð í að um varnarsamband væri aö ræöa, meðan stæði á styrjöld þessari. Ó- víst er þó aö svo sé, enda erfitt um samheldni, með þvi að Svíar hafa fremur dregið taum Þýzkalands, en Norðmenn og Danir, af sögulegum og viðskiftalegum ástæöum, hneigðust að Vesturþjóðunum. Myndi sá þröskuld- ur og geta staðið fyrir þrifum náinni samvinnu síðarmeir, þar sem búast má við fjármálastyrjöld að loknum blóðsúthellingum. Annar þröskuld- ur er löngun sumra Svía eftir því að þjóö þeirra veröi einskonar yfirþjóð, líkt og Prússar eru i þýzka samband- inri- En engin hinna þjóðanna myndi viljug sætta sig við slíkt misrétti i félagsskapnum. Yfirleitt viröist tæp- lega vera hægt að gjöra sér vonir ttm varanleg tengsli milli landanna, nema varnarsamband. Þar reynir minst á hið hversdagslega. Styrjöldin hefir fremur fjarlægt en sameinað ísland hinum Noröurlönd- unum. Verzlun okkar er nú mtst orðin við Breta og Ameríkumenn, og eru líkur til aö skifti við ])au lönd verði framvegis mikil. Hinsvegar ugga margir um lif íslenzks þjóðern- is, ef landið stæði stjórnarfarslega í sambandi við eitthvert stórveldi. Frá því sjónarmiði er æskilegt fyrir ts- land að allar fimm smáþjóðirnar nor- rænu stæðu hver við annarar hlið gegn erlendi hættu, en nytu annars fullkomins sjálfstæðis. Hættutíminn er mestur fyrir smáþjóöirnar meðan vopnaði hnefinn, en ekki alþjóða- dómstóll, sker úr um lif og frelsi þeirra. —Tíminn. Skandinavismi. Síðan um miöja 19. öld hefir sam- eining norænna þjóða verið mikiö hugöarmál mörgum mönnum á Norö- urlöndum. Vitundin um nána frænd semi og mörg sameiginleg áhugamál hvatti til samheldni. Hreyfing þessi hefir verið misjafnlega áhrifamikil Stríðiö hefir eflt hana og ekki er ó- mögulegt aö ]>eir atburðir geti skeð enn í styrjöld þessari, eða við friðar- Fundarhaldið á Breiðabóli.l Herra ritstjóri! Ef vera kynni að þú heföir engan fréttaritara hér á Breiðabóli, þá sendi eg þér stutt ágrip af merkilegum fundi, sem haldin var hér ný skeð, að tilhlutun Jóns úr Flóanum. Mótið var fjölment, fundarstjóri Jón úr Fló- anum. Setti hann fundinn á venjuleg an hátt- Sem skýringu fyrir nauö- syn fundarins las hann upp nokkur blöð af “Voröld", þar næst hélt hann langa ræðu og glæsilega, um nauösyn þess blaðs og ágæti, gat þess að Vor- öld heföi risið sem klettur úr hafinu, þar. sem sannir ísl. gætu staöiö í þess- um þjóðfélags ólgusjó, sjálfstæðir og óhultir og við og við gert áhlaup á þessar voluðu og vesölu sálir, sem annara skoöana væru. Taldi hann þaö sjálfsagt, að feta í fótspor feðr- anna. Eins og prédikarinn kæmist að orði, sé ekkert nýtt undir sólinni. Viö ættum að baki voru frá frægðartim- um ísl., menn eins og Björn að baki Kára, og við gætum aö minsta kosti eggjað aðra til framgöngu á meðan við værum i engri hættu sjálfir. Lika mintist hann á Valgarð hinn gráa, ráðsnilling, sem miklu umróti hefði til leiðar komið á söguöldinni, sagði aö ekki væri ósvipað ástatt hér nú á tim- um, eins og á dögum Valgarðar. Hér væru að rísa upp mentaðir menn vor á meðal, allur þorri þeirra sé i Kirkju félaginu, og hér séu góð ráö dýr, að að sjá loku skotiö fyrir vaxandi áhrifum slíkra manna, og að sínurn dómi væri Voröld likleg að veröa þeim mun áhrifameiri en sonur Valgaröar, sem aukin tækifæri gæfu nútiðarmönn um, umfram forfeðurna. Margt fleira sagði hann í þessa átt og v'ar góður rómur gjörður að ræðunni. Þá stóð upp Þorkell hákur. Hvað það fyrn mikil að kalla menn saman til að hlusta á slík endemi, sem fund- arstjóri flytti mönnum. Sagði réttara að telja Voröld dritsker,. þar sem að eins skarfur héldist við á, en þó kast- aði tólfunum ef viö ættum að reynast bleyöur og griöníðingar, eins og for- seti hvetti til. Þá urðu óhljóð mikil á þinginu og varö Þorkell að setjast niöur, eins og itafni hans forðum á alþingi þegar Skarphéðinn stóö yfir honum meö rimmugýgi. Þegar liljóð fékst, skýrði fundar- stjóri hve ósæmileg orð Þ- H. hefði brúkað, að líkja ritstj. Voraldar viö skarf. Kvaö alla góða menn þekkja söguna um orsakir þess að skarfar stæðu ætíð meö útþanda vængi til aö sjúga í sig svala, síðan skrattinn fór i jþá, endur fyrir löngu, um hitt þyrfti ekki orðum að eyða hve nauðsynlegt væri að kveða niður öll kirkjufélög, sem hafa trú og guðfræði með hönd- um, sbr. Voröld 9. júlí, en þar sem kirkjufélög væru að eins samsafn einstaklinga, þá væ:i nauös)'nlegt að sundra mönnum. Skoraði því næst á þmgheim að hefjast handa, sem aðrir góðir menn, sbr. Voröld 2. júlí, og taka stjórnina í hnakkann, ráðlegast að skrifa kon- ungi, því ekki væri til neins að bera sig upp viö sambandsstjórnina, hún væri að eins að hugsa um að vinna stríðið og vildi ekki taka tillit til þæginda fólksins. Nefnd var sett til þess að semja á- varp til konungs og var það sem hér fylgir: Georg V. Breta konungur, Indlands keisari o- s. frv. hér voru taldir allir titlar konungs, — nema defender of the faith, — það þótti ekki tilhlýða að menga konung með þeim titli. Yðar hátign! Vér Breiðabólsbúar nútíma menn, sem skiljum rás viöburöanna höfum veitt eftirtekt hve fáránlega hermálin fara í höndum þeirra manna sem þau hafa með höndum, sbr. Vor- öld 2. júlí, og leyfum oss því að gera eftirfylgjandi tillögur, sem vér treyst- um að yðar Hátign muni þóknanleg- ast samþykkja: Item, að allir bændur og búalið sé látið heima sitja og ekki í stríð kallað. Gegn því lofum við að vinna eftir hentugleikum að framleiðslu matvæla meðan núverandi háverð helst. Item, þeir sem hafa eða segjast hafa óbeit á vopnaburði, skulu heima sitja, en leyft þeim að kveikja óá- nægju meðal fólksins, hverjum eftir sinu megni og náttúru. Item, v'ér réðleggjum að hermenn þeir frá Canada, sem nú eru á Bret- landi, eða meginlandi Evrópti, skuli þar vera framvegis, flestir af þeim fóru sjálfviljugir, beri þeir ábyrgð þar af. Item, þar sem eins og áður er ávik- ið, herráðið er á ringulreið þá leggjum við til að ritstjóri Voraldar veröi sem fyrst settur formaður þess ráðs. Enn fremur að allir fundargjörningar leyndarráðsins séu birtir í nefndu blaði. Þess utan heimtum vér að stjórnarskrá Canada sé breytt þannig, að viðauki *sé þar settur, sem banni kirkjufélög með trúarjátningum, og að hver maður megi breyta eins og honum gott þykir, án tillits ti! laga og réttinda. Allmiklar umræöur urðu um seln- Bræður tveir sem eru í hernum. G. A. Johnson. A. A. Johnson. Pte. Guðmundur Ásgeir Johnson No. 865261, innritaðist í herinn í Brandon, Man. 6- júni 1915, í 99th Manitoba Rangers, en 4. febr. 1916 innritaðist hann í 181. deildina, og með þeirri herdeild fór hann til Eng- lands þann 9. apríl 1917. Hann veikt- ist á Englandi og var þar á sjúkra- húsi í 3 mánuði. Var sendur til Can- ada þann 3. okt. 1917, v'ar 3 mánuöi á Tuxedo sjúkrahúsinu hér í Winnipeg og var skorinn upp viö botnlanga- veiki, en er nú orðinn heill heilsu aft- ur og er nú í No. 10 Garrison Batt., Broatiway Barrack, Winnipeg. Hinn bróöirinn Pte. Ásgeir Asgeir- son Johnson No- 2129393, innritaðist í herinn 15. janúar 1918, og fór til Englands þann 12. febr. og er nú í Skotgröfunum á Frakklandi. Báöir þessir bræður komu til þessa lands yrir rúmum 30 árum meö móöur sinni Sigríði Þórðardóttur, ekkju Ásgeirs Jónssonar frá Skaga í Dýrafirði í ísafjarðarsýslu. Sigríður er nú gift Þorsteini Þorsteinssyni í Beresford, Man. Ásgeir var kveitikaupmaður og land bóndi, en Guðmundur vann algenga vinnu i bænum Brandon, þar sem hann var búsettur. Mrs. GuSrún A. Johnson. Víg Höskuldar Hvítanesgoða. Vélarúö um Vörsabæ váleg anda köldum blæ, Mörður brögðin böls og táls búið hefír sonum Njáls; þar hans lýgi, last og flærð Iýsti sér í fylstu stærð. Grimmilega galt nú þess goðinn frægi Hvítaness Synir Njáls um nætur-skeið nú með Kára gengu leið, blektir Marðar mælsku gnótt móði fyltir hug og þrótt. Heim á goðans höfuöból haldiö var þá lýsti sól, til að heyja harðan leik; heljar nornin glotti bleik. Höskuldur frá hægum blund horskur reis á morgun-stund; glæstri skikkju Flosa frá fríöur goðinn klæddist þá. Út til verka einn sv'o gekk, engin svik nú grunað fékk. Þarna rændi fjöri og frægö fólska, lýgi, vél og slægö. í því Héöinn ört að bar, exi brá og mælti snar: “Undan hér ei hopa þú, Höskuldur, en ver þig nú-” Höggið reið, en hels á slóð heitt þar dundi goðans blóö. Allir báru á hann sár, eins og réði Möröur flár. Untiið hroða vígið var, vond sem eftirköstin bar. Bræður eftir fölvan fund feröunt snéru heim um grund. Bergþórshvoli bölþrungin bárust þungu tiöindin. Njáll varð þögpill, hrygðin ’heit hjartans instu rætur beit. Vitur lagavörður tér: “Vildi eg mína syni ihér heldur tvo á heljar brú, Höskuldur ef liföi nú. Sé eg rituð svipleg gjöld sona minna og brúðar kvöld.” Seinna rættust öldungs orö, eymd og tár sem bar um storö. Hildigunnur blundi brá bóli fríöu goðans á, Höskuldur var horfinn braut, harðir draumar spáöu þraut. Út hún gekk og örendann ástvin kæran líta vann; flakti af sár.um fölur nár; fljóös af augum hrukku tár. Blóðgan náinn þet;öi hún þar, þögult hatur brjóstiö skar, væna flík — í þungri þraut — þar hún dreyrga saman braut. Svo gekk hún á Flosafund föl, og mælti hörð í lund: Skikkju, vin er skeinktir þú, skila eg aftur, hefndu nú.” M• Markússon asta liðinn, stjórnarskrárbreytinguna, en að síðustu var samþykt meö meiri hluta atkvæða að senda ritstj. Vor- aldar ávarpið til yfirvegunar og þeirra breytinga, sem honum kynni aö þykja viðeigandi. — Þetta er aö elns yfirlit, en vonandi kemur fundar- gjörningurinn allur t Voröld- , ViSstaddur. ^lílllillllllllUll!!ll!!llllll!!lllllll!lllIllllllll!ll!lil!lllllllil!!!il!llll!!l!llllllllll!lli!l!lllllll!ll!lllllill!!lllli:!l!lllllllllll!lllllll!!!llllinilllinil!llinil!l!l1llllllllllllllllllll!llllll' Frostnótt. Er sunna vorsins ljómar ljúf og blíð, og lífi vekur sérhvert foldar strú og hnappar brumsins þrútna öngum á, og anga sætt um dalsins grund og lilíð, þá fékk eg séð, er naumast birtu brá um bjarta nótt, og fór eg einn um dalinn, á stöngli sínum standa eftir kalinn í stundar hélufrosti hnappinn smá. Og meðan sól með sigri ljóssins fer og svellur allt af gleði lífs og þrá, um árdag vors í döprum dróma þá með dauðans koss á brá þú*hnappinn sér. Þér sumarblómin fagna fersk og ný, og fagra kranza jarðar börn sér hnýta, en hver mun þá við litla hnappnum líta, er líf og sumar baða rósum í ? Hann angar ei, hann engan blóma ber; haus blómtíð hvarf sem hugþreyð sýn í draum, og samt hann Fmnur lífsins ljúfa straum, er logar heitt og um hans stöngul fer. Kom vinur smár og hníg að hjarta mér, því hver veit nema böl þitt vel eg kenni; þótt hjarta mitt í loga lífsins brenni, það líka snortið kossi dauðans er. Ort lieima 1906. Jón Runólfsson. m __ ^ÍIil!ll!IIIUIllllU!l!in!ll!l]ill)llilllllllllHll!ini!ililllll!l!ll!lll!I!!!IIIIIIlllllllillil!lim!llllilllllll!!!HIII!l!lilIllill!llllllltlIlll!ll!ni!!llllinil!!liinil1lll!l

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.