Lögberg - 15.08.1918, Blaðsíða 6

Lögberg - 15.08.1918, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUÐAGINN 15. ÁGÚST 1918 Lohengrin. Fyrir mörg hundruð árum síðan réði konung - ur einn yfir Þýzkatandi er Hinrik Fowler hét, og var landsvæði það, sem nú heitir Belgía, og liggur á milli Þýzkalands og sjávar, að vestan, eitt af hér- uðum þeim sem þá lágu undir Þýzkaland. Á þeim árum var það sérstaklega tvent, sem menn kröfðust af konungum sínum, að þeir væru réttlátir yfirboðarar og hraustir qg hugrakkir her- menn, því í þá daga var það siður að konungar stýrðu sjálfir hér sínum í orustum, og börðust oft sjálfir af mikilli hreysti, og gátu fjandmennirnir þekt þá á hjálminum er þeir báru á höfði, sem var úr járni, en auðkcndist frá hjálmum annara manna með gullkórónu, sem uui hann var speht. Þegar að saga þessi gerðist, fyrir nálega þús- und árum, var Hinrik konungur að búa sig út í stríð á móti Ungverjum, sem voru bæði herskáir og ófyrirleitnir. Þeir bjuggu að austanverðunni við ríki Hinriks, þeim fanst vera ofmikil landþrengsli hjá sér, og vildu þvá færa út kvíarnar, og yfir á land Hinriks konungs, og höfðu þeir alla reiðu náð undir sig nokkru af landi hans, brent bæi og drepið fólk, sem í þeim héruðum bjuggu. En til þess að geta yfirunnið þessa djörfu ná- granna sína þurfti Hinrik að safna liði, svo hann fór í liðsbón til hinna ýmsu héraða í ríki sínu, og beiddi fyrirliðana að kalla menn sína saman, og veita sér að málum. Á þessari ferð sinni kom Friðrik konungur til Antwerp, sem er bær í Belgíu og höfuðborgin í Brabant fylki. Fólkið í Andwep gekk út úr bænum í hátíðis- búningi, með flögg í höndum, til þess að mæta kon- nnginum og bjóða hann velkominn , og þegar hann var kominn inn í bæinn sagði hann þeim frá erindi sínu, og beiddi þá að veita sér fylgi til þess að reka spillvirkjaná ungversku af höndum sér. Brabant menn urðu vel við þeim málaleitunum, bæði þótti þeim sómi að því, að fyl'gja svo voldugum þjóð- höfðingja, sem Hinrik var, og á þeim tímum voru menn sólgnir í að berjast, svo að hver maður sem til víga var fa*r lofaði konungi fylgi sínu. Um kveldið var slegið upp veizlu mikilli og sátu höfðingjarnir að henni ásamt konungi langt fram á nótt. Daginn eftir hélt Hinrik konungur fund með leiðandi mönnum bæjarins, og á þeim fundi lagði fólkið í Brabant fram bænarskrá, þar sem það beiddi konung að gefa úrskurð áður en hann færi um málefni eitt, sem hefði valdið all-miklu ósam- komulagi þeirra á meðal, en það væri hver skyldi verða foringi þeirra, þar sem hinn réttborni erf- ingi, sonur greifans af Brabant hefði horfið. Þeir beiddu um leyfi til þess að mega segja Ilinrik konungi sögu þess máls, eins og þeir vissu hana réttasa, og sögðust skyldu hlíta hans úr- skurði og þar sem konungurinn var áfram um að fá fylgi fólksins, vildi hann ógjarnan styggja það, og sagðist skyldi hlýða á það, sem þeir hefðu að segja, og dæma svo eins sanngjarnlega og hann hefði vit á. Hér fylgir sagan: Sex árum áður en saga þessi er skráð, dó greifinn af Brabrant, og lét eftir sig tvö börn, son sem Gottfreð hét, og var réttborinn erfingi eftir föður sinn, og dóttur sem Elsa hét, sem var bæði fögur og indæl stúlka. ^ Þar í ríkinu bjó frændi greifans, barón Telra- mund. Hann var hraustleikamaður og riddari hinn bezti, en hann var ekki eins góður maður ein« og hann var hraustur. Hann vildi sjálfur ná í völdin og vildi því fyrir hvern mun reyna að koma þess- um ungu frænsystkinum úr vegi, en faðir þeirra hafði mælt svo fyrir áður en hann dó, að Telra- mund skyldi vera umsjónarmaður þeirra, þar til þau kæmust til lögaldurs. En Telramund vissi hve fólkinu þótti vænt um greifabörnin og þorði því ekki með neinu móti að láta á neinu bera. Svo kom að þeim tíma að Gottfreð varð 21 árs að aldri, og fór að búa sig undir að yfirgefa frænda sinn Telramund, og taka við föðurleifð sinni, og fólkið sem hann átti yfir að ráða hlakkaði mjög til þéss að hann tæki við völdunum. Þá kom nokkuð fyrir, sem gerði óánægju og rugling í ríkinu. Barón Telramund hafði, eftir að hugsa mál sitt, komist að þeirri niðurstöðu, að þegar að hann gæti ekki komið Gottfreð úr vegi, þá gæti hann samt trygt sér arftöku í metorðum, og efnum greifaættarinnar, með því að giftast Elsu, og með þá hugsun í hjarta fór hann að finna hana, oð biðja haná um að vfcrða konuna sína. En Elsa, sem þekti frænda sinn, og vissi hvern mann hann hafði að geyma — vissi að hann var hvorki sannur ridd- ari, né heldur sannur maður, neitaði bónorðinu. Fór Telramund reiður af fundi hennar, og ásetti sér að neyta allrar orku til þess að koma vilja sín- um fram. En það voru fleiri en barón Telramund, sem litu illu auga til, og öfunduðu Elsu og Gottfreð. og á meðal þeirra var lafði Ortrud, hún var líka skyld greifanum af Brabant, og fanst því að hún ætti minsta kosti ekki minna tilkall til þess að verða ríkiserfingi heldur en baróninn. Hún fann líka til þess að á milli sín og ríkisins voru ríkiserf- ingjarnir Gottfreð og Elsa, og var því um að gjöra að koma þeim úr veginum, á einhvem hátt, án þess þó að fólkið hefði minsta grun um að hún væri við það riðin. Að vísu gat hún ekki gengið til víga, og á þann hátt unnið sér frægð og frama, eins og barón Telramund. En hún kunni annað, sem var ótta- legra en nokkur riddari gat verið. Fóstra Ortrud- ar var göldrótt, og hafði hún numið svo vel galdra af fóstru sinni, að hún gat látið menn og konur fara í dýrs og fuglahami, og svo gat hún látið mikinn kraft fylgja orðum sínum, að engum tókst á móti að mæla. Þegar Ortrud frétti að Elsa hefði synjað Tel- ramund um gjaforð, varð hún næsta glöð, og skömmu síðar sendi hún baróninum boð og beiddi hann að finna sig, og þegar hún bjóst við að Telra- mund færi að koma, bjó hún sig í sitt fegursta skart, safnaði öllum þernum sínum í kring um sig, og lét búa hina veglegustu veizlu, og þegar að Tel- ramund kom leiddi hún hann inn í hinn skraut- lega veizlusal, og settist með honum til borðs, og voru veitingar allar svo ríkmannlegar að Telra- mund furðaði á. Og Ortrud var svo þýð í viðmóti, lipur í fram- komu og skemtileg í viðtali, að Telramund, sem var fremur heimskur maður, gleymdi móðgun og niðurlæging þeirri, sem hann hafði mætt hjá Elsu, og fanst að hann mundi gera miklu betur í því að taka sér þessa ríku og mikillátu Otrudi fyrir konu, heldur en þó að hann hefði nú fengið Elsu. Að veizlunni lokinni sagði Telramund Ortrudi frá öllum sínum fyrirætlunum, og hlusti hún á með ákafa og sagði síðan:. “Eg er að furða mig á því, herra minn, að þú skulir láta æfintýri það, sem þú lentir í við Elsu fá svona mikið á þig. Stúlka, sem ekki hafði vit á því að meta heiður þann, er þú sýndir henni þegar þú bauðst henni hönd þína og hjarta, er sannarlega ekki verð þess að verða konan þín. Og svo vildi eg minna þig á, að það ert ekki þú einn, sem hún hefir sýnt lítilsvirðingu, hún hefir einnig sýnt mér hana, og eg á eftir að hefna mín fyrir þá smán, og ef þú vilt að eins fylgja mínum ráðum, þá skal hún verða að lúta okkur báðum”. Telramund tók þessu hjálparboði fegins hendi En spurði samt Ortrudi að því hvort ekki væri heppilegra að þau gerðust lífstíðarfélagar — giftu sig fyrst, því á þann hátt gætu þau notið sín betur við hið sameiginlega áhugaverk, að losna við Gott- freeð og Elsu, og félzt lafði Ortrud á þessa tillögu. Svo var það dag einn um miðsumars skeið, í góðu veðri, að þau systkini, Gottfred og Elsa, gengu á skóg einn, sem var rétt hjá búgarði Telra- mund, til að skemta sér, þau gengu eftir götu, sem lá rétt hjá skóginum og Elsa tíndi blóm, sem uxu meðfram veginum, en Gottfred hlustaði á fuglana sem sungu í greinum trjánna, eða flögruðu grein frá grein um skóginn, og systkinin voru sæl í dýrð sumarsins, og sinni saklausu gleði — þau höfðu enga minstu hugmynd um það, að þar í skóginum rétt hjá, hafði Ortrud falið sig, og að hún vaktaði hverja þeirra hreyfingu, með illgirnislegri ástríðu Eftir að systkinin liöfðu verið í skóginum og notið fegurðar sumarsins nekkurn part af degin- um, án þess að nokkuð sérstaklegt bæri til tíðinda kallaði Gottfreð alt í einu upp og sagði: “Elsa, hvaða fugl er þetta?” og bæði systkinin, sem höfðu stansað heyrðu djúpa en töfrandi fuglsrödd ber- ast í gegnum skóginn, líka því er maður heyrir klukknahljóm á lengdar á kyrru kveldi. “Eg verð að vita hvort eg þekki hann”, mælti Gottfreð um leið og hann beygði út af brautinni, sem þau höfðu fylgt, og hvarf á bak við trén í skóg- inum. Elsa horfði á eftir bróður sínum þar til að hann hvarf. En svo settist hún niður, og knýtti blómin, sem hún hafði týnt í knappa, og á meðan að hún var að því, barst þessi einkennilega fugls- rödd af og til til eyrna hennar, og loks hætti hún alveg að heyra fugls röddina, og tók eftir því að hún hafði beðið all lengi, og furðaði sig mjög á því að Gottfreð skyldi ekki koma til baka. “Hann hlýtur að hafa farið langt”, sagði Elsa við sjálfa sig — hann hefir líklega farið til gamla kastalans, sem skurðurinn er í kringum, og og hefir ekki tekið eftir því að farið er að kvelda. Eg verð víst að fara og kalla á hann”. “Gottfreð, Gottfreð!” kallaði Elsa, en fékk ekkert svar, svo hún lagði á stað eftir götunni, sem lá til kastalans, þar sem hún vissi að fjöldi af skógarfuglunum höfðu hreiður sín, og þar sem Gottfreð var vanur að eyða heilum dögum til þess að horfa á þá. ✓ Kastali þessi stóð á hæð einni, og var ekki lengur búið í honum, í kringum hann var grafinn djúpur og breiður skurður, og var vatn í honum, bakkar skurðsins voru grasi vaxnir og uxu vatns- liljur í bökkunum og teygðu þær blöð sín upp úr þéttu og silkimjúku grasinu. “Gottfreð, Gottfreð! hvar ertu?” hrópaði Elesa, en fékk ekkert svar, og þegar að Elsa kom að skurðinum sá hún engan, eg ekkert breytilegt. nema svan einn, sem var að synda þar fram og aft- ur á vatninu í skurðinum, og í hvert sinn, sem að hann synti fram hjá þar sem Elsa stóð, gaf hann af sér hljóð. En Elsa var nú orðin of hrædd til þess að hugsa út í það, að þarna hafði hún, eða þau systkyni aldrei fyr séð svona tígulegann fugl, og eftir að standa dálitla stund þarna við skurðinn sneri hún heim á Ieið, og kallaði með grátþrung- inni rödd: “Gottfreð, Gottfreð, hver ertu?”. En þegar hún var ný snúin heim á leið, þá mætir hún lafði Ortrud. “Hefurðu séð hann bróður minn, lafði Or- trud?” mælti Elsa og átti bágt með að koma upp orðunum fyrir ekka. “Hann skyldi við mig áðan og fór að elta einhvern einkennilegan fugl, og eg get hvergi fundið hann”. “Farðu heim, Elsa”, mælti Ortrud. “Við skulum athuga þessa sögu þína um bróðir þinn, eg efast um að hér sé alt-með feldu”, og hún rak Elsu á undan sér heim í greifahöllina í Barabant. Lafði Ortrud vissi vel hvað orðið var um Gott- freð, því það var hún sem hafði narrað hann með þessari einkennilegu fulgsrödd í burtu frá Elsu, og með göldrum sínum gjört hann að álft, og það var liann, sem Elsa hafði séð synda fram og aftur á vatnsskurðinum hjá kastalanum. Daginn eftir að þetta skéði voru aðalsmenn- irnir í Brabant kallaðir saman í höllinni, og Elsa sagði þeim alla söguna. Þeir létu þegar hefja leit, og það var leitað um allan skóginn og allstaðar, þar sem mönnum datt í hug, en hvergi fanst Gott- freð, og aumingja Elsa grét sárt bæði nótt og dag út af bróður missinum. Þannig liðu nokkrir mánuðir, en aðalsmenn- irnir sáu að svo búið mátti ekki standa, og þegar að útséð væri um að Gottfred væri týndur. þá yrðu þeir að taka Elsu, sem væri næsti ríkiserf- ingi, fyrir drotningu í Brabant, og létu undirbúa daginn þegar sú athöfn átti fram að fara. Og svo kom dagurinn, og fólkið og yfirboð- arar þess, var samankomið í réttarsal bæjarins, þá rís lafði Ortrud upp og bar það upp á Elsu að hún hefði fyrirfarið bróður sínum, til þess að geta sjálf náð völdunum. Hún sagði að daginn, sem að Gottfreð hefði horfið, þá hefði hún verið á skóginum og hefði heyrt hljóð um hjálp, og hljóðið hefði komið úr áttinni frá gamla kastal- anum, og þegar liún hefði komið þangað þá hefði liún séð Elsu, þar sem hún hefði verið hálf bogin, og verið að horfa ofan í gamlan brunn, sem væri í kastalagarðinum, en bróðir hennar, Gottfreð, hefði hvergi sést. Elsa hlustaði óttaslegin á þenna framburð Ortrudar, stökk á fætur og mælti: ‘ ‘ Þetta eru ó- sannindi lafði Ortrud, og þú veist það, bróðir minn var mér kærari heldur en mitt eigið líf, og ef eg gæti nú keypt hans fyrir mitt, þá skyldi eg gera það”. Þar næst reis Talramund úr sæti og mælti: “Elsa hefir brugðist vonum vor allra, eg hefi marg oft heyrt hana óska þess að hún yrði drotn- ing í Brabant, og eg er sannfærður um að hún hefir ráðið bróður sinn af dögum”. Þar næst benti hann á að Elsa væri óhæf fyrir þá tignar- stöðu, sem um væri að ræða, að hann væri næstur ríkiserfingi, og að sér bæru völdin, þar að auki væri hann riddari, sem þektur væri að hugdyrfsku og hreysti, og væri þess vegna færari um að halda uppi sóma Brebantsmanna heldur en hún. Menn voru nú komnir í hin mestu vandræði og vissu ekki hvernig ráða skyldi fram úr þessu máli. Sumir þóttust sannfærðir um að Elsa væri saklaus, þó þeir sæju engan veg til að sanna það. Sumir, sem voru fúsir til þess að sverja greifa- syninum Gottfreð hollustu, voru hræddir um, að það væri ekki á Elsu fpri að ráða við fólkið, eins og sakir stóðu. Enmðrir, sem verið höfðu með barón Telramund í orutsum, og þektu herkænsku brögð hans og lireysti aðhyltust hann. Og þanng horfðist til vandræða á milli þess- ara flokka, þegar Hinrik konungur kom til þeirra og þeir beiddu hann að skera úr þessum málum. En þetta voru erfiðir dagar fyrir Elsu. Hún hélt sig mest á stöðum þeim, þar sem þap Gott- freð, sem liún hélt að nú væri dauður, og hún hefðu leikið sér á, þar grét hún mörgum fögrum tárum og bað til guðs um hjálp. En um nóttina eftir að HLnrik konungur kom til Andwerp byrtist Elsu sýn. Ilún hafði kropið niður í bæn vð glugga í herbergi sínu, til að biðja guð um hjálp í raunum sínum, þegar að hún sá tígulegann riddara standa við hlið sér., Hann var herklæddur frá hvirfli til ilja, og voru her- klæði hans björt sem silfur. Belti hafði hann um sig miðjan og við það hékk logagyltur lúður. 1 hendi hafði hann sverð mikið og spegilfagurt, hjöltun voru í kross, og var hann bjartur sem blikandi sól. Bjartan hjálm hafði hann á höfði með snjóhvítum vængjum á hliðunum, og úr aug- um hans skein sorgblandin meðaumlcun. “Göfuga mær! Málstaður þinn er í hendi himnaföðursins, og er eg riddari hans, sendur þér til hjálpar”, mælti riddarinn. Um miðjan dag, daginn eftir, hélt konung- urinn ráðstefnu á bakka árinnar, sem Antwerp stendur við, og voru þar samankomnir allir göf- ugustu og helztu borgarar ríkisins ásamt her mönnum þess, og fyrir þessa menn var Elsa leidd hún var hvítklædd og bar sig vel, þótt að andlitið bæri vott um djúpa sorg og augun, sem alt af voru þýð og fögur væru grátþrungin og döpur. Þegar Elsa var leidd í gegn um mannþröng- • ina lýsti það sér bézt hve sterk ítök hún átti í hjörtum manna, því þá gall við frá mannfjöldan- um: “Lifi Elsa! Lengi Ijfi prinsessan! ”. En konungur þaggaði niður í fólkinu, og ávarpaði Elsu, sem hafði kropið við fætur hans. “Elsa af Brabant, eg hefi hlustað á þá voða- legu ákæru, sem á þig hefir verið borin, — að þú hafir myrt bróður þinn. Hefir þú nokkuð að færa fram þér til afsökunar, áður en eg gef úrskurðar- dóm í þessu máli?” “Náðugi konungur”, mælti Elsa. “Eg hefi ekkert að færa fram mér til málsbóta annað en það að eg er saklaus, og bið hinn himneska ridd- ara að vernda mig fyrir ósannindum þeirra sem að ofsækja mig”. “Hvaða riddari er það, sem þú talar um Elsa?” spurði konungur. Elsa sagði konungi frá sýn þeirri er henni hefði birst, og loforði því er riddarinn tígulegi hefði gefið henni, og svo var framkoma hennar einlæg, mál hennar hóg\rært og svipur liennar hreinn, að konungur var sannfærður um það með sjálfum sér að hún væri saklaus. En þá tók barón Telramund til orða: “Það var hún ein, sem síðast sá Gottfreð á lífi, vér kref j- umst þess, að hún segi oss frá hvað hún gerði við hann daginn, sem þau sáust síðast saman í skógin- um. Hvað þenna yfirnáttúrlega riddara snertir þá skora eg hann á hólm, og hvern annan sern vill gefa sig fram til þess að verja málstað hennar og á þann hátt sanna hvor okkar segir satt”. “Tekur þú þessari hólmgönguáskorun Elsa?” spurði konungurinn. “ Já”, mælti Elsa í lágum en þýðum róm. “eg vona að riddarinn tígulegi berjist fyiir mig og verndi mig”. ‘ ‘ Látið kallarana skýra fólkinu frá hólmgöng- unni”, mælti konungur. Lúðrarnir gullu við, og hljómöldurnar bárust út yfir mannþröngina út í geiminn og dóu. Kallarinn hóf upp raust sína og mælt: “Er hér nokkur, sem vill berjast fyrir Elsu af Bra- bant?” Áin rann lygn og björt eins og spegilflötur við fætur fólksins, sem stóð steinþegjandi umhverfis Elsu, konunginn og Telramund, og beið eftir því að einhver gæfi sig fram. — En enginn kom. í annað sinn kvað við lúður kallarans: “Hver vill berjast fyrir Elsu af Brabant, og hljóðið barst aftur út í geiminn — og dó — en enginn kom, eng- inn bærði á sér, ekkert heyrðist. — Þögnin ein, djúp og þung, grúfði sig yfir fólkið. — Hjartað barðist í brjósti Elsu, og hún kraup á kné þar sem hún stóð, og bað guð heitt og innilega sér til hjálp- ar, og þegar hún hafði kropið að fótskör hans, sem einn er máttugur í veikleikanum, heyrðist lúður kveða við í fjarska og á sama augnabliki hrópaði mannfjöldinn: “Riddarinn! Riddarinn! hann kemur”. Öllum varð litið upp eftir ánni, og þeir sáu að eftir henni kom bátur ,og var hann dreginn af snjó hvítum svan.. 1 bátnum stóð riddarinn, sem áður hafði birtst Elsu, og glampaði á herklæði hans í sólarbirtunni, við belti hans hékk gullni lúðurinn, sem að hann haði svarað kallaranum með, og hann studdist fram á sverð sitt, sem hann hafði dregið úr sliðrum og glampaði á það fyrir neðan hjöltu sem voru logagyltur kross. Svanurinn staðnæmdist við árbakkann, þar sem fólkið stóð, og riddarinn hljóp upp á bakkann, gekk fyrir konung, tók ofan hjálminn með hvítu vængjunum og kraup á kné. Konungur mælti: ‘ ‘ Ert þú kominn til þess að berjast fyrir Elsu af Brabant.” “Já”, mælti riddarinn, “Elsa, prinsessa er saklaus, og eg er hér kominn til þess að sanna sak- leysi hennar. Síðan vék hann sér að Telramund og mælti: * ‘ Telramund, eg tek á móti hólmgöngu- áskoran þinni, og er þess búinn að berjast fram í dauðann”. Framhald. Orðskviðir og spakmæli Ekki kemur í kór það sjálft vill fara í flór. Betra er að veifa röngu tré en öngu. Ekki verður berið ef ekki er vísirinn. Hefndin gengur á ullskóm. Hvað skal rögum manni langt vopn ? Sæmd er garðsvínum að sorga fyrir engu.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.