Lögberg - 15.08.1918, Blaðsíða 3

Lögberg - 15.08.1918, Blaðsíða 3
Dœtur Oakburns lávarðar. Eftir MRS. HENRY WOOD. PRIÐJI KAFLI. X. KAPITULI. Menn draga að sér ferskt loft í Blister Lane. Ásigkomulagið í South Wennock var reglu- lega sorglegt. Þar var yfirleitt heilbrigt pláss; hefði það ekki verið, þá hefð læknarnir verið helzt til fáir, sem bjuggu þar. Það var alveg nýtt að þar geysaði smittandi veiki svo fólkið varð alveg skelkað. Yeikin var illkynjuð, og tveir eða þrír sjúklingar dóu; en það var þó ekki eins slæmt og það hefði getað verið, eða eins og það átti sér stað annarstaðar. Það voru undir eins notaðar allar mögulegar sóttvarnir, og læknarnir voru á fleygiferð frá húsi til húss. Lafði Jönu þótti það afarilt sökum Lucy. að veikin skyldi geysa einmitt nú. Hún var ekki hrædd við að veikin mundi ráðast á sig; Jana var ein af þeim fáu, gæfusömu manneskjum. sem bygði alt sitt traust á umhyggju guðs, og gat verið róleg í hættunni. ‘ ‘ Sá sem býr í skjóli hins æðsta, hann skal um nætur vera í skugga hins almáttuga”. En henni þótti leitt að veikin skyldi nú ríkja, af því að það gerði Lucy heim- sóknina leiðinlega. Jana lifði jafn rólega og hún var vön. Síð- an tekjur hennar voru auknar með þeim pening- mn, sem lafði Oakburn ánafnaði henni, hafði hún að eins bætt einum þjóni við á heimili sitt; heimilisfólk hennar var áður að eins tvær þern- ur, og var Judith önnur þeirra. Jana var ekki mjög sparsöm, hún klæddi sig þokkalega og gaf fátækum margar gjafir með leynd. En hið unga og fjöruga fólk, sem hafði gaman af allskonar skemtunum, gæti míjske kallað heimili hennar ömurlegt; hún var hrædd um að Lucy kynni að líta þannig á það, og það var engin þörf á veik- inni eða hræðslunni, til að auka leiðindin. Jana sagði þetta eitt kveld þegar hún sat alein hjá Lucy. Þær höfðu lofað að dvelja þetta kveld hjá nokkrum vinum sínum, en um sama leyti og þær ætluðu að heiman, kom boð frá kon- unni sem þær ætluðu til, að einn af þjónum henn- ar hefði veikst, og að lafði Jana gerði því rétt- ast í að fresta heftnsókninni þangað til seinna. “Mín vegna liefði eg ekki skeytt um þetta”, sagði Jana, þegar þær settust niður til að vera kyrrar heima þetta kveld, “ en eg þorði ekki þín vegna að fara þangað, Lucy. Mér þykir það af- ar leitt, að þessi veiki skuli ríkja í South Wenn- ock einmitt nú. Þú færð ástæðu til að minnast heimsóknar þinnar hjá mér síðar”. Lucy hló. Það leit ekki út fyrir að henni leiddist. Hún var klædd ljósum silkikjól, með ýmsa skrautmuni um háls og handleggi. Hún hafði skrautsaum á milli handa sinna, sem hún átti annríkt með að laga, en leit upp hlæjandi. “Mér þykir alls ekki leitt að vera heima, Jana. En, Jana, ef eg má segja rétt eitt”, bætti hún við alvarlega. ‘ ‘ Þú sýnist vera leið yf ir heim sókn minni. Þú hefir verið svo undarleg alt af síðan við komum fráLondon”. * Jana þagði snöggvast. “Ekki leið yfir henni, Lucy; en eg hefi verið að hugsa um ann- að, góða mín, og það viðurkenni eg”. ‘ ‘ Um hvað ? ’ ’ -spurði Lucy. “Eg vil síður þurfa að segja þér það, Lucy. Það eru að eins smámunir, dálítil óvissa, sem eg er að reyna að komast að niðurstöðu í. Eg get ekki varist því að hugsa um það, og það er ef- laust orsök þess að eg er þögul”. Lesandinn skilur eflaust, að orsökin til fá- mælgi lafði Jönu, var hugsun hennar um Clarice síðan Jana fékk að vita lijá frú West, að hún hefði gifzt, gat hún ekki losnað við þá hugsun, að litli drengurinn í Tuppers húsi væri barn Clarice. Hin eina sanngjarna ástæða fyrir þess ari ímyndun hennar var sú, að hann var líkur Clarice — eða það sýndist Jönu —, augu hans og andlitssvipur var alveg eins og hennar, en andlitsdrættirnir ekki. Við þetta bættist — og það hefir máske aukið grun Jönu — framkoma móður drengsins, hennar frú Smith. Frá byrj- un áleit Jana frú Smith of gamla til að vera móður jafn ungs barns; en hún hafði harða and- litsdrætti, og slíkar konur sýnast oft vera eldri en þær í raun og veru eru, eins og Jana vissi. Eftir að Jana kom frá London, hafði hún gengið fram lijá húsinu í Blister Lane oftar en einu sinni, og talað við drenginn hjá hliðinu. Eitt sinn kom hún inn í húsið samkvæmt beiðni frú Smith, og reyndi þá strax að komast eftir hvar baxmið væri fætt og hvar það hefði verið. En frú Smith var ófáanleg til að svara slíku. s Drengurinn var hennar eigið barn, sagði hún; hún hafði eignast annan son á undan þessum, en hann dó. Hún giftist seint. Maðurinn hennar hafði góða stöðu við verksmiðju í Paisley í Skotlandi, og þar var litli drengurinn hennar upp alinn til þessarar stundar. Þegar maður hennar dó þetta sumar, fór hún þaðan og var nú komin aftur til föðurlands síns, Englands. Meira var frú Smith ófáanleg til að segja. Henn ar eigin kringumstæður komu henni við, en ekki öðrum, sagði hún. Jana varð í hálfgerðum vandræðum. Það gat auðvitað alt verið satt, sem konan sagði, en það var eitthvað dularfult í framkomu hennar, sem vakti grun hjá Jönu. Hún hafði samt enga ástæðu til að spyrja um meira í bráðina, og hún kaus heldur að bíða og 'vinna að þessu með hægð. En hún hugsaði sí- felt úm þetta, og hún, sem annars var svo gæt- in í framkomu, varð utan við sig og deyfðarleg eins og Lucy hafðí sagt. “Er það nokkur sem viðvíkur Lauru?f’ spurði Lucy. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. ÁGÚST 1918 “Nei, alls ekkert”. “Heldur þú, Jana, að Laura sé gæfurík? Hún sýnist stundum vera svo eirðarlaus, svo dutlungasöm”. » “Lucy, eg vona að hún sé ánægð; eg veit það ekki. Eg hefi tekið eftir því sama og þú, en eg veit ekkert”. “Carlton sýnist vera mjög umburðarlynd- ur við hana”, sagði Lucy. Og satt að segja, Lucy hafði furðað sig á þessu umburðarlyndi. Jana hafði haldið fast við þá ákvörðun sína að koma aldrei í hús Carl- tons, hvort sem það var af óvild, drambi eða ein- hverju öðru; en hún hafði ekki álitið viðeigandi að banna Lucy oð koma þar, og Lucy var oft hjá Lauru, og fékk þannig tækifæri til að sjá fram- komu Carltons gagnvart konu sinni. Hún sagði Jönu að hún gæti betur liðið Carlton nú, heldur en þegar hún var lítil telpa; hún sagðist muna hve mikla andstygð hún hefði haft á honum, en nú kynni hún nokkurn veginn vel við hann, og honum þætti eflaust vænt um Lauru. Jana viðurkendi að framkoma Carl- tons væri siðprúð og viðfeldin; að hún hefði við og við fundið hann á samkomum, og að enginn hefði verið kurteisari en Carlton við hana, en í hús hans vildi hún ekki koma. “Eg held hann hafi alt af verið umburðar- lyndur við hana”, sagði Jana. “Laura er bráð- lynd, býst eg við, en — fáum við gesti í kveld?” Orsökin til þessara orða var sú, að barið var að dyrum. Þjónninn opnaði dagstofu- dyrnar. “Hr. Friðrik Grey, lafði”. Lucy fleygði skrautsaumnum frá sér. Jana brosti; þetta leiðinlega kveld fékk nú annað út- lit fyrir Lucy. Hann kom inn með ánægjulegt andlit. Þær spurðu hann um erindi hans til South Wennock, þar eð þær hefði haldið að hann væri í London til að íiá doktors nafnbótinni. Friðrik sagði að Joh frændi hefði beðið sig að koma þangað. “ Sannleikurinn er eflaust, að þér hafið boðið honum að heimsækja hann”, sagði Jana. ‘ ‘ Eða ef til vill heldur, að þér hafið komið til hans honum á óvart”. Friðrik Grey hló. Hið síðasta var sannleik- urinn. Friðrik gerði sér aldrei ómak með að tilkynna komu sína í hús frænda síns, hann átti þar eins vel heima og í húsi föður síns. Eftir því sem dagarnir liðu og veikin fór vaxandi í South Wennock, sagði Joh Grey, að Friðrik hefði aldrei getað komið á hentugri tíma en nú; því læknarnir áttu mjög erfitt með að gegna störfum sínum, og Friðrik hjálpaði þeim eftir beztu getu. Þannig var þessi heim- sókn, sem átti að eins að vera stuttur frítími til að vera hjá Lucy og spjalla við hana, hvíldar- laust starf og — í vissu tilliti — vonbrigði. Því Því hann vogaði að eins að heimsækja hana armanhvoru dag einu sinni; hann hafði heldur ekki tíma til að finna hana oftar, og þá varð hann að vera svo forsjáll að hafa fataskifti. Lafði Laura var all-oft á ferð eftir Blister Lane fram hjá húsi Tuppers. Afbrýðin hefir oft leitt fólk til verri staða. Þesi ógæfusami grunur — jafn voðalegar og afleiðingar hans áttu að vera, gat hvorki Lauru né neinn annan dreymt um — sem setti mann hennar í samband við þenna litla dreng, var orðinn svo sterkur og rótgróinn, og Laura var í svo hættulegu skapi, að þessum grun mætti líkja við tréspónahrúgu, sem að eins lítill neisti gat breytt í bál. Það leið enginn dagur svo, að hún gengi ekki eftir Blister Lane. Hún gekk upp Bakk- ann, sneri inn í Blister Lane, gekk fram hjá húsinu, sem stóð þar sem gatan byrjaði, hélt áfram dálítinn spöl og sneri svo við aftur, alveg eins og hún væri að ganga til þess að anda að sér fersku lofti. Sæi hún litla drenginn í garð- inum, nam hún vanalega staðar og talaði við hann, um leið og afbrýðisaugu hennar horfðu á þá líkingu, sem hún þóttist sjá hjá honum og Carlton; Hún sýndist aldrei verða þreytt af að skoða hana. Það var ekki eingöngu afbrýðin sem dró hana þangað, heldur áform sem hún hafði mynd- að. Hún hafði ásett sér að rannsaka*þetta mál- efni til hlítar, svo liún gæti þekt liðna tímann. Hún skeytti ekki um það, hvaða aðferð hún not- aði. Sannleikann vildi hún vita, hvað sem það kostaði. Laura, sem í rauninni var heiðarleg að eðlisfari, gleymdi nú sómanum; Carlton hafði ásakað hana um, að hún njósnaði um störf hans; hún var að því núna og eitthvað verra en það, á uppgötvunarferðum sínum. Þetta var næstum búið að gera hana brjál- aða. Hvaða gagn hún hafði af þessum heim- sóknum í Blister Lane, vissi hún ekki; alt sem hún gat sagt, var að hún yndi ekki annarstaðar. Fyrst og fremst vildi hún fullvissa sig um, hve oft hann kæmi þangað. En hún liafði enn ekki Yerið svo heppin að sjá hann koma þar. Hefði hún mætt honum — sem hún auðvitað gat búist við —vþá hafði hún tilbúna afsökun sína. Eins og forlögin vildu hjálpa henni með þetta fyrirtæki, kyntist Laura ungri stúlku, sem heima átti í Blister Lane, og var dugleg að skrautsauma. Hún fekk henni undir eins nokkuð að gera, svo að hún ætti er- indi þangað ef hún mætti manni sínum. Á dimmum degi í nóvember fór Laura þang að eins og hún var vön. Það leit út fyrir rign- ingu, og menn höfðu fulla ástæðu til að ætla að Lauru liði betur heima. En í því skapi sem hún var, tók hún ekkert tillit til óþæginda. Þegar hún gekk fram hjá hliðinu fyrir framan Tuppers liús, sá hún frú Smith standa við það, lúta áfram og horfa til bæjarins, eins og hún ætti von á einhverjum. Hún l'eit á Lauru þegar hún gekk fram hjá; en hún vissi ekki að það var kona Carltons. Lafði Laura roðnaði og gekk eftir miðri brautinni þar sem bleytan var mest til þess að forðast frú Smith. Þetta var í annað skifti sem hún sá hana. Laura hélt áfram í æstu skapi, en sneri við fyr en hún var búin að finna saumastúlkuna. Það leit út fyrir að hún yrði að gera sjálfri sér afsökun fyrir það, að hún var í Blister Lane þenna dag. Hún áleit að konan hefði verið að gá að Carlton. Getur nokkur ástríða gert okkur jafn heimska og afbrýði? Hún gekk inn og gaf saumastúlkunni nokkr- ar bendingar, en svo gagnstæðar og heimskuleg- ar , að stúlkan varð alveg hissa, svo fór hún þaðan óð af reiði. Hún varð hissa þegar hún sá barnavagn á miðri götunni og lítinn dreng í hon- um. Hann var magnlítill og fölur, en indælu augun hans þektu Lauru og brostu. “Þú ert þá hérna?” spurði hún. “Hún tók yfirskóna af sér og gleymdi þeim, en það er gat á stígvélunum hennar”, svaraði drengurinn. “Hver er þessi hún?” spurði Laura aftur. “Stúlkan sem Carlton sendi hingað. Hann segir að eg verði að vera eins mikið úti í fersku lofti og mögulegt sé, og hún er komin til að aka mér. Bumban er brotin”, sagði drengurinn bnugginn. “Hr. Carlton braut hana. Hann kysti mig af því eg grét ekki, og lofaði að útvega mér aðra”. “Er Carlton þar núna?” spurði Laura og benti á húsið. “Já, það var bumban sem brotnaði, ekki dátinn; hann barði of fast á hana”. Nú heyrðist fótatak í ganginum í garðinum, og röskleg bóndastúlka kom gangandi. Hún þekti lafði Lauru og hneigði sig fyrir henni. Laura þekti að þetta var virðingaverð bónda- dóttir, sem leitaði að atvinnu á daginn, en gat ekki tekið fasta vist af því móðir hennar var veik og lá í rúminu. “Litli drengurinn er veiklulegu”, sagði Laura, án þess að vita í raun og Veru hvað hún sagði. “ Já lafði og það er sagt að hann sé lakari í dag en hann hafi^áður verið ’ ’. “Segir Carlíon það?” ‘ ‘ Móðir hans segir það. Carlton hefir ekki séð hánn enn þá. Hann hefir ekki komið hér í dag”. Laura hélt áfram án þess að gefa stúlkunni gaum og án þess að kveðja litla drenginn. Hún áleit að stúlkan væri að segja sér ósatt með ásettu ráði, og að Carlton væri á þessu augna- bliki í húsinu. Orð drengsins: “stúlkan sem Carlton sendi”, loguðu í huga hennar. Því skyldi Carlton senda stúlku til að aka barninu, ef hann bæri ekki sérstakan áhuga fyrir því? sagði hún við sjálfa sig. Ó, ef hún hefði getað séð þessar kringumstæður eins og þær voru — jafn saklausar eins og þær voru. Þegar dreng- urinn getur ekki lengur hlaupið út, sagði Carl- ton, þá verður hann samt að halda áfram að anda að sér hreinu lofti. Móðir hans útvegaði sér þá vagninn, en sagði við Carlton, að hún vissi ekki hvar hún ætti að fá stúlku til að aka honum; honum datt strax í hug bóndadóttirin, liann annaðist þá móður hennar, og sagðist skyldi senda stúlkuna. Þetta var öll sagan. Laura vissi ekki hverja gröf hún var að grafa sér sjálfri, með þessari stjórnlausu afbrýði. Hún fór beint heim og gekk hratt, og gekk inn um dyrnar til lyfjastofunnar, eins og hún gerði stuiidum þegar illa lá á henni, og vildi ekki bíða eftir að aðaldyrnar væri opnaðar. Jeffer- son var í lyfjabúðinni og tók ofan hattinn fyrir henni. “Nær búist þér við Carlton heim?” spurði hún. “Hr. Carlton er ekki úti, lafði Laura”. “Hr. Carlton er úti”, svaraði hún, og sneri reiða andlitinu að honum. Hann varð hissa. “Nei, hann er sannar- lega ekki úti, lafði Laura. Hr. Carlton kom heim fyrir hálfri stundu síðan. Hann er niðri í efnafræðisstof unni ’ ’. Lafði Laura trúði ekki einu orði af bessu. Höfðu þá allir gert samsæri til að svíkja hana? Hún sneri sér að stiganum sem lá ofan þangað, ákveðin í því með eigin augum að sjá og hrekja ósannindin. Þessi efnafræðisstofa, sem stund- um var nefnd kjallari, var lítill klefi, sem maður komst að eins inn í gegnum kjallarann. Hr. Carlton geymdi þar efni í lyf og ýmislegt fleira, sem honum heyrði til sem lækni; þjónunum hafði verið harðlega bannað að koma þar inn, svo að þeir, eins og Carlton sagði, stigi ekki af gáleysi ofan í frumefni, sem gæti sprengt þá í loft upp. Yinnufólkið forðaðist eftir þetta að koma í nánd við klefann. Lafði Laura gekk í gegnum kjallarann og gægðist inn. Þar stóð Carlton fyrir framan opinn járnskáp. Laura sá eitthyað í honum sem líktist pappírsvöndlum og bréfabunkum; en henni varð bilt við að sjá mann sinn og hljóð- aði lágt. Lesandinn hefir heyrt getið um þenna klefa fyr. Carlton geymdi þar bréf, sem hann hafði íengið frá föður sínum fyrir löngu síðan, þegar hann í fyrsta skifti heyrði um veiki frú Crane. Laura vissi um skápinn, en var alls ekki forvit- inn, um hann. Hún hafði komið þarna einu sinni áður, þegar hún var ný gift og Carlton sýndi henni húsið, en aldrei eftir það. Carlton varð bylt við hljóðið og skelti skápnm aftur í flýti og sneri sér við. “Laura! ert það þú? Hvað kemur þér til að koma hingað ? ’ ’ Laura gat ekki á þessu augnabliki sagt það sem hún vildi, en sagði í vandræðum sínum eitt- hvað sem nálgaðist sannleikann. Jefferson hafði sagt að hann væri hér, en hún hélt að hann væri úti og kom til að vita vissu s'ína. Hún sneri sér undan um leið og hún talaði, og Carlton horfði undrandi á eftir henni um leið og hún hraðaði sér upp stigann. 1 þessu tilliti áttu sér þá engin svik stað, og Laura varð rólegri. Drengurinn hafði sjáan- loga misskilið spurningu hennar, þegar hún spurði hvort Carlton væri þar í húsinu. r Areiðanlegustu Eldspíturnar í heimi og um leið þær ódýrustu eru EDDY’S “SILENT 506” AREIÐANLEGAR af því að þær eru svo Wúnar til að eldspítan slokknar strax og slökt er á henni. ÓDÝRA5TAR af því þœr eru betri og fullkomnari en aðrar eldspitur á markaðinum. Stríðstíma sparnaður og eigin samvizka þín mælir með því að þú kaupir EDDYS ELDSPÍTUR Hogir.’.U11 LODSKINN Ef þú óticar eftir fljótri afgreiðilu og hæsta verði fyrir ull og loðskinn.skrifið Frank Massin, Brandon, Man. Skrifið eftir verði og áritanaspjöldum. Ull, Gœrur og ~ "~T| Seneca Rœtur i Vér kaupum vörur þessar undir eins í stórum og imáum slumpum. Afarhátt verð borgað. Sendið oss vörurnar strax. R nu== c/i • R0BINS0N W 1 N N I P £ G, 157 RUPERT AVENUE og , 150-2 PACIFIC AVE. East M AN . AUGLÝSIÐ I LÖGBERGl. Ánœgðir Viðskiftamenn eru mín Beztu Meðmæli. Hundruð af þeim eru reiðubúnir að staðfesta að verk mitt er sama sem sársaukalaust og verðið dæmalaust sann- gjarnt. Með því að hafa þetta hugfast munu menn sannfærast um að það er óhætt að koma til mín, iþegar tennur þeirra eru í ólagi. Dr. C. C. JEFFREY, „Hinn varfaerni tannlseknir". Cor. Logan Ave. oá Main Street, Winnipeé IjOOSKINN Bændur, Veiðimeniin og Verslunarmenn LOÐSKINN A. & E. PIERCE & CO. (Mest’i skinnakaupmenn í Canada) 213 PACIFIC AVENUE ..... -WINNIPEG, MAN. Hæsta verð borgað fyrir Gærur Húðir, Sencca rætur. SENDIÐ OSS SKINNAVÖRU YDAR. Hneyksli íslendingadagsins á Gimli 2. ág. 1918. Eg get ekki stilt mig um aö skrifa nokkur ortS um hneyksli íslending-a- dagsins á Gimli þetta ár, Sigur<5 Júl- íus Jóhannesson, eSa réttara sagt það sem hann sagtSi þar. Hann átti aS tala fyrir minni íslands; en alt, sem hann sagði, eins og flest sem hann ritar, v>ar til Iþess ætlaS að æsa landa vora upp á móti stjórn þessa lands, og yfir höfutS öllu c'anadísku og brezku. Hann hældi Nýja-íslending- um fyrir hvernig þeir greiddu at- kvæöi sín 17. des. 1917. Já, eg er viss um aíS Sigurður Júlíus Jóhannesson var mikil orsök í þeirri djúpu skömm, sem Nýja-íslendingar og fleiri land- ar steyptu yfir sig þann dag. l»aö er grátlegur sannleikur, að rit br. S. J- J. hafa srnogið inn á f jölda mörg ís- Ienzk hejmili, og sem eiturnaðra spúð þar út eitri sínu, eitri ósanninda og ó- sanngirni, þangað til lesendur blaða hans loka skilningarvitum sinum fyrir öllu öðru. Þeir láta Dr.J3. J. J. hugsa og skilja fyrir sig, og gjöra það scm hann segir þeim að gjöra, eihs og dá- leiddur maður gjörir }yað, sem dáleið- ari hans segpr honum að gjöra. En þegar þessir aumingja vesalingar vakna, hvar verður þá Sigurður Júlí- us Jóhannesson og Voraldar-klikan stödd? Það sést á sínum tíma. Eft- ir þetta voðastríð, þar sem himnariki berst á móti helvíti ttm völd þessa heims, þegar við verðum spurð, sem þjóö, hvar stóðuð þið og hvað gjörð- uð þið? Þá bendum við með dýpstu lotningu, hv'ernig sem samvizka hvers einstakiings verður, á björtu og skæru stjörnurnar okkar, íslenzku hermenn- ina. Þeirra saga, í sögu þessara miklu tíma verða björgunarkaðlam- ir okkar, og Guði sé lof, verða nógu sterkir til að halda okkur uppi, þrátt fyrir Dr. Sigurð Júlíus Jóhannesson. S. J. J. mintist meðal annars, t ræðu sinni á Gimli, á íslenzka kjmblendings- grautinn í Wpg, og Canada yfir höfuð Ef islenzku börnin i þessu landi eiga að bera ást og virðngu fyrir íslenzk- unni, þá verða þau að fá fullkomnari og göfugri mynd, heldur en ritstjóri Voraldar dregur upp af sönnum ís- lendingi; og sem sést bezt í gegn um hin 4 boðorð hans: 1) að Iæra is- lenzka tungu fþað er réttj og tala hana hvar og hvenær sem er, nema annað sé óhjákvæmilegt. 2) Syngja lofkvæði án afláts utn Island, sönn eða ósönn. 3) Fyrirlíta allar aðrar þjóðir (að Þjóðverjum undanskild- ttm). 4) Bannsyngja þetta land og stjórn þess og alt brezkt vald. Bf þetta er ekki fyrirlitleg mynd fyrir einstakling og þjóð að breyta eftir, þá veit eg ekki hvað er fyrir- litlegt. Hann fótumtreður það göf- ugasa og bezta, sem einkent hefir þjóð vora frá fomöld, og sem íslend- ingar stæra sig réttilega af: dreng- skap og hugrekki forfeðra vorra. En eins og maturinn sem við átum fyrir ári stðan, seður ekki hungur okkar í dag, eins er ekki einhlýtt fyrir ungu kynslóðina i dag, að verða að stara mörg hundruð ár aftur í tímann. Hún verður að geta borið virðingu fyrir nútiðarframkomu feðra sinna og mæðra. Dr. S- J. J- stælir íslendinga upp í stnum tveimur verstu göllum: ósam- ljmdi og hroka. Og unglingarnir snúa í burtu, þangað sem loftið er heil næmt og hressandi, þegar búið er að sótthreinsa þá. En fyr getið þið ekki búist við börnunum ykkar heim. Gimli, Man., 5. ágúst 1918. Margrét GJarvis. GOFINE & CO. TalS. M. 3208. — 322-332 Kllice Ave. Horninu & Hargrave. Verzla meC og virða brúkaSa hús- muni, eldstór og ofna. — Vér kaup- um, seljum og skiftum ð. öllu sem er nokkurs virSi.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.