Lögberg - 15.08.1918, Blaðsíða 2

Lögberg - 15.08.1918, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. ÁGÚST 1918 MINNI CANADA. Ræða flutt 2. ág. 1918 í Wynyard af Séra Fr. Hmllgrimsiyni Þegar eg á hér á íslendingadegi aö mæla fyrir minni Canada, dettur mér ósjálfrátt í hug orðin, sem Drottinn lét foröum Jeremía spámann flytja Gyðingum, er herleiddir höfðu verið frá Jerúsalem til Babýlon: “Látið yður umhugað um heill borgarlnnar, sem eg herleiddi yður til, og biðjið til Drottins' fyrir henni; því áð heill hennar er heill sjálfra yðar”. Hafi það verið rétt fyrir þá að láta sér umhugað um heill borgarlnnar, sem þeir voru fluttir til ófrjálsir og nauðugir, hversu miklu fremur ættum við þá ekki, sem hingað erum komnir fúsir og frjálsir, að láta okkur þykja vænt um þetta land, sem hefir farið svo vel með okkur, og telja það ljúfa skyldu og sóma, að vinna því alt það gagn, er í okkar valdi stendur. Það eru nú liðin 45 ár siðan ís- lendingar settust fyrst að hér í landi. Heiman af ættjörðinni komu þeir fyrst um það leyti, er ísland var að halda upp á 1000 ára afmæli sitt, til þessa nýja lands, með hjörtun full af vonum og framsóknarþrá. Þeir komu hingað til þess að bæta kjör sin, því hér hugðust þeir mundu eiga betri æfi fyrir höndum. Og vonirnar hafa ekki brugðist. Vel hefir þjóðflokki okkar vegnað hér,og vel hefir hpnum hepnast að færa sér í nyt tæíafærin mörgu til arðsatns starfa, sem hér eru fyrir hendi. Smáir voru íslendingar að visu fyrst framan af í augum þeirra, er hér voru fyrir; en ekki leið á löngu áður en þeir sýndu hinum nýju nágrönnum sínum hvað í þeim bjó, og fóru að vaxa í áliti þeirra; og nú er svo komið að íslendingar hafa hlotið þá virðingu hér í landi fyrir (öngu, að þeir séu í hópi nýtustu og öeztu borgara, og menn úr okkar hópi Fólksfjöldinn er óðum að aukast, og landið er svo frjósamt, að það getur v'eitt viðurværi margfalt fleira fólki en nú er hér. Enn hefir ekki verið tekinn til ræktunar nema tæpur fjórð- ungur af því akuryrkjulandi, sem til er, og ógrynni af fjársjóðum eru enn fólgnir í jörðu, — kol málmar og önn- ur efni, sem komandi kynslóðum er ætlað að finna, vinna og njóta. Alls konar iðnaður á hér nærri því tak- markalausa framtíð fyrir höndum. Hér er verk að vinna fyrir margar hendur með góðri arðsvon. Alt bendir til þess, að þetta land geti með timan- um orðið eitt hið öflugasta og auðug- asta framfaraland heimsins, En framtið hvers lands er ekk: komin undir lanskostum, fólksfjölda, verklegum framförum og auði einum samnn, heldur undir því, hvaða þjóð byggir landið. Auðæfi og landgæði geta snúist til óláns, ef illt er með far ið, — ef yfirráðin yfir því ler.da í höpdum óviturra og eigingjarnra manna, sem nota þau til kúgunar og féflettingar, eins og þeir sem lengst af hafa við völdin verið á Rússlandi, eða til þess að leiða blóðugar hörm- ungar yfir sína eigin þjóð, eins og hervalds-kliku Þýzkalands. — Þegar vð hugsum um framtíð landsins, verð um við þess vegna um fram alt að hugsa um andann í þjóðlífinu, um hin andleg.u menningarverðmæti. Og< frá þvi sjónarmiði verða þýðingarmestu framtíðarspurningarnar þessar: Hvers konar fólk byggir og mun framvegis byggja þetta land? Hvað hugsjón- um verður hin mikla auðlegð lands- ins helguð? Hvaða skerf leggur þjóðin til heimsmenningar og mann- kynsfarsældar ? Ef við með þessar spurningar í skipa hér trúnaðarsæti og sitja á bekk huga litum til liðna timans og nútím- tneð þeim, sem æðstu völdin hafa og mest eru virtir, og sóma sér þar vel- Við eigum hér stjórnimálamenn og /nentamenn, iðnaðarmenn, bændur og kaupsýslumenn, af íslenzku bergi brotna, sem hafa lagt hér fram sinn skerf til þjóðþrifa og orðið þjóð- flokki okkar til sóma. Og sú vel- gengpii, sem þjóðflokkur okkar yfir höfuð að tala á hér við að búa, er ekki aðeins að þakka því atgerfi, er hann hafði til brunns að bera, og þeim dugnaði, er hann hefir sýnt í fram- i sóknarbaráttunni heldur líka hinu, að ] hér eru fyrir hendi mikil tækifæri fyr- ir framgjarna og ötula menn. Þess vegna finnum við til þakklætisskuld- arinnar, er við erurn í við þetta land. iÞess vegna þykir okkur v'ænt um það, og viljum fegnir leggja fram sem drýgstan skerf til þess, er því má að gagni og sóma verða. Og þess vegna höldum við aldrei svo upp á íslend- ingadag hér, að við minnumst ekki Canada með virðingu og hlýjum til- finningum; já, árnum landi og þjóð heilla og blessunar. Hálf öld rúm er liðin síðan frum- býlingafylkin 4 með fram St. Law- rence-fljóti og vötnunum gjörðu bandalag sin á milli, er síðan hefir borið nafnið “Dominion of Canada”. En breytingarnar, sem síðan hafa orðið hér í landi, eru miklar og fram- farirnar stórstígar. •Þá voru fylkin aðeins fjögur, og viðátta þeirra 540,000 ferhyrnings- mílur; en nú eru þau 9 og viðáttan nærri því fjórar miljónir ferhyrnings- mílur, auk feikna mikils landflæmis fyrir norðan þau. Þá var fólksfjöldinn rúm hálf fjórða miljón, en nú hátt á áttundu. Þá voru járnbrautirnar samtals 2278 milur,á Iengd, en nú um 36,000 | mílur. Þá voru þjóðareignir um 17 milj. dollara virði, en nú yfir 320 miljónir. Þá var höfuðstóll bændanna hér í landi samtals rúmlega 30 miljónir dollara, en nú um 114 miljónir. Fyrir 47 árum voru hér ekki fullar 2 miljónir ekra undir hveiti og arður- inn af þeim tæpar 17 miljónir bushela en um 15 miljónir ekra undir hveiti, þar af 8yí miljón hér i Saskatchevan, og arður landsins af hveitiræktinni fyrir þrem árum var nærri því 427 milj. bushela. Fyrir 50 árum voru hér í landi um 10,000 alþýðuskólar, en nú eru þeir yfir 26,000. Þá var varið til menta- mála þjóðarinnar árlega um 2y2 mil- jón dollara, en nú um 56 miljónum. Þá þektist hér hvorki telefón né Joftskeyti; en nú eru hér í landi not- aðir yfir hálf miljón telefóna og yfir 50 loftskeytastöðvum hefir verið kom- ið upp. En nú skal eg ekki þreyta ykkur á fleiri tölum. Þessar, sem nefiftlar hafa verið, nægja til þess að sýna, að það eru ekki orðin tóm að framfarirn- ar hér i landi hafi verið miklar síðast- liðinn alrlarfjórðung. Og þær fram- farir eru okkur og öllum góðum Canadamönum gleðiefni, því í þeim felst fyrirheit um bjarta framtíð bessa lands og þjóðar, ef við, sem nú lifum, og niöjar okkar reynast ekki eftirbát- ar þeirra er á undan gengu og braut- ma ruddu. Framtíð landsins, — hvaða' vonir megum við þá gjöra okkur im hana? 1 verklegu og efnalegu tilliti gefur liðni tíminn glæsilegar vonir. — ans, þá getur okkur ekki dulist það, að í því efni á þessi þjóð margt eftir að læra. í stjórnmálum hefir átt sér stað spilling og ranglæti, sem engum hugsandi manni getur dulist. Eg ætla ekki hér að fara að gera nein einstök umtalsefni; hér er hvorki staður né atriði stjórnmálaspillingarinnar eða stund til þess. En eg nefni þetta at- riði vegna þess, að stjórnmálaástand- ið í hverju landi sé frjálst í að hafa að einhverju leyti, spegilmynd af þjóðinni, af hugsunarhætti mikils hluta hennar. Því að á móti því verður ekki borið, að í stjórnfrjálsu landi getur ranglát og ónýt stjórn ekki setið við völd lengur en nógu margir af landsmönnum eru svo lítil sigldir, að þeir láta hafa sig tli að halda henni við, ýmist af skilnings- leysi og blindni, eða hugsunarleysi og heigulskap, eða þá eigingjörnum hagsmunahvötum. En þó að sagan. okkar sé í því til liti víða ekki fögur, þá er þó farið að rofa fyrir degi. Striðið hefir í því sem öðru átt sinn þátt í þvi að opna augu fólksins á ýmsan hátt. Raddir réttlátrar vandlætingar eru farnar að láta til sin heyra og fá áheyrn hjá mörgum. Fjöldi fólks er farinn að finna sárt til og blygðast sln. Menn eru háværar en nokkru sinni fyr farn- ir að heimta ráðvendni og ósérplægni af þeim, sem fyrir málum þjóðarinnar standa, og dæma hart atferli þeirra, er nota sér neyð þjóðarinnar til þess að féfletta hana sjálfum sér til ábata. En af því hefir alt of mikið átt sér stað og á sér stað enn. En þjóðin þarf að vakna öll! Borg- arar landsins þurfa að risa upp sem einn maður, og leiða til öndvegis á öllum svæðum þjóðfélagsins þær hug- sjónir, sem eru nauðsynlegir undir- stöðusteinar hvers þjóðfélags: hug- sjónir réttlætis og ráðvendni. Þjóðin þarf að ganga ríkt eftir þvi, að lögin gangi jafnt yfir alla, ríka sem fátæka, volduga sem valdalausa. Fátt getur verið réttlætishugsjónum manna til meira niðurdreps en það, að sjá strangleik laganna beitt vægð- arlaust við smáþjófinn, en tekið á stórþjófunum með mýkstu silkihönzk- um og þeir jafnvel hafnir til æðstu virðinga. FuIIkomið, jafnrétti allra borgara fyrir lögunum er eitt af nauð- synlegustu skilyrðum heilbrigðrar þióðskipunar- . Hlutdrægni í þeim efnum brýtur niður virðingu manna fyrr lögum og rétti, og skapar þá venju og þann uppreisnaranda. sem getur haft hinar blóðugustu afleiðing- ar, eins og læra má af sögu stjórnar- byltingarinnar miklu í Frakklandi i lok 18. aldar. Og þjóðin þarf að láta sér ant um það, að kjósa ekki aðra til þess að fara með völdin hjá sér en þá menn, sem bæði hafa til þess vit og hæfi- leika, og eru líka ráðvandir menn og óeigingjarnir, — menn, sem hugsa ekki mest um það að skara eld aþ eig- in köku, heldur hafa það mark eift fyrir augum, að haga þannig ráðs- mensku sinni á þjóðarbúinu, að sem flestum megi til farsældar verða. Og þjóðin þarf að láta sér ant um ráðvendni i viðskiftalífinu alment, — korna i veg fyrir það með sanngjarnri löggjöf og'viturlegri stjórn, að hrika- leg samtök geti átt sér stað um það, að gjöra lífsnauðsynjar óeðlilega dýrar fjöldanum, fáeinum mönnum til stórhagnaðar, en með þvi beinlínis stolið brauðinu frá munninum á þeim, sem minst hafa. lbúar þessa Iands þurfa að vakna betur til meðvitundar um þá skyldu sem á þeim hvílir sem borgarar frjálsu landi, — skylduna til þess að sjá um það, að skjöldur þjóðarinnar sé skygður og hreinn, og að öllum búum landsins geti liðið eins vel og Guð hefir gefið hér til efni og tæki færi. Við verðum að gjöra okkur það Ijóst, að á okkur hverjum og ein um hvilir mestur hluti ábyrgðarinnar á því, hvað úr þjóðinni verður og hvern sess hún skipar meðal annara þjóða. Enginn má vera sinnulaus þeim efnum og varpa áhygju sinni upp á aðra. Sem borgarar höfum við ekki aðeins réttindi, heldur líka skyldur, — heilagar skyldur við þetta fagra land, sem breiðir faðm sinn móti okkur og gefur okkur lífsviður væri og Iífsþægindi; og við þá, sem landið byggja með okkur. Hver kyn- slóð legg.ur með hugsunarhætti sinum og starfi, grundv'llinn að gæfu eða ó- gæfu næstu kynslóðar. Fari hún vel með landið og þjóðmálin, þá verður gata næstu kynslóðar greiðari; en komi hún órækt í akur þjóðlífsins, þá mega næstu kynslóðir sveitast við að reita illgesið. Metnaður hverrar kyn- slóðar á að vera sá, — ekki aðeins að láta sjálfri sér líða vel, heldur að búa sem bezt i haginn fyrir komandi tíma vinna að framtíðarheill landsins, svo að hús þjóðarinnar megi rísa æ hærra og veglegra. Og þess vegna þarf hver einstaklingur þjóðfélagsins að gjöra sér grein fyrir því, að hann er partur af þvi efni, sem hús þjóðarínn- er reist úr. Eins og húsasmiðurinn vandar hvern stein, sem hann hleður í húsvegginn, að hann sé hornréttur og sléttur, til þess að húsið verði traustbygt og fagurt, — eins þurfum við, steinarnir einstöku, sem hús þjóð- félagsins er bygt úr, að vera vandlátir við okkur sjálfa, — leggja með Guðs hjálp rækt við hvern góðan hæfileika, sem hann hefir gefið okkur, til þess að okkar skerfur, hvers og eins, til velfarnaðar þjóðlífsins, verði sem mestur og beztur. Því réttlætl, ráð- vendni og sómi þjóðfélagsins byggist og verður til fyrir réttlætismeðvit- und, drengskap og sómatilfinningu einstaklinganna mörgu, sem þjóðina mynda. Þannig langar mig til að við, sem nú lifum hér í þessu.landi, getum bor ið gæfu til að rækja köllun okkar sem Canadamenn- Og þannig langar mig til að mega hugsa mér framtíð þessa lands: bjarta, glæsilega, frægðarríka. Mig langar hjartanlega til þess, að þjóðin, sem er að myndast úr samruna margra þjóðflokka, — eins og stórt fljót myndast þar sem margar ár smærri renna saman —, verði sterk þjóð og farsæll merkisberi fagurra og göfugra hugsjóna, og virt og elsk- uð af öðrum þjóðum. Og til þess ættum við öll, sem góðir Canadamenn, að telja okkur ljúft og skylt að leggja okkar skerf af fremsta megni. Það er sönn þjóðrækni. Canada hefir ekki aðeins boðið til sín til dvalar þeim, sem efnaðir voru og farsælir, heldur hefir hún líka breitt faðminn á móti þeim, sem bágt áttu annarsstaðar, sem voru að berj- ast við fátæktarbasl eða stundu undir kúgun og ófrelsi í öðrum löndum. Þá hefir hún tekið að sér og gengið þeim í móðurstað, veitt þeim heimili, vernd og atvinnu. Hvílíkar sögur kunna ekki margir af því að segja, hvernig þeir komu hingað til lands allslausir, þaðan sem þeim var meinað að njóta sin, og urðu hér gæfumenn, fundu frelsi og tækifæri til þess að beita kröftum sínum og hæfileikum þannig, að hag.ur þeirra blómgaðist. En nú kaltar Canada á syni sína og dætur, sem hfún hefir fóstrað og alið. Nú kallar hún á hvern góðan dreng til að duga sér, þegar hún er í nauðum stödd, þegar í hættu er það, sem henni er dýrmætast og kærast: frelsi henn- ar. Og margir hafa brugðist vel við og drengilega og skipað sér undir merkin til þess að berjast fyrir frelsi og framtíðarheill Canada svo og hug- sjónum lýðfrelsis og mannréttinda í heiminum. Ófölnandi frægð hafa þeir getið sér og þjóð sinni, Canada- mennirnir rösku, fyrir frækilegá fram Skömm fái nú hver sá, sem heldur að sér höndum og vill ekkert lið veita þjóð sinni, meðan aðrir eru að út- hella blóði sinu fyrir frelsi hennar. Skömm fái hver sá, sem með orðum sínum eða framkomu dregur kjark úr þjóðinni, þegar hún er stödd í þessari ægilegu eldraun. En heiður sé hv'erjum þeim, sem sýnir nú sanna þjóðrækni í orði og verki. Heiður sé hverjum þelm, sem fórnar glaður hverju því sem fórna þarf til þess að réttlætið geti unnið sigur yfir ranglætinu, lýðfrelsið yfir hervaldskúguninni. Stígum á stokk og strengjum þess heit, að duga nú vel móður okkar Canada. Látum nú sjá að við séum nógu miklir menn til þess að gjalda þessu landi eitfchvað af þelrrl miklu þakklætisskuld, sem við erum í við það Og gleymum ekki þvi, sem Drottinn lét forðum segja Israelsmönnum Babýlon, og er alveg jafn heilagur sannleikur að því er okkur snertir: að heill þessa lands er okkar heill. Verði landið ánauðugt undir erlendu kúgun arvaldi, þá verðum við ánauðugir líka En sé landið frjálst, þá erum við líka frjálsir menn. Því að eins að við vinnum af heil um hug og öllum kröftum að hVerju því, er eflt geti hug þessa lands og trygt góða framtíð þjóðarinnar, getur hugur fylgt máli hjá ckkur þ^gar við segjum: Blómgist og blessist framtíðarland ið okkar fagra, Canada! — göngu sína á vígvöllum Norðurálfunn- ar í þessu mikla heims stríði. Hundr- uðum þúsunda saman» hafa þeir kvatt heimili og vini til þess að fara yfir hafið og fórna öllu fyrir það, sem var þeim dýrmætara en lifið. Og gleði- efni er það okkur óumræðilegt og þjóðflokki okkar til mikils sórna. hVe mikla þjóðrækni Véstur-íslend- ingar hafa sýnt á þessum alvarlegu reynslu'tímum, — hve margir úr okk- ar hópi hafa frjálsir og fúsir geiigið í herþjónustu og hve vel margir þeirra srtn heima eru, hafa unnið þjóð- ræknisstörfunum margvíslegu I sam- bandi við stríðið. Af öllu hjarta biðjum við algóðan guð þess, að sem flestum drengjanna okkar megi auðnast að koma heim afur til ættingja og vina, heilir á húfi En þeir koma ekki ^llir aftur-. Margir þeirra hafa fært fórnina mestu sem maður getur fært: líf sitt. En eiga þeir að liggja óbættir? Á blóði þeirra að vera til ónýtis úthelt? . Neí, nei! Nú hvílir sú heilög skylda á hverjum góðum • Canada- manni að styrkja sem bezt hendur þeirra, sem á vopnum halda og vinna að því að fylla skörðin sem orðin eru í fylkingum okkar manna, svo að þessi þjóð géti lagt sinn skerf til þess að sá sigur sigur verði sem fyrst unnin, sem tryggi frið á jörðu og frelsl þjóð- anna. Athugasemd og Ieiðrétting. Ritstjóri Lögbegs — góði vinur! Hér í vetur las eg þá fregn í Lög bergi, að söfnuðurnir íslenzku Minnesota hefðu þá nýlega kallað Guttorm J. Guttormsson til prestþjón- ustu hjá sér og boðið honum ágæt kjör. Þóttist eg vita að við mig væri átt,því eg hafði rétt áður fengið köll- unarbréf að sunnan. Mér fanst rétt ast að láta mismælið eins og vind um eyrun þjóta, því að prentarar höfðu stundum gjört mér verri grikk en >ann, að bæta við mig einu “joð”-i En þegar eg fyrir skemstu leit þá nýjung í Heimskringlu, að Guttorm- ur J. Guttormsson væri orðinn geist legur starfsmaður hjá Minneotingum, og að forseti kirkjufélagsins hefði sett hann í embætti, þá fann eg, að ekki mátti lengur við svo búið standa, því >essi villa var alvarlegri en virðast mætti í fljótu bragði. Svo er mál með vexti, að norður við íslendingafljót er búsettur frændi minn og góðkunningi, sem ber sama skírnarnafn og patronymic eins og eg. Við erum alnafnar að því und- anskildu, að hann skiftir fangamarki sínu i miðjunni með “joð”-i, en eg ekki. Til skýringar og til þess að festa aðgreininguna betur í minni skal þess getið, að við nafnar erum ekki bræð- ur — þótt við prýðum báðir sömu ætt- ina. Eg er Guttormsson, Þbrstelns- sonar, frá Krossavík í Vopnafirði. Nafni minn er sonur Jóns Guttorms- sonar, sem bjó á Arnheiðarstöðum í Fljótsdal, ef eg man rétt. Við erum svona líkir á prenti fyrir þá sök, að nafni minn hefir gjört föðurnafn föð- ur síns að ættarnafni, eins og tíðkast með Vestur-íslendingum, og bætt þar inn í upphafsstafnum úr sínu eigin föðurnafni, en eg hefi haldið frónska vananum óbreyttum. Alvaran, sem á ferðum er, er þessi, að ókunnugir hafa hvað eftir annað farið vilt á okkur nöfnum, og að þau misgrip hljóta að færast í vöxt, ef prentarar og blaðamenn fara óvarlega með stafinn, sem greinir okkur að. Svo gæti hæglega hlotist misgáningur út úr öllu saman á milli okkar nafn- anna, ef metist yrði um það, hvor okkar hefði gjört hinn frægan, því báðir hafa til sins ágætis nokkuð: eg er prestur en hann skáld. Þetta tvent hefir stundum runnið saman í eitt í hugum manna, þegar þeir kunnu ekki að aðgreina nöfnin, og sá glundroði hefir ekki komið sem jafnast niður í okkar garð- Eg hefi hvað eftir ann- að hlotið “v'iðurkenning” og gómsætt Iof fyrir skáldskapinn hjá nafna, en hann megna óþökk fyrir rétttrúnaðinn og þröngsýnið í mér. Maður getur fengið sig full-saddan á slíku, þegar til lengdar lætur. Það er eins og þar stendur: Báðir fengu nafnar nóg, — nefjum brýndu saman — annar grét, en annar hló; ekki var það gaman. • Og nú eru blöðin, setn eiga að upp- fræða almúgann, farin að auka á vill- una með því að bæta við mlg “joð”- inu. Við nafnar litum nú út á prenti eins og tvíburar og þekkjumst ekki að. Þetta er farið að koma sér afar- illa fyrir báða. Eg þykist vita, að rignt hafi yfir nafna minn heillaósk- um, ekki alveg græskulausum, út af brauðveitingunni. En af mér aftur á móti er það að segja, að þó mér þyki gott að vera lofaður fyrir skáldgáf- una, þá fylgir vandi nokkur vegsemd hverri. Menn ætlast til þess að eg láti þá heyra stökur eftir sjálfan mig, alveg nýjar af nálinni. En eg er ekki skáld, ekki einu sinni leirskáld. Mig skortir að sönnu aðems einn hlut til þess að komast í leirskáldaflokkinn, en sá hlutur ríður baggamuninn — eg yrki ekki. Það er hálf-ónotalegt, eins og allir skilja, að vera beðinn að yrkja brúðkaupskvæði, sitja svo næt- urlangt yfir yrkisefninu án þess að koma tveim hendingum saman og verða að Iokum að gefa frá sér þrent í einu: verkið, orðstírinn og ábatann. Þó er hitt enn hvimleiðara, þegar eg kemst eftir þeirri von hjá mönnum, að eg muni láta fjúka í kv'iðlingum við hvert tækifæri, þegar eg stend á fæt- ur til þess að segja eitthvað. Eg sé eftirvæntínguna skína út úr andlitum fyrir framan mig, og get ekki fullnægt henni. Þegar svo ber undir, þá reyni eg auðvitað að vanda mig, og segja eitthvað verulega fagurt og gott." Fólj^jð sér viðbúnaðinn, og heldur að þar sé skáldgáfan að biðja sér hljóðs Tilhlökkunin eykst. “Já, nú kemur það,” hugsa menn, og standa á önd inni — og svo er þetta, sem kemur, ekkert annað en óbreytt þoka — prósi, sem hvergi stendur í hljóðstöfum. Það má nærri geta, hvort skemtilegt sé að flytja ræður við slík tækifæri Til að klikkja út: Við nafnar er- um ekki sami maðurinn báðir. Eg er prestur en hann ekki; hann er skáld en eg ekki. Á prenti þekkjumst við að á “joð“-inu ef blaðamenn og prent- arar hafa gjört skyldu sina. Vilji einhver komast i hjónaband og hafa mikið við, þá er eg til þess albúinn að binda hnútinn, en það er vænlegast að leita til nafna míns eftir kvæðinu. Bg vona að ritstjóri Heimskringlu fari svo vandlega yfir Lögberg, að hann reki augun í línur þessar, og er þá innileg ósk mín til beggja blaðanna sú, að þau mættu taka þær til alvar- legrar íhugunar og hegða sér þar eft- ir, með því að gjalda hér eftir hvor- um okkar nafna það, sem skylt er: þeim virðing, sem virðing ber, og þeim “joð”, sem “joð”-ið ber. Vmsamlegast. Guttormur Guttormsson. Arni Þórarinssoa Dáinn 17. júlí 1918. Hjálpsami og hugstóri frændi, þú hefir nú farið burtu af veraldar vegum til veganna betri, þar sem að mæða ei mæðir mannanna börnin, og þreyta af þrautanna byrði þjakar ei neinum. Oft voru á æfibraut þinni erfiðir partar, >ví mæðu steinn margoft var lagður mótlætis götu. Þú heyrðist ei kveina né kvarta, því kjarkur og festa ýttu í áttina réttu, unz endaði leiðin. Mér þó að færir þú fyrri til fundanna heima, sé eg þig síðan á hæðum sæli hollvinur, frelsarinn þjóða hvar fræðir frelsaða lýði, og alla í einingu lætur unaðar njóta. Heimilis vinir þig harma, því horfinn ert frá þeim; sendu þeim græðandi geisla í gliti ársólar, Copenhagen Vér ábyTgj- umst það að vera algjörlega hreint, og það bezta tóbak í heimi. Ljúffengt og endingar gott, af því það er búið til úr safa miklu en mildu tóbakslaufi. MUNNTOBAK svo að þeir viti þú vakir og vel treysta megi að böndin, sem brostin nú eru, bindist að nýju. Gróa frá Krossholti. Leiðrétting. Herra ritstj. Lögbergs! Eg hefi orðið var við dálitla grein í dagblaðinu “Fréttir ('útg- í Reykja- vík 30. júní þ. áj, sem tekin er úr heiðruðu blaði yðar, “Lögberg”. Greinin er með yfirskriftinni “Fram- takssamur landi”, og skrifuð sem bréf frá New York undir mínu nafni. Eg vil hér með láta þess getið að eg hefi eigi skrifað þá grein, og þekki alls ekkert mann þann, sem þar um ræðir — Sigurð Jónsson “úti í New Jersey”, og hefi aldrei orðið var við framtakssemi hans, hvorki vestan hafs né austan. Þar af leiðandi get eg auðv'itað engin meðmæli gefið honum. P.t. New York 24. júlí 1918. Garðar Gíslason. Árborg, Manitoba, 3. Guðlaug, kona séra Benedikts Eyjólfssonar prest að Berufiði, dáin, 4. Gíslína, kona Einars skálds H. Kvaran, 5. Gróa, dó ung og ógift. Kunnugur lýsir Þorkeli þannig: Dulur maður, svo að sjaldan gætti skapbrigða hjá honum, nema verja þyrfti smælingja, vandabundinn eða óviðkomandi. Kvað þá svo að Þor- keli að fáum var hent að mæta honum í orði eða atlögum. Maðurinn var greindur vel, góðgjarn, burðamaður og listfengur mjög að hverskonar handiðn. Við kynningu ávann hann ógleymnar vinaminningar. P. H. Æfiminning. Þorkell smiður Gíslason andaðist 6. júlí 1918. að Winnipegósis, Manítóba. Fæddur var hann 11. apríl 1858 á Hala koti í Flóa í Árnessýslu. — Foreldrar hans voru þau Gísli smiðnr Gíslason, bóndi um langt skeið í Reykjakoti í Mosfellssveit og kona hans Solveig Þorkelsdóttir. Þorkell dvaldi með foreldrum sínum til 28 ára aldurs, þá fluttist hann vestur um haf til Winni- peg. Þaðan til Seattle í Washington- ríki. Hvarf austur til Thingvalla til Þóru systur sinnar, sem þá var orðin ekkja, hjá henni var hann ráðsmaður eitt ár 1891—2. Fluttist þá austur að Manitoba vatni og síðan til Winni- pegósis þorps, — sem þá var lítið eða ekki annað en Hudson’s Bay Co. stöð — Hér dvaldih ann síðan yfir 20 ár, eða til dauðadags. Stundaði hér húsa og skipagerð; jafnan aðalsmiður þess bæjar. Hvorki ekkja né börn harma Þor- kel — kvæntist aldrei. — Hann átti engan bróður, en 5 systur: 1. Þóru Sveinsson, húsfreyju að Markerville, Alberta, 2. Sigríði, ekkju Guðmund- ar Kolbeinssonar, á Esjubergi, nú að Frá Blaine, Wasb. Ungmenni fermd í Blain af sira Sig. Ólafssyni, 30. júni: Kristján V. Oddstad. Hugsvinnur Þ. Johnson. Ólöf Dagmar Breiðfjörð. Ólafur Th. P. Björnsson. ' Rose Dalmann. Látinn er í Blain 10. júlí Guðmund- ur Þorkelsson Goodman, er lengi bjó á Fossum í Húnavatnssýslu. Hann var faðir Þorláks Goodman, er hér öýr, og andaðist á heimili hans. Látin er í Sedro-Wooley, Wash., Mrs. Inga Kristjánsdóttir Sæmunds- son frá Marietta, Wash. Hún var kona Sæmundar Sæmundssonar, er býr í Marietta, Wash. Hún var jarð- sungin í Ferndale, Wash-,af s!ra Sig. Ólafssyni. KENNARA VANTAR ........ fyrir Vestri S. D. No. 1669 fyrir 4 mánuði, frá 20 ágúst til 20 des. Umsækjendur tiltaki mentaastig og kaup. Tilboðum veitt mót- taka til 10 ágúst 1918. Mrs. G. Oliver, Sec.-Treaa. Framnes P. O. Man. 3? n Hvað œtlarðu aðgera með hjálp? ,INNUKRAFTUR til sveita er takmarkaður, en úr því má mikið bæta, með því að nota vélar, sem vinna meira verk á ákveðnum tíma, með minni mannafla. Því ætti bændurnir að binda sig við hesta, sem er dýr og seinn vinnukraftur, þegar allar aðrar atvinnugrein- ar, nota truck og lækka þar með kostnað við alla að drætti ? Alótortruck, vinna því sem næst eins vel, með sæmileg- um þunga, hvort heldur er í sumarhitanum, eða hinu ákafasta vetrarfrosti. Þau þurfa enga hvíld, eins og blessaðir hestarnir, og ekki éta þau fæðu, nema að eins ineðan á vinnunni stendur, og þegar dagsverki þínu er lokið, þá truflar þig ekkert eftirlit. Móturtruck kemst fyrir í minna en fjórða hluta þess rúms, er þú þurftir fýrir vagn, hesta og aktýgi. Það er mesti misskilningur, að Trucks, séu einungis nothæfar á steinlímdum brautum. Þú getur notað Ford hvar sem vera vill á bóndabýli, til þess að flytja korn kartölfur, skepnur, mjólk og hvaða framleiðslu, sem vera skal. Hraðinn, tíma- og vinnusparnaðurinn, og hið ótrúlega lága verð, fpllur öllum Forð notendum vel í geð. Ef þú þarfnast hjálpar, þá skaltu panta Ford One Ton Truck undireins. Fæst á öllu yerði að viðlögðum striða tax, nema trucks og chassis One-Ton Trnck $750 Runabout - - Tourlng ... Coupe - - Sedan ... - Chassis - - - F. O. B. Ford. 575 595 770 »70 535 Ont. Ford Motor Ford Company of Canada, Limited - - Ontario

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.