Lögberg - 28.11.1918, Blaðsíða 1

Lögberg - 28.11.1918, Blaðsíða 1
SPIERS-PARNELLBAKING CO. ábyrgjast yður fulla vigt, beztu vörur fyr- ir lœgsta verð sem verið getur. REYNIÐ ÞA! TALSÍMI: Garry 2346 - WINNIPEG Það er til myndasmiður í borginni W. W. ROBSON 490 Main St. Garry 1320 31. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 28. NÓVEMBER 1918 NUMER 48 ELDGOS 06 DREPSOTT A ÍSLANDI. ---—-- % '8' Katla, sem ekki hefir látið til sír heyra Spanska veikin deyðir fólkið í tuga- síðan 1860, spýr nú eldi og tali í Reykjavík. 10,000 liggja brennisteini. á sjúkrabeði, 120 dánir. Sækir um endurkosningu “Kaupmannahöfn, 14 okt. 1918 DagMaðinu “Berlingske Tid- ende” hefir borisit eftirfarandi símfregn frá Reykjavík. “Næst stærsta eldfjall á ís- landi, Katla, hefir nú eftir því nær sextíu ára iþögn, spúð úr sér ógnum af eldi og brennisteini. Um kl. 1 á laugardag varð fólk- ið í nágrenninu fyrst vart við landskjálftakippi og skömmu á eftir fylgdi gosið. Frá Reykjavík gýndist himin- inn allur eins logandi eldhaf. Ámar brjótast áfram bakka- fullar af sjóðandi hraunleðju og flytja stórbjörg og fjal'lháa jaka á haf út. Fólkið í hinum nær- liggjandi héruðum er óttaslegið og kvíðir ;því einkum að verzlun- arþorpinu Vík í Mýrda! muni skola út. Fólk er einnig hrætt um að all- margir ferðamenn á leiðinni aust- ur yfir Múlakvíslar muni hafa orðið króaðir inni og týnt lífi. !--------- Seinni fregnir telja nokkrar líkur til þess, að Vík í Mýrdal muni vera borgið. Blfimar, sem myndast hafa og strleyma frá hinum bráðnandi jökli, Ihafa mtt sé brraut austur um Vík og Mýrdalssand. Jak- arnir, sem flóð 'þessi flytja með sér eru feyki'lega háir, og sjást iþeir nú vtða á floti með suður- strönd feland. Rieykurinn, askan og gneista- flugið, sem fylgdi þegar á eftir gösinu, jafnframt hinum skelfi- Legu dyrikjum, Ihefir vakið þann grun í huga fólks, að meiri elds- umbrota megi vænta innan skamms. í dagflytur austanstomiurinn með sér feiknin öll af ösku og ó- þverra yfir iþorpið, svo dimt er í húsum öllum, sem komið væri fram í bráðasta skammdegi. Um megirihluta Rangárvalla- sýslu varð srvo myrkvað, að tendri þurfti ljós um hádaginn. Andrúmsloftið er þungt og lam- andi. Eldgosið »ást greinilega af norðvestur strönd fslands. Stóð mannfjöldi mikill á Norðurlandi úti alla nóttina og starði undr- andi á hrikaleik iþenna. Menn hafa gert tilraun til þess að komast út í Vík, en orðið frá að hverfa sökum þess að ár allar eru ófærar. Talsíma sambönd hafa öll úr lagi gengið, á svæði þessu. Landskjálftamir eru um garð gengnir, en gosin halda áfram. Er mælt að reykjargtrókamir hafi orðið um 30 kílómetra háir. Eldgos þetta er tatið hið stærsta, sem komið hefir fyrir á íslandi síðan 1783. En ekki hefir heyrst getið um að nokkurt manntjón hafi stafað af eldgosunum. Katla hefir alls gosið þrettán eðfi fjórtán sinnum, mun fyrsta gosið hafa átt sér stað síðast á nfundu öld. En ihið slðasta Kötlu gos, á undan Iþessu varð árið 1860.” Glöggar fregnir frá íslandi eru enn eigi við hendina, að iþví er snertir þetta nýjasta Kötlu-gos. Nafnkunnir á meðal þeirra er látist hafa em: Skáldið Guðmundur Magnús- son (Jón Trausti). EHn Laxdal, kona Jóns kaup- manns Laxdal, dóttir séra Matt- híasar Jochumsonar og systir hennar Herdís, kona Vigfúsar Einarssonar aðstoðar lögreglu- jstjóra í Reykjavík. Háskólakennari Jón Kristjáns- son, sonur Kristjáns Jónssonar fyrrum ráðherra, og kona hans. Kafteinn Páll Matthíasson. porsteinn Sveinsson, fiskimats maður stjóroarinnar á Mandi. Stórkaupmaður Jón Sigurðs- son. Kaupm.: porvaldur Valdimar Ottensen og Jón Jónsson frá Vaðnési. Jón Magnússon vöruhússstjóri við Duusverzlunina. Konur Odds Herniannssonar, skrifstofuStjóra, Fáls Gíslasonar kaupm. frá Kaupangi og Jónat- ans kaupm. Thorsteinssonar. Um fleiri af þeim sem dánir eru vitum vér ekki og þessa frétt fengum vér með símskeyti frá Áma Eggertsyni, sem nú er í BANDARIKIN Eftir því, isem siðustu og ná- kvæmu'stu fréttir segja ,frá hafa Repuiblicanar unnið við síðustu kosningamar í Bandarikjunum, sem fram fóru 5. þ. m.. Sagt er að þeir hafi 24 þingmenn um fram Demokrata í Oongressinu og að minsta kosti 4 í Senatinu og verða því báðar deildir þjóð- þings Bandaríkjanna í höndum Republikana fliokksins næstkom- andi kjörtímaibil, sem byrjar í marz nœstkomandi. Nokkuð er það einkennileg afstaða að lög- gjafarvaldið skuli vera í höndum Republikana, og að forsetinn skuli vera Demokrat, og getur í fljótu bragði litið svo út eins og að þeSsi koming sé nokkurskonar vantraustyfirlýsing á Witeon, en svo er Iþó vígt ekki, þvá vér erum þess fullVíisir að Republicana- íeiðtogamir hafi metið og virt hina göfugmannlegu framkomu Witeons á hinum vandasömustu tímum, ®em nokkum tíma hafa yfir þá þjóð komið. Heldur eigi Witeon sjálfum sér um 'þetta að kenna að mestu leiti, og gætum vér trúað að kosningaúrslit þessi eigi rót sina að rekja til ávarps þess er Wilson *gaf út rétt á und- an kosniingunum, þar sem hann skorar á þjóðina að kjósa menn til þings úr siínuim pólitíska flokki. Vínbann innleiddu þessi ríki við kosningamar: Florida, Wy- oming, Nevada og Ohio, og er því nú vínbann í 32 ríkjum í Bandaríkjunum. Sjötíu og sjö nýjum iskipum var hleypt af stokkunum í Banda ríkjunum í október, sem til sam- ans voru 398,100 smálestár. Verð á harðkolum í Bandaríkj- unum Ihefir verið hækkað um $1.05 á hverju tonno frá 1. nóv. 1918. Stjómin á Frakklandi hefir beðið Bandaríkjastjómina um að senda búsabyggingarnefnd til Frákklands til þess að gefa bend- íngar við húsabyggingar á svæð- um iþeim á Frakklandi, sem eydd hafa verið í stríðinu. Fjánmálanefnd Bandaríkjanna segir frá því að herkostnaður Bandaríkjanna í októbermánuði síðastHðnum hafi numið $1.664,- 862,000; þar af var 1489,100,000 lán til sasilherja Bandaríkjanna. A'Ilur stríðskostnaður Bandaríkj- anna fram að þessum tíma er sagður vera um $20,561,000,000. par af eru lán sambandsþjóðanna 7,017,000,000. Ríkisféhirðir Bandaríkjanna skýrir frá því að síðasta frelis- lán Bandaríkjanna hafi numið $6,866,000,000 oglhafi 21,000,000 manna tekið þátt í því. Alþjóðaþing Good-Templara var sett í Columbus, Ohio, á þrið.j udagsk völdið var. Aðal- verkefni iþess er sagt að sé að vinna að alheimsvínbanni. New York, hafði verið símað til um'boðsmanna íslenzku stjómar- innar þar. Eins og sjá má af þessu hlýtur ástandið að vera mjög alvarlegt á ættjörðu vorri. Ekki sízt þar sem húsakynni eru víðá ófullkomin og sárfáar lærð- ar hjúkrunarkonur til á öllu landinu. En undir eins og vér fengum þessar fréttir símuðum vér Mr. Eggertson í New York og beiddum hann að komast í samband við stjómendur Rauða kross félagsins í Ameríku og fá að vita hvort mögulegt væri að fá það til þess að hjálpa, með þvi að senda hjúkrunarkonur heim til fslands ef þessi ósköp skyldu halda áfram, oss virðist það vera sá eini vegur, sem vér Vestur- íslendingar gætuin orðið löndum vorum heima að liði, ef vér gæt- um haft einhver áhrif í þá átt, sem hér er bent til. En þegar blað vort fer í pressuna höfum vér ekki fengið svar frá New York. pess er getið í símskeytinu að veikin sé heldur í rénun í Reykja vík, en þá eru allar sveitirnar eftir. FALLINN Á VÍGVELLI. Dauðsföll. Ákveðið hefir verið að kosn- ingar skuli fara fram á Englandi hin 14. des. næstkomandi, og kvað vera farið að hitna þar í pólitíkinni heldur en ekki. Um afstöðu flokkanna er enn eigi full frétt, að öðru leyti en þvi, að verkamenn, undir forystu Hend- ersons, ætla að útnefna þing- mannaefni í ihvejju einasta kjör- dæmi. Á sunnuagsmorguninn var andaðist hér í bænum miss Svava Henderson, dóttir Mr. og Mrs. Jón's Hendersonar, sem lengi hafa búið hér í bænum. Miss Henderson var í broddi lífsins, góð og vönduð stúlka — og hvers manms hugljúfi, er henni kynt- ist. Hún vildi allra böl bæta og ölhun gott gjöra. Hún var auð- ug af dygð dygðanna, góðleikan- um. — Mrs. prúða Kristjánsson, kona W. Kristjánssonar, andað- ist 22. þ. m. Skilur hún eftir sig 6 ibörn, það elzta fjórtán ára og það yngsta hálfs annars árs. Hún lézt úr spönslku veikinni. — Mr. ] Kristjánsson maður hennar er ! sagður liggja þungt 'haldinn. — pann 26. þ. m. lézt Karólína Dalmann, dóttir Mr. og Mrs. Paul Dalmann hér í bæ, 14 ára gömul. Efnileg stúlka og vel gefin, en átti við heilsuleysi að stríða. Húsfrú Helga Sigurbjörg 01- geirsdóttir Oddson, eiginkona Leifs Oddsonar, andaðist að heim ili sínu í Thelmo Mansions hér í Winnipeg síðastliðið laugardags- kvöld (24. þ. m.), eftir stutta en þunga [egu. Banamein hennar var “spanska veiikin”. Hún læt- ur eftir sig, auk ekkjumanns og föður, tvær ungar dætur. Hún var aðeins 28 ára, er hún lézt. Góð kona og \æl gefin, og mjög harmdauði öllum, sem kyntust hennL Mánaðadagatal. Séra Rögnvaldur Pétursson hefir attit oss mjög fallegt mán- aðardagatal fyrir árið ] 919. pað er í sama formi og mánaðardaga- tal það, sem hann hefir gefið út undanfarin ár. Merkilegt að því leyti að það er alíslenzkt, og hefir að því leyti sérstaka þýðingu — þjóðemislega þýðingu fyrir oss islendinga og á teverju iblaði — sem eru jafn mörg ogmánuðimir í árinu msðta manni ekki einasta mánaðadagatalið heldur og mynd af merkismönnum íslenzku þjóð- arinnar, þar em altetaðar vörður reistar vörður—sem teafa staðið á vegum kalda landsins á ýmsum tímum, og frá ihverri af þessum myndum fljúga til vor neistar — framtaks, hraustleika og ræktar- semi — ræktarsemi við ættland sitt og okkur, og alt gott. Mán- aðadagatal þetta er mjög eigu- legt og kostar 35 cent og er til sölu hjá höfundinum, séra Rögn- valdi Péturssyni að 650 Maryland St., Winnipeg. Vér pökkum. .1. J. Vopni Við bæj arstj órnar-kosningarn- ar, sem fram fara á föstudaginn kemur, verður bæjarfulltrúi J. J. Vopni í kjöri á ný, í 4. kjördeild- inni. — Hann hefir skipað sæti í stjórn Winnipegborglar fyrir þá kjördeild í síðastliðin tvö ár, og setið í mörgum þýðingarmestu nefndunum, verið meðal annars formaður verkanefndarinnar. Mr Vopni ihefir sýnt að hann er fylli- lega starfi sínu vaxinn, að því er snertir hluttöku í meðferð bæj- armála og ætti þ\-í að sjálfsögðu að vera endurkosinn. pað eru ekki margir Islending- ar í kjördeild Mr. Vopna, en það munar um hvert atkvæðið, og þess vegna má enginn þeirra sitja heima á kosningardaginn. islendingar! Styðjið fslend inginn J. .1. Vopna á föstndaginn kemur! Lautier 77 ára. í síðustu viku var hinn nafn- kunni stjórnmálamaður og leið- togi frjáíslynda flokksins í Can- ada 77 ára gamall. Barst honum við það tækifæri teeillaóskir víða að. Einnig var honum haldið veglegt 'samsæti í London, Ont. Við það tækifæri hélt Sir Wilfred ræðu þar sem hann deildi all- mikið á stjórnina, og lýsti yfir því, að ef heilsa hans leyfði þá ætlaði teann sér að kalla saman fund allra fylgismanna sinna í Canada hráðlega til iþess að tafa um framtíðarmálþjóðarinnar, og fjöra ráðstafanir til fram- yœmda í samlbandi við mál þau er nauðsynlegt væri að taka til yfirvegunar að stríðinu löknu. Jóns Bjarnasonar skóli tekur á ný til sítarfa, ef Guð lofar kl. 9 f. h. næsta þriðjudag, 3. des. Sá tími er valinn með hliðsjón af hinum Skólunum. Háskóli Mami- toba-fýlkis byrjar á ný þann sama dag. Winnipeg, 26. nów. 1918. R. Marteins«on. Jón Lindal Eftirfylgjamdi símskeyti barst Mrs. Jón Lindal, 631 Victor St. hér í bænum. “Mér þykir fyrir iþví að segja þér að Pte. Jón Lindal No. 294019 Iiggur hættulega veikur í lungna- bólgu, sem hanm féklk upp úr in- fluenzu, á 14. almenna sjúkra- húsimu.” Skeyti iþetta er dagsett 21. nóvemlber og er undirskrifað af aðal-skrifara hermannadeildar- innar ií Ottawa. Œskuminning. Tíðum hvarflar hugurinn heim á kærar æsku slóðir; barns þar aldur ól eg minn, órabelgur smávaxinn. léttur þeyttist út og inn. Að mér gætti hugljúf móðir. ! Tíðum hvarflar teugurinn ! beim á kærar æskuslóðir. | Lék eg mér við lækinn blá, lít.inn bát á flot þar setti. ! Viðar-drengi væna þrjá l valdi eg trausta knörrinn á; skyldu veiðarfæri fá, ! fiskinn dorga norður “á Kletti”. Lék eg mér við lækinn blá, lítinn bát á flot þar setti. Fagurt er um flóð og sker, fuglar leik þar eiga á vorin. Eyjan smá með æðarver, alsett skreyttum blika-her. peirra kliður þekbist mér; þangað ekki taldi eg sporin. Fagurt er um flóð og sker, I fuglar ileik þar eiga á vorin. Stóð eg f jalls á Ihnjúki teá, horfði niður á djúpið víða; grænt hvar sólin gljáði á, t gáfu skýin iliti blá. Kynjamyndir mundu þá margar yfir sviðið líða. Stóð eg fjalte á hnjúki há, horfði niður á djúpið víða. Sá eg þrátt um sumamátt sólar norðan geisla streyma; ofar sæflöt líða lágt, ljóma gulli hafið blátt. öllu létt um andardrátt, eins og væri rótt að dreyma. Sá eg þrátt um sumamátt sólar norðan geisla streyma. B. p. Guðsþjónustur næsta sunnudag. Samkvæmt ráðstöfun heil- brigðisráðsins verða kirkjur bæj- arins opnaðar næsta sunnudag, og verða því guðisþjónustur flutt- ar í Fyrstu lútersku kirlkju bæði kl. 11 árdegis og kl. 7 síðdegis. Sömuleiðis verður haldinn sunnu- dagsskóli kl. 3 e. ih. Stjóm landsins hefir mælst til þess, að dagur þessi, 1. des., verði haldinn uim alt land. sem fagnaðar- og þakklætisdagur og hefir skorað á kirkjufélögin, að minnast á guðsþjónustufundum safnaðanna með þakklæti til Drottins, blessunarríkra úrslita stríðsins mikla og friðarins, sem nú er fenginn. pað dýrlega þakk- arefni verður guðsiþjónustan í Fyrstu lútersku kirkju, sú er fjutt verður síðdegis, helguð að öllu leyti. f annan stað er oss utrihugsun- ar- og bænar-efni sjálfgefið, þar sem er að minnast hörmunga þeirra og sorga, er stafa af veik- indum þeim og manndauða, er nú undanfarið hefir legið sem farg yfir óteljandi iheimilum og einstaklingum. Við árdegis-guðs- þjónustuna verður minst fþessar- ar sérstöku mannilegu neyðar, og þó einkum náðar guðs við oss synduga menn í neyðinni. Líka sú guðsþjónusta verður ’þakkar- gjörð til himnaföðursins fyrir líkn hans og hjálp í nauðum. petta eru kristnir íslendingar í Winnipeg beðnir að hafa í huga. AHir eru \-elkomnir í kirkjuna. Björn B. Jónsson. Christman Swanson. Ohristman Swanson var fædd-ief honum heifði enzt aldur. Hann ur 17. febr. 1889, að Glenboro, Man. Fœrldrar hans voru Torfi Sveinsson, ættaður úr Dalasýslu á íslandi, viðurkendur hraust- leikamaður á sinni tíð, og seinni kona hans Guðrún Jónsdóttir, ættuð úr Miðdölum í sömu sýslu, mesta kjark kona og höfðing- lynd. Faðir bans er nú dáinn fyrir mörgum árum, en móðlr hanis lifir enn og á heima í Glen- boro. Christman sál. ólst upp í fæðingarbæ sínum til fullorðins- ára, og um mörg síðastliðin ár vann hann á ýmsum stöðum við algenga bændavinnu, og var hinn bezti verkmaður og efnismaður, og sóttust allir eftir þjónustu innhans. Hiann innritaðist í Canadateerinn 5. janúar s. 1. og var við heræfingar um tíma í Brandön. Hann varð fljótt vin- saðll af yfirmönnum sínum, og þegar valið var úr deildinni til að sendast til Englands í marz, var hann einn í þeim hóp, er sendur var, því hann þótti skara fram úr að líkamsatgerfi, og þá kosti, er gjöra góðan hermann. Hann var stutta stund á Englandi áður en hann var sendur til vígstöðv- anna á Frakklandi. Og var hann búinn að vera þar nokkra mán- uði, er Ihann félll í orustu 1. okt. s. 1. — Christman sál. var maður í stærra lagi, vel vaxinn og hraustlegur. Hann var stilling- armaður og hó^vær og með far- sælar gáfur, og hefði orðið sér til sóma og öðrum til uppbyggingar, var frábærlega samvizkusamur og tryggur vinum sínum, en ó- vini átti Ihann enga. Móður sinni var hann ástríkur og góður son- ur; hann lét sér ávalt mjög ant um að henni liði sem bezt. Hann var betri drengur en fjöldinn, er vér mætum á alfaravegi lífsins. : Líf sitt gaf hann möglunarlaust í ! þarfir þess stærsta og göfugasta málefnis í sögu heimsins — frelsi alls mannkynsins; hugsjóna- stefnu, sem nú hefir verið leidd til lykta með stómm sigri. Auk aldraðrar móður, sem fellir tár og syrgir trúverðugan og ástkær- an son, eftirskilur Ihinn látni tvö alsystkini, Mrs. W. S. McNough- ton í Edmonton, og Matthías í Glenboro, Man; og fiimm hálf- systkini: Gísli Torfason og Mrs. Kristfríður Johnson, Bebnont, Man., Jón Á. Oteon, Markerville, Alberta, og Svein og Guðmund á fslandi. Vonarljósið skæra, sem lýst hefir heiminum í gegn um hörm- ungar stríðsins, lýsi móðurinni, sem syrgir og harmar soninn lát- inn, og gefi henni þrek í mótlæt- inu. Vonin um samfundina á landi Mfsins, þar sem ekkert stríð er, verði ihennar leiðarstj ama. “Sonur þinn er ekki dáinm, held- ur sefur hann.” “Sú hönd, sem skrifar lífsins laga-mál, Á liljublað, sem ódauð- lega sál. Guðs er það hönd,” segir skáldið svo fallega. G. J. Oleson. ! Við jarðarför Bjarna Bjarna- sonar á Mountain. Nýlega lézt að Móuntain. N. D. 1 Bjami Bjamason, faðir þeirra | Páte og Boga Bjamasonar rit- stjóra “Wynyard Advance.” Daginn sern jarðarförin fór fram stóð K. N. við opna gröf Bjarna út í kirkjugarði, þegar að hann sá líkfylgdina koma, og var líkið borið ií broddi fylkingar, þá orti K. N./þessi erindi: Eg held þú mundir ihlæja dátt með mér, að horfa á það, siem fyrir augun ber. pú Ihafðir ekki vanist við það hér að vinir bæru þig á höndum sér. Dauðinn hefir högum þínum breytt og hugi margi-a vina til þín leitt í trú og auðmýkt alhr ihneigja sig og enginn talar nema vel um þig. Gunnar Sigurður Sigurðsson er fæddur í ísafoldarbygð í Nýja fslandi 22. ágúst 1896. Hann er sonur tejónanna Sigurðar Jóns- sonar og Hiansínu Jóhannsdóttur, og yngsta bam þeirra hjóna. Hann var á þriðja árinu þegar faðir Ihans dó, 5. desemiber 1899, og hefir síðan alist upp hjá móð- ur sinni, þar til hann innritaðist í herinn síðastliðið haust; var kallaður til heræfinga 15. janúar síðastliðinn og fór af stað til Eng landis 12. febrúar s. á. Er þetta fyrsta ferðin hans frá móðurhús- um. Má nærri geta hve söknuð- urinn hefir verið sár, þegar móð- irin kvaddi drenginn sinn, og hversu vonin er sæl um heila aft- urkomu, og bæniroar heitar. Eftir að hann kom til Bnglands vann hann sér heiðursmerki fyrir skotfimi, var síðan settur til æf- inga á vélbyssur; fór til Frakk- lands síðastliðinn ágústmánuð, og er nú í 27. herdeildinni. Árit- an ihans er: Pte. G. S. Sigurðs- 1 son, 27. Bttalion, Canadian B. E. : F. Franoe.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.