Lögberg - 28.11.1918, Blaðsíða 6

Lögberg - 28.11.1918, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28. NÓVEMBER 1918 Til íslenzjcra ungmenna. Þegrar að Sólskin var stofnaÖ teljum vér víst að fvrir þeim, sem það gerði hafi vakað að glæða lestrarlöngunina hjá íslenzkum unglingumj og í Sóiskini að gefa þeim eitthvað til þess að lesa, sem þeim þætti garnan að, og væri þeirra hæfi, og að auka þekking þeirra á ástkæra vlhýra málinu, sem faðir og móðir og frændur tala. IJm það hvernig að sólákini hefir tekist þetta þann tíma, sem að vér höfum verið við blaðið er ekki vort að segja, en af öllum vilja vildum við þó etyrkja hina upprunalegu stefnu Sólskins og hæta og fullkomna liana ef vér gætum. En ]5að er ekki nóg að læra að lesa íslenzku, þið þurfið að læra að skrifa hana líka, og til þess að styðja að því hefir Sólskin ákveðið að veita verð laun fyrir bezt ritaðar greinar á í^lenzku, um eftir fvlgjandi efni: 1. Um Canada. 2. Um Vestur-lslendinga. 3. Að vera góður drengur. 4. Um lífsgleði. 5. Um ólund. 6. Um að hjálpa mönnuni. Fyrstu verðlaun eru $10.00, önnur $5.00 og þriðju $3,00 f peningum. • Skilyrðin: 1. Allir íslenzkir unglingar geta tekið þátt í þessari samkepni, en ekki mega þeír vera eldri en 12ára. , • 2. Aliar ritgjöfðiriiar verða að vera á íslenzku og verður áherz’la af dómurunum lögð á: hugsun, stíl, réttritun og mál. 3. Unglingarnir verða að liug’sa og skrifa rit- gjörðirnar sjálfir. 4'. Allar ritgjörðir verða að vera komnar til Sólskins fyriv J. ýebrúar 1919, því þá verður verð- lannunum útbýtt.' 5. Þrír menn lesa ritgjörðirnar yfir jafnóð- um og þær kbma inn. flokka þær og gefa hverri fyrir sig vitnisburð. 6. UtariásUrift slíkra greina skal skrifa: •‘.Sólskin”, Box;3172, Winnipeg, Man. 7. Giæinleg utanáskrift allra þeirra, sem þátt taka í samkepninni verður að fylgja ritgjörðunum, annars verða þær ekki teknaf til greina. 8. Ritgjörðirnar verða allar birtar í Sólskini eftir að verðlaunin hafa verið ákveðin. 9. Nöfn höfund^nna mega ekki vera skrifuð fi sama biaðið og ritgjörðirnar eru á, heldur á laust blað, sem svo er iátið innan í umslagið, sem rit- gjörðirnar eru sendar í. Þessi nöfn tekur ritstjóri Sólskinis og geymir, dómararnir sjá þau ,ekki fyr en verðlaununum er úthlutað. Til dómaranna fará greinarnar nafnlausar en númeraðar. íslenzkir unglingar, notið nú tækifærið til þess að æfa ykkur í að hugsa og skrifa á íslenzku og til þess að vinna ykkur heiður. Ritstjóri Sólskins. Beauty og dýrið. Niðurl. “Hvað haldið þið að verði um ykkur þegar eg er farinn. vesaiings börnin mín?” mæiti kaupmað* urinn. “ Já, en þú ætlar ekkert að fara, faðir minn,” inæiti Beauty álq’eðin, “því eg fer í þinn stað.” Og ihvernig sem kaupmaðurinn reyndi til þess að fá Beauty ofan af þessari fyrirætlun sinni, gat hann með engu móti fengið hana til þess að hætta við þessa fyrirætlan sína. Þau lögðu því af stað til hallarinnar snemma morguninn eftir. Og þegar þau komu þangað, að áliðnum degi, fundu þau kvöldverð framreidd- an. Þau settust því til borðs, og voru nærri því búin að ljúka við máltíðina, þegar dýrið kom inru Það leit til Beauty með raunasvip, og þegar hún sá það, færði hún sig nær föður sínum og sagði í hálfnm hjóðum: “Mikil ósköp eru að sjá skepn- una. Það vildi eg að ]iað gerði út af við mig fijótt,” En dýrið ætlaði sér ekki að deyða Beauty, og sagði við föður hennar að hann mætti fara heim, ef hann vildi skilja dóttur sína eftir, og sagðist skyldi sjá um að ekkert yrði að henni. Svo kaupmaður- inn fór liieim til sín mjög áhyggjufullur, og Beau- ty varð eftir í hollinni hjá dýrinu. Samt lét hann iiana alveg vera og kom ekki nærri henni allan dag- inn. En fyrsta k\röldið, sem Beauty var í höllinni, kom dýrið til hennar og sýndi henni herbergi, þar sein það sagði henni að hún ætti að sofa. Á dvr- unum stóð nafn Beauty, og inni í herberginu var alt, sem Beauty þurfti á að haida og viidi hendinni til rétta. Beauty var orðin þreytt og fór því að hátta og sofa. Um nóttina dreymdi Beauty að álf- kona kauni til hennar og segði viðhana: “Þú skált ekki vera hrædd, því þér verður ekkert mein gjört,” * Béauty fór snemma fi fætur um morguninn og gekk út í garðinn, en þar sá hún engan mann. Og eftir að hún var búin að ganga lengi um úti í garð- inum, og skoða trén, blómreitina og gosbrunnana, var hún farin að þreytast og líka orðin svöng, svo hún gekk inn í höllina og inn í borðsalinn. Þar mætti hún dýrinu. Það ávarpaði ’hana og mælti: “Finst þéf eg vera óskaplega ljótur?” “ Já, lieldur það,” mælti Beauty. Dýrið varp mæðilega öndinni og fór út. Daginn eftir mætti Beauty dýrinu úti í garð- inum. Það ávarpaði hana og mælti: “ Viltu gíftast mér, Beauty ?” “Neií ómögulega,” inælti Beauty. Því þótt hún kendi í brjósti um dýrið, gat hún ekki hugsað til þess að giftast því. Og þegar hún var búin að gefa þetta svar, labbaði dýrið burtu og virtist veri mjög sorgbitið. Skömmu eftir þetta viðtal Beauty og dýrsins, leit Beauty í töfraspegil, sem hún hafði með séf og sá að faðir hennar var lagstur hættulega veikur. Og þegar að hún mætti dýrinu næst, sagði hún því frá, hvernig ástatt væri heima, og bað það um heim fararleyfi., “Eg dey, ef þú ferð frá mér,” mælti dýrið.' “En eg vil heldur líða en vita a ðþú sért óham- , ingjusöm, svo það er bezt fyrir þig að fara, en þú verður að koma aftur að viku liðinni.” Að skilnaði gaf dýrið Beauty töfrahring, og þurfti hún ekkert annað en draga hringinn á fing- ur sér, þá gat hún óskað sér að vera komin hvert sem hún vildi. Og þegar hún var tilbúin, furðaði hana s^órum á því, hve þungt henni fél‘1 að skilja við dýrið. Skömmu eftir að hún kom heim, fór föður hennar að batna, og innan skams varð hann albata. Beauty þótti svo vænt um að vera komin heim aftur, að hún gleymdi dýrinu og loforði sínu. Svo ein vika leið eftir aðra, þar til að eina nótt að Be- atity dreymir, að dýrið sé dáið. Henni varð svo mikið um draum þenna, að hún vaknaði og fór að gráta. Hún dreif sig fram iir rúminu og í fötin sín, tók hringinn góða og setti hann á fingur sér, og ihnan stundar var liún komin í litla herbergið sitt í höllinni. Hún hljóp undireins út til þess að líta eftir dýrinu, og fann það. Það lá í óngviti út við einn . gosbrunninn. Hún tók vatn í höndum sér og skvetti framan í dýrið. Eftir dálitla stund rakn- aði það við og opnaði augun. Og þegar það sá ' Beauty, brosti það. “Eg gat ekki lifað án þín, svo eg reyndi að svelta mig í hel,” mælti dýrið. “Þu skalt ekki deyja;” mælti Beauty í sorg- blöndnum róm. “Eg skal giftast þér, kæra dýr, því það er vissulega meira varið í að vera £óður, heldur en fallegur. ’ ’ Varla hafði Beauty slept orðinu, fyr en dýrið hvarf, en í stað þess stóð hjá henni ungur og fall- «gur prins, sem Beauty leizt svo undur vel á. Hún stóð dálitla stund og horfði á hann, því hún var ekki enn búin að átta sig á því, sem fyrir hafði komið. Prinsinn rétti henni hönd sína og mælti: “fyrir nokkru síðan komst eg í ónáð við svart- álf, sem lagði á mig að eg skyldi verða að dýri, ljótu og leiðinlegu, og ekki losna úr þeim álögum fyr en að einhver góð og lagleg stúlka lofaðist til þess að eiga mig, eins og ég væri út lítándi. Þegar að þessi frétt kom til föður Beauty, varð hann næsta glaður. En systur hennar sáu of- sjónum yfir velgengni hennar. Og þegar þær komu í veizluna, gátu þær ekki setið á sér að hreita ónot- um í Beauty. Og svo kvað mikið að þessu, að prinsinn reiddist og lagði á þær, að þær skyldu verða að saltstólpum, sitt hvoru megin við hallar- dyrnar, og þar eru þær enn í dag. Nábúarnir. Frá þessari sögu hefir nýlega sagt frakknesk- ur auðmaður á þessa leið: “Eg rnisti konu mína í fyrra, og eftir það sótti mig þunglyndi og megn lífsleiðindi, sem ágjörð- ist meir og meir, svo eg réði loks af að selja verzl- un mína í borginni, og kaupa mér búgarð upp til/ fjalla. Garðurinn, sem eg keypti, var gamalt að- alsmannssetur og fylgdi því afarvíðlendur skemti- garður, með trjám og aldinfunnum. Eg kom þang- að öndvert vor og gekk þar fyrstu vikumar í sama sinnuleysinu fram og aftur um garðinn. Brátt vöktu þó ýms dýrin eftirtekt mína með athöfnum sínum, og mest fuglarnir. Öll voru dýrin spöþ, eins og heimagangar, því gamli eigandinn hafði varla komið þar árum saman, svo þar var einskon- ar Edensfriður yfir öllu .Þar bygðu fuglámir hreiður sín og hagræddu þeim, þó þeir sæju mig rétt hjá sér. Eg hafði líka svo lítið um mig sem eg gafc, og þegar þeir fóra að verpa, gekk eg að lireiðrunum og skoðaði eggin, og tóku þeir sér það ekki til. Eg þekti meira en hundrað hreiður og vissi hvaða fuglar þau áttu. En svo fór eg að taka eftir því stundum á morghana, þegar eg kom að heimsækja þessa kunningja mína, að egg voru horf- in úr ýmsum af hreiðrunum, sem eg var viss um að höfðu verið þar kvöldið fyrir, og mest frá gæsum og öndum. Eg dróttaði þessu mest að ketti ein- um gulbröndóttum, sem eg vissi að hafðist við í mórberjarunnum nokkrum í einu garðshorainu ná- lægt stórri tjörn, sem var alþakin öndum, og hélt eg að kisa hefði valið sér þenna stað, til þess að vera til taks þegar ungarnir kæmu út úr eggjun- um. Eg vildi vit^vissu mína í þessu, og fór því á fætnr með sól nokkra morgna og faldi mig í lauf- þéttum runni skamt frá tjörninni. . Einn morgun um sólaruppkomu sá eg koma tvo hrafna, som úttu hreiður í klöppum nokkrum í brekkunni yfir garði mínum. Þegar þeir komu inn yfir garðinn, demdi annar þeirra sér niður í eitt andarhreiðrið, sem eigandinn hafði yfirgefið í svip, og greip þar tvö egg, annað í ílærnar en hitt í nefið og flaug burt með. Svo settust krummar að morgunverði þar í brekkunni. En eg tók um leið eftir öðru, sem við bar þar í grendinni, því í sama bili sem lirafnana bar inn fyrir garðinn, kom bröndótta kisa út úr jarðfalls- holu þar í tjarnarbarminum og stansaði hjá önd, sem sat á eggjum rétt við holuopið. Eg hafði aldrei fyr tekið eftir þessu andarhreiðri, því engin önd verfti þeim megin tjarnarinnar nema þessi eina og furðaði mig á því, að hún hafði valið sér þar stað rétt við bæjardyr kisu og það svo nærri, að kisa varð nærri því að klofa yfir hreiðrið í hvert sinn, sem hún fór inn eða út, en aldrei brá öndin sér við það. 1 iþetta sinn beið kisa þar hjá hreiðrinu þangað til hrafnarnir voru farnir, og sneri þá inn aftur. Hrafnarair komu oft á morgnana inn yfir garðinn, og bar kisa sig eins að í hvert skifti sem þeir komu. Eitt sinn, þegar öndin var búin að unga út, var hún ekki ilieima þegar hrafnana bar inn yfir tjörnina, og settist þá kisa hjá hreiðrinu og gætti þess vandlega, að ungunum yrði ekki neitt að grandi, o’g þar sat hún þangað til hrafnarnir voru farnir í burti) og móðirin kom til’ unga sinna. Eins þaut kisa til unganna, þegar hrafnarair komu, þó ungarair væru langt í burtu, ef þeir voru aðeins á þurru landi og móðirin ekki hjá þeim, en aldrei skifti kisa sér af neinum ungum öðrum én þessum. En nú kemur það allra skrítnasta, því einn morgun komu tveir ketlingar bröltandi út úr hel- unni á eftir kisu, aimar gulur en hinn gráflekkótt- ur, og þá þótti mér fyrst gaman af börnunum, því stundum sváfu ketlingarnir í hreiðrinif á daginn innan pm ungana, og lá öndin oft á þeim öllum, eins og hún ætti alt saman ein. Þeir bröltu upp um bakið á öndinni og leituðu að spenum á brjóstinu, og tók hún því öllu með mestu þölinmæði. Oft láu þeir í sólskininu eða voru á rjátli í þóp allir sam- an, bæði ungarnir og ketlingarnir, og sátu þá gömlu konuraar báðar saman þar í nándinni og horfðu á börnin. ' Nokkrum sinnum sá eg það, að öndin stjakaði við ketlingunum, þegar ihenni þótti þeir fara of nærri tjörninni og kisa var ekki hjá. Gargaði hún ' þá ákaflega, þangað til ketlingarair sneru frá, eoa kisa kom að. Það sást á öllu, að þetta voru gaml- ar vinkonur, og að þetta var ekki fvrsta vorið, sem þær höfðu verið saman. Stegginn fór þar á móti mest sinna ferða, og gaf sig lítið að kiisu, eða hún að lionum, en alt var iþó friðsamlegt með þeim. Nú er veturinn liðinn og vorið komið á ný. Öndin liggur nú á eggjum í annað sinn, en ekki eru nein merki til þess, að fjölga muni hjá kisu í þetta sinn; ketlingarnir báðir fylgja henni, en ungar andarinnar eru flognir burtu fyrir löngu, en sömu vinkonuraar eru þær oghalda saman á sömu stöðv- um, hvorki kisa né hrafnamir hafa breytt vana sín- um. Hér er alt eins bg var í fyrra vor. Aðeins eg einn er orðinn breyttur. Því náttúran og samveiý an við dýrin hafa gefið mér þá hamingju og þann unað, sem allur auður minn gat ekki veitt mér í minni kæru og dýrðlegu Parísarborg. ” V -----»i> Leggjum stund á kœrleikann. Verum börn mín vingjaraleg við alla. Það kostar ekki penigna að vera vingjaralegur og kurt- eis við alla, sem við höfum eitthvað saman við að sælda. Eh á hinn bóginn verður eigi vinsemd og kurteisi metin til peninga. Iíýrt viðmót, háttprýði og kurteisi prýða hvern mann. Þess vegna er rétt að temja sér þáð snemma, svo oss verði Ijúft og létt að láta það í té hverjum, sem í hlut á og vér gleymum því aldrei. Vér þurfum daglega að hafa margskonar mök og viðskifti hvert við annað. Þau verða hægri og ánægjulegri, lífið bjartara, lijartað slær léttara, hugurinn hressist, ef vér gefum hvert öðru nokkur hlý og vingjarnleg orð í kaupbæti. Að taka innilega og hlýtt í hendi þeirra, er bágt eiga bg daprir eru í bragði ær oft dýrmætara mörgum orðum og jafnvel að líta vinsamlega á þá. Hví er þessu svo oft gleymt? Af kærleiks- skorti. • En af honum stafar hluttékningar- og hirðuleysi um hagi annara og liðan. Kærleikurinn er uppspretta gleði og sælu. Hver sem er ríkur af kærleika, hann er glaður og út frá honum stréymir gleðin til annara, sem umhverfis hann búa eins og geislar frá sólu. Ilann er sól lífsins. Frá honum stafar allur friður og lífsnæring, vöxtur og viðhald hvers manns. Gjörum því alt sem unt er til þess að glæða hann og ala í brjóstum vorum, sjálfum oss og öðrum til heilla og blessunar. Látum oss aldrei úr minni líða, að það, sem vér viljum að mennimir gjöri oss, það eigum vér einnig að gjöra þeim. Heimtum eigi alt of mikið af öðrum, en heimtum sem allra mest af s^álfum* oss. * Kærleikurinn er faðir allra dygða: Vinsemd- / ar, hluttekningar, umburðarlyndis, hógværðar og hjálpsemi. Án hans er lífið kalt og dautt eins og hjarnið og autt og snautt sem eyðimörk, því að liann er ekki að eins sól lífsins, sem veitir því varma og ljós. Hann er einnig hressandi frjóVegn er svalar því og nærir. TJngu vinir mínir ástundum því kærleika! — “Án kærleiks sólin sjálf er köld og sérhver blómgrund föl og ihiminn lí'kt sem líkhústjöld og lífið eintóm kvöl. Til minnis. I * Mundu jafnan að morgunstund gefur gull í mund. Rístu því ætíð snemma úr rekkju og farðu snemma í hvílu á kvöldin. Ef þú bíður albúinn dagsins, en lætur hann eigi bíða þín, muntu ljúka störfum þínum í tæka tíð og ganga glaður og ánægður til rúms að kveldi. Lærðu að nota tímann vel og reglulega, því að hann er dýrmætur og liðin stund kemur aldrei aftur. Vinn þú um daga en sof þú um nætur, því að það er eðlilegra oghollara. iSá, sem vinnur samvizkulega meðan dagur er þarf eigi að vaka og stríða á nóttunni. Hin aðferðin er óeðlileg og að eins háttur heimskingja og slæpinga, sem jafnan vilja grípa í rassinii á deginum. Gerðu þig aldrei sekan í slíkri heimsku og af- glöpum. Gáttu þér til hréssingar úti við, 'þegar þú mátt ]>ví við koma sökum annríkis. Utivistin hressir og gjörir líkamann hraustan, frjálslegan og þolinn og sálin hressist, f jörgast og eflist að sama skapi. Heilbrigði pálar og líkama fer jafnan s-aman, en hvorttveggja er nauðsynlegt til þess að þú getir leyst störf þín vel af hendi og náð tilgangi lífs þíns. — Veittu eins miklu af hreinu lofti inn í 'hýbýli þín, og þú mátt. Láttu gluggann þinn vera opinn dag og nótt, þá færðu trauðla kvef né hósta, en verður brátt hraustur og iharðgjör.— v Byrgðu ekki úti blessað sólgrljósið og mundu að það er bezti vinurinn þinn. Hleyptu því snemma inn til þín á morgnanna ogsleptu því ebki á kveldin fyr en þú mátt til. r Þegar sólin skín er alt sælt og bjart og sorgin og skuggarnir flýja. — Baðaðu þig svo oft sem þú fær því viðkomið, — helzt daglega — til þess að skrokkurinn sé jafn- an hreinn og svitaholurnar fyllist ekki óhreinind- um. — Matastu ætíð í sama niunþ og aldrei of mikið i einu né of hratt. Gleyptu ekki fæðuna, en tygðu h'ana vandlega. Það gjörir maganum hægará fyrir og til ]>ess eru tennurnar ætlaðar. Berðu létt klæði og lát þér hughaldnara, að þau séu hlý og sterk, en skrautleg og íburðarmikil. Temdu þér íþróttir, eihkmn þgr, er þú mátt úti hækja. Temdu þér glímur, sund, stökk og hlaup, skíða- og skautaferðir. Af því verðurðu hugdjarfur, sterkur og fimur. En það eru eiginleikar, sem eig- in má né þarf að vera án. Lestu Islendinga-sögurnar, sögur gömlu for* feðra þinna. Lærðu af þeim ogsemdu þig að þeirra háttum í þesisu efni. Mundu að holt er heima livað, og útlendir hættir og útlendar venjur eru því að eins góðir að þeir séu gerðir innlendir. Ella eru þeir eins og tvíeggjað sverð í höndum óvitans. Stærsta ey heimsins er Grænland, það er um 42,500 ferliyrningsmílur eða rúmlega 22'sinnum stærra en Island. Ibúar eru þó aðeins tæp 13 þús- und, eða meira en 6 sinnum færri en á Islandi. Svo telst til, að til séu alls 110p0 thgundir fugla á jörðinni. Þar af eru um 1100 tegundir í Norðurálfunni en um 110 tegundir ú Islandi. Á íslandi verpa um 69 tegundir svo kunnugt sé. Hæðsta fjall í heimi er Mont Everest í Hima- laif jöllum í Austurálfu 28,170 fet á hæð. Hæsta fjall í Norðurálfu er Mont Blanc/í Alpafjöllum 15330 fet að hæð. ‘A íslandi er Öræfajökull hæsta f jallið 6750 fet yfir Sjávarmál. - =r.....i----------■ =r3\ Sólskinssjóður. “Margt smátt gerír eitt stórt“ --- ,jaa=r..-j..:'.a=sjy Norman Oliver, Amaranth P. O., Man...... $1.00 Margrét Magnússon, 9l9 Banning St. Wpeg 0.50 Frank Julius, 756 Elgin Ave., Winnipeg .... 0.25 Evelyn Julius, 756 Elgin Ave„ Winnipeg .... 0.25 Fanney Julius, 756 Elgin Ave., Winnipeg .... 0.25

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.