Lögberg - 28.11.1918, Blaðsíða 3

Lögberg - 28.11.1918, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28. NÓVEMBER 1918 3 Dœtur Oakburns lávarðar. Eftir MRS. HENRY WOOD. pRIÐJI KAFLI. .Tana, með rólega, blíða og föla andlitið var ólík systur sinni, og nú var hún stiltari en vanaA lega, sökum hinnar ]>ungu sorgar er ríkti yfir þeim. Bowler ávarpaði hana. “Hr. Carlton óskaði þess, að bréfið yrði fengið lafði Lauru'þenna morgun, lafði. Þess vegna fór eg strax með það.” Jana tók á móti bréfinu og leit á áritanina. “Er Carlton hress og rólegur í dag?” spurði hún lágt. “Herra Carlton er ekki vaknaður ennþá, lafði, honum leið ágætlega í gærkvöldi.” “Ekki vaknaður ennþá?” isagði Jana ó- sjálfrátt, dm leið og hún áleit það lítt möguíegt, að Carlton gæti sofið með liugsanina tim þessa hræðilegu ákæru. t “Hann var að minsta kosti ekki vaknaður, þegar eg fór út úr Holinu,” sv^raði Bowler. “Við finnum oft fanga okkar sofandi seint á morganna, lafði; sumir þeirra sofa fyrst þegar þeir ættu að vakna.” Jana gat ekki varist því að koma með eina spurningu ennþá. Þrátt fyrir hinn langa óskilj- anlega óvilja sinn gegn Carlton, og þrátt fyrir hina voðalegu uppgötvun, fann hún samt til með- aumkvunar með honum. “Sýnist hann taka sér þessa ógæfu sína mjög nærri?” spurði hún lágt. Við urðum ekki varir við neitt slíkt, lafði,” svaraði hann — það er líklega réttast að geta þess hér, að hann liafði haft dálítil viðskifti við lafði Jönu fyrir nokkru síðan. Fátæk kona, sem lafði Jana var hlynt, átti son, sem fyrir þrem eða Jjórum mánuðum síðan var kominn í klípu fyrir ireistandi epli í jurtagarði á Bakkanum. “Hann var kátur í gærkvöldi, þegar hann kom inn, lafði; það var engin brevting merkjanleg á hon- um. Það er auðvitað eftir að sanna, hvort hann gjörði ]>etta eða ékki.” Jana fór til að færa Lauru bréfið, og sagði* Bowler að hiín skyldi koma með svar, ef nokkuð yrði. Laura, sem líklega hefir he}rrt til lögreglu- ])jónsins, sat upprétt í rúminu með tryllingsleg augu og blóðrautt andlit. Jana ætlaði að til- kynna henni með varkárni, að bréf væri komið frá Carlton, en Laura hrifsaði bréfið úr hendi hennar, opnaði það og las: “Pyrirgefðu mér, Laura, þá vanvirðu og ama, sem þessi ógæfa veldur þér. Jafn þrungið af vandræðum, ringli og efa, sem þetta augna- blik er, liugsa eg samt meira um þig en sjálfan mig. Hvaða rangindi sem eg ihefi framið á liðna tímanuin með tilliti til þessa málefnis, þá hefi eg gjört það vegna þín. Þessi sönmm, sem fram var lögð í dag, gjörir mér gagnslaust að neita því, að eg hafi gifst Clarice Beaucamp. En taktu eftir því, að hvað sem eg játa fyrir þér, þá játa eg það okki fyrir öðrum manneskjum; látum þær berjast við að finna sannleikann, ef þær geta. Eg hefi aldrei þekt hana öðruvisí en sem Clarice Beaucamp; eg hefi aldrei vitað að liún gat gjört kröfu til hærri stöðu í lífinu en sem kenslukona. Hún var altaf þögul gagnvart mér með tilliti til fjölskyldu sinnar og kunningja sinna, svo eg áleit 'hana foreldralausa. Eg dáð- ist að ungfrú Beaucamp; eg var nógu heimskur til að giftast henni leynilega; og ekki fyr en seinna, þegar eg var kyntur þér, varð eg var við misgrip mín — að eg hafði álitið aðdáun vera ást. Hve ástríðutega eg elskaði þig, ætla eg að hita þér eftir að muria. Þú hefir ekki gelymt því. Eg var hugsa um ýms ráð og áform til að ónýta hið fyrra hjónaband mitt, þegar hún tróð sér inn hér í South Wennock. Fregnin um það görði mig'sem þrumu lostin; þið voruð báðar í sama bænum, hræddur við uppgötvun, hræddur við að þú fengir að vita að eg átti konu, varð eg frávita. Laura, /hlnstaðu á mig, það er hreinn sannleikur, að þegar eg síðar hefi hugsað aftur í tímann um þetta, þá hefi álitið að eg í örvilnun minni, hafi ekki verið ábyrgðarfyllri fyrir þess- ari breytni minni, heldur en brjálaður maðuf. Og þetta er alt. Þegar eg aftur náði fullu viti — og það var þetta sama kvöld — valcnaði eg að því er sýndist, af ómögulegum draumi. Alt, sem þá var mögulegt að gjöra, var að dylja leyndardóminn, ef eg gæti, klæðast spanga- brynju gagnvart mannkyninu og hinum ytra lieimi. “Það ert ])ú, Laura, sem loks hefir hjálpað til að opinbera mig. Og hvers vegna gazt þú ekki borið fult traust til mín ? Hvaða ský, sem kunna að liafa skygt á hjónabandsgæfu okkar, ]>á legg eg við drengskap minn, að þau voru öll horfin; og livaða grun sem þú kant að hafa bor- ið til mín ihina síðustu tíma, þá var hann ástæíu- laus. Hefðir þú komið hreinskilnislega til mín og sagt: ‘ ‘ Mig langar til að vita livað þú geym- ir í skápnum í kjallaranum,” þá liefði eg glaður íengið þér lykilinn. Það var ekkcrt í skápnum, sem eg vissi um, er þú og allir aðrir máttu ekki vita um, ekkert sem gat amað mér; þ,ví þetta bréf, sem þú virðist hafa fundið, hélt eg að eg hefði brent fyrir löngu síðan. En þegar þú falist bréfið, liver vegna kornst þú ekki með það til mín og baðst mig um skýringu, heldur en að fá lafði Jönu þaðl Eiginmaður ætti þó að standa konu sinni nær en systir! Eg hefði má- ske ekki sagt ])ér sannleikan, en eg hefði samt gefið þér skýringu, sem hefði gjört þið ánægða, og eg hefði þá fengið þann óskiljantega sann- leika að vita, að 'Clarice Beaucamp var Clarice Chesney. Við og við hefir eitthvað verið í and* liti Lucy — já, einnig í þínu — sem hefir mint mig á hana. En, elskan mín, þó eg minnist á þetta — að þú liafir fundið bréfið — þá gjöri eg það ekki t.il iiÖ ásaka þig. Þvert á móti, eg skrifa þetta til að gefa þér mína hreinskilnu fyrirgefningu. Að eg varð opinberaður, var ekki gjört af ásettu ráði, það er eg viss um, og veit það fellur þér illa. Eg fvrirgef þér, Laura, af alhuga og inni- legri ást. Eg gat ekki gengið til hvíldar án þess að skýra þetta fyrir þér. Hugsaðu um mig með jafn mikilli viðkvæmni og þú getur,- — Þinn ó- gæfusami maður L. C.” Lafði Jaiia fór aftur tiþ lögregluþjónsins. Það var ekkert svar núna, en hún bað hann að segja Carlton, að lafði Laura ætlaði að skrifa honum seinna í dag. Bowler lagði af stað aftur til Holsins. Að minsta kosti hálft hundrað manna ávarpaði liann og spurði um gang málsins, og ihann heils- aði þeim vingjarnlega en svaraði spurningun- um engu. Wilkes, litli rakarinn, stóð í götudyrum sín- um og hljóp til hans; þeir voru góðir kunningj- ar. “Heyrðu Bowler, segðu mér hvort réttar- haldið byrjar klukkan 10 eða 11?” “Á mínútunni kl. tíu. Eg skal útvega þér pláss þar, ef þú kemur einni stundu áður-en það byrjar.” Um leið og hann talaði síðustu orðin og hélt áfram, kom hann auga á Holið, og sá að þar var eitthvað óvanalegt*á ferð. Hann gat sjálfur í þessari fjarlægð heyrt óminn af röddum, og þrjár eða fjórar persónun þutu út úr því með talsverðir geðshræringu. “Hvað er nú á seiði?” hugsaði Bowler og gekk hraðara. “Hvað gengur á?” endurtók hann /hátt og stöðvaði fyrsta manninn, sem kom hlaupandi á móti honum. “Það er eitthvað viðvíkjandi Carlton.” var svarið. “Menn segja að hann sé sloppinn. Það lítur út fvrir að vera eitthvað ófullkomið við I-Iolið.” “Sloppinn! Carlton sloppinn!” Bowler stóð kyr og starði út í bláinn. ‘ ‘ Gat það skeð að hann ihefði skilið við sterku stofuna ólæsta ? ’ ’ XXV. KAPITULI. Sloppinn. Þegar íbúar South Wennock vöknuðu þenn- an viðburðaríka morgun, eftir að Lewis Carlton var kærður, var aðalhugsunin sú, hvernig þeir gætu náð í pláss í ráðhúsinu til að heyra endir- inn á yfirheyrslunni. Kvöldið áður bárust ó- glöggar fregnir um bæinn um það, hvaða vitni yrðu yfinheyrð, og kona Carltons var nefnd á meðal þeirra. Heliningur bæjarbúa fleygði þessari hugsun frá sér, en hún lijálpaði samt til að auka æsinguna, og þar af leiddi að allir fóru á fætur eins snemma og lævirkinn, og neyttu hinnar fyrstu máltíðar sinnar við ljós. Þetta var, eins og lesarinn veit, um miðjan vetur, og dagarnir stuttir. Af öllum íbúum bæjarins var Sir Stephen Grey máske sá, sem með mestri meðaumkvun hugsaði umfangann. Fáir áttu jafn mikinn mannkærleika og hann. Hann hugsaði ekki um þá umliðnu, myrku sögu um glæpinn; h^nn hugs- aði um hinn ógæfusama fanga, sem nú sat einn og yfirgefinn í klefanum sínum, og hann þráði að blíðka og draga úr kvölhm lians, ef hann gæti, Það fyrsta sem Sir Stephen gjörði, eftir að hafa neytt morgunverðar í flýti, var að taka hatt sinn og liraða sér til fangelsisins. Þeeta var einmitt á sömu stundu og Bowler var á heimleið frá Cedar Lodge. Þegar Sir Stephen nálgaðist fangelsið frá annari hliðinni, sást Billiter koma frá hinni, og þegar lögregluþjóninn, sem var á verði, sá þá koma datt honum í hug að hann hefði átt að vekja fangann fyrri. Ilann sendi því einn af mönnum sínum inn til að gjöra það. ‘ ‘ Láttu hann strax fara á fætur, komdu svo ' aftur og sæktu morgunverðinn hans,” skipaði hann. “Segðu honum að Billiter >sé að koma. Góðan morgun, Sir Stephen.” “Nú, Jónas?” sagði Sir Stephen blátt á fram, því maðurinn hafði verið lögregluþjónn á árum áður, Qg Sir Stephen þekti hann mjög vel, “livernig líður yður? Kaldur morgtm. Og hvernig líður herra Carlton?” “Þökk fyrir, honum líður vel. Eg sendi mann inn til að vekja hann.” “Hvað þá, er liapn ekki vaknaður ennþá?” hrópaði Sir Stephen mjög undrandi. ‘ ‘ Ekki ennþá, herra, nema hann liafi vaknað síðan Bowler var þar inni, og það eru hér um bil þrír stundarfjórðungar síðan. Góðan morgun hr. Billiter!” sagði lögreglu þjónninn, þegar lögmaðurinn kom inn. “Carlton skrifaði bréf til konu sinnar í gærkveldi, og Bowler fór með það En hvers vegna hann er svo lengi í burtu get eg ekki skilið, nema ef hún skrifar langt--” “Þér liefðuð alls ekki átt að senda Bowler með það”, sagði lögmaðurinn hörkulega. “Þér liefðuð átt að geyma það Jiangað til eg kom. Sagði eg yður ekki, að eg skyldi.koma strax um morguninn, Jónas? Maður getur aldrei treyst yður fremur en barni!” “Hvaða bagá gat það gert að senda það?” spurði Jónas undrandi. “Það er máske ekki rétt að láta bréfin fara óopnuð héðan, en maður verður að taka sérstákt tillit til Carltons.” i “Baginn getur orðið meiri en þér haldið”, sagði lögmaðurinn æstur. “Hann vill breyta eins og honum finst réttast. Munið þér hve örðugt eg átti með að halda honum rólegum í gær.” “Iíann skrifaði bréfið í gærkveldi og bað um að það yrði fengið konu sinni árla^þenna morgun”, svaraði maðurinn móðgaður. “Og þó að hann skrifaði það og beiddi um að senda það, voruð þér ekki neyddir til að senda það. þér gátuð tekið brófið hingað út og geymt það þangað til eg kom. Hver veit hve hættulega játning hann kann að liafa gert í því ? Eg sé vel livernig þetta hangir saman. Meðal ykkar er vonlaust að finna nokkuð, sem getur hjálpað til að frelsa hann.” “Haldið þér að hann sleppi?” spurði Sir Stephen lögmanninn. “*Nú, eg viðurkenni að eg hefi ekki lengur neina von, þegar eg verð að segja sannleikann”, svaraði hann. “En það er engin ástæða til, að eg skuli ekki gjöra alt sem eg get til að frelsa liann. Ef liann sleppur —” Billiter þagnaði. Maðurinn, sem sendur var inn í klefann til Carltons, kom aftur fölur og liræðslulegur, án þess að geta talað. Jónas sá að eitthvað var bogið við þetta og hljóp inn í sterku stofuna. Tveim mínútum síðar kom hann aftur fölur og órólegur. “Carlton er sloppinn, herrar mínir; þrátt fyrir okkur og lögin.” Billiter þaut inn í klefann, og tveir eða þrír af aðstoðarþjónunum þutu út, til að lýsa tilfinn- ingum sínum með orðum. Sir Stephen .gekk á eftir Jónasi og lögmanninum inn í klefann. Já, fanginn var sloppinn. Ekki eftir vana- logum skilningi orðsins, sem kom hreyfingu á mannfjöldann fyrir utan fangelsiS og olli Bowl- er skelfingar; heldur á annan hátt; fyrir aðstoð dauðans var Carlton sloppinn. Hinn líflausi líkami Carltops lá á rúminu, fölur með rólegan svip. Fyrst liélt mannfjöldinn að hann hefði sloppið út og hljóp í.allar áttir, en svo frétti hann sannleikann, og áleit strax að hann hefði drepið sig á eitri, breytti því stefnu sinni og hljóp til heimilis John Grey®, gleymandi því að Sir Stephen var þar til staðar. \ Carlton hafði verið dauður í margar stund-\ ir, svo engin læknishjálp var nauðsynleg. 1 mestum vandræðum sýndist Jónas vera. Hann stóð við rúmgaflinn og horfði á hinn líf- lausa líkama. “Að þugsa sér að eg skyldi vera sá auli að láta liann gabba mig,” sagði hann loks. “Þér þurfið okki að leita svo nákvæmlega á mér, Jón- as’, sagði hann brosandi við mig, þegar eg rann- sakaði ihann; ‘eg hefi ekkert hjá mér, sem þér þurfið að taka.’ Já, eg er flón!” “Og rannsökuðuð þér hann þá ekki?” spurði Billiter. “ Jú, eg rannsakaði hanri, en eg hefi máske ekki verið jafn aðgætinn og eg átti að vera. Að minsta kosti get eg s.varið það, að ekkert eitur var í vösum hans, eg skoðaði þá nákvæmlega.” Sir Stephen, sem lotið liafi niður að líkinu til að skoða það, rétti úr sér., “Eg held þér þurfið ekki að ásaka yður, Jónas”, sagði hann. “Eg >sé engin rnerki til eiturs hér. Skoðun mín er, að dauðinn hafi verið eðlilegur.” “ ó ? ” hrópaði Jónas með nýrri von. ‘ ‘ Þér segið þetta af alvöru, Sir?” “ Það er ómögulegt að segja neitt með vissu enn þá”, svaraði Sir Stephen; “en eg get ekki orðið var við neitt eiturmerki. Eitt sýnist áreið- anlegt, að hann liafi dáið sofandi. Lítið þið á friðarsvipinn á andliti hans.” Það var sjaldgæft að sjá jafn rólegt aijdlit framliðins manns. Augun lokuð, ennið slétt og lítið bros á vörunum.. Ekkert merki um andlega né líkamlega baráttu. “Eg ímynda mér að það hafi verið hjart- að, ’ ’ sagði Sir Stephen. ‘ ‘ Eg man eftir því fyr- ir mörgum árum síðan, litlu fyr en eg yfirgaf South Wennock, vorum við, Carlton og eg, að rannsaka lík. Það var við líkskoðun mjólkur- salanis, sem datt niður dauður á þjóðbrautinni; þér munið það öflaust, Jónas? Og þegar við töluðum um þetta, sagði Carlton, að hann efað- Lst um að sitt eigið hjarta væri lieilbrigt. Hve eirikennilegt að mér skyldi detta þetta í hug nú; eg var búinn að gleyma því. Og hve undarlegt að eg skyldi vera sá, sem fyrstur rannsakaði hann.” “Vesalings maðurinn!” sagði Billiter, um leið og hann horfði á andlit líksins. “Það er eitthvað hræðilegt við öll þessi dauðsföll, af hverju sem þau orsakast.” Sir Stephen hneigði sig. Þeir gengu út og lokuðu klefanum á eftir sér. Jónas fór að tala við þá, sem inn komu í framherbergið, og Sir Steþhen fór af stað til Cedar Lodge, til að til* kjmna þeim dauðsfallið. Sú fyrsta, sem mætti Sir Stephen, var Lucy. Veikluleg, eins og hún var eftir veikina, hafði þetta voðalega mál ollað henni mikillar sorgar. Síðan hún h'eyrði sögu Judithar, átti hún ekki glaða stund, og nú féll hún snöktandi í faðm Sir Stephens. ‘ ‘ Þeý, l>ey, barn! Þetta er erfitt fyrir þig. Betri dagar geta verið í vændum, Lucy.” “En fhugið hvað þetta er fyrir Lauru, og fyrir Carlton sjálfan. Laura hefir fengið bréf frá honum, þar isem hann segir, að liann hafi verið viti sínujfjær, þegar liann gjörði þetta. Það hefir liann líka hlotið að vera, og við getum ekki annað en vorkent honum.” Þegar Laura hafði lesið bréfið, grét hún sár an, settist svo upp og sagði frá innihaldi þess, eins og það var. Jana kom inn. “Eg heyrði að þér væruð í South Wen- nock,” stamaði hún um leið og hún tók í hendi hans. “Ó, hvað þetta er erfitt fyrir okkur. Og afleiðingarnar éru komnar. Ef það versta fvlg- ir eftir, getur Laura naumast þolað vanvirð- una.” Ilann vissi við hvað hún átti, laut niður að henni o gsagði: “Það kemur engin meiri van- virða, lafði Jana. Eg er kominn til að segja yður nokkuð.” Hún þagði augnablik og hélt að hann skildi sig ekki/ “Hann mun í dag fá dóm sinn. Og hvernig hann muni verða, vitum við ofurvel. ekkert getur frelsað hann.” ,“Eitt getur það, kæra lafði mín. Nei, eg á ekki við flótta, hann er næstum ómögulegur nú á dögum. Það er önnur aðferð til að sleppa, $cm mannleg lög hafa ekkert vald yfir.” R.S.Robinson Kaopir ofl selor Stofnsett 1883 Höfuðstóll $250,000.00 trtibú: Seattle, Wash., U. S. A. Edmonton, Alta. Le Pas, Man. Kenora, Ont. Gænr Ull RAW FURS Seneea rætar VER KAUPUM No. 1. stór rottoskisn $1.00 UNDIR EINS Afar-stór No. 1. Ulfaskinn $20.00 Smærri tegundir hlutfallslega lægri. FAID YDUR VERDSKRA VORA SENDID BEINT TIL œ* HEAD B. LEVINSON & BROS. 281-3 Alexander Ave. - WINNIPEG Hæsta verð greitt fyrir Loðskinn, Senecaræt- ur, og Ull. Jafnt stórar sem smáar sendingar vcrða keyptar. REYNIÐ OSS! Vér Kaupum Skinnavöru Yðar Látið oss fá nœstu sendingu yðar af Gærum, Húðum, Ull, Tólg, Seneca rótum og Raw Furs og sannfæríst um að vér korgum Kæzta verð. THE ALBERT KERR Company, Limited Aðal-Skrifstofa: Toronto, Ont. Utibú; Winnipeg, Man., Edmonton, Alta. Vancouver, B. C, Ánœgðir Viðskiftamenn eru mín Beztu Meðmæli. Hundruð af þeim eru reiðubúnir að staðfesta að verk mitt er sama sem sársaukalaust og verðið dæmalaust sann- gjamt. Með því að hafa þetta hugfast munu menn sannfærast um að það er óhætt að koma til mín, þegar tennur þeirra eru í ólagi. , Dr. C. C. JEFFREY, ,,Hinn varfætni tannlæknir** Cor. Logan Ave. og Main Street, Winnipeg KWiiiiuiinuiuiniuiiiiuiinuiii KOL Vér getum fu!lnægt þörfum yðar að því er snertir HÖRÐ og LIN KOL. Finnið oss ef þér hafið eigi nú þeg- ar byrgt yður upp. Viðskifti vor gera yður ánœgða. Talsími Garry 2620 D. D. Wood & Sons, Ltd. OFFICE og YARDS: R0SS AV*., Horni ARLINGTON-STR. ÍuaiiiiauiiwimiBiHiaiiiianiiBiiiaiiiiBiiiBiiiaiiiiBiiiiBiiiiBiiiiBiiiaiiiiwiiiaiiiiBiiiaiiHHiiiBiiiiaiiiii ■ ■ TIL. ATHUGUNAR 500 menn vantar undlr eins til þess aS læra atS stjörna bifreiBum og gasvélum — Tractors á Hemphills Motorskölanum I Winnipeg, Saskatoon, Edmonton, Calgary, Lethbridge, Vancouver, B. C. og Port- land Oregon. Nö er herskylda. i Canada og fjölda margir Canadamenn, sem stjörnuCu bifreiöum og gas-tractors, hafa þegar orBið að fara t herþjön- ustu eSa eru þ& á förum. Nú er timi til þess fyrir yður aS læra göSa i'Sn og taka eina af þeim stöSum, sem þarf aS fylla og fá i laun fra $ SO—200 um mánuSinn. — paS tekur ekki nema fáeinar vlkur fyrtr ySur. aS læra þessar atvinnugreinar og stöSurnar biSa ySar, aem vél- fræSingar, bifreiSastjörar, og vélmeistarar & skipum. NámiS stendur yfir í 6 vikur. Verkfæri fri. Og atvlnnuskrif- stofa vor annast um aS tryggja ySur stöSurnar aS enduSu náml. SláiS ekki á frest heldur byrjiS undir eins. VerSskrá send ökeypts. KomiS til skólaötibús þess, sem næst ySur er. HempliUls Motor Schools, 220 Pacific Ave, Winnipeg. Ötibú í Begina, Saskatoon, Edmonton, Lethbridge, Calgary, Vancouver, B. C. og Portland Oregon. Nefnið Lögberg þegar þér verzlið við þá eða þau félög sem auglýsa í blaðinu Щcaci7 ÍPÆW ct?Æ\£3&í’ raföiíecoiidP The war-tax has prac- tically doubled the price of the bcst grades of matches, and has more than doubled the price of tlie cheaper kinds. And the tax adds nothing to the value of the match. You can’t Iight your pipe with the tax, yet you pay as much on a poor match as on a good one. EDÐTS MATCHES ^ have more than sixty years of experience behind them. Arttong the 30 to 40 dlfferent brands made in this huge fdctory with an output of 70,000,000 matches a day, there is a match for every púrpose. And each is the best of its kind that our experience can dcvise. Insist on Eddy’s Matches acd gct real match-value for your money. See that Eddy’s name is on the box. The E. B. EDDY CO. Limited HULL, Canada Also Makers of Irtdaraled Fibreware and Paper Sfiecialiies B 1 I I

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.