Lögberg - 12.12.1918, Blaðsíða 1
SPIERS-PARNELLBAKING CO.
ábyrgjast yður
fulla vigt, beztu vörur fyr-
ir lœgsta verð sem verið
getur. REYNIÐ ÞA!
TALSlMl: Garry 2346 WINNIPEG
Það er til myndasmiður
í borginni
W. W. ROBSOJV
490 Main St.
Garry 1320
Frá Islandi.
Sóttin mikla.
Árið, sem nú er að líða, mun
lengi í minnum haft, sem ár frið-
arins. óskin, sem allar þjóðir
heimsins ihafa borið fyrir brjósti,
hefir gengið eftir. Sverðin eru
slíðruð á vígvelli Elvrópu.
Hver hefði spáð því, að svo mik
il tíðindi gjörðust hér á meðal
vor, að menn mintust naumast á
vopnalhléið, byltinguna þýzku og
landflótta þess þjóðhöfðlhgja, er,
mest hefir verið um rætt síðustu
árin, þeirra vegna ? Hver hefði
spáð því, að svo viðburðaríkir
dagar biðu vor, að vér gleymdum
Kötlu* spúandi eldi og eimyrju
yfif nálægar sveitir,
Nú nefnir enginn Reykvíking-
ur Kötlu, fremur' en hún hefði
aldrei verið til. Og engir fánar
svifu að hún á þriðjudaginn var,
til þess að fagna friðnum. í stað
þess drúptu fánar á miðri stöng,
sem sýnilegt tákn drepsóttarinn-
ar, sem dauðinn ihefir fengið að
vopni, í okkar afskekta landi. '
Utan úr heimi hafa borist öðru
hvoru, síðan í sumar, fregnir af
ínfluenzunni, sem geisað hefir
víðsvegar um Evrópu, og nú upp
á síðkastið einnig vestan hafs.
En það virðist svo, sem menn
hafi eigi álitið veikina jafn skæða
og raun er á orðin. Influenzan,
sefn* menn hafa átt að venjast
síðustu árin, hefir verið mjög
meinlaus, og fólk hefir talið hana
lítið verri en slæmt kvef. Og
það virðist mega ætla, að læknar
vorir sumir hafi eigi álitið, að
veruleg hætta gæti staðið af
henni, því að annars mætti það
heita ófyrirgefaniegt skeytingar-
leysi að hafa eigi betri viðbúnað
undir komu hennar hingað, er
gjört var, eða g.jöra eigi ráðstaf-
anir til að tef ja svo fyrir veikinni
að mikill meiri hluti bæjarbúa
sýktist ekki samtímis, og vand-
ræðm þ^r af leiðandi yrðu. óvið-
ráðanleg.
Á miðvikudaginn annan en var
má telja að þriðjungur bæjarbúa
hafi verið orðinn veikur. En
næstu dagana breiddist veikin
svo mjög út, að um isíðustu helgi
mun ýkja laust mega telja, að
tæpur þriðjungur bæjarbúa hafi
verið á uppréttum fótum. pá dag-
ana var því líkast, sem alt líf væri
að fjara út úr bænum. Götum-
ar voru að kalla mátti auðar af
fólki, og ætíð voru það-sömu and-
litin, sem sáust, flest eldra fólk.
f byrjun þessarar viku fóru að
sjást ný andlit, sjúklingar, sem
gengnir voru úr greipum sóttar-
innar. En um sama leyti fór
hinn hryggilegi förunautur in-
fluenzunnar, lungnabólgan, að
færast í aukana, og með henni
fjölgaði mannslátunum.
“Lokað”.
Um það leyti sem Morgunblað-
ið hætti að koma út, var mjög
farið að brydda á því, að sölubúð-
ir væru lokaðar allan daginn, og
margar dokaðar öðru hvoru vegna
þess, að eigi var nema einn mað-
ur uppi standandi í.ihverri búð.
Og sm'ám saman urðu lpkuðu búð
irnar fleiri og fleiri. Stór verzl-
unarhús, eins og t. d. Vöruhúsið,
hafa verið lokuð í meira en viku.
Bakaríin urðu að loka flest öll,
því að balkaramir voru veikir og
ekkert var til að selja. pó hafa
bakarí Vald. Petersens á Lauga-
vegi 42, frú Kristínar Símonar-
son og Aiþýðubrauðgerðin, getað
selt brauð daglega, eftir því sem
vér vitum bezt. Og anjólkursölu-
staðimir hafa ætíð getað afgreitt
mjólk í bæinn, enda hefðu þeir
sízt af öllu mátt missa sig.
Síðastliðinn laugardag var, að
því er komist verður næst, ekki
fimta hver sölubúð í bænum opin.
Og þar sem opið var, var alls eigi
mikið að gjöra, jaifnvel í matar-
verzlunum.
Afgreiðslutími bankanna var
styttur að miMum mun. J>ar hef-
ir síðastliðna viku aðeins verið
opið féá 1 til 3, og býsna fáliðað.
f fslandsbanka .hafa t. d. suma
dagan aðeins 3 menn verið við af-
greiðsilu, þar á meðal sá banka-
stjórinn, isem nú er hehna; en í
Landsbankanum hafa altaf verið
nokkru fleiri. Stjórnarráðið hef-
ir verið lokað suma dagana, ág
flestar eða allar opinberar slrif-
stofur. Afgreiðslutiími póststof-
unnar var styttur að miklum
mun, og sú stofnun, sem mest
var um vert að opin héldist, lands
síminn, varð einnig að leggja ár-
ar í bát. Um miðja fyrri viku
lágt reiknað — þá verða læknis-: fengnir til þess starfa; en svo
vitjanir samt 500 á dag, ef rétt seint gekk afgeriðslan samt, að
er, sem fullyrt er, að tveir þriðju oft þurfti fólk að bíða eftir áríð-
hlutar bæjarbúa hafi legið sam- andi lyfjum í heilan sólarhring.
tímis. pað gæfi ranga hugmynd Auðvitað hefir lyf jabúðin ver-
um störf læknanna, að segj a að ! ið opin allar nætur.
þeir hafi unnið frá morgni til í
Kvölds. Nei, þeir hafa hamast
frá morgni og fram á miðjar næt-
ur. Vér höfum t. d. góðar heim-
ildir fyrir því að Matthías Ein-
arsson hefir venjulega verið á
þönum frá kl. 7 á morgnana til i s^g-
kl. 2 á nóttunni og stundum leng- Solvejg Vigfúsdóttir,
ur, og má það heita þrekvirki. stúlka frá Skógum undir
Maggi Magnús hefir verið næt- > fjöllum.
urlæknij* Hjúkrunarskrifstofmm- Stefanía Guðmundsdóttir,
ar, en jaifnan verið og í sjúkra- kaupmannsfrú í Kaupangi.
vitjunum mestan hluta dagsins. Sigfús Bergmann, kaupmaður
Hjúkrunarnefndin hefir oftast ' Hafnarfirði.
getað lagt læknunum til bifreið- lórt Sigurðsson verzl.umboðs-
maður.
Jóhann Kristjánsson ættfræðing-
ur.
__________ _______J
porsteinn
ar, og hefir sú ráðstöfun mjög
flýtt fyrir þeim. Yfirleitt hafa
bifreiðarnar verið íhinar þörfustu
og er t. d. sennilegt að margt fólk porsteinn Júiíus Sveinsson,
hefði alis ekki komist á sjúkra- Ráðunautur Eiskifélagsins,
hús, ef þeirra hefði ekki notið
við.
Sjúkrahúsin.
í upphafi sóttarplágunnar tók
I bæjarstjómin hálfan franska
spíyaiann á leigu trl að leggja þar i *ru’ ^ona Emars
inn fólk, sem sýktist af l'ungna- venzlunarstp>ra.
bólgu. Stóð þá til að yerja
Landakotsspátalann sýkinni, en
það mistókst vegna óhlýðni sjúkl
ings eins á spítalanum, sem orð-
inn var rólfær og fór út í bæ og
flutti veikina. Var þá rýmt svo
til á spítalanum að Hægt Ar að ara.
flytja þangað marga sjúklinga. Torfhddur p. Holm, Ingolfs-
En þessar ráðstafanir urðu þó 1 ^træti 18, 73 aræ . .,
hvergi nærri fullnægjandi. Víðs- Margret Jonsdottir,''N.ialsgötu
vegar um bæinn var enriþá fjöldi
varð að hætta afgreiðslu síma-
samtala út um land, og skömmu
síðar var einnig hætt að afgreiða
símskeyti. Verst var ástandið á
laugardaginn var, því að þá mun
eigi nema einn maður af öllu
starfsfólki landssímastöðvarinn-
ar hafa verið uppi standandi, en
daginn eftir voru einn eða tveir
komnir í viðbót. Miðstöðinni
munaltaf hafa verið haldið op-
inni nema part úr einum degi, en
þjónustutíminn var styttur,
vegna þess að sömu stúl'kurnar,
eða sama stúlkan, urðu að vera á
stöðinni allan daginn. Sendi-
sveinaleysi hefir mjög bagað
landssímastöðina, og eigi verið
hægt að senda út um bæinn
skeyti þau, er tekið hefir verið á
móti. Loftskeytastöðin hefir
starfað að mestu, og hefir þó for-
stjórinn verið veikur, en þó dag-
lega að kalla má náð merkustu
blaðaskeytum.
Venjuleg störf bæjarbúa hafa
legið í kalda koli. Flestir rúm-
fastir, en þeir, sem uppi stóðu,
mátu meir — sem bétur fer—
að sleppa atvinnu sinni, til þess
að vinna það sem mest lá á, að
hjúkra ogihlynna að heimilunum
— bæði ríkum og fátækum —
sem ekki áttu neina heilbrigða
hönd.
Hjálparvana.
paö reyndust fleiri dyr lokað-
ar en dyr sölubúðanna. peir, sem
á fótum voru, fóru, er á leið vik-
una, að taka efjtir því undarlega
fyrirbrigði, að dyr íbúðarhúsa
hér og hvar um bæinn voru harð-
læstar um hábjartan daginn. Og
það kom þá í ljós, að í einstaka
húsum var engin manneskja uppi
standandi, allir veikir, og enginn,
sem gat hjálpað. Sömuleiðis gaf
að líta sjúka foreldra og óvita
börn svöng í rúminu, en enga
manneskju til að hjúkra eða færa
Jbjörg. Svo mögnuð var sóttin
J orðin og útbreidd. Og engir
ikunningjar komu að vitja, því
heir voru líka veikir.
Hjúkrunarnefndin.
Fyrir forgöngu Lárusar H.
Bjarnasonar komst hún á lagg-
irnar 8. þ. m., og tók þegar að
starfa undir stjóm hans. Verk-
efnið var mikið, en mannaflinn,
sem hún fékk til umráða, að
sama skapi ónógur. pó náðist
strax til nokkuð margra manna,
jer þegar voru gjörðir út til þess
að ganga á milli húsa og veita
j hjálp, þar sem þörfin var brýn-
ust. pað er eigi of mælt að þessi
stofnun ’hafi b.jargað mörgum
mannsilífum, margir hafa fengið
hjúkrun og bata, sem ella hefðu
orðið herfang dauðans vegna ó-
nógrar eða engrar aðhlynningar.
Og nú var fengin stofnun, er fólk,
sem einhvern hafði að senda, gat
snúið sér til og fengið hjálp.
Margir hefðu áreiðanlega farið á
mis við læknishjálp i og meðöl,
mat oghjúkrun, ef eigi hefði ver-
ið komið skipulagi á, að veita
fyrst hjálpina, þar sem hennar
var brýnust þörf, án tiilits til alls
annars.
Á h.iúkrunarskrifstofunni var
lækni að Ihitta nætur og daga,
peningahjálp veitt fátækum til
meðalakaupa og annara brýnustu
nauðsynja. — Skrifstofan sá
einnig um flutning sjúkra á spít-
alana, og hefir látið útbýta
sjúkrafæðu ókeypis á tveim stöð- .....
um í bænum. Eins og geta má
nærri, hafa býsna miklir örðug-
leikar verið á því, að veita alla þá
hjálp, sem um hefir verið beðið.
Kvenfólk vantar tilfinnanlega,
eins og ræður að líkindum, þegar
hjúkrunarstarfsemin á í hlut.
Veslings læknarnir.
Flestir munu víst þykjast hafa
átt örðuga daga undanfarið,
hvort sem sjúkir hafa verið eða
heilbrigðir. En þó munu tæp-
lega fáir hafa verið jaifn hart
leiknir og læknirarnir, sem sóttin
beit ékki á.
peir Matthías Einarsson og
pórður Thorrodds^n, munu altaf
hafa haft ferliviist meðan sóttin
var sem skæðust. Sömuleiðis
landlæknirinn og Guðmundur
Hannesson prófessor. Hinir hafa
allir legið fremur stutt — sumir
ekki nema 1—3 daga — að und-
an teknum þeim Halldóri Hansen
Stefáni Jónssyni og Jóni Kristj-
ánssyni, sem allir voru þungt
haldnir, og Jóni héraðslækni og
Konráði Konráðssyni.
pað ræður að likindum hve ’ skilja suma meðalagesti eða gera
gáfurlegt erfiði læknanna hefir sig skiljanlegt.
verið þessa daga. pó að eigi sé Mest bagaði þó skortur á fólki,
gjört ráð fyrir að meira en tut- sem gat blandað lyfi eftir seðl-
tugasti hvensjúMingur hafi not-j um, því að lyfjafræðingamir
ið ilæknishjálpar daglega að með-1 voru nálega allir veikir. Voru
altali — en það mun vafalaust of, læknanemar af háskólanum |
Dauðsföll.
Elín Laxdal, kaupm.frú Tjarn-
arg. 35, 35 ára. t
Kristín Erlendsdóttir, Sellands
ung
Eyja-
Geir pórðarson (næturvarðar)
ungur maður.
Olga Strand, ung stúlka innan
fermingar.
Margrét Sigurðardóttir, hús-
Bjömssonar
Kristján Hall bakari.
Jósefína Hall, kona Kristjáns
bakara.
Guðm. Magnússon, Hverfis-
götu 90, 44'ára.
Bjarni Marínó pórðarson,
fólks, sem nauðsynlega þurfti að
komast á sjúkrahús, og altaf
bættist við. Tók hjúkrunar-
nefndin þá suðurálmu bamaskól-
ans fyrir sjúkrahæli, og voru
flutt þangað rúm og annar út-
búnaður. Lengst stóð á því að
fá þangað fólk til að hjúkra, en
það tókst þó að lokum. f fyrra-
kvöld var búið að flytja þangað
53 lungnabólgusjúklinga, og ef-
laust hefir eittihvað bæzt við í
gær. Flestir sj úklingarnlr, sem
í barnaskólann hafa verið fluttir,
voru mjög veikir og í mjög mik-
illi lífshættu. En mjög margir
hafa fengið svo mikinn bata, að
þeir mega teljast úr allri ihættu.
pórður Sveinsson læknir hefir
verið yfirlæknir í bamaskólanum
og notað aðallega þá lækninga-
aðferð, að baða sjúklingana úr
heitu vatni og láta þá drekka
heitt vatn. Síðan hafa þelr ver-
ið dúðaðir í ullardúkum og látnir
svitna. Engin meðul, eða sára-
lítil, hafa verið notuð. Hefir
þessi aðferð rejmst mjög vel,
enda sögð mjög mikið notuð
vestan hafs,- aðallega í byrjun
veikinnar, til að draga úr henni.
Ættu þeir, sem enn eiga eftir að
leggjast í Influenzunni, að hafa
þetta ráð og sjá ihversu gefst.
^ f ' 4 L-MÍðT
Lyfjabúðin.
pví er auðsvarað, hvar umferð-
in hefir verið mest, sóttardag-
ana. MiMð höfðu læknarnir að
gjöra. En meðul þurftu eigi að-
eins þeir, sem lækna var vitjað
til, heklur einnig allir hí?iir Mtið
veiku. Meðalatrúin er svo mögn-
uð og vaninn sá að brúka með-
ul, svo ríkur, að eigi þarf nema
lasleika til þess, að fólk
vilji hafa meðul við honum.
Strax í byrjun fyrri viku var
aðsóknin orðin svo mikil, að lyfja
búðin var troðfull út að dymm
af meðalagestum. Framan af
vikunni var mest beðið um hita-
lyf og hóstasaft, og þraut brátt
alt kínín, er lyfjabúðin hafði. En
þegar á leið vikuna, tóku lyfseðl-
ar fyrir lungnabólgumeðulin að
streyma inn og voru engin meðul
afgreidd eftir seðli f marga daga,
önnur en lungnabólgumeðul, að-
allega kamfórublanda. Margir
lyfseðlar urðu eigi afgreiddir
vegna þess að efni í lyfin þrutu,
og nú sem stendur vantar Iyfja-
búðina algjörlega mörg nauðsyn-
leg lyfjaefni.
Starfsfólk lyfjabúðarinnar
veiktist snemma, og lyfsalinn
sjálfur veiktist um síðustu helgl.
Var óvant fólk fengið til af-
greiðslunnar og gekk hún því
eigi ein® greiðlega og ella, og einn
ig spilti það nokkuð fyrir, að
margt af þessu hjálparfólki var
danskt, og gekk eigi sem bezt að
48, 74 ára. .
Sig. Guðmundsson, Grundar-
stíg 5, 4 ára.-
Einar Guðmundsson frá Meld-
húsum í Leiru, 26 ára.
Lára Magnúsdóttir, Bergstaða-
stræti 33 b, kona 23 ára.
Sigr. p. Jónsdóttir, Bræðra-
borgarstíg 29, bam 1 árs.
Helga Vigfúsdóttir, Bergstaða-
stræti 26, kona 41 árs.
Magnús Ámason, Nýleridugötu
11, 25 ára.
óskírt barn á Suðurpólnum við
Laufásveg.
Ásta ólöf Guðmundsdóttir,
Vesturg. 16 b, ung stúlka.
Sigr. Magnésdóttir Klappar-
stíg 15, 87 ára.
Halldóra Guðmundsdóttir, Bók
hlöðustíg 6 b, um 70 ára.
Jóhannes Magnússon verzlun-
arm., Bræðraborgarstíg.
pórður G. Jónsson, Laugaveg
24 a, 20 ára.
Gróa Bjarnadóttir, Njálsg. 44,
gift kona 33 ára.
Kristín Guðmundsdóttir, Lauga
veg 76, gift kona 23 ára.
Aðalsteinn Hjartarson, Berg-
staðastræti 9.
Friðbergur Stefánsson, Norð-
urstíg, giftur maður, jámsm.
Álfheiður A. Egilsson, Lindar-
götu 40, 26 ára.
Hjálmtýr Sumarliðason, Selja-
landi.
Jón Kristjánsson prófessor,
Tj arnargötu' 33 ára.
pórdís T. Benedikts, prófessors
frú.
Ingibjörg Jónsdóttir, Lindar-
götu 14, 22 ára.
Kristín Magnúsdóttir, Skóla-
vöruðsbíg 25.
Valdemar Ottesen kaupmaður,
Laugaveg 46.
Jónína Bárðardóttir, Laufásv.
39, gift kona 40 ára.
Jón Nikulásson, Grímshúsi við
Vesturg., giftur maður.
póra Jónsdóttir, gift kona 28
ára.
Lilja Magnúsdóttir. Smiðju-
stíg á.
Jóh. Júl. Magnússon, Lindar-
götu 6, bam á 1. ári.
Elín Helga Magnúsdóttir, Hverf
isgötu 62, kona 30 ára. I
Guðbjörg Guðmundsdóttir,
Tjamargötu 33, ráðskona ógift.
Daníel Sígurðsson, Mýrargötu
3, 22 £ra.
Jón Erlendsson. Landakotsspít
ala.
Ingibjörg Jónsdóttir, Spítala-
stíg 9, matselja ógift.
Guðrún ólafsdóttir, Lindar-
götu 4,27 ára.
Vilborg Rögnvaidsdóttir, Brekku
stíg 17, 57 ára.
Guðm. H. Erlendsson. Hverf-
isgötu 83, bam 2 ára.
Sigurjón Skarphéðinsson beyk-
ir.
Guðrún Sigurðardóttir, kaup-
mannsfrú.
porlákur Ágústsson, Lágholti.
Gestheiður Árnadóttir, gift
kona, Bergstaðastræti.
Sigríður ólafsdóttir, vinnu-
stúlka, Skóiavörðustíg 25.
Rosenkilde, lyfsveinn hjá Sör-
gift
en Kampmann, ungur maður
danskur.
póra Hermannsson, kona Odds
skrifstofustjóra.
Margrét Kristmundsdóttir,
kona, Frakkastíg.
Páll Matthíasson skipstóri.
Guðmundur Bjömsson skip-
stjóri.
Sigurður Guðmundsson. Hall-
dórssonar trésmiðs.
Martha Gíslason, Laugav. 31,
kona Böðvars Gíslasonar tré-
smiðs.
Símonína Guðleifsdóttir, kona
Guðm. Halldórssonar trésmiðs á
Grundarstíg, 40 ára.
Oddgeir Ottesen kaupmaður,
Ytrahólmi við Akranes.
Inga Jónsdóttir'frá Vaðnesi,
ung stúlka um fermingu.
Fred. .Jul. .Jansen, danskur
stýrimaður á “I. M. Nielsen”.
Guðríður Nikulásdóttir, vinnu-
kona Jóns prófessors Kristjáns-
sonar, 19 ára,,úr Stykkishólmi.
Guðrún Vigfúsdóttir, Berg-
staðastræti 29, ungbam.
Johansen, norskur sjómaður, á
“Carolianus”.
Sophus Bergstrom, danskur
sjðmaður, á “San”. ,
Einar Guðmundsson vélstjóri.
Sveinn pórðarson sjómaður,
Skólavörðustíg 17 b.
Kristbjörg Guðmndsdóttir,
Laugaveg 17. " ,
Ingveldur Jónsdóttir, Lauga-
veg 30 b.
Sigurbjörg Hinriksdóttir, Skot
húsveg 7.
Friðgeir Sveinsson, Suðurg. 11.
Marius Hansen, skipstjóri á
“Scandia”, 36 ára.
Jón Jónsson kaupm. frá Vað-
nesi.
Karl Brynjólsson véletjóri, á
Bjargarstíg 3.
Guðrún porvaldsdóttir, kona
hans. pau láta eftir sig 5 böm.
Jón Jónsson (yngri), Lindar-
götu 14.
ólafur Kristófersson, Bræðra-
borgarstíg 8.
Halldóra Árnadóttir, Ingólfs-
stræti 18.
Benjamín porvaldsson, ung-
lingsmaður. Hafði legi á Landa-
kotsspítala síðan 1912.
Guðm. Guðmundsson cand.
phil.n sjúklingur á Vífilsstaða-
hælinu.
porbjörn Sigurðsson frá Mjó-
sundi í Flóa, sjúklingur á Lauga-
nesspítala.
Guðmundur Gíslason, Klappar-
stíg 5.
Magnús Hróbjartsson, sjómað-
ur, Hverfisgötu.
Kristinn Guðmundsson múrari
Grettisgötu 70.
Júlíana Árnadóttir, Vestur-
götu.
Borghild Arnljótsson, kona
Snæbjamar stórkaupmanns.
Morgunbl.
Fyrirspurn Vestur-fslendinga
syarað.
pegar fréttin um kvefsóttina í
Reykjavík og Kötlugosið, kom
hingað vestur, komu nokkrir
menn saman hér í Winnipeg, til
þess að tala um, hvort Vestur-
íslendingar gætu ekki orðið
bræðrum sínum heima að ein-
hverju liði í þes'sum raunum
þeirra, og kom þessum mönnum
saman um að senda símskeyti
heim til Reykjavíkur, til þess að
spyrjast fyrir um ástandið, og
hvort þeir þyrftu á hjálp að
halda, og var blöðunum Heims-
krinðlu og Lögberg falið að senda
eftirfylgjandi skeyti:
Winnipeg 28. nóv. 1918.
Forsætisráðherra íslands,
Reykjavík.
Fréttir ihafa borist hingað um
Kötlugos og að spánska veikin sé
ægilega skæð. / Gjörið svo vel að
látá okkur vita hvemig ástatt er,
og eins hvort að þér þurfið hjálp-
ar, og þá hvers að þér þurfið
helzt með.
Heimskringla, Lögberg.
' \
Svar svo Mjóðandi barst blöð-
unum eftir 'nokkra daga: •
Reykjávík, 3. des. 1918.
Heimskringla, Lögberg,
Eldgosinu lokið. Veikin og
dauðsföll á svipuðu stigi og í
Canada. purfum ekki á hjálp
að halda.
Með þakklæti fyrir drenglyndi
V estur-íslendinga.
Eggerz.
Alþjóða fáni?
Heiðblár fáni blaktir yfir skrif
stofum .fcanska, liberal blaðsins
Louvre.
Fáni þessi er algjörle^h nýtt
tákn í sögu heimsins. Litur
hans er djúpur eins og blámi
himinhæða, og mildur sem logn-
öldufaðmur.
Mælt er að þessi bláfáni eigi
að verða opinbert tákn alþjóða-
bræðralagsims fyrirhugaða —
league of nations. —
Harla skiftar virðast skoðanir
mánna vera fyrir austan haf, að
því er snertir uppástpngu Wil-
sons forseta um League og Na-
tions fyrirkomulagið.
Jafnaðarmannaflokkurinn hef-
ir tekið uppástungunni tveim
höndum, og þykist þar sjá hrund
ið í fraimkvæmd einu af sínu aðal-
áhugamálum, en skilur þó málið
eigi til hlítar. — En á hinn bög-
inn hafa afturhaldsmenn, víðs-
vegar um Norðurálfuna, talið
uppástungu forsetans hugarburð
einn eða draumóra, sem aldrei
yrðFneitt úr, þegar til efnisins
kæmi. — Slíkar mótbárur eru
ýmist bygðar á misskilningi eða
þá hreinni og beinni fávizku.
öllum alvarlega hugsandi
mönnum hlýtur að skiljast, að
eitthvað líkt fyrirkomulag því,
sem forsetinn hefir stumgið upp
á, verður að komast á í íheimin-
um, eigi framtíðarfriður á annað
þorð að verða trygður.
Alþjóða bræðrasamband —
league og nations —1 er oigi ein-
ungis vel framkvæmanlegt, held-
ur einnig eina leiðin út úr þeim
flóknu vandræðum, sem allar
þjóðir heimsins hafa við að
stríða.
Engri einni þjóð má veitast
réttur til þess að auka svo her-
afla sinn, að öðrum þjóðum geti
stafað hætta af. pjóðverjum var
t. d. leyft of lengi að verja öllum
sínum áhrifum, efnalegum og
andlegum, í stríðsútbúnað; af
því leiddi ófriðinn ægilega. sem
nú er loksins á enda, og skilur við
hinn memtaða heim flakandi í
sárum. Til þess að koma í veg
fyrir að slík fim geti aftur dunið
yfir mannkynið, verður að finna
upp eitthvað nýtt stórpólitískt
læknislyf. Og hafi nokkur mað-
ur fundið upp silíkan læknisdóm,
þá er það Wilson forsetf. Og því
er þess að vænta, að þjóðimar
allar, stórar og smáar, fylki sér
unóír friðarfána hans — Wilsons
fánann iheiðbláa, sem blaktir yfir
skrifstofum frjálslynda blaðsins
Louvre í París.
Frjálslyndu flokkamir og
þeirra beztu menn víðsvegar
austan við haf, virðast hafa ver-
fljótastir til að skilja rétt hlna
göfugmannlegu uppástungu
Bandaríkjaforsetans um alþjóða-
bræðrasámband — league of
natiom.
Úr flokki ihinna sann-frjáls-
lyndu manna er Iíka ávalt hinna
sönnustu umbóta að vænta. —
MANNFALLIÐ f STRÍÐINU.
Eftirfylgjandi skýrsia sýnir ihvað margir menn fóru til víga
eða voru vígbúnir til að taka þátt í stríðimu mikla og frá hvaða
þjóðum, ein® tölu þeirra, sem hafa faHið og særst.
Frá Bandaríkjunum.............
“ Bretlandi og nýlendum ....
“ Frakklandi .... j...........
“ ftalíu .... ................
“ Rússlandi..................
“ Belgíu ....................
“ Serbíu .... ...............
“ Rúmeníu ....... .... .......
“ pýzkalandi .... .... ......
“ Austurríiki og Ungverj alandi
“ Tyrklandi.............. ....
“ Búlgairíu-..................
Undir Fallnir Fallnir, særti-
vopnum ir og týádir
3,764,700 58,470 262,723
7,500,000 658,665 3,049,991
6,000,000 1,100,000 4,000,000
5,000,000 500,000 2,000,000
14,000,000 3,500,000 5,000,000
»* 350,000 50,000 300,000
300,000 150,000 200,000
600,000 200,000 300,000
11,000,000 1,580,000 4,000,000
7,500,000 2,000,000 4,500,000
1 >500,000 250,000 750,000
1,000,000 50,000 200,000
58,514,700 10,097,143 24,562,714
Kári Herbert Pétursson.
F. 1. júná 1897, d. 6. nóv. 1918.
%
Deytt fær ei dapur
dauði þau blómin,
viðkvæm er vaxa
í vermireit kærleiks.
pví á eg og geymi
í indælli minning
hrosin þín bamglöð,
blíðuna hreinu.
Umhyggju og elsku
auðsýnda margoft;
helgar þau sorgin,
hjartkæri bróðir.
\ •
Túttugu og eins árs varst þú
kallaður burt úr ástvinahóp þín-
um, og vonimar mörgu og fögra
bygðar um framtíð þína hér,
hrundu er okkur sízt varði. peg-
ar kvöld æfinnar kemur, þá æsku
árin aðeins eru Iiðin, er ekki um
mörg æfiatriði að ræða. En þó
æfisaga þín birtist ekki á prenti,
er hún þó skráð í hjörtuhl okkar,
sem- þektum þig bezt og eigum
svo dýrmætan fjársjóð unaðs-
ríkra endurminninga frá hinum
stutta samveratíma.
Lífsferill þínn var bjartur og
fagur; gléðísól Mfs þíns var
aldrei ihulin af hinum dimmu
sdrgartskýjum, og aldrei varpaðir
þú skugga á æfiferil neins ann-
ars. En það reyndist hlutskifti
þitt, að færa gleði og sólskin inn
í Mf allra þeirra, isem þektu þig.
Glaðlyndi og’bjartsýni áttir þú í
svo ríkum mæil, að það hlaut að
verða eign þeirra, sem með þér
voru. Aldréí \dssi eg til að þú
hikaðir við að gjöra það, sem
samvizka þín bauí þér að væri
rétt, og varst ávalt/reiðubúinn að
taka með rósemi hveíju sem að
höndum bar. Enda trúðir þú
fastlega á handleiðslu Guðs og
að haran sendi ihverjum einum
það, sem honum væri fyrir beztu.
Of skylt er mér málið. til að
skrifa hér Ianga lofræðu um þig
dáinn, og of dýrmætar eru marg-
ar þær endurminningar, er eg
geymi um þig, til að kasta þeim
fyrir almenning. Vil eg hér því#
aðeins minnast hinnar síjjustu
myndar, sem hugur minn á af
þér.
Eg minnist þess, er þú, með
sál þína fulla af lífsgleði, þreki
og trausti, kvaddir heimili þitt
síðast, og baðst okkur, sem þar
vorum, að vera óhrædd um þig,
því þér væri óhætt. — Og eg
minnist þess, er eg horfði á eftir
bátnum, sem bar þig frá landi.
Sólin, sem var að ihnága í hinm
fegurstu kvöldroðadýrð, varpaði
geislum sínum á spegiltætt vatn-
ið og á skipið, þár sem þú stóðst
brosandi á þilfari. pessa mynd
mura hjarta mitt ávalt geyma, og
þarrnig vil eg ihugsa um þig, lagð-
an út á haf eilífðarinnar. umvaf-
inn af geisium þeirra guðlegu
náðar, sem leiddi þig svo hreinan
og saklausan gegn um lífið og
dauðan.
Við ástvinir þínir allir, sem eft
ir stöndum á ströndinni, störum
harmþrangin á eftir þér. En þó
tómleikinn sé nú mikill og sökn-
luðurimr sár, erum við þó sælli
fyrir að hafa ekkað þig, og auð-
ugri fyrir að eiga þig á landi
ljóssins. Við þökkum fyrir hvert
j það augnablik, er okkur var leyft
, að vera með þér; þökkum fyrir
kærleikann, gleðina og sólskinið,
sem þú færðir okkar. Og nú
bíðum við og þreyjutri eftir far-
inu, sem flytur okkur heim til
þín.
Tngibjörg J. Péturson.