Lögberg - 12.12.1918, Blaðsíða 4

Lögberg - 12.12.1918, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. DESEMBER 1918 iiiiiirniwBiiuiiniiiifiiiiiiiiiniiiiniimiiiiiiiaffliHimiiiiHiBWHWiHwiHnitihnmffliiHiMBfflnHiBminimiWBtiitHiffiHiHUWiUHHWHt’_ ^crgberg Gefið út hvern Fimtudag af Th« Col- umbia Pre**, Ltd.,(Cor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Mam. TALSIMI: GARRY 416 og 417 Jón J. Bíldfell, Editor J. J. Vopni, Business Manager Utani»kri(l til kUðtina: 1 THE OOLUNIBIA PRESS, Ltd., Box 3172, Winnipeg, Utan&skrift ritstjórana: EÐITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipsg, M>n. IVERÐ BLAÐSINS: B2.00 um irið. -^Þ>27 RiiiiuiniiuiuuBiiiiiiBHiuiiiiiMiiiiiitiiuuiiiiiiiHiiiiiiiuiiiiinuiiiiniumiiiiHiiiiiiiiiiiWiniiiiiiiiuinimiintnuilliiiiBHlliliuiiiwuiiiinfl Ací stríðinu loknu. VIII. Vér segjum að stríðinu sé lokið — að friður sé fenginn — að málefni frelsis og réttlætis hafi borið dýrðlegan sigur úr býtum. Og það er með gleðiríkri tilfinning að vér hugsum til þess og vit um, að blóð bræðra vorra er hætt að renna á víg- vellinum, og að innan skams tíma eiga hermenn- irnir að koma heim til vina og vandamanna — þeir af þeim, sem ekki hafa látið l'ífið fyrir fóst' urland sitt og frelsi á vígvellinum. En þótt þannig sé nú málum komið — þó að hætt sé að berjast á vígvöllunum — þótt friður sé kominn á í Flandern, og á þeim öðrum stöðv- um, þar sem barist hefir verið, — þá er þessu stríði samt ekki lokið; því öldurnar, sem þessi vopnagnýr hefir vakið, skella nú að ströndum hvers einasta lands með svo míklum krafti, að jafnvel jarðföstu'björgin gnötra. Og þessi alda eða andlega hræring brotnar ekki við strendur landanna; hún læsir sig í gegn um líf og sál þjóð- anna og hvers einasta einstaklings. Hún slítur bönd vanans, og umturnar þjóðskipunarfyrir- komulagi landanna, hugsunarhættinum, verzlun- arfyrirkomulaginu og afstöðu eins manns til annars. % Hingað til Canada er þessi ihreyfing, eða hræring, komin.' Og það er á móti henni, sem vér verðum að taka með hinum afturkomnu her- mönnum vorum. Og það er skylda vor að sjá um, að hún verði þessu landi og oss öllum til blessunar í bráð og lengd. Og þegar vér erum að tala um að byggja upp atvinnuvegi lands vors eða það, sem í órækt hefir komist hjá oss meðan ■á stríðinu stóð, eða á einhvem hátt úr skorðum gengið, þá megum vér aldrei gleyma þessu and- iiega ástandi þjóðarinnar. Þegar um atvinrfuvegi þessa lands er að ræða, þá verður landbúnaðurinn fyrst fyrir oss, því hann hefir verið, er og verður, aðal atvinnu- vegur þesa lands. Mun hann taka nokkrum breytingum? Hvaða áhrif mun þetta endur- l eisnartímabil hafa á hann? * Vissulega verður hann að taka breytingum, og er því ekki úr vegi að athuga sumar þeirra. Ef til vill er það enginn einn flokkur manna, sem hefir sýnt meiri þjóðrækni í þessu stríði, og á þessu raunatímabili, heldur er bændurnir. Þeir hafa sjálfir unnið baki brotnu við að fram- leiða. Þeir hafa sent syni sína í stríð, og þeir hafa lánað stórfé til stjómarinnar til stríðs þarfa. Ef til vill munh menn fiijnast, sem segja að þetta sé ekki meira en aðrir hafi gjört, og að liændurair megi. vera ánægðir, því að þeir hafi fengið margfalt verð fyrir afurðir sínar. En slíkt gjöra ekki aðrir en þeir, sem hugsunarlaust tala, eða af þekkingarleysi. Að vísu hefir verð verið hátt á afurðum bændanna, en kostnaður- inn við framleiðsluna hefir aukist að sama skapi. Svo það mun orka nokkurra tvímæla, hvort þeir hafi til jafnaðar borið meira úr býtum, heldur en að þeir gjörðu fyhir stríðið. Eftirfylgjandi skýrsla, sem samin er af prófessor F. .W.Peek, sem er við háskólann í Minnesota, sýnir nákvæm- lega hvað bændur hafa borið úr býtum, þeir er hveitirækt ihafa stundað, þrátt fyrir hið háa verð. Þessi skýr^Ia sýnir að kostnaðurinn við að framleiða hveiti af einni ekru, ei^is og sakir standa nú, er sem fylgir: Laun vinnufólks í 12 klukkustundir .... 4.20 Hestaleiga í 30 klukkustundir.......... 5.40 Útsæði, \Vz bush. á 2.50 ............ 3.75 ' Tvinni................................ 0.62 Þresking............................... 2.10 Skattur................................ 0.50 Vélakostnaður......................... 1.50 Annar kostnaður, svo sem insuranee.... 0.99 Leiga á landi......................r. .... 5.00 Að rlraga hveiti til markaðs .......... 0.70 Alls v 24.67 Setjum nú svp, að meðaluppskera sé 14 • bushel af ekmnni, þá fær bóndinn, með því ao a'lt hveiti ihans sé nr. 1, $6.36 upp í laun sín og á’ hættu. Og ef meðalstærð sáðlands þess, sem bændur hafa undir, er 200 ekrur, þá er árskaup þei'rra $1352.00. En nú er sjaldnast, að þeir fái nr. 1 fyrir kom sitt. Mikhi nær sanni er að segja, að meðaltal korngaiðanna sé nr .2, og þá fá þeir í árskaup og áhættu, af þessum 200 elý*- um. $1268.00, og inunu fáir verða til þess að telja það eftir. Etj svo em nú lítil Iíkindi til þess, að jafnvel þ<*ssi tekju-uppliæð lændanna geti hald- ist, því að líkindum verður ekki verð ákveSið á hveiti til lengdar, og þá náttúrlega fellur það í verði. Og hveraig fer þá. Verkfærafélögin heirata tvöfalt verð fvrir öll nauðsvnleg verkfæri, sem bóndinn þarf að nota. Verkamennirnir eru ákveðnir í að halda uppi kaupgjaldi því, sem nú er, og er þeim það ekki láandi. , Verksmiðjueigendurnir Cauadisku, er taka þátt í framleiðslu þeirri, sem nauðsynleg er bændum og öðrum íbúum þessa lands, ætla af göflum að ganga, ef hreyft er við því að lækka veradartoll þeirra á nauðsynjum manna. Bændurnir sitja uppi með verkfæri, hesta 0g annað, sem að akuryrkju lýtur, sem þeir urðu að borga tvöfalt verð fyrir meðan á stríðinu stóð, til þess að geta orðið við tilmælum stjóiH- ( arinnar um aukna framleiðslu, — hálfborgað og ekki það. Hvað eiga þessir menn að gjöra, þeg' ar að vara þeirra er fallin svo lágt, að inntekt- irnar geta ekki með neinu móti mætt útgjöldun- um? Menn munu máske segja, að á því sé ekki mikil hætta, þar sem framleiðslan í heiminuum hefir minkað svo mikið og stríðslöndin eru ó- undirbúin, og að framleiðslan hjá þeim hljóti að verða miklu minni en þeir þurfa. Eitthvað er sjálfsagt hæft í þessu, en það-er þó skoðun vor, að það sé ekki nærri eins mikið og menn halda. Og þó að þessi skörð séu og verði, þá eru margir til þess að fyíla þau. Bandaríkin eru að færa út kvíaraar og auka landbúnað. England Sömpleiðis. Frakkar hafa pantað dráttarvélar (Tractors) frá Bandaríkjunum — ckki í þúsunda, heldur í tugum þúsunda tali, til þess að plægja landið og auka framleiðsluna. Hér í Canada er stjórnin að húá sig undir að kaupa upp akuryrkjijlönd í stórum stíl, og selja síðan Qanadisku hermönnunum. Byggja upp heil héiteð — auka framleiðsluna sem allra mest. Þetta sama eru öll lönd að gjöra. Og t vér getuln ekki annað séð, en að áður en oss var- ir, þá verði framleiðslan meiri en eftirspurnin * — að áður en oss varir, þá verði framleitt meira hveiti heldur en þörf er á, 0g að bæði hveitikora og hveitilönd falli í verði, niður úr því, sem að ‘ nokkur líkindi eru til að menn geti staðið sig við að fraraleiða það fyrir. \ Oss finst að bæði stjórn þessa lands, og eins stjórnir annara landa, sem í stríðinu hafa verið og þurfa að sjá hundruðum þúsunda og miljón- um heimkominna hermanna fyrir atvinnu, ættu að skifta þeim sem allra jafnast niður á atvinnu- vegi landsins, en ekki að stofna neinum sérstök- um atvinnuvegi í hættu, með því að auka fram- hiiðslu hans um of. Vér vitum ekki, hve alvarlegir tímar eru íramundan oss í þessu ofni. En vér teljum al- veg víst, að framhjá þeim örðug'leikum, sem hér 'hefir Verið bent á, verði ekki komist, heldur verða bændur að búa sig sem bezt undir þá; því árekstur sá,sem er frá voru sjónarmiði óumflýj- anlegur í þessu efni, varir ekki um aldur og æfi. Því nú, sem fyr, mun hið ráðan^i viðskiftalög- mál jafna sakirnar. Lögmálið, sem segir að jafnivægi verði að vera á milli framboðs og eft- irspurnar. En það getur varað nógu lengi til þess, að það verði efnalega mörgum að falli, ef • menn ekki gæta að sér í tíma. Menn spyrja ef til vill um, hvað landsstjórn- in muni gjöra til þess að afstýra þessari hættu. Vér sjáum ekki að hún geti afstýrt henni, því hún getur ekki sett takmörk á framleiðslufram- boði á heimsmarkaðinum, En það er annað, sem hún getur gjört — það er annað, sem hún ætti að finna skyldu sína í að gjöra — þaÖ er annað, sem hver einasti bóndi í Canada?ætti að iheimta af henni að hún gjörði, — en það er að hjálpa bændum til þess að inæta erfiðleikunurft, sem framundan eru. Vér eigum ekki við með því, aÖ bændur séu að skor- ast undan að bera sinn hluta af þunga þeim, sem stríð þetta hefir haft í för með sér, heldur eig- um vér við, að sú byrði eigi að koma niður á all- ar stéttih, eftir efnum og kringumstæðum. Vér eigum við, að hún á ekki að líða mylnufélögum landsins að auðga sig á sveita bændanna, svo nemur miljónum dollara á ári. Vér álítum, að hún hvorki eigi né heldur niegi, ala lengur verndartollshöfðingjana í Can- ada, á kostnað bænda og búaliða. Hún verður að sjá um, að þeir menn taki líka sinn fulla skerf af k/stnaði þeim og erfið- lcikum, sem stríð þetta hefir í för með sér, og að þeir verði í framtíðinni ekki ómagar lands og þjóðar, heldur menn, sem eru færir um að'standa á eigin fótum. , Hinn gráhœrði Kristsvinur. Ef til vill er enginn af mönnum þeim, sem Jkátt liafa tekið í stríðinu, er eins oft he'fir verið í huga manna, eins og hershöfðinginn Ferdin- and Foch. Það er heldur ekki við öðru að bú- ast, þar sem hann hélt í hendi sinni örlögum alls rieimsins.' Hver er þessi maður, sem hefir verðskuld- að traust og virðing svo að segja alls heimsins? Hver mundi hafa haklið, að í þessum yfir- lajtislausa og þögula rnanni byggi þvílíkt afl, er mí ihefir orðið lýðum ljóst. Ekkert útvortis 1 skrant ber hann, lítillátur eins og barnið, vin- gjarnlegur sem bezti bróðir, og viðkvæmur og hjálpgjara. Hvernig fór þessi maður að standa uppi í hinni grimmustu styrjöld, sem heimurinn hefir nokkuratrma séð, jafn rólegui\ á hverju sem gekk; jafn vis§ um sigur, hvort að vel gekk eða illa? Hvaðan kom*honum slíku^ feikna kraftur ? • Þessari spurningu svarar Les Angieis Time nýlega á þessa'leið: “Því nákvaraara, sem vér athugum spurn- inguna um það, livaða mann að Foch 'hafi að geyma, því'skýrara verður svarið: Hann er kristinn í hugsun, í orði og verki. Ef hann væri s'purður að, hvort hann væri kristinn, myndi hann svara: “Já”. Það sýnist ekki vera nokkrum vafa bundið, að þegar átti að gjöra út um það, hvort Kristur, og það sem Krists er, ætti að vera útlægt gjört / úr heiminum, þá vakti hann upp mann, til þess að leiða fylkingáraar^em börðust fyrir hann. < Þegar að sá tími kom;að jipursmál varð ura það, hvort að sannleikurinn, réttlætið, liknsemí, bróðurkærleikur og frelsi, áttu að fótumtroðast eða lifa í heiminum, þá sást Kristur koma gang- andi eftir veginum, sem liggur til Damaskus. Þeir menn, sem ekki sjá þetta og viðurkenna sem sannleika, eru afvegaleiddir menn. Að loknu stríðinu fara skriffinnar hópum saman að gjöra grein fyrir því, í hverju að yfir- burða hæfileikar Foohs ihafa legið. Þeir munu reyna að sýna þá með landabréfum og uppdrátt- um. En þessi skrif þeirra verða lítið annað en endurhljómur þeirra sjálfra. En á meðan að € þeireru að því, getur þú fundið Ferdinand Foch í húsi,Guðs á einhverjum afviknum stað, þar sem hann í auðmýkt gefur Guði dýrðina Jyrir unninn sigur, en sjálfum sér — ekkert. Hvernig gétur slíkur maður unnið sigur í orustum? Getur hygginn hermaður vejið krist- inn maður ? Eða er Foch slíkur maður? Við skulum sjá. * Leyndardómurinn um það, hvert Foch sótti þrótt og fulltingi það, sem gjörði hann sigursæl- ann, hefir ekki verið auglýstur af hinni frönsku þjóð. En drengur einn úr her Bandaríkjanna, Evans að nafni, komst á einkennilegan hátt að honum. Hann skrifar foreldrum sínum, sem búa í San Bernardino, og gefur hann í því bréfi sínu eins ákveðið svar upp á spurningu vora, og nokkur annar maður gat gefið. Þessi piltur frá Ameríku — Evans — hafði einu sinni gengið^f foryitni inn í gamla og hrör- lega kirkju, sem" stóð nálægt orustusvæðinu. Haim stóð með húfuna í hendinni inni í kirkj- unni og-var að litast þar um, þegar hann verður var við að einhver er kominn.'Hann lítur undir- eins við og sá hvar hermaður kom inn \ kirkjuna. Ilann, var grár fyrir hærum, stiililegur og dálít- ið fölleitur í andliti. Föt hans voru snjáð og laus við alt skraut; en á hálsmáli treyjunnar var orn saumaður, og vissi hann þá að þetta var her- foringi,. því þau merki bera ekki aðrir í her Frakka, og með honum var aðeins einn óbreytt- ur þjónn. v Hermaðurinn gekk tafarlaust inn að nitari kirkjunnar og krup þar niður í bæn. Svo liðu mínúturaar, djúp og hátíðleg þögn hvíldi yfir manninum, og eftir þrjá stundarfjórðunga reis hann upp pg gekk út. Evans fór á eftir honum út úr kirkjunni, og þótti honum það kynlegt að sjá, að hver. sem mætti ihonum,. hneigði sig djúpt, og kvenfólkið stanzaði, sneri sér við og mælti eins 0g í hálfum nljóðum: “Það er Fooh”. Og Evans frá Bernardino te'Iur þetta hinn rnerkilegasta viðburð lífs síns. f þessa þrjá stundarfjórðupga, sem foringi bandamanna kraup í auðmjúkri bæn við altari Drottins, í þessari 'afskektu kirkju, drundu 10,- 000 fallbyssur frá öðrum enda herlínunnar til hins. Miljónir hermanna í skotgröfunum, eða í at- lögu, lutu vilja hans. Hershöfðingjar, stórskota- lið, fótgöiigulið, véladeildir og bryndrekar, í sókn og vörn, um þvera og endilanga Evrópu, lutu vilja hans skilyrðislaust. Samt fór hann inn í kirkjuna til þess að biðjast fyrir. Það var í rauninni ekkert nýtt fyrir Foch, að gjöra það. . Það kemur ekki sá dagur fyrir, að hann ekki gjöri það, því hann hefir ákveðið sér eina klukku stund á hverjum morgni og hvtírju kvöldi, til bænagjörðar, og ekki einungis nú, meðan á stríð- inu stóð, heldur hefir hami ávalt gjört það. Ef að Evans hefði getað fylgt Foch til her- stöðva hans, þar sem skeytin lágu í þykkum bunkum, -sem tilkyntu honum sigurvinningar hers hans á sigurvinning ofan, þá hefði hann sjálfsagt séð gleðisvip á aiídliti hans, en furðu- svip engann. * v Menn, sem gjöra það, sem Foðh gjörir og hefir gjört, efast aldrei. Þegar að forsætisráðherra Frakka, Clem- enceau, frans'ka tígrisdýrið gamla, eins og hann hefir verið kallaður, stóð náfölur og með hjart- að fult af skerandi kvíða, á vígstöðvunum, af ótta fyrir því, að hersveitir sámbandsmanna mundu ekki fá staðist á móti því afskaplega afli, sem á móti þeim va'r, þá þui^fti hann ekki annað en að líta /raman í Fooh, til þess að geta farið heim til Parísar og sagt: ‘ ‘ Sigurjnn er viss. ’ ’ Stjöramálamaðurinn mikli og kaldi efaðist, en hinn kristni Foch aldrei. Sannleikurinn í þessu tilfelli er sá, að þegar að frelsi mannkynsins virtist dauðadæmt, þá sneri heimurinn sér til Foteh, til þess að hann skyldi verja það fyrir Þjóðverjum. Og að Fooh er máske fræknasti hermpðurmn, sem heimur- inn hefir nokkurntíma séð. En hann er fvrst cg fremst kristinn maður.” Sparsemi. Hinn eini heilbrigði grundvöllur undir efna- lcgri velmegunf'er sparsemi. Undirstöðuatriði sparseminnar ættu að vera kend í fiverjum einasta barna- og unglinga- skóla. — Sá sem temur sér sparnað í æsku, hefir skil- yrðin til þess, þegar honum eykst aldur, að verða fær um að rétta þeim hjáilparhönd, sem eiga bágt og sviftir ery aðstoð í lífinu. A meðal vor Vestur-lslendiriga hefír spánska sýkin orðið hinm ægilegasti vogestur mörgum fjölskyldum. I sumum tilfellum hafa hjón á bezta aldri fallið í valiun og látið eftir sig stóran hóp barna í ómegð. — Hvað verður um blessaða litlu ungania? Er ekki hér fyrir höndum víðtækt \ erksvið fyrir maimúð og kærleika? i Væri ekki nokkuð betur Varið skildingum < þeim sem menn 0g konur eyðá til þess að horfa ú siðspillandi kvikmyndaóhroða, ef dregnir væru • sainan með það eitt fyrir augum, að hjálpa þeim scm sjúkir eru, eða engjm eiga að. Sá sem ekki temur sér sparaaðardygðina, verður aldrei fær um að hjtlpa, 0g fullnægir aldrei þeirn skyldum, sem konungur lífsins' og ka*rleikans leggur ölíum mönnum á herðar. Auðvelt að spara Þaí5 er ósköp auðvelt aö venja sig á aö spara meö því aö legfgja til síöu vissa upphæð á Banka reglulega. í spari- sjóðsdeild vorri er borgað 3% rentur, sem er bætt viö höfuðstólinn tvisvar á ári. Notre Dame Branch—W. M. ÍIAMII/TON, Manager. Selklrk Branch—F. J. MANNING, Managpr. THE DOMINION BANK HöfuCstóll löggiltur $26.000,000 HöfuðstöU greiddur $14.000,000 VarasjóSur .........$16,000,000 ForseM - - -* - ' - Slr HTJBERT S. HOI/T Vara-forsetl - - - - E. L, PEASE Aðal-ráðsmaður - - C. E NEIIiL AUskon&r bankastörf afgreidd. Vér byrjum relknlnga við einstakllnga •8a félög og sanngjarnlr skllm&lar veittlr. Avlsanlr seldar til hvaða staðar seni er & Islandi. Sérstakur gaumur geflnn sparirjóðsinnlögum. sem byrja m& meB 1 dollar. Rentur lagCar vlB & hverjum 6 m&nuSum. T* E. THORSTEINSSON, Ráðsmaður Co William Ave. og Sherbrooke St., - Winnipeg, Man. THE R0YAL BANK 0F CANADA fráý'ýáfrfr'tiS', ýsv ,ý»v vsv i ómví/s\: y»V:.v»vr^i Nokkrar augnabliki-myndir. Framhald frá 2. bls. pau eru svo köld á vetrum, að ekki má slbkna eldur í ami þegar frost er til muna. pau eru ekki sérlega tilkomumikil að sjá, en það er einhver umhyggjublær yf- ir þeim, eins og þau viti af því, að iþau hafi dregið allar eignir bús- ins til sín á einn stað, og geymi þær þar, eins og hæna unga und- ir vængj um sínum. Dyrnar eru ekki sérlega breiðar né hliðið Ihátt. En þegar komið er inn í húsagarðinn, finnur maður skjól og öryggi eins og í vígi. Og þeg- ar inn í Ihúsið kom, mætti eg oft svo mikilli gestrisni, að hún var fyllilega sambærijeg því, sem bezt gjörist hér. Svipaðir bæj- unum fanst mér bændur þeir, er eg kyntist. Mér virtist sjóndeild- arhringur þeirra ekki ekki sér- lega stór, og þeir ekki jafn áhuga samir um almenn mál, sem bænd- ur heima. Og bækur sá eg sjald- an hjá þeim nema eirlstaka bú- fræðisbók. Talið ihneigðist líka altaf að búskap og snerist um hann. þeir voru margir glaðir og reifir, svo að ekki þurfti að toga út úr þeim orðin. pað hefir líka verið sagt um danska bændur, að þegar þeir væru búnir að kveikja í löngu pipunuijn sínum, sem þeir eiga allir og nota, og byrjaðir að rabba um búskapinn, jþá megi sá vera ánægður, sem veit hvar þeir byrja, því að sjálfur Guð viti ekki ihvar þeir hætta. En oft- ast munu þeir vera einhversstað- ar nálægt búlkapnum, því að þar eru þeir heima. peir eru líka sinnandi sínu og búsýslumenn svo miklir, að þar Ihafa íslenzkir bændur alt atf þeim að læra. Og þetta er ofureðlilegt. Vinnusem- in liggur þeim í blóðinu gegnum marga ættliði, en menning þeirra er tHtölulega ung. Bændakúg- un var feiknamikil þar í landi á miðöldunum, og dró allan kjark og menningu úr bændastéttinni, og hefir eimt eftir af því til skams tíma. Enda er bændalít- ilsvirðingin orðin svo megn, að orðið “bóndi” og “bóndalegur” (bondak) eru þar ennþá einhver hin mestu skammaryrði. Sá tit- ill er þar orðinn nokkurskonar töturklæði. sem ekki þykja hæf nema til skamverka, og með öllu ósaifPboðin /hinni ötulu, mönnuðu stétt, sem með sparsemi. atorku og samvinnu hefir unnið sér það orð, að vera bezta búmannsstótt heimsins. Framh. Kvefpestin í svfitunum. Veikin breiðist út. Alvarlegt ástand. Opinber afskifti nauðsynleg. \ Kvefpestin (influenzan) eða “Spánska veikin, sejn sumir kálla þessa pest, hefir nú rasað hér um í þesöum bæ síðasta hálfan mán- uðiun, og gjört mikið tfjón, og vaidið allmiklum manndauða, svo að margir eiga nú um sárt að binda. i Virðist veikin hafa náð sínu hámarki hér, og vera heldur í rénun. En nú er pestim farin mjög að breiðast út í Borgafirði, Kjósinni, Mosfellssveitinni og austan fjaös Hefi eg fyrih satt, að veikin sé komin um mestalla Ámessýslu, austur á Land, í Holtin og í Rang árvelli. Mér er sagt, — en allar fréttir eru mjög ógreinilegar, því að fáir eru á ferð, og síminn hefir verið fram undir þetta lokaður öllum almenuingi, og er enn að miklu leyti — að sum heimili séu þegar undirlögð, og að allir þar liggi, en engir séu færir um að sinna skepnunum. Og það þarf ekki langt að leita að dæmunum í þessu efni. f gærmorgun (laugardag) var svo ástatt í Gufunesi, að enginn þar gat mjólkað kýmar. Var verið að smala saman fólki hér í bænum, og það sent í bíl þangað til þess að ihirða þær og mjólka. Og þannig mun víða ástatt, þar sem pestin er komin eða farin að ganga. w Að vísu er það svo, að nágrann- amir hjálpa hverjir öðrum með- an þeir geta. En við það breið- ist veikin út meir og meir, og fleiri og fleiri heimili sýkjast og verða ósjálfbjarga, Nú er veðráttan — þegar þetta er skrifað — að vísu góð og útifénaður allur á beit. En ekki er lengi að breytast veður í lofti. Og hvemig fer, ef alt í einu ibreytist veður og gjörir hríðarbylji og harðindi, en fén- aður úti um alt, og enginn á fót- um til þess að bjarga skepnun- um ? Fólkið er að leggjast og ligg- ur í hrönnum aðhlynningarlítið, læknalaust svo að segja, og skepnumar standa málþola og enginn til að sinna þeim. Læknamir austanfjalls eru þegar yfirkomnir af þreytu, og geta fæstum lflcnað af þeim mörgu, er hjúkrunar og læknis- hjálpar þurfa. J>eir komast hvergi nándar- nærri yfir það að heimsækja alla sj úklinga, enda víða langt á milli bæja og langt að vitja læknis. Og auk þessu eru þær ástæður víða, þar sem pestin geysar, að enginn á heimilinu er fær til að leita læknis eða uá í hann, þó líf manna Jjggi við. Ástandið er því að ve*rða mjög alvarlegt í sveitunum og blátt á- fram voðalegt. öllum hér er kunnugt um á- standið í bænum, undanfamar tvær vikur. Og þó ihefir verið óneitanlega gjört mjög mikið til þess að létta hörmungunum og hjálpa einstaklingum. Margir — eg vil segja lang- flestir þeir, er á fótum hafa ver- ið — hafa boðið fram hjálp sína öðrum til líknar, og gengið á milli fólks til þess að hjúkra því eftir mætti. Bærinn eða stjómin hefir gert ráðstafanir til hjúkrunar þeim sjúku, og leigt fjölda fólks til að-* stoðar í því efni. J7að hefir ver- ið sett á fót hjúkrunarstofa, og veiku fólki safnað þangað til hægðarauka og betri aðhlynning- ar. Læknar bæjarins, þeir sem á fótum eru hafa verið á “ferð og flugi” í bifreiðum um allan bæ- inn, aftur á -bak og áfram milli sjúklmganna, og gefið út hvcrt “Reseptið” á fætur öðru. Og óð- ara er farið með þau í lyfjabúð- ina og meðulin afgreidd meðan þau entust. En þrátt fyrir alla þessa miklu aðstoð og hjálp, þá hefir veikin farið herskildi um bæinn og margur maðurinn liðið mjög. Og afleiðingar veikinnar eru þegar ortfinar stórfddar, og enn ekki séð fyrir endann á þeim. En hvernig halda menn svo að ástandið sé eða Vferði í sveitun- um, þar sem engar skorður hafa verið reistar við útbreiðslu veik- innar, þegar hún magnast þar og leggur fólkiít unnvörpum í rúm- ið? — Hefir þegar verið bent á það. og sízt ofsögum sagt af því. Sumir halda nú, að veikin muni verða vægarí í sveitunum en hún er í kaupstöðunum. En það er mesti bamaskapur 'að láta sér detta slíkt í hug. Fólk til sveita, þar sem veikin fer um, verður óhjákvæmilega að leggja hart á sig með skepnu- hirðingu og fleira. pað reynir til að vera á fótum miklu lengur en því er fært, og það fer að klæðast miklu fyr en það má eða getur. Og afleiðingln af því er þá tíðust sú/að því “slær niður aftur”. Lungnabólguhættan er því margfalt meiri í sveitunum en í bæjum og kaupstöðum. Og hvemig gengur það hér. þrátt fyrir alla varúð og marg- faJt betri aðhlynningu hjá mörg- t *■

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.