Lögberg - 12.12.1918, Blaðsíða 6
jurtin fagra.
Úti í skóginum óx jurt ein lítii. B'löð hennar
voru fagur-hvít og mynduðu litla stjörnu, og í milli
þeirra var ofurlítið rautt hjarta.
Af blóminu angaði ilmur svo unaðsíegur, að
hver sá, er honum andaði að sér, varð glaður í'huga
og ánægður.
Þetta Barst 'litlu kóngsdótturinni til eyrna.
Hana fýsti að njóta gleði og ánægju og því fór hún
út í skóginn,,*þangað sem jurtin var.
Hugfangin horfði hún á blómið fagra, :—
horfði á hvítu blöðin og rauða hjartað og andaði
að sér iiminum, sem af því lagði. — Og hún kendi
svo mikillar gleði og ánægju, að slíks hafði hún
aldrei fyr orðið vör.
“ Yndislega jurt”, mælti hún. “Það er synd
að láta þig vera hér úti í skóginum. Eg ætla að
grafa um rætur þínar, taka þig upp og flytja þig
með mér heim í höllina. Og skai eitt yfir okkur
báðar ganga; þér skal líða þar jafnvel og mér.
Hún gróf nú kringum jurtina með mikilli var-
úð og tók hana upp, án þess að skemma nokkra af
smágerðum rótum hennar, og flutti hafta með sér
heim í höllina. Þar setti hún hana niður í jurta-
ker úr skýru gulli, og hafði hana inni í herberginu
sínu.
“Nú skalt þú eiga jafngott og eg sjálf”, mælti
hún; ekkert skal vera þér of gott, það er eg get í
té látið.-----”
Fyrsta daginn vökvaði hún hana með sætum
miði. — En morguninn eftir var eitt af hvítu blöð-
unum fallið niður á græna mosann, sem lagður
hafði verið í kerið kringum jurtina.
“Eg verð að láta hana eiga enn betra”, sagði
kóngsdóttirin; ekkert er of gott handa yndis-fögru
jurtinni minni.
Og nú vökvaði hún hana með dýrindis víni. —
En morguninn eftir var annað blað fallið niður á
mosann.
“Vínið hefir verið of sterkt”, hugsaði kóngs*
dóttirin. “Eg skal reyna að vökva hana með
mjóik.” Og hún gerði það. En það fór á sömu
leið, morguninn eftir var enn eitt hvíta blómið
fallið í mosann.
Þegar l'itla kóngsdóttirin sá það, varð hún
döpur í bragði.
“Jurtin saknar skógarins”, sagði hún við
sjálfa sig. Hún þráir sólskin og himindögg. Eg
skal því^gróðursetja hana aftur þar sem eg tók
hana. ” ,
Og hún fór með jurtina út í skóginn og gróður-
setti liana þar sem hún varáður. Vonaði hún nú,
að næturdÖggin bætti henni það sem á hafði skort
aðhlynninguna heim í höllinni.
Og það reyndist svo.
Morguninn eftir gekk kóngsdóttirin út í skóg-
inn til að vita um jurtina, og þá var þar komið
ofurlítið nýtt blað í viðbót, hvítt og fagurt eins
og hin.
Og á hverjum morgni kom kóngsdóttirin að
vitja um jurtina, og alt af varð hún fegurri og ítur-
vaxnari, hvíta stjarnan með rauða hjartað.” —
Enn stendur jurtin fagra og eykur gieði og
ánægju þeim er á hana horfa. Og svo er háttað
um hverja jurt. — Við hljótum að dáðst að þeim,
ef vér skoðum þær. . Sjáum hvernig þær þróast
og hvernig þær eru gerðar: tír hnefafylli af svartri
mold myndar jurtin það sem vér sjáum: Kót og
stönguLgrein og kvist, knapp og blað, blóm og
ávexti. Ug ait er þetta svo haglega gert og litirair
svo vel valdir, að enginn listamaður fær búið til
annað eins.
-----««»
/
RokkKljóð.
Amrna, snúðu rokkinn þinn, er röfckrið færist nær!
Huganum er þytur hans að forau kær,
meðan stjarnan i Vesturvegi vakir logaskær.
Amma, snúðu rokkinn þinn! — Mér rennur margt
í hug.
Eg sé álfahamra við elfarbug,
hrísiur grannar höndum vef ja hengiflug.
Logn og tunglskin ljóma fölan leggur yfir dal,
grasahvammar girða góðan húldusal ;
veikt und bökkum víða heyrist vatnsöldutal.
Alfamey og yngissveinn sem eru úr mannabygð.
haustgulum í lundi hafa bundið trygð.
Fjarri er á feginstundu fals og hrygð.
Vesalingur! Hún veit ei hvað það varir skamma
hríð,
hulið geymir framtíðin hugarstríð:
Sveinninn bregst því hann ei þýðisthuldulýð.
Amma, — láttu rokkinn kveða rauna-fögur lög:
Ein fer dóttir bónda inst í f jalladrög,
týnda f járins leitar snótin ljúf og fríð og hög.
Fjallabúinn seiðir hana syni ungum nær
inst í grænan afdal, þar aldrei fellur snær;
stórum hjörðnm kringdur þar stendur bær.
Ekki nemur mevjan ró, úr miðri sveitabygð
leynist burt með vori, launar þannig hygð;
hugsar þó til hamrasveinsins með harmljúfri trygð
Teygðu þráðinn, amma góð, í álfíheim snotra fer,
undan veltur hnoðan, sem fylgja ber.
Oft eg vildi eina slíka eiga handa mér.
Amma — nú fer Gilitrutt heim á bóndans bæ,
betur skil eg núna hvaða laun eg fæ,
ef að eg við ullar-starfan slöku sl'æ.
Góða amma, láttu rokkinn ljúfari syngja óð!
Líneik saumar klæðin konungssonarins ihljóð,
veit ei að hún verða skal hans brúðir blíð og rjóð.
Sé eg kóng, er annað sinn vill brúði fylgjá’ að beð,
beit hann illra rógur — hann fíer ei við því séð.
Brúðurin rétta raunmædd stefidur rekkjuljósið
með.
“Brunnið er kertið, Gríshildur — þú gómana Skalt
ljá!”
‘ ‘ Gómar brenna sáran ’ ’, hún mælir ‘þá,
“en sárar brennur hjartað af sorg og þrá.”
Grísihildur hin góða hafði gengið þrautaskeið;
sigrað hafði dygðin sorgir og neyð.
Lýsti kóng og drotningu hamingjsól heið.
Mjaðveig — Isól — Marþöll sé eg — margt er
sagna lið;
dreyminn huga heillar huldra vætta svið,
þegar einn hjá ömmu ’ eg sit og uni rokksins nið.
Fer eg nú með Helgu litlu’ í helii fjallaraums, —
okkur skemdi ekki eftirlæti glaums,
rekjum gegnum þungífr raunir þræði gæfutaums.
Amma, nú skín aftan-stjaraan yfir Tröllarein;
sé eg -helli Heiðar- við hrikastein,
Heldu vrildi hún deyja ung en draga’ á tálar svein.
Góðar vættir tala gegnum sagnasöng og óð;
sæll er hver sem unir við þá björtu gl'óð
meðan í rökkri rokkur ömmu rauiar vögguljóð.
— Fegri varstu, bernsku dalur, fjalla hulinn ró
heldur en síðan samtíð þig út í heiminn dró.
Oft eg fyr í einveru alsæl hjá þér bjó.
Staðfastur ásetningur.
Farragut, sjóliðsforingi í enska hernum tók
son sinn ungan með sér í ferð, sem sfcipsdreng. ,
Litli snáðinn varð brátt eftirlæti allra hásetanna
fyrir vaskleik sinn. Hann gerði sér mikið far um
að hafa alt eftir þeim, en einkum ósiðina. Hann
komst fljótt upp á að hafa ljótt orðbragð, drekka
eitt staup þeim til samfætis og spila við þá. Á
skömmum tíma var haím kominn vel á veg til spill-
ingar og lasta.
Faðir hans veitti þessu þegjandi eftirtekt
fyrst framan af, en svo bar það til einn dag, að
hann kallaði son sinn inn í káetuna til siín og lokaði
dyrunum.
“Hvað ætlar þú þér annars að verða, Davíð?”
spurði hann með alvörusvip.
“Sjómaður, pabbi mínn,” svaraði Davíð litli.
‘ ‘ Þú sjómaður! — Já, það er víst. — Þú ætlar
þér að verða vesall drykkjuræfill, sem flækist um
heiminn og deyr svo að síðustu á einhverju sjúkra-
hælinu. ’ ’
“Nei, pabbi. Eg ætla að standa á stjórnpall-
inum og skipa svo fyrir eins og þú!”
‘ ‘ Nei, Davíð. Enginn drengur með þínu hátta-
lagi og þínu smánarframferði hefir nokkru sinni
staðið við stjórnvölinn og skipað fyrir. — Þú
verður að breyta um lifnaðarháttu, ef þú ætlar þér
að verða að manni.”
Davíð s'kýrði svo frá löngu síðar:
“Pabbi yfigraf mig með þessum orðum og
gekk upp á þilfarið. Mér varð mikið um ávítun
hans og eg leið sárar samvizkukvalir. Þá hét eg
því með sjálfum mér, að eg skyldi aldrei drekka,
blóta né spila framar á æfinni, og guð veit að eg
hefi haldið þessi þrjú heit til þessa dags.”
Ösannsögli,
Jakob litli var einatt sendur af föðttr sínum
með bréf til næsta bæjar. Einhverju sinni var
hanu sendur með áríðandi bréf, sem átti að komast
á póstinn. A eiðinni hitti hann Halldór og fleiri
pilta. Halldór var óeirðargjara og einkum var
honum uppsigað við Jakob, af því að Jakob tók
ætíð á móti honum. Þeir fóru því brátt að fljúgast
á. Meðan þeir voru að fljúgast á, urðu þeir reiðir,
datt iþó bréfið úr vasa Jakobs, og tók hann ekki
eftir því, fyr en þeir voru hættir að fljúgast á, fann
hann þá bréfið í bleytunni, og var það rifið sundur
og svo óhreint að það varð ekki lesið.
Hvað átti Jakob nú að gjöra? Faðir hans
'hafði sagt honum, að mikið riði á bréfinu, og lagt
ríkt á við hann, að gæta þess vandlega að koma því
á næstu póststöð. Hann mátti því búast við, að
hann fengi harðar ávítur, ef hann segði, hveraig
farið hefði. Tók hann þá það óheillaráð, oð koma
sér úr klípu þessari með ósannindum. En þegar
hann kom heim, og faðir hans spurði hann um
bréfið, sagði hann blygðUnarlaust, að hann hefði
fengið pótafsgreiðslumanninum það. En hjarta
hans barðist af því að hann sagði ósatt.
En er mánuður var liðinn, og ekkert svar kom
upp á bréfið, fór faðir Jakobs með áhyggju mifcilli
á póststöðina til að grenslast eftir hveraig á þessu
stæði. En iheldur en ekki brá honum í brún, er af-
greiðslumaðurinn sagði honum, að bréfið hefði
aldrei þangað komið. Jakop varð nú að gjöra
grein fyrir hvað hann hefði gert af bréfinu; hann
var lengi stífur og fullyrti, að hann hefði afhent
afgreiðslumanninum það. Loksins játaði hann
alla yfirsjón sína, þegar faðir hans hafði lofað hon
um fyrigefningu.
En, hversu þungt var homlm ekki innanbrjósts
meðan hann þrætti og hélt áfram að segja ósatt!
0g hve mikið óhapp hefði hann komið í veg fyrir,
ef hann hefði strax sagt hið sanna og játað yfir-
sjón sína; faðir hans hefði þá getað skrifað annað
og það hefði komið í tækan tíma. Bróður Jakobs,
sem var eldri en hann, hafði nefnilega boðist álit-
leg staða, en svarjð átti að koma þegar í stað, og
svarið frá föður Jakobs var í bréfinu, sem týndist.
En af því ekkert svar kom, var annar tekinn í stað
bróður Jakobs. Jakob sárnaði þetta mjög og hann
ásetti sér að segja aldrei framar ósatt, og ekki, þó
honum yrði á, og hann mætti búast við hegningu.
Lengi eftir þetta gat faðir Jakobs ekki treyst h'on-
um, og var það sárt fyrir hann.
Farfuglar.
Þessir gestir vorir, sem koma á vorin þegar
sólin hækkar á lofti og bræðir snjóinn af jörðinni
og ísinn af vötnunum eru hjá okkur okkur til á-
nægju og gleði fvrir sumartíma, og fara svo þang
að sem hlýrra er — þangað sem aldrei snjóar, og
vötnin aldrei frjósa á haustin, eru lcallaðir farfugl-
ar. Sjálfsagt þekkja allir unglingar suma þessa
fugla, til dæmis gæsirnar, þið hafið séð þær koma
fljúgandi að sunnan — sunnan úr heitu löndunum,
í stórum hópum og fylla loftið mieð kvaki sínu, og
þá vitum vér að sumarið er komið. Þessir farfugl-
ar eru vor eða sumarboði eins og þeir eru haust-
eða vetrarboði, og vér fögnum þeim á vorin, ekki
einasta sem vorboða, og er okkur þó vorið kær-
komið, heldur líka eins og vinum, sem komnir eru
úr fjarlægu landi til þess að gjöra þenna part af
heiminum, sem vér búum í fjölbreyttari, fegurri
og líf vort indislegra.
Oss sjálfum er það ekki ljóst nú hve tóinlegt
sumarið hjá okkur yrði ef að farfuglarair, sem
kveðja okkur á haustin kæmu ekki til baka á vorin.
Yér getum ekki ímyndað okkur þau viðbrygði. t
loftinu hljótt eins og að öll náttúran byggi yfir
ósegjanlegum harmi, vötn öll og tjarnir auðar,
skógarnir hnípnir og kliðlausir. Ó hve þá væri
leiðinlegt.
Vorboða farfuglanna, allstaðar þar sem vetur-
inn er langur og kaldur, bíða menn óþreyjufullir
eftir að theyra til þeirra á vorin. En óvíða mun þó
vera jafn almennur fögnuður yfir^ komu farfugl-
anna á vorin eins og á ættlandi okkar Islandi.
Veturinn er langur, dinimur og þögull nema þegar
vindurinn livjn í hnjúkunum eða hristir bæjina.
landið er strjálbygt — víða langt á milli bæja og
samgöngur því miklu erýiðari en hér, og svo eru
menn oft hugsjúkir vfir því að heyin munu ekki
endast handa skepnunum — allra síst ef að vorið
skyldi nú verða kalt og gróðurlausfc Það er því
ekfci að undra þó að Islendingar þrái vorboðann
— farfuglana, því þegar þeir voru komfur vissi
maður að sumarsins var ekki langt að bíða.
En það er ekki einasta sem vorboða að landar
vorir á Islandi þrá farfuglana — þeir þrá þá sem
vini — trúfasta og glaða vini, sem þeir geta ekki
án verið.
Heiðalóan, sem er vanalegast fyrsti fuglinn,
sem kemur á vorin “til Isalands fannþöktu fjall:
anna íheim”, lítill fugl, en fal'legur, grár á lit með
dökkum dálum, hún kemur í stórum hópum lieim
að bæjum og fyllir loftið með söng sínum, því hún
hefir undur falleg og þíð hljóð, og það er eins og
nýtt líf færist í menn, skepnur og sjálfa náttúruna
þegar heiðlóan íslenzka er komin heim á vorin.
Jónas Hallgrímsson segir um hana:
Snemma lóan litla í
lifti bláu “dírrindí”
undir sólu syngur.
Lofið gæzku gjafarans
grænar eru sveitir lands
fagur himinn hringur.
Fyrst þegar að hún komur, kemur hún heim á
bæjina í stórum hópum eins og vér sögðum áðan,
því í túnum manna finnur hún fyrst björg. Svo
þegar lengra líður á vorið dreifir hún sér um holt
og heiðar, þar ’sem hún býr sér hreiður og
verpir. Hún á falleg egg, grádröfnótt á lit, sem
að henni þykir ósköp vænt um og byrgir undir
brjósti sínu og vængjum. En hún er alt af hrædd
um að eitthvað muni koma fyrir, hún getur efcki
alt af verið hjá þeim sjálf, þarf að sjá sjálfri sér
fyrir fæðu óg þá getur eitthvað komið fyrir. Það
er oft sem að menn finna hreiðrin og taka eggin,
og grætur hún þá sárt, því hún ætlaði að ala upp
fjórar litlar lóur, sem hún ætlaði að sjá um og
passa, svo áð þær gætu á næsta vori sungið líf og
yndi inn í íslenzkt sumar, en nú varð maðurinn
sjálfur, sem þær ætluðu að gleðja, til þess að
hryggja móðurina — og sjálfan sig á eftir.
Og svo, þó að henni hepnist að fela eggin sín
fyrir mönnum, og þó að hún geti komið þeim áleiðis
þar til að litla lóan er lifnuð, þá er samt ekki öll
þraut úti fyrir henni, þá verður hún að fæða alla
litlu ungana sína, og þarf því að vera oft í burtu,
en á sveimi eru ránfuglar og ef þeir koma auga á
litlu ungana, þá er úti um þá og á meðan að hún
var í burtu að afla sér og þeim fæðu, þá lætur Jónas
hana sífelt vera að hugsa:
, Jeg á bú í berja-*mó,
börnin smá í kyrrð og ró
heima í hreiðri bíða;
mata eg þau af móðurtrygð,
maðkinn tíni þrátt um bygð
eða flugu fríða.
Og þegar að hún er búin að tína, þá fer hún
heim og heimkomunni lýsir Jónas svona:
Lóan heim úr lofti flaug
(ljómaði sól um himinbaug)
blómi grær á grundu,
til að annast unga smá
alla étið hafði þá
hrafn fyrir hálfri stundu.
En þó að hún eigi í þessu stríði, þá samt gugn-
ar hún ekki né heldur gefst upp, hún heldur áfram
að auðga íslenzka sumarið með nærveru sinni og
skemta mönnunum — líka þeim sem rændu hana,
með söng sínum, þar til blómin fara að fölna og
grasið að fallá á haustin, þá fer hún að flokka sig
og í stórum hópum kemur hún aftur heim á bæina
til að fcveðja, og hún syngur suður í mó, segir
Benedikt Gröndal.
Svngur lóa suður í mó
sælt um dáin blóm.
Alt af er söngurinn sami
með sætum fugla róm.
Himinblíð eru hljóðin þín,
heiðarfuglinn minn!
Hlusta eg hljóður á þig
og hverfa má ei inn.
En þá fær maður ekki að njóta söngs hennar
lengi, að eins stundar bið, þar til hann er alveg
þagnaður, síðasta lóan farin til fjarlægra landa
og kemur ekki aftur fyr en með næsta vori.
Sólskinssjóður.
“Margt smátt gerir eitt stórt“
Áður auglýst $17.75
Frá Antler, Sask.
Ólafur Ófafsson ........................ $0.25
Þórstína Ólafsson ....................... 0.25
Guðlaug ólafsson .... '.................. 0.25
Arrós Ólafsson .......................... 0.25
Frá Glenboro, Man.
Kristín Halldórsison ............... $0.75
Vigdís Anderson.......................... 0.50
Friðrik Anderson ..................... 0.50
Jónína Kristín Ölafson .................. 0.30
Ester Ólafsson ...✓...................... 0.50
Marino Ol^fsson ......................... 0.50
Hermann Olafsson ....................... 0.50
Bjarni Bjarnason ........................ 0.50
Iíelga Storm ............................ 0.25
Guðlaug Storm ........................ 0.25
Sigurður Storm .........1............... 0.25
Friðjón Storm ........................... 0.25
Kristján Storm .......................... 0.25
Arnold Halldórson ........................0.25
Fanny Jones ............................. 0.25
Guðrún Heidman .......................... 0.25
Kristján Heidman ....‘.................. 0.25
Rósa Friðfinnson ........................ 0.25
Sigurveig Friðfinnson ................... 0.25
Sigurður Friðfinnson .................... 0.25
Margrét Johnson ......................... 0.25
Guðrán Johnson........................... 0.25
Guðrún Þorsteinsson .................. 0.25
Þorsteinn Þorsteinsson .................. 0.25
Árni Guðni Sigurðsson ................... 0.25
Steven Pétur Stevenson .............. .... Ó.25
Ónefnd .................................. 0.25
Tryggvi Júlíus Oleson ................... 0.25
Lóra Guðrún Oleson ...................... 0.25
Tomas Eyjólfur Oleson ................... 0.25
Haraldur J. Anderson..................... 0.10
Tryggvi Bjarnason ....................... 0.10
Sigurður Bjarnason....................... 0.10
Thora Bjarnason.......................... 0.10
Þórdís Emilía Nordal..................... 0.10
Sigurjón Nordal.......................... 0.10
Frá Wvnyard, Sask., ,
Herborg Kristjánsson.................... $0.25
Guðríður Kristjánsson.................... 0.25
Guðmundur Kristjánsson................... 0.25
Oli Kristjánsson ........................ 0.25
Kristín Kristjánsson..............1..... 0,25
Jóhanna Kristjánsson .................... 0.25
Sigurbjör£ Kristjánsson ................. 0.25
Olöf Kristjónsson....................... 0.25
Alls nú $30.85
Fylgir mér um æfi alla álfa þinna spil;
glegst þann hljóm eg heyri og skýrast skil
þegar amma þeytir rokk í þöglan rökkurhyl.
Hulda.