Lögberg


Lögberg - 20.02.1919, Qupperneq 3

Lögberg - 20.02.1919, Qupperneq 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. FEBRÚAR 1919 8 Mercy Merrick Eftir VIljKIE GOLLNIS. liúisinu, og gefið lionum sömu skipanir og dvra- verSinum. Hann hefði með hægu móti getað skrifað 'þetta á pappírsmiða og sent hann fVænku sinni, og farið svo. Ef harm vildi varð- veita hugarró sína og uppfylla iskyldu sína gagn vart Horaee, ætti hann að nota fyrsta tækifærið til að yfirgefa hana. Hann ætlaði að gjöra til- raun, en þá varð honum litið í augu hennar, og hann nálgaðist hana og sagði feimnislega: Ef eg er ekki til óþæginda, þá ætla eg að híða. hér. ’ ’ Hún tók eftir feimni hans; hún sá að hann forðaðiist að fíta á sig. Hún leit niður, þegar hún sá þetta. Hún gat ektki sagt nokkurt orð, og hjarta henriar sló hraðara. ■ “Ef eg lít á liann aftur,” hugsaði hún, ‘‘yrði eg að knéfalla fyrir honum, og segja hon- um alt, sem eg hefi gjört mig seka um.” “Ef eg lít á Ihana aftur,” hugsaði hann, “ verð eg að knéfalla fvrir henni, og segja henni að eg els'ki hana.” Niðurlútur rétti liann henni stól; niðurlút tók 'hún við lionum og isettist. Nú varð þreytandi þögn. Aldrei hefir manmlegur mi^skilningur verið jafn fullkominn, eins og milli þesisara persóna. , Og þögnin hélt áfram. Dyrnar að bókihlöðunni voru á meðan opnaðar með hægð, bak við þau gat maður séð kvenandlit hlustandi. “Viljið þér ekki setjast?” spurði Mercy loksins. Hann sneri sér við til að taka stól, og það skeði svo fljótlega, að hann sá bókhlöðudyrnar lokalst, það var Grace sem lokaði þeim. “Er nokkur í heriberginu þarna?” spurði hann Mercy. “Eg veit það ebki,” svaraði hún. “Fyrir augnabliki síðan virtust mér dymar opnaðar og svo lokað aftur. ’ ’ Hann gekk hratt í áttina til dyranna, til að líta inn í herbergið. En um leið misti Merey einn af hnyklunum siínum á gólfið. Hann nam staðar, tók upp lmykilinn — opnaði dyrnar og leit inn. Herbergið var tómt. Hafði þar einhver staðið á hleri, og hafði hann fengið tíma til að fara? Dyrnar að reykingallierberginu voru opnar. Þar var heldur enginn. Dyrnar að forsto'funni sem gengið var um út í garðinn, voru líka opnar. Júlían sneri sér að Mercy, fremur órólég- ur á svip. “Eg er vi®s um að þarna var einlhver,” sagði hann, fremur við sjálfan sig enn hana. Og það hefir verið einhver, ,sem hefir ilt í huga, annars hefði 'hann ekki flúið.” Mercy leit á hann, og um leið vissi hún að það hiefði verið Grace, sem þarna var, sem lædd- ist inn í hús lafði Janet til að njósna um sig — gJæpakvendið. “Hún kemur bráðum aftur,” sagði Mercy skjálfandi, “ og þá — kemur alt í ljós. Hin seka stúlka fær hegningu sína. ’ ’ “Hvað segið þér, ungfrú Roseberry ? ’ ’ spurði Júlían Skelfdur. “Að það er bráðum úti um alt,” endurtók hún, og- greip dauðahaldi í handlegg hans Snerting fingra hennar, sem þrýsti sér að honum, vakti skinilngarvit hans, en liann var enn ekki búinn að gleyma Horace, 'hendi hans lá hreyfingarlaus í iliennar, og Iiann leit af 'henni. 1 sakleysi þrýsti hún hendi lians og sagði: ‘ ‘ Ilorfið þér ekki burt frá mér. Augu yðar veita mér kjark.” Iiann þrýsti hendi hennar og naut þeirrar ánægju að horfa á hana. Hún eyðilagði síðustu ögnina af sjálfstjórn hjá honum. Hugsunin um Horace og sjálfsvirðingin sljóvgaðist hjá honum. A næsta augnabliki hefði hann máske talað orð, sem hann hefði iðrað alla æfi, ef hún hefði ekki talað fyrst. “Eg hefi svo mikið að segja yður,” sagði hún, “miklu meira en eg hingað til hefi sagt. Góði, trvggi vinur, leyfið mér að segja það hér.’ Hún gjörði tilraun til að fleygja sér fyrir fætur hans, en liann stökk á fætur, greip hana með báðum höndúm og lyfti henni upp frá gólf- inu. í orðunum, seih hún talaði, og hinni und- arlegu breytni, sem þeipi fylgdi, lá sannleikur- inn opinn fyrir honum. Afltrotastúlkan, sem hún hafði talað um, var hún sjálf. Meðan Mercy var enn í fangi Júlíans, og áður en þau höfðu talað eitt orð„ voru bókhlöðu- dyrnar opnaðar. Lafði Janet kom inn í herbergið. Grace Roseberry, sem ennþá stóð í gróðr- arhúsinu og hlustaði, sá þegar dyrnar voru opn- aðar og þekti húsmóðurina. Hún dró sig í hlé, svo að hún sæist ekki úr borðstofunni. Lafði Janet stóð kyr við dyrnar, og horfði á frænda sinn og kjördóttur. Mercy hné niður á næsta stólinn, en Júlían stóð við hlið /hennar. Hann þjáðist enn af á- hrifum þeirrar uppgötvunar, sem hann hafði gjört, og borifði með þegjandi skelfingu á Mercy. Lafði Janet rauf þögnina. Með gremjulegri rödd sagði hún við frænda sinn: “Þú hafðir rétt fyrir þér, Júlían. Yið aft- urikomu þína hefðir þú ekki átt að finna aðra en mig í 'þessu herbergi. Eg skal nú ekki tef ja þig lengur. Þú getur farið þegar 'þú vilt ” Júlían horfði á frænku sína. Hún benti þegjandi á dyrnar. 1 því æsta ásigkomulagi, sem hann var, svaraði hann án þess að taka til- lit til aldurs hennar og stöðu: “Það lítur út fyrir, lafði Janet, að þér haf- ið gleymt iþví að þér eruð ekki að tala við einn af þjónum yðar. Það eru alvarlegar ástæður, sem þér ekki þekkið, til þess að eg verð ennþá að vera stundarkorn í húsi yðar. En þér megið reiða yður á, að eg skal ekki nota gestrisni yðar lengur en þörf mín krefur.” Hann leit aftur til Mercy, sem horfði á hann hræðsdulega. Á sama augnabliki og augu þeirra mættust, varð hann aftur rólegur. Á- hyggjan fyrir henni — samhygðaráhyggja — ,fylti huga hans. Hann sneri sér aftur að frænku sinni og sagði í blíðari róm: “Þessi stúlka hefir noklvuð að segja mér í einrúmi, sem hún er ekki búin að segja. Það er ástæðan og afsökun mín fyrir því, að eg fer ekki strax úr húsi yðar. ” Gröm af undrun, undir áhrifum þess, sem liún sá, þegar hún kom inn, horfði lafði Janet á hann. Sikvldi Júlían meta réttindi Horace einkis, til heitmeyjar hans. Hún .sneri sér að kjördóttur sinni. “Grace!” hrópaði hiin, “heyrið þér hvað hann segir? Hafið þér ekkert að segja sjálfar? Þarf eg að minna yður á —’ ’ Hún þagnaði. 1 fyrsta sinn síðan lafðin kyntist kjördóttur sinni, varð hún þess vör að hún gaf orðum hennar engan gaum. Hún sneri sér aftur að frænda sínum og sagði gremjulega: “Ef þú hugsar nokkuð um sóma þinn — eg tala ekki um drengskapartilfinningar — þá yfir- gefur þú þetta hús, og hættir um leið kunnings- iskap þínum við þessa stúlku. Hlífðu mér við mótsögn þinni og afsökunum. Það, sem eg sá, þegari eg opnaði dyrnar, get eg aðeins skilið á einn veg. ’ ’ Júlían svaraði rólegur: “Þér ihafið alveg misskilið það sem þér sá- uð, þegar þér opnuðuð dyrnar.” “Máske eg hafi líka misslcilið játninguna, sem þér gjörðuð fyrir fæpri stundu síðan?” svaraði lafðin. Júlian leit á Mercy mjög skelfdur, og sagði svo við lafði Janet: “Minnist ekki á það. Hún heyrir það má- ske. ’ ’ “Áttu við það, að hún viti ekki að þú ert ást- fanginn af henni?” spurði lafðin undrandi. “Hún hefir, guði sé lof, ekki hinn minsta grun um það enn’þá. ’ ’ Alvaran í orðum hans skildi engan efa eft- ir um isakleysi hans. Lafði Janet horfði undr- andi á hann; hún vissi hvorki hvað hún átti að segja, eða hvað hún átti að gjöra. Þögnin, sem nú vai’ð, raufzt með því að þjónninn kom inn. ‘ ‘ Hvað er nú ? ’ ’ spurði Júlían. Þjónninn horfði órólegur til lafði Janeí. Svipur hans sýndi að háún kom með lélegar ný- ungar. “Eg veit ekki hvort eg get sagt yður það í næiveru lafðinnar,” sagði hann hikandi. Lafði Janet gat sér strax til hvert leyndar- mál þjónsins var. ‘ “Eg veit hvað fyrir 'hefir komið,” sagði hún. ‘ ‘ Þessi viðbjóðslega stúlka er aftur komin hingað. Er það ekki?” Þjónninn horfði á Júlían með spyrjandi augnaráði. “ Já eða nei!” hrópaði lafðin skipandi. “ Já.” “Hvar er hún?” spurði Júlían. “Að líkindum einhversstaðar í glarðinum, iherra. ’ ’ “ Hafið þér séð haua sjálfur?” “Nei, herra.” “Hver hefir séð hana?” “Kona dyravarðarins. ” Þetta var all-alvarlegt. Hún var viðstödd þegar Jxxlían gaf manni hennar hinar nauðsyn- legu bendingar. Það var ekki líklegt að henni hefði skjátlast. Litlu síðar spurði Júlían: “Hvað er langt síþan?” “Ekki mjög langt, herra.” “Eg vil vita nákvæmlega hve langt er síðan.y “Það heyrði eg dfki.” ‘ ‘ Talaði konan við hina ókunnu stúlku, þeg- ar hún sá hana?” ei, herra, sú ókunna hraðaði sér frá henni.” “Hvar í garðinum fór þetta fram?” Þjónninn benti í áttina til hliðargangsins og svaraði: i “í þessum hluta, herra, annaðhvort í hol- lenzka garðinúm eða í runnunum. Eg veit ekki með vissu hvar.” Júlían hugsaði sig um eitt augnablik, og komst að þeirri niðurstöðu, að ókunna stúlkan mundi hafa verið komin inn í húsið, að hún hefði hlustað, í billiardsalnum, að hún hefði fengið tækifæri til að komast út, og að hún væri nú ein- hversstaðar í garðinum, eins/ og þjónninn sagði. Þeta gat orðið hættulegt. Hín minstu misgrip gátu haft vondar afleiiðxigar. Ef Júlían hafði skilið rétt þá játningu, sem Mercy- ætlaði að gjöra, þá var sú persóna, sem hann hafði komið með í húsið, hin rétta Grace Roseberry. Samkvæmt þessu var mjög áríðandi að hann fengi að tala við hana vitnalaust, áður en l hún fengi aftur tækifæri til að bera upp kröfur sínar óhyggilega, og áður en hún gæti talað við kjördóttir lafðinnar. Konan, sem hún bjó hjá, hafði sagt Júlían, að hin helzta ósk Iiennar væri að ná tali af “ungfrú Roseberry”, án þess að lafði Janet væri til staðar og gæti tekið að sér að verja hana, og án þeiss að nokkur karlmaður fheyrði til þeirra. “Ef eg get fundið hana ein- samla,” hafði hún sagt, “þá skal mér hepnast að fá hana til að viðurkenna að hún sé svikári. ’ ’ Eins og nú stóðu saldr, gat slíkur samfund- ur haft sorglegar afleiðingar. Alt var undir því komið, hvernig Júlían hepnaðist að semja við þessa æstu og örvilnuðu sttiiku, sem enginn vigisi hvar var á þessu augnabliki. Eina róðið, sem Júlían sé, var að fá leið- beiningar í dyravarðarhúsinu, og leita heimar sjálfur. Ákveðinn í þesisu gekk hann til dyra. Þegar hann gekk framhjá Mercy, nam hann stað ar og hví'slaði að henni: “Þér sjáið mig aftur. Eg lofa yður aðstoð minni og samhygð.” Hún skildi hann, leit undan en svaraði engu. Augu Júlíans fyltust tárum, þegar hann leit á hana, og hraðaði sér svo út í gegnum bill- iardstoifuna. Þegar hann sneri sér við til að loka dvrunuim, heyrði hann lafði Janet segja: •“Eg kem Btrax afkir, Grace. Yertu kyr bér á meðan. ’ ’ Hann var aðeins kominn inn í reýkingaher- bergið hins vegar, þegar lionum heyriðist dyrn- ar vera opnaðar aftur. Hann sneri sér við og sá að frænka hans var á hælum honum. “Viljið þér 'hala við mig?” spurði liann. “Eg ætla að biðja þig um nökkuð áður en þú ferð,” svaraði lafðin. ‘ ‘ Hvað er það ? ’ ’ “Nafnmiðann þinn.” “Nafnmiðann minn.” “Þú sagðir fyrir augnabliki síðan, að eg skvldi ekki vera óróleg,” sagði gamla konan. “En eg er það nú samt. Eg er ekki eins viss um það og þú, að stúlka þessi sé í garðinum. Hún hefir með hægu móti getað komist inn í húsið, og komið í ljós þegar þú ert farinn. Mundu eftir því, sem þií sagðir mér.” Júlían viis'si hvað hún meinti, en svaraði engu. Lafði Janet sagði ennfremur: “Á lögreglustöðinni hérna rétt hjá hæfa þeir fengið skipun um að senda æfðan lögreglu- þjón í borgarabúningi til þess staðar, sem nafn- miðinn bendir á, undireins og þeir fá hann. Það hefir þú sagt mér sjálfur. Vegna liennar Grace vil eg nú fá nafnspjald þitt áður en þú ferð.” Júlían var nú ómögulegt að nefna þær á- stæður, sem bönnuðu ihonum að nota þær var- úðarreglur, er hann hafði sjálfur fyrirskipað. Ilvernig gat liann sagt hina sönnu Grace Rose- berry geðveika? Hvernig gat hann fengið sig til að afhenda lögreglunni lúna réttu Grace Roseberry? En að hinu leytinu hafði hann lof- að, ef kringumstæðurnar virtust að krefjast þess, að fá frænku sinni í hendur áhald, til að ná vernd lögreglunnar gegn móðgun og óþæg- indum frá hinni ókunnu stúlku. Og nú stóð lafði Janet, sem vön var að' fá uppfylling óska sinna, fyrir framan hann, og beið eftir nafn- spjaldinu. Hvað átti haun að gjöra? Eina ráðið sýnd- ist vera að slaka til. Ef honum tækist að finna hina ókunnu, gæti hann séð um að hún yrði ekki fyrir neinni óvirðulegri meðferð. Og ef hún kæmist inn í húsið, gæti hann sjálfur sent nafn- spjald sitt á lögreglustöðina, og beðið þjóninn um að framkvæma ekkert, fyr én hann fengi nánari bendingar. Júlían gjörði þrví eitt skil- yrði áður en hann fékk frænku sinni spjaldið. “Eg er viss um að þér viljið ekki nota það, fyr en nauðsvn krefur. En eg verð að gjöra það að s'kilyrði, að þér haldið þessu sambandi við lögregluna leyndu — ? ” N 1 “Fyrir Grace?” spurði lafðin. Júlían kinkaði kolli. Lafðin sagði: “Heldurðu að eg vilji gjöra liana hrædda? Heldurðu að eg hafi ekki þjáðst af nægum kvíða liennar vegna. Auðvitað lield eg því leyndu fyrir Grace.” Þegar Júlían heyrði þetta, hraðaði hann sér út úr húsinu. Undireins og hann var farinn, skrifaði lafði Janet á spjaldið: “Viljið þér koma til Melbourne House?” Svo statok liún því í vasa sinn og gekk til borðstofunnar, þar sem Mercy beið hennar. Fyrst var etotoert orð talað. Ahrif þess, sem hún hafði séð fyrir skömmu, og þrátt fyrir f ullvissu Júlíans um misskilning hennar, ollu því að framkoma hennar var kuldaleg gagnvart kjördóttur sinni. Mercy sat, föl, róleg og þögul, og beið þess að yrt væri á liana. Lafði Janet var því neydd til að byrja. “Kæra Grace,” sagði hún fremur hörku- lega. “Já, lafði Janet.” “Hve lengi ætlið þér að sitja þarna þegj- andi og liorfa á gólfið? Hafið þér ekkert að at- huga við þá stefnu, sem viðburðirnir nú hafa tek ið? Þér hevrðuð hvað þjónninn sagði Júlían — eg só að þér hlustuðuð. Eruð þér mjög hræddar?” “Nei, lafði Janet.” “Ekki einu sinni órólegar ?” “Nei, lafði Janet.” “Þér gjörið mig liissa. Etoki einu sinni ó- rólegar? Þá er eg 'það, og eg hefi nú í hyggju • oð láta þjónana- gæta allra dvra hússins, og það undireiris. Viljið þér koma með mér?” “Velfcomið, ef eg get verið til nokkurs gagns. ’ ’ “Ebki beint þess vegna, en eg vil síður að þér séuð hér einsamlar, Setjum nú svo, að hin viðbjóðslega manneskja kæmi hér inn.” “Hún mundi nú eklki gjöra mig hrædda, eins og síðast. ’ ’ “Vertu ekki of djörf, unga stúlka,” sagði lafði Janet undrandi. “ Setjum svo — en ham- ingjan góða, nú man eg fyrst eftir gróðrarhús- inu. 'Setjum kvo að hún sé þar. Júlían er úti í garðinum. Hver á að rannsaka gróðrarhús- ið?” “Það skal eg gjöra, með vðar leyfi.” “Þér?” “Ef þér bannið það ekki.” “Eg get naumast trúað eyrum mínum. Hvaðan kemur yður þessi 'hetjudugur?” “Þér gleymið því, lafði Janet, að kringum- stæðurnar eru öðruvísi nú en áður. Þá kom hún mér á óvart, nú er eg undirbúin.” ‘ ‘ Og þér eruð í rauninni eins rólegar og þér látrst vera?” Já, lafði Janet.” Þá skuluð þér fá vilja yðar framgengt. Eg ætla samt að setja rninar varúðarreglur, ef þér skyluð 'hafa metið kjark yðar of mikils. Eg læt einn af þjónunum vera á verði í bóklhlöðunni. Komi eitthvað óþægiíegt fvrir yður, þá þurfið Qverkuð skinnvara Húðir, Ull, Seneca-rætur niiimnuuuiiitiinnniimiiituimiuDniinumiiiiuiiumDnrauumnuHiinnr Sendið alt til vor. Þér getið átt von á réttu og hæsta verði og fljótri borgun. Skrifið eftir verðlista. B. LEVINSON & BROS. 281-3 Alexande Ave. WINNIPEG R S.Robinson Stofnsett 1883 eternr Hiifntfitóll $250,000.00 Sencoa Ctibfi: Seattle, Wash.. U. S. A. Edmonton, Alto. Lo Pai. Man. ' Kenora, Ont Knfialr oj eelnr RAW FURS _ No. % Afar-stör a $22.00 No. 1 Mjöá stór ÖJ 1 QA Vetrar Rotta * 1 "^U Mjög stór 1 gQ 12.00 Fín Ulfa No. 1 Afar-stór 20.00 Vanalegr Ulfa Frosin Nautshúð .15 Haust Rotta No. 1 Afar-8tör Svört Mink Smærri ogr lakari tegrundir hlutfallalegra lægrri. Bíðið ekki meSan eftirspurn er mikil. SENDID BEINT TIL HEAD 0FF,CE 157 BUPERT 8T> W,II,,,PE6 150—152 Paeifie Ave. Eatt Ánœgðir Viðskiftamenn eru mín Beztu Meðmæli. Hundruð af þeim eru reiðubúnir að staðfesta að verk mitt er sama sem sársaukalaust og verðið dæmalaust sann- gjarnt. \ Með því að hafa þetta hugfast munu menn sannfærast um að það er óhætt að koma til mín, þegar tennur þeirra eru í ólagi. Dr. C. C. JEFFREY, ,,Hinn varfærni tannlæknir'* Cor. Logan Ave. og Main Street, Winnipeg TIL ATHUGUNAH 500 inenn vantar undir eins til i>ess aC læra aC stiðrna blfreiCum og gasvélum — Tractors á Hemphills Motorskðlanum t Wlnnipeg, Saskatoon, Edmonton, Calgary, Lethbridge, Vancouver, B. C. og Port- land Oregon. Nú er herskylda I Canada og fjölda margir Canadamenn, sem stjðrnuCu bifreiSum og gas-tractors, hafa þegar orCiC atS fara I herþjðn- ustu eCa eru þá á förum. Nú er tlmi til þess fyrir yCur aC læra gðCa iCn og taka eina af þeim stöCum, sem þarf aC íylla og fá 1 laun frfi $ 80—200 um m&nuCinn. — paC tekur ekki nema fáeinar vlkur fyrtr yCur, aC læra þessar atvlnnugreinar og stöCumar btCa yCar, sem vél- fræCingar, bifreiCastjðrar, og vélmeistarar á skipum. NámiC stendur yfir 1 6 vikur. Verkfœri frl. Og atvtnnuskrlf- stofa vor annast um aC tryggja yCur stöCuraar aC enduCu náml. SláiC ekki á frest heldur byrjiC undir eins. VerCskrá send ðkeypis. KomiC til skðlaútibús þess, sem næst yCur er. HemphiUs Motor Scliools, 220 Pacific Ave, Wtnnipeg. Ötibú í Begina, Saskatoon, Edmonton, Lethbridge, Calgary, Vancouver, B. C. og Portland Oregon. iinmiui KOL Vér getum fullnægt s þörfum yðar að því er | snertir HÖRÐ og LIN |j KOL. Finnið oss ef ■ þér hafið eigi nú þeg- 1 ar byrgt yður upp. * Viðskifti vor gera yður ánœgða. Talsími Garry 2620 D. D. Wood & Sons, Ltd. í 0FFICE og YARDS: R0SS AVE., Rorni ARLINGT0N| STR. 1 iiaUIIHIBIUlHIIIIBIIIIHIIIIHIIIII ■ilS::;HII ENGINN FRIÐUR HUGSANLEGUR Hið árlega starf sem gopher vinnur, er óþolandi. Vér verðum aC segja hon- mn stríð á hendur, og yfir- pú munt aldrei fá annaC bera vopn i þvf strtCl, heldur en •Gepherclde -— sem er magnáC eitur — en þð lokk- andi á bragCiC, og þolir marg- falt meiri þynningu en aCrar slikar tegundlr, og skai bland ast heitu vatnl. Gophercide naer t 6vinh»a, og þaC undireins. — Blanda skal pakka af Gopher- cide t hálft gallon af heitu vatni, og vœta siCan f pvl eitt gallon af hveitt — og þaC nægir til þess aC drepa 400 Gophero. — l>aC beinllnis snardrepur, hvernig sem veCur er; og Gopherlnn er hrlfinn af bragClnu. PáiC Gophercide hjá lyfsala yCar, eCa frá voru næsta útbúi. NATI0NAL DRUG & CHEMICALC 0. OF CANADA, LTD. Montreal, Winnipeg, Regina, Saskatoon, Calgary, Edmonton, Nelson, Vancouver, Victoria, and Eastern Branches. Nefnið Lögberg þegar þér verzlið við þá eða þau félög sem auglýsa í blaðinu

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.