Lögberg - 20.03.1919, Blaðsíða 3

Lögberg - 20.03.1919, Blaðsíða 3
Mercy Merrick Eftir VILKIE GOLLNIS. “Það gleður mig að heilsa yður, lafði mín. Eg hefði nú annars álitið það skyldu mína, að krefjast þess að fá að tala við yður, ef þér hefð- uð ekki sent þernuna eftir mér.” “Þér hafið álitið það skyldu yðar að krefj- ast samtals vig mig?” endurtók lafðin. “Eg skil ekki af hvaða ástæðu. ’ ’ “Þér skiljið ekki hvers vegna? Það furð- ar mig — einkum eftir að þér voruð svo vin- gjarnlegar að bjóða mér inn í viðtalsklefa yðar.’ Lafði Janet svaraði jafn rólega og áður: ‘ ‘ Eg skil yður ekki. ’ ’ “Fyrst svo er, leyfist mér máske að koma með nokkur smá-atriði til að réttlæta mig,” svaraði Graoe áköf. “Eg get aðeins lagt eina þýðingu í hina einkennilegu breytingu á fram- komu yðar gegn mér, niðri í salnum. Breytni hinnar viðbjóðslegu stúlku hefir loks opnað augu yðar fyrir svikunum, sem hún hefir beitt við yður. En af einni eða annari ástæðu, viljið þér enn ekki kannast við mig opinberlega. 1 þess- um kveljandi kringumstæðum hefi eg skyldu að gegna gagnvart virðinguTini fyrir sjálfri mér. Eg get og vil ekki leyfa Mercy Merrick að njóta évaxtanna af því, að ;hafa náð minni stöðu í þessu húsi. Eftir alt, sem eg hefi orðið að líða, get eg ómögulega þo'lað það. Eg hefði krafist samtals við yður — ef þér hefðuð ekki sjálfar sent boð eftir mér — aðeins til að heimta, að þessi persóna yrði undireins rekin út úr liúsinu, og þess krefst eg nú, eins og eg hefi fulla heimild til. Vera þe&sarar svívirðilegu persónu undir yðar þaki og með yðar leyfi, er vottur um mein- leysi yðar, en í einu '0g öliu er það óþolandi móðgun gegn mér. ’ ’ Hún þagnaði alt í einu — ekki af orðaskorti heldur af því að enginn áheyrandi var til. Lafði Janet lét sér ekki til hugar koma að hlusta á hana. Með aðdáunarverðri ró raðaði hún hinum ýmsu skjölum, sem láu dreifð á borð- inu. , Þegar Grace þagnaði. leit hún upp með báð- ífr hendur fullar af skjölum og sagði rólega: “Eruð þér brínarF’ “Var það tilgangur yðar að gjöra boð eft- ir mér, til að sýna mér fyrirfram áformaða ó- kurteisi?” spurði Grace reiðiþrungin. “Ástæðan til þess að eg sendi boð eftir yð- ur, var að segja yður nokkuð, undireins og þér gefið mér tækifæri til þess.” Hve rólega þetta var sagt, furðaði Grace; hún átti ekkert svar handbært. Þegjandi leit hún til húsmóðurinnar. Lafði Janet lagði skjölin frá sér, og hallaði sér aftur á bak í hægindastólnum sínum, í því skyni að þyrja samtalið. “Það, sem eg hefi að segja yður;” sagði hún, “verður sagt með einni spurningu. Hefi eg rétt fvrir mér, þegar eg á'lít að þér séu vinnu- lausar eins og stendur, og gð yður kæmi vel að fá hjálp með peningum ? ’ ’ “Er það áform yðar að móðga mig, lafði Janet?” “Alls .ekki. Eg aðeins spvr yður.” ‘ ‘ Spurning yðar er móðgun. ’ ’ “Spurning mín er sprottin a£ vinsemd til yðar, ef þér viljið skilja hana rétt. Eg gjörði hana í góðu skyni. Mér þýkir leitt að þér skul- ið hafna tilboði mínu, en það er þá bezat að tala ekki meira um það.” Grace hafði ilskulegt svar á vörunum. En hún bældi það niður og sagði með uppgjörðarró: “Það hefir þá aðallega verið til þess að grenslast eftir fjármunalegum ástæðum mínum, að þér hafið kallað mig á yðar fund, og líklega til þess að styrkja mig. Þér hafið ekkert annað að segja mér?” “Ekkert.” .“Ekkert viðvíkjandi Mercy Merrick?” “Al'ls ekkert. Eg er- orðin þreytt á því að lieyra tálað um Mercy Merrick. Er nokkuð í'leira, sem þér viljið spyrja mig um?” “Eg hefi eina spurningu ennþá.” “Gott.” “Eg vil spyrja vður, lafði, hvort þér viljið I áheyrn alls heimilisfólksins, viðurkenna mig sem dóttur hins framliðna Roseberry ofursta.” “Eg hefi nú þegar viðurkent yður sem heldri stúlku, sem er í vailda stödd, og á heimt- ingu á umburðarlyndi mínu. Ef að þér, jafn ó- trúlegt og það er, krefjist þess að eg endurtaki þetta í nærveru alls heimilisfólksins, þá skal eg verða við þeirri kröfuyðar.” “Það er ekki nægilegt, lafði Janet,” sagði Grace frekjulega. “Eg vil fá fulla endurbót mála, og eg spyr yður blátt áfram, hvort þér við- urkennið að þér séuð táldregnar af glæfrakvend inu, sem tók stöðu mína hér í húsinu, og hvort - það er áform yðar að Veita mér þá stöðu, sem mér ber ? ’ ’ Lafði Janet fór aftur að eiga við skjölin. “Viljið þér ekki hlusta á mig?” <rEklki ef þér snúið yður altaf að þessari rótgrónu hugmynd. ’ ’ “Má eg spyrja, hvað meinið þér reð rót- gróinni huguvnd ? ’ ’ “Hún liggur í spurninguitni, sem þér vikuð að mér núna, og hún áskilur sér þá sérstöku kröfu, sem þér eigið til umburðarlyndis míns. Þegar eg fyrst fann yður í borðsalnum var það rangt af mér að missa þolinmæðina; já, eg var jafnvel svo óforsjál að senda boð eftir lögreglu- þjóni. Fyrir þetta skulda eg yður viðreisn, og því bauð eg yður fyrst viðtalsklefa minn til að dvelja í, og sendi svo bpð eftir yður í þeirri von, að þér munduð leyfa mér að hjálpa yður.” Grace leit á lafði Janet með vonskulegu . brosi um leið og liún sagði: ‘]‘Það er undir því komið, hvernig þér vilj- ið h/álpa mér. ’ ’ “Með peningum,“ svaraði lafðin róleg. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. MARZ 1919 S “Þér eruð fátækar og vinalausar í yður ókunnu þmdi — eg vil gefa yður fimm hundruð pund, svo að þér getið farið til vina yðar í Canada. Með þessum peningum getið þér fyrst um sinn horft rólegar ókomna tímann, og svo getið þér valið yður eitt eða annað þar, sem þér eruð kunnugar. ’ ’ Eimm hundruð pund voru miklir peningar — stór eign fyrir hina fátæiku Grace Roseberry, sem altaf liafði lifað við fátækt. En samt sem áður vildi hún ekki sleppa því áformi að ná stöðu í húsi lafði Janet og — hefnd yfir Mercy Mer- rick. Það var sem lafði Janet læsi hugsanir hennar, því hún sagði róleg: “Annaðhvort fáið þér þessi fimm liundruð pund eða ekkert. ’ ’ Fám mínútum síðar hafði Grace banka- ávísun í vasanum, og ók burtu. Júlían og Mercy vöknuðu skyndilega af hinum ógeðfelda hugsanadraumi, sem þau bæði voru sokkin niður í. Horace kom nefnilega inn í bókhlöðuna. “Fyrst leit liann á Merey, svo á Júlían, og sagði í háðslegum róm: “Eg vissi þetta. Hefði eg getað fengið lafði Janet til að veðja við mig, þá væri eg hundrað pundum ríkari. ” Hann nálgaðist Júlían og sagði frekjulega: “Þætti yður gaman að vita um hvað veð- máþð snerist?” “Eg vildi heldur sjá yður færan um að stjórna yður í nærveru þessarar ungfrúr,” svaraði Júlían rólegur. “Eg bauð lafði Janet 100 pund gegn einu,” * sagði Horace, “til að veðja um það^ að eg fyndi yður hérna í daðurerindum við ungfrú Rose- berry, að mér óviðstöddum.” “Áður en Júlían gat svarað, sagði Merey: “Ef þér getið ekki talað án þess að móðga annaðhvort okkar, er eg svo djörf að biðja yður að það sé ekki hr. Júlían Gray, sem þér snúið yður fyrst að.” Horace hneigði sig fyrir henni, og sagði með uppgjörðar kurteisi: “Þið þurfið ekki að vera lirædd —eg hefi lofað að vera kurtei^ við ykkur bæði. Lafði Janet leyfði mér því aðeirfs að fara, að eg væri kurteis að öllu leyti. Og hvað get eg annað gert? Eg stend hér gagnvart tveim persónum með einkaréttindum — presti og umgfrú. Eg bið afsölmnar ihafi eg gleymt því eitt augna- blik.” “Þér virðist að minsta kosti hafa gleymt því,” sagði Júlían, “að þér eruð fæddur göfug- menni og uppalinn til að vera heiðarlegur mað- ur. Það er nógu slæmt, grimdarlegt og órétt- látt að kasta grun á gamlan vin, sem aldrei hef- ir gleymt skyldu sinni gagnvart yður, en það er ennþá óheiðarlegra að láta slíkan grun í ljós, þegar kvenmaður er viðstaddur, sem þér af frjálsum vilja eruð heitbundinn. ” Hann þagnaði. Mennirnir litu þegjandi hvor á annan. “Það er máske betra að þér frestið því að tala við mig, þangað til við erum alein,” sagði Mercv við Ilorace. “Með ánægju,”s varaði hanu, “syo fram- arlega að lir. Júlían vill leyfa það.” Mercy sneri sér að Júlíamog leit á hann, er greinilega sagði: “Farið þér nú.” “Viljið þér að eg fari?” sagði hann. “Ef þér viljið gjöra mér þann greiða,” svaraði hún, “bíðið mín í borðstofunni. ” Þegar Mercy og Horace voru orðin ein, gekk hún til hans og sagði: “Eg befi lofað að gefa yður skýringu á breytni minni, og er við því búin að framkvæma það loforð. ” “Fyrst verð eg bera upp fyrir yður eina spurningu,” svaraði hann. “Eruð þér ást- fangnar af Júlían Gray, eða ekki?” “Þér ættuð að skammast yðar að koma með slíka spurningU'.” “Þér vitið máské ekki að Júlían Gray er ástfanginn af yður?” “Ilann liefir aldrei minst á það við mig með einu orði.” “Menn geta sýnt stúlkum að þeir elski þær, með öðru en orðum.” Þolinmæði Mercy var nú að þrjóta. “Sá, sem segir þetta um Jiílían Gray, lýg- ur,” svaraði hún með ákefð. “Þá lýgur lafði Janet.” “Lafði Janet hefir aldrei sagt þetta. Hún hefir ekki getað það.” “Hún liefir máske ekki sagt það beinlínis, cn hún hefir heldur ekki neitað því, þegar eg sagði það. Hún varð jafnvel að viðurkenna, að lliún hefði oftar en einu sinni séð merki til leyndra bendinga hjá ykkur; já, að hún jafnvel í dag hefði komið að ykkur í þeim kringumstæð- um, sem gæfi ástæðuiil að bera nokkurn grun ti’l ykkar. Já, látist þér bara vera reiðar. Þér vitið ekki I^vað fram hefir farið uppi. Lafði Jamet er fáanleg til þess að slíta trúlofun okkar, og Júlían Grav er orsök þess.” Að því er Júlían snerti, hafði Horace alveg rangt fvrir sér. En með tilliti til lafði Janet, endurtók hann aðeins þau aðvörunarorð, sem Júlían hafði sagt við Merpy. Mercy hélt fast við sína skoðun og sagði á- kveðjn: “Eg trúi þessu ekki.” • Horace gekk nær lienni og sagði æstur: “Vitið þér hvers vegna lafði Janet sendi boð eftir mér?” \ “Nei.” “Þá skal ieg segja yður það. Til þess að segja mér, að hún hefði hætt við að krefjast skýrinigar yðar, og til þess að fá mig til að gera það sama. . Eg svaraði henni, að annaðhvort vildi eg iheyra skýringuna, sem þér hefðuð lofað að gefa, eða eg hætti við að giftast yður. Og vitið þér hvernig hún tók þessu? Hún beit. ú vörina, veifaðí hendlnni og leit á mig, eins og hún vildi segja: Sem yður þóknast, Hættið þér við giftinguna ef þér ‘viljið. Mér er það óvið- komandi.” “Hann þagnaði snöggvast, en þar eð Mercy svaraði engu, sagði hann aftur: “Hafið þér skilið það, sem eg hefi sagt? Lafði Janet vill ekki heyra skýringu yðar; já, hún hefir jafnvel fyrirboðið yður að gefa hana. Þér hafið því að velja á milli skyldu yðar við lafði Janet og skyldu yðar við mig.” “Mercy svaraði: “Eg hafði ákveðið mitt val, þegar eg gaf yðuv loforð mitt. Ef þér eruð til þess búinn að hlýða á mig, þá er eg við því búin að segja yður, hvers vegna eg sendi lögregluþjóninn burtu úr fiúsinu.” ‘ ‘ Það er ekki nóg, ’ ’ svaraði Horace. ‘ ‘ Það er nokkuð annað, sem þér verðið að gjöra grein fyrir. Við skulum byrja á því.” “Fyrir hverju öðru þarf eg að gera grein?’ “Eg hefi þegar sagt yður það,” svaraði hann. ‘ ‘ Eg skil ekki hið alúðlega samband yð- ar við Júlían Gray.” Mercy blóðroðnaði, augu hennar skutu eld- ingum, og með sýnilegum viðbjóð hrópaði hún: “Hættið þér að tala um þetta. Látið þér mig, í guðs nafni, ekki fá ástæðu til að fyrirlíta yður á slíku augnabliki sem þessu.” Þrákelkni hans fór vaxandi við þessa bend- ingu til liinna betri tilfinninga hans, og hann sagði: , “Eg held áfram að tala um það.” “Og eg vil hvorki lítilsvirða mig né Júlían Grav, með því að svara yður,” sagði hún. “Gætið að hvað þér gjörið,” sagði' hann. “Reynið að hugsa á annan hátt áður en það er of seint. ’ ’ “Þér hafið fengið svar mitt.” Þessi ákveðnu orð, þessi hiklausa mótstaða, gjölðu hann óðan. Hann greip hörkulega í handlegg hennar og hrópaði: “Þér eruð falskar eins og höggormur.” Um leið opnuðust dyranr og Júlían kom inn. Hann var naumast kominn inn þegar barið var á hinar dyrnar, sem láu út í ganginn, og þjónn kom inn með símrit. Mercy varð fyrst til að sjá þetta. Það hlaut að vera svar forstöðukonunnar upþ áþréfi ið, sem hún hafði sent til Magdalenustofnun- arinnar. “Til hr. Júlíans Gray?” spurði hún. “ Já, ungfrú.” “Fáðu már það.” Hún lét þjóhinn fara og rétti Júlían símrit- ið um leið og hún sagði: ‘ ‘ Það er isent yður samkvæmt beiðni minni. Þér sjáið að það er vísbending til mín.” Áður en Júlían var búinn að opna símritið, sagði Horace: “Ennþá eitt leynilegt samband á milli ykk- ar. Fáðu mér símritið.” Júlían leit til lians rólegum, fyrirlitlegum augum, um leið og hann opnaði símritið og sagði: - “Áritunin er til mín.” Símritið var þannig: “Segið henni að eg hafi fengið bréfið henn- r r, og að eg af heilum hug bjóði hana velkomna aftur tiJ Magdalenustofnunarinnar. I kvöld á eg erindi í nánd við Mablethorpe house, og skal eg þá nota tækifærið til að taka hana með mér.” Þessi orð þurftu engrar skýringar. Með sínum eigin frjálsa vilja hafði Mercy fullkomn- að sættina algjörlega. Með hennar eigin frjálsa vilja var hún komin að því, að snúa aftur til písla hins liðna lífs síns. Júlían ýtti honum þegjandi frá séx. einasta hneysuvekjandi orð í nærveru Horace, en aðdáunin, sem hann bar til Mercy, sást glögt þegar hann horfði á hana. Horace sá þetta augnatillit hans. Hljóp til lians og revndi að ná símritinu af honum, og sagði um leið: “Fáðu mér það. Eg vil sjá það.” Júlían ýtti lionu mþegjandi frá sér. Frávita af æði reiddi Horace hendina til höggs og sagði: “Fáðu mér það, eða þú skalt iðrast þess.” “Fáðu mér það,” sagði Mercy, og gekk á niilli þeirra. Júlían fékk lienni það. 'Hún sneri sér við, og rétti það með hörku- lcgu augnatilliti að Horace. “Lestu,” sagði hún. Júlían var nógu göfuglyndur til að aumk- ast vfir þenna mann, sem hafði móðgað hann., Hann kannaðist nú við vininn frá liðnum tímum. “Hlífið honum,” hvíslaði hann að Mercy. “Munið að hann er ekki undirbúinn.” Hún svaraði ekki og hreyfði sig ekki. Hræðileg deyfð hvíldi yfir andliti hennar. Hún vissi að nú var stundin komin. Við Horace sagði Júlían: “Lesið þér það ekki. Heyrið þér fyrst það sem hún hefir að sbgja.” Horace svaraði með því að veifa hendinni háðslega, meðan hann las símritið orð fyrir orð. Þegar hann var búinn að lesa það, leit liann upp. Andlit hans hafði tekið ósegjanleg- um breytingum, þegar hann sneri sér að Mercy, sepi stóð eins og myndastytta á milli þeirra. Lífið virtist hafa yfirgefið hana, nema í aug- unum, sem horfðu róleg á Horace. ( “Hvað þýðir þetta?” sagði hann með skjálfandi röddu. “Þetta getur ekki verið til yðar?” “ Jú, það er til mín,” svaraði húu djarflega. “Hvað hafið þér saman við Magdalenu- stofnun að sælda?” spurði hann óttasleginn. An þess nokkur breyting sæist á andliti hennar, og án minstu geðshræringar sagði hún þessi örlagaþrungnu orð: “Eg kom frá Magdalenustofnun og sný aft- ur til Magdalenustofnunar. Hr. Horace Holm- croft, eg er Mercy Merrick. ’ ’ Orðin voru töluð. Á eftir þeim varð þögn. Mínúturnar liðu, en ekkert þeirra hreyfði sig, og ekkert þeirra taiaði. Fvrsta litla hreyfing- in, sem benti á úmbreyting til batnaðar, var hjá Overkuð skinnvara - Húðir, UU, Seneca-rætur | Sendið alt til vor. Þér getið átt von á réttu | og hæsta verði og fljótri borgun. Skrifið eftir verðlista. B. LEVINSON & 281-3 Alexande Ave. BR08. WINNIPEG R S.Robinson Stofnsett 1883 Gærur Kaupir oo selur HöfutSstóll trtlbú: Seattle. Wash., Edmonton, Alta. Lo Pas, Man. Kenora, Ont U. S. A. No. Ull 1 Mjög stör Vetrar Rotta Mjög stór Haust Rotta No. 1 * Afar-stór Svört Mlnk RAW FURS $ 1.90 $250,000.00 Seneoa 1.50 12.00 No. No. rætur ’ Apí;'wa $22.00 1 Afar-stðr 20.00 Vanalegr Ulfa 15 SENDID BEINT Frosin NautshútS Smærri og lakari tegrundir hlutfallslesa lægrri. Bíftitt ekki meðan eftirspurn er mikil. TTT HEAD 0FFICE 157 BUPERT ST.. WIHNIPEG 150—152 Paoifio Avo. East Ánœgðir Viðskiftamenn eru mín Beztu Meðmæli. Hundruð af þeim eru reiðubúnir að staðfesta að verk mitt er sama sem sársaukalaust og verðið dæmalaust sann- •gjamt. Með því að hafa þetta hugfast munu menn sannfærast um að það er óhætt að koma til mín, þegar tennur þeirra eru í ólagi. Dr. C. C. JEFFREY, ,,Hinn verfærni tannlæknir'* Cor. Logan Ave. óé Main Street, Winnipeg TIL ATHUGUNAR 500 menn vantar undir elns til þess aC læra atS stjðrna bifreiCum og gasvélum — Traetors á Hemphills Motorskólanum 1 Winnipeg, Saskatoon, Edmonton, Calgary, Lethbridge, Vancouver, B. C. og Pqrt- land Oregon. Nú er herskylda I Canada og fjölda margir Canadamenn, sem stjðrnuSu bifreiSum og gas-tractors, hafa þegar orCiC aC fara t berÞJön- ustu eSa eru þá á förum. Nú er tími til þess fyrir yCur aC læra gðCa iJSn og taka eina af þeim stöCum, sem þarf aS fylla og fá 1 Iaun frá $ 80—200 um mánuSinn. — þaC tekur ekki nema fáeinar vtkur fyrtr yCur. aC læra þessar atvinnugreinar og stöCurnar btSa ySar, sem vél- fræSingar, bifreiSastjðrar, og vélmeistarar & skipum. Námið stendur yfir I 6 vikur. Verkfæri frl. Og atvlnnuskrlf- stofa vor annast um aS tryggja ySur stöSurnar aC enduSu náml. SláiS ekki á frest heldur byrjiS undir eins. VerCskrá send ðkeypls. KomiC tii skólaútibús þess, sem næst ySur er. Hemphilla Motor Schools, 220 Pacific Ave, Wlnnipeg. Otlbú t Begina, Saskatoon, Edmonton, Lethbridge, Calgary, Vancouver, B. C. og Portland Oregon. ---------n------------------------------------------------ Vér getum fullnægt = þörfum yðar að því er y snertir HÖRÐ og LIN |j KOL. Finnið oss ef ■ þér hafið eigi nú þeg- ■ ar byrgt yður upp. ViðskiftF vor gera yður ánœgða. Talsími Garry 2620 D. D. Wood & Sons; Ltd. I 0FF1CE og /ARDS: ROSS AVE., Horni ARLINGTON STR. 1 SllllVIIINIIIIHIIIHIIHIIIIHIIIIHIIIHIIIIHIIIIHillllBillliBIIIIBIIIIHIIIimilHIIIHIIIIHIIIIHIIIIHIIHIIIIHIIIiHIIIIHilimilliS ENGINN FRIÐUR HUGSANLEGUR Hiö árlega starf sem gopher vinnur, er óþolandi. Vér verðum aö segja hon- um stríð A henaur, og yfir- vinna hann. þú munt aldrei fá annaC betra vopn í því stríCi, heldur en Gopherclde — sem er magnaC eitur — en þó lokk- andi á bragCiC, og þolir marg- falt meiri þynningu en aCrar silkar tegrundlr, og skal bland ast heitu vathi. Gophercide nær I ðvinina, og þaC undireins. — Blanda skal pakka af Gopher- cide I hálft gallon af heitu vatni, og væta síCan f þvl eitt gallon af hveiti — og þaC nægir til þess aC drepa 400 Gophers. — þaC beinlínis snardrepur, hvernig sem veCur er; og Gopherlnn er hrlfinn af bragCinu. KaupiC hjá lyfsala yCar, eCa næsta útbúi voru, NATI0NAL DRUG & CEMICAL C0. OF CANÁDA, LTD. Montreal, Wfnnipgg, Regina, Saskatoon, Calgary, Eduonton. Nelson, Vancouver, Victoria and Eastern Bmnches. Nefnið Lögberg þegar þér verzlið við þá eða þau félög sem auglýsa í blaðinu V

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.