Lögberg - 20.03.1919, Blaðsíða 4

Lögberg - 20.03.1919, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. MARZ 1919 Jögbeig Gefið út hvern Fýntudag af The Col- umbia Press, Ltd.,jCor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. TAI.SIMI: GARRY 416 og 417 Jón J. Bíldfell, Editor J. J. Vopni, Business Manager Utanáskrift til blaðsins: THE C0LUN|BIA PRESS, Ltd., Box 3172, Winnipeg, Njan. Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, IVjan. VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um árið. Vilhjálmur Stefánsson. Eftir meira en, 5 ára vist í norðurhöfum er ViLhjálmur Stefánsson kominn aftur til mann- heima, og kann frá mörgu að segja, og höfum vér notið þeirrar ánægju að hlusta á tvær ræður hans hér í bænum nú alveg nýlega stór fróðlegar. Aðra af þessum ræðum flutti hann í Canadian Clubnum hér í bænum, og hina, fyrirlesturinn, sem 'hann flutti í samkomusal iðnaðarmanna- hallarinnar. Báðar þessar samkomur voru prýði lega sóttar. Á þeirri síðari — fyrirlestrinum — skiftu áheyrendurnir þúsundum. I. Mjög kvað Vilhjálmur hugmyndir manna rangar í sambandi við norður hluta þessa lands (Canada) og norðurhöfin, að menn hefðu litið svo á alment að þar væri ekki um annað að ræða en auðn og eilífan vetur, þar sem ekkert lifandi gæti til lengdar haldist við nema því að eins að það fengi næringu sína frá þeim stöðum heims- álfunnar þar sem væri sól og sumar, og að jörðin gæfi af sér gróður lífi manna og dýra til viðhalds Þannig benti hann á að allir heimskauta- fararnir hefðu gengið út frá jiessu sem óhagg- anlegum sannleika og flutt með sér úr bygðum allar lífsnauðsynjar fvrir menn og skepnur og því liáfi farangur þeirra orðið að vera mikill og ferðalagið, eftir að bygð þraut, mjög torsótt. Sjálfur sagðist. ViIhjálrnur ekki hafa verið þessum mönnum samdóma, um þessa nauðsyn, hann sagðist hafa aðhylst skoðun þeirra vísinda manna, sem að héldu því fram að náttúran, hvar sem að maður sé staddur í henni sé nógu auðug til þess að framfleyta því lífi, sem um sé að ræða á þeim eða þeim stöðvum. Ekki sagðist hann samt hafa þorað að reiða sig á þessa trú sína, beldur hafi hann búið sig út að sið annara land- könnunarmanna þegar að hann lagði á stað í leiðangurinn. Þegar norður kom gekk Mr. Stefánssyni mjög illa að telja mönnum trú um þessa skoðun sina. Eskimóarnir hristu bara höfuðið yfir þessari fádæma vitleysu mannisins. Að síðustu tókst honum að fá tvo Norðmenn með sér til að reyna þetta, svo var lagt á stað með fjörutíu daga forða og þótti öllum, sem til slíks ferða- lags vissu það, hið mesta feigðar flan. En Vilhjálmur lét slíkt ekki á sig fá, þó það eýndist ekki árennilegt að leggja lít í hafþök norður í íshöfum svo að segja matarlaus og án húsa og skjóls. En þetta lét nú íslendingurinn sig hafa samt, og hann var ekki kominn langt á leiðis þegar að hann sannaði félögum sínum að ályktanir hans væru ekki í lausu lofti heldur i eyndust þær ábyggilegar og isannar. í norðurhöfunum er á meðal annara sjódýra mikið af sel, ðg hann veiddu þeir sér til matar en spikið notuðu þeir til eldsneytis, þar sem vakir voru i ísinn var þægilegt að komast að selnum, því hann skreið þá upp á skarirnar, eða synti í vökunum, en þar sem ísbreiður voru miklar og enga vök að finna þar fundu þeir hann undir ísnum, á þann hátt að leita upp holur þær á ísnum, sem að selurinn andar gegn um, því eins og menn vita, getur selnrinn ekki verið niður í vatni tit lengdar án þess að koma upp og anda. Svo að í staðinn fyrir að fara burt af stöðvum sínum eða kafna þegar snjórinn þar norður frá frýs þá nagar hann gat á ísinn til þess að anda í gegnum, og hann heldur þeirri holu opnri hvað þykkur sem ísinn verður. En holur þessar eða selabústaði fann Vilbjálmur með að- stoð hunda sinna, því þeir fundu lyktina af seln- um þó aðþykkur snjór hefði fallið ofan á ísinn Svo var snjónum mokað ofan af holunni þar til að eftir var að eins þunn skel yfir vatninu, þá rak hann mjót.t kefli gegnum snjóinn og ofan i sjóinn í holunni og beið þangað til að hann sá spítuna eða keflið ítast upp, þá vissi hann að selurinn var kominn í holuna og þá var hann skutlaður og svo ísinn högginn í kringum hanií þar til hann náðist upp. Auk selanna skutu þeir félagar ísbirni sér til matar. Þannighefir Vilhjáluur sannað að norður í ísböfum og ísþökum geta menn lifað heilbrigðu og liraustu lífi áil þess að hafa nokkur mök við bygðir. Til skýlis hafði Vilhjáflmur hús gjörð úr snjó, eða ís í sama stíl og Eskimóar nóta. þau eru kringlótt og hlaðin saman að ofan, um 12 fet að innanmáH. Húsin eru bygð á snjófönn, sem lítillega lætnr undan fæti, gangur er svo mokaður gegnum fönn þessa og upp í húsið sjálft. Hús þessi eru hitúð með litlum olíuvél- um eða lömpum, og má hafa þau eins heit og xnenn vilja. / ’ i n. Veturinn sagði Mr. Stefánsson að væri ekki fjarskalega kaldur þar norður frá, kvað frost meira bæði í Síberíu á þeim svæðum, sem fólk byggi á, og eins í Dawson City í Yukon hérað- inu í Canada og gengi fólk þó að öllum verkum og virtist kuldinn ekki hindra það hið minnsta, að fólkið á þeim svæðum væri liraust og næði liærri aldri heldur en á öðrum ístöðum þar sem mildara væri loftslag. 1 því sambandi benti ræðumaður á að sérfræðingar héldu því nú fram að fólk það sem byggi á norðurhveli jarðarinn- ar væri líkamlega og andlega sterkara og þar af leiðandi framtaksamara og hæfara til afkasta heldur en það, sem byggi í eða nærri hitabeltinu III. í sambandi við skilning fólks á þessum norðurförum, og hinar norðlægur lendur Can- ada sagði ræðumaðurinn að sér dytti í.hug það sem hann hefði lesið í ritgjörð einni í tíma- riti, sem væri gefið út í Bandaríkjunum og héti “Atlantic Monthly”, þar væri því haldið fram að nú á dögum væm skólar nm alt land, og í þeim lærði fólk alla skapaða hluti. En að sér findist, þar sem að skólarnir væru svo margir, og lærdómurinn svo mikill, þá ætti að minsta kosti að vera til einn skóli, þar sem að menn gætu afilært aftur sumt af því, sem í þessum skólum væri kent. Svo sagði hann að væri með hugmyndir manna um norður Canada. Menn skyldu alveg hætta að hugsa um norður Canada sem gróðurlausa eyðimörk. Um land þar sem frostið og kuldinn héldi lífi manna, dýra og jurta í sínum heljargreipum ár út og ár inn. Sagði að menn skyldu alveg hætta að hugsa um norður Canada, sem til einskis nýtt, því það væri fjarstæða. Að norður Canada væri feiknalega auðugt land. Og þegar að hann talaði þar um náttúru- auðlegð þá ætti hann ekki við málmana sem í jörðinni fælust. Ekki heldur fiskinn í sjó eða vötnum né við greniskógana. ITann sagðist eiga við það, að norður Canada, þetta feikna svaíði, væri ef til vill það bezta beitiland, sem til væri í heimi. Jarðargróðurinn væri þar að vísu, ekki eins hávaxinn eins og í hinum heitari belt- nm jarðarinar, en hann væri samt bæði fagur og fjölökrúðugur, og að þar gengu vissar dýra- tegundir sjálfala vetur og sumar. Önnur þeirra tegunda væru hreindýrin. Og ti! dæmis um nytsemi þeirra benti ræðumaður á að hreindýrakjötið væri eins gott til manneldis- og eins lost ætt og þær hinar beztu kjöttegundir af nautgripum, sem vér borguðum nú fyrir á milli 35 og 40 cent pundið af, enda væri farið að nota það til manneldis víðsvegar um Bandarík- in. í sambandi við fjölgun hreindýranna sagði hann að þau tvöfölduðust á hverjum 21/2 ári. Hin tegundin sagði Vilhjálmur að væri hin svo mundu Moskusdýr, eða sem ræðumanninum fanst réttara að nefna heimskautalandafé.- Moskus dýrið, eða heimskautalanda féð, sagði hann að vigtaði um 700 pund, að ullin af því, sem virtist vera fulikomlega eins nothæf til fata- gjörðar eins og f jár ull, þó af betra taginu væri, væri þrisvar sinnum meiri heldur en ull af sauð- kind, og mjólkin sem að væri eins kostgóð og sauðarmjólk væri og þrisvar sinnurn meiri, sem að heimskauta! andakindir^ gæfi heldur en vana- leg sauðkind. Sama sagði hann að væri að segja um kjöt þessara dýra, að undanteknu kjötinu af gömlum mosko uxum á vissum tíma ársins, að það væri hæði kjarngott til manneldis og bragðljúft, sem bezta sauðakjöt. Dýrategund þessi, sem fyrir mörgum árum síðan hafði verið afar-mikið af, bæði í norður Iiluta þessa lands og víðar, sagði Mr. Stefánsson að væri all-einkennileg. Hann benti á að frá náttúrunnar hendi væri hún útbúin þeirri varn- areðlishvöt, sem gjörði hana óhulta fyrir aðal- óvini sínum, sem hún hefði átt við að stríða, úlfinum, á þann hátt að þegar úlfar sæktu að þeim þá hlypu þau í kringlóttan hóp, ungviðin jiyrptust inn í miðjuna, en uxarnir skipuðu sér hlið við hlið með höfuðin út og biðu svo átekta óhultir, því úlfárnir treystu sér ekki til þess að ráðast á svo ægilegar fylkingar, sama gerðu þeir þegar mennirnir sæktu að þeim, en þessi vörn þeirra dugir ekki mót vélráðum mannanna sem dýrin ekki iþekkja, og því geta veiðimenn- irnir strádrepið heilar fylkingar, því dýrin sagði hann að héldu saman í hópum þar til búið væri að drepa þau öll, svo þar sem maðurinn væri, væri þessi tegund dýra varnarlaus, ætti ekkert griðland, enda sagði hann að þau væru hvergi að finna hér á landi nú nema á svæði því sem hann nefndi No-mans-land. Er það spilda af landi sem liggur á milli Indíána annarsvegar og Eskimóít hins vegar, spilda, sem hvorugur þess- ara flokka /þyrði út í isökum ótta við hinn, og benti á að ef þessi verðmæta dýrategund ætti ekki með öllu að ílíða undir lok, þá yrði að taka bæði fljótt og vel í taumana, og sagðist hann , hafa lagt það mál bæði fyrir stjóm Canada og Bandaríkjanna. • Annað benti og nóðumaður á í sambandi við þessa dýrategund, sem' vert væri að veita éftir- tekt og það var hve hagspök hún væri, þau æddu ekki yfir alt, heldur tækju lífið rólega pegar að þau hefðu fundið gott haglendi. Þau biti upp grasið af dálitlum bletti fyrst .og þegar þau væru búin að fá fylli sína legðuSt þau niður og hvíldu sig, og þegar að þau færi að svengja aftur, stæðu þau upp og héldu áfram að bíta þar sem þau áður hefðu liætt, ynnu alt upp jafnóðum og þau færi yfir. Á vorin sagði Vilhjálmur að snjóinn tæki upp þar norður frá ú þremur vikum og að sum- arið væri frá 3—5 mánuðir. Leopold Godowsky. I heimum hljómlistarinnar, er Leopold Godowský' alment talinn ágætastur núlifandi pianóleikara, annar en Joseph Hofmann, og mörgum virðist hann ef til vill ná feti framar. Hann er fæddur 13. febrúar 1870 í bænum Wilna, er liggur í þeim hluta Póllands sem lotið hefir til skamms tíma rússneskum stjórnar- völdum. Faðir hans var dugandi læknir og sönvinn vel, þótt hann sökum embættisanna fengi lítt gefið sig við hljómlist. Godowsky kom fyrst opinberlega fram sem pianoleikari, þá'er hann var níu ára gamall, og vakti iist hans jafnvel þá svo mikla aðdáun, að hann var látinn ferðast um Þýzkaland og Pól- land í hljómleika erindum. — Þrettán ára að aldri innritaðist hann við konunglega hljómlist- arskólann í Berlín og naut um þær mundir fjár- styrks fré bankastjóra einum, vellauðugum, er heima átti í Königsberg; voru kennarar hans þeir Bargeil og Rudorf, báðir nafntogaðir snill- ingar. Árið 1884 ferðaðist Godowsky*um Banda- ríkin, með fiðlumeistaranum Ovide Musin. Tveim árum síðar stundaði hann nám um hríð í Parísarborg undir leiðsögn Saints Saens. Á árunum 1887—1888 ferðaðist hann um Frakk- land og efndi til hljómleika í flestum hinna stærri borga, og var hvervetna fagnað sem sönnum meistara. Árið 1890 hvarf hann aftur til Bandaríkjanna og hefir átt þar aðsetur að mestu leyti síðan þótt oft hafi hann að vísu ferð- ast um Norðurálfuna á hinum seinni árum, fram að ófriðnum Aikla. Á árunuum 1894—1895 hafði hann á hendi yfirkenslu í ^ianoleik vith South Broad Street Conservatory, Philadelphia. Að því loknu var liann ráðinn til þess að veita for- stöðu pianodeildinni við Chicago Conservatory, og gengdi þeirri stöðu í fimm ár; þótti hann þar skara mjög fram úr, bæði hvað við kom kennára hæfileikum og listnæmi í söngfræðinni yfirleitt. Árið 1900 fór Godowsky til Berlínar og hlaut á þeirri för alheimsviðurkenningu, sem einn af þeim “útvöldu” í ríki hljómanna. Níu árum síðar .hlaut hann yfirkennarastöðu við Master Sohool of Piano Playing, sem í raun og v^ru var um þær múndir deild úr keisaralega Conserva- toryinu í Yínarborg (það embætti höfðu áður haft með höndum Emil Souer og F. B. Busony). Þeim starfa gengdi hann eigi lengi, enda mun hugur hans hafa ávalt beinst til Bandaríkjanna þar hefir og lífsáhrifa hans gætt mest, og þar hefir listar-landnámið verið betur þakkað. Drotning listanna, dísin eilíf-unga óðs og hljóma befir á öllum öldum átt marga andlega aðalsmenn í þjónustu sinni, menn sem auðgað hafa lífið að fegurð og sannleika. Af hinum mörgu góðu, geta þó aldrei nema fáir or&ið þeir beztu, og einn af þeim beztu er Leopold Godow- sky. Á einu ailra kaldasta kveldinu í fyrra vetur og voru þó mþrg ærið köld, efndi Leopold God- owsky til hljómleika í St. Stephens kirkjunni • Winnipeg. Ekkert sæti var þar óskipað. Eigi vitum vér hve margir íslendingar hlustuðu á meistarann, en oss grunar að beir hafi verið ait of fáir. En þeir fáu sem komu, nutu svo mikils á samferðinni með Godowsky inn á hljómanna Huldulönd, að þeir munu þess langminnugir. Meðferð hans á ‘ ‘ Sorgargöngu” Chopin’s líður aldrei þeim úr minni, er á hlýddu Viðbrigðin frá litleysi hálfmenskunnar, komu þarna svo tilfinnanlega skýrt í Ijós. Snillingurinn var að túlka — ekki sjálfan sig, eins og tíðast er, nei, hann var að túlka hljóm- kjarna annara meistara, svo sem Beethovens, Liszt’s, Copin’s og Mendelsons. Hann var ekki að básúna sína eigin dýrð á annara kostnað. Hann gaf þeim dýrðina, er til dýrðarinnar höfðu unnið — höfundunum ódauðlegu, sem meistara vehkin höfðu samið, þau er hann lék á svo dá- samlegan hátt. — Þótt kalt væri í veðrinu á leiðinni til hljóm- leikanna, þá má þó telja það víst, að á heimleið- inni muni fáir hafa kent til kulda. Þeir, sem heyrðu.LeopoId Godowsky í fyrra þráðu heitt að fá að hlusta á “undrabamið” í annað sinn, og sú þrá var rétt í þann veginn að hljóta fylling, því fyrir skömmu var búið að auglýsa í dagblöðunum að hann ætlaði að halda Mjómleika hér í borginni þanp 31. þ. m. — Pantanir á aðgöngumiðum voru farnar að streyma að úr öllum áttum — því engir af þeim, sem á annað borð vilja helzt hlusta á það sem bezt er, vildu verða of seinir í þetta sinn. En einmitt þegar tilhlökkunin stóð sem hæzt voru vonbrigðin næst, —mánudagsblöðin fluttu þau tíðindi til borgarinnar, að heimsmeistarinn í pianoleik, Leopold Godowsky væri sjúkur, og hljómleikum hans hér í Winnipeg þar af leiðandi frestað um óákveðinn tíma. — Fregnin sló óhug á marga, en þó sjálfsagt eigi hvað sízt á þá, er hlýddu á tóntöfra lians í fyrra, og beðið höfðu fullir eftirvæntingar í heilt ár. Tvö Bandaríkja blöð, hafa nýlega komist þannig að orði um snillinginn : “Hver tekur við af Godowsky? Enginn kemst í hálfkvisti við hann; vér vitum engann mann, er veitt geti áheyrendum sínum eins skýran, næstum því spámannlegan skilning á eðli hljómlistarinnar, eins og Leopold Godow- sky, eldfjalla-ofurmenni pianoleiksins.” Ilinu blaðinu farast þannig orð: “Það bætir hvern mann að hlusta á Godow- sky. Lífið, ástin og sorgin augðast við list hans Frá hljómleikum hans hlýtur hver áð koma bs-ði viðkvæmari og máttugri maður.” r i I i § I í , . — ~ • ’ f Að spara Smáar upphæðir lagðar inn í banka reglulega geta gert stærri upphæð en stór innlög, sem lögð eru inn óreglulega. Sá sem gerir sér að vana að leggja inn peninga, hann fær löngun til að sjá upp- hæðina stækka. Rentur gefnar að upphæð 3% á ári, lagt tvisvar við höfuðstólinn. Byrjið að leggja inn í sparisjóð iijí. Notre Damc Hraneh—W. H. HAMILTON, Managei. j Selkirk ISrancii—F. .1. ".. DOMINKM 1 THE R0YAL BANK 0F CANADA ■ Höfuðstóll löggiltur $26.000,000 HöfutSstóll greiddur $14.000,000 ' Varasjóður. . $15,500.000 Total Assets crver. . $427,000,000 Forsetl........................Sir HUBERT S. HOI/T Vara-forseti - - - E. 1/. PEASE H Aðal-ráðsmaður - - C. E NEITiIj Allskonar bankastörf afgreidd. Vér byrjum reikninga við einstakling* B eCa félög og sanngjarnir skilm&lar velttir. Avlsanir seldar tll hvaC» ■ staSar sem er á Islandi. Sérstakur gaumur gefinn spariejðCsinnlögum, _ gem byrja má meC 1 dollar. Rentur lagCar viC á hverjum 6 máxiuCum. WINNIPEG (West End) URANCHES Cor. William & Sherbrook T. E. Tiiorsteinson, Manager H Cor. Sargent & Beverley F. Thordarson, Manager Cor. Portage & Sherbrook R. L. Paterson, Manager HIII Bolsjevikar og stefna þeirra.1* Síðan vopnahlé var samið, og tóm gafst til að ræða fleira en ófriðinn, hefir mönnum orðið skrafdrjúft í meira lagi um Bol- sjevikaflokkitm á Rússlandi. Skoðanir eru fremur skiftar um þá félaga. peir eru í margra aug- um ekkert annað en verstu óald- airseggir og griðníðingar, sem hafa lagt í rústir eigið ættland sitt, og vilja nú leiða sömu glöt- un yfir aðrar þjóðir. Aðrir fagna stjómarfari þeirra og aðförum öllum, eins og nýjum degi, og telja það sjálfsagt, að allir al- þýðuvinir sverj ist þegar í fóst- bræðralag með þeim Lehine og Trotzky, og beiti sér hvervetna fyrir byltingastefnu þeirri, sem þeir félagar hafa hleypt af stokk- unum á Rússlandi. Merkilegt er það, að margir þeirra, sem háværastir hafa orð- ið 1 vöm eða sókn þessa máls, um Bolsjevikana, hafa þó kann- ast við vanþekskingu sína á efn- inu, sem um var deilt. Glund- roðimn hefir verið svo mikill á öllu stjómarfari Rússlands, frétt imar svo ógreinilegar og jafnvel margsaga, sem þaðan hafa hor- ist, að sanngjamir menn hefðu átt að vera iseinir á sór að for- dæma þá hreyfing algerlega, jafn vel þó tvær sakir yrðu með engu móti skafnar af Bolsjevikum: auðsveipni við pjóðverja, en grimd og ráðríki heima fyrir. pað gátu verið góðar umbætur í •sjálfu sér, sem fyrir þeim vöktu, þrátt fyrir ofríkið og niðurskurð inn. Stundum er góðu málefni spilt með illum aðferðum. pó var hiltt verra, ,að vilja kaupa köttinm í sekknum, eins og sumir byltingagjamir menn hafa talið sjálfsagt að gera, hér í landi. og víðar. Jöfnuður og mannfé- lagsréttlæti á enn langa leið fyr- ir höndum vor á meðal áður en komið er í námunda við nokkra fullkomnun. En að vér knýtum alla umbótnaviðleitni aftan í lítt kunnan og óreyndan byltinga- flokk, austur á Rússlandi, það er tillaga, sem ekki verðUr gott áð réttlæta. ólíklegt í sjálfu sér að umibótaviinir í þessiu landi geti sótt mikla stjómvizku til Rússa, sem ©ru snauðaistir allra siðaðra þjóða, ibæði að lýðmentun og frelsisreynislu. En nú er svo komið að ekki þarf lengur að vaða 1 villu og svima um stefnu Bolsjevika, þar sem miðstjómin í þeim flokki befir látið prenta stefnuskrá sína og tilskipanir, og skjöl þau berast nú vert af öðru hingað til landsins, og koma óðum fram í dagsljósið. par er hægt að sj á, hvað fyrir Bolsjevikum vakir, eftir vitnisburði þeirra. Les- endum “Sam ” þykir óefað fróð- legt að sjá, hver sé afstaða flokks ins við kirkju og trúarbrögð* og skal því birtur hér sá kaflinn úr stefnuskrá þeirra, sem fjallar um það efni. pað er yfirlýsing í þrettán greinum og hljóðar svo: 1. Kirkja og ríki skulu vera aðskilin. 2. Blátt bann skal vera lagt við því, að nokkurstaðar í lýðveld inu rússneska sé samin, í bæjum, sveitum eða fylkjum, nokkur lög eða reglugerðir, er skerði, eða takmarki samvizku frelsi manna á nokkum hátt, eða veiti nokkr- ym mönnum sérstök hlunnindi eða forréttindi fyrir þá sök, að þeir séu áhangendur vissra trú- arflokka. 3. Hverjum borgara skal frjálst að játa hvaða trú, sem hann vill, eöaTalls enga, ef honum svo sýn- ist. Sérhver réttindaskerðing í sambandi við játning einhverrar trúar, eða engrár trúar, skal af- numin. 1) Hér er stuCzt við ritgjörð eftir John A. W. Haas, skólastjóra, og ýras- ar fregnir er staCiC hafa f “Líterary Digest’’ og Current Opinion.” 4. Engar guðsþjónustur eða trúarbragðasiði má hafa um hönd í sambandi við nokkra at- höfn stjómarijmar eða opinberra stofnana. 5. Heimilt skial öllum trúar- venjum og tilbeiðslusiðum, að fara fram óhindruðum, ef ekki spilla friði og góðri reglu, né sýna af sér nöfckur tilræði við lýðveldið eða rétitindi þau, sem borgarar þess njóta. Skulu und- irstjómir hafa alt eftirlit með höndum í þessu efni. 6. Enginn má neita að inna af hendi borgaraskyldur og bera fyrir trúbragðaskoðanir. pó mega dómstólar fólfesins í ein- stökum tilfellum veita undan- þágu frá þessu lagaákvæði, með því móti, að ein þegnskylda komi fyrir aðra. 7. Eiðar skulu afnumdir. í stað þeirra komi hátíðleg heit eða staðhæfingar- 8. ÖIl borgaraleg starfsemi skal vera í höndum ríkis en ekki kirkju; svo sem skrásetning, fæðinga, giftimga, o. s. frv. 9. Skóli og kirkja skulu að- skilin. Blátt bann liggur við, að nokkur trúarskoðun sé kend í ríkisskólum eða öðmm ríkis- stofnunum, né heldur í nokkrum “prívaf’-skólum, þar sem kend er almenn fræði, þó mega borg- arar leggja stund á trúfræði og kenna hana, og kenna prívatlega. 10. öll1 félög.kirkjuleg eða trúarleg, s’feulu háð isömu lögum og reglugerðum, sem annar fé- lagsskapur eða samtök, og skulu ekki njóta istyrks eða forréttinda hvorki frá ríkinu né undirstjórn- um þess. 11. Engri kirkju, eða trúar- félagi skal leyft að leggja skyldu kvaðir á meðlimi sína, hvorki til að aga þá, ©ða til arðs fyrir fé- lagsheildina. 12. Engin kirkja né trúarfé- l:ag, má eiga nokkra eign. Slík félög hafa engin lagaréttindi fullveðja manna. 13. Allar eignir, sem kirkjan eða önnur trúarfélög hafa hing- að til átt á Rússlandi, skulu falla undir ríkið. Hús og áhöld, sem ætluð eru guðsþjánustum, fær stjómin í bæ hverjum, eða hér- aði, í hendur hlutaðeigandi trú- arfélögum til notkunar, endur- gjaldslaust. Svona hljóðar nú þessi frelsis- skrá. Hér'er farið af stað vel og röggsamlega, með álgert sam- vizkufrelsi og jafnrétti állra trú- arbragða — í fyrstu fimm grein- unum. Svo fer að káma um þetta fagra frelsi, þegar lengra er les- ið- Allur andinn í þessu skjali er á móti trúarbrögðunum, frern- ur en með; og síðari hlutinn gengur berlega í þá átt. Trúar- skoðanir veita engum undan- þágu frá herskyldu, nema “dóm- stóll fólksins’’ leyfi í einstökum tilfellum, að umsækjandi fái annað starf í hernum en vopna- burð. Viðurkendum trúarflokik- um, eins og Kvekuram, sem gert hafa vopnaburð að samvizkusök. verður í þessu efmi alls ekki tryigt neitt samvizkufrelsi, í sjálf um landelögunum, eftir stjóm- málastefnu Bolsjevika. Tilhliðr- unin, sem dómnefnimar mega veita, verður auðvitað mis- munandi, eftir hugsunarhætti manna á þe'ssum eða þessum stað Sú ívilnun er auðvitað ekkert samvizkufrelsi. Eigi frelsið að vera frelsi, þá þarf það að hvíla á föstum tryggingargrunni í landslögunum sjálfum, en ekki eiga tilveru sína undir dutlung- um og fbrdómum vissra manna, eða flokka. pað kannast víst all- ir við, nema Anarkistar. pað er augljóst, að í stað þess að hér sé mikið og dýrðlegt samvizku- frelsi á ferðum hjá Bolsjevikum, þá er ívilnunin einmitt minni hjá þeim í þessu efni, heldur en hún var hér í landi undir herskyldu- lögunum, þegar stríðið stóð sem hæst. Eiðar em afnu/mdir, ekki af lotningu fyrir Guði, heldur til

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.