Lögberg - 20.03.1919, Blaðsíða 6

Lögberg - 20.03.1919, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. MARZ 1919 XII. Stund. Guðrœhni. 1. Ef !þú vilt, maður! að hjarta þitt komist við og lyfti sér til guðs, ef þú vilt vekja guðræki- legar tilfinningar í brjósti þínu, þá skaltu fara og koma á það heimili, þar sem dygð og guðrækni á heima, einmitt þá stundina sem þar eru um hönd hafðar ihugleiðingar um hið helgasta og háleitasta, sem til er í lífinu, um guðdóminn sjálfan. 2. Fanst þér þú ekki vikna þið þau tárin, sem hnöppuðu sig eins og daggardropar í auga móðurinnar, þegar hún var að biðja Guð að varð- veita líf og heilsu barna sinna, og annast um sak- ieysi þeirra og velferðí 3. Var það svo — viknaðir þú ekkert, þegar heiðvirður faðir sat berhöfðaður hjá konu og börnum og stílaði bæn sína til konungs konung- anna, Guðs almáttugs, um heill og blessun fyrir ástvini sína? • 4. Skyldi ekki hin fegursta allra tilfinninga hafa hreyft sér í brjósti þínu, þegar efnilegt ung- barn í æskublóma fórnaði upp höndum í sakleysi sínu og mælti fram bænarorð, til að biðja hinn ó- sýnilega fyrir foreldrum sínurú og systkinum? 5. Farðu þangað og lærðu að leita Guðs! Lœrðu það á þeim stað, þar sem húsbóndinn sjálf- ur eða hin guðhrædda húsmóðir gjörist þjónustu- maður og þjónustukvinna hins góða Guðs. 6. Undir því þaki, þar sem hinn biðjandi þiggur gáfur hins eilífa, þar sem hann tekrft- á móti heiteu og vaníbeilsu, og þar hem á síðan bánasæng Itans kann að standa. 7. Farðu þangað, sjmdugur maður! og lærðu að biðja Guð og tilbiðja hann. Leitaðu þér þar styrks til lífernisbóta og til staðfestu í hinu góða. 8. Þú eflir með því gæfu bæði sjálfs þín og annara; þii lærir að þekkja þá ánægju, sem heim- ilislífið veitir; ihjarta iþitt og hugsíkot hreinsast og skýrist, hugur þinn verður rósamari, því þín góða samvizka gleður hann og kætir. 9. I»ú nýtur Hfsinis með meiri gleði, af því þú nýtur þess með meiri rósemi. 10. Eða viltu ganga út undir Guðs fríða him- inn? Gaktu það iþá þegar vorið fer að skreyta jörðina sínuiu ótölulegu blómum, þegar fuglarnir fylla loftið ótal röddum, þegar lóan fer að syngja: dýrðin! dýrðin!, og eins og einhver unaðsljómi Jeikur yfir hverjum bletti. 11. Ilorfðu á livernig faðirinn hrærður og hrifinn bendir syni sínum, sem hlustar á með at- hygli, á menjar guðlegrar speki; sýnir honum hversu aðdáanlega forsjónin hefir niðurraðað öllu. 12. Gakk út í musteri náttúrunnar, horfðu og hJustaðu! Og verðir þú hrifinn af að sjá öll þessi dásemdarverk, þá finnur þú til lotningar fyr- ir Guði og ferð sjálfur að vegsama hann. 13. Vanræktu ekki á helgum dögum að fylgja guðrækilegu dæmi þinna sannkristnu bræðra. 14. Sá staður sé þér heilagur, þar er forfeð- ur þínir báðúst fyrir til hins eilífa, og þar er niðj- ar þínir einnig munu leita í bænum til hfms. 15. Sunnudagurinn er dagur Drottins. Hann er öllum þjóðum, hvíldardagur frá jarðneskum störfum og umtsvifum, svo að sálin geti hafið sig yfir áhyggjur lífsins og lyft sér til andanna föður, til að skoða sína eilífu ákvörðun. 16. Ijáttu þig ekki vanta á þeim stað, þar sem orð Drottins er kent, þar sem brýndar eru fyrir sálu þinni áminningar og eftirdæmi upp á Guði þóknanlega breytni, og þar sem leyndardómar trú- arinnar eru ryfjaðir upp fyrir minni- þínu. 17. Horfðu ekki tilfinningarlaus á- hið heil- aga skírnarfat, þar er þú eins og ungbarn varst helgaður Kristi, eða á þahn stað, þar sem þú viknaðir svo mjög er þú varst tekinn í söfnuð krist inna manna, og tókst í fyrsta siiíbi hlutdeild í minningarmáltíð þesis guðdómlega kennara og sáluhjálpara. 18. Virtu vel fyrir þér hinn heilaga stað, þar er þú stóðst hina mikilvægu stund, er maki þinn var með tiænum til Guðs vígður saman við þig þér til samfylgdar í lífinu. 19. Líttu yfir hinn guðrækilega söfnuð, þar sem þú sérð gamalmennið við hliðina á barninu, heilsulausan mann fölleitan hjá heilbrigðum 'manni með blómlegu útliti, alvörugefinn iðju- og starfsmann hjá léttúðugum æskumanni, hryggan mann með döpru bragði hjá glaðværum manni brosandi. 20. Horfðu á þetta og hugsaðu með þér: eftir hundrað ár eru allar þessar blómlegu og föl- Jeitu myndir horfnar burt af jörðinni, aðar mynd- ir komnar í staðinn, og sjálfur sést þú þar ekki heldur. 21. Þá vaknar hjá þér andi guðrækninnar og hrífur þg ósjálfrátt til að taka hlutdeild í hinni íiáleitu athöifn opinberrar guðsdýrkúnar. 22. Þó á ekki einungis sú stundin, sem sjálf guðeþjonustan stendur yfir, heldur allur sunnu- dagurinn, að vera helgaður sálu þinni tíl framfara í því sem gott er. 23. Drottinsdagucinn er hvíldardagur, sem veita á líkama þínum afl og sálu þinni styrk til að búa þig undir störf vikunnar. 24. Hjúum þínuin áttu líka að unna hvíldar,- svo þau geti líka lifað glöð við lífsins strit. 25. Þú skalt hvílast af öllum störfum öðrum en góðvérkum, því taeð þeim þjónar þú Guði bezt. 26. Neitaðu ekki sjálfum þér né þínum um leyfilega skemtun, sem þú verður að synja þér um virku dagana vegna starfi^þinna og annara kring- umstæða. 27. Þegar gleði og ánægja skín á öllu, skyldir þú þá byggja henni, svo indælli tilfinningu, út úr hjarta þínu? Hefir þú ekki haft þína sorg og harma um vikuna? Og því skyldir þú þá slá hendinni á móti ánægjustundur® helgarinnar? 28. En snúist gleðin upp í gjálífi, valdi hún ósamlyndi, leiði hún til syndar, olli hún angurs, þá forðastu hana svo hún spilli ekki hjarta þínu. 29. Prýddu sérhvern dag sem þú lifir, með einhverju góðverki, þá þjónar þú Guði bezt og hefir altaf nóga ánægju. Antonió Canova. Fyrir nokkuð mörgum árum síðan var á It- alíu drengur einn, sem Antonio Canova hét. Hann misti föður. sinn þegar hann var ungur, svo hann fór til afa síns, sem var fátækur steinhöggvari. , Antonio var lítill^vexti, og lítt fær til vinnu. Hann kærði -sig heldur ekkert um að leika sér með jafnöldrum sínum. Það eina, sem hann virtist hafa ánægju af, var að fara með afa sínum, og horfa á hvernig hann fór að, að sníða til steinana # stóru og þungu, og að leika sér að því að búa til ' allskonar hús og hugmyndir með steinflísúnum, sem afi hans hjó úr stóru steinunum. Og stund- um náði hann sér í leir og bjó til myndir ú? hon- um. Eða þá að liann fékk sér meitil og harnar og reyndi að höggva myndir úr blágrýtinu. Og í þessu varð hann brátt svo fimur, að afa hans þótti hin mesta unup að. “Þessi drengur verður einhvemtíma lista- maður,” sagði hann við sjálfan sig. Og á kveldin tók liún drenginn og setti hann í spurði amma hans ávalt: ‘ ‘ Hvað hefir ungi lista- maðurinn minn gjört í dag?” Og ákveldin tók liún drenginn og setti hann í kjöltu sér og sagði honum sögur, sem fyltu huga hans með forkunnar fögrum myndum. Eða þá hún söng við hann sum af ættjarðarljóðunum fögru, sem sungin liafa verið mann fram af manni. Og daginn eftir, þegar að hann var kominn á staðinn, þar sem afi hans var við vinnu, reyndi hann að höggva sumar þessar myndir í stein. eða hnoða þær í leir. 1 þessum sama bæ, þ^r sem Antonio átti heima bjó greifi nokkur rfkur,,og var hann vanur að liafa heimboð mikil — bjóða til sín ríka fúlkinu frá öðr- um bæjum. Og við slík tækifæri var afi Antonios vanur að lijálpa á greifaheimilinu, þv, hann kunni eltki síður að matbúa en höggva stein. Svo var það einu,sinni, þegar að eitt slíkt heimboð átti að vera hjá greifanum, að Antonio fékk að fara með afa sínum. Hann kunni að vísu hvorki að matbúa, né heldur að ganga um beina; en hann gat hjálpað til þess að þvo leirílát í eld- húsinu, og svo gjört smávik ef á þurfti að halda. Alt gekk vel og greiðlega þar til að farið var að bera á borðið. Þá vildi það slys til að einn af matsveinunum, sá sem að fyrir þeim var, misti nið ur á gólfið og braut í mjöl myndastyttu mjög dýra og skrautlega, sem prýða átti með borðið. Maðurinn varð mjög skelkaður; kom hlaupandi fram í eldhús, neri saman höndum af angist og mælti: “Hvað á eg að gjöra? Eg hefir brotið myndastyttuna, sem átti að standa á borðinu, og mér er ómbgulegt að búa borðið án hennar. Ilvað akyldi greifinn se^ja?” Allir þjónarnir; stóðu ráðþrota, því undir því þótti alt komið að norðið væri vel búið. Þeir snerust hver um annan og spurðu í vandræðum: “Hvað eigum við að taka til bragðs?” Svo drengurinn Antonio gekk til þeirra og mælti: “Munduð þið geta búið borðið svo vel mætti fara ef þið hefðuð aðra myndastyttu?” “Vissulega gætuta við það, ef að myndastytt- aij værimátulega stóí*,” mælti yfirborðþjónninn. “Viljið þið lofa mér að reyna að búa eina til, ’ / - spurði Antonio. Þjónninn fór að hlæja að honum og mælti: “Þú hlýtur að finna mikii5 til þín, fyrst þú býðst til þess að búa til myndastyttu á einni kluklrastund Þlvað heitirðu annars?” Eg heiti Antonio Canova,” mælti drengurinn. “Látum sjá hvað hann getur gjört,” mæltu hinir þjónamir, því sumir þeirra þektu tii hans; og þegar að yfirborðþjónninn gat.ekki annað gjört féllst hann á að láta drenginn reyna. A eldhúsborðinu stóð stykki af smjöri, sem vóg 200 pund. Að þessu smjörstykki réðst Ant- onio.með eldhúshnífinn í hendinni, og eftir dáíitla stund hafði Antonio ummyndað þetta smjörstykki í ljónslíki, sem lá fram á fætur sér. Og þjónamir alir stóðu sem steini lostnir af undrun. “Það er dásamlega fagurt,” sögðu þeir. ‘ ‘ Miklu fegurra heldur en hin myndastyttan var. ’ ’ “Borðið lítur líklega miklu betur út, en eg gat gjörtmér nokkra von um,” mælti yfirþjónninn. Og vþegar greifinn og boðsgestimir hans komu inn í borðsalinn, og sáu ljónsmyndina, röð- uðu þeir sér í kringum borðið og dáðust að lista- verkinu. Og þeim kom saman um að slíkt hefði enginn getað annar en einhver af binum ágætustu listamönnuta. Og hvað einkennilegt það væri, að hann skyldi hafa kosið sér að búa það til úr smjöri. Gestirnir spurðu greifann hvað listamaður- inn héti. * , “Satt að segja, vinir mínir, þá veit eg það ekki,” mælti greifinn, “því þetta kemur mér jafn ókunnuglega fyrir sjónir og yður sjálfum.” Síðan kallaði hann á yfirborðþjóninn, og spurði hann að hvar hann hefði náð í svo dásam- legt listaverk. “Það var drengur, sem bjó það til fyrir dálít- illi stundu síðan hérna frammi í eldhúsinu,” mælti þjónninn. Sú frétt gjörði gestina alla ennþá forvitnari, og verkið ennþá furðulegra. “Kallaðu á drenginn,” mælti greifinn; og þegar að hann' kom inn í borðsalinn, horfði greif- inn á hann og mælti: “Drengur minn, þú hefir gjört hér listáverk, sém hinir nafnfrægustu lista- menn mættu miklast af. Hvað iheitirðu, og hver er kennari þinn?” “Eg heiti Antonio Canova,” sagði drengur- inn, “og eg hefi engan kennara nema hann afa minn.” Nú slóu gestirnir hring um Antonio. A meðal þeirra 'voru viðurkendir listamenn, og var þeim strax ljóst, að hér var um að ræða óvanalegar gáf- ur og listfengi. Og þegar að þeir settust til borðs, kröfðust þeir þess að Antonio skipaði virðingar- sætið við borðið. Um kvöldið fóru gestirnir heim til sín, og Antonio og afi hans líka. En morguninn eftir sendi greifinn eftir Antonio, og bauð honum að vera lijá sér, og það þá hann. Síðan lét greifinn fá þá frægustu listamenn, sem til voru í landinu, tiJ þess að kenna honum. Og svo í staðinn fyrir að móta smjör, fór hann að gjöra rnyndir úr marmara Og eftir nokkur ár var Antonio Canova orðinn einn af frægustu listamönnum heimsins. Hamingjublómið. Eftir Alice V. L. Garrick. r Svo er sagt að konungur nokkur liafi átt að föðurgarði ríki það er Meðalland nefndist. Þaðvar eyja, en næstu lönd, sitt til hvorrar áttar, hétu Anægja og Óánægja. Þégar vindur stóð af norðri bárust með honum ýmsar óheillavættir frá strönd- um Óánægju. Köld og fúl þoka sveipaði Meðal- land og smaug íbúum þess í merg og bein. Þeir urðu af því geðstirðir, kvillasamir og illir viður- éignar. En sunnanvindurinn blés hamingjustraum um og heillavættir bárust á “sólgeislavængjunum” frá Anægju ströndum til Meðallands. Þessir sól- álfar sléttuðu lirukkurnar á andliti þ'eirra, er þok- an og aðrar illar vættir, liöfðu farið svo ómjúklega með. Alfarnir sóttu verk sitt vel og dyggilega, þar tiJ börnin hlógu og sungu, en fuJlorðna fólkið varð léttara í lund og bragði. En því lengur sem þess- ar hamingjudísir dvöldu á Meðallandi, því minna skeytti þjóðin um nærveru þeirra. Svo áður en varði, höfðu eyjarskeggjar fælt álfana í burtu með kulda og kæruleysi í þeirra garð. Svo þegar þok- urnar komu aftur, varð fólkið æft og uppvægt yfir óhamingju sinni. Gætti þess ekki að það hafði sjálft rekið í burtu þau öfl er skyldu hjálpa þtu þegar mest lá á. Einn dag grúfði þokan “grá og grim'm” yfir Meðallandi og lagðist illa að kon- ungssyninum sem öðrum. En seinni part dags- ins kom sunnanvindurinn, með sólskin og heilla- vættirnar góðu til skapléttis fólkinu. Konungs- sonurinn var í illu skapi og vildi ekki fagna ljós- álfunum. Hann vissi að hann átti að gera það, en fann að hann þurfti að láta á móti skapi sínu til þess. Sjálfum sér til eftirlætis settist hann með fýlu niður í runna, og sparkaði óþyrmilega fjór- um rósaknöppum ofan í jarðveginn. En ljósálfa- drotningin sjálf hafði plantað þessum blómknöpp- um þarna og sett uppáþglds rósálfameyju sína til þess að gæta þeirra. Konungssonur varð því meira en lítið undrandi þegar dísin stóð frammi fyrir honum í bræði sinni. “Þú vondi konungsson,” mælti lxún. “Þú hefir eyðilagf það sem mér var trúað fyrir, og eg starfrækti þér og fólki þínu til blessunar.” “Eg þarf ekki þinna starfa við,” svaraði kóngsson. “Eg vil ekkert með sólskin og blóm hafa.” Álfamærin leit á hann með sorgblandinni undrun. “Það hrvggir mig að heyra þig tala þannig,” mælti hún. “Allir sem þannig tala, verða að fara þangað sem livorki eru blóm né sól- skin og vera þar, þangað til þeir finna hvað það er seni þeir hafa hafnað. Þinn tími verður ekki skemri en fjögur ár. Eitt ár fyrir hvern rósa- knapp, sem þú eyðilagðir.” Að svo mæltu gaf dísin merki, sunnanvindurinn birtist henni sam- stundis. Ílún skipaði honum að taka kóngsson og flytja hann til ákveðins staðar. Andinn hlýddi því, og þrátt fyrir mótstöðu líóngssonar, flaug hann með hann yfir láð og lög, þar til þeir komu til ókunnugs lands. Þar setfi andinn kóngsson í dýflissu, í gömlum og eyðilegum kastala. Á dýfl- issunni var ekki lesljóst. Grá þokuskíma gægðist inn og gerði hvorki að dimma né birta með um- skiftum dags og nætur. Um nokkra mánuði var kóngsson þama eins skapbrigðalaus og herbergi hans var litlaust. En þar kom þó að honum leiddist, svo hann tautaði hálf ólundarlega: “Mér væri sarna þó eg sæi of- urlítið sólskin.” En sólskin kom ekki og kóngs- son byrjaði að andvarpa. En alt kom fyrir ekkert Gráa skíman inn um gluggakytruna var jafn súldruleg á svipinn og nokkru sinni fyr. Kóngs- son gat nú ekki þolað þetta lengur. Einveran og tilbreytingarleysið urðu honum hjartasorg. Hann hallaði höfðinu grátandi upp að glugganum og bað:- “Góði guð, sendu mér ofurlitla sólskins- glætu.” Þegar hann hafði grátið og beðið stund- arkorii lagðist hann fyrir og sofnaði. Hann vakn- aði við það að ofurlítill flögrandi sólargeisli skein inn um gluggann. 1 gluggakistunni var ofurlítil rifa eJxki stærri en saumnálárfar, en ofann í sprung una hafði fallið tár þegar kóngsson grét um kveld- ið og nú var undur smá og veikluleg planta að gægjast þar upp, og sólargeislinn yljgði hana. Kóngsson varð frá sér numinn af gleði, og skemti sér allan daginú við að horfa á veiklulegu plöntuna og sólargeislann. — Dagar og vilrar liðu nú fljótar en áður hjá dýflissubúanum. Hann var þakklát- ur fyrir sólargeislann og litlu jurtina sem óx í glugganum. Hún varð fegurri og fjölbreyttari með hverjum degi, og það var konungssyni ótæm- andi yndi að horfa á hvernig hún sneri sér að sól- argeislanuta og breiddi út blöðin sín á móti honum Einn morgun vaknaði kóngsson við það, að um dýflissuna glóði sólskinið skærar en nokkru sinni fyr. Hann leit ósjálfrátt á jurtina sína og * sá að liún hafði sprungið út um nóttina. Yið hon- um blasti nú það fegursta blóm, sem hann mintist að liafa séð. Það hafði lit rósarinnar, auðmýkt fjólunnar, yndi tulipunnar og sakleysi liljunnar. Kósadísin, sem hann hafði liitt í runnanum forð- um birtist honum nú aftur. Ilún var fríð sýnum, sem fyr, en vingjarnleg í bragði. Hún mælti til kóngssonar: “ Þrautatími þinn er nú á enda konungsson. Fjögur ár eru nú liðin, og af því þú hefir nú lært að elska sólskinið, hefir ánægjubtómið vaxið. Það er blóm hamingju þinnar. En nú skilur þú tungu- mál blómanna og því verður þú nú sendur þangað isem þú getur notað þessa kunnáttu þína í annara þarfir. Far til þess lands sem engin blóm vaxa og kenn fólkinu þar að rækta þau. En hamingjulilóm- ið verður þú að hafa með þér. ” Að svo mæltu kallaði liún á sunnanvindinn og skipaði honum að flytja kóngsson þangað sem mest væri þörf á hjálp hans. Andinn hóf hann á arma sér og sveif með hann til Postulínslandsins. Þar voru hallir og liús úr gleri. Stræti og götur úr ljósrauðum og hvítum tígulsteinum. Hvergi sáust óhreinindi. Endá var land þetta orðlagt um heim allan fyrir hreinlæti. En óhamingja mikil hvíldi yfir þjóðinni. Hún gat aJdrei verið ánægð sökum þess að engum hafði enn tekist að rækta eina einustu jurt þar í landi. Fólk hafði málað sér til afþrevjingar allskonar blóm á húsveggi og áhöld, en ekki fullnægðu þau. Það var ekki hægt að taka þau í hönd sér né heldur höfðu þau neinn ilm að gefa. Svo sárt hafði þjóð- in fundið til þessa hamingju skorts, að konungur hafði lieitið þeim manni dóttur' sinni, er kent gæti landsmönnum að rækta blóm. Kóngsdóttir var fegursta konan í landinu, og þó víðar væri leitað. Þeir voru nú ekki fáir sem revndu blómaræktina, en alt fór á einn veg. Eug- um tókst að framleiða lifandi jurt. Þegar kóngs- son kom til landsins, bárust þau tíðindi til konungs að í ríki hans væri kominn maður er hefði með liöndum lifandi blóm. Konungur lét kalla ókunna- kóngssoninn fyrir sig, og bauð honum offjár fyrir litla blómið. Én kóngsson kvað það ekki falt fyrir fé. Hann skýrði nú konungi frá því, í hvers konar erindagerðum liann væri þar kominn, og barst fregnin eins og eldur í sinu, út um ríkið, að þar væri kominn maður, er ætlaði að kenna lands- mönnum að rækta blóm. Konungsson kallaði saman beztu leirkerasmiði landsins og lét þá búa til jurtapotta í liundraða- vísi. Síðan lét hann sunnanvindinn færa sér mold frá fjarlægum löndum til að fylla öll kerin. en í hvert þeirra sáði konungsson einu frækorni úr ánægjublóminu. Á skömmum tíma spruttu jurtir og blóm í hverjum einasta potti, og svo voru töfr- ar þessir undarlegir að þó fræin voru öll tekin úr sama blóminu, urðu þau nýju öll með mismunandi lit og lögun. Konungur og landsmenn háns urðu frá sér numdir af gleði yfir árangrinum af starfi kóngs- sonar, og brúðkaup þeirra konungsdóttur og lians var haldið með mikilli viðhöfn. Sunnanvindurinn bar þau á örmum séf til Meðajlands. Þar tóku þáu við ríkisstjórn. Ungi konungurinn ræktaði ánægjublqmið um alt sitt ríki, þar til það hafði Vaxið í varnarhringi utan um hvert heimili, og skýldi íbúunum fyrir óheillavættum norðanvinds- ins frá Óánægjuströndum. Friður og liamingja ríkti í landi ungu hjónanna og Meðalland var síðar meir kallað Ilamingjulandið. B. K. G. S. þýddi. ÖJdruð stúlka var viðstödd þar sem ný kirkju- klukka var vígð, og sagði hún, að hljóð. klukkunn- ar væri eigi nógu dimt. Maður er við var staddur svaraði: “Það er af ]>ví að hún er svo ung; þegar hún er orðin eins gömul og þér eruð nú,’verður hún líka eins dimmrödduð.”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.