Lögberg - 28.08.1919, Síða 4
Vla. 4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28. AGÚST 1919.
ögberg
Gcfið út hvem Fimtudag af Th« Cal-
unbia freu, Ltd.JCor. William Ave. &
Sherbrook Str., Winnipeg, Man.
TALSIMI: OARRT 41« oc 417
Jón J. Bíldfell, Editor
J. J. Vopni, Business Manager
Utanáckríft til bUðríns:
TI(E C01UMBI4 PRES8, Lt4., Boi 317*. Wtnnipog.
Ut»né»lcrift rit»tj6ran»:
EDITOR LOCBERC, Box 3172 Wlnnlpog, M»«-
Ritstójratskiftin við Heimskringlu.
1.
Þau komu eins og skrugga úr heiðskýru
lofti eða skollinn úr sauðarleggnum, án þess að
gera boð á undan sér og án þess að nokkur sýni-
leg ásta^ða værir fyrir þeim. Því sagt mun
verða af þeim sem vit hafa á og með ró og
gætni dæma, að O. T. Johnson hafi farist það
verk vel úr hendi og blaðið hafi ávalt borið þess
vott í hans ritstjórnartíð, að honum var ant um
sóma blaðsins, og að hann hafi lagt sig fram
til þess að gjöra það sem bezt úr garði.
Að sjálfsögðu var blaðaanenska hans ekki
EÍfulIkomin. Það er víst enginn sá til sem fæst
við þann starfa, sem því marki nær. Fyrst og
fremst af því að allir menn eru ófullkomnir,
og svo eru menn mismunandi gáfum gæddir og
hafa haft mismunandi tækifæri til þes's að æfa
þær og undirbúa til þess starfa. En hann hafði
ýmsa hætfileika sem blaðamönnum eru ómiss-
andi, svo framarlega að þeir vilja verða nýtir
menn í stöðum sínum og verða að einhverju liði.
Mr. Johnson var samvizkusamur maður að
því leyti, að honum stóð ekki á sama hvað það
var, sem hann bar á borð fyrir lesendur sína —
stóð ekki á sama þeirra vegna, og stóð ekki á
sama sín vegna eða blaðsins. Og það er vor
meining að Mr. Johnson hafi aldrei mist sjónar
á því takmarki síiiu, eftir að hann tók við rit-
stjóm Heimskringlu, að revna til þess með
áhrifum sínum og blaði að gjöra menn að betri
mönnum.
Um kenningar þær sumar, sem hann hélt
fram í blaðinu geta máske verið deildar mein-
ingar. Fm um það að hann hafi haldið út frá
blaðinu Ijótleik í hugsun og persónulegri ill-
kvititni og árásum, það verður víst hver maður
að játa, sem blaðið les frá hans ritstjórnartíð.
Og fyrir það á hann þakkir skilið, því það er
sannarlega nóg af slíku vor á meðal, þó að þeir
sem opinherlega tala, séu ekki sí og æ að ota
þeim óþverra að fólki.
Mr. Johnson fór vestur til Edmonton í gær,
þar sem framtíðarheimili hans verður.
n.
Nýi ritstjórinn
er Gunnlaugur Tryggvi Jónsson, sem margir
Vestur-lslendingar kannast við frá þeim tíma,
sem hann hafði ritstjóm Heimskringlu á hendi
áður. Að vísu er hann eldri að árum nú, en
hann var þá, en þó virðist svo sem fyrsta blaðið
er frá honum kemur heri þess ekki vott, að hann
hafi þroskast jafn mikið að vi^ku sem aldri.
I hlaði þessu eru tvær greinar, báðar auð-
f-jáanlega eftir ritstjórann, sem á sér hera blæ
gapasikapar og strákslegrar keskni.
Önnur þeirra nefnist “Liberal stefnuskráin
nýja” og hin “sjálfstæðisyfirlýsing Norris”.
m.
Stefnuskrá Liberala.
Þes'sa grein sína hyrjar nýi ritstjórinn með
því að segja, að frjálslyndi flokkurinn hafi
komið í molum til Ottawa og farið þaðan aftur
í molum.
Fyrri staðhæfingin um það, að frjálslyndi
flokkurinn hafi verið “í molum”, eins og rit-
stjórinn segir, er ekki rétt, heldur var hann
klofinn. Og það var einmitt til þess að þetta
flokksþing var haldið, að sameina þessar tvær
hliðar — þessa tvo flokka frjálslyndra manna,
'sem báðir vildu það sama, þráðu það sama —
frelsi og framfarir Iands og þjóðar. Þrátt fyrir
það, þótt þá hafi greint á um herskyldulögin frá
1917. Það er því snefill af sannleika í því hjá
nýja ritstjóranum, að þeir hafi komið á flokks-
þingið klofnir. — Ekki klofnir út af stefnuskrá
frjálsljmda flokksins að því er snertir framtíð-
armál canadisku þjóðarinnar, heldur að eins út
af afstöðu sinni til herskyldulaganna, eins og
fram hefir verið tékið. — En það atriði var lið-
ið hjá, og kringumstæður þær sem gjörðu þau
lög nauðsynleg voru sem betur fór ekki lengur
þröskuldur í vegi þess, að allir frjálslyndir
inenn í Canada gætu tekið saman höndum til
þess að vinna að frelsi og frarnförum lands og
þjóðar.
Síðari staðhæfingin um það, að flobksmenn
hafi einnig verið í molum, þegar þeir fóru af
flokksþinginu er nokkuð einkennileg. Og mætt-
um vór spvrja hvaðan ritstjóranum komi
sú vizka? Ekki frá mönnum þeim, sem á þing-
inu voru, því 'þeira kemur öllura saman um að
þaðan hafi allir farið í sátt og samlyndi og ein-
huga í því að berjast hlið við hlið fyrir frjáls-
lyndu stefnunni. Ekki heldur frá fréttaritur-
um þeim, sern frá tíðindum sögðu af þinginu,
því oss vitanlega hefir enginn einasti þeirra
haldið þessari staðhæfingu ritstjórans fram.
Því þó að suma þeirra hafi langað til að færa á
verra veg verk og framkvæmdir þingsins, þá
höfðu þeir þó svo mikið af velsæmistilfinningu,
að þeir veigruðu sér við að segja ósatt og vísvit-
andi að draga fólk á tálar í samhandi við verk
og framkvæmdir þingsins.
Vér getum því ekki séð, hvaðan að ritetjóra
Heimskringlu kemur þessi vizka. Því hún er
algjörlega í mótsetning við sannleikann, því
þingheimur ailur fór í sátt og samlyndi af
flokksþinginu. — En svo er maðurmn máske
aðeins að þjóna lund sinni.
Annað atriði er það í þssari grein, sem þarf
að benda á, og það er þar sem ritstjórinn er að
tala um stefnuskrá þá, sem samin var á flokks-
þinginu. Um hana segir hann að hún hafi sýni-
lega verið samin í þeim tilgangi einum, að kasta
ryki í augu almennings.
Dálaglegur vitnisburður þetta. Að leiðandi
menn frjálslynda flokksins í Canada frá öllum
pörtum ríkisins, á annað þúsund að tölu, hafi
farið til Ottawa á þing flokksins, í þeim einum
tilgngi að kasta ryki í augu þjóðarinnar — til
þess að blekkja þjóðina. Enginn ærlegur mað-
ur á meðal þeirra, ekki einn. Allir Júdasar. sem
það eitt erindi áttu á þingið, að glepja þjóðinni
sýn. — Það virðist sem maðurinn ætli ekki að
gera hlutina kindarlega, þegar hann er seztur í
stólinn að Heimskringlu! Og má hann í þessu
tilfelli taka undir það, sem sagt er í vísu einni,
feem til varð hér í Winnipeg fyrir nokkru, og
hljóðar svo:
“Hæstur veit það herra minn
að hérna beit eg Djöfulinn.”
IV.
Sjálf’stœðisyfirlýsing Norris.
Svo heitir síðari ritstjórnargreinin frá
nýja ritstjóranum í síðustu Heimskringlu, og
er það kesknisfull árás á forsætisráðherra Mani-
'toibafylkis Mr. Norris. Er það aðallega út af
tvennu. Fyrst út af því að ritstjórinn segir að
eftir áliti margra hinna leiðandi manna flokks-
ins, þá hafi hann farið villur vegar. Er þar
náttúrlega átt við stjómmálalega villu, sem Mr.
Norris hafi lent út í.
Og hver er svo þessi villa, sem forsætisráð-
herra Manitofoafylkiis hefir gjört sig sekan í, og
sem hinum nýja ritstjóra Kringlu er svo ant
um að almqnningur komi auga á?
Hún er hvorki meira né heldur minna en
það, að forsætisráðherrann studdi herskyldu-
lögin frá 1917. — Studdi að því að þessi þjóð—
Canadaþjóðin legði fram al-la sína krasta til þess
gð stríðið ynnist.
Á þessari framkomn sinni hefir Mr. Norris
ekki heiðst neinnar afsökunar, hvorki á flokks-
þingi Liberala né neinstaðar annarsstaðar —
og oss virðist að hvorki hann né heldur að nokk-
ur annar maður eða kona, sem í það skifti og
undir þeim kringumstæðum greiddi atkvæði með
herskyJdulögunum, hafi ástæðu til þess að ásaka
sjálfa sig fyrir þá framkomu — fyrir það að
gera skyldu sína eins og þeir sáu hana og skildu
— þrátt fyrir það þótt hún, í mörgum tilfellum,
hafi hlotið að vera eins sár og spjótalög.
En til hins væri miklu meiri ástæða, að þeir
menn, sem kalla sig borgara þessa lands og sí
og æ eru að bríxla mönnum um þessa framkomu
sína, færu að skammast sín fyrir þá frammi-
stöðu.
Hitt atriðið í sambandi við Norris forsæt-
isráðherra er brígslið um að hann sé eða hafi
verið þjónn eða þræll Sir Clifford Siftons.
Þetta, að þessi eða hinn sé kevptur, eða
leigður af hinum eða þessum gróðahrallsmönn-
um eða stjómmálaþjörkum, er orðið nokkurs
konar slagorð á meðal snmra manna í þessu
landi. Þeir strá þeirri hugsun út á meðál fólks,
eíns og haustvindur illgresisfræi yfir akra
manna, án þess þó að færa nokkur rök fy^rir slík-
um áburði. Án þess að vita um, hvort það í
rauninni er sannlei'kur eða lýgi, og án þess að
hugsa minstu vitund út í það að mannorð þess-
ara manna er þeim alveg eins mikils virði og
öðrum mönnum er sitt, og að það er ljótt að
ráðast á það, án þess að hafa gildar ástæður
til 'þess. En ef þær eru fyrir hendi, þá eiga peir
rnenn, sem mál sækja á hendur þeim, að leggja
þær fram og sanna þá sök. Launvíg hafa aldrei
þótt góðum drengjum samlhoðin, hvort heldur
að þau eru háð með sverði eða penna.
Molar.
“Hafðu ekki á þér heldra snið
höfðingja sem brosa.
En eru svona aftan við
æru manns að tosa.”
J. H.
I.
Fyrir nokkrum árum Heyrði eg tvo gáfaða
mentamenn úti á Islandi talast við. Umræðu-
efnið hneig að skáldsögunum íslenzku og per-
sónum þeim, sem þar eru dregnar fram á sjón-
arsviðið.
Annar maðurinn hélt fram þeirri skoð-
un, að skáldsögurnar væru ýmist herfilega ýkt-
ar, eða þá stundum heinlínis ósannar með öllu,
og máli sínu til stuðnings vitnaði hann í per-
sónugerfinga eins og Gróu á Leiti og ‘ ‘ Eirrk í;
einu kófi”, sem mönnum er að sjálfsögðu kunn- I
ur, úr sögu séra Jónasar heitins Jónassonar frá
Hrafnagili, er nefnist “Offrið”. Hann sór og
sárt við lagði, að lyndiseinkunnir líkar þeim. er
skáldin eignuðu Gróu og Eiríki, væri hvergi að
finna í íslenzku þjóðlífi þó leitað væri með log-
andi Ijósi; afskræmi þessi mundu hafa mótast
í heila höfundanna af þeirri einföldu ástæðu, að
þeir hefðu orðið óánægðir með æfina, ósáttir
við lífið sjálft, og þess vegna þurft að finna upp
eitthvað til þess að skeyta skapi sínu á.
Hinn málsaðiljinn maldaði í móinn, og kvað
adlar skáldsögur annaðhvort sannar, eða þá svo
sennilegar að það væri sjaldnast nema um ör-
stutt tímabil að ræða, þangað til þær fengi full-
komið sannindagildi. Rökstuddi hann málstað
sinn aðallega með því, að í skáldheilanum gætu
engir aðrir persónugerfingar fæðst en þeir, sem
annaðhvort væru samræmir svipum liðna tím-
ans, eða gætu að minsta kosti átt sér stað í dag-
lega lífinu og framtíðinni, — væri með öðrum
orðum sannir. Hann stóð á því fastara en fót-
unum að Gróa á Leiti hefði verið til víðar en í
skáldsögu Jóns Thoroddsens, og sama mætti
segja um “Eirík í einu kófi”. Þessi stallsyst-
kini hefðu verið og væri enn á ferðmni milli
fjalls og fjöru og hæri slúður og róg hæ frá bæ;
það væri ávalt einhverjir, að tosa aftan við æru
manns. —
Skapferlislýsingin á þeim Eiríki í einu
kófi og prestinum, er annars í meira lagi eftir-
tektaverð. Eiríkur labbar löðursveittur bæ frá
bæ, tínir saman slúðursögur og spýtir í prest-
iiin. Launin, sem Eiríkur uppsker eru þau, að
prestur lætur snara í hann vænum matarbita
og “þúar” hann, þegar engir aðrir heyra tii.
Ef langt líður á milli þess, er Eiríkur kemur á
prestssetrið, getur prestur ekki á heilum sér
tekið. Hann er hálfhræddur um að aóknar-
börnin tali illa um sig á bak, veit sig undir niðri
dálítið veilan fyrir, og til friðunar hreldri sam-
vizku, velur hann síðan Eirík í einu kófi, æfð-
asta og elzta lygarann í sókninni, til meðal-
gangara milli sín og sóknarbarnanna. Stöku
sinnum*bar það við, að sögur Eiríks voru þann-
ig búnar, að klerki lá við að vefengja gildi
þeirra, bvesti hann þá augun á fregnberann og
sagði: “Ertu nú ekki að ljúga Eiríkur?” —
Eiríkur blimskakkaði augunum á prestinu og
svaraði: “Eitthvað var það þessu lífct, ekki
var það betra.” 0g þótt undarlegt megi þykja,
þá er svo að sjá, sem klerkur hafi ætíð hlotið
hugsvölun nokkra við áréttingarnar frá Eiríki.
Hafa menn nokkuð frétt til ferða Eiríks í
einu kófi núna upp á síðkastið? Sennilega er
presturinn fyrir löngu hættur að gera sér gott
af fróðleik hans?
II.
“Skelfing er það orðið lítið, sem maður má
segja upphátt’’, hvíslaði maður einn að kunn-
ingja sínum á götuhorninu hérna um daginn.
“Segi maður allan sannlei'kann, ætla ávalt ein-
hverjir af göflum að ganga. Afvatnaðan sann-
leika þola menn vitund betur. En grímuklædd
lýgi — það er að segja ómenguð lýgi, með sann-
sögulegum blæ, fær þó yfirleitt langskárstar
viðtökumar. ’ ’
Hvort þessi ummæli eru í öllum atriðum
sannur spegill af. nútíðarafstöðu fólksins til
sannleikans, skal látið ósagt, en því miður munu
þau hafa við nokkur rök að styðjast. Það er
orðið svo dæmalaust lítið, sem segja má upp-
hátt, ef eigi á alt að fara í bál og brand. Komi
einhver sá fram í ræðu eða riti, er finnur sig
knúðan af innri hvöt til þess að segja allan
sannleikann og ekkert annað, þá er hann ofsótt-
ur vægðarlaust, og mundi sennilega sæta sömu
afdrifum og Jóhann Húss,-ef það væri ekki fyrir
þá sök, hve haktjalda-leiðin, aðferð Eiríks í einu
kófi, er orðin landlæg.
A sviði stjórnmálanna hefir fólkið verið
alið upp við hálfan sannleika eða varla það. Sá
er oft talinn slyngastur stjómmálamaðurinn,
sem lagnastur er í því að klóra yfir flokks-
brestina og forgylla lýgina í augum kjósenda
sinna.
Mér dettur oft í hug vísan hans Jónasar
Hallgrímssonar, sú, scm prentuð er hér að fram-
an, þegar eg horfi á hvalspikaða, pólitíska
spekúlanta, með rjómahros um alt andlitið,
hnegja sig fyrir “sauðsvörtum almúganum”
um kosningaleytið, en eru svo að tosa aft-
an við æm hans mestan hinn tímann, með að-
stoð Eiríks í einu kófi.
E. P. J.
Hví skyldi’ eg ei syngja þér
söngva?
Hví skyldi’ eg ei fagna þér frelsistíð
og fjörgjafi ættarlands!
og leggja evrað við óma
frá Edenskógum hins fyrsta manns?
Hví skvldi’ eg ei söng láta sál mína fylla,
er sól þín fær hnjúkana efstu að gylla
og drauma í dalina’ að leiða
um dagsverk svo ljómandi fríð?
Hví skvldi’ eg ei syngja þér söngva
þú sólfagra, nýj:a tíð!?
Hví skyldi’ eg ei fagna þér frelsistíð!
og fagna æska! með þér,
sem “nóttlaus voraldar veröld”
á vegum öllum hið fremra sér? —
IIví skyldi’ eg ei kasta burt kvíðanum þunga
og kenna nú til með þér, þjóðin mín unga?
og rétta þér hönd yfir höfin
um hljóimlöndin töfrandi fríð? —
Hví ^kyldi’ eg ei syngja þér söngva
þú sólfagra, nýja tíð! ?
Hví slcyldi ’ eg ei fagna þér frelsistíð
og fjörgjafi ættarlands!
sem vonir æskunnar elur
og eldinn kveykir í brjósti manns,
er sýnir í hýllingum hetjanna sögur
og hjalar um vaxtarskeið ljómandi fögur,
um mentunarsólskin og samúð,
er sigrar hvert hugsanastríð ? —
Hví skyldi’ eg ei syngja þér söngva
þú sólríka vonatíð! ?
S. F.
—Lögrétta.
HERMENN!
Ávísanir og víxlar, er gildi borgun og ifppbót til
hermanna í “Sterling Exchange”, verCa teknir gildir
í þessum banka fyrir $4.86 2-3. fyrir sterlingpundi8.
Vér sendum peninga fyrir hermenn hvert sem
er í Canada, þar sem vér höfum útibú, endurgjalds-
laust.
Notre Dune Ilranch—W. H. HAMIIVTON, Manager.
Sclkirk Brancli—F. J. MANNING, Manager.
^■nmniHiinwiiimnHiiitHiiHHiHniiHniiammtmiiiiHiimiiiMHHaitimiiiaiiitiHniiaiitimtnMnmrrimiw^
I The Royal Bank of Canada |
( HiífuSatóll lögglltur »25.000,000 HöfuBatðll greiddur $16.100,000 1
VarasjóCur.. $16,400,000 Total -issets over.. $460,000,000
?,iBIIII
Forseti.....................................Sir HERBERT S. UOI/T
Vara-forsetl .... E. Ij. PEASE
Aðal-ráðsmaður - - C. E NEILL
Allskonar bankastörf afgreldd. Vér byrjutn relknlnga vl8 etnstakllnss
•8a félög og sanngjarnir skllm&lar velttir. Avts&nlr seldar tll hva8s
staBar sen» er & Islandl. Sérstakur gaumur gefinn sparlrjöSslnnlögum,
sem byrja má me8 1 dollar. Rentur Iag8ar vl8 6 hverjum 6 mánuBum.
WINNIPEG (West End) BRANCHES
Cor. William & Sberbrook T. E. Thorstelmon, Manaoer
Cor. Sargont & Bevorley F. Thordarson, Manager
Cor. Portage & Sherbrook X. L. Paterson, Maneger
Cor. Main & Logan M. A. 0’Hara Manager.
IIMIIIHUmHllimiHilllWtlHllimuiHlillMllMlBiaUIUHIIIIHnillBIIIHIIIIHillllHIIllHIIUHHUHIIIIMIIIIBIHIHtllll
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiipiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii
Members Wlnnlpcg
Grain Exchange.
Members Winnipeg Grain and Produce
Clearing Assoclation.
NORTH-WEST COMMISSION CO, LTD.
Islenzkir Hveitikaupmenn
Talsími Main 2874 - 216 Grain Exchange
WINNIPEG, MANITOBA
I íslenzkir bændur!
i
Canadastjórnin hefir ákvarðað að $2.15 sé það, sem við
megum borga sem fyrirfram borgun út á hveiti í ár fyrir No.
1 Northern. Fyrir aðrar tegundir verður borgað sem ákvarðað
er. Við viljum einnig minna menn á að við fáum frá stjórn-
inni hluthafamiða (Participation ticket), sem við sjáum um að
senda hverjum einum manni, sem sendir okkur hveiti sitt.
lslendingar! Við viljum mælast til þess að þið sendið
okkur sem mest af korni ykkar í ár. Við erum þeir einu landar
sem rekum þá atvinnu að selja korn fyrir bændur gegn um-
boðssölulaunum. Við höfum ábyrgðar og stjórnarleyfi og
gjörum okkur far um að gjöra viðskiftamenn okkar ánægða.
Ef vigtarútkoma á vagnhlössum, sem okkur eru send, ekki B
stendur heima við það, sem í þau hefir verið látið, gjörum við ■
það sérstaklega að okkar skyldu að sjá um að slíkt sé lagfært.
Einnig gæti það verið peningar í yðar vasa að við skoðum 1
sjálfir kornið í hverju vagnhlassi sem okkur er sent, svo að B
rangindi við tegundaflokkun (grading) getur ekki átt sér stað. |
petta er nokkuð, sem mörg stærri félög ekki gjöra, því þau hafa
mörgu að sinna og eiga flest sín eigin korngeymsluhús, svo
það er þeirra hagnaður ef flokkunin er gjörð bóndanum í óhag. 1
petta er ætáð gott að vita, þegar maður sendir korn, að einhver
líti eftir ef óviljandi skyldi vera gjörð röng flokkun, og að 1
einhver sjái um að slíkt sé strax lagfært.
í sambandi við þær korntegundir, sem að samkepni er 1
hægt að koma að, skulum vér gjöra eins vel, ef ekki betur, en g
aðrir. peir sem vildu geyma hafra, bygg eða flax um lengri |
eða skemri tíma, ættu að senda til okkar það sem þeir hafa. 1
Við borgum ríflega fyrirframborgun og látum hvern vita um, i
þegar við álítum verð sanngjarnt.
Við þökkum svo þeim, sem að undanförnu hafa skift við p
okkur, og vonum að þeir og allir íslendingar skrifi okkur, þeg- p
ar þá vantar upplýsingar um kornverzlun. Öllum slíkum bréf- ij
um er svarað um hæl. Skrifið á ensku eða íslenzku. ,
Virðingarfylst.
Hannes J. Lindal,
Ráðsmaður.
niiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiBiiim
Andatrúin, guðspekin
og þjóðkirkjan.
Eftir Séra Sigurð Stefánsson.
Andatrúin og guðspekin eru
greinar á sama tré. Rætur þess
standa ekki í þeim jarðvegi, sem
döggvaður er af blóði Jesú Krists,
er úthelt var'til friðþægingar fyr-
ir syndir mannanna. Meiðurinn
sá þrífst betur við Endor-glætu
andatrúarinnar og hið “hvíta ljós”
guðspekinnar, en við ljós guðlegr-
ar opinberunar í Jesú Kristi. En
allra trjáa mestur á hann að verða,
og breiða limar sínar yfir allan
heiminn. Undir þeim á mannkyn-
ið að njóta andlegs friðar og hvíld-
ar eftir margra alda strit og stríð
við dýpstu gátur tilverunnar und-
ir leiðsögu kirkjunnar fyr og síð-
ar.
Undir greinum þessa nýja Igg-
drasils-asks reika spámenn anda-
trúarinnar og guðspekinnar, og
flytja heiminum nýtt fagnaðarer-
indi, sem á að endurbæta og full-
komna fagnaðarerindi Jesú Krists,
eða koma í staðinn fyrir það.
Leyndardómar kristnu trúarinnar
eiga smámsaman að hverfa fyrir
rannsóknum mannsandans, eins
og næturþoka fyrir hinni upprenn-
andi sól. Mannkynið á þegar
hérnamegin við landamæri eilífð-
arinnar að sjá nýjan himinn og
nýja iörð.
Hið endurbætta faenaðarerindi
þessara spámanna hefir það sam-
eiginlegt að neita guðdómi Krists,
og gjöra hann jafnvel að andatrú-
ar-miðli og guðspekingi, og sem
slikur er hann þeim hugðnæm per-
sóna, enda kannast þeir líka við
hann sem óvenjulega góðan og
vitran mann. En kirkjuna áfell-
ast þeir þunglega fyrir skilnings-
leysi hennar og misskilning á lífi
og persónu Krists, og telja því
fagnaðarerindið, eins og hún hefir
flutt og flytur enn í dag, afbakað
og affært, enda sé kirkjuna nú að
daga uppi í dagrenningu þessara
nýju opinberana, og hún að verða
að andlegum steingerfingi á rúst-
um úreltra kenninga.. Upp úr
þessum kenningarrústum þykjast
spámenn andatrúarinnar hér á
landi vera að grafa “andlega dýr-
gripi”^ svo sem eilífðarvissuna,
þekkinguna á veruleik annars
heims, vitneskjuna um framhald
lífsins eftir dauðann, ábyrgðina,
sem fylgir þessu lífi, og óhaggan-
lega sannfæringu um, að tilveran
lúti óendanlega góðu og ástríku
valdi.
Ef þessir andlegu dýrgripir
hefðu verið svo fólgnir fjársjóðir
í jörðu fyrir mannkyninu, þar til
andatrúin flutti þá fram í dags-
birtuna, þá mætti vissulega segja
að hér væri um nýtt fagnaðarer-
indi að ræða, sem mannkynið fengi
andatrúarmönnum aldrei fullþakk-
að. En þessu víkur nokkuð öðru-
vísi við. Á mörgum stöðum í
Gamla testamentinu og næstum á
hverri blaðsíðu í Nýja testament-
inu, blasa þessir sömu dýrgripir
við sjónum kristinna manna, og
kirkjan hefir frá öndverðu haldið
þeim á lofti í kenningu sinni, sem
einum dýrustu perlunum í fagnað-
arerindi Jesú Krists, og síðan hafa
þeir verið meðal hinna dýrmætustu
huggunargreina þess, öllum trú-
uðum lærisveinum hans.
En nú eiga þeir að vera grafnir
upp úr kenninga-rústum kirkj-
unnar.
/