Lögberg - 04.09.1919, Blaðsíða 1

Lögberg - 04.09.1919, Blaðsíða 1
SPEIRS-PARNELL BAKINGCO. ábyrgjast yður fulla vigt, beztu vörur fyr- ir lœgsta verð sem verið getur. REYNIÐ ÞAÐ! TALSÍMI: Garry 2346 - WINNIPEG Það er til myndasmiður í borginni W. W. ROBSON 490 Main St. - Garry 1320 32. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 4. SEPTEMBER 1919 NUMER 36 Helztu Viðburðir Síðustu Viku Canada Til vandræða horfðist fyrir þeim, sem aldinarækt stunda í British Columbia sökum sykurleys- is. peir gátu hvorki soðið niður ávexti sína sjálfir né selt þá til niðursuðu, sökum sykurskorts. En úr þessu hefir nú raknað. Sykurverksmiðjueigendur í austur Canada hafa lofað að selja þeim eins mikinn sykir og þeir þurfi til þess að sjá uppskerunni borgið. Indíánar þeir er Iroquois kyn- þættinum, sem búsettir eru að Lake of Two Mountains í Quebec fylkinu hafa gjört kröfu á hendur New Ýork ríkinu um borgun á stórri peningaupphæð. pessa kröfu sína byggja þeir á sérstök- um lögum frá 1841, og er í þeim tekið fram að New York ríki eigi að borga Iroquois Indíána- flokknum $4,665 ásamt vöxtum árlega, og er það borgun fyrir land, sem níkið keypti af þeim. Hermenn sem heim eru komnir úr stríðinu hafa lagt inn formlega klögun út af meðferð á föngum eða réttara sagt sjúklingum á vit- skertra hælinu í Hamilton, Ont. Og hefir yfirumsjónarmaður þeirra stofnana þar í fylkinu, Mr. Dunlop farið fram á að málið sé grandgæfilega rannsakað. Verkfalli því, sem vofði yfir að allir þeir gerðu, sem vinna við Welland skipaskurðinn í St. Chatherines í Ontario hefir verið afstýrt. Stjórnin bauð að færa vinnutíma fólksins niður í átta stundir á dag og varð það að sam- komulagi. Dominion stjórnin hefir skipað nefnd manna til þess að hafa eft- irlit með vegagjörðum í sambandi við fé það, sem stjórnin hefir veitt til þeirra þarfa. í nefnd þeirri eru, auk járnbrautarmálaráðherra Dominion stjórnarinnar C. A. Magrath frá Ottawa, J. P. Mull- arkey frá Montreal og R. Home Smith frá Toronto. Safnaðarfulltrúar í Presbjrteri- an kirkju einni í Hallville í Dun- das héraðinu í Ontario hafa sett hrfcyfimyndatæki í kirkjuna til þess að sýna þar hreyfimyndir. Sagt er að þeir hafi áformað að sýna kvikmyndir við kveldguðs- þjónustur framvegis. Nefnd sú sem stendur fyrir raf- urmagns framleiðslu með vatns- krafti í Ontario hefir sent bænar- skrá til Dominion stjórnarinnar, þar sem þess er farið á leit að stjórnin greiði nefndinni $4,982,- OOO fyrir auka útgjöld, sem nefnd- in hafi orðið fyrir sökum stríðsins. Dominion stjórnin hefir numið úr gildi um stundar sakir innflutn- Ingsleyfi á nautgripum frá Evrópu. Orsökin er sú að veiki hefir borist út í fótum og munni gripa í Kingsbury og í Warwick- shire á Englandi. Tveir ráðherrar frá Ottawa, Hon. Arthur Meighen og Hon. J. A. Calder, eru að ferðast um vestur Canada til þess að kynna sér ástand manna í þeim héruð- um, þar sem uppskerubrestur hefir verið. Nefnd manna hafa Menonítar sent til Ottawa til þess að útvpga fararleyfi fyrir Menoníta frá Canada til Argentina. Búist er við útflutningi þess fólks frá Canada í stórum stíl í nálægri framtíð. f dómsúrskurði sem að járn- brautamálanefnd ríkisins hefir nýlega birt í Ottawa er tekið fram, að allir tal- og ritsímavírar eigi #ð vera neðanjarðar í öllum þétt- bygðum og stórum bæjum. Félag með 2,500,000 höfuðstól er nýmyndað í Canada og heitir Handley-Page Ltd. Félag þetta ætlar að smíða flugvélar. Verk- smiðja þess og skrifstofa verða í Morrisburg, Ont. Bændafélagið I Ontario hefir ákveðið að fá menn úr sínum flokki til þess að sækja um fylkis- þingskosningu í austur, mið og vestur Simcoe kjördæmunum. f júlí mánuði voru gjörð sjötíu og þrjú verkföll í Canada. í þeim tóku 35,696 manns þátt, sem að mistu um 561,010 dagsverk. í North Brook héraðinu í Ontario hafa sléttueldar gjört allmikinn skaða á húsum manna og heyjum. 101. aldursafmæli hélt Mrs. John Pirier í vikunni sem leið. Gamla konan er enn á ferli og ern vel. Ottawa stjórnin hefir tilkynt landverzlunarmönnum að engin sölulaun verði borguð á löndum, sem seld eru til hermanna. Bretland Óánægja allmikil á sér stað meðal canadiskra herforingja, sem sýndu framúrskarandi hæfi- leika í stríðinu, út af samþykt Canadaþingsins um að hafna brezkum nafnbótum, því mörgum þeirra standa þau til boða, en lög- in banna þeim að þiggja. í ræðu sem Joseph Derlin, Nationalista þingmaður frá Bel- fast hélt í Bleck Rock á írlandi, hélt hann því mjög einarðlega fram að írar ættu að sameina sig um Nationalista stefnuna, í stað Sinn Fein stefnunnar, að því er sókn þingfunda í brezka þinginu snertir. Bandaríkjamenn, búsettir á brezku eyjunum, hafa ákveðið að skjóta saman fimm miljónum dala, og afhenda féð í viðurkenningar- skyni brezkum sjómönnum, og er það tíundi hluti upphæðar þeirrar, sem Ameríkuþjóðin hefir einsett sér að ná saman í þessum tilgangi. Umtal hefir orðið allmikið í ensku blöðunum um það, sem þau nefna ókurteisi við Gen. Sir Arthur og er hún í því fólgin að honum var enginn sérstakur sómi sýndur við burtför hans frá Englandi. Sunny fiskur, sem vigtaði 640 pund, veiddist í Kilbraiman firð- inum á Skotlandi. Sá stærsti fiskur sem menn vita til að veiðst hafi við strendur Skotlands. pessi fiskitegund, sem er alþekt er svipuð Mackerel og af sama kyni pað er allmikið af fiskitegund þessari í Miðjarðarhafinu og þar hafa Sunny fiskar oft veiðst, sem vigtuðu 1000 pund. Ákveðið hefir verið að láta dóm- stólana á Bretlandi skera úr því hvort að stjórnin hafi rétt til þess að takmarka innflutning á vörum þeirra manna, sem að brezka stjórnin eða brezka verzlunarsam- kundan hefir veitt leyfi til þess að verzla á Bretlandi. Sir John Simon fyrverandi dómsmálastjóri Breta sækir málið. Hiti allmikill var í Lundúnaborg í vikunni sem leið, og þótti fólki óhægt um hreyfingu úti. En þó að fullorðna fólkið vildi hafa hægt var um sig, þá kærði unga fólkið sig ekki svo mjögö um það. Á torgi því sem heitir Trafalgar Square a stendur standmynd af Nelson og fleirum. par er og gosbrunnur afar stór og skál mikil úr cement- steypu umhverfis, og er hún altaf full af vatni. Drengjum sem þarna voru að pínast af hitanum datt það ráð í hug að fara að baða sig í skálinni, og á svipstundu voru strákar svo hundruðum skifti komnir ofan í vatnið. — pó þetta sé í hjarta borgarinnar létu lög- regluþjónarnir sem þeir ekki sægju hvað strákarnir höfðust að. sjón lafði Drummond að sjá cana- diskum hermönnum sem í Lund- únum voru í fríum sínum fyrir fæði og húsnæði, hefir nú verið lokað. Stjórnin á Bretlandi hefir lýst yfir því að sökum hryðjuverka og manndrápa, sem átt hafi sér stað Care héraðinu á Irlandi, þá hafi allur Sinn Fein félagsskapur ver- ið bannaður í því héraði. Labor Gazette, sem er gefið út undir umsjón verkamálaráðherr- ans brezka, segir að aldrei í sögu stríðsins hafi dýrtíðin þrengt eins tilfinnanlega að eins og nú, né heldur hafi hún náð hámarki. Seg- ir hann að nauðsynjar almennings hafi hækkað um 117% síðan 1914. Brezka stjórnin hefir boðið út smíði á 3,200 íveruhúsum og eiga ^au að kosta £2,300,000, sem gerir $11,500,000. Stjórnin á Bretlandi hefir boðið £64,000 verðlaun fyrir loftfar, sem traustast er og öruggast í ferðum undir öllum kringumstæðum og mönnum óhultast. Daglegum ferðum í loftförum á milli Lundúnaborgar og Parísar- borgar verður komið á innan lítils tíma. Flytja skipin farþega, vör- ur og póst. Safn, af medalíum, sem brezk- um sjómönnum hafa verið veitt- ar og var eign Marquisins frá Milford Haven, áður Prins Louis frá Battenberg, var selt á opinberu uppboði í Lundúnaborg. pær voru 199 að tölu og seldust allar á £7,100. Sú sem hæstu verði náði var frá árinu 1580 og svo sagt frá henni á söluskránni: “Sjóferð Sir Francis Drake 1580.” petta var dálítil plata og var austurálfan grafin á aðra hlið hennar en vest- urálfan á hina, og minti svo átak- anlega á hina alkunnu og nafn- frægu ferð Sir Francis Drake í kringum hnöttinn. Plata þessi eða medalía seldist á $1,175. Fjór- ar aðrar medalíur af sömu tegund eru til svo menn vita, tvær eru á jjóðminjasafni Breta, afkomendur Sir John Evans eiga eina og ein er geymd hjá afkomendum Drake sjálfs að Nutwell Court, Devon- shire. Drengur einn féll fram af North Foreland hömrunum í Lorset á Englandi. Hamrar þessir eru 300 feta háir og þverhnýptir. Dreng- urinn datt fram af brúninni og féll alla leið niður á jafnsléttu, án >ess að meiða sig hættulega, og má það furðu sæta. En slíkt hef- ir komið fyrir áður, það var árið 1892 að ellefu ára gömul stúlka féll fram af hæstu brún hamranna og niður á jafnsléttu, 380 fet, án ?ess að bíða bana af eða ólækn- andi meiðsli. Hinn nafnfrægi sáralæknir Sir Frederick Treves staddur á ströndinni fyrir neðan hamrana og veitti henni þá hjálp, sem hægt var að veita þar staðnum. Sagði hann að það sem bjargað hefði lífi stúlkunnar hefði verið það að hún féll með bakið að hömrunum og að fötin hefðu fest við og við á bergnibb- um, og að það hefði dregið úr fall- þess að fá tækifæri að selja vín. pað hlýtur því að vera arðsöm at- vinna vínsalan á írlandi. Bandaríkin inu. Á staðnum þar sem stúlkan kom niður stendur spjald með þess- ari áritan: petta er staðurinn, sem E. H. L., ellefu ára gömul, kom niður á, þegar hún datt fram að hömrunum og féll niður 380 fet. Fyrverandi borgarstjóri í Ports- mouth, Thomas Hampson, var dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir að draga undir sig $112,925, með því að selja gamlan kopar, sem Vulcan Motor Engeneering félagið átti, sem Mr. Hampson var forseti fyrir. Tveir menn voru í vitorði með honum, fékk annar þeirra, David Purves 75 ára að aldri, fimm mánaða, en hinn John Homar 48 ára, sex mánaða fang- elsi. prjú tóuskinn silfurgrá að lit keypti brezkur herforingi í Archangle á Rússlandi fyrir sex flöskur af brennivíni. pegar hann kom með þau til Lundúnaborgar voru honum boðnir $2500 fyrir þau. En hann hafnaði boðinu. Samkvæmt yfirlýsingu frá beilsu og hreinlætisráðherra Breta verður skoðun á útlendingum sem koma inn í landið miklu strangari en verið hefir, og hreinlætis kröf- ur harðari. Sir Robert Stevenson Horn verkamálaráðherrann brezki hefir lýst yfir því að stjórnin vonist eft- ir að geta lagt fyrir næsta þing lög um ábyrgð gegn atvinnuleysi, Til þess að vera málsvarar B^et lands á þingi verkamanna, sem haldast á í Washington í október n. k. hafa verið kosnir þeir George Barnes og Sir Malcom Delevigne, Klúbb þeim í Lundúnum, sem nefnist Maple Leaf Club, og sem til þess var myndaður undir um- frá $32,000 og ofan í $20,000, til Forseti Bandaríkjanna hefir lýst yfir því, í nefnd þeirri sem hefir utanríkismál þjóðarinnar til meðferðar í öldungaráðinu, að Bandaríkin hafi ekki afsalað sér skaðabóta frá pjóðverjum fyrir að sökkva skipinu Lusitania. En að skaðabætur þær, eins og allar aðr- ar væru í höndum nefndar þeirr- ar, sem falið hafi verið af friðar- þinginu að ákveða um allar skaða- bætur, sem borgast eiga í sam- bandi við stríðið. Bandaríkjamaður að nafni Leroy 'Jeffers, sem er alþektur fyrir framúrskarandi frækleik að klifra í björg og hamra, afkastaði því þrekvirki að klifra upp á tind Moran fjallsins í Yellowstone Park. Fjall það er 12,809 fet yfir sjávarmál. Álitið var að því nær ómögulegt mundi að komast upp á fjall þetta, því þegar uppeftir því kemur eru þverhnýptir hamrar alt í kring á fjallinu. Margir höfðu reynt að komast upp hamrana, en engum tekist fyr en nú að Leroy Jeffers tókst það. Átta félög, sem selja matvöru í Bandaríkjunum, hafa verið fund- in sek af kviðdómi fyrir að óhlýðn- ast lögunum um frjálsa verzlun með J?ví að setja lágmarksverð á vörur sínar. Á meðal félaganna sem sek voru fundin eru hið svo nefnda Rock Island Butter Co. í Toledo, Ohio. 1 sambandi við tilraun stjórnar- innar til þess að lækka verð á nauðsynjum manna í Bandaríkj- unum, þá hefir dómsmálastjórinn farið þess á leit við þingið að það breyti eða auki við vistalögin nýju ákvæði, að þeir scm verði sannaðir að sök í því að selja vörur sínar með ósanngjörnu verða, eða hindra það að verð á nauðsynjum komi niður, fái duglega refsingu — minst $5000 sekt og tveggja ára fangelsisvist. 1 síðustu viku gjörðu umboðs- menn stjórnarinnar 2,500,000 egg upptæk, ásamt feiknum öllum af niðursoðnum matvörum, sem þeir fundu í vörugeymsluhúsum í Tampa Fla, Chatanooga, Tenn. Og svo hefir mál verið höfðað á móti eigendum Portland Cement félagsins og öllum þeirra mörgu félögum, sem eru nærri því eins mörg og smáfélög eða angar Standard olíufélagsins, og voru þeir kærðir fyrir að fótum troða hin svo kölluðu Sherman lög. En ?að eru lögin sem vernda frjálsa verzlun innan Bandaríkjanna. Menn mun reka minni til þess að þegar Wilson forseti Bandaríkj- anna sat á friðarþinginu í París, ->á bað hann þjóðþing Bandaríkj- anna að veita $100,000,000 til þess að hjálpa nauðstöddu fólki í Evrópu. Utanríkismálanefnd öld- ungadeildarinnar hefir nú krafið forsetann reikningsskapar á því, hvernig að þeirri upphæð hafi ver- ið varið. John Tainer frá Cleveland, Ohio var á ferð ásamt konu sinni, fjór- um sonum og einni dóttur og þurfti að keyra yfir New York Central járnbrautina, en gætti ekki að því að eimlest kom á brun- andi fart eftir brautinni, rakst á vagninn sem Tainer’s fjölöskyldan var í og molaði hann, og biðu hjón- in og öll börn þeirra bana af. Cathleen Vanderbilt hefir höfð að hjónaskilnaðarmál á móti manni sínum miljónamæringnum Reginald C. Vanderbilt í New Ýork. Frúin gefur sem ástæðu að Vanderbilt hafi ekki lagt sér til lífeyri, né heldur skeytt neitt um sig í fimm ár. 000 pund af sykri og svo miljónum punda skiftir af smjöri og osti, sem geymt var þar í vöruhúsum. Aðstoðarmaður utanríkisráð- herra í Japan K. Shidehara, hefir verið skipaður sendiherra Japana í Washington í stað Viscount Ishi. Kona að nafni Augusta Metz í Buffalo hefir meðgengið að hún hafi skotið mann sinn Vilbur Metz vélafræðing. Konan þóttist ekki hafa nógu mikla peninga með höndum. peir sem best þekkja aðstöðu öldungaráðsins segja að meiri hluti þess sé eindregið með því að athugasemdir séu gjörðar við fjög- ur atriði í friðarsamningunum. Um samþykt utanríkismálanefnd- arinnar að fella burt úr samning- unum orðið “Shantung”, sem er hið sama og neita að samþykkja ákvæði friðarþingsins um að veita Japönum þau réttindi sem pjóð- verjar höfðu í Shantung — en það var verzlunarleyfi í Shantung fylkinu til 99 ára, rétt til þess að byggja járnbrautir og hagnýta sér hlunnindi fylkisins bæði á sjó og landi. Um afdrif þeirrar breytingar nefndarinnar er sagt að sé mjög vafasamt, þegar hún verður lögð fram í öldungaráðinu. Sagt að alt velti þar á fjórum at- kvæðum sem báðir flokkar telji sér, en enginn viti hvernig falla muni. Nýr stjórnmálaflokkur í Banda- ríkjunum hefir áformað að halda þing mikið í St. Louis í desember í haust. Til þess er boðað af þeim mönnum, sem nefna sig “Liberals”. En það eru þeir menn, sem óá- nægðir eru innan gömlu stjórn- málaflokkanna og halda því fram, að sömu hugsjónirnar vaki nú fyrir Republican og Democrata flokkunum. iandi gjörði áhlaup á her Bolshe- viki manna og gjöreyddi allmörg- um hersveitum fyrir þeim. Aðmíráll Saito, fyrrum sjóflota ráðherra í Japan hefir verið skip- aður landstjóri í Korea. Á þingi Argentínu hefir komið fram frumvarp, sem, ef samþykt verður, leggur skatt á alla útlenda banka í landinu sem nemur 20% af ágóða þeirra. Hinn nýi lýðveldisforseti Finn- lands Kaarlo Just Stahlberg, hef- ir tekið að sér að vera hermálaráð- herra í stjórn landsins. Alfonso Spánar konungur hefir samþykt lög, sam gefur þjóðinni fult vald til þess að gjörast með- limur i þjóðasambandinu. Látinn er forsætisráðherra sam- einuðu fylkjanna í Suður Afríku, hershöfðingi Louis Botha. Hann var nýkominn heim frá friðarþing- inu, lagðist í Influensu og dó. Frá öðrum löndum. Nýlega var umboðsmaður stjórn- arinnar að athuga bænarskrár um vínsöluleyfi og breytingar á vín söluleyfinu í Dublin á írlandi, og kom þá í ljós að nokkur vínsölu- leyfi höfðu skift um eigendur. Stjórnin samþykti breytingarnar, en eftir þeim prísum að dæma sem borgaðir eru er vínsalan arðvæn leg á Irlandi. Eigandaskifti urðu á leyfi að 1, 2, 3 Parkgate St., og borgaði nýi vínsalinn $44,000 fyr- ir tækifærið. Enn fremur urðu- eigandaskifti að 44 Ballybough og borgaði nýi veitingamaðurinn þar $40,000. Og margir borguðu pingið í Washington samþykti að nema úr gildi fljóta tímann, sem þar hefir verið notaður í sum- ar og kvað svo á að hann skyldi deyja náttúrlegum og hægum dauða 1. október n. k. Forseta Bandaríkjanna líkaði þetta ákvæði illa og hélt að þjóðinni mundi gera það líka og ónýtti lögin. Nú hafa báðar málstofurnar samþykt þessi lög á ný og ónýtt ákvæði forsetans Boston hefir auðsjáanlega ætl- að að byrgja sig vel upp með vista forða, því að umboðsmenn Banda ríkjastjórnarinnar hafa tekið 14, 000,000 kassa af eggjum, $5,000, Aldarfj ór ðungsaf mæli Dr. theol. Jón Helgason biskup, embættismaður í 25 ár. Síðastliðinn miðvikudag (31. júlí) voru liðin 25 ár siðan dr. Jón Helgason var skipaður kennari við prestaskólann í Reykjavík og hef- ir hann verið starfandi embættis- maður í landinu síðan. Dr. Jón má eflaust teljast mest- ui eljumaður allra starfsmanna hinnar íslenzku kirkju og bezt mentaður. Að afloknu kandídats- prófi í Kaupmannahöfn dvaldi hann um hríð við háskólann í Er- langen í pýzkalandi, er þá var tal- inn einn með beztu guðfræðinga- skólum meðal lúterskra þjóða. Hafði hann því fengið góðan und- irbúning undir kennarastarf sitt og hann var einn þeirra manna, sem alt af halda áfram að læra. pegar pórhallur heitinn Bjarna- son varð biskup, tók dr. Jón við lektorsembættinu og við fráfall herra pórhalls, varð hann biskup. Afkastamaður er biskupinn með afbrigðum, og liggja mikil störf eftir eigi eldri mann. Af nýrri rit- um hans er “Almenn kristnisaga” merkust, og tók hpnn að semja hana, er hann hafði tekið við kirkjusögukenslunni í prestaskól- anum, er fyrirrennari hans í lekt- orsembættinu varð biskup. Guðs- þjónustum hélt dr. Jón uppi hér í dómkirkjunni lengst af meðan hann var docent. Á þeim árum gaf hann sig einnig mjög að málara- list og hefir hann einkar glögt listamannsauga. pá er og hin af- armikla þeldcing biskupsins á sögu Reykjavíkur að fornu og nýju enn eitt dæmi þess hve fjölhæfur mað- ur hann er. Með dr. Jóni fluttust nýjar skoð- anir og ný stefna inn í íslenzka kirkjulífið. “Nýju guðfræðinnar” mun aldrei minst svo, að eigi verði hans minst um leið. Hann er for- vígismaður þýzku rannsóknar- stefnunnar hér, á landi og hefir haldið uppi vörnum fyrir hana. Má óefað þakka honum það, að nú er meira rætt, ritað og hugsað um trúmál en verið hefir um langan aldur. Biskupinn er enn maður með fullum lífskrafti, svo vonandi á hann margt eftir ógert enn þá. —Morgunbl. Minni íslands. pjóðverjar gjörðu áhlaup á suð- ur Silesia í vikunni sem leið, hröktu Pólverja til baka og tóku tvo bæi innan landamæra þeirra. Með þessi málalok voru Pólverjar óánægðir, tóku sig saman og fóru að pjóðverjum og ráku þá til baka yfir landamærin og tóku tvo bæi æirra megin við þau og halda óeim. Stjórnin í Japan hefir tilkynt Kolchak stjórninni í Síberíu að stjórnin í Japan geti ekki orðið við ?eim tilmælum Kolchak að senda honum nokkrar fylkingar her- manna á móti Bolshevikimönnum. Prins Feisal, sonur konungsins í Hedjas, sem er stór óánægður með ákvæði friðarþingsins að því er þau snerta Persiu og Syriu, er farinn til Parísarborgar til þess að halda áfram verki sínu sem formaður sendinefndar Araba á friðarþinginu. Karl Radek, aðal talsmaður Bolsheviki manna á pýzkalandi, sem að undanförnu hefir verið í Moabit fangelsinu 1 Berlín, hefir verið látinn laus og ákveðið að gjöra hann landrækan. Uppskera á pýzkalandi liggur undir skemdum sökum stöðugra rigninga seinni part sumars og svo einnig sökum eklu á verka- mönnum. Samkomulag er komið á milli Grikklands og ítalíu í sambandi við kröfur þeirra til eigna og yfir- ráða í Litlu Asíu. 1 samningi þeim er tekið fram að ítalía skuli fá Meandre ár dalinn og frían að- gang að Smyrna höfninni. Tilraun var gjörð til að flytja 20,000,000 mörk út úr pýzkalandi til Sviss, til þess að koma pening- um þeim undan ákvæðum laganna. Menn voru fengnir til fararinnar. peir komust klaklaust á stað með féð með eimlest, og þóttust víst hafa komið ár sinni vel fyrir borð. Eimlestin þaut áfram með feikna hraða og bar þá óðfluga að landa- mærunum, og undir eins og þeir kæmust yfir þau, var öllu borgið, — Nokkru eftir að mennirnir fóru með lestinni, komust yfirvöldin á snoðir um hvað á seiði væri og sendu lögregluþjóna í loftfari á eftir listinni. peir náðu henni áð- ur en hún komst yfir landamærin, tóku mennina og féð og fóru með hvorttveggja til baka. Á þjóðminningardag Islendinga 2. ágúst 1919 í Árborg, Man. Eftir Dr. S. E. Björnsson. Til íslands leitar hljóður hugur minn, um horfin ár í barnsins leik og söng — þau ár er liðu unaðs'blíð og löng sem indælt vor með sólarbros á kinn. Mér hljómar ennþá svanasöngurinn; og sól um nætur skín mér enn sem þá: og ennþá leikur lítill drengurinn við lömbin sín, svo fótalétt og smá um árdagsstund; með æskudagsins unga þrá. Við ránar spil þú undir öld og dag að ósi fram þú sendir fossins nið, um sumardag við sumarfugla klið í sorg og gleði, átt þú fegurst lag. Mitt land, mitt land, þú bindur þínum brag — í barnsins sál, þitt sterka feðra mál, sem ástkær móðir blessi barnsins hag þú býður oss að göfga líf og sál við eld þíns fjalls við ós þíns hafs við orðs þíns stál. pví gleymum ei, að Islands tungutak á tign í landsins sögu, frægð í list. Er blærinn hlær við kvak á laufgum kvist og kveður foss við ljóssins vængjablak. í frið og kyrð; við eldsins ógn og brak: Við ís og glóð, í Heklu jötunmóð, er íslenzk rödd; — þó ljúf sem lóu-kvak, sem leiki blær við gígjustrengsins óð. pví lifi ísland! íslenzkt mál og íslenzk ljóð. Til íslands. / Her sá sem sækir á móti Bolshe- viki mönnum í norðvestur Rúss- pú heillar mig, ísland, sem aldrei eg sá, í úthafsins fjarlæga straumi, og ískrýndu fjöllin þín, öræfin há hve oft hef eg litið í draumi. Eg siglt hef með Ingólfi að ónumdri strönd og eldmerkt og hringgengið sólfögur lönd. Eg elska þig, fámenna, þrautseiga þjóð, af þrekmennum fortíðar alin. pú fluttir þín rímsnjöllu, rómsterku ljóð í ránshöndum níðinga kvalin, þú geymdir mér arf þann sem göfugri er og gullinu þarfari og hjartkærri mér. Vér börn þín á vestrænni, vínlenzkri grund, sem vöxum í Stórbretans skjóli, eg vona, þótt ferðumst vér frá þér um stund á forlaga veltandi hjóli, að skyldleiki andans, vort bróðernis band það bindi’ okkar strandir við feðranna land. Frá vestri til austurs skal hraðfleygur heim vor hugur til upphafs vors keppa. Og hlutdeild í andlega arfinum þeim er óráð og skammsýni að sleppa, því ljós skín í austri yfir landi og lýð, sem lýsir í vestri í komandi tíð. Vor íslenzka tunga, af alhug eg bið, \ og óska þér gengis og þrifa, svo lengi sem framför er mark vort og mið að megirðu hjá okkur lifa. Ó, frelsisins mál! þú skalt færa’ okkur dug því feðranna sálir þú geymir, og hug. 2. ágúst 1919. S. E. Einarsson.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.