Lögberg - 04.09.1919, Blaðsíða 2
Bls. 2
LÖGBERG, FiaíTUDAGINN 4. SEPTEMBER 1919.
Copenhagen
Vér ábyrgj-
umst það að
vera algjörlega
hreint, og það
bezta tóbak í
heimi.
Ljúffengt og
endingar gott,
af því það er
búið til úr safa
miklu en mildu
tóbakslaufl
MUNNTOBAK
Minni Canada.
Ræða, sem Sigtryggur Jónasson
flutti á íslendingadags-samkomu
í River Park, Winnipeg, 5. ágúst
1919.
Herra forseti! Heiðruðu tilheyr-
endur!
Eins og auglýst hefir verið í
blöðunum, hefir hin heiðraða
nefnd, er stendur fyrir íslend-
ingadags-samkomu þessari, sýnt
mér það, traust og veitt mér þá
virðingu, að fela mér að mæla fyr-
ir minni Canada — fósturlandi
mikils meiri hluta allra Vestur-
íslendinga. Eg veit ekki hvort
mér tekst að fullnægja vonum
nefndarinnar um boðlega ræðu,
en eg skal reyna að verðskulda
traust hennar — þótt veðrið virð-
ist hafa gert samsæri gegn mér,
og ef til vill fleiri ræðumönnum.
Eg get, að minsta kosti, gert tvent
í þessu efni: látið ræðuna ekki
vera alt of lqnga, og tala ekki
mikið af mér, eins og menn segja.
Mér er ljúft að mæla fyrir
minni Canada, og eitthvað ætti eg
að hafa að segja um landið og
íbúa þess, því lifi eg til 12. næsta
mánaðar, verða liðin 47 ár frá því
eg fyrst setti fót á canadiska
grund — í Quebec, árið 1872 — þá
liðlega tvítugur að aldri. Og með
því að eg hefi átt heimili í þessu
landi stöðugt síðan, á Canada nú
r.okkuð meira en tvo þriðjunga í
r.iér, auk þess að hér hefi eg eytt
beztu starfsárum æfi minnar. Svo
framarlega sem eg veit, er eg
fyrsti fslendingurinn sem tók sér
bólfestu í Canada; og það er ekki
ólíklegt, að saga landa minna í
heimsálfu þessari hefði orðið tals-
vert á annan veg, ef eg hefði ekki
1 byrjun sezt að í Canada (í On-
tario-fylki), heldur fárið til Banda-
ríkjanna (Wisconsin) eins óg þeir
5 landar, sem komu frá íslandi
sama sumarið (1872) og sem eg
tel. fyrstu reglulegu íslenzka land-
námsmenn austan fjalla í Norður-
Ameríku. — Mér ec þetta nýja
fósturland — Canada — kært, og
hafi eg orðið því og löndum mín-
um, sem hingað hafa flutt, að ein-
hverju gagni, sé eg ekki eftir 47
árum, sem eg hefi eytt hér. En
mér er gamla föðurlandið, ísland,
einnig kært, og er eins ljúft að
mæla fyrir minni þess, enda veitt-
ist mér sú ánægja að gera það á
fslendingadags-samkomu í Árborg
fyrir einungis þrem dögum síðan.
Áður en eg byrja á því, er eg
hefi hugsað mér sem aðal ræðu-
efni í dag, langar mig til, með
leyfi forsetans, að minnast á mál-
efni sem eg einnig mintist nokk-
uð á í nefndri ræðu minni í Ár-
borg, því það snertir bæði ísland
og Canada, eða öllu heldur Austur-
og Vestur-íslendinga í heild sinni.
Eg á við val dagsins (2. ágúst),
sem tíðast hefir verið haldinn
sem þjóðminningar-dagur eða ís-
lendingadagur hér vestan hafs.
ýmsa, sem hér eru staddir í dag,
mun reka minni til, að nokkuru
eftir að farið var að halda 2.
ágúst sem þjóðminningardag hér
vestra, reis sú spurning upp, hvort
rétt eða heppilegt væri að halda
þann dag hátíðlegan, með því að
landar vorir á íslandi voru mjög
óánægðir með stjórnarbótina frá
1874 (en í minningu um hana var
2. ágúst haldinn), og með því að
landar vorir á fslandi héldu hann
ekki alment sem þjóðminningar-
dag. Eftir langar umræður um
málið varð niðurstaðan sú, að út-
gáfufélög íslenzku blaðanna Lög-
bergs og Heimskringlu settu
nefnd til að gera út um iþað, velja
það sem hún áliti heppilegasta
daginn, og valdi hún 17. júní, sem
er fæðingardagur Jóns Sigurðs-
sonar, hatjunnar, sem alt lagði í
sölurnar til að fá sjálfstæðiskrðf-
ur fslands viðurkendar, en af á-
stæðum, sem eg ekki álít við eiga
að fara út í við þetta tækifæri,
var samþykt blaðafélaga-nefndar-
innar fótum troðin, ekki höfð að
meiru en marklaus blaðsnepill —
“scrap of paper”. Allstór flokk-
ur manna hér tók samt að halda
17. júní sem þjóðminningardag, á
þann hátt að fara skemtiferðir til
annara bygða og bæja, en hætti
við það eftir nokkur ár sökum
þess, að það þótti ómynd og fslend-
ingum til vanvirðu að vera að
halda tvo mismunandi daga í sama
skyni. Stjórnarbótin frá 1874 var
að eins bráðabirgða málamiðlun,
en fyrir nokkrum mánuðum síðan
hefir fsland fengið fullkomna
stjórnarbót — er orðið sjálfstætt,
fullvalda ríki, og gleður það vafa-
laust alla Vestur-íslendinga ósegj-
anlega. íbúar höfuðstaðar íslands
—Reykjavíkur—héldu 17. júní nú
í sumar hátíðlegan í minningu
um Jón Sigurðsson, og hina nýju,
fullkomnu stjórnarbót, sem hinn
fullþroskaði ávöxtur af æfistarfi
hans. Með því að litlar eða engar
líkur eru þannig til, að landar
vorir á fslandi haldi 2. ágúst í
framtíðinni gem þjóðminningar-
dag, finst mér tilhlýðilegt, ef
ekki sjálfsagt, að þjóðarbrotið hér
vestra taki höndum saman við
bræðurna á fornu fósturjörðinni
um sameiginlegan þjóðminningar-
dag—íslendingadag—og leyfi mér
að benda á, að hér er verkefni fyr-
ir hin nýju þjóðræknisfélög íslend-
inga beggja megin hafsins. Mér
er ekkert kappsmál, hvaða dagur
er valinn og haldinn, en eg bendi
á málefnið vegna þess, að eg er
viss um, að allir sanngjarnir menn
kannast við að það er mesta ómynd,
að vor fámenna þjóð skuli ekki
hafa sameiginlegan minningardag,
úr því verið er að halda nokkra
þvílíka hátíð árlega.
Að svo mæltu sný eg mér þá að
aðalefninu, Canada, og byrja á því
að ryfja upp nokkur atriði úr
sögu landsins, því þótt hún sé
stutt — hún er 734 árum styttri
en saga íslands — þá er hún of
löng til þess að fara út í hana að
nokkurum mun við þetta tækifæri.
Saga Canada er auðvitað lengri,
því þegar íslendingar fundu
strendur Canada um árið 1000 e.
K. f., hittu þeir þar fyrir rauða
menn, Indíána, og ef til vill
Eskimóa norðan til (á Labrador).
En saga þessara frumbyggja
landsins er órituð, svo eg tel sögu
landsins byrja með hinu fyrsta
varanlega landnámi hvítra manna.
Hún byrjar þá þannig: Árið 1535,
eða 43 árum eftir að Christopher
Columbus fann eyjaklasann aust-
ur af Mið-Ameríku, fann farmað-*
urinn franski Jacques Cartier St.
Lawrence fljótið og gaf því nafn.
Hann sigldi eftir því suðvestur
þangað sem Montreal-borg nú
stendur, en lenti á ýmsum stöðum
við bakka þess, og helgaði síðan,
að nafninu, Frakklands-konungi
alt landið að höfum — alla Norður-
Ameríku. En samt liðu frá þeim
tíma yfir 70 ár áð>ur en Frakkar
námu landið reglulega (1608).
Frakkar gerðu Quebec-borg að að-
albóli sínu, og þaðan stjórnuðu
þeir landflæmi, er náði frá
Quebec suðaustur í Nova Scotia,
vestur til Lake Superior, þaðan
suðvestur í Mississippi-dal og suð-
ur eftir honum^til Mexico-flóa, í
fulla halfa aðra öld. Landflæmi
það, sem Frakkar töldust þannig
eiga, nafndist Nýja-Frakkland (La
Nouvelle France), og má svo að
orði kveða, að Englendingar næðu
því öllu frá þeim þegar Wolfe
hershöfðingi vann Quebec-borg
árið 1759. pegar friður var sam-
inn, árið 1763, létu Frakkar af
hendi við Englendinga allar land-
eignir sínar í Norður-Ameríku
austan við Mississippi-fljót, og tel
eg að þá endaði fyrsti þátturinn í
sögu Canada.
Á tímabilinu sem Frakkar drotn-
uðu yfir landinu meðfram St.
Lawrence-fljótinu, vestur í kring-
um stórvötnin og suður Missisippi-
dalinn, höfðu Englendingar stofn-
að nýlendur á ströndunum fyrir
suínnan Nova-Scotia, svo að eftir
ao,þeir erfðu Frakka, töldust Eng-
lendingar eiga alt landið frá At-
lanzhafi vestur að Missisippi og
norðan frá Hudsons-flóa suður að
Mexico-flóa. En svo sögðu 13
brezku nýlendurnar meðfram At-
lanzhafi sig úr lögum við Eng-
lendinga og mynduðu sambandið
er nefnist Bandaríkin í Norður-
Ameríku. Um þær mundir, eftir
árið 1774, voru suður takmörk
Canada að vestanverðu talin að
vera norðurbakki Ohio-fljótsins,
alla leið vestur í Mississippi, en
síðarnefnt fljót vestur-takmörkin
norður undir upptök þess. En ár-
ið 1783 afhentu Englendingar
Bandaríkjunum af hinu franska
erfðagózi sínu — af Canada —.
landspildu sem úr hafa verið snið-
in, að mestu leyti, 6 af einhverj-
um beztu og auðugustu ríkjum í
sambandinu, nefnilega, Minnesota,
Vv7isconsin, Michigan, Ohio, Indi-
ana og Illinois. pessi landfláki-^-
eins og margir aðrir í Ameríku í
þá daga—var ekki álitinn mikils
virði, og þess vegna ekki verið að
skera hann við nögl. Eina hugg-
unin er, að þessi partur af Canada
lenti í góðra höndum, sem sé ná-
búa vorra Bandaríkjanna. Við
þessa skerðing urðu takmörk þess,
sem þá var nefnt Canada, hér um
bil hin sömu og Ontario og Que-
bec-fylkin nú hafa. Árið 1791 var
þessari brezku hjálendu — New
Brunswick og Nova Scotia höfðu
áður verið fráskilin og gjörð að
sérstökum hjálendum — skift í
tvent, og nefndust hinir aðskildu
hlutar Efri og Neðri Canada; en
árið 1840 sameinuðust þeir aftur
og héldu áfram að vera heild þar-
til árið 1867, að þriðja tímabilið í
sögu Canada byrjaði, er Canada
fylkjasambandið, sem nefnist
Dominion of Canada (Canada ríki)
myndaðist.
petta skeði á þann hátt að í
samband gengu sem sérstök fylki
Quebec (gamla Neðri-Canada),
Ontario (gamla Efri-Canada),
New Brunswick og Nova Scotia.
Grundvallarlögin (British North
America Act) samþykt af parla-
menti Stórbretlands, gengu í gildi
1. júlí 1867, og er sá dagur—1.
júlí — Dominion Day, ávalt síðan
hátiðlega haldinn í minningu um
þann þýðingarmikla atburð í sögu
landsins. 1. júlí er afmælisdagur
Canada, því þann dag, fyrir 52 ár-
pm síðan, fæddist Canada-þjóðin,
sem sérstök þjóð. Hún er kornung
enn, eftir því sem aldur þjóða er
talinn, og þótt hún hafi verið bráð-
þroska, þá er hún ekkert líkt því
hálfvaxin ennþá. — Hið svo-
nefnda Hut^onsflóa-félags land
(nú fylkin Manitoba, Saskatchew-
an, Alberta, og lendurnar Keewa-
tin og Yukon) var afhent Canada-
sambandinu árið 1870. British
Columbia fylkið gekk í sambandið
1871, og Prince Edwards-ey 1873.
Manitoba-fylkið var stofnað árið
1870 (hefir verið stækkað tvisvar
síðan, og nær nú norður að Hud-
sons-flóa) og var um leið tekið í
sambandið; Saskatchewan og Al-
berta fylkin voru stofnuð fyrir
nál. 20 árum og tekin í sambandið.
í því eru nú þannig 9 fýlki, auk
Keewatin og Yukon lendanna.
pegar sambandið myndaðist, var
fólkstalan innan við 4 miljónir,
en hefir meir en tvöfaldast síðan.
— Suma undrar áK'áð fólkstalan
í Canada er ekki orðin meiri en
hún er — um 8 miljónir. Til þess
eru ýmsar orsakir, og eru hinar
helztu þessar: Mept af frjósöm-
ustu héruðunum í Bandaríkjunum
lágu miklu nær Atlanzhafinu en
frjósamasti hluti Cariada. Af því
leiddi, að innflutnings-straumur-
inn frá Evrópu lagðist aðallega til
Bandaríkjanna, svo framfarirnar
urðu þar miklu hraðari og drógu
æ fleira fólk að þeim. Af sömu
ástæðu flutti mesti fjöldi fólks á
hverju ári frá Canada til Banda-
ríkjanna, til þess að ná þar í gott
land og stunda þar ýmiskonar iðn-
að og atvinnu. Nú er þetta orðið
fcreytt, því síðan alt bezta landið
þar syðra varð fullbygt, hefir fólk
farið að streyma þaðan ’hingað til
Canada, enda ekki langt síðan að
greiður vegur (járnbrautir) varð
til ýmsra hinna frjósömustu hér-
aða í norðvestur Canada. pað
lítur næstum út fyrir, að Canada
hafi verið að geyma bezta landið
sitt þangað til íslendingar voru
reiðubúnir að fylgja dæmi annara
þjóða og flytja vestur um haf.
Eins og eg hefi þegar drepið á,
voru það franskir menn sem upp-
runalega hófu bygð í Canada.
pess vegna eru íbúar Quebec fylk-
is mestmegnis af frönsku bergi
brotnir og mæla á franska tungu,
og talsvert af sama þjóðerni er í
Nova-Scotia, New Brunswick og
austurhluta Ontario-fylkis. En
eftir að Englendingar tóku við yf-
irráðum í Canada, fór fólk að flytja
hingað frá brezku eyjunum, og
með því landið var þetta all-þétt-
bygt meðfram St. Lawrence-fljót-
inu, flutti þetta fólk eðlilega
lengra vestur — til Ontario-fylkis.
Auk þess flutti allmargt fólk til
Efri-Canada (Ontario) frá brezku
nýlendunum fyrir sunnan, þegar
þær ryfu sig frá Enjjlandi. pess
vegna er Ontario — fólksflesta og
auðugasta fylkið í saipbandinu —
mestmegnis bygt fólki af brezk-
um (enskum, írskum og skozkum)
stofni. pað mun ekki fjarri sanni
ao segja, að liðugur fjórði partur
Canada-þjóðarinnar sé af frönsku
kyni, meir en helmingur af brezku
kyni, og minna en fjórði partur af
ýmsu öðru kyni — þjóðversku,
skandinavisku, slavnesku o. s.frv.
Hinir fjarskyldari mannflokkar
(Indíánar — um ljOO.OOO —, Mon-
gólar og Negrar) eru svo fámenn-
.ir, að þeirra gætir lítið, svo Can-
ada er laus við það illindi og þá
hættu, sem hvítum mönnum staf-
ar af lægri mannflokkum, t. d. ná-
búa-þjóð vorri, Bandaríkjunum, af
gvertingjum, Suður-Arfíku sam-
bandinu af Svertingjum, Ástralíu
af Svertingjum og Mongólum, o.
s. frv. Eg get þess vegna ekki séð
neitt því til fyrirstöðu, að hin
ýmsu þjóða-brot í Canada renni
nieð tíð og tíma algerlega saman í
eitt og að hér eigi heimkynni ein
hin allra veigamesta alhvíta þjóð
heimsins.
Eg hef orðið var við, að mörg-
um þætti fróðlegt að vita hvernig
nafnið Canada er til komið. Eng-
inn veit með algerðri vissu hvern-
ig landnám fyrstu hvtra manna
við St. Lawrence-fljótið fékk nafn-
ið Canada. Eg hef séð ýmsar
skýringar um það. En hin senni-
legasta — og eg álít réttasta — er
sú, að nafnið sé hið sama og orðið
“Kanada” á máli Huron Indiana-
flokksins, sem þýðir þorp eða bygð.
pað er áreiðanlegt, að franskir
menn, er rituðu um landið á
fyrstu árunum eftir að landnám-
ið hófst, notuðu orðið “Canadien”
til að tákna Algonquin Indiana-
k.vnþættina, er bjuggu við og í
nánd við St. Lawrence-fljótið, til
aðgreiningar frá Algonkin og
Micmac-flokkunum. Jacques Car-
tier (sá er fyrstur fann landið)
notaði nafnið Canada til að tákna
landið umhverfis þorpið Stadacona
(þar er nú Quebec-borg), og Indi-
ana-höfðingjann í þorpinu nefndi
hann “konunginn í Canada”. Eft-
ir að Englendingar tóku,við af
Frökkum, var landið meðfram St.
Lawrence flóa og fljóti og landið
norðan og austan við stórvötnin
(Ontario, Eric og Huron) ávalt,
nefnt Canad.a. Og síðan hefir1
r.afnið breiðst út meir og meir,,
þar til það nú innifelur í sér
strandfylkin (Nova-Scotia, New
Brunsick og Prince Edwards-ey)
og alla Norður-Ameríku fyrir
norðan stórvötnin, en 49. gr. n. b.
þar fyrir vestan, alla leið norður
í íshaf, að Alaska undanskilinni,
og frá Atlanzhafi vestur að Kyrra-
hafi, að meðtöldum öllum eyjum
meðfram ströndum þessara hafa,
að undanteknu Nýfundnalandi,
sem enn hefir ekki gengið í fylkja-
sambandið. Canada laugar þannig
fætur sí^ í þremur af meginhöf-
um heimsins, en á suðurtakmörk-
unum eru hinir stærstu fersk-
vatns-sjóir veraldarinnar.
Canada er víðáttumesta sjálf-
stjórnandi land í heiminum, stærri
ummáls en Bandaríkin, að Alaska
meðtaldri, en samt er Canada ekki
þriðjungur af brezka veldinu að
víðáttu. Canada er 30 sinnum
stærri en Stórbretland og írland,
20 sinnum stærri en þýzka ríkið,
tvöfalt stærri en Indland hið
brezka, og nærri því eins stór og
öll Evrópa. Auðvitað er norður-
hluti Canada kaldari og hrjóst-
rugri en suðurhlutinn (sem enn er
ekki hálfbygður), en, samt er
norðurhlutinn eins byggilegur og
norðurhluti Noregs, Svíþjóðar og
Rússlands. pess vegna er enn
nóg rúm í Canada fyrir marga tugi
miljóna af fólki, ef landið byggist
jafn þétt og norður Evrópa.
Ekkert land í heiminum hefir
meiri eða margbreyttari náttúru-
auðlegð en Canada, afarmikið og
frjósamt kornræktarland, víðáttu-
mikil beitilönd, aldinarækt á stór-
um svæðum, allskonar timbur,
allskonar málmanáma (þar á með-
al kolanáma), óþrjótandi vatnsafl,
og óþrjótandi fiskiveiðar í sjó og
ferskum vötnum. Canada á því
fyrir höndum að verða eitt auðug-
asta land heimsins, ef auðsupp-
sprettur landsins eru rétt notaðar.
pað er algerlega komið undir fólk-
inu, sem landið byggir, hvort
þjóðin verður farsæl eða ekki.
Sagan sýnir oss, hvernig óheppi-
legt og örðugt fyrirkomulag í
mannfélaginú og rangar hugsjón-
ir hefir hvað eftir annað lagt hinn
gamla heim í rústir, og þetta hef-
ir átakanlega átt sér stað rétt ný-
lega, eins og við öll vitum. pað er
vonandi, að Canada-þjóðin noti
hina sorglegu reynslu eldri þjóð-
anna, og láti víti þeirra sér að
varnaði verða. Eg álít, að það sé
lífsnauðsynlegt að skólarnir, hærri
sem lægri, sé betur notaðir, en
gert hefir verið, til að innræta
hinni uppvaxandi kynslóð heil-
brigðar og heillavænlegar skoðan-
ir viðvíkjandi mannfélags-skipan,
að saga (History) sé kend með sér-
stakri hliðsjón af þeim lærdómi
fyrirylífið, sem í henni felst, en
ekki einungis sem fróðleikur; að
ungdóminum sé í skólunum inn-
rætt sönn ættjarðar-ást, og að
hann fái nothæfa uppfræðslu í
stjórnarfari og þjóðmenningar-
fræði. Mér finst að skólunum
hafi verið mjög ábótavant í þessa
átt, og eg álít að til þess megi
rekja það þroskaleysi í skoðunum,
sem svo mjög bryddir á um þess-
ar mundir.
Hinar ■ stórfeldu framfarir í
Canada á öllum sviðum byrja eig-
inlega með sameining fylkjanna í
eitt ríki (Dominion of Canada).
Eg er vel kunnugur sögu landsins
og framförum þess síðan, því
sambandið var, að heita má, ný-
myndað þegar eg kom til landsins
—Prince Edwards-ey gekk ekki í
það fyr en árið eftir. Til allrar
hamingju var eg búinn að læra
enska tungu svo, áður en eg fór
frá íslandi, að eg gat strax lesið
blöð og bækur mér til fullra nota,
og vissi þvl strax hvað var að
gerast. Eg ætla samt ekki að fara
neitt til muna út í þessa fram-
fara-sögu, því það yrði alt of langt
mál, og svo veit eg að hún er flest-
um yðar meira og minna kunn. Eg
skal að eins taka til dæmis, að
þegar fylkjasambandið myndaðist
(1867), voru aðeins 2,278 mílur af
járnbrautum í landinu, en nú eru
þær orðnar um 39,000 mílur að
lengd. pessir stálvegir eru lífæð-
arnar í verzlun og samgöngum
landanna nú á dögum, og eru
nokkurskonar mælikvarði fram-
fara þeirra. — pegar British
Columbia gekk í Canada-samband-
ið, gerði fylkið að skilyrði að það
yrði tengt við austurfylkin með
járnbraut. Afleiing þessa skil-
yrðis er Canada Kyrrahafsbrautin
mikla, er hafði svo fjarska mikil
áhrif á framtíð landsins í heild
sinni, en sérstaklega sléttufylkj-
anna þriggja. Lagning þessarar
Kyrrahafs-járnbrautar hafði einn-
ig, þó undarlegt megi virðast, mik-
íl áhrif á framtíð vor Vestur-ís-
lendinga, því hefði ekki verið
áformað að byggja hana — og
bvrjað á verkinu — hefðum við
íslendingar, sem þá vorum austur
í Ontario-fylki, aldrei árætt að
flytja hingað vestur til Manitoba
haustið 1875, og leggja þannig
grundvöll íslenzkra bygða í Rauð-
árdalnum og landinu vestur und-
an honum. — Mörgum ógnaði, þeg-
ar ráðist #var í, fyrir minna en
hálfri öld síðan, að leggja Canada
Kyrrahafsbrautina, frá hafi til
hafs, en síðan hún var fullger,
hafa tvær slíkar brautir verið
lagðar þvert yfir landið, svo
Kyrrahafsbrautirnar canadisku
eru nú orðnar þrjár — og verða
fleiri.
Mðr er ómögulegt að mæla fyrir
minni Canada í þetta sinn, án þess
að minnast á þátttöku þjóðarinnar
í hinu voðalega veraldar-stríði,
sem talið er að lyktaði þegar pjóð-
verjar undirskrifuðu friðarsamn-
ing fyrir liðugum mánuði síðan.
Canada var ekki lagalega skyldug
til að leggja fram hvorki fé né
menn þó Stórbretland færi í stríð,
en stjórn og þjóð fanst siðferðis-
leg skylda hvíla á sér að veita
móðurlandinu lið, með því kunn-
ugt var, að Bretar fóru í stríðið
sökum þess, að pjóðverjar brutu
hátíðlegan samning sinn við þá
um hlutleysi og vernd smáríkisins
Belgíu og réðust með her gegnum
landið á hendur bandamönnum
Englands, Frökkum, en ekki til
landvinninga, né í öðrum eigin-
gjörnum tilgangi. Og þegar
Canada-þjóðin réði við sig að taka
þátt í stríðinu — og það gerði hún
strax I byrjun — þá gerði hún það
ekki með neinni hálfvelgju, held-
ur gekk að því, eins og öllu öðru,
með oddi og egg — í bókstaflegum
skilningi í þetta sinn. Fjandmenn-
irnir, pjóðverjar, gerðu gys að
Canada í byrjun fyrir þetta til-
tæki — þeir kölluðu líka brezka
herinn, um 150,000 menn, sem
fyrst var sendur yfir til Belgíu,
‘ hinn fyrirlitlega litla brezka her”
— en það fór brátt hláturinn af
pjóðverjum, því þótt þeir sendu
sitt bezta lið — þar á meðal hina
frægu Prussian Guards — á móti
viðvaningunum frá Canada, þá
fóru sveitir pjóðverja jafnan hall-
oka í vopna-viðskiftunum,' og svo
var komið löngp áður en ófriðnum
lauk, að pjóðverjum stóð mesta
ógn af Canada-liðinu, hvar sem
það var fyrir á vígvelli. Vér Cana-
da-búar, skuldum hermönnum
vorum óendanlegar þakkir ekki
einasta fyrir þá ódauðlegu frægð,
sem þeir hafa áunnið þjóðinni
með fórnfýsi sinni og dæmafáa
kugrekki og hreysti, heldur einnig
fyrir það, að hafa lagt tiltölulega
mestan skerf til þess að frelsa all-
an heiminn frá hinni hræðilegu
prússnesku 'hervalds-yfirdrotnan
og svívirðilegu kúgun, sem yfir
vofði. Á þeim fjórum árum, sem
Canada herinn var á vígvelli, tók
hann þátt í yfir 20 stór-orustum.
pað var hann sem stóð eins og
klettur í ófriðarhafinu þegar
pjóðverjar ætluðu sér að brjótast
í gegn um herlínur bándáriianna
og ná frönsku höfnunum við Eng-
lands-sund. pai var þá, sem
pjóðverjar I fyrsta skifti veittu
banvænu eiturlofti yfir óvini sína
og frönsku sveitirnar við hlið
Canada-liðsins hörfuðu undan, en
viðvaningarnir úr vestrinu stóðu
eins og steinveggur og stöðvuðu
hið voðalega áhlaups-flóð fjand-
mannanna. Yfirforingi Canada-
hersins, Sir Arthur Currie, gerði
þessa yfirlýsingu: “í afar erfið-
um hernaði, sem staðið hefir yfir
síðastliðin tvö ár” — eftir að hann
tók við herstjórn — “hefir Canada-
herliðið aldrei mist eina einustu
byssu, aldrei mishepnast að vinna
stöðvar, er því var falið að her-
taka, og hefir aldrei slept aftur
einum þumlungi af landi, eftir að
hafa náð verulegri fótfestu.” —
Mér finst Canada-búar leggja of
litla áherzlu á það atriði, bæði í
ræðu og riti í sambandi við stríðið,
að ef svo hefði farið að pjóðverj-
ar og bandamenn þeirra — Aust-
urríki og Ungverjaland, Bulgaria
og hund-Tyrkinn — hefðu borið
sigur úr býtum, þá hefðu pjóð-
verjar heimtað Canada í sinn hlut,
og ef þjóðin hér hefði veitt mót-
spyrnu — eins og hún hefði vafa-
laust gert — mundu þeir hafa far-
ið eins grimdarlega með hana eins
og þeir fóru með vesalings Belgíu
og hinn hernumda hluta Frakk-
lands. ' petta atriði vakti samt
ljóst fyrir hermönnum vorum, eft-
ir að þeir komu yfir til Frakk-
lands, svo þeim fanst, eins og var,
að þeir væru að berjas tfyrir frelsi
fósturjarðar sinnar og frelsa þjóð
sína og náunga frá þeim hræðk
legu forlögum, að lenda i klónum
á morð- og brennivörgunum —
Húnum nútíðarinnar. petta, að
pjóðverjar ætluðu sér að eignast
Canada ef þeir sigruðu, eru engir
draumórar, heldur bygt á þeirra
eigin plöggum. pað er einnig
bygt á þeirra eigin gögnum, að ef
þeim hefði tekist að sigra Breta
og ná herflota þeirra, þá ætluðu
þeir sér að gera árás á Bandarík-
in og kúga þjóðina þar— jafnvel
þótt hún hefði ekki farið í stríðið
— til að borga stríðskostnað sinn.
Fyrirætlanir keisarans þýzka og
ráðanauta hans voru ekki smá-
vaxnar. pær voru hvorki meiri
né minni en það, að drotna yfir
allri veröldinni. Hróp þeirra var:
“Heims-yfirdrotnun eða skipbrot”
*—þeir hreptu siðara hlutskiftið,
sem maklegt var.
Hin fjármunalega byrði, sem
Canada-þjóðin hefir lagt sér á
herðar með því, að taka þátt í ver-
aldar-stríðinu, er þung. En mann-
skaðinn er ennþá þungbærari. Um
58 þúsundir vaskra drengja af
þeim 420 þúsundum, sem yfir um
hafið fóru, hafa mist lífið, og tala
fatlaðra og heilsubilaðra her-
manna er vafalaust eins há — ef
ekki hærri — en þeirra, sem fallið
hafa í bardögum og dáið af sár-
um og öðrum orsökum á meðan ó-
friðurinn stóð yfir, þ. e. a. s. aðrar
58 þúsundir, eða yfir það. — Eg
býst við, að þegar öll kurl eru k«m-
in til grafar — þegar búið er að
flytja alt liðið heim, borga því það,
sem því ber, og koma mönnunum
að hæfilegri atvinnu — þá kosti
stríðið Canada frá 1%—2 biljónir
dollara. (Eg tel 1 biljón sama og
eitt þúsund miljónir, eins og tíðk-
ast hér í álfu). Setjum svo, að
það kosti hærri upphæðina (2
biljónir), þá er hún þó ekki nema
tíundi (10.) partur af þjóðarauð
Canada, sem nú er orðinn að
minsta kosti 20 biljónir, og reikna
eg þó ekki með ónotaðar auðs-upp-
sprettur landsins, sem eru þó, eða
verða, fjarska mikils virði.
Tveggja ára meðal-kornuppskera
í allri Canada mundi borga stríðs-
skuldina, ef henni væri varið til
þess. En nú býst eg ekki við að
reynt verði að borga höfuðstólinn
fyrst um sinn, heldur einungis
vexti af honum. Ef maður tekur
lægri upphæðina (1% biljón) sem
allan kostnað stríðsins, þá verða
árlegir vextir af henni, á 5)4%.
80 miljónir dollarar. En þar við
bætast eftirlaun til erfingja fall-
inna hermanna o. s. frv., sem enn
er ekki hægt að segja hve miklu
nemur árlega. Eg býst við, að hin
árlega útgjaldabyrði, sem afleið-
ing af stríðinu, geti numið alt að
700 miljónum doll. petta er auð-
vitaí þungur böggull, en þjóðin
getur hæglega borið byrðina ef
allir leggjast á eitt að bera hana,
og að þeir beri mest, sem mest
hafa aflið. pjóðin verður að læra
að spara meir en að undanförnu
og framleiða meira. En hvað er
það, þó maður verði að leggja
meira á sig, á móts við það að tapa
frelsi sínu og þola enn þyngri
skatta þar að auki, eins og hefði
orðið hlutskifti Canada-þjóðarinn-
ar ef fjandmennirnir hefðu sigrað.
Canada-þjóðin má vera Drotni
þakklát, að hún varð ekki harðara
úti en sýnt er. Hjin leið' ekki
hungur og harðrétti á meðan á
ófriðnum stóð — auk mannskaða
cg eyðileggingar á eignum og at-
vinnuyegum — eins og átti sér
stað hjá ýmsum af stríðsþjóðun-
um, og jafnvel hlutlausum þjóð-
um. ' pað er og bót í máli, hvað
Canada snertir, að alt það fé, sem
gengið hefir í stríðskostnað, hefir
stjórn landsins fengið að láni hjá
þjóðinni sjálfri, svo vextirnir fara
ekki út úr landinu, heldur renna í
vasa hennar sjálfrar.
Blessist og blómgist Canada og
Canada-þjóðin!
PRESTAFÉLAGSRITIÐ.
Prestafélag Islands er stofnað
var í fyrra á synodus fyrir for-
göngu biskupsins og fleiri góðra
manna, hefir nýlega gefið út tíma-
rit fyrir kristindóms- og kirkju-
mál og nefnist það “Prestafélags-
ritið”. Ritstjóri er prófessor Sig-
urður P. Sivertsen. Byrjar það á
ávarpi frá ritstjóranum, þar sem
minst er á þörfina á kirkjulegu,
tímariti, sem er orðin enn þá
brýnni síðan hið eina kirkjulega
tímarit “Nýtt kirkjublað” hætti að
koma út. Gerir ritið sér von um,
að eiga erindi, ekki einungis til
presta og andlegrarstéttar manna,
heldur einnig til þeirra leikmanna,
sem láta sig nokkru varða kristin-
dóms og kirkjumál. “pað vill”,
segir ritstjórinn, “vera sem allra
flestum af þeim, er við kristin-
dóms og kirkjumál fást, eða um
þau mál hugsa, til einhverrar
hjálpar, vill leitast við að efla
áhuga manna og skilning á þeim
málum, og eftir veikri getu hlynna
að þeim í hugum þeirra manna, er
ritið vilja lesa.”
Efni ritsins er:
1. Sjálfsvitund Jesú, erindi flutt
í synodus af dr. theol. Jóni Helga-
syni biskup.
2. Jóhannesarguðspjall, smáat-
hugasemdir um eðli þess og til-
gang eftir Magnús Jónsson,
docent.
3. Prestarnir og æskan eftir
séra Friðrik Friðriksson.
4. Mannssonurinn eftir pró-
fessor Sig. Sivertsen.
5. Leitið fyrst guðsríkis, ræða
eftir séra Ásm. Guðmundsson.
6. Um nokkur siðferðisboð Jesú,
eftir sama.
7. Hvernig verðum vér betri
prestar eftir séra Bjarna Jónsson.
8. Altarissakramentið og notk-
un þess hér á landi eftir Gísla
Skúlason.
9. Rannsóknir trúarlífsins, eft-
ir Sig. P. Sivertsen.
10. Sænska kirkjan, eftir kand.
theol. Ásgeir Ásgeirsson.
Enn fremur flytur ritið auk
framangreindra aðalritgerða: Um
erlandar bækur, eftir ritstjórann,
Um Prestafélagið, eftir docent M.
Jónsson og loks ísl. kirkjan og
samdrátturinn með þjóðkirkjum
Norðurlanda, eftir dr. theol. Jón
Helgason biskup.
Hér skal enginn dómur lagður
á hinar einstöku ritgerðir, en hugs-
andi mönnum að eins bent á, að
hér er á boðstólum fjölbreytt efni
í ekki stærra riti (tæpar 10 arkir)
og mætti virðast undarlegt, ef eitt
einasta kirkjulegt tímarit væri
ekki þegið með þökkum af þjóð-
inni. Ytri frágangur virðist góð-
ur. Verðið er 5 kr.
—Morgunblaðið.
Frá Islandi.
Bátur frá Sandgerði veiddi 40
tunnur síldar hér í flóanum í
fyrradag í 6 reknet.
ísafirði í morgun. — Sex síld-
veiðiskip komu hingað í morgun,
öll drekkhlaðin. Höfðu veitt um
2500 tunnur. — Síldin er mest fyr-
ir vestan Horn. — Að norðan hafa
engar síldarfregnir borist enn. 1
gær var ágætt veður og öll veiði-
skip úti, en þau eiga lengri ieið
að fara en ísafjarðarskipin, ef
síldin er aðallega við Horn.
Aflabrögð á smábáta eru enn
talsverð hér um flóann. pó er
sagt að botnvörpungar hafi spilt
að mun. Heilagfiskisafli hefir
verið nokkur. Hefir nýlega verið
úr lögum numið hámarksverð á
því, er var 25 aura pd. Brá svo7
við að nú er það selt fullum fetum
á 50 aura sama þyngd.
Bókalisti
Kirkjufélagsins
Aldamðt, 1893—1903. Argangur-
inn kostar I kápu............ 45c
Aramót, 1905—1909. VerS ár-
GjörtSabækur kirkjufélagsins, ár-
gangurinn á ................. 15c
Handbðk sunnudagsskðlanna .. lOo
Bandalags sálmar, 1 kápu .......25c
Nýjar biblíusögur. Séra Fr. Hall-
grimsson. I bandi ........... 40c
LjðtS úr Jobsbðk eftir Valdimar
Briem, i bandi .............. 50c
Jðlabðkin, I. og II. árg, hvor á .S5c
Fyrirlestur um Viðhald islenzks
þjðSernis 1 Vesturhelmi. Bftir
GuiSm. Finnbogason .............20c
Ljðsgeislar nr. 1 og nr. 2. Ar-
gangur (52) ................. 25c
Fyrstu Jðl, í bandi ........... 75c
Ben Húr. pýtSing Dr. J. Bjarna-
sonar; I bandi metS stækkaðri
mynd af Dr. J. BJarnasyni .. $8.00
Ben Húr I þrem bindum, meS
mynd ...................... $3.50
Minningarrit Dr. Jðns Bjarna-
sonar, i letSurbandi ...... $3.00
Sama bðk, í léreítsbandi..... $2.00
Sama bðk, í kápu ............ $1.25
Sameiningln—Kostar um áritS . $1.00
Eldri árgangar, hver á......... 75c
Stafrðfskver. L. Villhjálmsdðttir
I-II, bæði bindin á ......... 50c
Stafrðfskver. E. Briem ........ 20c
Spurningakver Helga Háifdánar-
sonar ....................... 35c
Spurningakver Klaveness ...... 35c
Sálmabðk kirkjufélagsins—
1 bezta leSurbandi, gylt í sniS-
um .......................$3.00
"India paper”, sama band .. 3.00
LeSurband, gylt i sniSum .... 2.50
Sterkt skinnband, rauS sniS . . 1.75
Pantanir afgreiSir John J. Vopni
fyrir hönd útgáfunefndar kirkjufé-
lagsins, P. O. Box 3144, Winnipeg,
Manitoba.