Lögberg - 04.09.1919, Blaðsíða 4
Els. 4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 4. SEPTEMBER 1919.
i
Gefið út hvem Fimtudag af Th« Ccl-
umbia Pren, Ltd.,)Cor. William Ave. &
Sherbrook Str., Winnipeg, Man.
TAI.SIMI: GARHY 41« og 417
Jón J. Bíldfell, Editor
J. J.*Vopni, Business Manager
Utaniskrih til bUðtinc
THE (OlUMBMt PRESS, Ltd., Bex 3172. Winnipeg, M«H-
Utanáskrift ntstjórans:
EDITOR 10CBERC, Bex 3172 Winnipeg, M»n.
VERÐ BLAÐSINS: 32.00 um árið.
sA-27
Lincoln og Parnell.
Svo heita tvö leikrit, sem verið er að leika
á Englandi ogsem vekja meiri eftirtekt, en leik-
x'it hafa gjört þar í langa tíð.
I.
“Abraham Lincoln” eftir John Drinkwater
er komið út fyrir nokkru síðan og er búið að
leika það 200 sinnum. Er það æfisaga Lincolns,
frá bjálkakofanum og þar til að hann hneig í
leikhúsinu fyrir kúlu morðingjans. En hiin er
sögð með svo mikilli snild, að maður er tekinn
með einhverjum töfrakrafti og haldið föstum
frá byrjun til enda. Við hin ytri kjör Lincolns
fæst Mr. Drinkwater ekki mikið. En það eru
hugsjónirnar — sál mannsins, sem gagntekinn
var af guðlegri elsku til allra manna, en varð að
ganga út í stríð til þess að framtíðarfrið lands-
ins, sem hann elskaði, væri borgið, sem sýnd
er í sínum mikilleik og fegurð, og sem eftir því
sem árin líða fleiri frá starfi hans og dauða,
lýsir með æ skærari birtu og hreinni ljóma.
II.
“Týndi leiðtoginn” eftir Iænnox Robinson.
heitir hitt leikritið og er það nýtt af nálinni,
stórgöfugt líka. Er þar einnig sneitt hjá þessu
fánýta — sneitt hjá hégómanum, en höfundurinn
lætur 'það fegursta og hreinasta sem í mannssál-
inni býr snúa að manni, og gjörir það með fram-
úrskarandi mikilli list. Hann lætur Charles
Stewart Parnell koma fram eins og hann hefði
getað verið.
Það var á tilfinningu margra manna og er
eflaust á tilfinningu sumra þann dag í dag að
Parnell hafi ekki dáið í október 1891, eins og
sagt var, heldur að hann hafi falið sig einhvers-
staðar og sé á lífi enn. Og svo kemur spurning-
in: Ef Parnell skyldi nú vera á lífi og koma
fram eftir 28 ár, mundu Irar þá fylgja honum
eins skilyrðislaust og þeir gerðu?
Þrír menn eru staddir á gestgjafahúsi í
Connemara, ritstjóri, læknir og óbrotinn sjó-
maður. Gestgjafinn heitir Maria Linihan og
þar er föðurforóðir hennar hjá henni, sem Lucius
heitir, gamall maður skeggjaður og ellibeygður,
sem enginn aðkomumanna veitti eftirtekt nema
læknirinn, sem hafði allmikið fengist við sálar-
rannsókn. Hann tók eftir því, að gamla mann-
inum leið illa. Hann sat og hugsaði, og hugur
hans var auðsjáanlega langt í burtu og dvaldi í
liðinni tíð við raunalegar endurminningar.
Doktorinn dáleiðir Lucius Linihan og seg-
ir við hann að ef hann vilji segja sér hvað
angri huga hans, þá segist hann skuli grafa þær
óþægilegu hugsanir svo djúpt, að þær ónáði hann
aídrei framar. Svo koma þessar hugsanir á
stangli. Fyrst líkkista — kona — “Eg skal láta
konuna í líkkistuna” segir doktorinn. “Nei,
nei, það er eg sem er í líkkistunni,” mælti Luc-
ius. “Þá skal eg grafa Lucius Linihan”, segir
doktorinn. “Eg heiti það ekki” segir gamli
maðurinn, og reis upp eins og nngur væri.
“Hvað heitirðu?” spyr doktorinn. “Charles
Stewart Parnell,” svaraði gamli maðnrinn í
hvellum og valdmannlegum róm. Menn eru að
brjóta heilann um hvort að hann muni fylla
þennan eða hinn stjórnmálaflokkinn. Hvort að
hann muni heimta að verða leiðtogi og krefjast
skilyrðislausrar hlýðni. Eann hann steinþegir.
Að síðustu boðar hann þjóð sína á fund uppi
á fjalli einu, og þar flytur hann ræðu og brýnir
kærleik og umburðarlyndi fyrir þeim og öllum
mönnum. Hann segist ekki vilja tilheyra nein-
nm stjórnmálaflokk, vegna þess, að írska þjóð-
in verði ekki frelsuð af neinum sérstökum
stjórnmálaflokk. Þjóðin þarf andlega lækning
ekki pólitíska, og að Irland verði frjálst og að
þjóðin finni sjálfa sig — sína eigin sál — þegar
hún snýr sér aftnr að hinu ódauðlega lífslög-
máli trúarinnar, vonarinnar og kcerleikans, sem
að hún hafi fótum troðið, út af hinum blinda
ákafa sínum í flokksmálum.
Bæði þessi' leikrit eru tákn þess, að þjóðin
brezka hefir liðið og lært á þessum nýliðnu
stríðsárum — að hún hefir kafað til botns eftir
sannleiksperlum. Þau eru boðberar nýrrar
stefnu í leikrita skáldskap Breta.
Agaleysi.
Engum manni sem kominn er til vits og
óra getur dulist, hversu mikil hætta að mönnum
stendur af ggaleysi.
Ef menn vilja brjóta til mergjar hvað það
er, sem mestri sundrung og mestri hættu veld-
ur nú í heiminum, þá munu menn komast að
raun um að það er agaleysi.
Þegar maður heyrir fólkið nmhverfis sig
tala með léttúðarfullum gáska um góðar, gaml-
ar og margreyndar lífsreglur, um landslög og
þjóðfélagsskipun sem lítils virði og léttvægi,
borið saman við þeirra eigin vilja og hugmynd-
ir, þá er agaleysið búið að ná hámarki sínu og
þá er líka velfarnan þjóðfélagsins hætta búin
Ef til vill geta nokkrir þeirra, sem líta á
strangan aga eins og einhvern fornminjagrip
sem nútíðarmenn séu vaxnir upp úr og hafi þar
af leiðandi hafnað, komist áfram í lífinu án þess
að reka sig á eða bíða skipbrot. En það er ekki
af virðingu fyrir lögum og reglum, heldur fyrir
þrælsótta. Og hverjum hugsandi manni ætti að
vera ljóst, hvar slíkur hugsunarháttur lendir og
hvað af honum hlýtur að leiða.
Þetta vaxandi agaleysi nútíðarinnar er að
verða eitt af alvöruspursmálum uppeldisfræð-
inganna. Þeir sjá hættuna, sem agaleysið
hefir í för með sér, bæði fyrir einstaklinga
og heildir. En þeir sjá líka erfiðleikana á því
að sporna við benni, því alda agaleysisins í
lieiminum veltur áfram með svo miklu afli að
menn hafa ástæðu til þess að óttast að bún muni
alt svelgja.
En þetta er menning nútímans! Að láta
unglingana ráða — þá sem innan skamms eiga
að taka við af oss, er viðkvæðið nú. Og svo
óður en drengjunum er sprottin grön, eða stúlk-
urnar hafa klæðst úr stuttpilsunum, þá er þetta
fólk orðið svo óstýrilátt og einþykt að foreldrar
og vandamenn ráða ekkert við það.
Þeir menn, sem tilheyra hinum eldri tíma,
muna vel eftir þegar að vöndurinn var látinn
kenna unglingunum að hlýða. Því þá eins og nu
höfðu börn freistingu til þess að óhlýðnast.
Sú aðferð þótti grimm og ómannúðleg, en
hún kom unglingnum sem í hlut átti vanalegast
til þess að hlýða, og hlýðnin við skylduverkin
og það, sem maður veit að er rétt og satt, er
undirstöðu atriðið fyrir velferð og manndómi
mannanna.
Og ef maðurinn lærir hlýðni þegar á nnga
aldri, þá er ekki líklegt að hann ’breyti út af
þeim vana þegar hann eldist, því “ það sem
ungur nemur gamall temur”. Og hlýðni við
yíirboðara sína, hvort heldur um er að ræða
ungan eða gamlan, er ein af hinum fögru dygð-
um lífsins.
Ef til vill munu sumir vandlætarar vor á
meðal fórna upp höndunum og segja að nú sé
farið að prédika sautjándu aldar kenningar í
Lögbergi. Oss gjörir það ekkert til, og látum
oss liggja í léttu rúmi hvað þessi eða hinn segir
um oss eða kenningar þær, sem blaðið flytur.
Oss er nóg ef vér getum komið einhverjum for-
eldrum eða þeim, sem eiga fyrir unglingum að
sjá, til þess að hugsa betur og með meiri alvöru
um þetta þýðingarmikla spursmál, heldur en þau
hingað til hafa gert. Komið þeim til þess að
hugsa um það og aldrei að gleyma, að líf, lífs-
gleði og velferð barnanna þeirra er nndir því
komin að þau gæti vel þeirrar skyldu að kenna
börnum sínum hlýðni — að aga þau frá því að
þau fyrst hafa vit á.
Um aðferðina sem notuð er til þess að láta
börn og unglinga hlýða, gjörir minna til, svo
framarlega að þau líka fái að njóta góðvildar
foreldra sinna og yfirboðara. Aðal atriðið er
að þeim sé aldrei skipað — aldrei beðin um að
gjöra neitt sem þau ekki hlýði — og þó að þurfi
að brúka vöndinn til þess að ná því takmarki,
'þá er það miklu hættuminna, heldur en að bam-
ið eða unglingurinn komist upp með að huma
fram af sér skipanir yfirboðara sinna.
Því af syndum þeim, sem foreldrar og þeir
sem fyrir uppeldi og uppfræðslu ungdómsins
standa gjöra sig seka í, er sú hvað hættulegust,
að láta unglinginn verða varan við kæruleysi
nm það, hvort að boðum þeirra er hlýtt eða
ekki. Því unglingurinn er næmur í þeim efnum
—fljótur að finna veikleik yfirboðara sinna og
hagnýta sér hann. Svo færir unglingurinn sig
altaf upp á skaftið, þar til að foreldrarnir ráða
ekkert við hann eða þau lengur. Þau fara sínu
fram án tillits til foreldranna, bæði utan heimil-
is og innan, og þegar svo er komið, þá eru þau
á hraðri ferð til ógæfu og máske glötunar.
tslendingar! Hugsið þið um, að agaleysið
er að verða einn af höfuðlöstum vorum.
Friðarsamningarnir í öldungaráðinu
a
Hinn 12. f. m. hélt formaður nefndarinnar,
sem fjallar um utanríkismálin í öldungadeild-
inni og aðal málsvari þeirra, sem á móti þjóða-
samibandinu mæla, Senator Lodge, maður sem
er leiðtogi Republicana í öldungadeildinni,
ræðu, þar sem hann tók fram hættuna,
sem honum virtist Bandaríkjunum stafa frá
því að samþykkja og undirskrifa lög þjóða-
sambandsins.
Talið er það víst, að Senator Lodge muni
greiða atkvæði með friðarsamningunum að
þjóðasambandinn meðtöldu, svo framarlega sem
að breytingar þær, sem hann fer fram á, nái
fram að ganga. En það leynir sér ekki að hann
iætur sér nægja þessar breytingar aðeins til
samkomnlags. Vildi miklu heldur fella þann
part samningsins, sem fjallar um þjóðasam-
bandið, ef það yrði ekki til þess að fella samn-
inginn allan. Því hann segir: “Mér dylst ekki
að margt af ágætu og þjóðhollu fólki finst sem
það sjái fylling fegurðarhugsjóna í orðunum
“League for Peace”—friðarsamband. Vér er-
um öll hluttakandi í þeim hugsjónum og berum
virðingu fyrir þeim. En sumir okkar sjá enga
sigurvon fyrir þær — heldur beinan ósigur í
þessum óglöggu reglum, sem lagðar eru til
gnmdvallar fyrir þjóðasambandinu.”
Aðal mótbára Mr. Lodge á móti þjóðasam-
bandinu byggist á því, að það bindi saman
Evrópu og Bandaríkin, og frá því sjónarmiði
sé það sama eðlis og hið svo kallaða Helga sam-
band (Holy Allience) frá fyrri parti síðustu
aldar, sem var bæði “hættulegt og fjandsamlegt
frelsi mannanna”.
Mr. Lodge las upp VI. greinina úr Vínar-
samningunum frá 1815. Samningunum sem
hið Helga sambandið byggist á. Hún hljóðar svo:
“Til þess að greiða fyrir og tryggja fram-
kvæmd á þessum samningum, og til þess að
gjöra enn tryggara samband það, sem nú hnýtir
saman þá fjóra þjóðhöfðingja sem hér eiga hlut
að máli, til velferðar öllum heimi, þá hafa hinir
háttstandandi hlutaðeigendur komið sér saman
um að koma saman á vissum tímabilum, annað-
hvort nndir stjórn þjóðhöfðingjanna sjálfra
eða undir stjórn ráðgjafa þeirra, til 'þess að tala
um eða bera sig saman um sameiginlegan hag.
Og til þess að athuga það sem sérstaklega þarf
atliugunar við, í sambandi við ró og velmegun
þjóðanna og gott samkomulag með Evrópu
þ jóðunum. ’ ’ '
“Ekkert getur verið viturlegra eða lofsam-
legra heldur en áform það, sem vakir fyrir höf-
undum þessarar greinar,” sagði Mr. Lodge. Og
bætti við: “Það er ómótmælanlegt að samn-
i.ngurinn, sem þessir háu herrar gjörðu með sér
átti eftir að verða það, sem í sögunni þekkist
með nafninu Helga sambandið, og vér mættum
bæta við, sem af mönnum verður bölvað um
ókomna tíð. Líkindin eru þau, að þjóðasam-
bandið, eins og því er nú haldið fram, geti orðið
mönnum slík ógæfa.”
En Mr. Lodge heldur að afstýra megi þess-
ari hættu, með því að gjöra 5 breytingar við lög
þjóðasambandsins, og þær hljóða svo:
1. Engin samþykt eða ráðstöfun sem
þjóðasambandið gjörir getur tekið í burt frá
þjóðþingi Bandaríkjanna réttinn til þess að
ákveða hvar eða hvenær að Bandaríkja her-
rnenn gangi til víga.
Þessi breyting á við X. grein grundvallar-
laga þjóðasambandsins, þar sem tekið er fram
að allar þjóðir sem í sambandinu eru skuli í
einingu verja hverja þá þjóð, sem í sambandinu
er, á móti hverju ríki eða hvaða þjóð sem sækir
hana með vopnum.
2. í XI. grein grundvallarlaga þjóðasam-
bandsins er sagt: “ Stríð, eða hótanir um stríð,
hvort heldur að það snertir þjóðir þær, sem til-
heyra þjóðasambandinu eða ekki, getur þjóða-
sambandið ekki leitt hjá sér, heldur varðar slíkt
þjóðasambandið í heild sinni.”
Við þessa grein vill Mr. Lodge bæta:
“Bandaríkin í Ameríku geta ekki tekið neinn
þátt í stríði samkvæmt framanskrifaðri grein,
án þess að þing þjóðarinnar samþykki fyrst þá
þátttöku. ’ ’
3. Bandaríkin í Ameríkn áskilja sér rétt
til þess að leggja sinn skilning í Monroe kenn-
inguna og færa sér hana í nyt.
4. Tekíð skal fram að Bandaríkin líti svo
á, að þjóðasambandið hafi ekkert ákvæðisorð
um innflutning fólks til Bandríkjanna, né held-
ur um nein tollmál sem snerta Bandaríkja þjóð-
ina.
5. í fyrstu grein grundvallarlaga þjóða-
sambandsins stendur: “Þjóðir þær, sem ganga
í sambandið geta gengið úr því aftur, með því
að gefa tveggja ára fyrirvara og með því móti
að þjóð sú, sem úr sambandinu vill ganga, hafi
fullnægt öllum skyldukvöðum sambandsins, bæði
út á við og inn á við.”
-Mr. Lodge vill að þar sé bætt við að Banda-
ríkin séu eini og aðaldómarinn, ef þau skyldu
vilja ganga úr sambandinu, hvort þau hafa upp-
fylt skyldur sínar að iþví er þetta atriði snertir
eða ekki.
Mr. Lodge endar þessa vönduðu og vel und-
irbúnu raíðu sína á þennan hátt:
‘ ‘ Þér getið kallað mig sérgóðan, ef þér vilj-
ið, íhaldsmann eða þversum — þér getið valið
mér hin nöprustu lýsingarorð, ef ykkur sýnast
þau við eiga. Eg er faxddur Bandaríkjamaður
og Bandaríkja þegn hefi eg verið alla mína æfi,
og get aldrei annað orðið. Og því verð eg að
hugsa fyrst og fremst um Bandaríkin. Og þeg-
ar eg er að hugsa um hvað bezt sé fyrir Banda-
ríkin í þessu efni, þá er eg að hugsa um hvað
bezt sé fyrir heiminn allan. Því ef Bandaríkin
líða skipbrot, þá líða líka allar fegurstu hug-
sjónir mannanna skipbrot með þeim. Þegnholl-
ustu mína hefi eg gefið þessu landi og engu
öðru. Henni get eg ekki deilt. Einum fána hefi
eg lotið og elskað. Þeirri virðingu og ást get
eg ekki deilt á meðal 'kynblendinga fána þess,
sem þjóðasambandinu hefir verið valinn. — Al-
þjóðasamband, sem bezt yrði lýst með Bolshe-
vismanum og mönnum, sem láta sér standa á
sama um öll þjóðerni og öll lönd, aðeins að þeir
geti rakað saman fé í þeim, er frá mínn sjónar-
miði andstyggilegt. Bandaríkjamaður verð eg
að vera, og á því svæði, eins og allir aðrir
Bandaríkjaborgarar, gétum vér orðið heiminum
til mestrar upphyggingar.”
Georg Brandes og friðarþingið.
1 blaðið Tilskueren ritar Georg Brandes
um friðarþingið og segir þar, að friður-
inn sem saminn hafi verið sé óáhyggilegur.
Bendir hann á ástandið í heiminum, sem bendi
allstaðar á að varanlegs friðar sé ekki að vænta.
Ilann bendir á stjórn Breta í Egyptalandi og
á Indlandi og styðst þar við skýrslur Breta
sjálfra. Hann segir að á þinginu í Vínarborg
1804 hafi Frakkland verið útilokað, og nú hafi
Þjóðverjar og Rússar verið útilokaðir frá þing-
inu í Versölum. Sem vörn gegn útbreiðslu
Bolshevismans segir hann að eigi að koma
skaðabætur í löndum og lausum aurum, þrátt
fyrir það, þótt heiminum standi engin hætta af
vopnaburði Þjóðverja, heldur af uppreistaranda
þeim, sem stríðið hafi vakið um allan heim.
Bezta ráðið segir hann, til þess að stemma
stigu fyrir þessari alheims nppreist sé, að taka
burtu allar hömlur, sem lagðar hafa verið á við-
skifti !þjóðanna.
Mr. Brandes álítur að Alsace Lothringen
eigi að sameinast Frakklandi, sökum þess hve •
Þjóðverjar hafi misboðið innbúum fylkjanna og
að þeir hafi aldrei skilið þá.
Að því er skaðabætur til Frakka snertir
heldur hann því fram, að héruðin Alsace og
Lothringen séu svo auðug, að þau muni borga
hb fullu skaða þann, sem Frakkar hafi beðið
við stríðið.
HERMENN!
Ávísanir og víxlar, er gildi borgun og uppbót til
hermanna í “Sterling Exchange”, verða teknir gildir
í þessum banka fyrir $4.86 2-3. fyrir sterlingpundið.
Vér sendum peninga fyrir hermenn hvert sem
er í Canada, þar sem vér höfum útibú, endurgjalds-
laust.
Notro Daiue llranch—W. H. HAMLLTON, Manager.
Selkirk Branch—F. J. MANNING, Manager.
jpiiinniHiiiiHiiiiBiiiiHiiiiHiiiiBiiiBiniHiiiiHiiiiBiinBiiiiHiiBiiiiHMHiiiiaiiiiBiiianiiHminiimiiiaiiiiBii
I The Royal Bank of Canada
1 HöfuCstðll löggriítur $25.000,000 HöfuCstöll greiddur $16,100,000
■ VarasjötSur.. $16,400,000 Total Assets over.. $460,000,000
|j Forseti..................................Slr HERBERT S. HOLT
Vara-forsetl .... E. L. PEASE
Aðal-ráðsrnaður . . O. E NEILIi
■ AJlskonar bankastörf afgrreidd. Vér byrjum reiknlnga við elnstakllnga
jg aða félög og sanngjarnlr skilmélar veittir. Ávlsanlr seldar til hvaða
j ataðar sem er ft fslandl. Sérstakur gaumur geflnn sparirjöðsinnlögum,
■ aem byrja mft með 1 doilar. Rentur lagðar við ft hverjum 6 m&nuðum.
■ WINNTPEG (West End) BRANCHES
m Cor. Wllllam & Sherbrook T. E. Thorsteinsoo, Manager
Cor. Sargent & Beverley F. Thordarson, Manager
H Cor. Portage & Sherbrook R. L. Paterson, Manager
Cor. Main & Logan M. A. 0’Hara Manager.
ffBlli:miimilllBIIIIB:<l'B!l!IB!|i:Bi|{'Hil:'BiB-BlllinillBIIIIBIimilliH:'"H!í:!B::miliail"B::.BIli:miimillll
m
■
i
fHllilllllIHllinilIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIItlllllllllIlllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllHllllllllUlllllillllim
Members Winnipog
Grain Exchange.
Mcmbers Winnipeg Grain and Produce
Clearing- Association.
NORTH-WEST COMMISSION CO., LTD.
Islenzkír Hveitikaupmenn
Talsími Main 2874 - 216 Grain Exchange
WINNIPEG, MANITOBA
íslenzkir bændur!
Canadastjórnin hefir ákvarðað að $2.15 sé það, sem við
megum borga sem fyrirfram borgun út á hveiti í ár fyrir No.
1 Northern. Fyrir aðrar tegundir verður borgað sem ákvarðað
er. Við viljum einnig minna menn á að við fáum frá stjórn-
inni hluthafamiða (Participation ticket), sem við sjáum um að
senda hverjum einum manni, sem sendir okkur hveiti sitt.
íslendingar! Við viljum mælast til þess að þið sendið
okkur sem mest af korni ykkar í ár. Við erum þeir einu landar
sem rekum þá atvinnu að selja korn fyrir bændur gegn um-
boðssölulaunum. Við höfum ábyrgðar og stjórnarleyfi og
gjörum okkur far um að gjöra viðskiftamenn okkar ánægða.
Ef vigtarútkoma á vagnhlössum, sem okkur eru send, ekki
stendur heima við það, sem í þau hefir verið látið, gjörum við
það sérstaklega að okkar skyldu að sjá um að slíkt gé lagfært.
Einnig gæti það verið peningar í yðar vasa að við skoðum
sjálfir kornið í hverju vagnhlassi sem okkur er sent, svo að
rangindi við tegundaflokkun (grading) getur ekki átt sér stað.
petta er nokkuð, sem mörg stærri félög ekki gjöra, því þau hafa
mörgu að sinna og eiga flest sín eigin korngeymsluhús, svo
það er þeirra hagnaður ef flokkunin er gjörð bóndanum í óhag.
petta er ætíð gott að vita, þegar maður sendir korn, að einhver
líti eftir ef óviljandi skyldi vera gjörð röng flokkun, og að
einhver sjái um að slíkt sé strax lagfært.
í sambandi við þær korntegundir, sem að samkepni er
hægt að koma að, skulum vér gjöra eins vel, ef ekki hetur, en
aðrir. peir sem viidu geyma hafra, bygg eða flax um lengri
eða skemri tíma, ættu að senda til okkar það sem þeir hafa.
Við borgum ríflega fyrirframborgun og látum hvern vita um,
þegar við álitum verð sanngjarnt.
Við þökkum svo þeim, sem að undanförnu hafa skift við
okkur, og vonum að þeir og allir íslendingar skrifi okkur, þeg-
ar þá vantar upplýsingar um kornverzlun. öllum slíkum bréf-
um er svarað um bæl. Skrifið á ensku eða íslenzku.
Virðingarfylst.
Hannes J. Lindal,
Ráðsmaður.
Illlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll lllllll!llllllllll!llll!llllllllllllllllllllllll!lllllllllllllll!llllllllllllllllll!IIIIIIIIIIUIIIilllllllllllllllll|]iÍ
Andatrúin, guðspekin
og þjóðkirkjan.
Eftir séra Sigurð Stefánsson
Niðuri.
Eins og áður er sagt eru anda-
trúin og guðspekin náskyldar. En
þó sannast á þeim, að frændur eru
frændum verstir; guðspekin hefir
lengstum haft horn í síðu andatrú-
arinnar og finnur anda opinberun-
um hennar margt til foráttu. Hún
dregur heldur engar dulur á að
hún eigi enga samleið með kristin-
dómi kirkjunnar og er að því leyti
töluvert hreinskilnari en anda-
trúin. Uppruni hennar er austan
í Himalayafjöllum í Tibet. par
hefir um marga tugi þúsunda ára
setið leynileg sveit hinna mestu
spekinga heimsins sem nefnist
“Hin mikla hvíta stúka”. pessir
vísu feður geyma leynilega fjár-
sjóði hinnar æðstu speki og í ljósi
hennar liggur allur heimurinn op-
inn fyrir sjónum þeirra. peir eru
hinir æðstu lærifeður guðspekinn-
ar. Frá þeirri speki eru runnin
öll aðaltrúarbrögð heimsins. En
mennirnir hafa ekki skilið insta
kjarnan í þessari miklu speki, og
engin trúarbrögð hafa því að
gejmia hinn algilda sannleika, en
sá sannleikur, sem í þeim finst, er
útstreymi frá hinu mikla “hvíta
ljósi” guðspekinnar. Mannkynið
hefir aðeins komið auga á dauf
geislabrot frá þessu ljósi í myrkri
vanþekkingarinnar um hin æðstu
sannindi og hinar dýpstu gátur
tímans og eilífðarinnar, og þess
vegna hefir það til skamms tíma
vaðið í villu og reyk um tilorðning
heimsins og mannsins og framþró-
un og fullkomnun mannsandans.
Sú leynda speki hefir aðeins verið
eign sárfárra lærisveina Himalaya
vitringanna og kristna kirkjan
hefir frá öndverðu verið hennar
versti óvinur. Guðspekin þykist
vilja safna öllum sannleikskorn-
um í hinum margvíslegu trúar-
brögðum heimsins í eina allsherj-
ar trúarbragðasamsteypu, undir
ægishjálm spekinganna þarna
austur frá. 1 þeirri alheimstrú á
maðurinn að fá fullnægju sinna
dýpstu þarfa. Mannsandinn nær
takmarki fullkomnunarinnar með
fjölmörgum tilverustigbreytingum
endurholdgunum og sálnaflakki;
með þeim sífeldu hamskiftum
hinnar jarðnesku tilveru bætir
hann smá^t og smátt fyrir brot
sín og yfirsjóíiir í jarðlífinu, unz
hann hverfur að lokum til hinna
æðri stöðva tilverunnar og missir
að mestu einstaklingseðli sitt.
Hér er mjög fljótt yfir sögu
farið og mörgum undarlegum
hlutum slept í þessari speki.
Guðspekin er sambland úr
heiðnum, gyðinglegum og kristnum
trúarbragða hugmyndum. í þess-
um trúarbragðagraut eru mörg
siðfræðileg gulikorn, sem flest eru
tínd úr kristindóminum. En að
öðru leyti ægir þar saman hinum
fáránlegasta heilaspuna-hindur-
vitnuri, rangfærslum og afbökun-
um á sannsögulum heimildum fyr-
ir kristindóminum og allskonar til-
búningi, sem á sér engan stað
nema í höfði guðspekinganna
sjálfra.
Guðspekin kveður frásagnir guð-
spjallanna um Krist því nær tóm-
an tilbúning. Kristur lifði 100
árum fyr en guðspjöllin greina.
Hann var uppalinn meðal Essea
í eyðimörk Júdeu. 19 ára að aldri
gekk hann í klaustur þeirra á f jall-