Lögberg - 04.09.1919, Blaðsíða 5
LÖCiBERG. FIMTTJDAGINN 4. SEPTEMBER 1919.
Bls. 5
Sjóðið matinn á
Rafmagns vél
Og
SPARID
peninga, kíma og vinnu
| City Light & Power .
| 54 Klng Street i
^■!!IIHil!l!HillHlimniH!!lHiHlll!MI!IIHi!IUHllllHlHm)ilHllllBnminnil1"«IIIIMIIimmH!UIHllllHillllHI!IIBll
inu Sínai. par var bókakostur
góður í hinum leyndu fræðum
austan úr Indlandi og Tíbet. pessi
fræði nam hann. Síðan fór hann
til Egyptalands. par var hann um
tíu ár og varð meðlimur “Hvítu
stúkunnar”. pegar hann kom
heim aftur var hann orðinn þaul-
lærður guðspekingur og tók opin-
berlega að kenna lýðnum. pað
mislíkaði Esseum, og leiðtogar
Gyðinga fengu líka hatur á honum
sökum þess, hve hann hændi múg-
inn að sér, og létu krossfesta hann.
Eftir dauða sinn kom hann aftur
til lærisveina sinna og kendi þeim
í hér um bil 50 ár hin leyndu fræði
guðspekinnar. Postularnir, eink-
um Páll, urðu þvi handgengnir
þessum fræðum.
í guðspjöllunum, sem eru hin
einu sannsögulegu rit um líf
Krists, er enginn fótur fyrir þess-
um samsetningi. pau dæmi úr
kenningum Krists og postulanna,
sem guðspekingar færa máli sínu
til sönnunar, eru gripin úr lausu
lofti og bygð á algerðum misskiln-
ingi.
Samkvæmt kenningum guðspek-
innar var Kristur hvorki Guðs son-
ur né gyðinglegur spámaður held-
ur að eins egypzkur guðspekingur.
Hinn upphaflegi kristindómur var
hrein og óblönduð guðspeki, sem
kirkjunni tókst síðar að kæfa nið-
ur.
Um “Hvítu stúkuna” eða þessa
Himalayaspekinga vantar allar
sannsögular heimildir, enginn
maður í heiminum hefir orðið
þeirra var, nema fáeinir útvaldir
guðspekingar. Mest líkindi til að
þeir hafi aldrei til verið nema í
ímyndun guðspekinganna sjálfra.
Helena P. Blavatsky, fædd 1831,
dáin 1891, aðalfrömuður og spá-
maður guðspekinnar á öldinni sem
leið, var rússnesk að ætt. pegar
í barnæsku var hún hinn mesti
kenja og dutlungakrakki og vand-
ræðabarn foreldra sinna. Hún
gekk í svefni og sá ofsjónir í vök-
unni, stundum vildi hún helzt
vera niðri í kjallara og tala þar í
myrkrinu við álfa og huldufólk,
stundum uppi á húsþaki og dá-
leiða þar dúfurnar. Stundum hélt
hún sig tímum saman í náttúru-
gripasafni ömmu sinnar og spjall-
aði .þar við útstoppuð dýr og fugla,
sem sögðu henni æfisögur sínar.
Ótstoppaður flamingó (fugl) sagði
henni t. d. að hann áður hefði ver-
ið maður og þá drepið mann og
fyrir það hefði einn af hinum
miklu öndum breytt honum í fugl.
Hún gjörði leiksystkini sín dauð-
hrædd með sögum sínum. Barn-
fóstrur hennar voru í vandræðum
með hana og héldu jafnvel að hún
væri haldin af illum öndum og
stöktu því á hana vígðu vatni, en
ekkert dugði. Með ráði foreldra
sinna en móti vilja sínum giftist
hún, en stökk von bráðar frá
manni sínum og ættingjum og var
eftir það lengstum á sífeldu flakki.
Um tíma var hún efnishyggjumað-
ur og guðleysingi og lifði þá mjög
ósiðugu lífi. í Ameríku komst
hún í tæri við andatrúna og gjörð-
ist brennheit andatrúarkona, en
síðar snerist hún á móti anda-
trúnni og úthúðaði henni á allar
lundir og vildi alis ekki við það
kannast, að hún hefði fylt þann
flokk. En frá andatrúnni leidd-
•ist hún til guðspekinnar og varð
upp frá því aðalfrömuður hennar
í ræðu og riti. Hún kvaðst hafa
setið í 7 ár til fóta “Hvítu stúk-
unnar” en að vísu er ekkert rúm
til fyrir þau ár í æfisögu hennar.
Undir leiðsögn hennar náði guð-
spekin mikilli útbreiðslu og hún
varð nafnkunn af ræðum sínum
og ritum. pegar fram í sótti varð
hún uppvís að ýmsum brögðum og
brellum í trúarstarfi sínu. Hún
þóttist t. d. á leyndardómsfullan
hátt fá ýmsar vitranir frá Him-
alayaspekingunum. Stundum var
það að þeir hringdu til hennar. En
eir.u sinni var hún svo óheppin að
missa dálitla silfurbjöllu niður á
gólfið frammi fyrir áheyrendum
sínum, en frá henni kom hljóðið.
Hún hringdi henni sjálf. Hún
tók sér mjög nærri, er flett var
ofan af brögðum hennar og lá
henni þá stundum því ^sem næst
við vitfirringarærslum' eða ör-
væntingaræði og formælti þá öllu
milli himins og jarðar og jafnvel
sjálfri sér. Alt virðist benda á að
þessi gáfaða kona hafi verið móð-
ursjúk óskapaskepna.
Margt er svipað um æfi önnu
Besant, sem nú er aðalspámaður
og átrúnaðargoð guðspekinga.
Forkólfar andatrúarinnar og
guðspekinnar þykjast bera hina
mestu lotningu fyrir Kristi og
elska hann. pað má vel vera, að
þeir elski hann sem andatrúarmið-
il og guðspeking, en með því að
draga hann niður í þann hóp,
setja þeir hann á bekk með önd-
um úr öðrum heimi og mönnum
hér í heimi, sem samkvæmt óræk-
um sögulegum heimildum eru hin-
ir mestu viðsjárgripir fyrir trú og
siðgæði kristinna manna, mönnum,
“sem af fláræði kenna lygar og
eru brennimerktir í samvizkum
sínum.” pað er að draga hinn
eina helga og hreina, sem er veg-
urinn, sannleikurinn og lífið, nið-
ur í leireltu ringltrúarinnar og
hjátrúarinnar. Slíkt athæfi má
telja “viðurstygð eyðingarinnar,
standandi á helgum stað”.
pað er að vísu öðru nær en að
allir andatrúarmenn og guðspek-
ingar eigi hér óskilið mál. Meðal
þeirra eru margir góðir og vitrir
menn, þótt þeir hafi látið ánetjast
í þessum hindurvitnum. Margir
þeirra hafa og fyr og síðar séð
villu síns vegar og horfið aftur til
Krists hins krossfesta. Sú ætti að
vera sameiginleg hjartans ósk og
bæn allra kristinna manna til
Guðs, að hann veiti þessum aum-
ingja mönnum náð sína til að kom-
ast aftur á rétta leið, og segði bæði
við þessar og aðrar öfgar vantrú-
arinnar: “Hingað, og ekki lengra.”
Hann segir það fyr eða síðar, og í
því trausti ber kirkjunni að vinna
á grundvelli trúarinnar, Jesú
Kristi, sem dáinn er fyrir syndir
vorar og upprisinn oss til réttlæt-
ingar.
Háskólinn íslenzki er þegar orð-
inn bækistöð þessara sértrúar-
stefna. Æðsti lærifaðir andatrú-
arinnar hér á landi er jafnframt
lærifaðir í guðfræðjisdeild háskól-
ans. Ekkert er líklegra en að þessi
mikli áhugamaður flytji lærisvein-
um sínum fagnaðarerindi andatrú-
arinnar og prestar evangelísku
lútersku þjóðkirkjunnar fylli því
með tíð og tíma þennan sértrúar-
flokk. pað mun þegar tekið að
nota kirkjur landsins fyrir anda-
trúarfyrirlestra, næst er að nota
þær til andatrúarfunda, ekki er
annað en að útrýma dagsbirtunni
úr þeim, þá gætu þær sjálfsagt
verið tilvalin andatrúarmusteri.
Við því er ekkert að gjöra, þótt
hinir og aðrir sértrúarflokkar rísi
upp í landinu. pað er eðlileg af-
leiðing trúarbragðafrelsisins, sem
leyfir hverjum manni að þjóna
Guði sínum með þeim hætti sem
bezt á við sannfæringu hans.
En meðan ríkið og kirkjan eru
sameinuð og ríkið því skyldugt að
vernda hana og styðja, fer alt ann-
að en vel á því að ríkið ali önn fyr-
ir þeim mönnum, sem ganga í ber-
högg við lög og rétt þjóðkirkjunn-
ar og rífa niður kenningar henn-
ar. Slíkt endemis ástand er til
niðurdreps allri virðingu fyrir
Guðs og manna lögum. Hin “rúm-
góða” þjóðkirkja verður á þann
hátt lögvernduð ruslakista alls-
konar sértrúar og ringltrúarflokka
sepi lítið eiga skylt við evangelisk-
an-lúterskan kristindóm.
Eða hvar eru takmörkin fyrir
allri þeirri ringulreið, sem nú eru
að verða á öllum trúar- og kirkju-
málum vorum innan vébanda evan-
gelisku þjóðkirkjunnar?
Má ekki alveg eins opna guð-
fræðisdeild háskólans og kirkjur
landsins fyrir Meþódistum, Kvek-
urum, Adventistum, Únitörum og
öðrum sértrúarflokkum undir æg-
ishjálmi hinnar lögvernduðu evan-
gelisk-lútersku þjóðkirkju og
skattskylda þar með alla lands-
menn til útbreiðslu og viðhalds
þessara sértrúarflokka ? pá grein-
ir, suma hverja að minsta kosti,
minna á við þjóðkirkjuna, en sum-
ar þessar sértrúarstefnur, sem nú
eru að reka upp höfuðið í henni
undir vernd ríkisins. En þeir eru
svo hreinskilnir að kannast við á-
greininginn og hafa ekki nógu
“rúmgóða” samvizku til að dylja
sig undir klæðafaldi evangelisk-
lútersku þjóðkirkjunnar.
Eina leiðin út úr öllum þessum
ógöngum er skilnaður ríkis og
kirkju.
—Bjarmi.
Erindi serd Alþingi.
Hreppsnefnd Búðarhrepps í Fá-
skrúðsfirði sækir um 100 þús. kr.
Ján til rafveitu í búðaþorpi.
Sama sækir um uppgjöf á 700
kr. skuld Búðahrepps við viðlaga-
sjóð.
Búnaðarfélag íslands sækir um
217,500 kr. tillag árið 1920 og 234,-
500 kr. árið 1921.
Sama sendir Alþingi áskorun
þúnaðarþings 1919 um 50 þús. kr.
styrk hvort ár næsta fjárhags-
tímabil til áveitufyrirtækja.
Sama sendir Alþingi umsókn
Jóns Pálssonar dýralæknis um
2,000 kr. styrk á ári í tvö ár til að
rannsaka lungnaormaveiki í sauð-
fé.
Eggert Stefánsson sækir um
5000 kr. styrk til að fullkomnast í
sönglist.
Áskorun frá Búnaðarsambandi
Suðurlands um: (a) sem ríflegast
fjárframlag til Búnaðarfélags ís-
lands, alt að 250 þús. kr. (b)
stofnun bændaskóla eða alþýðu-
skóla á Suðurlandsundirlendi.
Axel Thorsteinsson fer þeSs á
leit “að Alþingi veiti sér lið í
þeirri sókn sinni, að ná í mentun
þá, er hann þarfnist, og þroska
þann, er henni fylgir” — og bið-
ur um 2,800—3,000 kr. styrk í því
skyni.
Jóhannes Erlendsson sækir um
styrk til þess að fá sér nýjar tenn-
ur og til að koma sér á framfæri í
sönglist, og kveðst ekki geta farið
fram á minna en 4 þús. kr.
Jón Helgason, fyrrum vitavörð-
ur, sækir um 1,000 kr. styrk æfi-
langt, fyrir að hafa verið sviftur
Sannvirði
þyngdar sinnar í gulli.
Mrs. Procter dáir Tanlac mjög. —
pyngist um tuttugu og fimm
pund.
“pað er skoðun mín, að meðal, |
sem getur hjálpað eins öðrum j
sjúklingum, og Tanlac hefir:
hjálpað mér, sé meira en virði
þyngdar sinnar í gulli,'’ sagði
Mrs. Sydney Procter, að 524
College Street, St. James, Winni-
peg, Manitoba, Canada, núna um
daginn í Liggets Drug Store,
Winnipeg.
“Eg var orðin svo heilsuveil síð-
astliðinn vetur, að eg gat með
naumindum dregist um húsið,”
bætti Mrs. Procter við, “þrátt fyr-
ir það þó eg hefði reynt öll hugs-
anleg meðöl og leitað fjölda lækna.
Stundum var eg svo máttfarin að
eg varð að grípa í næsta stól til
þess að verjast falli. Matarlyst-
in var þrotin, og það lítið, sem eg
borðaði, settist eins og í hellu í
maganum, og fylti hann með gas-
þembingi. Eg þjáðist oft og iðu-
lega af illþolandi hjartverk og
fylgdi því feykilega kveljandi
andarteppa. par að auki sótti
mjög á mig hræðsla og kvíði, og
á nóttinni hrökk eg upp við hvað
lítinn goluþyt sem var.
Einnig kendi eg stöðugra sár-
inda í bakinu ásamt pínandi höf-
uðþrautum. — pað kom varla
fyrir að eg svæfi viðunanlega
eina einustu nótt, og á morgnana
vaknaði eg eins og gefur að skilja
þreyttari og í verra skapi en þeg-
ar eg gekk til hvílu. — Og ofan á
alt þetta bættist svo all-illkynjuð
influensa. Eg var alt af að skifta
um meðöl, en alt sýndist að koma
fyrir ekki. —
“Loks tók eg upp á því að nota
Tanlac, samkvæmt ráði kunningja-
konu minnar, og áhrifanna þurfti
ekki lengi að bíða. Eg hefi feng-
ið heilsu mína aftur á mjög
skömmum tíma, og get unnið hvaða
vinnu sem er, án þess að finna
agnar ögn til þreytu. Eg hefi
aldrei haft betri matarlyst á æf-
inni og þoli hvaða mat sem vera
vill. Máttleysið er gengið veg
allrar veraldar, höfuðverkurinn
og baksárindin einnig, og nú sef
eg hverja einustu nótt vært og
draumlaust eins og barn. Til
vinnu minnar geng eg með fögn-
uði og tilhlökkun, og nýt allrar
þeirrar ánægju, sem fullkomin
heilbrigði framast má veita.
“pegar eg byrjaði að nota Tan-
lac, var eg orðin að eins níutíu
pund á þyngd, en nú vigta eg 115
pund, og hefi því þyngst um, segi
og skrifa tuttugu og fimm pund,
og hefi eg aldrei áður verið jafn-
þung á æfinni. — Eg get því með
Jijartanlegri ánægju mælt með
Tanlac við sérhvern þann er af
slíkum sjúkdómi þjáist, og eg hefi
haft við að stríða.”
Tanlac er selt í Liggets Drug
Store, Winnipeg, og hjá lyfsölum
út um land, og hafi þeir það ekki
fyrirliggjandi, þá geta þeir samt
alaf útvegað það. — Adv.
Gat í kki Losnað
við Höfuðverkinn
Þangað til Hún Reyndi “Fruit-a-
tives*'—Unnar úr Jurtasðfa
112 Cobnrg St., St. John, N.B.
"Eg get ekkl látið hjá lfCa aC
skýra yður frá hve mikla blessun
eg hefi hlotiS af þessu makalausa
metSali ytSar, *Fruit-a-tives’.
Eg hafði þjáðst 1 mörg ár af 1U-
kynjiiðum höfuðverk, og gat enga
hjálp fengiS, sem dugSi.
Vinkona min ráSlagSi ‘Fruit-a-
tives' og nú er eg gersamlega laus
viS höfuSpínuna fyrir áhrif ySar
ágæta meSals.”
MRS. ALEXANDER SHAW.
50c. hylkiS, 6 á »2.50, reynslu-
skerfur 25c. Fæst 1 öllum lyfja-
búSum, eSa sent samkvæmt pönt-
un ef peningar fylgja burSargjalds-
frftt, hjá Fruit-a-tives Limited,
Ottawa.
stöðu sinni án orsaka og rann-
sóknar.
Daníel Jónsson fyrrum póstur
milli Grenjaðarstaðar og Vopna-
fjarðar, sækir um 500 kr. árleg
eftirlaun.
Kristján porvarðsson frá Leik-
skálum í Haukadal fer þess á leit,
að sér verði veittur nokkur styrk-
ur til bóta fyrir eignatjón af snjó-
flóði.
• Jón Á. Guðmundsson ostagerðar-
maður sækir um 3,000 kr. utanfar-
arstyrk til að kynna sér ostagerð
og ostamarkað.
íbúar Höfðahverfislæknishéraðs
sækja um fjárveiting á næstu fjár-
lögum til byggingar læknisbústað-
ar og sjúkraskýlis í héraðinu.
Sigurður Sigurðsson frá Kálfa-
felli sækir um 1,500 kr. styrk til
að kynna sér samvinnu og kaupfé-
lagsmál í Englandi.
Hið íslenzka garðyrkjufélag
brýnir fyrir Alþingi nauðsyn
þess, að efla garðyrkju og blóma-
rækt í landinu, og fer þess á leit,
að ráðinn verði í þjónustu lands-
ins garðyrkjustjóri, og til þess
veittar 5,000 kr.
Páll Jónsson cand. jur. snýr sér
til Alþingis út af hrakningum
þeim, sem landsstjórnin hafi á sér
haft, og biður það að hlutast til
um að sér verði á einhvern hátt
bætt það fjárhagstjón og atvinnu-
hnekkir, sem hann hefir af þeim
beðið.
Félagið “íslendingur” sækir um
10 þús. kr. styrk á ári til fram-
kvæmda tilgangi sínum, að efla
samhug og samvinnu með íslend-
ingum hér á landi og vestan hafs.
prjátíu og sex Alþingiskjósend-
ur í Dalasýslu fara þess á leit, að
þingið veiti porvarði, fyrrum
hreppstjóra, Bergþórssyni að Leik-
skálum styrk eða uppbót fyrir
stórtjón, sem hann hefir beðið af
snjóflóði.
Páll Halldórsson skólastjóri fer
þess á leit, að veittur verði styrk-
ur til útgáfu á íslenzkri siglinga-
fræði, sem hann er að semja.
Kristín Jónsdóttir listamálari
fer þess á leit að sér verði ætlaður
styrkur til ítalíuferðar á næstu
fjárlögum.
Samband norðlenzkra kvenfé-
laga l»refst þess, að húsmæðraskóli
norðanlands sitji fyrir öðrum
skólabyggingum um fjárveitingu.
ísólfur Jónsson, forstöðumaður
lýðskólans í Bergstaðastræti 3,
sækir um 1,500 kr. fjárveitingu til
skólans.
Anna Thorlacius sækir um 800
kr. styrk til ritstarfa og sem elli-
styrk.
Sigurður smáskamtalæknir Jóns
son I Lambhúsum á Akranesi sæk-
ir um 1,000 kr. í viðurkenningar-
skyni fyrir lækningar.
Freysteinn Gunnarsson sækir
um 3 þúsund kr. utanfararstyrk í
tvö ár, til að kynna sér alþýðu-
fræðslu og alþýðuskóla á Norður-
löndum og í Bandaríkjunum.
Hallgrímur Kráksson, fyrrum
póstur, leitar Alþingis um styrk-
hækkun.
Stjórn hf. Breiðafjarðarbátsins
sækir um 7 þús. kr. styrkhækkun
hvort árið næsta fjárhagstímabil.
Torfi Jörögen Tómasson snýr
sér til Alþingis með kröfur á hend-
ur Landsverzluninni um fullnað-
argreiðslu fyrir vinnu á matvæla-
skrifstofunni, og þriggja mánaða
kaupi í skaðabætur fyrir það, að
hann var sviftur vinnunni með
einungis 5 daga fyrirvara, og von-
ar að Alþingi “láti eigi viðgangast
þá ómannúð og miskunnarleysi ....
án allra saka”.
Stefán Eiríksson tréskeri sækir
um dýrtíðaruppbót á kenslustyrk
sínum.
Samband norðlenzkra kvenfélaga
sendir Alþingi útdrátt úr fundar-
gerð sinni 28. júní þ. á., um kjör
ljósmæðra og ljósmæðrakenslu.
—Morgunblaðið.
Erfðaskrá Andrew Carnegie.
Mr. Carnegie var oftar en einu
sinni búinn að segja, að hann vildi
deyja fátækur. En þótt hann hafi
verið búinn að gefa í burtu $350,-
000,000, setja til síðu fé handa
konu sinni og dóttur, þá samt bar
erfðaskráin með sér að eftir voru
$25—30,000,000, sem skift var upp
þannig: $960,000 til opinberra
stofnana, og árlegar tekjur til
skyldmenna og kunningja upp á
$300,000. Á meðal þeirra eru
Lloyd George, forsætisráðherra
Breta, og fyrrum forseti Banda-
ríkjanna Taft, $10,000 hvor, og til
ekkju Theodore Roosevelt og
ekkju Thomas J. Preston $5,000
hvorri.
Frá sjúkrahúsi bæjarins
Einn úr stjórnarnefnd Almenna
sjúkrahússins hefir, út af ein-
hverjum ástæðum, sem honum
einum er kunnugt um, farið til
dagblaðsins “Tribune” 19. þ. m. og
gefið blaðinu upplýsingar, sem
ekki eru á sem beztum rökum bygð-
r.
Eftirfylgjandi er það, sem þessi
herra sagði:
“Mótstaða sumra í stjórnarráði
sjúkrahússins gegn Dr. H. O.
Collins og á móti tilraunum hans
til að gjöra sjúkrahúsið sem full-
komnast sem menn þekkja á því
svæði, hefir komið honum til þess
að segja af sér sem ráðsmaður
sjúkrahússins, eftir að hafa haft
þetta embætti á hendi í eitt ár.”
Standa í dyrum fyrir framförum.
“Nokkrir úr stjórnarnefndinni
hafa varnað Dr. Collins að efla
velferð sjúkrahússins og koma því
í röð fullkomnustu sjúkrahúsa.”
Sögumaður benti á sal þann,
sem notaður er til þess að skera
upp í, og sagði að Dr. Collins hefði
viljað gjöra þar breytingu en ekki
fengið, fyrir þessum sömu mönn-
um. Og bætti við: “Að það, að
Dr. Collins væri Bandaríkjamaður
gæti það átt sinn þátt í þessari
mótstöðu.” pessi sami maður
(Alderman) gat og þess, að Dr.
Collins væri óánægður með lækna-
ráðið.
pegar þessar staðhæfingar öld-
urmannsins komu fyrir almenn-
ings sjónir og þá líka fyrir sjónir
Dr. Collins, lét hann sér fátt um
finnast og var lítt þakklátur sögu-
manni, því hann ritar sjálfur eft-
irfylgjandi bréf til stjórnarráðs
sjúkrahússins, og var bréf það
birt í blaðinu “Free Press” 29. þ.
m. og hljóðar svo:
“Athygli mitt hefir verið dregið
að orðróm, sem nýlega hefir borist
út, þess efnis, að eg hafi átt að
segja af mér yfirlæknisembættinu
við hið Almenna sjúkrahús bæjar-
ins sökum þess, að eg hafi ekki
notið fylgis stjórnarráðsins.
pó að mér sýnist engin veruleg
ástæða til þess að taka það fram,
þá vil eg samt fullvissa yður um,
að orðrómur þessi hefir ekki við
neitt að styðjast, og að mér þykir
fyrir því að hann skyldi hafa
sprottið upp. Samvinna mín og
stjórnarráðsins í heild sinni, eins
og á milli mín og hvers einstak-
lings úr stjórnarráðinu hefir und-
antekningarlaust verið ánægjuleg
og vinsamleg. Eg hefi sannarlega
enga ástæðu til þess að kvarta
undan þeim viðskiftum.
pó að það sé satt, að margar af
breytingum þeim, sem eg hafði
hugsað mér að koma á til bóta, í
þeirri von, að sjúkrahúsið gæti
komist í röð fullkomnustu sjúkra-
húsa í Ameríku, hafa ekki komist
í framkvæmd, af ýmsum ástæð-
um, þá skil eg það full vel að
stjórnarnefndin á enga sök þar á.
petta eina ár, sem eg hefi dval-
ið hér við Almenna sjúkrahúsið
hefir verið mér, þegar alt er tekið
til greina, mjög ánægjulegt. Og
mig mun aldrei iðra þess að hafa
unnið við sjúkrahús yðar þennan
tíma.”
Nýi yfirlæknirinn.
Á fundi sem stjórnarráð almenna
sjúkrahússins í Winnipeg hélt 29.
f. m. var samþykt að veita Capt.
George L. Stephens, M.D. yfir-
læknisembættið við sjúkrahúsið í
stað Dr. Herbert O. Collins sem,
eins og að framan er sagt, sagði
því af sér, og sem fór suður til
Iowa State University spítalans
og tekur þar að sér yfirlæknis-
stöðu.
Capt. Stephens er 33 ára að
aldri. Hann er sonur G. F.
Stephens, sem er yfirmaður G. F.
Stephens félagsins hér í bænum.
Capt. Stephens fór í stríðið sem
herlæknir 1915, og hefir verið á
þeim stöðvum síðan, þartil nú ný-
lega að hann kom til baka.
Á meðan hann var í stríðinu var
hann læknir við spítala bæði á
Englandi og á Frakklandi, og það
var þar sem hann gat sér orðstýr
f.vrir reglu og stjórnsemi, sem að
sjálfsögðu hefir átt sinn þátt í að
honum var veitt yfirlæknisembætt-1
ið við spítalann hér í Winnipeg.
Capt. Stephens er útskrifaður
frá McGill háskólanum í Montreal.
undir próf við Toronto Conserva-
tory of Music í síðastliðnum júlí-
mánuði, hafa tvær ungar stúlkur
sérstaklega skarað fram úr, og
hlotið ágætiseinkunnir. Stúlkur
þessar eru þær Helga Pálsson
(dóttir Jónasar), er hlaut 90 stig
við Primary prófið — næst hæzta
vitnisburð af öllum þeim nemend-
um, er á því sviði keptu og próf
stóðust, en þeir voru 471 talsins.
Helga er aðeins 12 ára að aldri,
með frábæra hæfileika til hljóm-
listarnáms. Hin stúlkan, sem
fram úr skaraði, var Margrét
Thexton, 15 ára gömul Hún gekk
undir próf það, sem kallað er
Intermediate School, én sýndi þar
svo mikla þekkingu, að hún var
flutt upp í Intermediate-flokkinn
og hlaut þar ágætiseinkunn. Miss
Thexton hlaut, sem kunnugt er
verðlaunapening úr silfri fyrir
framúrskarandi listnæmi í Junior
prófinu árið 1917.
Sambandsþingið sett.
Mánudaginn þann 1. þ. m. klukk-
an þrjú eftir hádegi, var sam-
bandsiþingið sett, með venjulegri
við'höfn.
Aðalmálið, sem til meðferðar
liggur að þessu sinni, er sáttmál-
inn frá friðarþinginu í Versölum
og væntanleg samþykt hans frá
hálfu þingfulltrúa hinnar cana-
disku þjóðar. Talið er víst að
fylgi stjórnarinnar muni nokkuS
til þurðar ganga, með því aS
nokkrir af liberal þingmönnum
þeim, er kosnir voru henni til
stuðnings meðan á stríðinu stóð,
hafa nú tekið sín fyrri sæti á
meðal stjórnarandstæðinga, svo
sem W. S. Fielding, Fred Pardee
og Johnston þingmaður í Last
Mountain kjördæmi. — Óháðum
þingmönnum hefir einnig fjölgaS
nokkuð og rýrist stjórnarfylgið viS
það að sama skapi, því áður töld-
ust þeir allir til hennar flokks.
Á meðal þeirra mun mega telja
þá Major Andrews, þingmann fyr-
ir Mið-Winnipeg; Jones Douglas
frá Strathcona, Alberta; W. A.
Buchanan, Lethbridge, Alberta,
og J. H. Burnham þingmann fyrir
West Peterboro, Ontario. Dr.
Clark, þingmaður frá Red Deer,
telst einnig utanflokka, er hann
gamall lágtollamáður og mun
andstæður stjórninni í flestum
stórmálum.
KENNARA VANTAR
fyrir Thingvalla S. D. No. 108, frá
15. september til ársloka 1919.
Umsækjendur verða að hafa ann-
ars stigs kennarapróf. Tilboð
sem tiltaka kaup sendist til und-
irritaðs fyrir 10. september.
S. Johnson, ritarí.
Churchbridge, Sask.
Móður-kveðja.
GUÐMUNDUR DANÍEL GUÐMUNDSSON.
Fæddur 24. Júlí 1892. Dáinn 18. Desember 1918.
Við biðum þess heima með brennandi >þrá
að bæinn þú lýstir um jólin.
Ef skammdegis myrkur og mótviðri slá
er máttugri kærleikans sólin.
Og því var oss löngunin heilög og há
í heimkynnið okkar, minn son, þig að fá.
En vonin og gleðin á lífdaga leið
er leiftrandi, hverfandi bjarmi,
og svo koma élin er skyggja vort skeið
með skerandi, blæðandi harmi.
pá virðist oss heimurinn harður og flár
og himininn kaldur með söknuð og tár.
Já, sviplega barst mér það sorganna hljóð
að sjúkur þú lægir á beði,
sem helör í gegn um mitt hjarta það stóð
með húmið og óttann í geði.
En sárast af öllu mig þrýsti sú þraut
að þér var eg fjarri að lokinni braut.
En Drottinn var með þér í síðustu sorg
og sál þinni lýsti til hæða,
eg grét þig af hjarta, en Guð er vor borg
og græðir þau sárin er blæða.
pá hnígur í djúpið mín hérvistar sól
eg held með þér geislandi, endalaus jól.
Fyrir hönd Kristín
látna.
tínrf G
f&r
Guðmundsson, móður þiiins-
M. Markússon.
Hljómljstaprófin.
Á meðal þeirra nemenda hr.
Jónasar Pálssonar, sem gengu
Klippið þennan miða úr blaðinu ■
og farlð með hann tll
Mr. li. J. Metcalfe ■
fyrrum íorstjðra fyrir ljðsmyndastofu T. Eaton félagsins
489 Portage Ave., Wlnnipcg. Phone: Sh. 4187
Gegn þessum Coupon f&ið þér sex myndir, sem kosta venju-
lega »2.50, fyrir elnn dollar.
þér getið undlr engum kringumstæðum fengið þessar myndir
hj& oss, nema þér framvlsið þessari auglýsingu.
Tilboð þetta gildir I einn m&nuð fr& fyrstu blrtingu þessarar
auglýsingar
Barnamyndir eða hðpmyndir af tveimur eða þremur, kosta
35 centum meira.
Draping, tvser stillingar og sýnishorn (proofs) bæta 50 cent-
um við oíangreint verð .
■
■iBWWfWIIIWllMiMHTIl
I1B!!IIBI!!!I
IIliHmillHmilMBil!
IUIII