Lögberg - 04.09.1919, Blaðsíða 7

Lögberg - 04.09.1919, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 4. SEPTEMBER 1919. 7 Þjóðmmmnmgardagur Ný-íslendinga að Árborg, Man. 1919. Annar ágúst rann upp fagur og skínandi í Árborg, Man. og bauð ungum sem eldri faðminn til fagn- aðar og gleði á þessum frjálsræðis og fagnaðardegi íslendinga hér vestan hafs. Margir höfðu spáð illa fyrir veðrinu þennan dag, því fyrirfar- andi daga hafði veður verið með hitamollu og skúraleiðingar í lofti og útlit því fyrir að rigna mundi þá og þegar. Ýmsir voru og einn- ig þeir, sem spáðu því, að sjálfsagt mundi rigna annan ágúst, og rök- færðu spá sína með því, að það rigndi ætíð í Winnipeg á íslend- ingadaginn, og ekki væri við því að búast að “forsjónin” yrði ör- látari í útbýting góðs veðurs til okkar útkjáikabúanna en stór- borgaranna í Winnipeg. — peir sem þannig spáðu höfðu sjálfsagt ekki íhugað, að: “Drottinn lætur rigna jafnt yfir réttláta sem rang- láta”. En svo þegar fegurð dagsins sýndi sig, ljómuðu allra andlit af fögnuði, og þó ekki sízt unga fólks- ins, sem frá því að samkoma þessi hafði verið ákveðin og auglýst, hafði þráð þennan frjálsræðis og skemtidag og gjört sér bjartar vonir um að hitta forna og nýja kunningja, og jafnvel máske að bindast vina eða ástbandi öðrum áður lítt þektum. — Eldra fólkið gladdi sig einnig yfir góðum og fögrum degi, þó það léti minna á því bera; en þegar það sá hvernig ræzt hafði úr fyr- irfarandi veður útliti, varð sumu þetta gamla íslenzka máltæki að orði: “Svo gefur hverjum sem hann er góður”. Að nokkur “Farisea” eða sjálfs- elsku hugsunarháttur hafi leynst bak við máltækið, er mér óhætt að fullyrða að ekki hefir verið, því Ný-íslendingar eru engir hræsn- arar eða sjálfselskufullir sjálf- byrgingar. peir eru enn hreinir íslendingar og hræsnislausir; og hjá þeim hefi eg orðið var meiri ræktarsemi til feðralandsins, tungu þess og þjóðernis en alment hefi eg orðið var í öðrum bygðum íslendinga, sem eg þekkti til hér vestan hafs. — Unga fólkið hér telur sér heiður af því að vera af íslenzku bergi brotið, og er það meira en eg hefi orðið var annars- scaðar, enda mun og nú fleira gengið í pjóðræknisfélagið ný- myndaða en í öðrum bygðum ís- lendinga, og sýnir það eitt fyrir sig viðleitni til stuðnings góðu málefni, hvernig sem á málið er litið. # Svo eg nú snúi mér að því, sem fram fór'á þjóðminningardaginn, þá var það sem hér segir: Samkoman var sett á hinum nýja leikvelli kl. 10 f. h. Hófst þá knattieikur (Base Ball) og voru mættir að þeim leik flokkar ungra jnanna, frá: Víðir, Framnes, Fisher Branch, Riverton og Ár- borg. — Mátti þar líta margan vel- vaxinn dreng, enda var leikið bæði af list og harðfengi. — Uppörfun- ar og dár yrði skortu eigi frá áhorfendunum, eftir því sem mönnum fanst vel leikið. í áhorfendahópnum mun unga kvenfólkið hafa verið fjölmenn- ast og mátti þar líta mörg fögur andlit og uppljómuð af æskufjöri og augu sem leiftruðu af eldmóði og áhuga, því eflaust hefir mörg ungmeyan sú verið, sem átti sér einhvern þann í hópi leikenda, sem hún óskaði til sigurs fremur öðr- um. En hér fór sem fyrri; allir gátu*^kki orðið sigurvegarar, og leikslok uru þðau að Riverton flokkurinn gekk sigrandi af hólmi eftir harðsóttan loka-leik við Ár- borgarmenn. Verðlaun hlutu þeir $25.00. Jafnhliða knattleiknum fóru fram ýmsar líkamsæfingar, svo sem: hlaup, stökk, kaðaltog og fleira. Tóku svo margir þátt í því, — bæði eldri og yngri, — að hér yrði of langt upp- að telja, enda er mér ekki nógu kunnugt um hverj- ir báru þar sigur úr býtum, svo eg megi með það fara. — þ'rá kl. 1—2 var tekin mathvíld, því þó gnægð væri góðra hress- inga til sölu á leikvellinum, svo sem ísrjómi, aldini, kryddbrauð og allskonar svaladrykkir, þá heimt- aði þó maginn meiri eða staðbetri fæðu, sérstaklega hjá þeim, sem kappsamlega höfðu gengið fram að leikjum. Kl. 2 e. h. kvaddi formaður sam- komunnar, herra Sigurjrón kaup- maður Sigurðsson sér hljóðs og ávarpaði þingheim með nokkrum vel völdum orðum, bað hann hafa hljótt um sig, því nú skyldu ræðu- höld hefjast og upplestur kvæða, sem orkt hefði verið í tilefni af deginum, ásamt því að söngflokk- ur Árborgar mundi syngja viðeig- andi kvæði milli ræðanna. Söngflokkurinn söng þá fyrst: “Ó Guð vors lands”, og að því búnu söng allur þingheimur “Eld- gamla ísafold”. w/ Every lOc Packet of WILSON’S \ FLYPADS \ WILL KILL MORE FLIES THAN / \$8-°W0RTH 0F ANY , STICKY FLY CATCHER V Urcin í meðferð. Seld I hverrl lyfja- búð og matvöruhúsum. pá talaði fyrir minni íslands hr. Capt. Sigtr. Jónasson, langt og snjallt erindi, og mintist þar að- allega framfara í landinu hin síð- ari ár, bæði hvað sjávarútveg og landbúnað snerti, sem og þess að nú væri ísland búið að fá viður- kenning sem sjálfstætt ríki og ætti nú sinn eigin fána. — Eftir þessari ræðu las Dr. S. E. Björnsson upp kvæði, sem hér fer á eftir. Næstur talaði fyrir minni Cana- da herra ^ sveitarskrifari T. In- gjaldsson, stutt erindi og gott og eftir það las herra P. S. Guðmunds- son, upp kvæði. pá talaði fyrir minni Vestur- íslendinga séra Jóh. Bjarnason. Er ræða sú óefað einhver sú bezta, — sem eg hefi heyrt flutta við slíkt tækifæri,— bæði hvað efni og orð- færi snerti, og þess virði að birt væri opinberlega í blöðunum. Næst talaði hr. verzlunarstjóri St. Einarsson fyrir pjóðræknisfé- laginu; afbragðs gott erindi til hvatningar og styrktar þeim fé- lagsskap. — Fór hann mjög vel völdum orðum um gildi og ástæður til að viðhalds tungu vorri sem og hinn dýrmæta sjóð sem íslend- ingar ættu í sínum bókmentum, fornum og nýjum. Eftir ræðu þessa las herra Sig- ursteinn E. Einarsson upp nýorkt kvæði. Að síðustu talaði Grímur Laxdal fáein orð í garð kvenfólksins. — Söngflokkurinn söng viðeigandi kvæði eftir hverja ræðu, og að síð- ustu: “God Save The King”. Að afstöðnum ræðuhöldum fór fram íslenzk glíma, tóku þátt í henni 6 vaskir drengir. Velli hélt og verðlaun fékk (þau einu sem gefin voru) herra Steini Jakobs- son. Eftir kl. 8 var haldinn dans í samkomuhúsi bygðarinnar. — Mátti þar sjá margt spor létt og lipurlega stigið, eftir samspili æfðra fiðlu og piano leikara, og var á engu sjáanlegt að unga fólk- ið hefði gengið fram af sér, þó það hefði vasklega gengið að leikjum allan daginn. — En til vandræða ætlaði að horfa þegar skera átti úr hver verðlaun skyldi hljóta í verðlauna valzinum, því þar var all erfitt á milli að dæma, en hlut- skörpust urðu þau Mrs. Rey og Mr. Joh. Danielsson og næst þau Miss R. Reykdal og Mr. E. Erlend- son. Kann eg svo ekki þessa sögu lengri. Áhorfandi. Hið nýjaeimskipafél. Hið væntanlega nýja eimskipafél. Ot af ummælum “Morgunblaðs- ins” s. 1. laugardag og sunnudag, um hið fyrirhugaða nýja eimskipa- félag, þykir rétt að taka það fram til skýringar á því sem í blaðinu stendur og til þess að fyrirbyggja misskilning. 1. Að forgöngumenn hins fyrir- hugaða nýja félags hafa hugsað sér samvinnu við bát Skaftfellinga (“Skaftfelling”) og sömuleiðis bát Breiðfirðinga (“Swan”), að því er snertir flutninga frá Reykjavík þannig, að þegar mikið er um flutninga flytja skip félagsins vörur til Vestmannaeyja og Stykk- ishólmsAen þar taki hinir bátarnir við, og hvað Skaftfellinga snertir, mun þetta af fyrri reynslu oft geta sparað bátnum fleiri daga og jafnvel viku bið í Vestmannaeyj- um eftir færu veðri austur. 2. Að stærð skips þess, er fyrst og fremst hefir verið áformað að kaupa, er á þriðja hundrað smál. (brutto) og að skipið liggur í skipakví í Kaupmannahöfn, þar sem verið er að yfirlíta og flokka það að nýju. 3. Að hluttaka ýmisra manna í félaginu getur verið undir því komið að þingið veiti því ríflegan árlegan styrk og að það, hvort að íélagið verður stofnað og hvort umrædd skip keypt til framan- greindra ferða, mun að miklu leyti verða undir því komið hvort sam- göngumálanefnd Alþingis álítur sig geta lofað eindregnu fylgi sínu, að því er snertir styrk þann, sem álitið er að sé nauðsynlegur félaginu til þeirra ferða sem það hefir ætlað sér að halda uppi. Skipum hins fyrirhugaða nýja félags er aðallega ætlað að halda uppi ferðum hér á Faxaflóa, inn á Breiðafjörð og suður fyrir Reykja- Ljúfar minningar. Vér munum: á æskunnar indælu stund ei áhyggjur þekjjum né kvíða, er leiddu oss foreldrar ljúfir við mund og lék við oss hamingjan blíða. En unaðarsólin í heiðljóma hátt þá hlýjaði brjóstunum ungum; vér lékum oss fjörugt og dönsuðum dátt og dillandi gleðiljóð sungum. 1 æðunum funaði ákefð og fjör, þá átti margt nytsamt aðsvinna; því léttur var fótur og lundin var ör og ljúft var oss mörgu að sinna. En framundan lífsbrautin Ijómandi og slétt, ei lejrti né torfæru sáum. pó síðar oss bæri að keldu og klett og klifunum stórum og smáum. Og mörg varð á leið vorri gróandi grund, svo greiðfær og mjúk undir fæti; þar £ttum vér fjölmarga ánægju stund og undum við fögnuð og kæti. En ef að oss hrakti í hretviðra flaum og höltruðum brekkurnar stríðar, þá vonin oss heillaði í vorsæludraum en vöktu þó minningar þýðar, pað líður á daginn og lífssólin blíð fer lækkandi og sígur að grunni. En minningar ljúfar, frá liðinni tíð, þó lifa í hug og á munni. pví hjartað þær geymir. Og all-líklegt er, nær alt er oss lífið að baki, að himinveg yfir í eilífð með sér- þær andinn í dauðanum taki. B. P. nes, með viðkomu á helztu nál. stöðum, alt til Vestm.eyja. Enn fremur er stærra skipinu ætlað að fara austur og vestur á firði, þeg- ar mikið er um flutninga, ekki hvað sízt farþegaflutninga, því samkvæmt áskorun frá Fiskiþing- inu til Alþingis, er gert fyrir að farþegaflutningar þeir, sem hing- að til hafa átt sér stað. með bótor- bátum, verði að mestu leyti bann- aðir. Hvað snertir “Skjöld”, þá hefir verið rætt um kaup á þessu skipi, en hvort úr þeim kaupum verður eða eigi ákveður væntanlegur stofnfundur. —Morgunblaðið. Söngvar. Halla. Út á hlaðið Halla kom, horfði bænum frá: “Fögur eru fjöll í dag, fellin heið og blá!” Sunnanvinda veður hlý vekja í huga þrá. Fögur eru fjöllin há og heiðblá— á vorin. Upp við fjöllin átti hún áður fyrri ból. Langir vetrar liðu þar, iítt var oft um skjól. Eftir vetrar ógna-farg undrafögur sól hló við fjallahlíð og gylti hnjúk- ana — á vorin? Nú var Halla ekki ung, elli þyngdi fót. Enn sem fyrri hugur hló heiðasölum mót. Upp við fjöllin mörg og mæt minning átti rót. Lundin verður létt og ung í ljós- inu — á vorin. Pjóðtrú. Á Finnafjallsins auðn — þar lifir ein í leyni sál. Við lækjaniðsins huldumál á Finnafjallsins auðn hún sefur langan sumardag, en syngur þegar haustar lag á Finnafjallsins auðn. ' í fyrstu’ er lagið ljúft og stilt; er lengir nóttu ært og trylt á Finnafjallsins auðn.. i En snýst í vein í vetrarbyl, er veðrin standa’ um Illagil á Finnafjallsins auðn. pað hefir marga’ af vegi vilt og voðasjónum hugi fylt, — á Finnafjallsins auðn menn segja’, að fordæmd flakki sál, sem firrist vítis kvöl og bál á Finnafjallsins auðn. Sokkabandsvísur. Uppvið kletta Sigga’ á Sandi, sólin meyja hér á landi týndi’ í sumar sokkabandi, sem er gaymt hjá mér. parna töfraundra andi einhver leynir sér í bandi, því úr hug mér Sigga’ á Sandi síðan aldrei fer. Alt af eg í huga’ á henni hné og leggi vef og spenni. Eg held ástarofsinn brenni einnig þá eg sef. Ef við tengjumst ektabandi, eið eg svarið hef, er standi, þá úr gulli Siggu’ á Sandi sokkaband eg gef. p. G. —Lögrétta. Frá Islardi. Reykjavík 23. júlí 1919. Á Vestfjörðum er útlitið gott með síldveiðarnar. Fregn frá ísafirði í gær segir, að þá um morguninn hafi 6 síldveiðaskip komið inn þangað, öll drukkhlaðin, höfðu um 2500 tunnur. Mest hafði sú síld veiðst fyrir vestan Horn. Hér í flóanum fékk bátur frá Sandgerði um sama leyti 40 tunn- ur af síld í reknet. 17. þ. m. giftust hér í bænum Haukur Thors framkv.stj. og frk. Soffía Hafstein, dóttir H. Ijiaf- steins bankastjóra. Sveinbjörn Sveinbjörnsson pró- fessor hélt heim á leið itl Skot- lands með “Botniu” í gær. Hann hélt hér tvisvar hljómleika í Báru- búð og tvisvar í dómkirkjunni, og lék Páll ísólfsson þar á organið, en flokkur karla og kvenna söng undir stjórn Svb. Svb. lög hans við aldamótaljóð H. Hafsteins, “Drottinn, sem veittir heill og frægð til forna”, “Páskadags- morgun”, eftir Valdimar biskup Briem, “Nú grúfin nótt of grænu dala skrúðj”, og þjóðsönginn “Ó, Guð vors lands”. Var endað fiaeð því lagi og stóðu allir upp meðan það var sungið. Einnig söng hr. Einar Viðar tvö lög eftir prófess- orinn sóló í kirkjunni. Síðari kirkjusamsöngurinn var haldinn í fyrrakveld. Á eftir var prófessor Svb. Svb. kvaddur með samsæti og honum þakkað fyrir komu hans og söngskemtanir. —Lögrétta. „Lögberg“ er stærst og ódýrast—kauptu það. Sönn sparsemi í fæðu er undir því komin að kaupa þá fæðutegund sem mesta næringu hefir og það er PURIT9 FCDIIR (Grovemment Standard) Skrifið oss um upplýsingu Western Canada Flour Mills Co., Limited Wipnipeg, Brandon, Calgary, Edmonton. } Geral License No. 2-009. Flour License No. 15, 16, 17, 18. HVAÐ sem þér kynnuð að kaupa af húsbúnaði, þá er hœgt að semja y»ð okkur, hvort helciur fyrir PENINGA OT I HÖND eða að LÁNI. Vér hðfum ALT »em til húshúnaðar þarf. Komið og skoðið 0VER-LAND HOUSE FURNISHING Co. Ltd. 580 Main St., horni Alexander Ave. G0FINE & CO. Tals. M. 8208. — 822-332 Klllce Ave. Hornlnu fi. Hargrave. Verzla með og virða brúkaða hfls- m’jni, eldstór og ofna. — Vér kaup- um, seljum og skiftum fi öllu sem er nokkurs virði. Oss vantar menn og konur tll t>ess að læra rakaraiðn. Canadlsklr rak- ara hafa orðið a(5 fara svo hundruSum sklftir I herþjónustu. þess vegna er nú tæklfæri fyrir yður að læra þægl- lega atvinnugrein oy komast 1 gððar stöður. Vér borgum yður göð vmnu- laun & meðan þér eruð að læra, og út- vsgum yður stöðu að loknu naml, sem gefur frfi $18—25 um vikuna, eða við hj&lpum yður til þess afi. koma fi föt "Business” gegn mfinaðarlegrl borgun — Monthly Payment Plan. — Námið tekur aðeins 8 vikur. — Mörg hundruð manna eru að læra rakaralðn & skölum vorum og draga h& laun. Sparið j&rnbrautarfar með þvl að læra & næsta Barber College. Hemphill’s Barber College, 226 Paclfic Ave, Winnipeg. — Otibfl: Re- glna, Saskatoon, Edmonton, calgary. Vér kennum einnlg Telegraphy, Moving Picture Operatlng & Trades sköla vorum að 209 Pacific Ave Winnl- peg. The Ideal Plumbing Co. Horqi Notre Dame og Maryland St Tals. Garry 1317 Gera alskonar Plumb- ing, Gasfitting, Gufu og Vatns-hitun. Allar við- gerðir gerðar bæði fljótt og vel. Reynið oss. J. J. Swanson & Co. Verzla með fasteignir. Sjá um leigu á búsum. Annaat lám og eldsábyrgðir o. fl. 808 Paris Building Phone Main 2506—7 A. G. CARTFft úrsmiðor GuU og silfurvöru Hopmallnr. Selur gleraugu vil' illra hæfi þrj&tiu fira reyn^x 1 öllu sem að úr hringjum »g öðru guil- stfissi lýtur. — O* rir við úr og klukkur & styttr tlma en fölk hefir vanist. 206 NOTRE f UMK AVE. Sími M. 4520 - tVlnnlpeg, Man. Dr. R. L HURST, »' smber of Roy 1 Coil. of Surgeons, L. 'g., útskrlfaðv r af Royal College of PLjsiclans, Lr don. Sérfræðingur i brjöst- tauga og kven-sjúkdómum. —Skrtfst S(»r Kennedy Bldg, Portage Ave. . V möt Eaton’s). Tals. 11. 814. Heimh M. 2696. Timl U1 viðtals: kl. 2—r og 7—8 e.h. Dr. B. J.BRANDSON 701 Lindsay Building Tei.rvhone oarry 380 OnriCK-TfMIAR: 2—3 H«tmili: 776 Victor St. Tklifhoni OAIIV 381 Winnipeg, Man. Vér leggjum sérstaka fiherziu fi að Relja meðöl eftlr forskriftum lækna. Hin beztu lyf, sem hægt er að í&, eru notuð elngöngu. þegar þér komlð með forskriftlna til vor, megið þér vera viss um að f& rétt það sem læknlrlnn tekur til. COLCLKUGH & CO. Notre Dsms Ave. og Sherbrooke 8t. Phones Qarry 2(90 og 2691 GHftlngaleyfisbréf seld. Dr. O. BJORN&ON 701 Lindsay Building rsLneoHa.ARRT 32« Qfiice-timar: a—3 HIIMILl! 764 Victor St.ect ÚILiraONIl OARRY T38 Winnipeg, Man, Oagtals. St. J. 474. Næturt. St. J. Kalli sint & nótt og degi. DR. B. GEKZABEK, M.R.C.S. frfi Englandi, L.R.C.P. frfi London, M.R.C.P. og M.R.C.S. frfi Manitoba. Fyrverandi aðstoðarlæknir vlð hospftal f Vfnarborg, Prag, og Berlín og fleiri hospftöl. Skrifstofa & eigln hospftatl, 415—417 Pritchard Ave., Winnipeg, Man. Skrifstofutfmi frfi 9—12 f. h.; S—• og 7—9 e. h. Dr. B. Gerzabeks elgið bospítal 415—417 Prltchard Ave. Stundun og læknlng valdra sjúk- llnga, sem þjfist af brjóstveikl, hjart- veikl, magasjúkdómum, innýflaveikl. kvensjúkdómum, karlmannasjúkdóm- um.tauga veiklun. G.&H. TIRE SUPPLY CO. Sargent Ave. & McGee St. Phone Sher. 3631 - Winnipeg Gert við bifreiðar Tires; Vulcanizing og retreading sér- stakur gaumur gefinn. það er ekkert til í sambandi við Tires, sem vér getum eigi gjört. Vér seljum brúkaða Tires og kaupum gamla. Utanbæjarpantanir eru af- greiddar fljótt og vel. Dr- J. Stefánsson 401 B»yd Buildine C0R. PORT^CE A7E. & EDM0JIT0JÍ *T. Stuadar eingöngu augna, eyma. nef og kverka sjúkdóma. — Er að hitta frákl. 10-12 i. K. og 2- 5 e. h.— Talsimi: Main 3088. Heitnili Í05 OliviaSt. Talsími; Garry 2315. Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Buildlng Cor. Portage Ave. og Edmonton Stundar sérstaklega berklasýkl og aðra iungnasjúkdóma. Er að flnna fi skrifstofunni kl. 11— 12 f.m. og kl. >—4 c.m. Skrif- stofu tals. M. 3088. Heimili: 46 Alloway Ave. Talsiml: Sher- brook 3158 DR. O. STEPHENSEN Telephone Garry 798 Til viðtals frá kl. 1—3 e. h. heimili: 615 Banatyne Av€., Winnipeg =iJ Llenzk vinnustofa - Aðgerð bifreiða, rnfltorhjðla og annara relðhjóla afgreidd fljótt og vel Elnnlg nýjir bifreiðapartar fivalt við hendina. Sömuleiðis gert við flestar aðrar tegundir algengra véla S. EYMUNDSSON, Vinnustofur 647—649 Sargent Ave. Bústaður 635 Alverstone St. J. G. SNÆDAL, TANNLŒKNIR 614 Someraet Block Cor. Portagc Ave. eg Donald Street Tals. main 5302. Reiðhjói, Mótor-hjól og Bifreiðar. Aðgerðir afgreiddar fljótt og vel. Seljum einnig ný Perfect reiðhjól- Skautar amíðaðir, skerptir og endurbættir. J. E. C. Williams 641 Notre Dame Ave. Phones G. 1154 and G. 4775 Halldór Sigurðsson General Contractor 804 McDermot Ave., Winnipeg BIFREIÐAR “TIRES” Goodyear og Dominion Tires ætið & reiðum höndum: Getum flt- vegað hvaða tegund sem þér þarfnist. dðgerðum og “Vulcanizlng” sér- stakur gaumur geflnu. Battery aðgerðir og blfreiðar til- búnar til reynslu, geymdar / og þvegnar. ACTO TIRE VCLOANIZING CO. 309 Cumberland Ave. Tals. Garry 2767. Opið dag og nótt. Verkstofn Tals.: Garry 2154 Heon. Tals.: Garry 2949 G. L. Stephenson PLUMBER AHskonar rafmagnsfihöld, »vo sem straujfirn víra, allar tegnndir af glösum og aflvaka (batterls). VERKSTQFA: 676 KOME STREET J. H. M CARSON Byr ti! Aiiskonar Umi fyrlr fatlaða menn, einnig kvlðslitaunibúðir o. fl. Talsími: Sh. 2048. 338 COLONY ST. — WINNIPEG. THQS. H. J0HNS0N og HJÁLMAR A. BERGMAN, fsienzkir lógfraeBiagar, Skr'Ifstopa:— koom 811 McArtbur Building, Portage Avenne ÁRitun: P. o. Box 1686, Telefónar: 4503 og 4504. Winnipeg Nannesson, McTavfsh & Freemin logfræðingar 215 Curry Building, Winnipeg Talsími M. 450 peir félagar hafa og tekið að sér lögfræðistaj*f B. S. Ben- sons heit. í Selkirk. Tals. M. 3142 G. A. AXF0RD, Málafœrslumaður 503 PARIS BUILDING Winnipeg Joseph T. Ihorson, Islcnzkur Löglræðingur Heimili: 16 Alloway Court,, Alloway Ave. MESSRS. PHILLIPS & SCARTH Barristers, Etc. 201 Montreal Trnst Bldg., Winnipeg Phone Main 512 Gísli Goodman TINSMIÐUR VERKSTŒÐI: Homi Toronto og Notre Dame Phone !—[ Uelniilis Qarry 298« Oarry 899 A. S. Bardal 84S Sharbrooke St. Selur líkkistur og annast um útfarir. Allur útbúnaður sá bezti. Enafrem- ur selur Kann alskonar minnisvarða og legsteina. Heimllis T»l« - Oarry J151 Qkrífstafu Tals. - Garry 300, 375 Giftinga og . ., Jatðarfara- plom með litlum fyrirvara Birch blómsali 616 Portage Ave. Tals. 720 ST JOHN 2 RING 3 JOSEPH TAYLOR XjÖGTAKSMAÐUR Ilelnillls-Tals.: St. John 1844 Skrifstofn-Tals.: Main 7978 Tekur lögtakl bæði húsnlelguskuldir. veðakuldir, vlxlaskuldtr. Afgreiðlr alt sem að lögum iýtur. Skrifstofn, 255 Maln Streee Hefir maginn gert verkfall? Ef að maginn í þér hefir gert verkfall, þá hlýtur hann að hafa haft góða og gilda ástæðu. Og þú mátt einslds láta ófreistað, er verða mætti til góðrar samvinnu milli mag- ans og hinna annara líffæra. Triner’s American Elixir of Bittei^ Wine, er langhezti sáttasemjarinn í þeim efnum. Hann hreinsar innýflin, friðar magann og hrekur á brott all- an drunga og leiðindi. — Ef þú þjúist af höfuðverk, tauga- veiklun eða lystarleysi, þá skaltu nota Triner’s American Elixir of Bitter Wine. — Haf- irðn hitasótt, er Triner’s Anti- putrin, leyst upp í volgu vatni, afbragðs gott. Það er einnig égætt við nof og hálssjúkdóm- um. Fæst lijá öllum lyfsölum. — Joseph Triner Oompany, 1333—43 S. Ashland Ave., Chicago, 111.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.