Lögberg - 04.09.1919, Blaðsíða 6
Bís. 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 4. SEPTEMBER 1919.
Sagan af Monte Cristo.
2. KAPITULI.
Saga Edmonds.
Komumaður reis á fætur hægt og gætilega,
hristi af sér rykið, 'þvi hann var moldugur og
leit í kring um sig í klefanum.
Hann var orðinn mjög við aldur. Hárið var
orðið hvítt sem snjór og andlitsdrættirnir voru
skarpir, þó að þeir væru orðnir djúpir og andlitið
hrukkiótt.
Elftir að komumaður hafði rent augum sínum
yfir klefann, lét hann þau hvíla á Edmond dálitla
stund og virti hann fyrir sér, og spurði síðan:
“Hvað heitir þú, og hvaðan ertu kominn?”
‘ ‘ Eg heiti Edmond Dantes, og er sjómður frá
Yersölum,” mælti Edmond.
“Því ertu hér í fangelsinu?”
‘ ‘ Eg veit það e'kki. ’’
“Þú veist ekki af hverju 'þú hefir verið færð-
ur hingað í fangelsið,” mælti komumaður. “Það
þykir mér undarlegt. Látum oss setjast á rúmið
og segðu mér sögu þína, mér leikur hugur á að
vita með hvaða hætti að þu ert hér kominn. Síðar
mun eg segja þér það, sem á mína daga hefir drif-
Íð, ef þú vilt. ’ ’
Svo settust þeir báðir á rúmið og Edmond hóf
sögu sína á þessa leið:
‘ ‘ Eg heiti, eins og eg sagði þér áðan Edmond
Dantes, og eg er fæddur í Marseilles á Frakklandi,
þar sem eg bjó með föður mínum í mörg ár, því eg
misti móður mína þegar eg var á unga aldri.
Þegar í æsku var það sjórinn, sem heillaði
huga minn mest. Hann <lróg mig að sér með sínu
seiðandi afli, og eg fann, eftir því sem ef varð
eldri, að lífsstarf mitt yrði að vera helgað sjó-
mannastéttinni. Eg sagði föður mínum frá þessu,
en hann var tregur til þess að veita samþykki sitt
til þess og eg gjörðist sjómaður. Hann skildi
hætturnar og erfiðleikana, sem þeirri stöðu eru
samfara miklu btur en eg, og hann reyndi til þess.
að telja mér hughvarf. En það var þýðingarlaust,
og þegar hann fann það, lét hann tilleiðast og út-
vegaði mér rúm á skipi einu frá Marseilles, sem
var eign kaupmanns eins auðugs þar í borginni
sem Marrell hét.
Skip þetta, sem var kaupfar og hét Paraon,
gelck á milli landa í verzlunarerindum. Eg fór
glaður um borð í þetta skip og var e'kki 'búinn að
farar með því margar ferðir, þegar eg var búinn
að læra til allra verka á skipinu, og líka um flóð
og fjöru, vinda og veður, alt sem hægt var að læra
— var orðinn fullkominn sjómaður og naut vel-
vildar og trausts samverkamanna minna á skipinu
og vfirmanna. Og einkum þótti mér vænt um að
eigandi skipsins Mr. Morrell, veitti mér sérstaka
eftirtekt og sýndi mér velvild í hvívetna, svo að
eg þóttist vita að eg mætti telja hann sem vin minn.
Svo var það á einni af sjóferðum okkar,
þeirri síðustu sem eg fór, að skipstjórinn á skip-
inu vei'ktist af taugaveiki og dó eftir nokkurra
daga legu. En áður en hann skildi við kallaði
hann mig til sín og fékk mér bréf, sem átti að fará^
til Napoleons, sem þá var fangi á eyjunni Elba,
og lagði hann svo ríkt að mér, að eg varð að lofa
að ikoma því, ef þess væri nokkur kostur.
Þegar skipstjórinn var dáinn, tók eg, eftir
áskoran skipshafnarinnar að mér stjórn á skip-
inu. Og þegar þessi viðburðu* kom fyrir, vorum
við á leiðinni frá Sikiley til Marseilles, og var
það því ekki nema eins dags töf að koma við í Elba,
og þangað héldum við. Eg skilaði bréfinu og tók
á móti öðru, sem eg átti að afhenda manni í París.
Þegar við komurn til Marseilles, sagði eg Mr.
Morrell frá öllu saman og lét hann vel yfir, því
hann var öflugur stuðningsmaður Napoleons. En
hann tók mér vara fyrir að láta það berast út að
eg hefði verið bréfberi fyrir Natoleon, því að lögin
væru afar hörð á öllifm þeim, sem grunaðir væru
um að vilja hjálpa til þess að Napoleon slippi úr
fangelsinu. Enn fremur sagði Mr. Morrell mér
þá líka að hann hefði ásett sér að veita mér skip-
stjóraembættið á Paraon, og jók það ekki all lítið
á gleði rnína, því þar með var ekki einasta þrá
minni svalað að því er vonir mínar um atvinnu
snerti, heldur gat eg nú gengið að eiga heitmey
mína, senr Marcedes hét, fagra og indæla stúlku,
sem eg unni hugástum.
Eftir að eg hafði lagt skipnu við hafnar-
bryggjuna, afhent skipspappítana og gengið frá
því öðru í sambandi við skipið sem með þurfti, fór
eg heim til föður míns og sagði honum frá stöðu
þeirri hinni nýju, sem eg hefði verið svo heppinn
að fá. Síðan fórum við báðir að heimsækja unn-
ustu mína og tók hún á móti okkur með þeim inni-
leik og yndisþokka, sem hún hafði ávalt sýnt mér.
Eg sagði henni frá hinum bættu kjörum mínum
og fór fram á það við hana að við giftum' okkur.
Var það mál auðsótt, okki .sízt fyrir þá sök að við
höfðum komið okkur saman um að gera það eins
fljótt og kringumsta^ðurnar leyfðu. Var því brúð-
kaupsdagurinn ákveðinn og tekið tilþess að undir-
búa brúðkaupið.
Og svo kom brúðkaupsdagurinn. Veðrið var
indislega fagurt. Himininn, jörðin og hafið — alt
virtist brosa við manni. Eg var ekki einasta ham-
ingjusamur, heldur blátt áfram sæll.
Boðsgestirnir voru komnir og giftingar at-
höfnin var að byrja, þegar klappað var á dyra-
hurðina. Og þegar hún var opnuð, gengu nokkrir
þermenn inn í húsið og tóku mig fastan, slitu mig
úr örmum ástmeyjar minnar og fóru með mig á
fund yfirdómarans þar í borginni. Þegar eg kom
þangað var eg yfirheyrður í samihandi við komu
mína til Elba. En við þá réttarfærslu kom ekkert
það fram, sem hægt væri að sakfella mig fyrir.
Dómarinn, sem yirtist vera mér hliðhollur, lofaði
að láta mig lausan eftir lítinn tíma, því þeir þyrftu
að athuga mál mitt betur, en á meðan að þeir væru
að því, yrði eg að sætta mig við að vera fangi.
Eftir nokkra daga var eg tekinn úr fangels-
inu í Marseilles og fluttur hingað, og hér hefi eg
.verið síðan.”
Gamli maðurinn, sem hafði hlustað með eftir-
tekt á sögu Edmonds og við og við nikkað höfði
sínu, eins og til samþykkis, leit nú framan í
Edmond og sagði:
“Áttirðu engan óvin, sem þér getur dottið í
hug að muni hafa svikið þig — engan sem gat haft
hag af því að þér yrði rutt úr vegi?”
Edmond hristi höfuðið, sat hugsi dálitla stund
og sagði:
“Engan, nema ef það skyldi hafa verið Mr.
Danglars. Hann var umboðsmaður fyrir Mr.
Morrell á skipinu, og eg hefi hugmynd um að hann
f ‘ hafi sjálfur viljað ná í skipstjórastöðuna og ef til
vill hefir honum orðið illa við mig, þegar eg fékk
hana.”
“Hvað var þér gefið að sök, þegar þú varst
tekinn fastur?” spurði gamli maðurinn.
“Dómarinn hafði meðtekið nafnlaust bréf, og
var eg í því kærður um að hafa bréfaviðskifti við
Napoleon. Eg sá þetta bréf, en þekti ekki rit-
höndina.”
“Danglars þessi mun hafa vitað um ferð þína
'til Elba,” mælti gamli maðurinn.
“Já, það var ómögulegt að halda henni
leyndri,” svaraði Edmond.
“Kæri ungi vinur minn,” sagði gamli maður-
inn alvarlega. “Það er eins ljóst fyrir mér og
dagurinn, að þessi Danglars er fjandmaður þinn.
Það er af hans völdum að þú varst tekinn fastur
En eg verð að játa að framkoma dómarans er mér
meiri ráðgáta, eða vissi hann um komu þína til
Elba?”
“Já, hann spurði mig um han^. og eg sagði
honum eins og var og sýndi honþm bréfið til
'mannsins í París. Hann tók við því, og þegar
hann sá utanáskriftina komst hann í ákafa geðs-
hræring. Svo gekk hann hægt að eldi, sem brann
á arni inni í dómsalnum, henti bréfinu á hann,
sneri sér að mér og mælti: “Á þennan hátt eyði-
legg eg þá einu sönnun, sem til er á móti þér. En
eins vil eg biðja þig, og það er að segja engum lif-
andi manni til hvers bréfið var.”
“ Virkilega,” sagði gamli maðurinn. Og bætti
við: “Manstu hvað maðurinn hét, sem bréfið átti
að fara til?”
“Það var skrifað utan á það til Mr. Noirtier,”
sagði Edmond.
“En hvað hét dómarinn?” spurði gamli mað-
urinn.
“De Villefort,” svaraði Edmond. “Hann var
ungur að aldri og sagður að vera metorðagjarn
með afbrigðum j—”
Edmond ætlaði að halda áfram skýringum
sínum í sambandi við dómarann, en gamli maður-
inn tók fram í fyrir honum og mælti: “Nú sé eg
hvernig í öllu liggur. Noirtier de Villefort var al-
þektur lýðveldissinni. Eg hafði einu sinni þá æru
að vera honum kunnugur. Það var á stjórnbylt-
inga tímabilinu. En þá feldi hann Villefort nafn-
ið aftan af nafni sínu og hefir gengið undir nafn-
inu Noirtier síðan.
En sonur hans, sem þá var ungur, var ákafur
einveldissinni og gekk undir nafninu De Villefort.
Ef það hefði komist upp, að faðir hans hefði haft
bréfaviðskifti við Napoleon, þá hefði staða sonar
hans de Villefort verið með öllu eyðilögð. Og til
þess að komast í veg fyrir að kvisaðist um bréfa-
viðskifti Napoleons og föður hans, þá brendi hann
bréfið, og til þess að vera óhultur sjálfur, þá sendi
hann þig hingað til Chateau de ’lf.”
“Þetta virðist liggja fyrir mér eins og opin
bók nú, þó eg sæi það ekki þá. Bara að eg kæmist
lifandi í burtu .héðan, þá skyldi eg láta þessa svik-
ara iðrast gjörða sinna.
En þú hefir hlustað lengi og vel á sögu mína.
Nú vil eg hlusta á þig,” mælti Edmond, um leið og
hann sneri sér að gamla manninum og sagði:
“Viltu nú vera svo góður og segja mér þína
sögu ?’ ’
Skerfurinn hans.
Ilann var miðaldra og ókvæntur. Til þess að
komast hjá að kappræða við kvenfrelsiskonu, þá
samþykti hann alt sem hún sagði. Eftir stundar
ræðu hnyklaði ungfrúin brýrnar: “En, herra
minn, samþykki yðar er alt annað en meðmæli
fyrir yður. Þér getið ekkert sýnt trú yðar til
sannindamerkis í þessu máli. — Hvað hafið þér
nokkru sinni gert til þess að lyfta viðjum konunn-
ar?”
“Frú,” mælti hann og hneigði sig kurteis-
lega, “eg hefi verið og ætla að Vera — ógiftur.”
Vindur.
Fjórtán vikur voru af
sumri, þá er Vindur fædd-
ist.
Þá var hann svo félegur
og snotur, að við börnin og
kvenfólkið báðum honum
lífs; og um síðir lét búand-
inn að bæn vorri.
Þá er hann var tveggja
vikna að aldri, þurfti hóndi
að senda lest í kaupstað,
eins og títt er til sveita. Var þangað all-löng leið
og örðug. Eigi var búandi svo hestaríkur, að
hann mætti skilja eftir heima móður Vinds, er
Stjarna hét. Varð hann því, þótt ílt þætti, að
láta þau fylgjast með lestinni.
Tveimur dögum eftir að lestin fór að heim-
an, tók Vindur litli að letjast og dragast aftur úr.
Að lokum varð hann magnþrota og gafst upp með
öllu. Týndi hann þá móður sinni og allri lestinni.
Spurðist síðan ekki til hans fram á haust.
Búandi átti annað bú handan fjarðarins, er
hann bjó við. Loksins fanst Vindur, og var hann
þá sendur þangað til fóðurs.
Þar hafði hann einnig margt gripa til vetrar-
eldis og skyldi gamall uppgjafabóndi gæta þeirra;
karl sá átti og fé nokkurt, er hann gætti einnig.
Að áliðnum vetri gjörði þeyviðri mikið á næt-
urþeli, en karl var værukær og vildi eigi á fætur í
roki og myrkri úr haðstofuylnum, til að veita
hiákuvatninu frá húsunum. Kom svo, að nálega
alt fé búanda kafnaði í húsunum sökum innrenslis.
Þó komst Vindur af ásamt þe*m gripum, er karl-
inn sjálfur átti.
Veturinn var harður og innistÖðutíminn lang-
ur, og þegar harðna fór um hey hjá karlj sjálf-
um, tók hann fóður af byrgðum búanda handa.sínu
fé, en hirti minna um það, sem eftir hjarði af grip-
um húsbónda síns. Sökum þess fór svo, að fé það
g'ekk skriðhorað fram um vorið, sem hann áttk að
hirða.
Þegar snjóa leysti og gróðurnálin tók að
gægjast upp úr rótinni, var Vindur fluttur á bát
heim til eigandans, og upp frá þeim tíma man eg
fyrst gjörla eftir honum.
Tveim dögum eftir að hann kom, var eg með
yngri hróður mínum að leikum upp á kvíabóli og
var Vindur þar að kroppa nýgræðinginn. Sáum
við þá, að hann liggur og er að kumra til okkar
um leið og við göngum fram hjá. Við vildum koma
honum á fætur, en gátum ekki fengið hann til þess.
öengum við þá undir hann, og lyftum honum upp,
svo að dugði. Litlu síðar sáum við að hann er
lagstur aftur með þeim hætti, að skrokkurinn veit
undan brekkunni, en fæturnir upp. Og þá fyrst
skildum við, að hann var reisa. Svo kendum við
í brjósti um hann, að við grétum beiskum tárum.
Hlupum við þá heim, og sögðum til hans. Var
hann þá sóttur og hjúkrað heima í fjósi með kún-
um, sem enn þá stóðu að gjöf.
Einhvern sunnudag á túnaslættinum voru allir
hestarnir heim reknir, því alt fólk skyldi til kirkju
ríða. Var Stjarna í þeirra flokki. Þá kom Vind-
ur heim á hlað, og þekti hann þegar móður sína.
Frá þeim degi elti hann móður sína, alla hennar
œfi. Til hvers sem húa var tekin, fylgdi hann
henni ávalt, og þá er hann var þroskaður orðinn,
og sjálfur tekinn til starfa, var sjaldan unt að ná
honum í haga, nema hún væri tokin fyrst, en þá
stóð hann ætíð kyrr. Skapillur var hann svo, að
engum hesti var með þeim vært. Aldrei var hægt
að hafa fleiri hesta við sama stall sem þau voru,
nema Vindur væri bundinn, því að hann beit þá
jafnan frá stallinum.
Þegar Stjarna gamla var komin til ára sinna,
var henni slátrað. Vindur kom þá heim með
henni, sem venja hans var, og var hann byrgður
inni í hesthúsi. Stjarna var skotin við skothús,
sem var lítinn spöl frá bænum, og ganglimirnir
ásamt húðinni fluttir burt af blóðvellinum. Fleg-
inn hausinn lá hjá beinagrindinni.
Vindi var hleypt úr um kvöldið, og hljóp hann
])á hneggjandi um tún og engjar, til að leita móður
sinnar. Þegar eg fór að gæta búsmalans snemma
næsta morguns, varð mér gengið fram hjá staðn-
um, sem Stjarna var skotin á, og þar stendur
Vindur yfir flegnu höfði móður sinnar og hengdi
hausinn niður á milli framfótanna. Eg vildi
teyma hann burt, en þá var hann svo illur, að ekki
mátti nærri honum koma.
Á þessum stað stóð hann þann dag allan, en
næsta morgun var hann farinn, og hefir aldrei
síðan verið með öðrum hestum í haga, en ávalt
farið einförum. Hann er alt af að verða styggari
og .skapharðari, eftir því sem ellin færist yfir
hann, enda hefir lífið leikið hann grátt um dagana.
—Unga ísland.
Orðskviðir og Spakmæli.
Spekigreinir nefnum vér stutt og efnismikil
orðtök, sem hafa í sér fólgin einhver hnittileg
sannindi, lærdómsríkar varúðarreglur, hjálpsam-
leg heilræði, nytsamlegar bendingar o. þvíuml.
Þegar slfkar greinar eiga að takast blátt áfram
eftir orðunum og þeirra eiginlegu merkingu, þá
nefnast þær spakmæli; þar á móti kallast þær orðs-
kviðir þegar þær eiga ekki að takast beint eftir
orðunum af því þau tákna eitthvað annað og
dýpra en þau beinlínis framsegja.
Athgr. Frá þessu ber að greina orðatiltæki ein-
ber eða talshætti t. d. syndur sem selur, eiga í vök
að verjast, róa að einhverju öllum árum o. þvíuml.
Spakmælið hefir því aðeins eina merkingu, þá
nefnilega sem beinlínis liggur í orðunum, en orðs-
kváðurinn tvær, eina beint framsetta eða sem fyrst
gengur í augu, og svo aðra, sem er hans eiginlegi
mergur og kjarni, en dulin undir orðunum og
dýpra fólgin.
Það er t. a. m. spakmæli þegar sagt er:
“Hálfnað er verk þá hafið er”, því þar í liggur
ekki önnur þýðing en sú sem auðsén er í fyrsta
áliti; þar með er að eins tekið fram, hversu það
sé mikilsvarðandi í öllum fyrirtækjum að hika sér
ekki við framkvæmdina þegar verkið er áformað,
því fyrir frestun framkvæmdarinnar verða áform
manna oft að útideyfu, eins og líka hitt er reyndur
hlutur að flestar athafnir falla léttara þegar út í
þær er komið og fyrsta sporið er stigið.
Aftur er það orðskviður þegar sagt er: “Oft
veltir lítil þúfa þungu hlassi”, því þar er einmitt
hugurinn hafður á nokkru öðru en því sem beinast
liggur við eftir hljóðan orðanna. Orðskviðurinn
bendir því er það snertir til þess sem vér í lífinu
svo oftsinnis sjáum og reynum, að lítil og léttvæg
hindrun getur kollvarpað stórkostlegri fyrirætlan,
eða að lítilmagni steypir voldugum stórbokka, eða
að lítilfjörleg yfirsjón getur einatt haft hinar
skæðustu og þungbærustu afleiðingar.
Orðskviðurinn er þess vegna saman 6ettur
eins og af tvennu, ytra og innra, yfirborði og
djúpi, líkama og sál. Líkami hans er meining sú
er orðin segja beinlínis, en sálin er sú hin marg-
falt at^iðismeiri meining, sem undir er fólgin eða
að baki þess sem sagt er og sem menn hugsa sér
með málsgreininni allri um leið og menn heim-
færa hana. Svo er t. d. í orðskviðnum: “Syngur
hverr fugl með sínu nefi”. Ytri meiningin eða
yfirborðið er blátt áfram eftir orðunum, en hin
ytri og dýpri meining er sú, að enginn megi vænta
þess að annar hugsi, tali eða breyti eins og sjálfur
liann og því síður heimta það, því hverjum einum
er sitt sérstaka eðli meðskapað.
Þess vegna mætti líka segja um orðskviðina,
að þeir gefi eitt í skyn, en tákni nokkuð annað.
En sá hlutur (hvort sem það er líkamlegur hlutur
eða það erorð, eða líking, eða einhver siður), sem
táknar eitthvað annað fyrir utan það sem hann
beinlínis er, framsegir eða fyrirmyndar, hann
nefnist “symból” eða jarteikn. Jarteikn er með-
alið til þess að segja eða tákna það sem ekki er
nefnt blátt áfram eða beinlínis. Svo er t. a. m.
þegar trúlofað fólk skiftist hringum, þegar vinur
réttir vin sínum liöndina, þegar krossmark er reist
á leiði, þá eru þessir hlutir fyrirmyndailir nokkurs
sem ekkj er nefnt, þeir tákna eða jarteikna tilfinn-
ingar hjartans. Því má einnig segja, að spak-
mæli hafi enga beina merkingu, en orðskviðir bæði
eina beina og aðra “symbólska” eða óbeina, og er
hin síðari öllu merkari og oftsinnis sú eina sem
rétt er eftir ströngum skilningi.
Litla stúlkan og kisa.
Stúljcan:
“Kisa er bæði flink og frá,
fallega ber hún sig;
leikur sér létt í skapi,
já, leikur oft við mig.
Komdu hérna, kisa mín,
komdu með skinnið mjúka;
þú ert bæði þrifin og fín
þér skal eg gjarnan strjúka.
Komdu hérna, kisu grey,
þú klóraðir mig í gær,
þú reifst mig í reiði þinni, —
sko, rispan er eftir klær!”
Kisa:
“Þú kramdir mig svo í kjöltu þinni,
sem kæfa vildir mig;
í fáti einu eg um þá brauzt,
og óvart reif eg þig.
Eg barngóð er og bömum smá
eg býsna mikið líð.
En harðleikin oft þau eru, —
þá undir rúm eg skríð.”
Svo léku þær saman lengi dags,
unz liðið var að hiimi.
• Þá litla stúlkan sofnaði sætt
í sínu góða rúmi.
Þá læddist hún kisa í kjallarann;
að koma þar er hún fús;
þá var í henni vígahugur.
Vara þig, rotta og mús!
—Æskan.