Lögberg - 11.09.1919, Síða 6

Lögberg - 11.09.1919, Síða 6
BÁs. 6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 11. SEPTEMBER 1919. Sagan af Monte Cristo. 3. KAPÍTULI. 1 klefa ábótans. “Þú verður fyrst að koma með mér og láta mig sýna 'þér klefann minn,” sagði gamli maður- inn, sem iiafði verið ábóti. “Það er að segja ef þú heldur að þú getir komist í gegn um opið, sem Cg Ijefi gjört á vegginn. “0g eg held að eg muni geta lagt meira en það á mig, til þess að komast burt úr þessu her- bergi, sem eg hefi mátt hýrast í svo lengi,” svar- aði Edmond. Svo skreið ábótinn í gegnum opið á veggnum og Edmond á eftir honum og komu inn í annað herbergi, sem var alveg eins í lögun og af sömu staerð, og að öllu leyti eins upp búið og herbergi Edmonds. En það sem sérstaklega vakti eftir- tekt Edmonds voru nokkrir drættir, sem dregnir höfðu verið á vegginn, þar sem dagsbirtan féll bezt á hann. “Ó, þetta,” mælti ábótinn, sem tók eftir undrun Edmonds, ‘ ‘ er sólskífan mín. Á henni get ■eg séð hvað tímanum líður ibetur en þó eg hefði úr, því úrið getur hætt að ganga, en sól rís og sezt reglulega á hverjum einasta degi. En svo er nú þetta það minsta sem eg hefi fundið upp mér til afþreyingar í einverunni.” Svo gekk hann að veggnum er frá þeim vissi er sólskífan var á og tók þar út stein, sem féll svo vel í vegginn sem heill væri. En á bak við stein- inn var geymsluhólf, nokkurs konar skápur, og út úr honum tók ábótinn tvo stranga, sem litu út fyrir að vera bréfastrangar, rétti þá að Edmond og mælti: “Þetta eru bækurnar mínar, viltu sjá þær?” “Bækurnar þínar,” endurtók Edmond, yfir sig kominn af undrun. “Eg vissi ekki að föngun- um liðist að hafa ba;kur og ritföng í fangelsinu.” “Þeir mega það heldur ekki, ungi vinur minn,” sagði ábótinn. “En það þarf ekki nema dálítinn skarpleika til þess að yfirstíga erfiðleika, sem manni virðast í fyrstu óyfirstíganlegir. “Það er ekki pappír í ströngnnum, sem eg rétti þér, eins og þú hélst í fyrstu, — það er bara léreft í þeim. Eg tók tvær skyrtur sem eg átti og reif þær í sundur, og svo tók eg nærri því alla vasa- klútana mína og skrifaði svo á þetta með penna, sem eg bjó mér til úr brjóski, sem eg tók úr einum af þessum stóru ísuhausum, sem við fáum til mat- ar á föstudögum. Þegár búið er að tegla þá til, þá eru þeir nærri því eins góðir og fjaðrapennar.” “En hvernig fórstu að tegla pennana til?” spurði Edmond. “Með hníf,” svaraði ábótinn, “sem eg skal sýna þér, því % er meira upp með mér af honum heldur en nokkru öðru, sem eg hefi fundið upp á. Eg bjó hann til úr gömlum kertastjaka úr járni. Líttu bara á.” Edmond rétti fram hendina, til þess að taka á móti hnífnum, sem ábótinn rétti að honum. Hann var haglega gjörður og eins beittur og rakhnífur, því hann hafði verið brýndur á steingólfinu. “En hvernig fórstu að búa til blekið?” spurði Edmond. Það er reykháfur hér í herberginu mínu, eins og þú sérð, “svaraði ábótinn. “Hann hefir ekki verið notaður svo árum skiftir, en þrátt fyrir það þá er þykk sótskán innan í honum. Þegar eg þarf á bleki að halda, þá tek eg handfylli mína af sóti og hræri því saman við vínið, sem við fáum að drekka á sunnudögum, og á þann hátt get eg búið til allra bezta blek.” Alt þetta hafði þau áhrif á Edmond að hann var næstum yfirkominn af undrun, og ábótinn, sem veitti honum nákvæma eftirtekt, gekk aftur að veggnum, þar sem hann hafði tekið steininn úr Gg tók út stiga, sem gjörður var úr kaðli út úr honum og sýndi Edmond. “Þetta átti að verða til þess að hjálpa mér til að komast ofan bergið, því eg hélt að eg væri að grafa gang út, en ekki inn í klefa þinn. Og hef- ir mér því mishepnast áform mitt. En aftur hefi eg eignast vin, sem eg get talað við, og sem eg get trúað fyrir leyndarmálum mínum áður en eg dey. Eg er nú orðinn gamall, og dauða míns getur ekki verið langt að bíða. En máske að þi^ langi til þess aÓ heyra æfisögu mína?” Já, fyrir alla muni,” mælti Edmond. “Nafn mitt er Faria. Eg er fæddur og upp alinn á Italíu. Faðir minn setti mig til menta og eg lærði til prests. En sökum þess að eg þótti fremur vel gefinn að gáfum og einnig sökum lær- dóms míns, þá komst eg í kynni við ættgöfugan mann þar á Italíu, sem var auðugur að löndum og lausu fé og voldugur í landsmálum, og til hans réðist eg sem skrifari hans. Ætt þessa manns hafði bæði verið voldug og rík á dögum Borgias, en það hafði stöðugt gengið af henni, svo áður en auðlegð ættarinnar gengi til þurðar um of, ásettu Borgiasarnir að ná í fé hennar undir sig, og með það fyrir augum höfðu þeir tekið einn af höfð ingjum ættarinnar af lífi. En svo gripu þeir í tómt, því þéir fundu enga fjármuni eftir hann, engin skjöl, sem segðu til hvar féð væri niður komið, né heldur erfðaskrá, sem ráðstafaði því. Alt var horfið, og enginn hafði minstu hugmynd um hvar það væri niður komið, eða hvort þessi umtalaði auður væri einu sinni til. Það var leitað hátt og lágt í húsinu, í öllum skjölum, bókum og skúffum, en alt kom fyr- ir ekki. Enginn leiðarvísir fanst nokkurs staðar, sem gæti vísað í áttina til auðæfanna. Svo liðu mörg ár, og ættingjum þessarar ættar fór sífelt aftur efnalega — urðu æ fátækari og fátækari, og var húsbóndi minn síðasti liður ættarinnar. En fjandmenn mínir voru hræddir um að eg vissi helzt til mikið um aðferðir þeirra í þessu og öðru sambandi, gerðu því samsæri á móti mér og létu taka mig höndum og færa mig í þetta fangelsi. Þegar eg var rétt í þann veginn að gjöra uppgötv- un, sem heiminum hefði mátt verða að miklu gagni. Og hér hefi eg verið síðan.” Þjóðkunnar merkiskonur. Sum af ykkur eigið sjálfsagt eftir að ferðast um Bandaríkin og koma í höfuðborg þeirra Wash- ington. Og á meðal annars sem þið skoðið þar er “Hvíta húsið”, þar sem forsetar Bandaríkjanna búa. Það hef'ir verið sagt, að hvert það heimili, sem sé svo gæfusamt að eiga góða húsmóður, þá beri það þess vott löngu eftir að hún er horfin og dáin. Og “Hvíta húsið” er sannarlega ekki undan- tekning í þeim efnum, því hvert einasta herbergi þar sem konur forsetanna hafa með hlýleik, rausn og gestrisni veitt gestum iþjóðarinnar og þjóðinni sjálfri móttöku, er tengt endurminningunni um þær. Það er í sannleika ómögulegt að hugsa svo um “Ilvíta húsið” að ekki komi fram í huga vorum endurminningar um húsmæðurnar, sem þar hafa búið, og sem hafa tekið svo mikinn þátt í kjörum þjóðarinnar og eiga svo mikið ítak í sögu hennar. Vér minnumst Abígael Adams, konunnar hug- rökku, sem stríddi eins og-hetja með manni sín- um á hættu og raunatímum þjóðarinnar. Dally Madson, sem varð að flýja undan Bretum með silfurborðbúnaðinn úr “Hvíta húsinn” í vösum sinum og hinnar ungu og göfugu brúður “Hvíta hússins” Mrs. Cleveland. Vér höfum oft heyrt talað um “Hvíta húsið”, en þér vitið ef til vill ekiki hvernig nafn það er til orðið. En svo stendur á því, að eftir að Washing- ton hafði verið tvisvar forseti, og var kominn heim til sín að Mt. Vernon, þá fór stjórnin að tala um að byggja íbúðarhús handa forsetum sínum, og kona Washington, Martha Custis, kom upp með það að heimili því skyldi gefið sérstakt nafn og fór fram á að það væri nefnt “The White House”. En svo hét heimili það, sem Martha átti heima í þegar hún trúlofaðist og giftist Washington. “Hvíta húsið” í Washington var því nefnt eftir heimili því, er hin ágæta kona M^tha Custis átti, áður en hún giftist Washington — og nfefnt af henni sjálfri, og það nafn ber það enn í dag. Martha Washington. Þegar Washington varð forseti Bandaríkj- anna var stjórnarsetrið í New York, og þar í þokkalegu en skrautlausu íveruhúsi tók Martha Washington á móti gestum sínum. Og sökum stöðu sinnar varð hún að hafa tíð og mannmörg heimboð, sem heldra fólkið í New York einkum sótti. Heimboð þessi hefði fólki nú á dögum þótt einkennileg, því þá var festan við þátíðar siði og reglur svo mikil, að út af mátti ekkí bregða í neinu — ekki einu sinni í fataburði. Ef einhver kom, sem ekki var búinn að þeim sið sem krafist var, fékk hann ekki inngönguleyfi, og krafist var prúð- mens'ku og tigulegrar framkomu. En þótt Mrs. Washington væri svona kröfu- hörð og regluföst, má enginn ætla að hún hafi ver- ið köld og þóttafull í framkomu sinni. Menn þurftu ekki annað en líta hana augum til þess að sjá að hún var bæði blíðlynd og góðlynd, því andlits- drættirnir báru vott um það — ekki hörkudráttur tll í andlitinu og augun full hluttekningar og kven- Iegrar hógværðar, báru þess ljósan vott. Enda ávann hún sér elsku og virðingu allra þeirra, sem henni kyntust. 1 klæðaburði barst hún mjög lítið á, og var mest unnið til hennar fata á heimilinu og þau þar ofin. Það er og sagt að föt þau, sem m^ður hennar Washington var í þegar hann var settur í forsetaembættið, hafi verið heimaunnin og heimaofin. Á heimili sínu var hún hóglát í framgöngu, þýð í viðmóti, fremur orðfá, en kunni vel að skipa orðum sínum þegar hún talaði. En um fram alt var Martha góð eiginkona. Hún var hógvær í framgöngu og blíðlynd, eins og sa^t hefir verið. Það var ekki einasta að hún væri samtaka manni sínum og styrkti hann í hans vandasömu og erfiðu stöðu, heldur var hans vilji og velgengi alt í öllu, og lét hún sínar eigin skoð anir aldrei koma í bág við hans né stríða á móti þeim. Og svo vel tókst henni að vefja sig inn í hugsanir manns síns, að það var tíðum að hún gat ekki greint sínar eigin hugsanir frá 'hans. Og eftir því sem árin liðu fór fólk að tala um að hið þýða yfirbragð hennar hefði tekið á sig blæ hans sjálfs — blæ sem hugsanirnar höfðu skap- að. Washington unni henni hugástum og sýndi henni nærgætni og alla umönnun og vernd þess sterka, yfir heitt elskuðum vini, sem hlífa þurfti fyrir næðingum lífsins. Á öðru stjórnarári Washingtons var stjórnar- setrið flutt frá New York til Philadelphia, og flutti forsetinn og kona hans sig þangað. En flutningurinn átti illa við Mörtlw, en hún lét eng- an af því vita, heldur vann með stakri alúð og umhyggjusemi að því að gjöra þetta nýja heimili þeirra hjóna sem allra vistlegast, og þegar þau höfðu búið um sig í þessu nýja húsi, þá voru dyr þess opnaðar fyrir gestum, sem sífelt fóru fjölg- andi. Og að síðustu, þegar að síðara kjörtímabil forsetans var á enda, þá var það með eftirvænt- ingu um ósegjanlega ánægju út af því að mega njóta lífsins með honum, sem liún unni meir en sínu eigin lífi, í ró og næði á stöðvum þeim, sem geymdu æskuminningar hennar. Svo þau fluttu til Mount Yernon í Fairfax héraðinu í Virginia. En þar varð henni aðeins auðið að njóta ánægju þeirrar og sælu, í sambúð- inni við hann sem hún unni, um stutta stund, þyí að Washington dó innan fárra ára eftir að þau fluttu til Mt. Vernon. — Sá missir var henni óbærilega þungur — sú sorg, þótt öll Bandaríkin tækju þátt í henni varð henni svo þung að hjarta hennar sprakk af harmi. Ilún náði sér aldrei eft- ir dauða manns síns. Og eftir þrjú ár, sem líf hennar hjaraði sem á skari, var liún lögð til hinnar hinstu hvíldar í skugga trjánna, við hlið ástvinar- ins göfuga. Og sálin, sem hér gat ekki unað ein, flaug á vængjum morgunroðans til samfundar við sál mannsins, sem hún var partur af hér í lífinu. Mikilmenni. Gústaf II. Adólfur konungur Svía. Gústaf Adólfur fæddist 1594 og lgzt 1632. Faðir hans var Karl IX. konungur Svía, son- ur Gústafs Vasa, er fyrstur var konungur Svía með því nafni. Gústaf Adólfur fókk- ágætt uppeldi og alla þá mentun, er föng voru á að veita á þeim tímum og stórhöðingjum þótti sæma. Faðir hans vandi hann snemma við stjórnar- störf og létu þau honum þegar vel, eins og síðar varð glöggvari raun á. Karl faðir hans átti löngum í ófriði og erjum við nágranna þjóðirnar. Sökum þess vandist Gústaf þegar á unga aldri herferðum og bardögum, pg sýndi brátt af sér hugprýði, hreysti og ráðsnilli, eins og dugandi hershöfðingja sæmdi. Hann tók að eins 17 ára við ríkjum að föður sínum látnum. Eigi mundi þá hafa verið allra meðfæri að stjórna Svíum og málefnum þeirra svo vel færi, og bar margt til þess. Þegar Karl konungur lézt, voru aðalmenn- irnir og ríkustu höfðingjarnir ósátýir við hann. Hann hafði beitt þá ofríki og hörku, en eigi unnið annað við það, ep hatur og fjandskap. Hann átti einnig Fófriði við flestar nágranna þjóðirnar: Dani, Rússa og Pólverja, en lézt áður en yfir lyki með honum og þeim. Ríkið var komið í stór skuldir og fátækt og óánægja megn meðal alþýðu. Þetta alt tók nú Gástaf Adólfur í arf ásamt ríkinu og konungstigninni. En í Gústaf Adólf var mikilmennið, er brátt kom í ljós, mótað og fullgjört, er hann settist að ríkjum. Ilann fékk aðalsmennina á sitt band með hæfi- legri tilhliðrun í ýmsum greinum, viturlegum for- tölum, drengilegri framkomu og festu. Aðallinn var vellauðugur og gat því lagt drjúgum fé fram til ýmsra þarflegra umbóta og framfara í landinu og staðið straum af kostnaði þeim, er ófriðurinn hafði í för með sér. Gústaf gjörði aðlinum það skiljanlegt, að nú væri á hans valdi að ráða og bjarga landinu frá vansa, tjóni og glötun. Að skylda hans væri að leggja fé fram til landvarnar, þegar heill, réttur og frelsi ættjarð- arinnar væri í veði. Að einkaréttindi þau, er hann hefði með hönd- um umfram aðrar stéttir landsins byndi honum byrðar á herðar. En þessar byrðar væri skylda hans að bera af frjálsum og fúsum huga, vel og drengilega, er ríkið væri í voða og hættu statt. Að frelsi og björgun landsins væri undir því einu komin, hversu fús og óhlífinn, hver einstak- lingur, ríkur og fátækur væri að fórna lífi og eignum í 'þess þarfir. Aðallinn brást vel við áskorun og eggjan kon- ungsins og lét með því í ljósi, að hann mat orð Gústafs, þótt ungur væri, og skildi sannleik þann og alvöru, er þau höfðu að geyma. Aðalsmennirnir lögðu bæði fé fram eftir föngum og gengu sjálfir í ófriðinn og dugðu vel og drengilega í hvívetna. Gústaf sættist fyrst við Dani. Þótti honum ráðlegast, að eiga þá eigi að baki sér, rétt við landamærin, er hann þurfti að snúast að fjand- mönnum sínum, Rússum og Pólverjum sunnan meðan Eystrasalts. Að því búnu fór hann með her á hendur Rússum, kúgaði þá til friðar og fékk í skaðabætur allmikla landspildu með fram Eystrasalti og mein- aði þeim leið að því. 1 Hann samdi vopnahlé við Pólverja um all- langan tíma. Friðarárum þessum varði hann til þess að koma á fjölbreyttum pg margháttuðum umbótum og framförum í ríki sínu, vígbúa herinn, efla og auka. Ávextirnir komu því fljótt í ljps, eins og vant er að vera, þegar vitur, frjálslynd og óeigingjörn stjórn sezt á laggirnar og tekur til starfa á land- inu. Iðnaður og verzlun jukust og blómguðust. Landið rétti við og fjárhagur þess batnaði og efldist. Borgir og baúr voru reistir að upphafi. Meðal annara Gautaborg, sem sjálfur Gústaf markaði stað við mjmni Gautelfunnar. Þar er ágæt höfn og fljótið skipgengt langt upp eftir. Vart getur betra og hagkvæmlegra borgar- stæði til verzlunar og viðskifta á sjó og landi. Bpr það auk annars vitni vitsmunum og hag- sýni Gústafs Adólfs. Þegar tími sá, er vopnahléð skyldi standa var útrunninn, hófst ófriðurinn við Pólverja á ný. Ófriðurinn stóð nú nokkra hríð, en loksins komst á vopnalilé aftur um sex ára skeið. Um þessar mundir geysaði trúaPbragða- ófriðurinn á Þýzkalandi milli kaþólskra manna óg lúterstrúarmanna. Ófriður ^á er nefndur þrjátíu-ára-stríðið. Siðbótarmenn liöfðu oft skorað á Gústaf til liðveizlu, en hann eigi mátt sinna því sökum þess, , að hann hafði sjálfur nóg að starfa og átti fult í fangi að duga sjálfum sér. En er hann hafði gert vopnahlé við Sigmund frænda sinn, Pólverja konung, lét hann eigi á lið- veizlunni standa. Þegar hann hafði fengið leyfi og samþykki þjóðþingsins, hélt hann liði sínu suður um Eystra- salt og lenti við Pommerns strendur. Hann hafði fátt liðs, að eins fimtán þúsundir, en það var valið að hreysti og vopnum. Þrátt fyrir það varð Gústaf vel ágengt og vann hvern sigurinn af öðrum. Þó fékk hann í fyrstu ekki styrk af furstun- um á Þýzkalandi, er tortrygðu hann og vildu því eigi fylgja honum með mönnum sínum. En er þeir sáu hversu sigursæll hann var og kaþólskir menn hrukku 'hvervetna, gengu þeir í lið með honum. Það yrði oflangt mál og á ekki hér við að lýsa öllum herferðum hans og skýra frá sigur- vinningum hans á Þýzkalandi. En þess nægir að geta, að liann vann hver- vetna sigur og lagði undir sig land og borgir, suður eftir öllu Þýzkalandi og stökti liði keisar- ans úr löndum siðbótarmanna. Seinustu og aðalorustuna liáði hann við Lutzen, smáþorp í Saxlands-fylki. Féll hann þar (38 ára að aldri), en menn hans fengu þó sigri hrósað. Var það Svíum óbætanlegt tjón, að missa svona skyndilega síns ágæta og göfuga konungs og foringja. Heiðra þeir og allur lýður minningu hans þann dag í dag og landar hans telja hann einna fremstan frömuð frægðar sinnar og þjóðlegs ágætis. Gústaf Adólfur var fríður sýnum og gervi- legur á velli, en gjörðist þó feitlaginn snemma og var því eigi létt um hreyfingu. Hann var einlæg- ur trúmaður og baðst fyrir með liðsmönnum sín- um jafnan, áður en til orustu var lagt. Hafði hann líka strangan aga og góða stjórn á liði sínu öllu. —Unga Island.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.