Lögberg - 04.12.1919, Blaðsíða 6
Bla. 8
LÖGBRRG, PIMTUDAGINN 4. DESEMBER 19119.
Sagan af Monte Cristo.
Edmond fór fram á að hann seldi sér skip
þetta og bauð skipasmiðnum 2,000 pd. sterling ef
hann vildi láta sig sitja fyrir kaupunum.
Skipasmiðnum blæddi í augnm að láta slíkt
kostaboð ganga úr greipum sér, og honum fanst að
hann mundi getoa verið búinn að koma öðru skipi
af stokkunum um það leyti, sem Englendingurinn
kæmi til baka.
Hann seldi því Edmond skipið og bauð að út-
vega honum skipshöfn á það. En Edmond sagði
það væri óþarfi. Kvaðst vera vanur að fara einn
sinna ferða, og svo vildi hann gera eim.
Þetta sama kveld stóð stór hópur af fólki nið-
ur við höfnina í Genoa til þess að sjá þennan ein-
kennilega herramann sigla þessu fagra skipi út úr
höfninni, því þegar það frétti um verðið, sem
hann borgaði fyrir skipið, þá var það ekki í nein-
um efa um, að hann væri í tölu lávarða eða
baróna.
Nóttin var að breiða vængi sína yfir lög og
láð, þegar skip þetta leið með herramanninn inn-
an borðs út úr höfninni fyrir hægum vindi, eins og
tignarlegur svanur, og hvarf sjónum manna út í
næturmyrkrið.
Menn fóru að þrátta um, hver þessi einkenni-
legi maður mundi vera og hvert hann ætlaði að
halda. Sumir sögðu að hann væri á leið til Spán-
ar, aðrir, að hann ætlaði til Elbu o.s.frv.
En sannleikurinn var, að hann var á leið til
Monte Cristo, þar sem hann flutti mest af fjár-
sjóði sínum um borð í skip sitt, og þegar hann var
búinn að ganga vel frá öllu, sigldi hann beint til
Marseilles.
XIV. KAPITULI.
/ Marseilles.
Þegar Edmond lenti í Marseilles vakti mað-
ur einn, sem stóð niður á bryggju eftirtekt hans,
og þó að liðin væru nú 14 ár frá því að hann hafði
yfirgefið skipið Pharaoh, þá þekti hann nú samt
þennan mann sem einn af hásetunum, er voru á
því skipi.
Edmond gekk rakleitt til manns þessa til þess
að ganga úr skugga um, hvort hann þekti sig eða
ekki, spurði hann spjörunum úr, en maðurinn lét
ekki í ljós neina vísbendingu ujn, að hann þekti
Edmond.
Þegar samtalinu var lokið, fór Edmond ofan
í vasa sinn og dró upp Napoleon gullpening og
fékk honum, kastaði á hann kveðju og fór, en
hann hafði ekki gengið nema nokkra faðma, þeg-
ar maðurinn kallaði á eftir honum og mælti:
“Fyrirgefið, herra minn; yður hefir víst yf-
irsézt. Þér fenguð mér fjörutíu franka gull-
pening. ”
“Þakka þér fyrir, kunningi,” mælti Edmond.
■“Eg hefi sýnilega tekið í misgripum dáliítið. En
til þess að sýna, að eg met frómlyndi þitt, þá taktu
hér við öðrum gullpening og gæddu þér með góð-
um drengjum. ”
Að svo mæltu skildi Edmond við gamla fé-
laga sinn og hélt leiðar sinnar. Hann gekk úr
einni götunni í aðra, fram hjá einni byggingunni
eftr aðra, sem hann þekti eins vel og fingurna á
hendi sér. Þannig hélt hann áfram, þar til hann
staðnæmdist úti fyrir húsi því, sem einu sinni var
heimili hans og föður hans.
Hann stóð frammi fyrir húsinu dálitla stund
og virti það fyrir sér. Endurminningar frá lið-
inni tíð brutust fram í huga hans og virtist geðs-
hræringin, er hann komst í, ætla að bera hann of-
urliði. Hann studdi sig upp við girðinguna, sem
var umhverfis húsið, og tárin runnu niður kinnar
þessa sterka manns. Hann hafði tal af fólki því,
8em bjó í íbúð þeirri, er hann og^aðir hans höfðu
dvalið í. Það voru nýgift hjón. Hann spurði
þau ýmra spurninga, og 'þar á meðal hvort þau
vissu nokkuð hvar niður væri kominn maður að
nafni Caderousse, sem í þeirri byggingu hefði bú-
ið fyrir 14 árum síðan. Og varð hann þess vísari,
að hann væri fyrir löngu farinn úr borginni, en
héldi nú gistihús með fram veginum, sem liggur
frá Bellegarde til Beaucaire.
Að svo mæltu fór Edmond burt úr húsinu og
beint til lögfræðings eins þar í borginni, fékk hon-
um 25,000 franka og fól honum á hendur að kaupa
hús þetta, og var fé þetta að minsta kosti 10 þús-
und frönkum meira, en eignin var verð.
Nokkru síðar fengu nýgiftu hjónin, sem
minst var á og bjuggu í herbergjura þeim, er Ed-
mond og faðir hans höfðu átt heima í, bréf frá
málafærslumanni Edmonds, þar sem þeim var til-
kynt, að byggingin hefði verið seld og nýi eigand-
inn færi fram á, að þau skiftu á íbúð þeirri, sem
þau nú byggju í, og annari, sem væri bæði bjart-
ari og stærri, án þess að borga þó meiri húsaleigu.
Út úr þessum fréttum spunnust umræður og
getgátur miklar um það, hvað þess nýi lávarður
mundi ætla sér að gjöra við þetta hús, því Edmond
hafði keypt hiísið undir sama nafninu og hann
gaf, þegar liann fékk siglingaleyfið í Genoa, en
það var Wilmore lávarður. En hvernig sem
fólkið braut sig í mola með að ráða þá gátu, komst
enginn neitt nær sannleikanum í því máli.
Að líta til baka.
Hollenska nýlendan á Manhattan-eyju.
Þriðja nýlendan var stofnsett af Hollending-
um á Manhattan-eyjunni, skömmu eftir að Henry
Hudson kom þar við land og sigldi upp á þá, sem
síðan ber nafn hans, Hudson River, árið 1609, og
ánefndi Hollandi landið beggja megin við hana
upp til Albany. 1 þeirri ferð kyntist hann Indí-
ánum og varð þess var, að þeir höfðu mikið af
grávöru til sölu, sem honum leizt einkar vel á.
Og það leið ekki á löngu þar til Hollendingar
sendu menn vestur um haf í verzlunarerindum.
Og árið árið 1614 höfðu nokkrir slíkir verzlunar-
menn sezt að á Manhattan eynni og reist þar hús.
Brátt færðist bygð þeirra út þangað sem New
Jersey nú er. Hollendingar höfðu helgað sér alt
landið milli Hudson og Delaware ánna, og nefndu
það landsvæði Nýju Niðurlönd. Tók landspláss
þetta að byggjast af Hollendingum.
Árið 1626 var maður að nafni Peter Minuit
sendur frá Hollandi vestur um haf. Hann átti að
hafa eftirlit með verzlunarmönnum, vera nokkurs
konar yfir verzlunarmaður. Þegar hann kom
vestur, þótti honum nokkur vafi leika á um eign-
arrétt Hollendinga til landsins, því Indíána flokk-
ur sá, sem landsvæði þetta bygði (Iroquois Indí-
ánarnir) töldu sér allan rétt til landsins. En
Peter Minuit lét sér ekki koma við eignarrétt á
neinu af þessu landi nema Manhattan eyjunni,
þar sem aðal verzlunarstöðin var. Hann keypti
því eyjuna fyrir $26.00 og borgaði með nokkrum
mislitum talnaböndum og öðru smádóti. Og bæn-
um, sem þar var að byggjast, gaf hann nafnið
New Amsterdam, og óx sá bær fljótt þrátt fyrir
ýmislegt, sem varð til þess að hnekkja honum á
íandnámsárunum.
En þeir sem áttu að ráða yfir þessari land,
spildu, er Hollendingar höfðu slegið eign sinni á,
gerðu sig ekki ánægða með þær ráðstafanir, sem
þessir verzlunarmenn gerðu. Þeir vildu að
landið bygðist, og með það fyrir augum buðu þeir
þeim mönnum, sem út vildu flytja fimtíu eða fleiri
innflytjendur á sinn eigin kostnað, stóra land-
fláka að gjöf. Afleiðingin varð sú, að smábygðir
risu upp með fram ánum og þeir, sem inn fluttu,
gerðust höfðingjar, ekki einasta yfir lendum sín-
um, heldur líka yfir hinum nýju bygðarlögum, *
hlutu þeir nafnið Patrons (verndarar).
Baltimore lávarði eru veitt landréttindi.
Maður einn að nafni George Calver, á Eng-
landi, fór þess á leit við James I., að hann veitti
sér landréttindi í hinu nýja landi í ves’turátt.
þessi maður, sem var kaþólskur, var leiðtogi kaþ-
ólskra manna, og var mjög óánægður með hlut-
skifti þeirra, og til þess að bæta úr því, fór hann
þessa á leit við konung, og með því að konungur
var hlyntur þessum trúflokki, þá veitti hann Cal-
ver þessa ósk og gaf honum lávarðar nafn í tilbót;
upp frá því var hann þektur undir nafninu Balti-
more lávarður.
Baltimore lávarður ætlaði fyrst að stofna ný-
lendu fyrir trúbræður sína í Nýfundnalandi, en
þar héldust þeir ekki við sökum kulda.
Þegar reynt var til þrautar með þetta ný-
lendusvæði og ljóst varð að fólk mundi ekki vilja
ílendast þar, fékk Baltimore lávarður konung til
þess að veita sér réttindi á landsvæði miklu í hinu
nýja landi, þar sem Púrítanar höfðu tekið sér ból-
festu, og lá landsvæði það í norður frá Potomac-
ánni. En Baltimore lávarður lifði ekki nógu lengi
til þess að koma þessu í framkvæmd, því hann dó
um sama leyti og konungur veitti þennan rétt; og
landréttindin voru því veitt syni hans. Svæði
þetta var nefnt Maryland, til virðingar við Maríu
Henrietttu drotningu, og eftirgjaldið, sem hinn
ungi eigandi, Baltimore, átti að borga eftir alt
þetta landflæmi, voru tvær Indíána örvar, sem
hann átti að senda konunginum árlega.
Réttur sá, sem Lord Baltimore var veittur yf-
ir þessu landsvæði, svo sem að slá peninga, veita
nafnbætur, skipa dómara í embætti, veita óbóta-
mönnum uppreisn, ef honum sýndist að kalla sam-
an löggjafarþing, þá gat hann það, og þurfti ekki
að leggja lögin, sem þar voru samþykt, fyrir
neinn, ekki einu sinni konunginn. Svo að vald
þessa manns var ótakmarkað — var einveldi.
Fyrsti innflytjenda flokkurinn kom til Mary-
land 1634 og settist þar að, og fjölgaði þeim inn-
flytjendum fljótt. 1 fyrstu amaðist enginn við
þeim, en þó fór Virginiumönnum að standa stugg-
ur af þessum innflutningi og helzt sökum þess, að
í samningunum á milli Lundúnafélagsins og kon-
unga Breta var því veittur réttur yfir landflæmi
þessu. Óánægjan varð því megn, ekki einasta hjá
Lundúnafélaginu, heldur og hjá Virginiu-innflytj
endunum, sem magnaðist þar til þeir tóku Mary-
land nýlenduna með hjálp nokkurs hluta af ný-
lendubþunum sjálfum, sem ekki voru kaþólskir né
vildu nalda þeirra taum, og misti Baltimore lá-
varður öll vfirráð þar um tíma.
Eins og mönnum gefur að skilja, þá undi
Baltimore lávarður mjög illa þeim málalokum og
bar þau upp fvrir stjórnarvöldunum heima fyrir,
og veitti Oliver Cromwell honum uppreisn aftur.
Svo liðu tímar fram og fleira fólk fluttist út
og þar á meðal margir Prótestantar; urðu þeir
bráðlega í meiri hluta í nýlendunni, tóku völdin í
sínar hendur og bönnpðu kaþólskum innflutning.
Varð þá allmikið stímabrak á milli yfirmanns
nýlendunnar, Baltimore lávarðar, og Prótestanta,
og náði hvorki hann né heldur sonur hans fullum
yfirráðum þar aftur. Það var ekki fyr en sonar-
sonur hans kom til sögunnar, er snerist til mót-
mœlenda trúar, að ætt sú náði yfirráðunum; en þá
gerði hún það og hélt þeim þangað til í frelsis-
stríðinu.
Feðratungan og þjóðrœknin.
Eftoir Sigurð Vigfússon.
Myndun raddhljóðanna.
pegar munnurinn sleppir raddstraumnum út,
geta raddfærin myndað raddhljóðin, sem eru síðasta
og fullkomnasta gerð raddmyndunarinnar. Radd-
hljóðin eru dráttmynduð hljóð, stöðug að eðli, en
náin mjög, svo að alloft er erfitt að greina þau að.
pau skyldi læra í þessari röð: Grönn raddhljóð: a
e i o u ö (stafrófsröð). Breið raddhljóð: á í ó ú æ;
ei au (oj). Raddhljóðin hafa afarmkla þýðingu
fyrir málið, og eru ekkert minna en sálin í myndun
orða og hneigingum tungu hverrar.
Sjerkenni samhljóða og raddhljóða.
pað er mjög áríðandi að glöggva sig sem best
á eðli tunguhljóðanna. Takmörkin á milli samhljóða
og raddhljóða eru eins glögg og mest má verða.
Samhljóðin eru bundin hljóð, raddhljóðin frjáls
hljóð. pað er eftirtektavert mjög, að hljóðin fá því
meira sjálfstæði, sem raddstraumurinn mætir minni
liindfrun á leið sinni gegn um raddgöngin. Ber þá að
sama brunni í hljóðmynduninni og alistaðar annar-
staðar í sögu framþróunarinnar, að þroski raddar-
innar er í því fólginn, að leysa röddina úr læðingi
þeim eða böndum, sem sjálf raddfærin leggja á hana.
Samhljóðin eru mynduð með lokuðum raddstraum,
og þar af leiðandi nefnd lokuð hljóð. Raddhljóðin
eru mynduð með opnum raddstraum, og þess vegna
nefnd opin hljóð. Samhljóðin eru ósjálfstæð hljóð.
Xau geta eigi staðið ein sjer, og það er eigi hægt að
kveða að raddhljóði einu út af fyrir sig án hjálpar
frá öðru hljóði. Samhljóðin hafa breytilegan styrk-
leika, þau geta ýmist verið hörð eða lin. Raddhljóð-'
in hafa breytilegan drátt. pau geta ýmist verið
stutt eða löng. Af þessum samanburði má sjá, að
samhljóð og raddhljóð eru ger ólík að eðli og hljóta
þar af leiðandi að hlýða ólíkum lögum og reglum.
Samhljóð og raddhljóð mynda til samans líkama og
sál tungunnar. pau eru frumefnið í ræðupörtum
málsins. Lifandi efni í lifandi byggingu, háð breyt-
ingum þroska og hnignunar.
Stafróf.
Einstök ritmynd táknar hljóð að eins og nefnist
bókstafur, en alt myndasafnið til samans er nefnt
stafróf.
Forn-Egiptum tileinkast sá heiður, að hafa
fyrstir manna uppgötvað myndaletur og stafróf.
Helgiletur (híeróglyfur) þeirra, sem enn sjer merki
til á Egiptalandi, var upphaflega greinilegar myndir
af dýrum og hlutum, og táknaði þá hver einstök
mynd heilt hugtak eða hugsun. En þess konar
myndaletur var seingjört og lærðist mönnum því
brátt að láta nægja samdrátt eða umgjörð af mynd-
inni. Og er þörfin á rituðu máli jókst, reyndist
einnig slík umbót of seinfær. pá tóku Egiptar upp
sjerstök hljóðtákn eða stafróf.
pað er mælt að leturgerð vor eigi kyn sitt að
rekja til hins egipska stafasafns. En miklum breyt-
ingum og endurbótum hefir það toékið.
Fönikíumenn mynduðu sjer stafróf með hlið-
sjón af stafagerð Egipta. Eftir Fönikíumenn komu
Grikkir og endurbættu stafróf þeirra. Og er tímar
liðu fram, vendu þeir því við og rituðu það upp á
rjetta hönd, þ. e. frá vinstri til hægri, í stað þess, að
áður var það ritað upp á öfuga hönd, þ. e. frá hægri
til vinstri, eins og títt er hjá Austurlanda þjóðum.
Að síðustu komu Rómverjar og sniðu sjer stafróf
upp úr leturgerð Grikkja. Frá þeim er það runnið
yfir til vor, en þó breytt að mun. Tunga Rámverja
nefndist latína. paðan tekur stafagerð vor nafn og
nefnist latínuletur.
Stafrófið kunna allir læsir menn og gerist því
eigi þörf á að sýna það hjer. Nokkrir aukastafir
koma fyrir í því, sem ekki eru sýndir í hljóðtáknun-
um hjer á undan, og skal því gerð ofurlítil grein fyr-
ir þeim. pessir aukastafir eru: raddstafimr y, ý,
ey og æ, og málstafimir x og z; alútlendir eru c, q og
w. Margir amast við stöfum þessum og vilja út-
rýma þeim algerlega úr íslensku máli. Hefir vand-
læting fyrir hinu’ helga musteri íslenskrar tungu
gengið svo kátlega langt, að hnir útlendu stafir c,
q og w hafa þótt saurga íslenskt stafróf, og ekki
mátt svo míkið sem standa þar. Centí í tugamálinu
verið táknað með s-f Dæmi í reikningsbókum nefnt
þrímenninga sína: A, B. K o. fl. Svona langt getur
vandfýsnin gengið. Mjer hefir stundum komið til
hugar, hvað þeir mundu gera við c-ið í söngfræð
inni, þegar þeir koma auga á það þar. En nú skulum
vjer snúa oss að aukastöfum þessum.
Y (ypsilon) er grísk stafmynd , og halda mál-
fræðingar að fommenn hafi ýmist borið það fram
ui eða vi í líkingu við upprunalegan framburð þess;.
Nú á tímum er það ætíð borið fram sem i, þykir
sumum það óþarft og vilja útrýma því, en það
hefir eigi tekist enn sem komið er. Síðar verður
minst frekar á gest þennan í stafrófi voru. CE
hljóðar sem æ, því má heita útrýmt úr tungu vorri.
X er samsettur stafur af ks eða gs. pað er orðið
sjaldgæft, en þó hefir eigi tekist að útrýma því.
Z er samsett af ts, ds eða ðs. pví er nú að mestu út-
rýmt úr málinu, og þykir mjer söknuður að.
pað virðist ástæðulaust að amast við hinum út-
lendu málstöfum c, q, w, í íslensku stafrófi af ýms-
um ástæðum. ^|j
1. peir eru fyrst og fremst algengir í miðalda-
máli og fornmáli.
2. C vðhelst enn sem
a. ákveðin rómversk tala,
b. bókstafur í rími.
c. helsta tónnefnið í söngfræði.
d. tákn í stærðfræði.
e. töluliður í riti.
f. ómissandi tákn í tugamálinu, til þess að
vjer getum verið þar í samræmi við aðrar
þjóðir.
3. Q er eitt af helstu táknunum í bókstafa-
reikningi.
4. W helst enn við í skrásettum erlendum
mannanöfnum á fslandi, svo sem Wíum, Wathne.
Eg hygg því óþarft og ekki ráðlegt að rjála
minstu ögn við því almenna stafrófi, sem sett er
fram í stafrófserindunum gömlu og góðu:
A B C D E F G
eftir kemur H í K
L M N Ó einnig P j
ætla eg Q þar standi hjá.
R S T U V eru þar næst
X Y Z p Æ ö.
Alt stafrófið er svo læst
í erindin þessi lítil tvö.
Moody og dóttir hans.
Minnisstætt er mér það, að hún litla dóttir mín
tók upp á því að verða stirðlynd og ömurleg á hverj-
um degi. Og þó eg viti það ekki, þá er eg hræddur
um, að þetta brenni víða við hjá annara bömum.
Strax sem hún kom á fætur á morgnana, fór hún að
verða dutlungasöm og geðstirð, svo þetta lagðist
sem skuggi yfir heimilið.
Einn morgun tók eg hana svo á eintal og sagði við
hana: “Emma, ef þú heldur þessu áfram, neyðist
eg til að hegna þór; mér þykir að vísu leiðinlegt, að
verða að gera það, en það verður þó óhjákvæmilegt.”
Hún leit upp á mig stórum augum, — því svona hafði
eg aldrei fyr talað til hennar — og gekk svo frá mér.
Næstu tvær vikumar bar svo ekkert á þessu stirð-
lyndi og hegðaði hún sér eins og annað gott barn.
En svo var það einn morgun, að hún gleymd sér ger-
samlega, og komst í verri dutlungaham en nokkurn
tíma áður. pegar hún kom svo til mín til að kyssa
mig, áður en hún færi í skólann, vildi eg ekki kyssa
hana. En illa féll henni þetta. Fór hún þá til mömmu
sinnar og sagði: “Pabbi vill ekki kyssa mig og eg
get ekki farið á skólann, fyrst hann vill ekki kyssa
mig. Móðir hennar kom þá inn til mín og talaði ekk-
ert um þetta, því hún vissi, að bamið hafði hegðað
sér ósæmilega, og að eg vildi hegna henni með þessu.
Hún fór nú samt af stað, og þegar hún gekk niður
tröppumar, heyrði eg hana gráta. Á þessari stundu
fanst mér bamið vera mér kærara en nokkuru sinni
áður. Eg gekk að glugganum, og sá hana ganga
grátandi eftir strætinu, og meðan eg horfði þaraa
eftir henni, gat eg tæplega varist sjálfur gráti.
pessi dagur var sá lengsti og leiðinlegasti, sem eg
átti í Chicago. — Eg var kominn heim áður en skóla-
tíminn var útrunninn þennan dag, og þegar litla
stúlkan mín kom inn til okkar, voru þetta hennar
fyrstu orð: “Pabbi, þú mátt ekki vera reiður við
mig.” — Eg kysti hana þá og hún gekk syngjandi
frá mér. — Eg hegndi henni, af því eg elskaði hana.
— Vér skiljum það þá víst að guð elskar þá, sem
hann agar.
LANDS-SKULDIN.
Sofðu litla, ljúfa bam, þig leiði Drottins náð.
Drauma þinna dísir sveima um dalalaust láð.
“En mamma, líttu á lund og akur, af laufi græn-
an skóg. ’ ’
Fjallið háa í huga mínum horfir vfir sjó.
Eg er að-greiða gjaldið það, sem gildir fyrir
land.. v
Þín ást til þess um óratíð er undraband.
Aldrei fossins öflgl vekur eld í þinni sál.
Aldrei þér í eyrum hljómar unnar mál.
En skuldin mín er skapadómur, skyldugt er því
mér,
að gjalda það, sem goldið fæ eg, Guði og þér.
Þegar sálin frelsi fær, þá flýgur hún heim
til fjallalandsins fáskrúðuga, fjarlægan yfir
geim.
Gott verður af glæstum tindum geta séð um fold,
hvar sem förin ferða þinna falla um mold.
Lágu þegar leiðin okkar lótus eru skrýdd,
hljótt þú kemur heim til mömmu um hafsins vídcþ
Bára.