Lögberg - 04.12.1919, Blaðsíða 3

Lögberg - 04.12.1919, Blaðsíða 3
LOGBERG, FIMTUDAGINN .4. DESEMBER 19119. Bla. S Vane «g Nlna EFTIR Charles Garvice ‘ ‘ En þau halda að þér séuð dáin, þó að eg hafi til allrar hamingu undirbúið þau að vissu leyti umþ að, að þér séuð lifandi.” “Bentu okkur á leiðina, góði vinur. Vesalings gamli Letchford verður svo glaður!’ “Eitt augnablik! ! Aðeins eitt augnablik 8tandið kyr fyrir utan dyrnar þangað til að eg gef ykkur merki, komið svo inn.” Þegar hapn komi nn í borðstofuna, sá Vivíenna á svip hans að hann hafði heyrt eitt- hvað og hljóðaði lágt. En hann snéri sér að Letchford. “Þér báðuð mig áðan að segja* yður hvar Ijesborough væri, Letchford, ef hann hefði ekki brunnið inni þetta kveld, eins og þér haldið. Eg gat ekki sagt yður það fyrir fáum mínútum síðan, en nú get eg það. ’ ’ Vivíenna stóð upp, um leið og hún studdi sig við borðið. “Sutcombe! Þú hefir séð þau! Hvar eru þau?” “Hérna, lafði Vivíenna,” svaraði Vane og hann og Nína komu inn. Og um leið og lafði Vivíenna æpti af gleði, flaug Nína í faðm hennar, en Letchford hjónin stóðu kyr af undrun. Stund eftir stund töluðu þessir góðu vinir saman, loksins gengu stúlkurnar til dagstof- unnar, svo þessir þrír menn gætu talað óhindr- að um hvað sem þeim þóknaðist. “Spursmálið er, hvort Júlían Shore veit hvernig þetta skeði,” sagði Sutcombe alvarlegur. “Eg segi nei,” sagði Vane ákveðinn. “0g eg — veit ekki hvað eg á að segju,” sagði Letchford. “En takið þið ekkert tillit til mín, eg er honum andstæður, mér hefir .aldrei geðjast að honum.” “það er aðeins eitt að gera,” sagð Sutcombe. “ Þer verðið að fara þangað og láta hann sjá yður, Lesborough, og þér sjáið undireins hvort hann er sekur eða ekki, að svo miklu leyti sem eg helcf mig þekkja hann. Komið þér lionum á óvart, og þér sjáið strax—’ “Að þér dæmið hann ranglega,” greip Vane fram í fvrir honum. Eg fer þangað á morgun. Ef eg sannfærist um það, að hann sé saklaus, þá skal eg skifta landeigninni jafnt á milli okkár — með frjálsu samþykki konu minnar. Eg get ekki gef ið honum nafnbótina; hana — “hann þagnaði — “hefi eg ekki heimild til að gefa honum. En margt annað. Þér skuluð sjá það, Sutcombe, að eg hefi skilið hann rétt.” Sutcombe hristi höfuðið. “Og þér eruð ánægðar, góða?” sagði Vivíenna við Nínu, þar sem þær sátu í dagstof- unni, og Vivíenna hafði lagt handlegginn utan um Nínu. “En þetta er heimskuleg spum- ing. Maður þarf ekki annað en líta á andlit yðar. ’ ’ Augun hennar Nínu geisluðu af gleði. “Ogþetta alt á eg yður að þakka — yður og lávarði Sutcombe,” sagði hún. “Það líður naumast nokkur stund á daginn án þess, að við tölum um yður. En, ó — hvað eg er glöð yfir að vera komin hingað aftur, þó að síðast- liðni tíminn hafi verið ósegjanlega ánægjulegur Og hvernig gengur með leikritið mitt?” “Það dregur sér fult hús á hverju kveldi. Við skulum fara þangað og sjá það, undireins og við getum það öll saman.” “Og Polly!” spurði húnáköf. “Pollv er í sjötta himni af ánægju, og kemst upp þann sjöunda, þegar hún veit að þér eruð komnar aftur. Við skulum taka hana heim með okkur til dagverðar þegar að leiknum er lokið. Ó, segið þér okkur nú aftur, hvernig yður hefir liðið.” 27. Kapítuli. Daginn eftir sat Júlían Shore í bókaher- berginu. þó að veður væri gott, logaði eldur í ofninum, og Júlían hafði flutt hægindastólinn fast að honum, Hann laut áfram og hélt mögm hvítu höndunum sínum yfir eldinum. Hafi í raun og veru nokkur bölvun hvílt á Lesbor- ough fjölskyldunni, þá lá hún eins og bjarg á huga hins nvja jarls, því Júlían Shore leit út fyrir að vera hin ógæfusamasta og aumasta manneskja, sem maður gat hugsað sér. Það var ekki iðran, sem kvaldi hann dag og nótt, heldur hugsanin um að verðlaunin, sem hann hafði selt sálu sína fyrir, mundi hann ekki geta fengið samt sem áður. Því þótt Júdith hefði ekki beinlínis sagt , að hún vildi ekki giftast honum eða þverneitað honum, var hann þó sannfærður um að hún, með því að neita að sjá hann, væri að búa hann undir sína síðustu ákvörðun,og að hún mundi ekki uppfylla þennan viðbjóðsleaa samning, sem hún hafði gert við hann. Hann vissi að hún hafði hatað hann frá byrjun, og að eingöngu æðisgengin afbrýði og ótakmörkuð valdafíkn, hafði komið henni til að gera þennán samning við hann, með einu orði sagt, hún hafði fengið hann til að fremja glæp sem hann hrylti við að hugsa um, og sökum hans neitaði að gefa honum þau verðlaun sem hún hafði lofað honum. Það var um Júdith, næstum eingöngu um Júdith, sem hann hugsaði, þegar hann laut niður og starði svipdimmur í eldinn. Um Vane hugsaði hann ekki. Vane hafði verið í vegi fyrir ástarþrá lians, löngun hans til nafnbótar, auðs og valda, — og nú var Vane hrint úr vegi. Júdith, aðeins um Júdith hugsaði hann, hana eina og ekkert annað. Hin áleitna spurning lafði Fanworthy um Deborah, vakti einu sinni ekki neinn óróa hjá, honum. Deborah var horfin þann sama dag sem slysið átti sér stað, en hvarf hennar hafði engin áhrif á hann. Hann hélt með sjálfum sér, að sennilega væri sú ástæða, sem hann gat fyrir Irvarfi hennar, ekki langt frá sannleikan- um; hún var efalaust í heimsókn hjá einhverju frændfólki. Hann saknaði hjálpar hennar við og við, en um forlög hennar eða lífsviðburði var hann jafn kærulaus og hann hafði verið um köttinn, sem hann lét kveljast og deyja af eiturgufunni, og eins og hann hafði verið með tilliti til dauða Vanes. En hvernig átti hann að þvinga Júdith til að efna loforð sitt? Hann var jarl af Lesborough nú eða hann myndi að minsta kosti von bráðar verða viðurkendur sem hús- bóndi þar, sem hann hafði áður verið sem eins- konar sníkjugestur sem náskyldur ættingi. Hann hafði efnt það, sem hann hafði lofað að gera, en hvernig gat hann fengið hana til að standa við sitt loforð? Hann athugaði þetta spursmál frá ýmsum hliðum, og brai^ heilan um það, og visnu blóðlauau varirnar hans nefndu nafn hennar óaflátanlega án þess að það heyrðist. Að nokkurri stundu liðinni stóð hann upp, gekk að borðinu, helti konjaki og vatni i glas og drakk það með hægð og bugsandi. Hann settist aftur á stólinn niður- sokkinn í sínar gömlu hugsanir. Að lítilli stundu liðinni byrjaði hann tautandi á ímynduðu samtali við þá stúlku, sem hann elskaði. Svo stóð hann aftur upp leit í kringum sig og læddist svo að borðinu, þar sem hann drakk en þá eitt glas af konjaki. Hann tæmdi glasið með óblönduðu konjaki að þessu sinni, gekk svo aftur að stólnum ofurlítið reikandi, þegar hann heyrði fótak í dyraganginum. Hann nam staðar, leit til dyranna og tautaði kæruleysislega: “Þetta er líkt fótataki Vanes undarlegt.” Hann settist aftur á stólinn og hallaði s$r afturábak með lokuð augu; en alt í einu hreyfði hann sig órólegur. Dyrnar opnuðust, og fóta- takið, sem á svo undarlegann hátt minti hann á Vane, heyrðist inni í herberginu. Hann opnaði augun að hálfu leyti. Vane stóð og horfði á hann með kvíðandi, efandi og sorgmæddum svip. “ Júlían,” sagði hann alúðlega og alvarleg- ur. “Þú þarft ekki að hræðast, það er eg — Vane.” Júlían leit til hans dapurlega. “Alt of mikið konijak, en enginn svefn,” tautaði hann við sjálfan sig. “Eg bjóst við þessu. En hvað það er líkt — það er alveg eins og Vane sjálfur. ” “Þekkir þú mig ekki, Júlían?” spuði Vane, með enþá meiri kvíða og efa en áður. “Eg er alveg nýkominn aftur til Englands. Eg kom til að segja þér, að eg er lifandi. Þú ættir að standa upp gamli vinur, og rétta mér hendi þína. Hvað er að? Ert þú veikur J úlían ? ’ ’ “Alveg eins og hans rómur,” tautaði Júlían næstum aðdáandi. “Þetta er áhugavert — ákaflega áhugavert.” Hann stóð upp, gekk að borðinu og fékk sér meira konijak. Vane nálgaðist hann og ætlaði sér að leggja hendina á handlegg hans, en Júlían vék sér frá honum — ekki af hræðslu heldur með hlátri og yfirlætislegum höfuð- hristingi. ‘ ‘ Ó, nei, þú veizt ofur vel, að eg get ekki i'undið til snertingar handa þinna. Afturg- göngur hafa eigi hold og blóð eins og við. Svo þú aitlar að heimsækja mig, kæri frændi minn. Það ættir þú helst ekki að gera, eg get hrakið þig í burt með þessu, sem líklega hefir tælt þig hingað. ’ ’ Hann lyfti glasinu upp og drakk úr því. Þar sem Vane stóð og horfði á hann alvarlegur með hörkulegum svip, bætti hinn við: “En vilt þú nú ekki iara? Hvert er erindi þitt í raun og veru? Ertu kominn aftur til að heyra að eg játi mig sekan? Pú ert sann- arlega mikilfengleg afturganga, ef eg vissi ekki betur, mundi eg halda að minn dýrmætiN frændi stæði bráðlifandi fyrir framan mig Geta ekki þessir gullhamrar komið þér til að snúa aftur til helvítis? Ó, nei, það er satt — annar eins fyrirmyndar dygðafrömuður og þú varst hér á jörðinni, fer auðvitað beina leið til himnaríkis; eg gleymdi því — afsakaðu! ’ ’ Hræðilegt bros kom í ljós á vörum hans. “Það lítur út fyrir, að þú viljir fá sektajátning mína, — hún á auðvitað heima í þessum gaman- leik. Nú jæja, minn kæri Vane, eg hugsaði mér clálítið áform, sem flutti þig með ákveðnum hraða til betri staðar. Og þú verður að viður- kenna, að enginn læknir hefði gert það betur. Þig grunaði alls ekki, að efnarannsóknarstofan var búinn út til að taka á móti þér, að bandið frá loftsmuguhlemnum hékk aðeins saman með tveim þráðum, og að lögurinn í skaftpott- inum var nákvæmlega blandaður, — eg hafði auk þess fyrst reynt áhrif hans á ketti — vesalings, saklausum ketti. Og lykilinn að dyrunum hafði eg í vasa- mínum, meðan eg beið frammi í ganginum eftir því, að gufan úr pottinum endaði starf sitt og svifti þig lííinu.” Vane hopaði á hæl fyrir hinu ógeðslega augnatilliti Júlíans, sem nú sýndi afarmikla æsingu sökum hugsunarinnar um hina ómann- legu framkvæmd lians, og fyrir hinum mont- auðgu orðum, sem læddust yfir varir hans. Hami fann til ómetanlegrar niðurlægingar, eins og hann væri sá seki en ekki hin útvalda fórn. “Hamingan góða! Ertu orðin brjálaður, Júlían?” “Brjálaður? Nei, alls ekki, mín góða afturganga!” svaraði Júliían hlæjandi, um leið og hann sneri sér aftur að konijaksflöskunni. “ Eg er áreiðanlöga með öllu viti, því eg er maður, sem veit hvað eg vil fá — og eg afla mér þess. Eg vildi fá nafnbót þína og Lesbor- ouhg-auðin. Það var næstum því orðið mitt, því allir héldu að þú værir dauður, en þú varst nógu heimskur til að koma aftur til þessa lands og ræna mig öllu. Eg hefði getað drepið þig tlaginn sem við fundumst fyrst hjá gamla asnanum, honum Tressider. En það kom mér ekki í hug. Nei, það var nú ekki við því að búast. Þú . ert einn af þessum blindu aulum, sem kallaðir eru heiðarlegir menn.” Svitinn sat í bárum á enni Vane, þessi hræðilega auglýsing hins innra manns Júlíans, var næstum meira en hann gat þolað, og hann reyndi að koma í veg fyrir framlengingu þess. “Júlían,” hrópaði hann. “Þetta er brjál- semi, óðs manns æði. Þú getur ekki hafa gert þetta.” Júlían tók glasið frá vörunum og hló ögrandi. “Get eg ekki hafa gert það? Máske ekki vegna nafnbótarinnar og auðsins. Eg vildi auðvitað ná í hvortveggja — en eg held ekki að minsta kosti er eg ekki viss um, að eg hefði myrt þig af þeirri ástæðu, því morð er nú fremur alvarlegt fyrirtæki, en það var líka nokkuð annað, sem eg þráði fremur en allan heimsins auð. Skilur þú hvað það var? Heimska aftur- ganga, — eg þráði að eignast þá stúlku, sem þú elskðir einu sinni, og sem enn þá elskar þig, — Júdith. ” “Júdith!” hvíslaði Vane óttasleginn. Júlían hló. \ “J?ú endurtekur nafn hennar allglaðlega. Já, eg elskaði hana—frá þeirri stundu að eg sá hana fyrst, þegar að eg fór þangað með þér. Og þú stóðst á milli hennar og mín. —r"Þegar þér verðið húsbóndi þar, sem þér nú eruð sníkjugestur, ” voru hennar orð. Til þess að geta eignast hana, þurfti eg að verða jarl af Lesbor- ough, því mín dýrmæta Júdith er metnaðar- gjörn; þú sérð, að ástin gjörir mig ekki blindan, svo að eg sjái ekki galla hennar. Hana langaði til að verða greifinna, og enn meira, hana langaði til að hefna sín á þér, kæri Vane frændi minn. “Stúlkan sem hafnað var,” eins og þú veizt. Þú elskaðir hana eitt sinn, húm sveik þig — þú fyrirgafst henni, en það getur ekki kvenn- fólkið þolað; og þessvegna gerði hún þennan samning við mig. Eg átti að ryðja þér úr leið, og svo-------- Hann misti vald yfir rödd sinni og þagnaði snöggvast, svo bætti hann við: “Júdith! Hvers vegna er hún ekki hér? Eg þarfnast hennar nú. Húmgetur þó naumast ætlað að gabba mig, og svíkja mig um endur- gjaldið? Nen, nei! Hún meinti það sem hún sagði! Morð! Já, það var morð! Og fram- kvæmdi eg það ekki ? A eg að verða svikinn — — svikinn--------. ’ ’ Hann reikaði, þreifaði eftir stólnum og settist á hann. Höfuðið hné niður á brjóstið, og hann rétti fram löngu, hvítu hendurnar, eins ög hann ætlaði að grípa eitthvað. Vane gekk að borðinu þar sem flaskan stóð, en liann gat ekki fengið sig til að snerta á henni — hún var saurguð af hendi Júlíans. Hann hristi þennan að hálfuleyti meðvitundar- lausa bófa, og að nokkurri stundu liðinni opnaði Júlían augun, leit upp og þekti Vane. “Vane!” hrópaði hann. “Morðingi!” sagðiVane hörkulega. Júlían gat með naumindum staðið upp, og rétti hendina að Vane með örlagaþrúngnum hlátri. “Ert það þú? Ert þú ekki afturganga? Ert það í raun og veru þú?” spurði hann daut'- lega með digrum róm. “Já,” svaraði Vane hörkulega en, samt rrieð þeirri meðaumkun er maður sýnir sinnis- veikum persónum, hve mikil afbrot sem þær. hafa framið. “Þú — þú hefir þá sloppið úr eldinum?” sagði Júlan. “Og á hvern hátt?” “Deborah, daufdumba stúlkan,” sagði Vane hás. “Hún frelsaði mig —eg vafði treyjunni minni um hana — þú svívirðilega varmenni — sú stúlka, sem þótti svo vænt um þig, gaf líf sitt--.” Júlían ypti öxlum og strauk hendinni um ennið, eins o ghann væri að veifa burtu þokunni sem hvíldi yfir skilningarvitum hans. “Deborah! það datt mér ekki í hug. Eg hélt að hún væri strokinn. Deborah, vsalings manneskjan, hún er dáin.” Rómurinn bilaði, svo hló liann eins og brjálaðir menn eru vanir að gera. “Ogeghefi sagt þér alla söguna — eg héft að þú værir afturganga. Eg hefi líklega komið upp um mig öllu saman, er það ekki. Svarið las hann í augum Vane. “Hvað ætlar þú nú að gera? Þú getur naumast fengið þig til að afhenda mig lög- reglunni sem morðingja? Þinn eigin náfrænda. Hugsaðu um hneykslið — hina voðalegu smán fýrir fjölskvlduna. Nei, það gerir þú ekki. en hvað ætlar þú þá að gera?” Vane fann sig yfirunninn. “Eg ætti að drepa 'þig, þú svívirðilegi glæpamaður, ” sagði hann. “Láttu mig ekki sjá þig oftar. Farðu burt úr landinu — eg skal sjá um að þig skorti ekkert. Gefðu Tressider áritun þína, svo skal eg skrifa þér. Stattu við” — því Júlían gekk til dyranna. “Segðu mér að eins það, að Júditli hafi ekki vitað um þetta djöfullega áform þitt, — að hún sé ekki meðsek í afbroti þínu.” Jiil'an brosti. “Góði Vane, eg vildi að eg gæti huggað þig í þessu tilliti, en það er mér því miður alveg ómögulegt. Eg á ekki við, að Júd- ith vissi um alt þessu viðvíkjandi, en það get eg svarið, að hún vissi um að það átti að ryðja þér úr vegi. Það hefir þú líka hlotið að skilja af viðurkenningu minni! ’ ’ “Lygari! Morðingi!” sagði Vane. R. S. ROBINSON so.ooo.ee Kaupir og selur EG KAUPI TAFAKUAUST miki» af MUSKRAT og ÚUFASKINNUM og borga eftirfylgjaiuii verfi fyir fá eða niörg: VETRAR ROTTU SKINN ......... $3.50 tU $1.35 HAUST ROTTU SKINN .... ..... $2.35 tU .75 Skotin, Stungin eða Skemd ...75 til .40 KITTS ........................25 tU .15 ULFSSKINN, fín, í kössum, No. 1.$30.00 til $10.00 ULFSSKINN, fín, í kössum No. 2.$30 til 7.00 ULFSSKINN No. 3...... ..... 3.00 til 1.50 ULFSSKINN No. 4 ..... ............. .50 Einnig allar afirar tegrundir af sklnnum á markaft»verftl Nautahúftir 28c til 24c. Kálfsskinn 55c. til 45c ...Kips 40c. til 30c.Hrossahúftir $10. ti! $5.00 ÚtUÚT tMttta, Waih., t. S. A. EdmtRtM, Alta. U Fu, Maa. Kinsra. $at Sendið beint til HEAD OFFICE: 157-63 RUPERT AVE., WINNIPEG Einnig 150-156 Pacific Ave. East Notið tœkifœrið! Vér viljum fá 500 íslenzka menn til þess að læra meðferð á dráttvélum (tractors), einnig alt sem lýtur að Welding og Batt- ery vinnu. Eftirspurn eftir slíkum sérfræðingum er afarmikil. Afbragðs kaup, ^tetta frá $100 til $300 um mánuðinn. — Mörg hundruð íslendinga hafa lært hjá oss síðast liðin fimm ár. — Lærið góða handiðn að vetrinum og byrjið fyrir eigin reikning. Ókeypis atvinnu-skrifstofa vor leiðbeinir yður að loknu námi. Vér höfum allar tegundir Automobíla og annara véla við hend- ina, sem lærlingar fá að æfa sig á. Fónið oss eða skrifið eftir ó- keypis kensluskrá. Komið og skoðið vorn nýtýzku-skóla. HEMPHILL TRADE SCHOOLS, LIMITED, Rétt hjá Strand leikhúsinu. Office, 626 Main St., Winnipeg trtibú: Regina, Saskatoon, Edmonton, Calgary, Vancouver. jgsaissgsaggsasgasssaggssassgsssss^gsasaasassxscgsssssgaggsssisagsisasasasasasasa. .. 1 • timbur, fjalviður af öllum i Nyjar vorubirgðir tegundum, geirettur og al»- j konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar. Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðir | að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. ------------------- Limitad-—---------------- HENRY AVE. EAST WINNIPEG .vfA'AtGA* -V*-vt K9r- • The Campbell Studio Nafnkunnir ljósmyndasmiðir Scott B'ock, Main Street South Simi M. 1127 gagnvart Iðnaðarhöllinni Stœrsta og elzta ljósmyndastofan í Winnipeg og ein af þeim stærstu og beztu í Canada. Áreiðanleg og lipur afgreiðsla. Verð við allra hœfi. Adanac Grain Co., Ltd. 408—418 Grain Exchange WINNIPEG, - - MANITOBA Vér ábyrgjumst sanngjarna flokkun og sendum hverjum viðskiftavini hlnthafamiða—Participa- tion Certificate, og högum verzlun vorri að öllu leyti samkvæmt fyrirmælum stjórnar og laga Stjórnarleyfi og ábyrgð Skrifið sem fyrst eftir upplýsingum og Sendið Oss Svo Korn Yðar Allar teéundir af Allar teéundir af KOLUM EMPIRE COAL COMPANY Ltd. Tals. Garry 238 o£ 239 Kaupið Kolin Undireins pér sparið meí því að kaupa undir eins. AMERISK HARDKOL: EGG, PEA, NUT, PEA stærðir Vandlega hreinsaðar REGAL LINKOL LUMP and STOVE stærðir Ábyrgst Hrein — Sótlaus, Loga Alla Nóttina D. D. WOOD & SONS, Ltd. TELEPHONE: GARRY 2620 Office and Yards: Cor. Ross and Arlington Sts. KAUPID BEZTA BLADID, LOGBERG.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.