Lögberg - 04.12.1919, Blaðsíða 4

Lögberg - 04.12.1919, Blaðsíða 4
Bii. 4 LÖGBERG, FIMTTJDAGINN 4. DESEMBER 19119. «1> £IQ I Gefið út hvern Fimtudag af The Col- umbia Preis, Ltd.,Cor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. TALSIMl: GARRY 11« og 117 Jón J. Bíldfell, Editor J. J. Vopni, Business Manager Utanáskrift til blaðsins: TtfE C0LUMBI4 PRES8, Ltd., Bo* 3172. Winnip.g, IRan- , Utanáikrift ritstjóram: EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipag, R|an. VERÐ BLAÐSINS: B2.00 um árið. -«►27 nianiunii'iHiinutt!? Kosningaúrslitin í Winnipeg. Þá eru borgarstjórnarkosningarnar í Win- nipeg um garð gengnar — þær heitustu kosn- ingar, sem nokkurn tíma hafa verið háðar í 'þessari borg. Þær voru, eins og menn muna, á milli þess hlnta verkamanna borgarinnar sem lengst vilja ganga í byltingaráttina, og þeirra af bæjarbú- um, sem að gætilegar vildu fara. Þeirra, sem að sjá og skilja að æsing og umbreyting er til hættu, ef henni er gefin of laus taumur, og breytingar allar á fyrirkomulagi þessa bæjar- félags beztar með forsjá. Vér sögðum, að það hefði verið að eins partur af vinnufólki þessa bæjar, sem að fylgdi flokk þeim, er sótti um að ná yfirráðum í bæj- armálum undir nafni verkamanna, og þegar vér athugum atkvæðin, þá sjáum vér að þetta er satt. Til dæmis í Veston, þar sem eru tómir verkamenn, fær Farmer, sá er sótti undir merki verkamanna, 782 atkvaeði. En hinn maðurinn, sem sótti á móti Farmer og undir merkjum í- haldsstefnunnar, fékk 439 atkvæði. Sama er að segja um þá Thomas Flye og F. H.. Davidson. Flye, sem var merkisberi 'þessa sama flokks í Veston, fær þar 716 atkvæði, en Davidsn 641—að eins 75 atkvæðum minna heldur en Flye. Hvernig stendur á þessu, ef að verkamenn hafa yfirleitt viðurkent Flye sem sinn merkis- bera og stefnu hans- sem sína eigin? Um skólayáðsmennina er það sama að segja, nema hvað Mrs. Hancock, sem sótti und- ir merkjum þessa parts af verkamanna flokkn- um, sem ráðin höfðu í hendi sér, hvað kosninga- baráttuna snertir, fór þar einmitt í þeim parti af kjördeild sinni, þar sem engir búa aðrir en verkamenn, hina mestu hrakför — náði þar ekk' meiri hluta atkvæða. Þetta sýnir berlega, að verkamennimir sjálfir voru ekki sammála um stefnu þá, sem sá partur er kosninga undirbúningnum og kosn- ingabaráttunni réði. t þessum kosningum fengu borgarstjóra- efnin 28,152 atkvæði. Þar af fékk Charlei F. Gray 15,638, en Farmer, sem var merkisberi verkamanna, 12,514. 1 hinum vmsu deildum fengu öldurmenn- irnir, sem íhaldsstefnunni fylgja, 16,676 atkv. En breytingamennirnir 11,023. í skólaráðs kosningunum fengu íhalds- menn 18,941 atkvæði, en breytingamennirnir 11,310. Þannig liafa Winnipegbúar svarað mála- leitan þessara breytingamanna og svarið er svo skýrt og ákveðið að því er þessar kosningar snertir, að þeir vilji ekki sleppa stjórn bæjarins í hendur gjörbreytendum. Og af fimtán merk- isberum, sem þeir sendu út, féllu ellefu í valinn, en fjórir náðu kosningu, þrír öldurmenn og einn eða öllu heldur ein, sem náði kosningu í skóla- stjórnina. En þó að svar Winnipegbúa væri svona á- kveðið að þessu sinni, þá stendur nú samt svo á, að með þessum þremur öldurmönnum er verka- menn fengu kosna, hafa þeir sjö málsvara í bæj- arstjórninni, því fjórir voru þar fyrir. Svo íh.aldsmenn og breytingamenn vega nú salt hver á móti öðrum í bæjarstjórninni, sjö og sjö, með borgarstjóra Gray til þess að skakka leikinn. Verndið æskuna. Æskumaðurinn bíður ó'þreyjufullur eftir fullorðinsárunum, og honum finst tíminn aldrei ætla að líða. Hann finnur lífsfjörið svella í æðum sér, og þróttin vaxa í hverri taug. En æskan heldur honum til baka. Hann byggir sínar skýjaborgir, en 'hann kemst ekki til þeirra vegna þess, hve æskuárin eru sein að líða. Hann finnur aflið í vöðum sér vaxa og hon- um finst hann muni geta rutt sér djarfmann- lega braut í lífinu, hara ef hann gæti komist af æskuárunum og orðið maður. Þessi þreytandi bið er æskumanninum hvimleið, þessi langa leið þar til hann er kominn í hádegisstað lífsins, er svo óskaplega lengi að líða. En þroskaskeiðinu fylgja vonir mannanna — vonir um sól og sumar — vonir um ást og yndi — vonir um drengskap og dygð — vonir um vaxandi þor — vonir um fagran og þrótt- mikinn lífsferil. Svö koma fullorðinsárin og breytingin verður mikil. Vonirnar rætast sumar, en sumar verða tál. PJrviðleikar, sem maður vissi ekkert um eða hugsaði ekkert út í, mæta manni og ár- in, sem áður virtust vera svo óumræðilega lengi að líða, eru nú sem mánuður, vika, eða jafnvel dagur. Mennirnir líta til baka til hins óþreyju- fulla æskulífs og margir taka undir með Bene- dikt Gröndal: “Gerðu mig aftur, sem áður eg var, alvaldi guð, meðan æskan mig bar.!” Og þeir gjöra það í fullri alvöru. Óska sér þess frá insta grunni hjarta síns. En ’því miður er þá í flestum tilfellum ’þýð- ingarlaust að óska. því þegar þar er komið æfi manna, er bernskan vanalega horfin, eða ef hún er það ekki með öllu, þá er hún að eins sem fög- ur hylling, eða angurbiíð endurminning. Vér lœrum undir flestum kringumstæðum of seint að meta og varðveita œskuna. Lærum of seint að skilja, hversu mikið afl til dáða æskan á og hversu óbætanlegur skaði það er oss mönnunum, að glata henni. Æskan er aldrei fátæk, því hún á ómæli- legan heim fullan af vonum. Hún er aldrei döpur eða niðurlút, því hún er vermd af ylgeislum sólarinnar. Og hún er aldrei ljót, því sakleysið er um- heimur hennar. Þetta þrent: vonin, gleðin og sakleysið, eru mátarstoðirnar undir því fegursta, sem lífið á og hefir að bjóða. Ekki að eins til þess að fegra lífið, heldur og til þess að gera það þróttmeira. Hugsið ykkur, hvað sá maður eða sú kona stendur vel að vígi, sem getur mætt öllum að- köstum lífsins og erviðleikum með vonum æsk- unnar. Hugsið ykkur, hve léttari skylduverk vor hin daglegu væru, ef þau væru unnin með lífs- gleði æ.skunnar, og hugsið ykkur, hversu menn- irnir og mannlífið væri fagurt, ef sakleysi æsk- unnar breiddi sig yfir allar hugsanir þeirra, orð, áform og gjörðir. Verndið því æskuna og látið enga stund ó- notaða til þess að tryggja ykkur hana. Ekki að eins á meðan ársól lífsins brennur ykkur á vanga —ekki að eins á vori lífsins, beldur líka í gegn nm alt sumarið og fram á haust. Á víð og dreif. Það ér ekki langt síðan vér vorum að lesa í riti einu merku, sem gefið er út í Bandaríkj- unum. Þar er á mebal annars ritgjörð eða saga, sem heitir: “Sannleikur um konur, sem aldrei hefir verið sagður.” Saga þessi eða rit- gjörð er meistaralega vel rituð, svo að maður getur naumast lagt bókina frá sér, fyr en mað- ur er búinn að lesa út. Þar er sagt frá konu einni, sem þegar er hún giftist sagði manni sín- um alt — hispurslaust alt, sem á daga hennar hafði drifið, og segir: “Eg veit það eru til menn, sem mundu ekki hafa fyrirgefið mér þær misgjörðir, sem mig hefir hent, en eg vildi lieldur eiga undir því að maðurinn minn fyrir- gæfi mér ekki, heldur en að lifa lífi lyginnar þaðan í frá. Það getur virzt þægilegra í svip, en þegar maður gætir betur að og tekur með í reikninginn göfgi sálarinnar, sem öll velferð er þó undir komin, þá mun engin stúlka eða kona bugsa sig um tvisvar. En það er erfitt að fá sig til þess fyrir kvenfólk yfirleitt — kvenfólk, sem hvorki eru söguhetjur í skáldsögum né tilbeðnar á manna- mótum — heldur konur svona upp og ofan. En ef þær einu sinni fá kjark til þess að játa mis- gjörðir sínar, kannast við að lífið hefir verið gefið oss til annars meira og betra en lítilfjör- legra og stundlegra hagsmuna, þá munu þær finha sálar ró svo djúpa, að hún hafi :þrek til þess að mæta hverju sem að höndum ber, jafn- vel einverunni. Og svo eru líka til menn, sem kunna að fyrirgefa og líka menn, sem þurfa l’yrirgefningar við. Þessi kona segist hafa gert sér far um að loka huga sínum fyrir ljótum hugsunum, en opna huga sinn eingöngu fyrir hugsunum þeim, serii fagrar eru og hreinar.. Þessar hugsanir læfi eg, segir hún, látið prenta á spjöld, sem að límd eru svo í ofurlitla rauða vasabók, “sem að aldrei skilur við mig. Eg les þessar hugsan- ir við og við, þar sem eg stend eða krýp; í ein- veru eða margmenni, hvar sem eg er stödd, og er mér að því ósegjanlegur styrkur, og hverja Lugsun enda eg í þögulli bæn.” Hér fylgja nokkrar af hugsunum þeim, sem stöðugt fylla huga þessarar konu: I. “Þegar eg er óstyrk eða ergileg, löt eða öf- undssjúk, þá er mér það ljóst, að eg að eins get öðlast þrótt með því að gjöra eitthvert kærleiks- verk, hvað lítið sem það kann að vera. Eg get dreift hinu svartasta sorgarskýi með geislum kærleikans. Mér er ljóst, að það sem ljótt er, svndin sjálf, er sprottin af eigingirni og af því að eiga of góða daga. Eg get útrýmt eigingirni og yfirbugað nautnaþrá mína með kærleika. Eg get yfirstigið alt það, sem ljótt er, allán ótta og allan hégóma með kærleika Enginn dauði er til nema dauði kærleikans. Frá lnonum forða þú mér, herra! II. Eg veit að mikilmenskan er sprottin af sjálfseísku. En að lítillætið er guði þóknanlegt. Mikilmenskan er sjálfstilbeiðsla, en auð- mýktin í verkum kærliekans, hversu smá er þan kunna að vera, er hugarfró hvers manns. Drottinn varðveiti mig frá yfirlæti í öllum mynd- um. III. Eg veit að það er skaðsamt fyrir mig, að láta hngann dvelja við misgjörðir, sem mig hafa hent, — hugsunarleysi og syndir. Þeim get eg ekki breytt, svo eg útrými þeim úr huga mínum, en held mér við hina líðandi stund, sem eg hefi vald á og get varið sem mér sýnist. Varðveit mig, herra, f rá Óllum hégómlegum endurminningum. IV. Eg veit, að réttlátt og fagurt líferni fæst að eins með réttlátu hugarfari. Að gjöra það sem rétt er af því að lögin bjóða það eða af því að það hefir komist upp í vana, en þrá máske það, sem rangt er, það er að hæða höfund hins góða. Það verður að vera þrá mín að gjöra það sem rétt er. Það sem stjórnar lífi mínu verður að spretta úr minni eigin sál, en ekki að koma utan að. Varðveit mig, herra, frá því að sýnast það sem eg ekki er, og frá allri hræsni.” Baldursbrá. Eftir Tennyson. Úr sprungu veggjar bjart og bert þig, blóm mitt, sleit eg glaður; — með rótum hér, eg held á þér. Ó, hvítast blóm! -x- en skildist mér hvað ’alt, með rót, þú ert, þá vissi’ eg ger hvað væri guð og maður. J. R. Glataði sonurinn. Stúlkurnar kátar og kvikar, komu með dýrlegt vín. Hann hellir því ei, en hikar, því hugsi tekur hann bikar hið fyrsta sinn til sín. “Pú hikar, sem böls þér baki, ef bikar tæmir þann. Við hyggjum sízt þig saki.” Og sveinninn kneif, en að baki svínstígju fulla fann. J. E. Stökur eftir K.N. Herra Kristján Júlíus skáld frá North Da- kota, lofaði oss að heyra nokkrar vísur eftir sig, er hann leit inn í skrifstofu vora nýlega. Þetta er fyrtsa vísan, sem hann orti, eftir að hann settist að í Dakota: Drottinn, lát mig ei deyja í Dakota skuldum frá, þó skömm sé frá að segja, saknar mín einhver þá; að einu þarf og að gá: “Mortgage” á sálu minni mjög er hætt við eg finni upprisudeginum á< Kiástján er íslendingur góður og hefir á- valt látið sér ant um ísl. þjóðemi. Þegar hann frétti hingaðkomu séra Kjartans Helgasonar, urðu honum nokkrar vísur á munni og, lærðum vér þessar: Nú er til vor kominn Kjartan prestur, kennimaður heima á Fróni beztur, sjaldan hefir hingað komið vestur hugðnæmari vetursetu gestur. Nú er líka hræðslan frá mér flúin, farin strax að vakna barnatrúin; en því var eg svo þreyttur oft og lúinn, að þjóðerninu sýndist hætta biiin. Nú spái eg því, er þrýtur vetur þenna að þjóðerni við höfum til að brenna, það verður ekki kvenfólkinu að kenna ef karlmennirnir bara þora og nenna. í vor var heyleysi mikið í Norður Dakota, Var það þá dag einn, er heyleysið var sem mest, að Kristján hafði lagt sig fyrir og sofn- að; kom þá maður inn, stjakaði hendi við hon- um og sagði: ‘Hav! Hay!“ K.n. þaut upp með andfælum og sagði: Eg hrökk upp og lieyrði hann segja: Hay! Hay! en skildi það ei. . Hvern á að fara að heygja! Og hver er nú búinn að deyja? Eða á helvítis maðurinn hey? íslenzku- nám. Guðmundur Sigurjónsson. Þjóðræknisfélagsdeildin “Frón” hefir ráð- íð hr. Guðmund Sigurjónsson sem fasta starfs- mann sinn fyrir veturinn, til íslenzku-kenslu. Frí kensla fyrir unglinga og börn er hvem laugardag, frá kl.. 3 til 4, í Goodtemplarahús- inu, en kensla gegn mjög lágu endurgjaldi, er opin jafnt fyrir fullorðna sem börn, og þeir nemendur geta hvort sem þeir vilja heldur, fengið kennarann heim til sín, eða gengið til hans. Pið, sem viljið nota kensluna, eruð beð- in að g.jöra svo vel og smía yður til kennarans sjálfs, Guðmundar Sigurjónssonar, 634 Tor- onto st. Talsími Garry 4953. i The Royal Bank of Canada Tilkynnir almenningi, að hannselur á leigu með sanngjörn- um kjörum ÖRYGGISHÓLF — SAFETY DEPOSIT BOXES þar sem m-enn geta haft óhultöll sín verðbréf, gegn eldsvoða og innbroti. SIGURLÁNSBRÉF o. s. frv. WINNIPEG (WestEnd) BRANCTIES Cor. William & Sherbrook T. E. Thorsteinson, Manager Cor. Sargent & Beverley F. Thoroarson, Manager Cor. Portage & Sherbrook R. L. Paterson, Manager Cor. Main & Logan M. A. O’Hara Manager. 5% VEXTIR OG JAFNFRAMT 0 ÖRUGGASTA TRYGGING Leggið sparipeninga yðar I 5% Fyrsta Veðréttar Skuldabréf með arð- miða — Coupon Bonds — I TVIanitoba Farm Loans Association. — Höf- uðstóll og vextir ábyrgst af Manitoba stjórninni. — Skuldabréf gefin út fyrir eins til tíu ára tímabil, I upphæðum sniðnum eftir kröfum kaupenda. Vextlr grelddir viO lofc hverra sex mánaða. Skrifið eftir upplýsingum. Lán handa bændum Penlngar lánaðir bændum til búnaðarframfara gegn mjög lágri rentu. TJpplýsingar sendar tafarlaust þeim er æskja. The Manitoba Farm Loans Association WINNIPEG, - - MANITOBA VEIDIMENN sYt:ð Raw Furs til______________________ HOERNER, WILUAMSON & CO. 241 Princess St., Winnipeg VEL BORGAD tyrir RAW FURS Sanngjörn flokkun Peningar sendir um hæl Sendið eftir brúnu merkiseðlunum Skrifið eftir ^ Vér borgum Verðlista vorum ý Express kostnað SENDID UNDIREINS! VERDID ER FYRIRTAKi Þankar kvöldsins. Kæri herra ritstjóri. pað er eins og þar stendur: “Skriftin mín er stafastór, stýlað illa letur, hún'er eins og kattar- klór; eg kann það ekki betur.” Eg ætlaði að skrifa, skrifa mik- ið, skrifa um haf, jörð og himin; en þegar eg byrjaði á frásögninni, dró þoku fyrir sól, og eftir stund- arbið huldi móða haf og himin, hauður sól og tunglið með. Af þessu kom mikill ruglingur á alt og efnið var horfið úr huga mínum á sömu stundu. Eg ætlaði því að byrja á bar- daga rímu, en þá vildi svo óheppi- lega til, að í huga minn sveif þessi vísupartur: “Við sína granna sagði hann: sjáið þið manninn vit- ausan”. Af þessu komst eg í augnabliks vanda.« Og mér varð litið í spegil nú- tíðarinnar. þar úði og grúði af allra handa skuggamyndum. þar barðist hið góða gagnvart hinu illa, en hið illa sótti á frá ýmsum hliðum. Eg dró hengi fyrir þenn- an spegil; þorði ekki að líta lengra. Næst leit eg í stækkunargler liðipna ára. Já, þar mátti líta margvíslegt samsafn af frumlífs- ins framikvæmdum, og eitt með því merkilegasta þar var, að eg mætti mér þar sjálfum, átta ára gömlum árið 1882, og er það það fyrsta ár, er eg man eftir sjálfum mér og því, er fram fór í kring um mig. Hið fyrsta, er eg man eftir frá ættjörðinni, hefir ætíð reynst mér skuggsýnt. pótt margir gleði- geislar skíni í gegn og lýsi upp fyrir mér minni köldu minningu, er fósturjörðin veitti mér átta ára vorið 1882. peir munu margir vera, sem muna skýrara eftir hinni óblíðu tíð, er gekk yfir ísland á þeim tíma, og er það ekki ásetningur minn að lýsa mörgu frá þeim ár- um, að eins nokkrum dráttum af því, sem kom mér fyrir heyrn og sjón. En eg er að. leita að eTn- verju, sem eg ekki finn. peir drættir hafa ekki skráðst nógu skýrt á minnistöfluna, enda þar samsafn írá fyrri tíð, og tekur því langan tíma að finna smávegis hluti frá löngu liðinni tíð. “Vorið er komið og grundirnar gróa.” Sóleyjan of fífillinn vakna úr vetrardvalanum og líta sólar- ljósið, er vekur þau itl lífsins. Vorfuglarnir komnir og syngja af fögnuði sín vorljóð; en hljómar strengjanna eru veikir, eins og þeir eigi eftir að harðna og ná fullu hljóði. Börnin litlu eru að fæðast í ljós dagsins. pau þrosk- ast og leika sér utan um hverja þúfu og bakka er þau ná til. Svo kemur nóttin og alt fellur í ljúfa þögn. Stelkurinn er oft óvær og sendir frá sér kvak á stangli; loks er steinhljóð, því svefnguðinn hef- ir sigrað alt líf og heldur vörð, meðan hátign næturinnar grúfir yfir hinni sofandi hjörð. i Mál að vakna. D agur á lofti. En hvað er að? Sefur fuglinn? Ekkert hljóð heyrist. Litlu lömb- in liggja undir hálsi móður sinn- ar. peim finst kalt. “Farið ekki á fætur, börn,” seg- ir móðir mín. “pað er komið frost og lítur út fyrir aði það fari að snjóa áður langt um líður.” Eg ætla að koma kindunum inn.” — Eidri bróðir minn, 14 ára, fer og hjálpar til að koma fénu inn. En í dag er hvítasunnan, og verður hann að fara til spurninga til Staðarstaðar kirkju, og eru það tvær langar bæjarleiðir. Fyrir sólarlag er kominn norð- an stórhríð með frosti og vindi. Móðir mín er ein heima með yngstu börnin, mig átta ára og systur mína tíu ára. Faðir minn var í langferð, mig minnir norður að Melum í Hrútafirði. (par ólst móðir mín upp). Heyin voru þegar þrotin, en jörðin faldist undir hinni hvítu blæju; litlu ^uglarnir flugu inn í húsin, undan fári og dauða. Litlu iömbin voru svöng; mæðurnar gátu ekki lagt þeim nóg til. Við börnin grétum með lömbunum; við vorum svöng líka. Móðir mín klæddist í vinnuföt föður míns og stríddi í ströngu; hún bar á bakinu fjöruþara frá sjónum handa skepnunum. Hríð- in var svo svört, að ekki sást meir en faðmslengd frá bæjardyrunum. Úti í þessu vissum við af móður okkar, sem kom inn öðru hverju til að láta okkur vita um sig. Og eitt sinn fleygði hún heilli grá- sleppu inn í dyrnar, sem hún fann i fjörunni. Hefir það eflaust ver- ið sending til okkar barnanna frá þeim, sem ált fæðir. — Eitt fleira var það, sem jók á líkams og sálar erfiði móður minnar, að vita bróð- ur minn verða hríðarteptan á Staðarstað; og fengum við enga vitneskju um hvað honum leið, þar til veðrinu Iægði. öll él batna um síðir, og svo var í þetta sinn. Aftur skein himin- inn bjartur, sólin vakti upp og vermdi hið hálf kulnaða líf fén- aðarins, svo það náði aftur fullum krafti við samræmi náttúrunnar. Bróðir minn kom heill og hraustur heim og var nú mikið aftur fengið. Eftir þrjár vikur kom faðir minn og urðum við glöð við heimkomu hans. — Við það endar minn minn- isþráður frá þessum tíma, — um tímabil. Samhengi fæ eg ekki út úr ’.eyndardjúpi hugsunarinnar, enda ?r eg ekki að rita æfisögu mína; læt því tímann líða. Anna og erviðisstundum man eg eftir, einnig vor og sumarsælu í mörgum skýrum myndum. peg- ar skilningurinn þroskaðist, varð eg hrifinn af miðnætursólinni, söng fuglanna, fjallahlíðunum, og þótti gaman að láta bergmálið beí- ast hól frá hól. Fossarnir og læk- irnir með silungnum í voru vinir mínir, og þar er eg oft við í svefn- inum. pá er fénaðurinn. Eg fæddist að vorlagi ásamt litlu lömbunum. Eg ólst upp með þeim

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.