Lögberg - 04.12.1919, Blaðsíða 5

Lögberg - 04.12.1919, Blaðsíða 5
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 4. DESEMBER 19119. Bls. 5 Lang frœgasta TÓBAK í CANADA og lék mér oft við þau, og varð fjárvinur og eigandi, frá því eg fyrst man eftir mér og þar til eg yfirgaf landið, eftir 25 ára veru. Eg var smali upp um fjöll, æddi um dali og hjalla; drundi hjal frá Dofra-höll um Dvergasali alla. Já, eg yfirgaf landið of snemma. Eg yfirgaf það áður en eg þekti það, eins og líka fleiri hafa gjört. pað finst nú mörgum víst skríti- lega að orði komist. En mér finst þetta sannleikur í fylsta máta— við þekkjum ekki landið þann dag í dag. Við minnumst hríðanna og hörðu veðranna. Við gleytmum ekki vorinu né fuglasöngnum, né sumrinu með allri þeirri sælu, er það veitti okkur; við minnumst sjóarins með mætti hans og töfr- andi fegurð; en landið. þekkjum við ekki. Við sjáum fossana og heyrum þeirra þunga hljóð; þeir hafa hlaupið áfram allan sinn aldur án þess að veita landinu hið minsta gagn. En sú kemur tíðin, að þeir verða miljóna króna virði landinu ánlega, áður en langir tímar líða. Fj'öllin eru ókönnuð; má vera, að þau séu auðug af málimi. Á sum- um pörtum landsins, í iðrum jarð- arinnar vitum við ekki 'hvað felst, frekar en í öðrum löndum. Og er held það efalaust, að gas og stein- olía sé þar í ríkum mæli. Við þekkjum heitu hverina. Hvers virði eru þeir ekki í þessu landi?—hví ekki á íslandi álíka? Við þekkjum ölkeldurnar, sem við svo köllum; hvað geymist í þeim lindum? Við vitum það ekki. Má- ske hin heilnæmustu meðul fyrir líkama vorn og dýranna. pekkingin á íklandi, á meðal hérlnedrar þjóðar, þar sem eg hefi kynst, er á sorglega lágu stigi.— Hér syðra er íslendingur álitinn nokkurs konar menjagripur — ef eg á þá ekki að segja dýrgripur. —“pú frá íslandi? Iceland, Ice- land! Where is Iceland?” — er nú fyrst. “Er það áfast við Finn- land? par lifa víst mestmegnis Eskimóar? Lifir fólkið ekki mest af árinu í snjóhúsum? Sézt þar sól á vetrum? Sprettur þar nokk- urt gras? Hafa þeir skepnur? Sofa þeir ekki rnest af vetrinum? Hvað geta þeír gert?” Alls þessa hefi eg verið spurð- ur, auk margs annars, sem eg ekki hirði um að telja fram, en sem sýna, að fleiri en eg þurfa að lesa landafræði. Leiðtogar íslenzkrar menn- ingar eru enn vakandi, og hið ný- stofnaða pjóðræknisfélag íslend- inga hefir vandaverkefni fyrir stafni; og óskandi, að það nái því marki, er það stefnir að. Afl þjóðarinnar þarf að sameinast, austan hafs og vestan, og landið físland) þarf að ná þeim blæ, er heimsþjóðirnar geta lagt á borð samhliða hinum stærri menning- arlöndum. par sem auði hefir verið raðað ogf hrúgað saman ár eftir ár og öld eftir öld, og dregið hefir hug þjóðanna til sín, þrátt fyrir það, þótt margt af þeim auði hafi fengist í gegn um ráns og of- sóknarferðir fyrri tímans. Um slíkan auð kærir ísland sig ekki til að skarta sig með í augum alheims þjóðarinnar. Heimurinn þarfnast víða endur- reisnar, eftir veraldar stríðið. Jafnægið verður lengi að fást til baka. Aukin framleiðsla á lif- andi og dauðu er nauðsyn'leg hvar I heiminum sem er. Látið ísland sýna sig í þess réttu mynd, sem til heilla horfir, og frekast má verða. Hví ekki að reyna. Af reynslu skulum við þekkinguna fá. Hvl ekki að leita eftir steinolíu á ís> landi? Hvað er ekki hægt að gera, ef samtök og kraftar fást? Hugur minn lifir enn á íslandi. par heima þekti eg sælustundir lífsins — í sóls'kinslandinu, Ame- ríku, hafa þær fáar skinið svo bjart. Mörg þö gröndin mæðunnar mig frá ströndu keyrðu, af því vöndur ánauðar að mér böndin reyrðu. Amerika er önnur móðir okkar tslendinga. Hún fæðir oss og klæðir, og allir geta fengið ment- un sína í landinu, sem vilja læra og hafa krafta til. Mér finst því helg skylda að sjálfsögðu fyrir ís- lendinga hér í álfu að beita á- hrifum sínum , af allri þeirri orku er þeir geta í té látið, báðum lönd- unum til góðs. Heimaþjóðin þarf á styrk að halda í verklegu, ekki síður en peningalegu tilliti, til þess að landið geti náð sínu full- komnunarstigí. Og væri eklri kærara, að landsmenn þessa lands vrðu á undan annara landa fólki að gera uppgötvanir á íslandi, með að leita að auð þess, er það óefað geymir í ríkum mæli? Hví ekki að láta Ameríku Islendinga eiga þar járnbraut, olíubrunna og má- ske silfurnámur eða gulls? Mörgum mun nú þykja þetta vera öfga hugsanir — en eg vildi hugsa eitthvað upp sem mætti verða nytsamt fyrir ísland, og meðeinhverju móti láta nágranna- þjóðirnar þekkja landið rétt. Mér finst það sem mannsmorð til íslands þjóðarinnad, þegar fólk í næstu löndum hugsa þar skræl- ingja eina, er láta sig litlu skifta mentun og baráttu stórþjóðanna. Eg er 'oúinn að skrifa mig þreyttan, enda búinn að orðlengja meir en eg ætlaði í byrjun. Vona og óska að aungir Rússar, né Tyrkir nái auði þeim sem ísland geymir í iðrum jarðar- innar. Vildi heldur vita að Ame- rískur kraftur kjæmi heimþjóð- inni til hjálpar í framtíðinni. pað getur margvísleg breyting oiðið á hinum næstkomandi árum. Heimurinn er nú að viða að sér efni í nýjan búning, og þegar hann íklæðist honum, þá auð- vitað kastar hann ellibelg þeim sem hann er nú klæddur í. Skór- nir verða búnir til úr þrótt og staðfestu. Sokkar af trúlyndi og tilfinning. Nærföt af biðlund og breiskleika. Utanyfirföt af bræð- rabandi og andans atgervi. Vetlingar af dygð og skyldu. Brjósthlífar af rósum ástarinnar. Höfuðfat af djörfung og dreng- lyndi. Og af þessu stafar engin hætta breiskleikinn var mannin- um meðfæddur og verður því ekki af numin, og verður að fylgja. Vors nú skrýðist velgjörðum veröld blíð úr herfjötrum. Ekkert stríð af álögum, amar tíðar framkvæmdum. Eg ætla ekkert að segja frétta í þetta sinn, tekur enda of langan tima að leita að því. Hér eru Franskar frúr og menn er fénu sóa. Einnig danskir drykkjumenn frá dögum Nóa. Eg óska öllum gleðilegrar fram- tíðar og er ykkar kunningi ' sem íyr. M. Melstað. National City. Cal. Skrifað í október 1919. Bergvin Jónsson Hoff. fæddur 26 okt. 1852. látinn 15 okt. 1919. Hann andaðist í Marietta Wash eftir að hafa legið rúmfastur á annað ár, af afleiðingum af slagi. Bergvin var fæddur á Viðvík í Norður-Múlasýglu. Foreldrar hans voru, Jón Jóns- son og Ingileif Jónsdóttir. Hjá þeim dvaldist hann til 9 ára aldurs, var lengi á Ketilstöðum á Jökuldal, en síðast var hann á íslandi á Hofi í Vopnafirði, hjá Halldóri prófasti Jónssyni. Tók hann sér nafn af staðnum Hof. Hann fór til Ameriku 27 ára að aldri. Fór hann strax til Minnesota ríkisins. par kvæntist hann árið 1884, eftirlifandi ekkju, Sæunni Jóns- dóttir frá Holárkoti, í Svarfaðar- dal, í Eyjafjarðarsýslu. pau settust að í Lyon County, bjuggu þau þar í 27 ár, en fóru að þeim tíma liðnum vestur að hafi, og bygðu sér þar mjög fallegt heimili í Marietta, Wash. Dvöldu þau þar síðan. Ekki varð þeim hjónum barna auðið. pau tóku til uppeldis er þau bjuggu grend við Minneota, tvo munaðarlausa drengi, dó annar þeirra í æsku, en hinn Kolbeinn að nafni lifir, og er hann nú einka stoð ekkjunnar. Bergvin heitin ólst upp á íslandi, á þeim tima sem tækifæri til mentunar Voru flá, sérílagi þeim sem fáa eða enga áttu að. Hann var trúr maður og áreið- anlegur, og mátti ekkert aumt sjá, án þess að leytast við að ráða bót á því. Kirkju feðra sinna og frelsara sínum var hann trúr til hinstu stundar. Bergvin heitin var jarðsunginn i grafreit Ferndale bæjar af þeim er þetta ritar. Allir íslendingarnir í Marietta auk margra hérlendra, og nokkrir vjnir hans frá Blaine, fylgdu honum til grafar. Sigurður ólafsson. Kemur til Winnipeg. pann 9. des. er Fred Story, trú- boði frá Suður Ameríku, væntan- legur til Winnipeg, og dvelur hann þar nokkra daga. Hann er á leið til baka úr fyrirlestrarferð um vesturfylkin, Alberta, Saskatc-he- wan og Manitoba. fer til austur- fylkjanna, en með vorinu fer hann af stað til S. A. par sem hann heldur áfram trúboðsstarfi sínu á meðal Indíána. Mr. Story er vel mentaður og mjög fróðlegt að heyra hann. Hann er frá Virden, Manitoba, og hefir verið fimm ár trúboði með- al Indiána í Suður Ameríku. Hann segir ástandið þar líkt og var á miðöldunum á undan siðbót Lút- ers. Siðferðis ástand fólksins þar á mjög lágu stigi, drykkjuskapur og þar af leiðandi glæpir næstum daglegir viðburðir. Kaþólska kirkj- an hefir náð þar sterkum rótum, og eru margir kaþólsku prest- arnir engir eftirbátar Indíánanna I drykkjuskap og fleiru. peir láta brenna biblíur Mótmælenda, sem þeir ná haldi á, og spana Indíán- ana upp á móti mótmælenda trú- boðum. — prátt fyrir alla ervið- leika, hefir tekist að snúa þó nokkrum Indíánum, og hafa þeir miklum framförum tekið, andlega og siðferðoslega. Mikil þörf er á kristnum körl- um og konum, sem vilja helga líf sitt guði og hjálpa Indíánutti á hærra stig, með því að gerast trú- boðar. Gizkað er á, að í Suður- Ameríku séu um 300 mismunandi Indíána kynflokkar. Chiriguano flokkurinn einn telur um 100,000 manns. Œfiminning. Eins og getið var um í Lögbergi fyrir skömmu, andaðist að heimili dóttur sinnar, Guðrúnar hús- freyju Eyjólfsson í Blaine, Wash., öldungurinn Magnús Guðmunds- son skósmiður. Banamein hans var krabbi í maganum. Magnús sál. var fæddur og upp- alinn í Skagafirði á íslandi; faðir hans, Guðmundur Magnússon, var ættaður frá Vallholti; kona Guð- mundar, en móðir Magnúsar, var Steinunn Jónsdóttir, ættuð úr Skagafirði. pegar Magnús var 12 ára misti hann föður sinn og varð upp frá því að spila mestu á sínar eigin spítur. hvað þó veittist all- örðugt á stundum, að sögn sjálfs hans, og munu þau ár hafa að miklu leyti mótað skaplyndis ein- kunnir þær, er fylgdu honum til dánardægurs. Hann var harð- geðja maður og mun vart hafa lát- ið hlut sinn að óreyndu á yngri árum. Hann var meðalmaður á vöxt, “þéttur á velli og þéttur í lund”. Hann var ramíslenzkur í anda, ram úr skarandi áreiðan- legur í öllum viðskiftum; dreng- skaparorð það, sem meiri partur af íslenzk uiðskiftalífi bygðist á, á- hans uppvaxtarárum, var honum heilagt, svo orð hans og eiðar voru eins góð og þau hefðu verið greipt í óeyðanlegan málm — á málmplötur. pessi einkunn ein- kendi hann í öllu hans viðskifta- lífi. Um tvítugt fluttist hann á Suðurland til Reykjavíkur og hélt oftast til í Sölvhól, hjá bræðrun- um Jóni og Steingrími. Árið 1879 giftist hann ungfrú póru Árna- dóttur, Bjarnasonar, frá Sandvík í Árnessýslu, sem nú lifir mann var ekki að tala. . peir keyptu þá sinn 75 ára gömul. Af hjónabandi £f ást og góðvilja til föðurlands- þeirra eru tvö börn lifandi, Mrs. jns 0g iongun til þess að verða G. Eiríksson, áður umgetin og því að liði> til þess að hrinda þann. Guðmundur sem heima a i Rvik. . á leið v,elferðar og áhugamáli Priðja bam þeirra hjona do 1 æsku . . ^ . piltur, sem Árni Bjarni hét. Til ^J°arlI?n^r' , , > Ameríku flutti Magnús árið 1900 Mer heflr nu dottlS 1 huK- að og settist þá að á Gardar, North1 vohJa «»áls á því við Vestur-ís- Dakota, en dvaldi þar að eins eitt j lendinga og sérstaklega þá hlut- ár; fór þá til Selkirk, Man., hvar hafa Eimskipafólagsins, hvort hann dvaldi í 3 ár. 1904 flutti I þeim mundi ekki þykja gaman að hann til Seattle, hvar hann dvaldi því, að hjálpa íslenzku konunum hálft annað ár, flutti svo hingað og um leið g-iæða vinarþel sitt til til Blaine, Wash., hvar hann var móður sinnar> Fjallkonunnnar, Snn^. .H. 1*1 a» letóa avolltiS tram, „ kalla mætti jólagjöf, í landsspít- alasjóðinn. lézt. Hann stundaði skósmíði ein- vörðungu öll þessi ár og var bú- inn að afla sér margra vina og kunningja gegn um áreiðanlegleik og ráðvendni í hvívetna. Andinn frjáls nú ofar skýjum óhindraður svífur geiminn, þar sem hann frá sólar sölum sér og skoðar nýja heiminn. Kunningi hins látna. Að hugsa til Islands um jólin. Á ferð minni heim til íslands í sumar sem leið, var það seinni part dags í ágætu júní-veðri, að við fórum ofan að bryggjunni í hafnarbænum Leith á Skotlandi, og stigum um borð á Gullfoss. Var það seinasti áfanginn á leið okk- ar til Rekjavíkur. Alt farþegarúm á skiplnu var upptekíð og nokkrir urftu að nota reykingarsalinn á nóttunnni fyrir svefnskála. Flestir farþeganna komu frá Kaupmannahöfn, íslend- ingar af öllum stéttum á heimleið eftir lengri eða skemri dvöl utan- lands. Akkerum var lyft og Gullfoss skreið með hægð út höfnina. Far- þegar stóðu á öllum þilförum til að njóta útsýnisins, sem að dómi allra þeirra er þarna hafa komið er séretaklega fagurt, í kring um Edinburg. Var útsýnið sérstak- lega dýrðlegt þá í kvöldsólinni. Eg stóð lengi á þilfarinu að horfa á strendur Skotlands, og tók ekki eftir þvi, að all-flestir voru farnir farnir ofan, fyr en maður kom til mín og spurði mig hvort eg ætlaði ekki að koma niður í borðsalinn. par var að byrja ágætis skemtun, sem stofnað var til af íslenzkum konum meðal farþeganna. Var þetta gert í tilefni af kvenfrelsis- deginum 19. júní. Reyndar var nú kominn sá 20., en þar sem Gull- foss var 19. júní í höfn og flestir farþeganna í landi, þótti þeim æskilegra að fresta hótíðarhald Eins og allir nú vita, þá hefir Eimskipafélaginu gengið ljómandi vel starfsrekstur sinn að þessu, og vonandi að svo verði einnig í framtíðinni. Á ársfundi í sumar var ákveðið að borga hluthöfum 10 per cent ágóða af hlutabréfum þeirra fyrir starfsárið 1918. Voru mér afhentir þeir peningar fyrir vestur-íslenzka hluthafa. En er eg ætlaði að fara að breyta þeim í dollara útborganlega í Winnipeg fann eg að dollarinn kestaði ] 4.65 kr., og fanst mér það ógjörn- ingur; og eftir nákvæma íhugun lagði eg peninga þessa inn í spari- sjóðsreikning í Landsbankanum í Reykjavík. Eg gerði það í þeirri trú, að peninga flutningurinn yrði bagstæðari seinna og hluthafar mundu græða á biðinni. Einnig taldi eg nokkurn veginn víst, að flestir hluthafa mundu þola bið- ina. En eg get sent eftir pening- um fyrir þá sem óska þess, hve- nær sem er, hvernig sðm “Ex- change” stendur. Einnig er eg alt af reiðubúinn til að borga út arðmiðana fyrir árin á undan, 1918. Enda ættu allir hluthafar að innheimta arð sinn reglulega; er það minni fyrirhöfn fyrir mig eða hvern annan, sem með arðinn á að fara. Nú er arður fyrir árið 1918, eins og eg hefi skýrt frá áður, 10 per cent. og er geymdur í banka í Reykjavík. Eru það 5 kr. á 50 kr. .hlutabréfi, 10 kr. á 100 króna hlutabréf og svo framvegis hlut- fallslega. Væri nú ekki fallegt að gefa spítalasjóði íalands jólagjöf? og gefa arðmiða af Eimskipafélags- hlutunum, arð, sem var innunninn a rekstri íslenzkra siglinga á al- Sparsemi mótarm anngildið Nafnkunnur vlnnuveitandi sagtSi fyrir skömmu: “Beztu mennirnir, er vinna fyrir oss í dag, eru þeir, sem spara peninga reglulega. Einbeitt stefnufesta, og heilbrigíur metnabur lýslr sér I öllum störfum þeirra. þeir eru mtnnirnir, sem stöBugt hæltka t tigninni, <jg þeir eiga sjaldnast á hættu aö missa vinnuna. þött atvinnu- deyfC komi meö köflum ” THG DOMINION BANK .\otre Danie Branch—W. 11. HAMII/TON, Manager. Selkirk Branch —F. .1 MANNING. Manager. Faðmlagið ástljúfa—- sem fylg ir jólagjöfinni frá The CITY LIGHT & P0WER Veljið “henni” bæði skynsam- lega og hagkvæma jólagjöf— Gjöfin hlýtur tvöfalt gildi, ef hún er frá The City Light and Power Vér stingum upp á Strau- járni, Toaster, Kaffikönnu, Perculator, Rafeldavél, Washer, Vacuum Cleaner. Jóns Bjarnasonar skóli. Bókagjafir. Frábærlega dýrmætar gjafir hafa bókasafninu borist firá á- gætum vinum. Gefendur og gjaf- ir skal nú nefna um leið og eg flyt þeim kærar þaftkir. Ögmundur Sigurðsson, Hafn- mundi endurgjalda hjálpina af ríkdómi náðar sinnar. G. J. A, , pakklætí. Eg finn mér skylt að þakka fyr- ir mig og mína, öllum þeim fjær og nær, sem sýndu þátttöku í hinni óvæntu sorg, sem barst að heimili ofckar, með burtköllun arfirði, íslandi, gaf Lýsing Is- ■mannsins míns; þeim sem heiðr- lands, nýja útgáfu, eftir Dr. por- uðu dfor hans með návist sinni, vald Thorensen; og Prestafélags- ritið. Cand. Sigurb. Á. Gíslason í eða rheð blómagjöfum vottuðu samúð sína, eða á einn og annan hátt létu í ljós, að þeir vildu taka Reykjavík gaf: Skýrslur um hinn þaft i sorg okkar, þeim öllum votta almenna mentaskóla í Reykjavik, 1915—1919; Manfred, eftir Byr- on lávarð; Ljóð eftir Heine; Ljófi eftir Schiller; Nýtt og gamalt, eft- ir S. Á. Gíslason; Trú og töfrar, eftir E. A. Westermarck; And- vaka 1. og 2. hefti. Sigurður Antónlusson, Baldur, Man., gaf: Eimreiðina, 1.—23. ár- gang; Bækur Jóns Trausta: Góð- ir stofnar, Heiðarbýlið, Ferða- íslenzkum skipum, sem fyrst sigla höfin með al-íslenzku flaggi á i minningar> Sögur frá Skaftáreldi. stong. Arð, sem innvanst á pen- Teitur, Borgir, Leysing, Halla, ingum, er þið vilduð svo margir j Smásögur; Sumaa-gjöf (Bjarni hverjir eins fúslega gefa íslenzku j Jónsson og Einar Gunnarsson) ; jþjóðinni? Eg hefði sanna á-| Andvökur (2. bindi), eftir Stephan nægju af að taka á móti slíkum G. Stephansson; Gullöld Islend- inu þar til skipið væri komið út á 'jólagjöfum og gjöra grein fyrir ^n^a eftir Joíl Jónsson; H. N. reginhaf og vissa fengin fyrir því! Þeim og afhenda á réttan stað.— eg hjartans þakklæti mitt og bið guð að blessa þá. Guðbjörg Valdimarsson.... að allir sem vildu, gætu verið við- staddir. pegar eg kom ofan, voru allir bekkir þéttskipaðir af prúðbún- um konum og myndarlegum karl- mönnum og salurinn skreyttur ís- lenzkum flöggum og sem eitt Ijós- haf væri. Forsætiskona samk. skýrði með- al annars frá því, að íslenzkar konur hefðu tekið að sér að safna fé til þess að koma á almennu sjúkrahúsi í Reykjavík, landsspít- ala nægilega stórum til þess að fullnsegja þörfum landsins. Slík stofnun mundi kosta stórfé, marg- ar miljónir króna. pörfin fyrir slíkt sjúkrahús hefði aldrei komið eins átakanlega skýrt í ljós eins og í haust er leið, þegar inflúenz- an geysaði í Reykjavík. En þörf- in væri alt af mikil. Eina sjúkra- húsið, sem nú væri í Rvík, væri Landakots spítalinn kaþólski. Hafi hann orðið að miklu liði, en pláss í honum mjög lítið. Hún sagði, að konur landsins notðuðu frelsishá- tíð sína sérstaklega til þess að safna fé í þennan sjóð, og þann dag hefðu konur þær, sem nú stæðu fyrir hátíðarhaldinu á Gull- fossið, undirbúið sig með. því að fara upp til Edinborgar og kaupa ýmsan simá-varning til þess að selja á uppboði þá um kvöldið., og gengi ágóðinn af því uppboði i sjóðinn áðurnefnda. . Skoraði hún á næstadda karlmenn að reynast nú kvenþjóðinni vel, enda bæri hún fult traust til þeirra í þessu máli. pá byrjaði uppboðið og reyndist það fjörugt mjög og skemtilegt. Arðsamt varð það og, því að frá- dregnum kostnaði á varningnum, er seldur var, komu í hreinan á- góða fimm þúsund og tvö hundr- Með þessti móti eyddist ekkert af arðinum í peningasendingar. ísland er nú orðið ársgamalt sjálfstætt ríki, er búið að losa um flest sín höft, og að eins háð samn- ingum sem það getur losað sig við eftir aldarfjórðung — sem eg vona að verði. E5n eins og vér öll vitum, er ísland eins og að byrja búskap, og þarfnast svo margs. En eitt af því allra nauð- synlegasta er landsspítali. Eg vil hér taka það fram, að enginn á Islandi hefir beðið mig að minnast á þetta. Enda býst eg við að þeir muni koma upp mynd- arlegum spítala með tíð og tíma. En eg minnist á þetta af því eg hélt það væru margir, sem mundi þykja vænt um bendinguna og mundu glaðir nota þetta tækifæri Lil að sýna föðurlandinu vinarhug með ofurlítilli jólagjöf í spítala- sjóð íslenzkra kvenna.. Lengi Lifi Island og alt sem ís- lenzkt er. pá arfleifð sem þér fenguð, ei gleyma megið hér; og minnist, að hvað ungur í æsku nema vann, 'í ellinni er vor gleði, ef jukum sjóðinn þann. Árni Eggertsson. Utanáskrift: 302 Trust and Loan Bldg. Winn’^peg. Trinerís Wall Calendar—Vegg- almanak fyrir árið 1920 skarar langt fram úr því, sem menn höfðu gert sér nokkra hugmynd um. — Veggalmanök Triner’s eru ávalt fögur, en þetta nýja fyrir ári(5 1920 skarar langt fram úr öllum fyrirrennurum sínuim. Inni- hald almanafcsins er í fáum drátt- um þetta: Menningin og heil- brigðisfræðin bjóða alþjóða sam- bandið velkomi(5, bjartari tímar rísa upp úr rústum gereyðingar- PHHH og innan um hinar "telj- Hauge, eftir Bjarna Jonsson, andi Htbreytingar munuð þér í Réttarstaða tslands, eftir Einar .bækiingi þessum finna þjóðliti Arnórsson. landsins, sem ól yður sjálfa eða Mrs. Elín Johnson, Winnipeg, foreldra yðar_ Fimtán fallegar gaf Ohronicles of Canada í 23 * sm&mynt^ir sýna yður einnig bindum; þetta er mjög mikusverc groiniioga framleiðslu Triner’s viðbót við bókasafnið og þakkar- American Elixir of Bitter Wine verS; . . . ! og hinna annara ágætu Triner’s Dýrmæt gjöf var það, ein hin Sem búin eru til úr fræg- allra bezta, sem skolanum hefir ustu iæi{nigjurtum, bæði til heima borist, er Arinbjörn S. Bardal a > nota og. útflutnings. Pantið alma- afmælishátíðinni, 15. nov.., gaf nai(ið> sen(jið að eins io c. í burð- skólanum stækkaga mynd af séra; argjald- _ joseph Triner Com- Jóni heitnum Bjarnasyni. i pany, 1333-1343 S. Ashland Ave., Hinn fyrsti af aðstoðarmönnum j Chicag0> m. skólaráðsins, sem eg veit um, til að iljúka fjársöfnunarstarfi sínu, er hinn drenglyndi stuðningsmað- ur skólans, S. S. Hofteig í Cotton- wood, Minn. Vel sé öllum þeim, sem styðja gott málefni. R. Marteinsson. Fíflar II. hefti, 64 bls. Útgefendur: por- steinn p. porsteinsson og Hjálmar Gíslason. Ritið er einkar vandað. í fallegri grænni kápu. Verð 35c. —Efnið er þetta: Enginn veit hvað átt hefir fyr en mist hefir, Nokkur orð frá Selkirk. Nú fer í hönd hin mikla fæð- ingarhátíð frelsara vors Jesú Krists, jólin. pað er nú eins og allir vita algengur siður að menn gleða vini sína og vandamenn með ýmsum gjöfum fyrir þessa miklu hátíð, og sömuleiðis þá, sem eiga Við þröng kjör að búa. Hér í bæn- um er enskur maður, Evans að nafni, sem nú er búinn að vera heilsulaus í heilt ár. Nú er hann á almenna spítalanum í Winnipeg og víst ekki mikil von um bata. Maður þessi er giftur íslenzkri j konu; þau eiga ríckert, nema 6 börn, tvö af þeim að eins farin að vinna fyrir sér. Hér er f jölskylda, sem góðverk væri að gleðja fyrirí jólin; ef margir gjöra það, sem eg; vona að verði, þá drægi það ofur- lítið sviðann úr sári mótlæting- ■ anna fyrir foreldrana, að börnin j þeirra hefðu daglegt brauð. Eitt j er víst, að sá, sem hefir sagst ekki láta einn vatnsdrykk ólaunaðan, i uð (5,200) krónur. Gefck þetta j H. G. Lífgjöfin, Olive Schreiner. svona vel fyrir það, að þarna voru I ísl- þjóðsagnir eftir p. p. frá Ups- nokkrir menn viðstaddir með brennandi áhuga fyrir góðu og þörfu málefni, menn sem skildu, að ef einhverju á að hrinda á stað, er krónan afl þeirra hluta sem gera skal. — petta samsæti íslenzkra kvenna sýndi mér, hvað miklu má til leiðar koma, þegar góður vilji fylgir verki. Mér datt í hug, hversu það væri líkt svo mörgum, sem eg hitti á ferðalögum míum um íslenzku bygðirnar hérna um árið, þegar eg var að selja Eimskipafélags hluti. pað voru svo margir, sem vildu helzt gefa peniga til íslands. peir keyptu svo hlutina, því um annað, brotinn. um: Sögn um Sneglu-Halla, ólaf- ur Sigurðsson á Sandá, Hvað á eg nú að segja, Steingrímur?, Hvorn- in líður kúúnen dín? Gísli Magn- ússon hólabiskup, Skúli landfógeti Magnússon. 1 rökkrinu, p. p. p. Vitringurinn og verkamennirnir, M. Gorky. Smásagnir: Munnmæli RauSskinna, Með og móti dauða- dóminum, pað gerði glóru muninn, Hitti naglann á hausinn, Sátta- semjarinn, Brooks biskup og Ing- ersoll ofursti, Lyfseðill handa húsmóður, Eyðimörkin, Loksins gat hann skilið, Hvernig Banda- ríkjamaðurinn skemti þeim, Varð* eklci ráðalaus, Aflraunamáðurinn og spekingarnir, Víða mun pottur MMWBBWWIIIIMIIHMMHIIIillilllWIIWWIIIWW Tákn gistivináttunnar. Til notkunar á heimahúsum, við veizluhöld og önnur hátíðleg tækifæri. DAWES-ÖLIÐ NAFNFRÆGA bæði veikt og sterkt VINDLAR Úrval af ekta Havanna vindlum og vindlingum, á afar sann- gjörnu verði. Hvergi betri kaup fyrir jólin. The Rictiard Beliveau Co. Vín, Vindlar, Tóbak HEILDSALA — SMÁSALA 330 Main St. Phone M 5762-63 Nú er rétti tíminn til þess að láta taka JÓLAMYNDIRNAR Vér getum ábyrgst yður jafn-góðar myndir, þótt teknar séu að kvöldinu við ljós, eins og við beztu dagsbirtu. Semjið við oss strax í dag. H. J. METCALFE Aðal eigandi. Lafayette Studio, 489 Portage Ave.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.