Lögberg - 15.01.1920, Síða 6
Bls. 6
LÖGBERG FIMTUADGINN 15. JANÚAR 1920.
Æska er
æfi skólk,
Alt, sein
lærist þa.
VerSi vors
a6 geislum
Vesi lifsins 4.
P. P. P
Sagan af Monte Cristo.
Hann sýndist líka haifa ýmugust á mér, og
eina nótt, þegar eg lá vakandi í rúmi mínu, heyrði
eg þungan grátekka berast frá herberginu hans,
og eg gat ekki stilt mig um að fara upþ til hans;
en þegar eg kom upp, var hann hættur að gráta,
en hafði kropið niður í 'heitri og inuilegri bæn.
Einn var hann dag frá degi og einmanalegri.
M. Morrel og Merœdes kotmu að sjá hann, en
stofudyrnar hans voru læstar, og þó eg væri viss
um, að hann væri heima, fékst hann ékki tii að
%efa neitt hljóð af sér. Svo hann var látinn eiga
sig og enginn virtist veita honum eftirtekt. Að
vísu sá eg menn koma á vissum tímum og fara upp
til hans, og koma aftur eftir stundankorn, og ávalt
höfðu þeir þá eitthvað meðferðis, sem þeir vildu
fela. Það voru munir hans, sem hann var smátt
og smátt að selja, til þess að geta dregið fram
lífið. Að síðustu var alt, sem hann átti, búið og
hann skuidaði þriggja vikna húsaleigu, og þeir
hótuðu að láta bera hann út; en hann beiddi um
að mega vera eina viku til og það var honum veitt.
Eg fór og sagði Morrel þetta og Mjóp svo til
Mercedes og komu þau l>æði undir eins og með
Morrel kom læknir. Hann skoðaði Dantés og
sagði, að það væri magasjúkdómur, sem að honum
gengi og þyrfti hann því að fasta. Eg var þar
stadclur líka, og man eg eftir gleðisvipnum á and-
Mti gamla manmsins, þegar læknirinn ráðlagði
honum að fasta.
Upp frá því voru stofudyrnar hans ávalt opn-
ar og hann hafði ástæðu til þess að neyta ekki mat-
ar, — það var boð læiknisins.
Morrél vildi láta taka gamla manninn í burtu,
hvort sem hann vildi eða ekki, en fékk því ekki
ráðið, svo Mercedes varð eftir hjá honum, en Mor-
rel fór í burtu, og þegar hann gekk út, gaf hann
Mercedes v.ísbendingu; hún sneri sér við, og sá
hann leggja buddu með peningum í á kommóðu,
sem stóð við vegginn.
SjúkMngurinn nærðist ekkert í níu daga og
dó svo með formæMng á vörum yfir þá, sem*ógæf-
una höfðu leitt yfir liann, en við Meroedes sagði
hann: “Ef að þú sérð Edmond minn nokkurn
tíma aftur, þá segðu honum, að eg hatfi blessað
hann á mínum dánarbeði.”
“Þetta hefir sannarlega verið hryggilegur
atburður,” sagði ábótinn í klökkum rómi.
“Og hryggilegri fyrir það, að þetta voru
manna verk, en ekki Guðs,” bætti Caderousise við.
“Segðu mér frá mönnum þessum,” mælti á-
bótinn, “og mundú eftir því,” bætti hann við í
áköfum róm, “og þú hefir lofað mér að segja frá
öllu. Segðu því hvaða menn það voru, sem drápu
fbðurinn úr hungri, en soninn úr örvæntingu.”
“Tveir öfundsjufcir menn,” mælti Cader-
ousse, og bætti við eftir ofurMtla þögn: “ Annar
út af ástamálum, hinn sökum metnaðar. Þeir hétu
Fernand og Danglars, og klöguðu Edmond fyrir
að vera umboðsmann Napóleons Bómaparte.
Danglars ritaði kæruna sjálfur, og ti'l þess að rit-
hönd hans skyldi síður þekkjast, þá gjörði hann
það með vinstri hendinni, og svo fór Fernand með
bréfið í póstinn. Eg var með þeim, þegar þetta
var framkvæmt, en þeir veittu mér svo mikið af
víni, að eg var orðinn ölvaður og gerði alt, sem
maður í sllíkum kringumstæðum getur gert til þess
að aftra þessu, en þeir fuMvissuðu mig um, að
þetta væri að eins meinlaust gaman.”
“Og svo daginn eftir, — daginn eftir, herra
minn, hefirðu hlotið að sjá hvernig kornið var, og
þú varst viðstaddur, þegar Edmond Dantés var
tekinn fastur, en sagðir ekki orð,” mælti ábótinn.
“ Já, herra minn.” mælti Caderousse, “eg var
viðstaddur, og mig langaði til þess að bera sann-
leikanum vitni, en Danglars aftraði mér þess.”
“Ef að hann er sekur og það er satt, að hann
hafi farið að sjá Napóleon á eynni og ef að hann
verður kærður um að hafa verið bréfberi á miHi
Napóleons og stuðningsmanna hahs í París, og
ef að þeir finna bréfið á honum, þá verða alHr
þeir, sem hans taum draga, áMtnir að vera með-
sekir honum,” mælti Danglars. “Eg skal játa, að
eg var hálf-hræddur við þetta, og ekki sízt sökum
þess afar ískyggilega stjórnmála ástands, sem í
landinu var, og þagði. Eg skal játa, að það bar
vott um hugleysi, en það var ekki glæpur.”
Nú varð dálítil þögn. Abótinn stóð upp úr
sæti sínu og gekk um gólf og var auðsjáanlega
þmigt í skapi. Svo gekk hann að stól sínum, sett-
ist niður og mælti: “Þú hetfir tvívegis minst á
mann, sem M. Morrel heitir; hvaða maður er
þaðf ”
“Eigandi sikipsins Pharaoh og húsbóndi Ed-,
mond Danteés,” svaraði Caderousse.
“Hvaða þátt tók hann í þessari sorgarsögu?”
spurði ábótinn.
“Þann eina, sem heiðarlegur og þrekmikill
maður gat gert,” svaraði Caderousse.
“Tuttugu sinnum reyndi hann að frelsa Ed-
mond. Þegar keisarinn kom til baka, þá skrifaði
hann bæði með allri þeirri einlægni og auðmýkt,
sem hann átti till, og þegar það dugði ekki, þá
hafði hann “í hótunum, og svo áfjáður gerðist
hann, að á öðru viðreisnar tímabilinu var hann
kærður um að vera í sainbandi við Napóleon.”
“Hann kom tíu sinnum til þess að vitja um
föður Edmonds og bauðst til að taka hann heim
á sitt eigið heimili; en tveimur dögum áður en
faðir Edmonds dó, eins og eg hefi áður skýrt frá,
kom hann til hans og skildi eftir peningabuddu
sína á borðinu í herbergi gamla mannsins. Og
gengu peningarnir, sean í henni voru, til þess að
borga skuldir, sem hann var kominn í og svo fyrir
útfararkostnaðinn. Eg hefi budduna hér hjá mér
—stóraubuddu úr rauðu silki.”
“Er þessi M. Morrel enn á lífif” spurði á-
bótinn.
“Já,” svaraði Caderousse.
“Þá ætti hann skilið að búa við allsnægtir og
vera ánægður,’ sagði ábótinn.
Bros, sem í var beiskja og ísikalt háð, lék um
varir Cadorousse. “Já, ánægður, eins og eg er
sjálfur,” svaraði hann.
“Eftir tuttugu og fimm ára stríð,” hélt Ca-
derousse áfram, “og nafn, sem aldrei hafði falMð
blettur á, þá er hann nú öreigi. Hann hefir tapað
fimm skipum sínum, er hann háfði í förum, á síð-
ustu tveimur árum. Hefir tapað stórkostlega á
því að þrjú verzlunarhús, sem hann var viðrið-
inn, hafa orðið gjaldþrota, og eina viðreisnarvon
hans er nú skipið Pharaoh, sem vesMngs Edmond
var fyrir, og sem von er nú á með farm af indigó
og cochinael. En ef þetta skip skyldi nú fara
sömu leiðina og hin, þá er hann algjörlega öreigi.”
“0g á vesaUngs maðurinn konu og börn?”
spnrði ábótinn.
“ Já, hann á konu, sem hefir borið sig eins og
hetja í þessu mótlæti og vakað yfir manni sínum
eins og engill í raunum hans; hann á dtótir, sem
var að því komin að giftast elskhuga sínum, en
sem foreldrar hans hafa nú aftekið, sökum hinna
efnalegu ástæðna, Morrel, og svo á hann son, sem
er í hernum, og eins og þér getið skiMð, þá gjörir
það honum lífið erfiðara. Ef að hann væri ein-
hleypur, þá mundi hann skjóta sjálfan sig, svo að
alt væri búið.’
“Hryggilegt,” mælti ábótinn.
“Þannig launar guð dygðugt Mferni,” hélt
Caderousse áfram. “Þér sjáið mig, eg hefi aldrei
aðhafst neitt ljótt, sem eg hefi nú ekki minst á, en
samt er eg öreigi, sem verð að hor.fa upp á kon-
una mína dragast upp úr hitaveiki fyrir augunum
á mér án þess að geta hjálpað henni. Eg býst við,
að eg deyi úr hungri, eins og Dantés, þar sem Fer-
nand og Danglars baða í rósum.”
“Hvernig stendur á því?” spurði ábótinn.
* ‘ Prettvísi þeirra ’hefir öM snúist þeim til vel-
gengni, þar sem heiðvirðir menn eiga við skort að
búa,” mælti Caderousse.
“Hvað er orðið af Dangflars, sem upptökin
átti að þessu öUu og er því aðal sakadólgurinn?”
spurði ábótinn.
“Hann fór frá Marseilles, og var, samkvæmt
vottorði frá Morrel, sem ekkert vissi um glæp
þann er hann hafði framið, tekinn í þjónustu
banka eins á Spáni, sem féhirðir. f stríðinu við
Spánverja var hann einn af umboðsmönnum
Frakka á Spáni og græddi of fjár og ávaxtaði, eða
réttara sagt margfaldaði fé sitt á kaupsýslu. Svo
giftist hann dóttur bankastjórans, en hún dó eftir
stuttan samvistartíma og giftist hann þá aftnr
dóttur manns eins, sem var hátt standandi við
hirðina og hét de Nargonne, og var hún efckja, þeg-
ar Dangtlars átti hana. Hann er nú miljónamær-
ingur, býr í stórhýsi, hefir márga þjóna óg fult
hesthúsið af gæðingum.”
“Nú,” sagði ábótinn í einkennilegum rómi.
“Hann er þá víst ánægður.”
“En Fernand?” spurði ábótinn svo.
“Hans eru bæði metorð og auður,” mælti
Caderousse, ‘ ‘hvorttveggja. ’ ’
Framih.
Vögguljóð eða heilræði.
Nú, í nafni Jesú, til náðar um sinn,
Legg eg þig í vögguna, vesMngur minn;
Legg eg þig í vögguna, værð gefi þér
Huggarinn hæstur, sá himneskur er;
Huggarinn hæstur hjálpræði þér vann,
Lofaður sé Drottonn, sem lét þig fæðast mann;
Lofaður sé Drottinn, sem leið fyrir þig pín,
Friðinn þér veitti í faðminum sín;
Friðinn þér veitti forþénustan klár,
Heilagan anda og himnesfca náð;
Heilagur andi þig hreinsa vel vann,
Mitt í skíminni meðtókstu hann;
Mitt í skíminni; þá minningu prís,
því skalt honum þó'knast og þéna með prís;
Því skalt honum þóknast, þá þú skilning fær,
IDýða hans boðorðum og hafa þau kær;
Hlýðnin er upphaf -til heiManna títt,
Því skaltu varast þrályndið strítt;
Því skaltu varast þrályndi og móð,
Blót og bakmælgi, barnkindin góð;
Blót og bakmælgi bönnuð er þér,
Hlýddu þínum foreldrum í hverju sem ber;
Hlýddu þínum foreldrum og heiðraðu þá,
Öllum yfirboðurum undan skaltu slá;
öllum yfirboðurum áttu að sýna dygð;
Forðastu að gjöra fátækum stygð;
,Forðastu að gjöra fáráðum mein,
Iðkaðu Guðs orð, .sVo elskan sé hrein;
Iðkaðu Guðs orð af alhuga og lyst,
Föðurnum þákkaðu fyrir Jesúm Krist;
Föðurnum þakkaðu fyrir alt gott þér tjáð;
• Bænrækinn vertu og biddu Guð um náð;
Bæn skaltu með ganga bæði út og inn,
kirkjuna etaka og kenniföður þinn;
I kirkjunni lærir þú kristinna sið,
Blessan Guðs orða þau boða þér frið;
Blessaður Guðs ótti, hann bætir þitt geð,
Til allra inannkosta liann afl fær þér léð;
Til allra mannkosta er eflingin góð,
Fylgi þér í dauðanum, fyrir Jesú blóð;
Fyilgi þér í dauðanum frelsarinn minn,
Flytji hann þig tfagnandi í fjárhópinn sinn;
Flytji hann þig fagnandi í friðarins rann,
Blessi þig betur, en biðja eg kann;
Blessi þig betur, barnunginn minn,
Til aðgæzlu sendi hann þér engilinn sinn;
Aðgæzlan Drottins þig umfaðmi og leið,
Veiti hann þér værðina og verndi frá neyð;
Yeiti hann þér værðina og veki með ró,
Andtega speki með aldrinum þó;
Andlega speki þá öðlist og frið,
Farsældar óskin miín festist þig við;
Farsaridar óskunum falinn sért þú,
Und 'sigurmerki Drottins sofnaðu nú;
Sigurmerfki Drottins svæfi þig vært,
Iðka þú mín heilræði, elsku-barnið kært;
Iðkið þið mín heilræði, eldri menn og fljóð,
Þiljið yfir þráfaldlega þessi vögguljóð;
Þyljið vfir börnunum, þá þau svæfa skal.
Hjálpi oss Guð og ihýsi í himna dýrðar sal!
Þessi vögguljóð eða heilræði lærði eg af móð-
Ur minni sálugu, þegar eg var barn. Hún var vön
að sitja með okkur systkinin í ljósaskiftunum og
kenna okkur bænir, vers og ýmislegt fallegt. Af
því eg liugsa, að það kunni þau ekki margir, en
mér finst þau vera þess verð að þau ekki gleymist,
þá dattmér í hug að setja þau í Sólskinsblað barn-
anna, tll minningar um látinn, horfinn ástvin:
sonarson okkar, Þorkel Georg. Vildi eg mælast
til við íslenzkar mæður, að þær héldi þeim við,
með því að raula börnin sín í svefn við þau.
Með vinsemd og virðingu og innilegum jóla-
óskum til barnanna.
Ingibjörg Jónsdóttir Clemens.
Flekkótti lúðurþeytarinn.
Hamlin er lítill bær fyrir handan hafið. Fyrir
löngu síðan kom einkennilegt atvik fyrir í þessum
litla bæ. Inn þangað ruddist stór hópur af völsk-
um, stórum og grimmum. Svo grimmar voru þær,
að þær átu hunda og ketti og bitu lítil börn, átu af
borðum manna og hlu]>u um göturnar um hádag.
Vitrir menrr reyndu að finna ráð til þess að
fcoma þeim af sér, en efckert dugði. Þær brutu
gildrurnar og vildu ekki éta eitrið. Borgarstjór-
inn sagði: “ Eg vildi að eg hefði snöru nógu stóra
og sterka til þess að drepa allar völskurnar í Ham-
lin. Eg skyldi getfa alt niitt gull til þess.”
Bétt í þe^su var barið að dyrum. “Kom inn”,
sagði bæjarstjórinn. Hurðinni var lokið upp og
inn kom ókunnugur maður. Hann var hár og
grannvaxinn, með Ijósblá augu og Ijóst hár. Káp-
an hans var hálf gul og hálf rauð. Enginn hafði
séð hann áður. Hann fór til bæjarstjórans og
sagði: “Eg get rekið allar rotturnar úr þessum
bæ.”
“Ilver ert þú?” spurðu vitringarnir. “Og
hvernig getur þú gert þetta?” — “Eg er kallaður
‘Lúðurþeytarinn ,í flekkóttu fötunum.’ En eg get
ekki sagt ykkur, hvernig eg losa yfckur við völsk
urnar, og ef að þú vilt lofa anér því að gefa mér
þúsund gullpeninga, þá skal eg fljótt sýna ykkur
hvernigeg geri það.”
“Þúsund,” hrópaði bæjarstjórinn; “eg skal
gefa þér fimm þúsund gullpeninga”.
Lúðurþeytarinn fót úr á götu og dró upp úr
vasa sínum hljóðpípu og fór að spila glaðlegt lag.
Þegar rottui-nar heyrðu það, komu þær hlaupandi
á eftir honnum, því þær héldu, að það talaði um
mat og annað góðgæti, og gleymdu öllu öðru. Lúð-
urþeytarinn gekk spilandi á undan, þangað til
hann kom að á nokkurri; þá hlupu allar rotturnar
út í hana og druknuðu. — En hvað fól'kið varð
glatt! Það hringdi klukkum og börnin hoppuðu
af gleði, þegar þau heyrðu að- rotturnar væru
dauðar.
Nú fór flekkótti lúðurþeytarinn inn til bæjar-
stjórans og beiddi um þúsund gullpeninga. —
“Þúsund,” sagði bæjarstjórinn, “það eru alt of
miklir peningar. Eg gef þér fimtíu. ” — “Ef þú
borgar mér ekki peningana mína, þá mun þig iðra
þess seinna,” sagði ókunnugi maðurinn.
“Þú getur ekki gert okkur neitt til illis eftir
þetta; rotturnar eru dauðar og þú getur ekki kom-
ið með þær aftur,” mælti bæjarstjórinn.
Lúðurþeytarinn fór út á götu og fór aftur að
spila. Og þegar börnin heyrðu það, þá fcomu þau
hlaupandi úr öllum áttum. Hann gekk á undan og
spilaði, þangað tii hann kom að hæð nokkurri. Þar
opnaðist hurð og öll börnin gengu inn. Hæðin
lokaðist á eftir þeim. Einn Mtill drengur, sem var
haltur og gat ekki hlaupið eins og hin börnin, varð
etftir af þeim. Bæjarstjórirm og vitru mennirnir
komu hlaupandi á eftir og fundu drenginn grát-
andi. “Af hverju ertu að gráta?” spurðu þeir.
“Mig langaði að fara með hinum börnunum,”
mælti drengurinn, ‘ ‘ þegar maðurinn spilaði á píp-
una sína; hún sagði okkur frá fallega landinu, þar
sem börnin þyrftu eikki að gera annað en að leifca
sér og væru aldrei veik, hölt eða blind. Eg hljóp
eins hart og eg gat, en þau voru tfarin inn og hæð-
in lokuð,” sagði drengurinn.
Bæjarstjórinn sendi menn í allar áttir að leita
að lúðurþeytaranum, með þeim uimmælum, að
hann skyldi fcoma með börnin, þá iskyldi Iiann fá
alla gullpeningana, sem til væru í Haanlin. Fólkið
beið dftir börnunum sínum, en þau komu ekfci til
baka. Þetta skeði alt fyrií löngu síðan, en enginn
hefir séð lúðurþeytarann eða litlu börnin síðan.
— Ef þú ferð til Hamlin, mun fólkið -sýna þér hæð-
ina og ána. Enginn má syngja eða spila á því
stræti, sem börnin eltu lúðurþeytarann í landið
fyrir handan hæðirnar.
J. G. Sigr. Sigurbjörnsson þýddi.
Borgað í sömu mynt.
Einu sinni var voldugur Soldán, er hafði við
hina glæsiflegu hirð sína nofckra smjaðrara, sem
alveg sýndust óþreytandi í því, að hláða lofi á
hann fyrir alt sem hann sagði eða gerði. Smjaðr-
ararnir vora níu að tölu, en um þetta sama leyti
var við hirðina Vezír einn spakur mjög, er aldrei
sagði annað en hreinan sannleikann, hverra afleið-
inga sem var að vænta; hét sá Elíaim. Dag nokk-
urn kvaddi Soldáninn tímenningana á sinn fund,
sýndi þeim tíu demantshringa og mælti á þessa
leið:
“Herrar mínir, þessa fágætu demantshringa
hefi eg ákveðið að gefa yður í laun fyrir einlægni
yðar o ghreinsilni við mig. Takið nú til má!s,
hver yðar um sig, og segið mér í fullri alvöru,
hverjar skoðanir þér hafið á Isjálfum mér persónu-
lega og valdi mínu og frægð.”
Smjaðrararnir níu keptust um það hver við
annan, að hlaða lofi á Soldáninn og vegsama hans
dýrð. Dró Soldán þá demantshring á bugfingur
sérhvers hinna níu srnjaðrara, en sneri sér að því
búnu til Elíams og spurði: “Hví mælið þér eigi
sem hinir?”
“Meistari,” svaraði vezírinn. “Enginn get-
ur keypt sannleikann; hann fæst að eins gefins.
Þótt þér séuð voldugur þjóðhöfðingi, þá ernð
þér að eins dauðlegur maður — veikt verkfæri í
liendi AaMah, er hann hefir sjálfur valið í þjón-
ustu sína til þess að aúka á hamingju annara
manna, sem hann getur einnig með einum andar-
drætti látið gleymast að eilífu, ef honum svo þókn-
ast.” — Smjaðrararnir störðu stcinhissa hver á
annan, en Soldáninn sneri sér að Eliam og sagði:
“Eg ætla ekki að útbýta tíunda hringnum,
því þú hefir sagt, að sannleikurinn yrði ekki
keyptur, heldur fengist 'hann ávalt gefins. Ef svo
er, þá ætti traust og vinsemd að vera gefins líka.
„ Skaltu nú livorttveggja af tmér þiggja, og vera
framvegis vinur minn og ráðgjafi.”
Smjaðrararnir vissu ekki hvaðan á sig stóð
veðrið og hypjuðu sig á brott hið ibráðasta.
Næsta dag snernma gengu þeir fyrir Söldán og
mætlu til lians þessum orðum með uppgerðar-
kurteysi: “Yðar hátign! Kaupmennirnir, sem
seldu yður demántshringana, hafa leikið á yður;
demantarnir eru allir falsaðir.”
“Svo þér haldið, að eg hafi ekki vita ðþað?”
svaraði Soldáninn. “Þér slóguð mér óspart gull-
haímra og létuð rigna yfir mig fölsku ilofi og
smjaðuryrðum, þess vegna taldi eg sjálfsagt, að
borga yður í sömu mynt. Þér hafið því yfir engu
að kvarta. Og nú vona eg að yður skiljist, hvers
vegna eg gaf Elaim traust og vinsemd í staðinn
fyrir tíunda flasaða djpmantshringinn. Elaim
hefir ávalt verið mér sannur og einlægur starfs-
bróðir, og þess vegna er það heilög skylda mín, að
borga honum einnig í sömu mynt.”
Lítill munur.
Drengur misti boltann isinn inn uim glugga á
húsi — “Hvernig vogar þú að koma hér nærri,
hnofckiim þinn; þú varst nærri búinn að rota eitt
af börnunumum mínum,” mælti húsbóndi reiðu-
lega, er drengurinn kom að spyrja um boltann.
‘ ‘ En herra! 'þér eigið tíu börn, en eg á bara
einn bolta,” svaraði drengurinn.
Farin að eldast.
Kenslukona var að segja börnunum frá því,
að Columbus hefði fundið Ameríku. Stúlkan end-
aði með þessuim orðum: “Og alt þetta skeði fyr-
ir meir en f jögur hundruð árum. ’ ’
Lítill drengur horfði á hana undrandi og
sagði: “Fádæma hafið þér gott minni.”
Dýrt afsvar.
Ungi maðurinn: “Haldið þér, að dóttir yðar
vildi verða konan mín?”
Lögmaðurinn: “Nei. Þetta kostar tíu dali.”
Skrifst'ofustjórinn: “Get eg fengið tveggja
tímafrí í dag, til þess að gitfta mig?”
Húsibóndinn: “Þér megið fara í þetta sinn,
en gætið þess, að í slík frí gef eg yður ek'ki farar-
* leyfi oft.”