Lögberg - 22.01.1920, Blaðsíða 1
SPEIRS-PARNELL BAKINGCO.
ábyrgjast yður
fulla vigt, beztu vörur fyr-
ir lœgsta verð sem verið
getur. REYNIÐ ÞAÐ!
TALSlMI: Garry 2346 - WINNIPEG
Það er til myndasmiður
í borginni
W. W. ROBSON
490 Main St. - Garry 1320
33. ARGANGUR
WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 22. JANÚAR 1920
NUMER 4
Helztu Viðburðir
Síðustu Viku
Canada.
Gull-framleiðsla í British Col-
umbia fytki var tiil muna minni á
síðasta ári, en hún hefir verið á
undanförnum árum, og er þar kant
um verkföllum og auknum ko&tn-
aði, og tþað er ekki einasta gull-
framleiðslan, .sem hefir farið
þverrandi, heldur öll námafram-
lciðsla að kola framleiðslu undan-
tekinni.
R- B. Rusell, sá er fundinn var
sekur um uppreisnar tilraunir og
dæmdur í tveggja ára fangelsi af
;alf dómara nýlega, hefir ver-
ið útnefndur sem þingmannsefni
Sósíalista hér í bænum, til að
sækja um kosning við næstu fylk-
iskosningar.
Dagblöðin þrjú hér í bænum
hættu að 'koma út á laugardaginn
var. Er það sökum pappírsskorts.
En hann stafar af iþví, að pappírs-
gerðarverkstæði það, sem blöðin
verzluðu við, neitar að sélja pappír
til Canada, það er segja Manito-
"ba og Saskatchewan. Eigendur
mylnunnar, sem eru Bandaríkja-
menn, fengu hærra verð fyrir
pappírinn í Bandaríkjunum, en
l>eir gátu fengið í Canada, og við
það bættist premían, sem þeir fá
frá Bandaríkjaþinginu. — pegar
mylnan hætti að senda pappír til
Vesturfylkjanna, tók Canada-
stjórnin í taumana og bannaði alla
sölu á pappír frá mylnunni, og
við íþað stendur enn. Mylnan
stendur Canada mégin við landa-
mærin og fær alt sitt efni í papp-
írinn frá Canada.
Saskatchewan stjórnin hefir
okki latið iijíða, að færa sér í nyt
hlunnindi þau, sem fylkjunum eru
gefin með hinum svo kölluðu bind-
indislögum Canada. Hon. W. F.
Turgeon, dómsimálastjóri fylkis-
ins, hefir lýst yfir því í Saskatc'he-
wan þinginu 16. iþ.m., að hann
samkvæmt þeiím lögum ætlaði að
bera fram uppástungu um að
stjórnin undirbúi nú þegar undir
atkvæðagreiðslu, sem fram fari í
fylkinu um það að banna innflutn-
ing á öllu áfengi til drykkjar inn
í fylkið. pessi tillaga verður svo
að sendast istjórninni í Ottawa,
sem ákveður hvenær slík atkvæða-
greiðsla fari fram.
$18,000 var stolið úr pósti, sem
sendur var með skipi frá Alaska
til Vancouver nýlega.
Hæstiréttur Manitobafylkis hef-
ir gef’ð út dóm í máli R. B. Russ-
ell, og var rótturinn sammála um,
að ékkert hefði kolmið fram í mót-
bárum verjanda, sem gæfi hina
minstu ástæðu til 'þess að breyta
ákvæði kviðdómsins. Svo að dóm-
ur undirréttarins stendur óhagg-
aður. Lögmaður verjanda, Ro-
bert Cassidy, beiddi um leyfi að
fá að áfrýja málinu til hæstarétt-
ar Canada. En sökum þess að all-
ir dómararnir í yfirrétti Manito-
ba voru einhuga um málið, var
ékki unt að veita þá beiðni. Tal-
aði málaflutningsmaðurinn þá um
að áfrýja málinu til leyndarráðs
Breta.
Maður að nafni Joe Weir, sem
heima á að 182 Chalmers ave. í
Rlmwood austan við Rauðá, var
að fægja marghleypu sína á laug-
ardagskveldið var heima hjá sér,
þegar skot hljóp úr henni og 3
brjóst mannsins. Hann liggur
nú 'hættulega særður á sjúkrahúsi
bæjarins.
A. Pringle, umsjónarmaður yfir
prent pappir í Canada, hefir sagt
af sér.
Fljótfærni getur stundum haft
eí'tirköst sem mönnum verða minn-
istæð. Verkfræðingur einn frá
Toronto Canada, var á ferð í New
York og kom þar inn í gullstáss-
búð og keypti þar einhvern hlut
og borgöi með ávísan. En kaup-
manninum leizt hvorki á ávísun-
ina né manninn og lét taka hann
fastann og kærði fyrir að gefa
fálsaða ávísun. Svo sannaðist að
ávísun Canadamannsins var að
öllu leyti lögleg og var honum þá
slept. En hann þóttist il'la leikinn
og höfðaði imál á móti kaupmann-
inum og krafðist $ 100,000 í skaða-
bætur fyrir mannorðsspjöll og hef-
ir hann nú unnið málið.
Verkfræði'ngur þessi heitir
Alex MacAuley, en kaupmaðurinn
sem á sig hljóp T. P. Starr.
Canada maður að nafni Edwin
Reginald 32 ára gamall, hefir ver-
ið dæmdur í 17 <ára fangelsi á
Englandi fyrir að gera tilraun
til þess að ræna banka í Wood
Green. Kom hann inn í bankann
vopnaður, miðaði marghleypu á
einn af bankaþjónunum og hleypti
af en hitti ékki, en áður en hann
gat gert meira var hann tekinn
fastur.
Búist er við að atkvæðagreiðsla
um in'nflutnigsbann á áfengum
drykkjum fari fram í Alberta áður
en langt um líður, eftir því sem
stjórnarformaðurinn þar sagði ný-
lega.
Eldur kom upp í gestgjafahúsi
í Calgary nýlega og brann bygg-
ingin mjög, brann þar inni eitt-
hvað af fólki, vér vitum ekki hvað
margir. En við yfirheyrslu út af
dauða tveggja sem í eldinum fór-
ust kom það fnm að vökumaðurinn
hefði verið niður í kjallra við pen-
inga spil, þegar eldurinn kom upp.
Á mánudagskveldið var léku
íslenzku Hockeyleikararnir á móti
Hockeyleikara flokknum frá
Brandon 1 Amphitheatre skauta
skálanum í Winnipeg. Fálkarnir
unnu með 9 á móti tveimur.
Bandarikin
Sendiherrar frá átta þjóðum,
sem nú eru í Bandaríkjunum, hafa
íarið fram á, að fundur sé tafar-
laust kallaður, þar isem mæti um-
boðsimenn frá pýzkálandi, Aust-
urríki og öðrum óvinaþjóðum.
Verkefnið, sem fyrir liggur, er að
hjálpa löndum þeim, þar sem
stríðið hefir valdið mestu tjóni,
til þess að ná <sér sem fyrst aftur,
og svo að tala um verzlunarsam-
band þjóða. pæ r þjóðir, sem
gangast fyrir þessum fundi, eru
Bandaríkin, Bretland, Frakkland,
Holland, Sviss, Danmörk, Svíþjóð
og Noregur. Enn fremur er ætlast
til, að í þessari hreyfingu taki
þátt auk þjóðanna, sem nefndar
hafa verið, Italía, Japan, Belgía
og Suður-Ameríku þjóðirnar. í
yfirlýsing frá þjóðum þeim, sem
fyrir þessu gangast, stendur: —
“Meiri parturinn af fé því, sem
þarf til þess að korna á jafnvægi
á meðal þjóðanna, verður að koma
frá þeim þjóðum, sem mikið eiga
hjá öðrum fyrir vörur, sem þær
hafa selt, og þar sem peningarnir
haf haldið slnu gangverði. — Lán-
veiting til langs tíma, er að eins
æskileg þar sem slíkt er óhjá-
kvæmilegt til þess að endurreisa
iðnaðarfyrirtæki. Fyrir þá skuld,
og líka sökuim þess, að krafirnar
eru svo brýnar heima fyrir hjá
þjóðunum sjálfum, ætti að tak-
marka þessi lán eins mikið og unt
er. pessi lán eða hjálp skyldi gef-
in á þann hátt, að á engan hátt
komi í bága við verzlunarsambönd
lánþiggjenda við aðrar þjóðir, og
því mega engar hömlur fylgja frá
hendi stjórna þeirra, sem lánin
veita.
Leonard Wood hershöfðingi hef-
ir formlega tilþynt, að hann sæki
um forseta embætti Bandaríkj-
anna undir imerkjum Repúblíkana
v'ð næstu forsetakosningar.
Hinn sameiginlega iðnaðarnefnd
Bandaríkjanna, er stendur í sam-
bandi við yfir fjögur hundruð
stærstu iðnaðarstofnanir þjóðar-
innar, hefir gefið út yfirlýsingu
um, að Bandaríkln þurfi á fjórum
miljónum verkamanna að halda
umfram þá sem þjóðin eigi nú ráð
á, og til þess að bæta úr þessu,
leggur nefndin til, að hæfilegur
innflutningur til landsins sé
Veyfður.
pað virðist svo, isem þingmönn-
um öldungad. Bandaríkjanna, —
það er að segja þeim, sem með öllu
eru mótfallnir því að friðarsamn-
ingarnir séu undirritaðir af
Bandaríkjamönnum—, sé alvara
með að gjöra það að kapps-atriði
við forsetkosningarnar næstu. —
Pessu til stuðnings er þes getið, að
Senator Borah fór nýlega á fund
Frank 0. Lauder ríkisstjóra í Illi-
nois til þesis að fá skýlaust svar frá
honum um afstöðu hans til þessa
atriðis, og lét hann skilja, að hann
þyrfti ekki að vonast eftir stuðn-
ingi frá Repúblíkana flokknum,
nema því að eins að afstaða hans
til málsins væri í samræmi við
vilja flokksins.
Ekki reyndist Bandaríkjastórn
létt að láta starfrækslu járnbrauta
ríkisins bera sig. Tekjuhallinn
fyrir síðastl. nóvember nam um
64 milj. dollara og 548 milj. doll.
er tapið komið upp í yfir tuttugu
og þriggja mánaða tímabilið, sem
járnbrautir landsins hafa verið
starfræktar af landstjórninni.
Konur úr Vesturríkjunum, sem
telja sig i flokki Repúblíkana,
komu saman á fundi nýlega til
þess að ræða um í hönd farandi
forseta kosningar í Bandaríkjun-
um. Og á meðal annars, sem þær
kröfðust, var að konur skyldi
skipa jafnmörg sæti í framkvæmd-
arnefnd flokksins eins og karl-
menn.
Dr. Moses Madden, Svertingi
frá St. Louis, hefir borið fram
bænarskrá fyrir dómsmálanefnd
þingsins í Washington, um að
myndað sé nýtt fylki undir umsjón
ríkisins, og sé sett til síðu handa
Svertingjum í Bandarkíjunum, þar
sem þeir geti verið út af fyrir sig.
Hann bendir á, að hentugt land-
svæði til slíkrar ríkismyndunar
Svertingja væri með fram Rio
Grand fljótinu; en svæði það liýg-
ur bæði í Texas og New Mexico.
Ford félagið skifti frá átta til
tíu mifjónum dollara upp á milli
vinnufólks síns 1. jan. síðastl.
Olíu náma eigendur tveir, F
J. Roney og Earl Bawles, sem
áttu ítök sín í Mexico, voru myrtir
af ræningjaflokki, sem þeir urðu á
vegi fyrir. Báðir mennirnir voru j
Bandaríkjaþegnar.
Bretland
í ræðu, er Sir George Paish hélt
nýlega í verzlunarsamkundu kaup-
manna í Lundúnum, ‘komst hann
svo að orði:
“Eg hefi fengið orð fyrir að vera
bjartsýnn maður, og eg vona að
geta haldið áfram að vera það,
áður en langt um líður.
“En það, sem eg get sagt nú, er,
að alt virðist ganga aftur á bak,
og að það er nálega ekkert sýni-
legt, er glætt geti bjartsýni fólks.
Gjaldmiðill þjóðar vorrar heldur
áfram að falla á markaði Banda-
ríkjanna og er hvergi nærri búinn
að ná sínu lágmarki enn.
Gjaldþol Evrópu fer stöðugt
þverrandi og útlitið virðist ‘hið
alvarlegasta. /
pað er eitt, sem nuaðsynlegt hef-
ir reynst eftir öll istríð, og sem
líka er nauðsynlegt eftir þetta
stríð, og það er vinna — meiri
vinna, en látin var í té á undan
stríðinu.
En í staðinn fyrir það, þá er
minna unnið — minna framleitt.
Vinnutíminn er styttri og fram-
leiðslan því minni.
Sumt af fólkinu vinnur miklu
minna, en góðu hófi gegnir.
En ef það gerði skyldu <sína, þá;
ætti það að leggja ,sig fram til |
þess að vinna svo mikið, að auður
þjóðanna yxi í staðinn fyrir að
hann haldi áfram að þverra. pað
verður að gerast, og það gleður
mig að geta 'sagt, að leið er til út
ur þeim ógöngum, sem vér erum
nú staddir í.
En það er engin ein þjóð, sem
getur ráðið fram úr þessu. pjóð-
irnar verða allar að leggjast á eitt
til þess að hjálpa. Hér á Bretlands-
eyjum ed ástandið erfitt, og svo er
það á meginlandinu.
pað verður að hjálpa pjóðverj-
um til þesé að auka framleiðsluna.
peim er, miklu meiri þörf á því,
heldur en að bariist sé á móti'
“keisaraisma” eða jafnvel “milit-
arisma”. En það sem aðallega
þarf að berjast gegn, er Bolshe-
visminn.
Alþjóða sambandið verður að
standa á bak við Evrópu, svo að
hún geti fengið nauðsynleg lán
hjá þjóðum þeim, sem hún þarf að
skifta við.
Og það verður að gera ástandið
eins og það er ljóst fyrir Banda-
ríkjaþjóðinni, og dreg eg engan
efa á, að þegar þeirri þjóð er þetta
fyllilega ljóst, þá muni hún ekki
liggja á liði sínu til að hjálpa.”
Ákveðið er að ríkiserfinginn
Breski, leggi á stað í Ástralíu ferð,
15 marz næstkomandi. Og hann
hefir lýst því yfir, að hann ætli
sér að heimsækja Canada aftur í
baka leiðinni
Sagt er að um 3,000,000 mælira
al hveiti geti saimbandsmenn
fengið frá Rúsélamdi ef þeir geti
nálgast það.
Lord Jellico, flotamálaráðgjafi
Breta sem hér var á ferðinni fyrir
skömmu og var á leið ásamt Sir
Robert Borden forsætisráðherra
Canada, til suður Ameríku, hefir
\erið skyndilega kallaður heim.
Winston Churchill er ákafur
með að leggja til orustu á móti
Bólsheviki mönnum, og reka þá
til baka,, svo að Bretuim standi eng-
>n hætta af þeim. En sagt er að
Loyd George vilji fara hægara í
sakirnar, og síðustu fréttir frá
þingi leiðtoga sambands þjóðanna
í París, sýna að skoðun hans hef-
ir orðið ofan á, því ákveðið hefir
verið að létta aflutningsbanni á
vörum til Rússlands, eins og tekið
er fram á öðrum stað hér í blað-
inu.
Frá öðrum löndum.
JarðskjáLfti mikill varð í Mexico
13. þ.m., sem gerði ógurlegt tjón.
Eldfjallið Popocatepelt hrundi og
stíflaði á, sem rann við rætur
þess. Vatnið flóði yfir alt, og þar
með yfir bæinn Barranca, og
druknaði fólkið unnvörpum. ó-
skaplegur manndauði og skaði í
öllu Puebla fylkinu og alla leið
austur til Vera Cruz, og segja
blöðin ,að þar austur frá, í bæn-
um Couztian eða þar í kring, hafi
þrjú þúsund manns farist.
Sagt er, að Bretar og Rússar
hafi komið sér saman um að skifta
á föngum, og umboðsmaður Bol-
sheviki stjórnarinnar á Rússlandi,
Maxim Litvinoff, segir, að brezk-
um konum, sem í varðhaldi hafi
verið á Rússlandi, hafi verið slept
lausum. Samningar í þessa átt
milli Breta og Rússa, fóru fram í
Kaupmannahöfn.
Sambandsmenn hafa ákveðið að
afnema bann ba?. sam hefir verið
á vöruflutningi til Rúaslands.
Fjármála ráðherra Kristinski í
Soviet stjórninni á Rússlandi, er
nýbúinn að birta fjármálaskýrslu
aðal stjórnarinnar þar. Og sýnir
skýrsla þessi, að tékjuha.’li hefir
orðið hjá stórninni þar sem nemur
61,500,000,000 rúblum á síðustu
átján mánuðum. En þegar betur
er að gáð, þá er te^juhallinn miklu
meiri. petta liggur í því, að í
tekjudálkinn eru færðar 10 biljón
rúblur, sem lagðar voru á þá, sem
þar eru nefndir efnamenn. En af
þeirri upphæð borgaðist þó ekki
inn nema einn tíundi partur.
1,500 milj. rúblur voru lagðar á
fólkið í Petrograd, en af því borg-
uðust ekki nema 9,000,000 rúblur,
og af 2,000 milj. rúbla, sem íbúar
Moscow áttu að greiða, komu inn
að eins þrjár milj. rúbla; og tekur
fjármálaráðherrann fralm, að
nauðsynlegt 'hefði verið að mæta
þessum halla, sem sé 33 biljónir
rúbla — sem í raun og veru eru
45 bilj.—, með því að gefa út nýja
seðla sem nema þeirri upphæð. —
Fróðir menn segja, að Soviet-
stjórnin á Ró/sslandi hafi verið
búin að gefa út 80 biljón rúblna
virði af slíkum bréfpeningum í
júlí 1919, en síðan hafi þeir orðið
að auka seðlaútgáfuna að mun. —
Hætt er við, að hrun slíkrar bygg-
ingar verði mikið.
Fregnir frá París hinn 13. þ.m.
segja, að sambandsþjóðirnar eða
fulltrúar þeirra á friðarþinginu,
hafi komið sér saman um að krefj-
ast af pjóðverjum, að þeir fram-
selji 880 menn, flest háttstandandi
embættismenn og herforingja, sem
sakaðir eru um að hafa framið
glæpi og brotið viðurkendar hern-
aðarreglur meðan á stríðinu stóð.
Á skrá þessari standa meðal ann-
ara nöfn þeirra Vilhjálms upp-
gjafakeisara og krónprinsins
þýzka. — Jafnaðarmanna foringj-
arnir á pýzkalandi telja það bæði
æskilegt og réttlátt, að isambands-
menn hlutist til um, að mál Vil-
hjállms sé rannsakað opin'berlega,
en krefjast þess jafnframt, að
rannsóknarrétturinn verði ein-
göngu skipaður fulltrúum hlut-
lausu þjóðanna, og skuli eiga sæti
í ein'hverju því ríki, sem engan
þátt tók í stríðinu, og tilnefna
Svissland sem ákjósanlegasta
staðinn.
Um all-langt skeið hafa pjóð-
verjum verið bannaðar siglingar
til verzlunarborganna við Eystra-
salt. — Nú hefir banninu verið
létt af og sigldu þýzku skipin hlað-
in vörum til hinna ýmsu hafna
um miðja vikuna sem leið.
Frá Terijoki kemur sú frétt að
þegar Emma Guldman og Berk-,
man og þeir aðrir æsingamenn sem j
sendir voru burt úr Bandaríkun-1
um, hefðu ko,mið að landamærum j
Rússlands þá hefðu Bolsevikingar
tekið á móti þeim með opnum örm- j
um og fögnuði miklum.
Forsætisráðherra Frakka
Clemenceau náði ekki útnefningu
þegar valin voru forseta efnin
Erönsku. Sá sem honum var yfir
sterkari heitir Paul Deschanel og
er forseti neðri deildar franska
þingsins.
Ársfundur Fyrsta lút safn-
aðar í Winnipeg
var haldinn þriðjudagskvöldið 20.
þ.m. og var fjölmennur. Voru þar
lagðir fram reikningar og em-
bættismenn kosnir fyrir árið ný-
byrjaða. pessir hlutu kosningu í
einu hljóði til embætta: Fulltrú-
ar: A. S. Bardal, Paul Johnston,
Halldór Sigurðsson, Herbert Ax-
ford og Olafur Björtisson. Djá'kn-
ar: Mrs. Finnur Johnson, Mrs. H.
Olson, Miss Inga Johnson, Dr. B.J.
Brandson og Sigtryggur Bjerring.
Yfirskoðunarmnn eru: Thorst. E.
Thorsteinsson og Fred. Thordar-
son. — Tillaga kom fram á fund-
inum frá forstöðumanni sunnu-
dagssk. safnaðarins um að breytt
yrði til um sunnudagsskólann
þannig, að í staðinn fyrir að skól-
inn yrði í einu lagi eins og hann
hefir verið frá byrjun, þá verði
tveir sunnudagsskólar myndaðir,
anar al-íslenzkur, en hinn al-
enskur. Var framkvæmdum í þvi
máli frestað þar til þriðjudaginn
3. febrúar n. k. annan þriðjudag
hér frá, þegar annar fundur skyldi
haldinn til þess að gera út um það
mál. — Samkvæmt framlögðum
skýrslum féhirðis, eru fjár*hags-
legar ástæður safnaðarins í góðu
lagi, sem sjá má af eftirfylgjandi
tölum: Tekjur safnaðarins á ár-
inu voru $6,451.58, en útgjöldin
$6,38b.90, og afgangur í sjóði því
$64.68. — Tekjur kvenfélagsins á
árinu voru $1,271.42, en útgjöld-
in $965.73, í sjóði $305.69. — Tekj-
ur djáknasjóðsins vor $116.30, og
útgjöldin $94.95, í sjóði $21.35. —
Presturinn gaf þessa skýrslu um
embættiisverk: skírnir 27, ferm-
ingar 29, hjónavígslur 17, greftr-
anir 20, altarisgöngur 295. Nýir
meðlimir, er í söfnuðinn gengu á
árinU, 29, burt fluttur 1 er sagt
hafði sig úr söfnuði. — Formaður
sd.skólans skýrði frá, að innritað-
ir væru þar alls 359 nemendur,
að kennurum meðtöldum, fermdir
143, og ófermdir 189, kennarar 27.
219 flest sótti iskólann á einum
degi, en 28 fæst, að meðaltali 136.
Inmtektir skólans námu $369, út-
gjöldin $300.96, í sjóði $68.04.
Or bœnum.
Snæbjörn Eimarsson, verzlunar-
maður frá Lundar, sem var búinn
að liggja lengi á sjúkrahúsi bæj-
arins, er nú kominn heim til sín á
góðum batavegi.
fslenzka Stúdentafélagið í Win-
tiipeg hefir ákveðið að halda dans-
leik mikinn í Trawellers höllinni
föstudagskvöldið ’þann 6. febr. n.
k. Nánar auglýst síðar.
Mrs. Skaptason biður þess get-
ið, að bolhlíf sú, sem dregiö var
um á barna samkomu Jóns Sig-
urðisisonar félagsims hafi verið
gefin af Mrs. Halli Skaptason, og
að nr. 7 hafi hlotið hana.
Til bæjarins komu í byrjun vik-
unnar frá Kandahar, þau Karl |
Frederickson og kona hans. Karl
kom til þess að leita sér lækninga.
Ársfundur Skjaldborgar safnað-
ar var haldinn föstudaginn þann
16. þ.m. par voru lagðir fram
reikningar og 'skýrslur yfir út-
gjöld og inntektir safnaðarins á
síðastl. ári, er sýndu, að hagur
safnaðarins er í góðu ástandi. Á
þessum fundi fór fram kosning
fulltrúa og annara embættis-
manna safnaðarins fyrir yfir-
standandi ár. Enn fremur var á-
kveðið að hafa safnaðarfund næst-
komandi föstudag kl. 8 að kvöldi,
til að ráða til lykta ýmsum óklár-
uðum málum frá ofannnefndum
ársfundi.
Leiðrétting. — í kvæðinu Jóla-
minning, eftir Axel Thorsteinsson,
er út kom í Lögbergi 1. þ.m., hafa
tvær prentvillur slæðst inn. í
fyrstu línu í öðru erindi kvæðisins
stendur: “Og margt var fengið,
sem lamaði og lá”, en átti að vera:
og margit var fargið, o.s.frv. í
annari línu þriðja erindis stendur:
“hve bjart var ljósið í hofum þín-
um”, en átti að vera: :hve bjart var
ljósið í stofum þíum.
Paul Reykdal verzlunarmaður
frá Lundar, var á ferð í bænum í
vikunni.
Helgi magri biður Lögberg að
flytja öllum íslendingum kveðju
sína og tilkynna þeim um leið, að
undirbúningur mikill sé undir
miðsvetrarsamsæti, sem hann hef-
ir ákveðið að halda að L'eslie, í
Saskatchewan fylki síðari partinn
af febrúar mánuði A. D. 1920. —
Nautum og fé er sLátrað, kjöt
reykt, skreið dregin að og alt það,
sem ágætast þykir íslenzkra rétta,
verður þar fram reitt með allri
þeirri rausn er pórunn'hyrna á|
yfir að ráða. Skáldin eru farin að
yrkja drápur sínar og ræðuskör- j
ungarnir að semja ræður, með |
meiri andagift, en J>eir hafa nokk-
urn tíma átt yfir að ráða áður.
Og svo má ekki glema söngnum,
sem söngflokkur Helga magra er
farinn að æfa. — Fólk getur reitt
sig á að það verður mikið um dýrð-
ir á miðsvetrarsamsæti þessu, því
Hélgi magri hefir sjálfur látið
þau boð út ganga, að það eigi að
verða sú voldugaista hátíð, sem
nokkru sinni hefir haldin verið í
Leslie. Meira síðar.
fslendingar í Nýja-íslandi eru
hvattir til þess að sækja vel söng-
samkomur prófessors Sveinbjörns-
sons, sem auglýstar eru á öðrum
stað í blaðinu. Hann sýngur þar í
meðal annars margt íslenzkra;
þjóðsöngva, og ættu þeir, sem I
ant láta sér um viðhald íslenzks I
þjóðernis hér í álfu, að fjölmenna.
pví íslenzkir þjóðsöngvar eru bein-
línis einn þátturinn af þjóðerni
voru, og í skrautbúningi pró-
fessorsins mega þeir teljast sann-
arlegur partur.
Gefin saman í hjónband í Ár-
borg, þ. 12. þ.m., voru þau Ingvi
Sveinn Eiríksson, frá Wawanesa.
og MÍS.S Herdís Ingjaldsson frá
Árborg. Séra Jóhann Bjarnason
gifti. Brúðguminn er ættaður úr
Dakota, sonur Sveins sál. Eiríks-
sonar og konu hans Guðrúnar
Halldórsdóttur, er lengi bjuggu í
grend við Svold pósthús. Brúð-
urin er Kristjánsdóttir Ingjalds-
sonar, en uppeldisdóttir Ragnheið-
ar móður Váldimars Jóhannesson-
ar í Árborg. Ragnheiður er siystir
Jóhannesar kaupm. Sigurðssonar
og þeirra systkina. Framtíðar-
heimili 'hinna ungu hjóna verður í
grend við Wawaneisa hér í fylkinu.
þar sem brúðguminn hefir nýlega
keypt búgarð, hveitiland með öll-
um byggingum og áhöfn.
Asdís á Bjargi.
Ásdís var í iðju’ og draumum
ein um hitu þá,
að elska — og stuðla’ að Grettis
gengi
og gæfu hans að þrá.
En vonir bæði og bænir hennar
barning vildu fá.
Snemma kendi mikla manninn
móðuraugað gl'ögt,
sá í barnsins vögguvoðum
viðbragð hetjusnögt,
það var yndi — en annarsvegar
örlög myrkrið dökt.
Kvíðinn óx og þrautir þyngdust
þegar hann komst á legg.
Stríðnin, hvefsnin, bernsku-
brekin
brýndu lýðsins egg.
Ein hún kveið og ein hún skildi
alt það skapa-hregg.
Djásnafár úr föðurgarði
fór hinn sterki sveinn.
Heillaósk né áfturkomu
orðaði þar ei neinn.
Með honum gekk á mikla veginn
móðurhuginn einn.
Mót þó blási kaldar kyljur
kærleik minn þú áfct.
En leys mig, son, frá loga-kvíða
um Mfs þíns norðanátt.
Látt’ ei hug minn harmi lostinn
heilsa hVerri nátt.
Undan skikkju íbrá hún brandi.
Berðu ’ann lengi og vel;
hans mun þurfa, en vænni
vopna
verðan þig eg tel.
Still nú, frændi, storma þína
og stöðva ’in miklu él.---
En ísalög frá lífi Grettis
lögðust yfir Bjarg.
Með hverju ári’ og öllum
fregnum
óx það harmafarg.
Ásdís fann hvað undur litlu
ástin hennar barg.
Vit og snild og kappans kraftar
komu’ í sama stað —
iþegar Grettis heiðarhreysum
haustin lögðust að,
fáir lýstu gleðiglampar,
Glámur sá um það.
Samkoma sú er Kvennfélag
Fyrsta lúterska safnaðar hélt á
miðvikudagskvöldið 14. þ. m. var
afar fjölmenn, samkomusalur kirk-
junnar alskipaður, og naut fólk
hinnar beztu skemtunar.
Eins og auglýst hafði verið þá
flufcti Hon. Thos. H. Johnson fyr-
irlestur, fróðlegan og vel fram bor-
inn um iðnaðarþingið sem haldið
var í Washington í október og
november s. 1.
Skýrði hann nákvæmlega frá
gjörðum þingsins og fyrirkomu-
lagi öllu, og eins ástæðunum, sem
ollu því að iðnaðarmálin voru tek-
in svo mjög til greina í sambandi
við friðarsamningana. Sem var
sökum einlægrar viðleitni þjóð-
anna til þess að koma á réttlátum
friði í 'heiminum. En mikið af ó-
eining þeirri sem raskað hefir ró
manna, og raskar en, er einmitt
sprottin af ósamkomulagi og tor-
tryggni á milli verkafólks og
vinnuveitenda. En samkomulag á
milli þeirra flokka væri frum skil-
yrði fyrir innbyrðis friði og
ánægju.
Auk fyrirlesturs Hon. Thomas
H. Johnison skemtu þessir með
söng og hljóðfæraslætti.
Miss. porláksson dinsöng.
Nístingsfrost og norðan byljir
nauðuðu’ um hvert hans flet.
öfund, svik og illvild manna
aldrei viku’ um fet. —
Ein á Bjargi allar nætur
Ásdí's bað og grét.
Bar sú ást — og einvörðungu
útlaganum frið,
og 1 vörn mót húmsins herjum
honum veitti lið.
Sá var eini Grettis geisli,
er Gl'ámur réð ei við.
pyngst var fórnin, er hún Ásdís
Illuga af höndum lét,
svo að Grettis miklu myrkur
mættu þoka’ um set.
Aldrei hún í augsýn manna
áður né síðar grét.
pó að bili heimsins hylli
og heykist vinur hver,
móðurástin býr á bjargi
og breytir aldrei sér.
Ásdís enn í völdum víða
vor á meðal er.
Jakob Thorarensen.
— Skírnir.
Að loknum skemtununm voru
veitingar seldar.
Skírnir.
.1
Vér höfum meðtekið fjögur hefti
af 93. árgangi Skírnis, prýðilega
úr garði gerð og veigamikil. par
er hver ritgerðin annari betri og
svo eru prýðisfalleg kvæði innan
um, til þess að gera ritið enn þá
meira aðlaðandi. Eitt af þeim, Ás-
dís á Bjargi, tö'kum vér upp í þetta
blað Lögbergs. — Innihald heftaj
þessara er sem fylgir: :
Fyrsta hefti:—Björn M. Ölsen:
Sigurður Nordal. Nýjar brautir,
kvæði: Guðm. Guðmundsson. Veð-
urfræði stöð á íslandi: Jón P. Ey-
þórsson. Jötunn, kvæði: Matth.
Jochumsson. pýðingar: Sigurður
Nordal. Hruni, kvæði: Jón Björns- í
son. ísland 1918: Vilhj. p. Gísla-
son. Ritfregnir: Dr. J. H., Tr. p.,
G. F., Ásg. Ásg., Jak. Jóh. Smári,
V. p. G., Matth. Joch.
I öðru og þriðja befti, sem eru
heft saman, er þetta efni: Dr.
Björn Viðfirðingur, kvæði: Guðm.
Friðjónsson. Dr. Björn Bjarnason
frá Viðfirði: Guðm. Finnbogason.
Sir George W. Dasent: Hálldór
Hermannsson. Björn úr Mörk:
Sigurður Nordal. “Ok nemdi tiu
höfudit”: Guðm. Finnbógason.
Ásdís á Bjargi: Jakob Thoraren-
sen. Lækningar fornmanna: Stgr.
Matthíasson. Sannfræði íslenzkra
sagna: Finnur Jónsson. Ritfregn-
ir: Jak. Jóh. Smári, H. Wiehe, Kf.
Albertsson, Guðm. Finmbogason.
Árferði á fslandi: porv. Thorodd-
sen. Vit og strit: Jón Jónsson á
Stafafelli. SkáKLskaparmál: Helgi
Péturss. Skýrslur og reikningur
Bókmentafélagsins, i—xxxiv.
oddsen: Sigurður Guðmundsson,
Maður og kona: TheO'dora Thor-
oddsen. Endurminningar um Jón
Árnason: Theodora Thoroddsen.
Jón porlákstson: Guðm. Finnboga-
son. Færeysk þjóðernisbarátta:
Jón Helgason. Bækur sendar
Skírni.
Auk þessara hefta Skírnis, sem
vér þökkum, meðtókum vér sögu
Jóns J. Aðils háskólakennara um
einokunarverzlun Dana á Íslandi
frá 1602 til 1787, og verður þeirr-
ar bókar minst síðar.