Lögberg - 22.01.1920, Síða 6

Lögberg - 22.01.1920, Síða 6
B2s. 6 LÖGBERG FIMTUADGINN 22. JANÚAR 1920. VerCl vor« aS gelslum Vegl Utslns ft. P. P- P. Sagan af Monte Cristo. Nokkrum dögum efitr komu keisarans var Fernand skyldaður til herþjóunstu. Um tíma var hann við heræfingar, en svo kom Napóleon til baka og vígbúnaður mikill var viðhafður. Fernand var knúður til þess að fara til or- ustuvallar, ásamt herdeáld þeirri, sem hann til- heyrði, og tók þátt í orustunni við Ligny. Nóttina eftir þá orustu var Fern'and á verði við herbúð hershöfðingja eins, sexn leynifundi átti við óvinina, og þá sömu nótt átti hershöfðinginn að fara og’mæta foringja úr enska hernum. Hershöfðinginn stakk upp á því við Fernand að fara með sér, og var hann fús til þess og fór með hershöfðingjanum af verðinum og yfir til herbúða Englendinga. Slík framkoma hefði ekki verið liðin, ef Napó- leon hefði átt ríkjum að ráða, því Fernand hefði þá verið tafarlaust dreginn fyrir herrétt. En það var öðni vísi aðferð, sem Bourbon- arnir notuðu, því þetta varð einmitt til þess að gefa Fernand byr undir báða vængi. Hann kom til baka til Frakklands með for- ingja nafnbót (lieutenant), og af því að hann hafði náð hylli hershöfðinga, sem mikið mátti sín, var hann gerður að yfirforingja 1823 í stríðinu við Spánverja. Það er að segja, þegar Danglars byrjaði fésýslu sína, var Fernand sendur til Spánar sökum þess, að hann var þaðan upprunn- inn, til þess að komast eftir áformum landsmanna sinna, og þar hitti hann Danglars og kyntust þeir fljótt. Fernand ávaön sér svo mikið álit á þeim stutta tíma, sem stríð þetta stóð yfir, sérstaklega í sambandi við hertöku Trocadero, að hann var færður í ofursta tign og sæmdur heiðurs merki og greifa titli að auk. Eftir að spanska stríðinu lauk, var lítið um stór viðburði í Evrópu, friðar útlit hið bezta og lítil von um vaxandi vald og virðingu Femands. Grikkland eitt bafði lagt út í stríð við Tyrki til þess að berjast fyrir sjálfstæði sínu. Fernand fékk því leyfi til þess að fara til Grikklands og veita Grikkjum að málum, án þess þó að sleppa vii"ðingu þeirri og stöðu í hernum, sem hann hafði hlotið hjá Frökkum. Skömmu síðar fréttist, að greifinn rá Morcerf (það var hið nýja nafn Fer- nands) hefði gengið í þjónustu Ali Pacha sem for- ingi við heræfingar. En Ali Pacha féll, eins og þér hafið heyrt. En áður en hann féll, ánefndi hann Femand álitlega fjárapphæð í þóknun fyríir frammistöðu hans, og með þá peninga kom í1emand heim til Frakk- lands, tók aftur við stöðu sinni í hernum og býr nú í fögru og vönduðu stói’hýsi í París, sem er númer 27 í Rue due Helder. ” Abótinn þagði dálitla stund, og þegar hann tók til máls, victist hann eiga erfitt með a:ð koma upp orði. “Og Mercedesf Þeir segja mér, að hún hafi horfið. ” “Horfið,” endurtók Caderousse. “Já, eins og sólin hverfur til þess að rísa á ný, fegurri en hún áður var. Mercedes er nú einhver voldugasta konan í Parísarborg. ” Mitt í örvænting hennar varð hún fyrir nýj- um vonbrigðum, og það var burtför Femands, er hún skoðaði sem bróður sinn, pg var saklaus af að vita um hið glæpsamlega tiltæki hans. Femand fór burtu, og skildi Mercedes eftir eina. Þegar Fernand frétti um dauða föður hennar, kom hann til baka og var þá orðinn Lieut- enant. Við þá samfundi mintist Femand ekki á ástamál við Mercedes, an í annað sinn sem hann heimsótti hana minti hann hana á kærleika þann, sem hann bæri í brjósti til hennar. Mercedes beiddi um sex rnánaða frest til þess að reyna að gleyma Edmond. En svo voru þau gift í Accoules kirkjunni og viku síðar fóru þau buif úr Marseilles.” “Hefirðu nokkum tíma séð Mercedes síðan?” spurði ábótinn. “ Já, það var meðan stóð á spanska stríðinu, sem eg sá hann í Perpegnant,. Femand var far- inn til Spánar og hún var ein með litla drenginn sinn, Albert, sem gekk þar á skóla,” mælti Cader- ousse, og bætti við: “Hún hefir öðlast bæði auð og greifafníar nafnbót, en ánægð er hún ekki. Sjálfur átti eg mjög bágt þá, og hélt að fyr- verandi kunningjar mínir mundu ef til vill rétta mér hálparhönd. Svo eg fór að sjá Danglars, en hann virti mig ekki viðtals. Frá Danglars fór eg til Fernands; hann vildi ekki heldur tala við mig, en sendi skósvein sinn með hundrað franka til mín.” “Svo þú sást þá hvorugan þeirra?” tók ábót- fram í. “Nei, en greifafrú de Morcerf sá mig,” svar- aði Caderousse, “því þegar eg gekk í burtu, datt peningabudda við fætur mér; í henni vora tuttugu og fimm Louís. Eg leit upp snögglega, og sá Mercexles standa við glugga, en undir eihs og eg leit upp, dró hún fyrir gluggatjaldið. ” “En M. de Villefortf” spurði ábótinn. “Hann hefir aldrei verið rinur minn. Eg veit bara, að hann giftist Mdlle Saint-Meren skömmu eftir að hann tók Edmond fastan, og fór í burtu frá Marceilles. ✓ “Það er svo sem ekki mikill vafi á, að lukkan hefir elt hann. Það er víst enginn vafi á, að hann er eins ríkur og Danglars og hefir náð eins mikl- um mannvirðingum og Fernand. Það er bara eg, sem er fátækur, yfirgefinn og aumur. ’ ’ “Yður skjátlast,” mælti ábótinn. “Það er svo svo að sjá, eins og guð gleymi um stund, og sumir freistast til þess að efa réttlæti hans. En menn geta reitt sig á, að stundin, sem guð man, kemur ávalt”— og um leið og ábótinn sagði þetta, tók hann demant upp úr vasa sínum, rétti að Cad- crousse og mælti: “Vinur, takið við þessum de- manti, hann er yðar eign.” “A eg að eiga hann einn?” spurði Cader- ousse með ákefð, og bættf svo við: “Það er illa gert, að draga dár að mér, herra minn.” Abótinn virtist ekki veita því, sem Caderousse sagði, neina eftirtekt, en hélt árfam: “Fyrir silkibudduna, sem M. Morrel skildi eftir á borðinu hjá Dantés föður Edmonds, sem þér segið að sé í yðar vörzlum.” Eftir að Caderousse hafði aflient silkibudd- una, stóð ábótinn upp og mælti: ‘ ‘ Eg vona að gjöfin verði yður að góðu. Verið þér sælir. Eg vil fara eitthvað langt í burtu frá þeim mönnum, sem slík rangindi hafa framið hver á móti öðrum. Verið þér sælir. ” — Svo gekk ábótinn xxt úr gest- gjafahúsinu, steig á bak hesti sínum og lagði á stað eftir sömu brautinni og hann kom. En Caderousse stóð úti fyrir dyrunum og lét þakklætis og blessunaróskum rigna yfir áþót- ann. Þegar Caderousse sneri sér við og ætlaði að gaaga inn, sá hann konu sína standa í dyrunufn, föla og í ákafri geðshræringu, og hún stundi upp: Fimtíu þúsund frankar. Það er lagleg upp- hæð. En auður getur það ekki kallast.” Hans hamingjusami. Hans hafði unnið í sömu vistinni í sjö ár. Þá fór hann til húsbónda síns og sagði: “Herra, nú ætla eg ekki að vera hér lengur. Eg ætla nú heim til móður minnar, og vil því fá kaupið mitt.” Húsbóndinn svaraði: “Þú hefir verið trúr og dyggur þjónn, Hans, og skal þér nú vel laun- að.” Fékk hann Hans nú silfui’pening eins stór- an og höfuðið á honum. Hans tók upp vasaklútinn sinn, lét peninginn þar innan í, skelti honum á öxl sér og labbaði á stað heimleiðis. Göngulagið var lieldur letilegt. Hann dró fæturna eftir götunni þar til hann sá mann koma ríðandi fjörugum hesti. “Já,” sagði Hans, “mikið ljómandi er það að eiga reiðhest. Þama situr hann eins og heima hjá sér á stóli; hann rekst ekki \ stein, slítur ekki skóm og veit varla hvernig hann kernst áfram. Hesteigandi heyrði þetta og sagði: “Jæja, Hans, “því ertu gangandi !” Hans kveinaði undan byrðinni. “Það er satt” mælti hann, “að þetta er silfur, en þyngslin eru svo mikil, að eg get ekki haldið uppi höfðinu, og svo er eg sár orðinn í öxtinni.” “Hvernig lízt þér á að skiftu?” spurði hest- eigandi. “Eg skal láta þig fá hestinn fyrir pen- inginn.” “Því verð eg hjartans feginn,” mælti Hans; “en eg skal segja þér, að það er mikið erviði að dragast áfram með þetta.” Reiðmaðurinn fór af baki, tók við silfrinu og hjálpaði Hansi á bak, rétti honum beizlistaumana og sagði: “Þegar þú vilt fara hratt, þarftu ekki annað en slmlla í góm og kalla ‘Jip’!!” Hans vlr í sjöunda himni, þegar hann reið á stað. Stundarkorni síðar hugsaði hann sér, að^ gaman væri að fara hraðara. Hann skelti í góm og kallaði “Jip” Hesturinn rann á rjúkandi skeiði og áður en Hans vissi af, lá hann í götu hjá veginum og hestur hans hefði flogið allar götur, ef hann hefði ekki orðið á vegi manns, sem bar þar að. Sá hafði kú í togi. Aðkomumaður stöðvaði hestinn, en Hans raknaði úr x*otinu og var í versta skapi. Kvað hann slíka skepnu eigi manna með- færi og óeign að eiga hest, er fleygði manni af baki sér og nærri því hálsbryti hann. “Og fer eg aldxæi á bak honum framar,” mælti hann. “En kúna þína vil eg kaupa,” bætti hann við. “Maður getur labbað á eftir henni í hægðum sínum og haft mjólk, srnjör og ost á hverum degi í tilbót. Eg vil gefa mikið til að eignast slíka kú. ” “Jæja,” sagði kýreigandinn, “fyrst þér lízt svo eigulega á hana, skal eg gera hana fala fyrir hestinn þinn.” “Samþykt!” sagði Hans glaðlega og komu- maður steig á bak hestinum og reið á stað. Hans dundaði eftir veginum og lét sig dreyma um þá hamingu, sem hann hafði orðið fyrir við kýrkaupin. “Ef eg bara ætti nú brauðbita, og hann ætti eg nú að geta fengið,” hugsaði hann, “þá gæti eg nú hve nær sem mér svo sýnist etið smÖrið og ostinn við því; og þegar eg er þyrstur, get eg mjólkað kúna mína og drukkið mjólkina. Hvers svo sem ætti eg að óska mér frekar?” Hans kom að veitingahúsi og borðaði þar brauð og drakk bjórglas fyrir síðasta peninginn sinn. Svo lagði hann aftur á stað með kúna sína áleiðis til þorpsins, sem móðir hans bjó í. Hitinn óx eftir því sem á daginn leið, og þeg- ar Hans var kominn upp á heiðina, sem var meir en klukkutíma gangur yfir, þá var hann uppgef- inn af þreytu og þorsta, svo tungan vildi tolla við góminn. “Eg get nú fengið bót á þessu,” sagði Hans. “Eg skal mjólka kúna mína og svala þorsta mínum á mólkinni. ’ ’ Svo batt hann kúna við trjábol og reyndi að mjólka í leðurhúfuna sína, <*n enginn dropi kom. Meðan hann var að bisa við þetta, þótti belju hann taka heldur óþyrmilega á spenum sínum, svo hún setti afturfæturna í Hans og barði hann flat- an og meðvitundarlausan langar leiðir frá sér. Slátrari kom þar að og hafði svín í hjólbörum. “Hvað gengur að þér?” spurði slátararinn, og fór að stumra yfir Hansi. Hans sagði honum sögu sína. Komumaður tók upp flösku, rétti Hansi og sagði honum að hressa sig. “Kýrin þín mjólkar ekkert,” sagði hann. “Hún er gömul og aflóga.“ “Vei, vei,” veinaði Hans. “Hver hefði trú- að slíku. Ef eg farga henni, hvaða gagn er mér að því. Ekki vil eg kýrkjöt, það er ekki nógu Ijúffengt handa mér. Væri hún svín, það væri munur. Þá va^ri hægt að búa til úr henni góðan mat. ’ ’ “Jæja,” sagði slátrarinn. “Eg skal gera þér það til geðs, að skifta við þig á svíninu fyrir kúna. ’ ’ “Hamingjan launi þér góðmenskuna, ” svar- aði hans um leið og hann afhenti slátararanum kúna ogúók svínið úr hjólbörunum og lagði á stað með það, með tog um fótinn. Afram hélt IJans um stund og virtist honum nú, sem lukkan hefði snúið við sér fangi fyrir fult og alt. Næsti maður, sem hann mætti, var úr sveit, og hafði hann gæs mikla og fagra, alhvíta, undir hendi sér. Sveitamaður stöðvaði Hans til þess að spyrja hvað klukkan væri. “Sérðu hvað gæsin mín er þung?” sagði hann, og bara átta vikna gömul. Hver sem steikir hana, getur fengið mikið af gæsafeiti af henni. ’ ’ “Það er rétt, sem þú segir,” svaraði Hans. _______ (Framh.)"1” Drengurinn, sem sneri móður sinni til afturhvarfs. (Saga eftir Moody.) Eg ætla nú að skýra frá, hvemig mér tókst að lokum að fá kristileg áhrif á heimili eitt. Eg hafði lengi nokkuð gert ýmsar tilraunir til þess, en það hafði ekki tekist. — Þá var það kveld eitt, að einn litlu drengjanna frá þessu heimili var á samkomu minni. Eg tók eftir því, að hann var með ýms gáskabrögð meðan á samkomunni stóð, t.d. að stinga drengika, sem fyrir framan hann sátu, me ð títuprjónum. Mér flaug þá einmitt í hug, að gæti eg haft áhrif til góðs á þennan dreng, mætti vera, að eg áynni meira við það. Það var venja.mín, að ganga til úti dyra í lok hverrar sámkomu og kveðja börnin, sem þar voru, með handabandi. Er eg svo þetta kvöld kom til dyranna og sá litla drenginn koma, tók eg - í hendina á honum, klappaði á kollinn á honum og sagði, að það gleddi mig að sjá hann og vonaði að hann kæmi aftur. Drengurinn varð við þetta nokkuð niðurlútur. Kveldið eftir kom hann þó, og hagaði sér miklu betur. — Næstu tvö eða þrjú kvöld v’ar hann á samkomunum. Eftir það bað hann, oss að biðja fyrir sér, að hann yrði guðs barn. — En hvað það gladdi mig innilega. — A- rangurinn varð sá, að hann gaf Josú barnshjarta sitt og gerði það með fullri alvöru. — Seinna sá eg, að liann var að gráta við eina kveldsamkomu. Mér datt í hug, að nú væri hann farinn að iðrast eftir öllu saman, og gamla eðlið væri farið að gera vart við sig, og þá er eg spurði hann, hvað að honum gengi og' hann kom orðum upp fyrir ekka, svo eg ski'ldi hvað hann sagði, stundi hann því upp og sagði: “Eg vildi biðja yður að biðja fyrir henni mömmu minni.” Eftir samkomuna gekk eg aftur til h%ns og spurði hann, hvort hann hefði nokkurn tíma talað við móður sína. “Nei, kæri herra Moody,” sagði hann, “þér getið nærri, að það er enginn hægðarleikur fyrir mig. Hún er ekki trúuð, og mundi virða lítils það sem eg segði.” — “Eg vil þó,” sagði eg, “að þú talir eitt- hvað lítils háttar við hana í kveld.” — Það var þessi kona, sem eg árum saman hafði reynt að ná í, en árangursLaust. Eg lagði svo fast að drengnum, að tala við móður sína þetta kveld, og hét honum því, að eg skyldi biðja fyrir þeim báðum. 1 þessum tilagngi kom hann inn í dagstofu móður sinnar. Þá voru þar gestir fyrir, svo liann settist aiður og beið tækifæris. En gestimir töfðu lengi, og þegiar þeir fóru, sagði.móðir hans við hann, að hann skyldi fara að hátta. Löturhægt gekk hann til dyranna, og var á leiðinni út úr stofunni, er hann nam staðar snöggvast og seri sér við til móður sinnar, hljóp til hennar, faðmaði hana að sér og fleygði sér að brjóstum heniiar. “Hvað gengur að þér, barn ? ’ ’ spurði hún. Hún hélt sjálf sagt, að hann væri veikur. Litli drengurinn tók nú að há- gráta. Sagði hann henni, hve mjög sig hefði lang- að til að ná samfélagi við Jesúm og hefði sér auðnast það, drottinn hefði styrkt sig til að hætta að tala ljótt, og tilað vera hlýðinn, og að það eina, sem sig langaði nú svo ósköp mikið til, væri það, að hún næði einnig fundi Jesú. Móðirin sleit sig af honum og tók að afklæð- ast. Svo sat hún uppi þegjandi nokkrar mínútur. En allur hennar innri maður ar sem í uppnámi. Hún hélzt ekki við í rúminu, klæddi sig aftur og gekk til svefnherbergis drengsins. Hún komst aklrei lengra en inn fyrir dyrnar, þá heyrði hún að hann var grátandi að biðja: “Ó, guð, snú þú henni elsku mömmu minni.” Hún sneri þá við aftur, en þessa nótt kom henni ekki dúr á auga. Daginn eftir sendi hún drenginn til herra Moddy með þau skilaboð, að hún bæði hann að líta inn til sín. Litli drengurinn kom til mín í kaupsýsluninni — þá var eg verzlunarmaður — og eg lét nú ekki stamda á mér að heimsækja hana. Eg hitti liana sitjandi og grátandi í ruggustól. — “Herra Moody,” sagði hún, “eg vil fegin vera guðs barn.” — “Hvað hefir getað ollað þessari breytingu lijá yður?” spurði eg. “Eg hélt þó, að slíkt væri farri yður.” — Hún sagði síðan ástæð- urnar: að drengurinn sinn hefði farið að tala við sig urn þetta, — að ekki hefði blundur komið á augu sín alla nóttina, og að sér fyndist syndir sín- ar hvíla á sér sem þyngsta barg. Skömmu síðar fékk liún frið og varð blessað verkfæri í drottins hendi til að frelsa sálir. Kæru börn ef þér finnið Jesúm, þá segið for- eldrum yðar það. Leggið faðminn um háls þeim, og leiðið þau til frelsarans. HOLLAR BENDINGAR. Þú hefir við freistingar að stríða, vinur minn, sár iðran grípur þig, er þú hefir fallið og þú spyrð: Hvemig get eg staðist og gert það, sem guðs rödd í brjósti mér segir mér að sé rétt. Besta ráðið er þetta: Krjúptu í einrúmi á kné og reyndu að kom- ast í bænarsamband við guð. Reyndu aftur og aftur lokaðu augunum, beindu allri hugsun þinni upp til guðs — reyndu að gleyma heiminum — og áður en þú veist sjálfur af, hefir guðs andi komið yfir þig og veitt þér frið. En þú fellur máske aftur — gefstu ekki upp. Guð fyrirgef- ur ekki sjö sinnum heldur sjötíu shinnum sjö sinnum, og þú sigrar, ef þú gefst ekki upp. — Minstu þess, hvort heldur þú ert unigur eða gam- all, ríkur eða fátækur, hraustur eða veikur, vinnu- hjú eða valdsmaður, — að það er engin skömm fyrir þig að beygja kné þín frammi fyrir augliti hins kærleiksríka og réttláta föður á himnum, sem heyrir bænir þínar, ef þú biður í Jesú nafni. Jarðargróðurmn þarfnast breytilegrar veðr- áttu, skifting regns og skins. — Þannig þroskast vor innri maður (sálin) einnig bezt við breytileg- leik lífsins, skifting sorgar og gleði, að eins að vér kunnum að beygja oss í elskufullri lotningu fyrir vísdómsráðstöfunum drottins. Napóleon mikli kannaði oft lið sitt; linnn hafði svo gaman að líta yfir hinar fríðu fylkingar. Einu sinni sá hann gamlan, gráskeggjaðan hemiann, er stóð utarlega í fylkingunni, og sá að hann bar ekkert heiðursmerki á brjósti sér. Hann snéri sér að hermanninum og mælti: “Hafið þér aldrei verið með í bardag- anum?” “Jú”. “Voruð þér Marengobardaganum?” “Já”. “En við Austerlitz?” “ Já”. “Voruð þér við Jena?” “Já herra minn. ” Keisarinn tók þá heiðursmerki af brjósti sér og setti á brjóst liinum gamla hermanni. Það er gott að fá jarðnesk heiðursmerki fyrir hermensku, en hversu miklu dýrðlegra verður ekki það, að verða á hinum mikla degi kryndur heiðursmerki af drottni sjálfum fyrir trúmensku í víngarði hans hér á jörðunni. f Samsvarandi. Prófessor, sem tekið ga^ gamanyrðum, var spurður af skólapilti, hvort hann ætti að kenna honum að veiða kanínur. Prófessorinn játti því. “Þér setjist á bak við þykkan steinvegg og gerið samskonar hávaða og gulrófa,” sagði pilt- urinn. “Þetta getur verið,” sagði prófessorinn kími- leitur, en meira gaman væri fyrir yður að setjast á kálhöfðabeð og þegja, þá lituð þér náttúrlegast út.” Þegar Theodore Rooseyelt var lögreglustjóri i New York, spurði hann mann, sem sótti um at- vinnu í lögregluliðinu, hveraig hann mundi fara að að dreifa múg. “Rétta þeim hattinn minn, "herra,” var svarið. «

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.