Lögberg - 19.02.1920, Blaðsíða 4

Lögberg - 19.02.1920, Blaðsíða 4
Btat. 4 L.ÓGBLRG, riMTUDAGINN 19. FEBRÚAR 1920 IJögberg | Gefið út hvern Fimtudag af The Col- p umbia Pre**, Ltd.,.Cor. William Ave. &. J Sherbrook Str., Winnipeg, Man. TXliSIMI: GARKV 11« o* 117 S a .; .. ......S | Jón J. Bíldfell, Editor 1 J. J. Vopni, Business Manager. Ijtanáskrift til blaðsins: THE C01UMBIA PRE3S, Ltd., Box 3172. Winnlpeg, Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, N|an. VERÐ BLAÐSINS: *2.00 um árið. ^iiMiiiiiiiii'EriniiiaiiiiniiiiniiiiiaBiiffifigiWHiiaiiiiiiiumiflimimwMiifiiniiaiHiBiiiiiiiiimimnmiiiDtiiHiignMtttiffiMHiiiiminii Stjórn fólksins. V. Verkamála löggjöf Norrisstjórnarinna r. III. I undanförnum blötSum af Lögbergi höfum vér bent á umbætur þær, sem gerðar hafa verið af Norris-stjórninni í Manitoba og beint snerta íj>á tvo flokka verkafólks vor á meðal, sem aðal- lega leggja stund á daglaunavinnu, og sýnt fram á þá ósegjanlegu réttarbót og vérnd, sem þeim er veitt með þessum lögum. Margar stjómir hefðu svo látið hér staðar numið, að því er verkamála löggjöf snertir. En svo er ekki með Norrisstjórnina; hún hefir auðsjáanlega ásett sér að leggja rækt við alt það, sem áður hefir verið látið í órækt í mannfélagsakri vomm, Manitobamanna, að svo miklu leyti, sem hún gat komið lögum yfir það. Hún sá, að það var ekki einasta iþörf á að vemda verkamanninn, sem á lifibrauð sitt og sinna undir öðrum, frá ofríki, yfirgangi og ó- j-éttheti. Hún sá, að það voru fleiri heldur en ung- lingamir, sem snemma Iþurfa að byrja að vinna á verkstæðum og víðar, til þess að hjálpa for- eklrum sínum og sjálfum sér áfram, sem þurftu verndar við. Hún fann til þess, að það voru fleiri, sem þurftu verndar við og viðurkenningar fyrir vel unnið verk, heldur en einhleypt fólk, sem vinn- ur á iðnaðarstofnunum í fylkinu eða við aðra framleiðslu. Hún fann sárt til þess, að það var enn flokkur vinnufólks hér í fylkinu, sem engrar verndar hafði notið frá hendi þess opinbera, en sem frekar flestum öðunn þurfti þess við. Það voru mœðurnar. Ekki allar mæður, sem betur fer, ekki þær mæ.ður, sem kringumstæður lífsins höfðu bros- að við og sem höfðu gnægð þeirra hluta, sem til hóflegrar lífs framfærslu þurfa, svo að þær l'urfa ekki að skifta tíma sínum á milli þeirrar háleitustu skylduverka, sem að lífið getur krafist, þess að ala upp heilbrigð og efnileg börn, og að vinna sér fyrir daglegu brauði. Það voru þær mæður, sem mist höfðu menn sína og ekki höfðu nóg til lífs framfærslu og urðu því að skifta sér á milli þess að vinna sér og bömum sínum fyrir daglegu brauði og þess, að ala þau upp svo þau gætu orðið nýtir borg- arar. Það vom þær mæður, sem höfðu orðið fvrir því óláni, að menn þeirra höfðu mist eða missa heilsuna, svo þeir séu ófærir til að veita heimilum sínum forstöðu og að forsjá heimilis- ins ásamt forsjá hins lamaða manns legst á herð- ar konunnar,—það em konurnar, sem mist hafa aðstoð sína og þurfa að berjast einar áfram í lífinu með hóp af bömum, sem þurfa hjálpar og verndunar, umfram alia aðra, liggur oss við að segja. En engin stjóra, sem í Manitoba hefir ver- ið, hefir séð þetta, eða viljað sjá það, og þar af leiðandi hefir aldrei verið reynt að bæta úr erviðleikum þeirra, sem erfiðast áttu af öllu verkafólki fylkisins, fyr en Norrisstjórnin komst til valda. Þá var það eitt af hennar fyrstu verkum á þinginu 1916, að semja og leiða í gildi lög um styrktarsjóð mæðra (The Mothers’ Allowanees Act). Þetta er ein sú allra þarfasta framkvæmd, sem gerð hefir verið, því þó maður taki ekkert til greina alla þá erviðleika, er mæður þær, sem hér að framan er minst á, hafa við að stríða,— þó maður taki ekki tillit til vökunótta mæðra þessara, þreytu þeirra né vonleysis stríðs, þá samt hlýtur maður að sjá, að það stendur ekki á sama, hvemig að borgarar ríkisins era aldir upp, og frá því sjónarmiði einu var stjómin að gjöra skyldu sína gagnvart borgurum fylkisins, — skyldu, sem stjórnimar allar, er á undan henni voru, létu ógerða. Lögum þessum er stjórnað af fimm manna nefnd, og voru þessir í fyrstu nefndinni, sem skipuð var 18. apríl 1916: E. D. Martin, George Fisher, J. H. T. Falk, Mrs. John Dick og Mrs. T. E. Deaeon. Féð sem fram er lagt í þessu sambandi, leggur Manitoba stjórnin til að hálfu leyti; hinn helmingurinn er lagður á sveita- eða bæjar- stjómir fylkisins. Fyrsta fjárhagsárið, sem þessi lög vora í gildi, eða upp til 30. nóvember 1916, höfðu 78 mæður sótt um styrk undir lögum þessum, en að eins hafði 56 verið veitfur hann, og nam styrkur sá, sem hver þeirra naut mánaðarlega, $39.80. 1 nóvember 1917 er tala mæðra þeirra, sem nutu styrktar undir þessum lögum Norris- stjórnarinnar, orðin 150, og var hinn mánaðar- legi styrkur, er þeim tiT samans var greiddur þá, $7,028. Þessar 150 mæður áttu 516 börn, og höfðu ekkert, hvorki sér né börnum sínum til framfærsTu annað en það, sem þær fengu frá N orrisst jóminni. 73 af þessum mæðrum voru í Winnipeg-bæ, 14 í St. Boniface, 11 í Assiniboia að St. James meðtöldu, og 30 voru dréifðar út um ýmsar sveitir fylkisins. Hinn mánaðarlegi stvrkur, er þessar mæður nutu, nam $57.11 í Winnipeg, en $37.13 til þeirra, sem bjuggu utan bæjar. í júní 1918 er tala mæðra þeirra, sem styrksins njóta, 175. Mæður þessar áttu að sjá fyrir 727 bömum; 103 af þessum mæðrum höfðu mist menn sína og stóðu uppi allslausar, höfðu engin ráð önnur en að skilja við börn sín lokuð upp heima, eða koma þeim fyrir til eftir- lits eins og fénaði, á meðan þær fóru að vinna þeim fyrir fötum og fæði. En sökum fyrir- hyggju Norrisstjómarinnar gátu þessar mæður allar gefið sig við uppeldi bama sinna og notið þess heimilislífs með bömum sínum, sem hverri einustu móður í slíkum kringumstæðum hefði fyrir löngu átt að vera trygt. Nýjar bœkur. i. Einokunarverzlun Dana á Islandi frá 1602 til 1787, eftir Dr. Jón J. Aðils háskóla-kennara í Reykjavík. Útgefandi: Verzlunarráð Is- lands. Reykjavík, 1919. Þetta er feikilega mikil bók, — mikil að stærð, 743 blaðsíður, að registri meðtöldu, og ein hin þarflegasta bók, sem út hefir komið hjá þjóð vorri lengi. Því þessi þáttur í sögu þjóð- ar vorrar hefir verið eins og brunninn þráður þar til nú. Meiri hluti þjóðar vorrar veit lítið um þetta tímabil, hefir að eins heyrt um þau kjör, sem þjóðin varð að sæta af hendi Dana. En í þessari bók er þetta lagt fram fyrir alla, eða réttara sagt lagt upp í fangið á fólki á svo fallegu máli, að unun er að lesa, og framsetn- ingin er svo aðlaðandi og skýr, að maður gleym- ir sér við lesturinn og sér myndimar, sem höf- undurinn dregur upp fyrir lesandanum, gerast í annað sinn. Eitt er það, sem vér tökum eftir við lest- ur þessarar bókar, og það er, hve lítið höfund- arins sjálfs gætir. Söguatriði öll eru dregin fram eins og þau gerðust án þess að höfundur- inn reyni til þess að lita þau á einn eður annan veg — höfundurinn hverfur alveg á bak við hin sannsögulegu atriði. Þetta er höfuðkostur á verki slíku sem þessu, og sýnir hve vel að höfundurinn hefir skilið köllun sína. Sýnir, að honum var ljóst, að hann var að skrifa einokunarverzlunar-sögu Dana á íslandi eins og hún var. Frá vísindalegu sjónarmiði er ekki á voru færi að dæma um þessa bók, en vandvirknin, sem mætir manni í hverri opnu bókarinnar, bendir á nákvæmni og samvizkusemi höfundar- ins. Bókinni er skift í marga þætti.. Fyrsti þátturinn er um tildrögin að verzl- un Dana á Islandi. Þá kemur saga einokunar- verzlunarinnar frá 1602—1787 og skiftist hún í tvo kafla, verzlunar útgerðina,*eða hina al- mennu verzlunarsögu, og verzlunarhætti. Yerzlunar útgerðin skiftist svo aftur í níu þætti, og er þar skýrt frá hverjir verzlunina liöfðu á hendi og á hvaða tíma. VerzTunarhættirnir skiftast í txu kafla og hljóða um kaupsvið, verzlunarhús og verzlunar- þjóna, skipastól og skipshafnir, kaupstefnur og kaupsetningar, mynt, alin, vog, innlendan og erlendan varning, viðskifti einokunarkaup- manna og íslendinga, sem tíðum voru nauðunga viðskifti, innanlandsverzlun og launverzlun. Þá kemur niðurlagið um eino'kunaiverzlun- ina. Er þar sagt frá umbóta viðleitni og um losun á verzlunarböndunum. Þá koma fyTgiskjöl—helztu heimildir, og síðast registur. Þessa bók ættu allir fslendingar að lesa — enginn, sem vill þekkja sögu þjóðar sinnar, get- ur án hennar verið. Hún fæst hér í Ameríku hjá herra bóksala Hjálmari Gíslasyni á New- ton ave., Elmwood, og kostar $6.10. II. Almanak O. S. Thorgeirssonar fyrir árið 1920 hefir oss verið sent og þökkum vér fyrir. Þessi tuttugasti og sjötti árgangur Alma- naksins er Iaglegur á að Títa og hefir að geyma heilmikið af fróðleik, eins og vant er. Auk mán- aðar og merkisdaga tals hefir þetta. rit að flytja: 1. Mynd og æfisaga Georges Benjamíns Odemenceau, fyrverandi forsætis ráðherra I’raklands. 2. Nýi tíminn, ritgerð. 3. Gjáklerkurinn, mynd eftir Rfkarð Jóns- son. 4. Ágrip af sögu Þingvallabygðgr. Er það áframhald af landnámssöguþáttum Vestur- íslendinga, sem herra Þorgeirsson hefir verið að gefa út. Kafli þessi er greinilega skrifaður, að minsta kosti að því er hina verklegu hlið snertir, en síður finst oss dregin fram hin and- lega hlið mála þeirra, eriþessir menn höfðu með höndum, en þess þaxT þó með, og ekki síður, ef samræmi á að geta verið í sögugni. 5. íslenzkur innflytjenda hópur í Toronto árið 1874. 6. Brot úr ferðasögu Þórðar Diðrikssonar frá íslandi til Utah 1855—56. 7. lÆfiágrip Jakobs Lindals frá Miðhópi^ með mynd og kvæði um hann. 8. Æfiminning Lofts Jónssonar, er lézt í Minneota 1892. 9. Helztu viðburðir og mannalát á meðal Vestur-lslendinga. 10. Ártöl merkisviðburða — Til minnis — Til minnis um Island. Almanak þetta er mjög eigulegt og kostar að eins 50 cents og fæst hjá útgefandanum sjálf- um og Finni Jónssyni, bóksala. Stöqbera Gefið út hvern Fimtudag af The Cel- umbia Pre**, Ltd.,.Cor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. TATiSIMI: GARKV TIB ng 117 Jón J. Bíldfell, Editor J. J. Vopni, Business Manager. III. “Hlín”, ársrit sambandsféTags íslenzkra kvenna, gefið út á Akureyri á IsTandi, undir stjórn Halldðru Bjarnadóttur. Rit þetta er myndarlegt, bæði á að líta og að efni. Ekkert fimbulfamb þar, heldur vakir auðsjáanlega fyrir konum þessum að ræða al- vöru- og þarfaspursmál þjóðar sinnar og hjálpa til með riti þessu að greiða fram úr þeim, og er það lofsamlegt áform. Fremst í þessu riti er kvæði, heilbrigt og vel úr garði gert, sem heit- ir: “Ungu meyjar”, og birtum vér það í Sól- skini í þessu blaði. Aannað innihald rits þessa er sem fylgir: Fundargerð sambands norðlenzkra kvenna. Ferðalag um Norðurlönd 1919, Halldóra Bjarnadóttir. Skýrsla frá félögum. Heilbrigðismál, Steingr. Matthíasson. Garðyrkja, Guðrún Bjömsdóttir og Har- aldur bjömsson. Heiimilisiðnaður—Iðnaðarsýming \& Húsa- vík ,kona.— Handvinnukensla í bamaskólum, Ilalldóra Bjarnadóttir. — Skófatnaður og skinnaverkun, Margrét Sveinsdóttir. Uppeldi og mentamál—Áhugamál kvenna, Aðalheiður R. Jónsdóttir. — Utanferðir ísl. kvenna, Ingibjörg Ólafsson.— Skólar, Halldóra Bjarnadóttir. — HeimiTið, Kristín Mattíasson. —Ávarpstitlar kvenna, J. J. L. — Titlar, Ingi- björg Benediktsdóttir. — Tvær systur, Jóhann Sigurjónsson. — Sitt af hverju. — Fríða grasa- kona, kvæði eftir Fríðu. Rit þetta verðskuldar, að það sé k^ypt og lesið. Fæst hjá Finni Jónssyni bóksala og kostar að eins 40 cent. Útdráitur úr ræðu eftir J. C. BROWN, hinn nýkosna forseta sa/m- einuðu bœndafélaganna í Manitoba. Grundvallaratriði bœndahreyfingarinnar. Höfuðdrættirnir í stefnuskrá vorri eru fæstir alveg nýir þótt form þeirra sé að vísu sniðið eftir kröfum tímans. Þeir eru í raun og veru jafn-gamlir mannkyninu. Víðsýnustu menningarfrömuðir kynslóðanna hafa barist fyrir þeim á öllum tímum., Þeir eru frumskil- yrði fyrir friði og innbyrðis góðhug manna á meðal. Er það ekki einmitt aðal markmiðið, sem félagsskapur vor stefnir að? Hefði svo ekki verið, mundi eg fyrir langa löngu hafa sagt mig úr lögum við félagsheild hinna Sameinuðu kornyrkjumanna—Grain Growers ’ Association —í fylkinu. Sá verður krafinn mikils, sem af miklu hef- ir að taka. Forréttindi og ábyrgð haldast í hendur. Þessi tvö hugtök standa í beinum hlut- föllum hvort við annað. En því miður hefir það oft viljað brenna við á undangengnum ár- um, 'að forréttinda flokknum sýnist hafa tekist alveg furðanlega vel, að smokra fram af sér á- bvrgðinni. I skýrslu fi-amkvæmdarnefndarinnar frá fyrra ári stendur þessi setning: “Nú er það ekki lengur höfuðspurningin, sem fyrir liggur, að vinna stríðið. Það er búið. En kostnaður- inn, er af því leiddi, stendur ógreiddur, og þar í liggur örðugasta viðfangsefnið. Einhverjar nýjar tekjulindir verður að finna, er fulinægt geti hinum gífurlegu útgjaldakröfum þjóðar- innar, sem eru svo háar, að manni liggur við að sundla.”.— Þannig var sannleikurinn í fyrra og hann er hinn sami í dag. Að komast að einhverri þeirri niðurstöðu, þar sem skattabyrðamar korni sem jafnast á alla, er áhyggjuefnið mesta, sem ráða þarf fram úr tafarlaust. Skattalöggjöf, sem bygð er á innflutnings- tollum, er umfram alt hættuleg sökum þess, hve ójafnt byrðarnar koma niður. Og yfirleitt londa þyngstu byrðarnar undir því fyrirkomu- lagi á herðar þeirra stéttanna, sem minst hafa gjaldþolið. Og þegar sú tekjuöflunar aðferð er svo ofan í kaupið notuð sem skálkaskjól af forréttindaflokknum til þess að sjúga blóðpen- inga út úr þeim, sem minni máttar eru, þá er ójöfnuðurinn kominn á það stig, að vér hljótum að mótmæla í einxr hljóði. Eg veit að mál þetta er ærið ervitt úr- lausnar. Og ef til vill getur þess orðið feyki- lega langt að bíða, að algerður jöfnuður í þess- um efnum komist á. — Það er vitanlega ekkert áhlaupaverk, að uppræta gamlar venjur og koma í veg fyrir að þeir, sem minst hafa bol- magnið, þurfi að sveitast undir þyngstu byrð- inni. En hversu mörg stórbjörg, sem verða kunria á veginum, megum vér þó til með að brjótast áfram, — áfram í hina einu, réttu átt. Takmark vort er: óskorað atvinnufrelsi, jöfn- uður á öllum sviðum þjóðfélagsins. Vér verðum að sækja peningana þangað, sem þeir eru fyrir liendi, og hætta með öllu að skattskylda þær stéttimar, er minst eða ekkert eiga. Stóreignamennirnir og auðfélögin verða að leggja fram meginhluta þess fjár, sem rík- isfjárhirzlan krefst. Mjög háværar raddir hafa komið fram um það, ekki sízt meðan stríðið stóð yfir, að nauð- syn bæri til að lögleiddur yrði fastákveðinn lágmarksskattur á auð, Þetta væri að vísu í alla staði ákjósanlegt, ef réttlát og röggsamleg stjóm framfylgdi lögunum; annars sýnist hætt- an ávalt helzt liggja í því, að finna megi hinar og þessar sniðgötur, draga undan eitthvað af eignum, eins og gert muxl hafa verið stundum við fgramtal tíundar í fornri tíð. Til allrar óhamingju höfðum vér ekki þá foringja við fjármálastýrið meðan á stríðinu stóð, er sýndust gæta nægilegrar framsýni. Eg The Royal Bank of Canada Höfuðstðll Iöggiltur $25,000,000. Höfuðstðll greiddur $17.000,000 Varasjðður $18,000,000 Total Assets over $533,000,000 Forseti...........................Sir Herbert Holt Vara-forseti - - - - E. L. Pease Aðal-ráðsmaður - - C. E. Neill Allskonar bankastörf afgreidd. Vér byrjum reikninga við einstaklinga eða félög og sanngjarnir skilmálar veittir. Ávisanir seldar til hvaða staðar sem er á Islandi Sérstakur gaumur gefinn sparisjððsinnlögum. aem byrja má með 1 dollar. Rentur lagðar við á hverjum 6 mánuðum. WlNMPXXi (West End) liRANCHES r.nr. William & Sherbrook T. E. Thorsteinson, Manager Cor. Sargent & Beverley F. Thoróarson, Manager Cor. Portage & Sherbrook R. L. Paterson, Manager Cor. Main & Logan M. A. 0’Hara Manager. 5% VEXTIR 0G JAFNFRAMT 'O ÖRUGGASTA TRYGGING Leggið sparipeninga yðar I 6% Fyrsta Veðréttar Skuldabréf með arð- miða — Coupon Bonds — I Manitoba Farm Loans Assooiation. — Höf- uðstóll og vextir ábyrgst af Manitoba stjðrnlnni. — Sltuldabréf gefin út fyrir eins til tlu ára timabil, I upphæðum sniðnum eftir kröfum kaupenda. Vextir greiddlr viO tok hverra sex mánaOa. Skrifið eftir upplýsingum. Lán handa bændum Penlngar lánaðir bændum til búnaðarframfara gegn mjög iágri rentu. Upplýsingar sendar tafarlaust þeim er æskja. The Manitoba Farm Loans Association WINNIPEG, - - MANITOBA VEIDIMENN Raw Furs til Sendið Yðar HOERNEl , JILLiAI 241 Princess St., Winnipeg VEL BORGAD fyrir RAW FURS Sanngjörn flokkun # Peningar sendir um hæl Sendið eftir brúnu merkiseðlunum Skrifið eftir Verðlista vorum SENDID UNDIREINS! ^ Vér borgum ý Express kostnað VERDID ER FYRIRTAK! ætla elcki að kveða upp neinn slegjudóm yfir stríÖstíma stjórnum vorum. — Mér er ljóst, að þær áttu við raman reip að draga; en það dylst þó tæpast nokkrum heilskygnum manni, að þeg- ar til þess kom að ráða fram úr afleiðingum stríðsins, að því leyti er fjármál áhrærði, vom stjórnirnar hálfgert ráðþrota, eða, vægast sagt, á báðum áttum. (Meira). Fœreyisk þjóðernis- barátta. Merkari viðburður en stofnun lögþingsins var lausn verzlunar- innar 1856. pað ár rnarkar tíma- mót í sögu Færeyinga. Atvinnu- vegum hefir fleygt fram síðan, fyrst og -fremst fiskiveiðunum. Skipafloti Færeyinga er óvenju mikill, ef á fólkisfjalda er litið. Verzlanir hafa risið upp í hverri bygð. Fólki hefir fjölgað mjög. Um árið 1880 var fólkstalan 5,000, 1855 rúm 8000, en nú er hún komin fram yfir 20,000. Og hún á ef- laust eftir að vaxa mikið enn. pegar við ihugsum okkur Færeyj- ar framtíðarinnar, gerum við rétt- ast í, að reikna þær eigi með færri íbúum en ísland hefir nú. III. pess er áður getið að neinar fornbókmentir eignuðust Færey- i.igar aldrei. Fyr en seint á 18. öld má telja, að ekkert væri til ritað á færeysku. En á vörum fólksins hafa geymst ókjörin öll af þjóðleggm fræðum síðan í forn- öld. Fjöldi kvæða og sagna hefir gengið frá kyni til kyns. peim má þakka það, að Færeyingar hafa haldið tungu sinni til þessa dags, og í þessum fræðum á ritmól þeirra bókmentagrundvöll sinn. pað sem mest hefir stuðlað að því, að halda við andlegu lífi hjá Færeyingum í fámenni þeirra og niðurlægingu er tvent. Annað er kvöldsetur þeirra, er þeir kalla svo. Á vetrarkvöldunum, þegar alt heimafóHkið ®at að tðvinnu, var venja, að eldra fólkið sagði 1 sögur og æfintýri, söng kvæði eða bar upp gátur, en hinir yngri blyddu á og námu. — Hitt er dansinn. Menn stigu öðruvísi dans á miðöldunum en nú er siður. Konur og karlar skipuðust í hring héldu hvert í annars hönd. Hljóð- ifærasláttur tíðkáðist ekki við dansinn, heldur sungu menn kvæði og stigu reglubundin spor eftir hljóðfallinu. pessi hringdans er nú lagður niður víðast hvar, en hefir þó geymst í sumum afskekt- um stöðum, mieðal annars í. Fær- eyjum. Og með honum hafa varðveizt feiknin öll af kvæðum, sem sungin hafa verið þegar dansað var. Engin þjóð á svo mörg og mikil danskvæði sem Fær- evingar, að tiltölu við stærð. Enn er mikill hluti þeirra óigefinn út. Hið bezta er þó prentað, raunar ekki með þeirri nákvæmni, sem nú er heimtuð af slikum útgáfum. Og rannsóknir á öllum þeiim mörgu vafamálum, sem tengd eru við kvæðin, vantar enn tilfinnanlega, Að öllum jafnaði eru kvæðin episk. Yrkisefnin eru komin víða að. En þó má rekja flest þeirra til tveggja aðalstrauma, annaPs frá íslandi, hins frá Noregi. pau7 tvö lönd áttu Færeyingar mest mök við á miðöldum. Færeysk þjóðsaga segir frá því, að eitt sinn kæmi til Færeyja skinnbók frá íslandi, er var svo mikil, að hún 'var fullþungur baggi á hest. paðan eiga kvæði þeirra að vera runnin. Hvað þessu máli líður, þá er víst, að Færeyingar hafa þekt íslenzk sögurit á mið- öldum og ort eftir þeim kvæði til að dansa eftir. T. d. hafa þeir kveðið um Gunnar á Hílðarenda, Kjartan ólafsson, Orm Stórólfs- son og pormóð Kolbrúnarskáld, er þeir kallia Tormann. Stundum segja kvæðin sjálf frá uppruna sínum með þessum orðum eða þvíl'íkum: Fröðið er komið frá íslandi skrivað í bók so breiða. Fhá Noregi hafa Pæreyingar' fengið mörg af kvæðum sínum. Hingað telst til dæmis kvæði um Erlend á Jaðri, sem ber það með sér, að iþað er efkki kveðið eftir Ólafs sögu helga, heldur munn- legum sögnum. Málið í Noregi og Færeyju-m var (sivö líkt forðum, að Færeyingar gátu auðveldlega tileinkað -sér norsk kvæði, án iþess að gera á þeim miklar breytin-gar. Sum þeirra hafa siðan geymst hjá þeim einum. Á sama hátt hafa þeir tekið upp gömul íslenzk kvæði eins -og síðar segir. Yfir ísland og Noreg bárust einnig tiil Færeyja ýmsiar suðræn- ar sagnir, vsem alltíðar voru á mið- öldum víða um lönd. paðan eru komin Karlamagnúsarkvæði, Tíst- ramskvæði, o. fl. Frá Islandi /hafa Færeyingar jafnvel fengið efnið í gamalt kvæði um þjóðhetju sína Sigmund Brestisson. pað er eina kvæðið, siem ræðir um innlent efni, en heimildin er Færeyingaisaga. Merkust allra færeyiskra kvæða eru þau, sem hljóða um Sigurð Fáfnishana iog ættmenn hans (Sjúrðar kvæði). pað er langur bálkur stakra (kvæða, -sem ekki eiga öll saman í upphafi, og eru kveðin eftir ýmsum 'heimildum,- svo sem Völsungu og piðrikssögu, Vera má að sum þeirra séu ort upp úr fornkvæðum, sem nú eru glötuð. pað hefir löngum þófct sómi fyr- ir forsöngvarann að gefca haldið dansinum við sem lengst, og \yezta. ráðið til þess var að flytja lömg kvæði. En kvæðunum hefir það

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.