Lögberg - 19.02.1920, Blaðsíða 6

Lögberg - 19.02.1920, Blaðsíða 6
B!a. 6 LÖGBERG FIMTUADGINN 19. FEBRÚAR 1920 Francis frá Assisi. i. Ef vér hefðum lifað fyrir sjö hundruð árum og átt heiraa í smáborginni Assisi, sem stóð utan í f jallshlíð einni á Italíu, mundum vér vafalaust hafa kynst dreng, er nefndist Francis Bernar- dino. Assisi var til að sjá eins og dálítill sunnuhvoll, Um hin brúnu tígulþök steinhús- anna fléttaðist dökkgrænn síprusviður. Margvís- lega lit skrautblóm greru við glugga hvern, en á torginu seldu bændur jarðargróða sinn — fíkjur og plómur — í tágarkörfum, fóðruðum að innan með laufblöðum. A alla vegu, umhverfis borgina, þöndust gróðurþrungnir, gulir, korn og aldina akrar. f skugga vínberjatrjánna stóðu plógar, sem hvítir, sællegir uxar venjulegast gcngu fyrir. Þar sem akrarnir þrutu, tóku við skógarfiæmi krök af fugl- um og þrungin af villiblómum. Franeis unni borginni mjög, ásamt hinum nærliggjandi héruðum. En það var svo margt heima fyrir, er lireif liuga hans, að hann fór sjald- an lengra en út að merkjalínu'bograrinnar. Piero Bernardino, faðir litla drengsins, var auðugastur kaupmaður í Assisi. Þegar hann kom heim úr verzlunarferðum síníum með ógrynni viðhafnarklæða og annars dýrindis varnings, var engu .Jíkara en þar færi voldugur konungsson. Var þá Francis litli á- samt móður sinni og fjölda horgarbúa, vanur að btða hans við liliðið. Piero reið í broddi fylkingar, umkringdur af glæsilegustu riddurum. Þar næst kom svo lestin, löng röð af klyfjahestum, en á eft- ir henni fylgdi fríð hermanna sveit. Þegar Francis kom lieim með föður sínum í hið ríkmannlegia hús, liugsaði hann íetfð fyrst um það, hve óendanlega ánaigjulegt það væri, að vita sig auðugan að fé. Meðvitundin um það, að > vera sonur langauðugasta kaupmannsins í Assisi fylti liuga lians fagnaðarvímu og fátt þótti honum frekar lokkandi, en geta stært sig af því með sjálf- um sér, að vera svo óendanlega miklu ríkari en drengirnir allir, er hann daglega lék sér við. Þannig ólst Francis upp, gjálífur, stefnulaus og lítt hugsandi. Flestir leikbræður hans voru greifa eða hertogasynir, þó fæstir jafn ríkir og hann, en þeir voru hégómagjarnir og upp með sér af skrauthýsum feðra-sinna. Móður Francis féll þungt, er hún heyrði son sinn gorta og láta mikillega; var hún oft vön að segja í hljóði: “Það stendur alveg á sama, þrátt fyrir alt á Francis þó gott innræti og ástríkt hjartalag. ” Hún talaði ékki út í hött. Hjarta Francis litla fyl'tist ávalt meðaumkvun, þegar hann hitti ein- hvern, sem veikur var eða nauðlíðandi. Flestir hinna drengjanna hæddust að honum fyrir þessa brjóstræða-ástríðu. Þeim fanst það einhvern veginn svo frámuna afkáralégt, að hann skyldi stundum rétta betlaranum pyngju sína, í stað þess að kaupa sætindi eða leikföng handa sjálfum sér. Og þeir ætluðu alveg að springa af hJátri, þegar þeir sáu í’ranéis, son auðugasta kaup mannsins í Assisi, klæða sig úr hinni skrautlegu akykkju og gefa hana hinum eða þessum umrenn- mgnum. Tiltölulega skömmu seinna átti ættland Fran- cisar í ófriði; hann var þá orðinn stærri g sterk- ari, þótt ungur væri að vísu, og yfirgaf heimili sitt ásamt öðrum hraustum drengjum í Assisi, til þess að berjast á móti herskörum Pergiumanna. Þar sá hann í öllum áttum liolsærða rnenn og deyj- andi; breyttu hörmungarsýnir þær lífsskoðun hans í skjótri svipan. Áður hafði Jierfrægðin heillað hinn æfintýraþj^rsta liuga, en nú sá hann með eig- in augum, að stríðin voru ekkert annað en grimm- ur og ómannúð'legur harmsöguleikur. Hann var hverjum manni liugrakkari, og barðist eins og hetja. En á leiðinni heim til Assisi kviknaði í brjósti hans voldug, göfug og knýjandi þrá, sem mótaði öll áform lians og fylgdi honum æfina á enda. — Dag nokkurn var æði undarlegt umhorfs á hinu þrönga torgi Assisi borgar. Sama fólks- þyrpingin, sem áður hafði beðið eftirvæntingar- íull eftir heimkomu hins stórauðuga kaupmanns, til þess að njóta, þó ekki væri nema daufasta glampans af djásnum þeim, er lrann hafði með- ferðis, var nú þarna saman komið aftur, en í alt öðrum tilgangi. — Nú starði fólkið undrunaraug- f um á berfættan, ungan inanu í fáta'klegri, rykugri skvkkju. Þetta var Francis; hann hafði heyrt herra sálar sinnar kalla, og ákveðið að fara burt úr Assisi. “Bróðir F'rancis, þú mátt til með að verða fá- tækur,” hafði röddin hvíslað í eyra hans. “Þú verður að liætta að klæðast skrautbúningi og sitja veizlur með höfðingjum. Leið þín skal liggja að liúsabaki; þeim, er í skugganum hnípa, skaltu lýsa, hjúkra sjúkum og líkna nauðstöddum. ” Og þannig hóf Francis leiðangur sinn, án heimilis, fjár og fæðu. En nú skyldi hann í fyrsta sinn á æfinni, hvar sannrar lífshamingju var að vitja. Bæri hann þar að, er fátækir almúgamenn voru Í ~ að berjast við að koma sér upp dálítilli kirkju, gaf hann sig fram þeim til hjálpar, er velta þurfti þyngstu steinunum í grunninn. Ilvar sem leið hans lá, bauð hann fram út- rétta hjálparhönd. — Þegar honum var gefið að borða, skifti liann fæðunni einnig á milli liinna hungruðu barna — alstaðar var nóg af þeim. Nú var Bróðir Franqis ánægðari og sann-auðugri, en hanp hafði nokkur tíma áður verið í hinum við- hafnarmiklu sölum föður síns. Silfurblöð olíutrjánna hvísluðu í eyra hans ljúflingsljóðum, blærinn flutti honum áhrifamikla prédikun, en fuglakvakið hljómaði eins og ^ dýrðlegur lofsöngur. Alþýðan skipaði sér í þéttar fvlkingar utan um Bróðir Francis; ]>að tók upp alla hans siðu, gekk berfætt eins og hann og klæddist síðum ryk- ugurn skykkjum. Allir vildu hjálpa eins og hann. Hópurinn var alt af að stækka, allir hjálpuðu og hjúkruðu' jafnvel þó þeir ættu hvorki brauðbita né grænan eyri í eigu sinni. Á þessum löngu liðnu dögum gerðust marg- ir merkir viðburðir, og standa ýmsir þeirra í beinu sambandl við Bróður Fran.cis, eins og síð- ar mun verða skýrt frá. (Meira.). Sagan af Monte Cristo. Maximillan stundi þungan, en reyndi að stilla sig. “Hefirðu engar sérstakar óskir eða skipanir, sem þú vilt trúa mér fyrir!” spurði hann. “Verzlun Thomas og French er sú eina, sem sýnt hefir mér hlífð og umlíðan, hvort heldur það er af dygð eða öðrum ástæðum, um það vil eg ekki dæma. Umboðsmaður þeirra kemur hér innan tíu mínútna, til þess að innkalla 28J,500 franka. Það var hann, sem bauð mér framlengingu á þessu láni. Sjáðu um, að félagi hans verði fyrst borgað og sýndu umboðsmanni þess alla virðingu.” “Það skal verða gjört, faðir minn,” svaraði Maximillan. Og hann sleit sig af föður sínum og* flýtti sér út úr skrifstofunnni. Morrel settist niður í stól, eftir að hann var orðinn einn, leit á klukkuna og vantaði hana þá fjórar/mínútur í ellefu. Þannig sat hann fáein augnablik og á þeim var sem kvalaheimurinn all- ur þrengdi sér í gegn um hjarta hans — hann h.eyrði að hurðinni á skrifstofunni var lokið upp og rétt í sömu andránni gerði klukkan aðvart um að hún ætlaði að fara að slá ellefu. Morrel sneri sér ekki við og hann leit heldur ekki upp, því að hann hélt að Cocles væri kominn til þess að gefa til kynna, að umboðsmaður Thomas og French værf kominn. Hann rétti'hendina eftir marghleypunni og setti hlaupið upp í sig. * En þá heyrði hann skerandi hljóð frá dyrun- nm, svo hann leit við og sá dóttur sína Júlíu. “Pabbi, okkur er borgið!” hrópaði hún upp nærri yfir komin af gleði og henti sér í fangið á föður sínum. “Borgið, barnið mitt!” mælti hann. “Hvað ertu að segja?” “Já, borgið, — borgið! Sjáðu, sjáðu”, sagði Júlía um leið og hún hélt út hendinni með prjón- aðri, rauðri silkibuddu í. Morrel tók budduna og horfði á hana. Hon- um fanst að hann þekkja hana, fanst, að hann hefði sjálfur einhvertíma átt hana. Budda þessi var þannig gerð, að opið var á miðju, en pening- amir voru geymdir til endanna. Morrel opnaði budduna og í öðrum enda hennar var reikningurinn fyrir 287,500 frönkum, og var hann kvittaður . En í hinum var dem- antur á stærð við heslitréshnotu; og í þeim enda buddunnar var bréfmiði og á hann var ritað: “Heimanmundur Júlíu”. Morrel sat sem í draumi ofurlitla stund, þar til að- klukkan í herberginu tók að slá ellefu, og það var eins og hvert slag hennar gengi Morrel til hjarta.. Svo stundi hann upþ: “Hvar fanstu þetta, barnið mitt?” “í húsi í Mellangötu, á fimta lofti, í litlu her- bergi, fánn eg budduna með þessu í; hún lá þar á liomi á hýllu, sem er yfir eldstæðinu,” svaraði Júlía. “En við eigum ekki þetta,” mælti Morrel. Júlía svaraði engu, en rétti föður sínum bréf- ið, sem ókunni maðurinn hafði afhent henni þá un» morgunin. “Fórstu ein,” spurði faðir hennar, eftir ,að hann hafði lesið bréfið. “Emanúel fór með mér,” svaraði Júlía, ^“Hann ætlaði að bíða eftir mér á horninu á Rue de Musel, en það einkennilega var, að þegar eg kom aftur var hann allur á burtu.” “Herra Morrel!” var kallað í hreimfögrum rómi fyrir utan skrifstofu dymar. “Það er hann!” mælti Júlía, og rétt í því kom Emanúel inn í skrifstofuna og skein gleði út úr andliti hans og augum. “Pharaoh” hrópaði hann upp: “Þeir hafa gefið Pharaoh merki, Pharaoh er að sigla inn höfnina!” Morrel sem hafði staðið upp, lét fallast nið- ur í stól^ Það var eins og máttleysið gripi hann heljartaki, og honum fanst að hann ekki skilja minstu vitund í öllu þessu, sem var að gerast. Og rétt í því kom sonur hans inn í skrifstof- una og hrópaði: “Faðir minn hvernig datt þér í'hug að segja að Pharaoh hefði farist? Vita- vörðurinn var áðan að gefa lienni merki til inn- siglingar, og þeir segja mér, að hún sé nú að liafna sig. ” “Kæru vinir!” mælti Morrel, “Ef þetta er satt, þá hefir guð framkvæmt kraftaverk! Ómögu- legt! ómögulegt! ’ ^ Hann vissi þá að það/var satt með budduna demantinn og uppgjöf skuldarinnar, og var það ekki síður óski'ljanlegt, en með Pharaoh. “Já herra minn!” Mælti Cocles, sem nú var og kominn inn í skrifstofu Morrels. “Hvað getur alt þetta þýtt ? Pharaoh kominn?” “ Vinir, látum oss fara og sjá. En guð h'jálpi okkur, ef íþetta skvldi nú vera ósatt.” Og þau fom öll út úr skrifstofunni og í gang- inum fyrir utan mættu þau Mdme Morrel, sem ekki hafði árætt inn í skrifstofuna. Að vörmu spori voru þau komin niður að höfn, þar var múgur og marmenni, en ál'lir létu undan sfga, þegar Morrel fjölskyldan kom og al- staðar kvað við frá mannfjöldanum: “Pharaoh! Pharaoh!” Og framundan Saint Jean turninum var skip með rá og reiða. Á framkinnung skipsins var letrað með skýruni hvítum stöfum: “Pharaoh Morrel and son of Marseilles.” Það leit að öllu leyti eins út og Pharaoh, hlaðið með sömu vöru- tegundum og liún átti að vera lilaðin; þetta voru engar missýningar. Þarna var Pharaoh, hún leið liægt inn á liöfnina kastaði akkerum og lagðist. Seglin voru tekin saman, og á þilfarinu stóð Gunnard kafteinn, og skaint frá honum stóð Penelon bátsveinn, og veifaði höfuðfati sínu til Morrels. Að efa,st lengur um það að Pharaoh væri komin náði ekki nokkurri átt. Morrel sá það með sínum eigín augnm, og þarna voru líka um tíu þúsund manns, sem allir báiai vitni um það. 0g á meðan Morrel og sonur hans föðmuðust fram ó hafnarbryggjunni í augsýn alls fólksins, þá faldi maður sig á bak við lítið varmannsskýli, sem þar var á bryggjunni. AndTít hans var að mestu leyti hulið svörtu skeggi Hann veitti öllu, er fram fór nákvæma eftirtekt, og þegar hann sá feðgana faðmast í augsýn alls fólksins, sagði hann, en þó svo lágt að jafnvel þeir sem næstir honum stóðu, lieyrðu ekki. “Þér göfugu menn gleðjist, guð blessi yður fyrir öll góðverkin, sem þið hafið gjört, og þau sem þið eigið eftir ógjörð; og látið þakklæti mitt hvfla í skugga góðgirni yðar. ’ ’ Og með bros ó vörum, seon lýsti bæði ánægju og glebi, gekk þessi maðum niður stiga, er þar var rétt hjá honum, og niður á biðpall, sem bátar lentu við, og ballaði: “Jacopo!” að vörmu spori kom maður í róðrarbáti að biðpallinum. Ókunni maðurinn steig upp í bátinn, og réri Jacopo svo með hann út að lystiskútu fagurri, sem þar lá á höfninni. Hann stökk léttilega úr bátnum og upp á skútuna, snéri sér aftur við og leit til lands, þar*sem fólkið þyrptist utan um Morrel, til þess að óska honum til hamingju. “Og nú,” mælti ókunni maðurinn í hljóði, kveð eg viðkvæmnina, mannkær'leikann og þakk- lætið, alt sem eykur viðkva'mnina í hjarta manns- ins‘! Eg hefi verið verkfæri í hendi guðs til þess að launa það, sem gott er. Nú svellur móður hefndarguðsins í hjarta mér, og umboð hans er mér falið, til þess að refsa þeim, sem ranglæti hafa framið.” Svo gaf hann merki um að alt væri til reiðu, og kallaði með snjallri röddu “til liafs,” og lystiskútan snérist alveg eins og hún skýldi orðin, og skréið tignarlega í hagstæðu leiði til hafs. Trú húsfreyjunnar. — Eftir Moody. í borg einni á Englandi er mjög snoturt’trú- boðshús. Sagan, sem hér fer á eftir, skýrir frá, hvernig á húsi þessu stendur, Það var fríhyggjumaður, sem bygði það: Kona hans var bænrækin og guðhrædd kona, og átti hún iðulega tal við hann um sálarástand hans, en það hafði alls engin áhrif á hann. Presturinn hennar mátti ekki staðnæmast þar í húsinu, biblí- una mátti hann ails ekki sjá, og hann harðbannaði, að um guðsríki væri talað í nærveru sinni. Þegar húsfreyja var úrkulavonar um, að liún gæti nokkuru til leiðar komið með samræðum við mann sinn, tók hún það ráð, að biðja drottin um frelsi hans á hverjum degi á hádegi. Manni sín- um sagði hún ekki frá þessu. Þessum upptekna hætti hélt hún áfram ár- langt og lét engan dag úr falla. En hugsunarhátt- ur mamWhennar tók engum stakkaskiftum. Samt hélt hún áfram að biðja. Að hálfu öðru ári liðnu fór tró hennar að verða hikandi og hún sagði við sjálfa sig: “Skvldi þó þetta vera til nokkurs? ætti eg ekki að hætta? — Nei, eg ætla að halda á- fram. Ef tiT vill svarar drottinn bænum mínum, ef ekki fyr, þá eftir minn dag. ’ ’ — Þegar hér var komið, leit út fyrir, að Guð liefði náð tilgangi sínum með hana. Um þessar mundir bar sem sé svo við, að maður hennar kom ekki einn dag heim til miðdagsmáltíðar um sama leyti og liaim var vanur. Hún beið þá stundar- korn eftir lionum í borðsalnum, en liann kom ekki að heldur. Hún fór þá að forvitnast um, hvar hann væri, fór um alt liúsið en fann hann hvergi, þar sem hún gat ætlað að hann væri. Datt henni þá í hug að leita í klefa þeim, þar sem liún var vöii að biðja, og þar fann hún hann á knjánum í bænarbaráttu við drottin — á sama staðnum, sem hún hafði beðið í hálft annað ár. Nú var það hann, sem bað um fyrirgefningu synda sinna. Af þessu liafa konur vantrúaðra manna mikið að læra. Drotinn sá trú þessarar konu og bæn- heyrði hana. ------o------ Ungu meyjar! Ungu meyjar! Islands dætur! ykkar signi eg full. Sólar-blóm! í sálum ykkar, sé eg rauðagull. Framtíðin er ykkár arinn, ýkkar réttur lögum varinn. Sigurglaða söngva’ eg heyri svífa’ um dal og eyri. Sé eg mömmu og ömmu ykkar oft við dapya glóð geyma elc}nin inst í sálu, en ótal björg á slóð. Þær liafa gengið þrautasprettinn, þið að erfðum takið réttinn, nýjar vonir, nýja tíma, nægtir við að glífria. Blysin loga björt í austri, birtu slær um jörð.— Vákifl, hlustib, veðrágnýrinn vekur lífsins hjörð. Nýi tíminn kallar, hvetur, krafta’ á vogarskólir setur. Ungu meyjar, birtu boðar bjarmi’, er fjöllin roðar. Litlu meyjar, landsins dætur, l*sið nú mín stef, eygi’ eg blóm á Iðavelli, ykkur þau eg gef. Ykkur vermir aldarsólin, v ykkur helgast mentaskjólin, ykkar starf mun auðga landið, efla systrabandið. Frcyja. —Hlín TIL UMHUGSUNAR. Það er engin sönn lífsánægja til án hjálp- fýsi. / Sá sem ekki kann að krjúpa, getur aldrei vonast eftir að komast hátt í lífinu. Lífsánægjan er ekki innifalin í hlutum þeim sem í kring um mann eru. heldur í vorri eigin liugsun. Vísdómur er failvaltur án handleiðslu guðs. Hlýðni hjartans, er hjarta hlýðninnar. Láturn oss gera guðs vilja, ekkert meira, ekkert meira, ekkert annað. Ljúktu við dagsverk þitt, plægðu þinn eigin akur.; Ljúktu við öll þín verk. Torfærur lífsins eru öllum ákveðnum mönn- um livöt til framsóknar. "Vonskann fær ekki vald yfir okkur alt í einu. Vegur ógæfunnar er seinfarinn í fyrstu. Vér líkjumst hugsunum vorum, meir og meir, með hverjum líðaiida degi. Fá af hinum góðu áformum vorum lifa lengi ef þau eru ekki framkvæmd strax. Vér erum jafnrflár, eða fátækir og hugsun vor er. 1 áformum mannanna þroskast lunderni þeirra. Líkhringing yfir töpuðum tækifærum heyrir ma'ður aldrei í þessu lífi. þeim sem góðir eru er heimurinn góður, en þeim, sem vondir eru, er hann slæmur. Smjaður er ein tegund falskra peninga, sem hégómaskapur vor gefur verðmwtL

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.