Lögberg - 19.02.1920, Blaðsíða 8
Bls. 8
LÖGBEHG FIMTUADGINN 19. FEBRÚAR 1920
Úrb
orgmm
Einar SiguríSsson frá Minneota
kom til bæjarins fyrir helgina,
hann býst við að dvelja um viku
tíma hér í baenum.
Fimtudaginn 19. þ. m. verbur
“Varaskeifan leikin í Goodtempl-
ara hú‘sinu. Áreiðanlega skemti-
legasti gamanleikur sem hér hef-
ir verið sýndur. Dans á eftir.
Helgi Magnúsison og Frímann
Frímannsson frá Hnausum, voru
á ferð í bænum í síðustu viku.
Mr. porleifur Jaekson kom til
bæjarins úr ferðum sínum, um
íslenzku bygðirnar í N. Dakota,
föstudaginn 6. þ. m.
10. þ. m. voru gefin isaman í
hjónaband að 118 Emily St., Win-
nipeg af séra Birni B. Jónssyni,
þau Helga Bjarnason, fósturdótt-
ir dr. Jóns sál. Bjarnasonar og
frú Láru Bjarnason, og Hannes
Gíslason, sonur Mr. og Mrs. Gísla
Egilssonar í Lögberg, Sask. Ný-
giftu hjónin héldu í skemtiferð
vestur um fylki.
Á íslendmgamótinu í Goodteml-
ara húsinu þann 26. þ. m., verða
sungin nokkur ný lög eftir próf.
Svembjíirn Sveinbjörsson, og eru
snildarleg eins og að vænta mátti
úr þeirri átt.—
Lögin eru við: “Ingólfs minni”
“Ó blessuð vertu sumarsól” og
spánýtt lag við: “Ó fögur er vor
fósturjörð”, og lag við, “Móður-
málið” vísu eftir Gísla Jónsson.
Söngurinn verður undir stíjórn
próf. Sv. Svéinbjörnssonar.
Aðgöngumiðar að íslendinga-
mótinu fást í bókabúð Finns
Johnsonar á Sargent Ave. 50 cent
hver.
Fundarboð.
Fundur verður haldinn af fiski-
mannafélaginu United Brother-
hood of Fishermen við Riverton,
þann 25. febrúar 1920, kl. 9% e. h.
Meðlimir 'þess félags eru ámintir
um að sækja fund þenna, því á-
ríðandi mál liggja fyrir til um-
ræðu og úrslita.
FERÐAÁÆTLANIR
séra Kjartans Helgasonar um
Narrows og Lundarbygðir:
Fimtud. 4. marz—Silver Bay.
Föstud. 5. marz — Oak View.
Laugard. 6. mar.—Hayland Hall.
Mánud. 8. marz—Bluff (R.vík.)
Fimtud. 11. marz — Lundar.
Föstud. 12. marz — Otto.
Laugard. 13. marz — Hove.
Mánud. 15. mar.—Markland Hall
ísl. myndir sýndar á öllum stöðum.
Mr. Hallgrímur Hallgrímsson
frá Gardar, N. D., kom til bæjar-
ins fyrir rúmri viku og skrapp
vestur til Vatnabygða í kynnisför
til frænda og vina. Hann kom
aftur að vestan á þriðjudagsmorg-
uninn til þess að sitja porrablót
“Helga magra” og hélt heimleið-
is næsta dag.
J. B. Johnson bóndi frá Kan-
dahar hefir dvalið nokkra daga í
bænum.
Eins og til stóð flutti hra Nik-
ulás Ottinson fyrirlestur í Good-
templarahúsinu á föstudagskveld-
ið 13. þ.m. Fyrirlesturinn hljóð-
aði um þjóðrækni og var all harð-
orður í garð manna og málefna.
Að öðru leyti en því að segja, að
fyrirlesarinn flytur mál sitt mynd-
arlega, er sjálfur stór og stæðileg-
ur og talar skýrt og skipulega ætl-
um vér ekki að gjöra málefni það
sem hann flutti að umtalsefni í
blaði voru, látum hverjum einum
eftir að gjöra það fyrir sjálfan
sig. Fyrirlesturinn var fremur
illa sóttur, en til þess munu þær
ástæður meðfram, að það sama
kvald var háður skautakappleikur,
danssamkomur og fleiri mót, sem
íslendingar sóttu.
TRADE MARK, REGISTERED
peir sem kynnu að koma ti!
borgarinna nú um þeasar mundir
ættu að lieimsækja okkur viðvík-
andi legsteínum. — Víð fengunn
3 vagnhlöss frá Bandarikj unum
núna í vikunni seim leið og verð-
u r því mikið að velja úr fyrst um
sinn.
A. S. Bardal,
843 Sherbrooke St„ Winnipeg.
W. H. PauLson ^ingmaður frá
Leslie, hefir verið staddur hér í
bænum undanfarna daga
C. B. Johnson frá Argyle og
dóttir hans Helga, voru í bænum
um síðustu helgi.
Jóns Sigurðssonar félagið vott-
ar hér með kvenfélaginu “Iðunn”
á Winnipeg Beach alúðar þakkir
fyrir samkomuhús ásamt lóð, er
kvenfélagskonur hafa gefið oss til
eignar og afnota. — Fyrir þessa
rausnargjöf verðskuldar kvenfél.
“Iðunn” hlýhug og þakklæti allra
velunnara Jóns Sigurðssonar fé-
lagsins.
uós
AFLGJAFI!
ÁBYGGILEG
------og-------
Vér ábyrgjumst yður varanlega og óslitna
WÓNUSTU
Vér æskjum virðingarfylst viðskifta jafnt fyrri VERK-
j SMIÐJUR sem HEIMILI. Tals. Main 9580. C0NTRACT \
DEPT. Umboðsmaður vor er reiðubúnn að finna yður að
máliog gefa yður kostnaðaráællun.
WinnipegElectricRailway Co.
GENERAL MANAGER
“VARASKEIFAN” LEIKIN 19. FEBRUAR.
(í kveld) í Goodtemplar búsinu kl. 8 s.d. rk_ ' öí-fit*
Húsið opnað kl. 7.30. Aðgangur 50c. **
Eins og auglýst var, þá hélt
Frú Joanna Stefánsson Philip-
owska söngsamkomu í Tjaldbúð-
arkirkju á mánudagskveldið var.
Kirkjan var nálega full af fólki
niðri og margt uppi.
pað er ekki oft, sem íslendingum
býðst tækifæri til þess að hlusta á
list á jafn háu stigi. Vér segjum
list. pó isá, sem þetfca skrifar,
beri ekki mikið skyn á sönglist.
þá eru tveir vegir til þess að
dæma um slíkt. Annar, að vera
svo vel að sér, að geta dæmt um
hana frá vísindalegu sjónarmiði
—og finna hana, og það var það
sem vér gerðum; vér fundum til
Jistarinnar, töfra-sproti hennar
snart áheyrendurna. Mrs. Jóanna
Stefánsson Philipowska söng á
ítölsku, rússnesku, íslenzku og
ensku. Rússnesku og ítölsku
skiljum vér ekki, en islenzkuna
skiljum vér og urðum forviða yfir
því, hve vel hún fór með hana.
Hvert orð, sem frúin bar fram á
íslenzku heyrðist skýrt og hljóm-
fagurt um allan salinn. — Fram-
koma frúarinnar var mjög blátt á-
fram, hæversk en þó djarfmann-
leg.
peir aörir, sem þátt tóku í sam-
komu þessari, voru C. F. Dalmann,
og vita nú allir hverju þeir mega
eiga von á, þegar þeim veitist sú
nautn að hlusta á hann. Mr. S.
Scorer spilaði undir með frúnni í
síðasta laginu, sem hún söng- La
Capiuera (The Wren) efcir J.
Bonedict, á flautu og gjörði það
mjö" vel. Ofr frú B. H. Olson lék
undir á fortepiano snildarlega vel.
Sanikoman var hir, ánægjuleg-
asta o<z áenelasta í alla staði.
Mr. Jónas Pálsson píanókennari
heldur hljómleika samkomu með
nemendum sínum laugardags-
kvöldið 28. þ.m. í húsi Y.W.C.A. á
horni Ellice og Vaughan stræta,
kl. 8. íslendingar ættu að fjöl-
menna I þetta sinn. Nemendur
Jónasar Pálssonar leika margir
hverjir alveg snildarlega, og er
þeirri stund sannarlega vel varið,
sem gengur til þess að hlusta á þá.
Bláasýkin og Dr. K. N,
Er biáasýkin bráða
vill byrgja vonar skjá,
það veit eg vænst til ráða
í veröldinni þá:
Til Lögbergs fljótt að flýja,
og fá þar algert cure.
Ein K. N’s kómedía
er kröftug, holl og sure.
S. R.
Freezerinn hans Guttorms.
Fyrír texta fá þeir hann,
sem fyndni þeyta í bláinn.—
það geymslu-pláss, sem Gutti
fann,—
og ganga í skrokk á Káin.
Ágætt ráð eg öllum finn,
sem eitthvað skoplegt rita,
að fara í Guttorms “Freezerinn”
og fá þar “Káins” bita.
G. H. H.
Wonderland.
Eins og vant er verða mynd-
irnar þar hverri annari betri og
skemtilegri þessa vikuna. Miðv.-
dag og fimtudag “Her Code of
Honor og “The Blaok Secret” þar;
leika meðal annara Florence Reed
og Pearl White, og Fritzie Brun-
ette. Lau8’ar(Iaginn verður sýnd
meðal annars “The Woman under
Cover”. Menn geta ekki fengið
jafnbetri skemtun en með því að
horfa á myndirnar á Wonderland.
GJAFIR TIL BETEL.
Guðm’. F. Einarsson, Gimli $10.00
Theodor Pétursson, Gimlí.... 5.00
G. K. Breckman, Lundar .... 10.00
The Maple Leaf Creamery
Co., Ltd., Lundar ..... 100,00
J. Anderson, St. Andrews.... 25.00
Með innilegu þakklæti.
Jónas Jóhannesson, féh.
675 McDermot Ave., Winnipeg.
Fyrirlestur
flytur herra Nikulá* Ottenson í RIV-
ERTON, föstudagskveldið 20. þ. m.
Byrjar klukkan 8 e. h. Aðgaofur 75 ct*.
ÍSLENDINGAMOT
Þjóð ræknisfélag sdeilda rinna r
FRÓN
VERÐUR í
Goodtemplarahúsinu.
A SARGENT AVENUE
Fimtudagskv. 26. Febr.
GJAFIR
til Jóns Bjarnasonar skóla.
Vinur í Bredenbury, Sask. $10.00
Sigurgeir Pétursson, Ashern 5.00
Arður af samkomu, við Riv-
erton, er Mrs. Guðr. Briem
stofnaði til........... 152.50
S. S. Hofteig safnaði í Cotton-
wood og Minneota, Minn.:
S. S. Hofteig, Cottonw.... $5.00
J. G. Johnson, Minneota .... 1.00
A. J. Snidal .............. 1.00
Stone G. Johnson........... 1.00
E. Björnsson ............... 5.00
J. G. ísfeld............... 5.00
Miss Anna Peterson ........ 2.00
Mrs. J. Gunnlaugsson,
(Clarkfield, Minn.) ..... 5.00
Mr. og Mrs. Ignj. Árnason.... 7.00
Mr. og Mrs. A. S. Joáep’hson 5.00
Mrs. S. Gunnlaugsson
(Montevideo, Min.) ...... 5.00
J. L. Johnson .............. 2.00
I udvig Westdal ........... 5.00
Mrs. J. A. Josephson ...... 2.00
St. Gilbertson.............. 1.00
—Saimtals $52.00.
Safnað af Mrs. A. F. Reýkdal,
Árborg, Man.:
Mr. og Mrs. Rev.. J. Bjamson 10.00
.s-
Vorar frœgu vinnu-
skyrtur
fást enn með kjör-
kaupum
Komið og skoðið
White & Manahan,
Límited
500 Main St., Winnipeg
t=
THE. . . Phone Sher. 921
SAMSON MOTOR TRANSFER
273 Simcoe St., Winnipeg
The Wellington Grocery
Company
Comer Wellington & Victor
Phone Garry 2681
License No. 5-9103
Hefir beztu matvömr á boðstól-
um með sanngjömu verðL
[The
York
w
ONDERLAN
THEATRE
Mr. og Mrs. Dr. S. Björnson 10.00 Mr. og Mrs. I. In'gjaldsson 5.00 G. Laxdal 5.00 Mrs. S. Sigurösison 5.00 Npilsnn 2.00
Mrs. S. Oddleifssor. 50
. Císlbison ... 1.00
Mrs. A. F. Reykdal ... 5.00
Mrs. Viilborg Johnson .... ... 1.00
Mrs. H. S. Erlen'dsson .... ... 5.00
Mrs. P. K. Bjarnaison ...'. ... .50
Karl Jónasson ... 2.00
Biarni Torfason ... 1.00
Mrs. B. Bjamason ... 1.00
Mrs. E. L. Johnson ... 2.00
camtals $56.00.
°i,fn.að af Sigurði Friðfinns-
svni. Geyisir, Man.:
Jón Thor-steinsson...
: nrni Bjarnason ..
M'argrét Bjarnason
MarVel Jónsison ....., ....
Ónefndur..., ............
Guðlaugu-r Bj-arnason ....
Miss Kristín J. SkúlaSor
—Samtals $18.50.
$ .50 i
1.00
5.00:
1.00
1.00
5.00
5.00
PROGfRAMM
!
1. Avaii> forseta ...................'...
2. KarTakór —
Landnámssöngur íslands .... Sv. Sveinbjörnsson
3. Slaghörpuspil — ungfrú Anna Sveinsson.
4. Karlakór —
Ó, blessuð vertu sumarsól..Sv. Sveinbjörnsson
5. Kvæði — Þorst. J". Þorsteinsson.
6. Karlakór —
Ó, fögur er vor fósturjörð .... Sv. Sveinbjörnsson
7. Ræða. — Próf. Kjartan Helgason.
8. Karlakór— 1
“Móðurmálið”....... ....... Sv. Sveinbjörnsson
9. óákveðið. ‘3,
10. Karlakór —
”Töframynd í AtlanzáP’ og
‘‘Ó Guð vors lands” .......Sv. Sveinbjörnsson
BYRJAR KLUKKAN ATTA
DANS klukkan 10—2 VEITINGAR í neðri salnum
Söngmenn :
Gísli Jónsson — Dr. Th. Swinburne
Alfred Albert — Brynj. Helgason
lungangseyrir 50c. Aðgöngumiðar fást í bókabúð
Finns Jónssonar á Sargent Ave.
Miðvikudag og Fimtudag
FLORENCE REED
í leiknum
“Hir Code of Honor”
PEARL WHITE
í leiknum
“The Black Secret”
Föstudag og Laugardag
FRITZIE BRUNETTE
í leiknum
“The Woman Under Cover”
Mánudag og Priðjudag
WILLIAM RUSSELL
í leiknum
“This Hero Stuff”
London and New
Tailoring Co.
paulæfðir klæðskerar á
Ikarla og kvenna fatnað. Sér-
fræðingar í loðfata gerð’. Loð-
jföt geymd yfir sumartímann.
j Verkstofa:
(842 Sherbrooke St., Winnipeg.
Phone Garry 2338.
BIFREIÐAR “TIRES”
O'xidyear og Domlnion Tlres
9 reiSum hðndum: Getum rtt-
hvaða tegund sem
t>Sr barfnlst.
'iðiterðuin og “Vuleanl/.ins” sér-
gtakur piumur itefinn.
Bat.tery aðgerðir og bifreitSar til-
búnar til reynslu, geymdar
og þvegnar.
AtJTO TIRJE VUT.OANTZING CO.
309 Oiimberlam) Ave.
Tals. Garry 27«7. Opið dag og nótt.
Undarlegt er hvað margir bif-
reiða eigendur trassa -að setja á
slysa og eldsábyrgð á bifreiðir
I sínar. Menn ættu að finna út hjá;
J. J. Swanson and Co., 805 Paris i
Building, hvað þaö kostar, því það j
eru mjög fáar bifreiðar, s-em ekki
verða fyrir slysi einhvern tíma.
Góð framtíðar
Atvinna
Fæst nú þegar við tjalda- og
sólskýla 'saum. Hátt kaup,
þægilegur vinnutími.
BROMLEY & HAGUE, Ltd.
Cor. Alexander and Princess
Sts., Winnipeg.
MRS. SWAINSON, að 696 Sar-
gent ave. hefir ávalt fyrirliggj-
andi úrvalsbirgðir af nýtízku
kvenhöttum.— Hún er eina ísl.
konan sem s'úka verzlun rekur í
Car.ada. íslendingar látið Mrs.
Swainson njóta viðskifta yðar.
Talsími Sher. 1407.
ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG ÍSLFNDINGA í VESTURHEIMI
P.O. Box 923, Winnipeg, Manitoba.
f stjörnarnefnd félagsins eru: séra Kögnvaldiir Pétnrsson, forseti,
650 Maryland str., Winnipeg; Jón J. Bílilfcil, vaia-fonscti, 2106 Por.age
ave., Wpg.: Sig. Júl. Jóluinnesson, skrifari, 957 Ingersoll str.. Wpg.;
Asg. I. Blöndalii, vara-skjrifari, Wynyard, Sask.; S. D. B. Stephanson,
fjármála-ritari, 729 Sherbrooke str., Wpg.; Siefán Einarsson, vara-
fjármálarltari, Arborg. Man.; Ásm. P. Jóhaniisson, gjaldlteri, 796
Victor str., Wpg. ; Séra Albert Kristiánsson. vara-gjaldkeri., Bundar,
Man.; og Sigurbjörn Sigurjónsson, skjalavörSur, 724 Beverley str.,
Winnipeg.
I'ast.vfiiTiíli befir nefnriin fjórða föstirdag hvers mánaðar.
Ársfundur þjóðræknis-
félags Islendinga í Vesturheimi
verður haldinn í
GOODTEMPLARA-HÚSINU
A SARGENT AYENUE, WINNIPEG
dagana 25. 26. og 27. Febr. 1920
Starfsfundir standa vfir f rá kl. 2 til 6 e.h. dag .bvem.
Fyrirlestrar að kvöldinu. Hefjast kl. 8.
I.
25. febr.—Fyrirlestur: séra Jónas A. Sigurðsson.
26. febr.—Skemtisamkoma undir umsjón Winnipeg-
deildarinnar, “Fróns”. Þar flytur sendimaður Austur-
íslendinga, Kjartan prófastur Helgason, fyrirlestur, og
verða þar um hönd bafðar fjölbreyttar skemtanir (Sjá
auglýsingu á öðrum stað í blaðinu.)
27. febr.—Fyririestur: Séra Rögnv. Pétursson.
II. Dagshrá funda:
Skýrslur embættismanna.
Embættismanna kosning.
Endurskooun gnmdvallarlaga.
Islenzku-kensla og kenslubækur.
Félagsskýrteini.
Sameiginleg deildalög.
Samvinna við Islendinga beima.
Tímaritið.
Utbreiðsla félagsins.
Minnisvarði Jóns Sigurðssonar.
Islenzkt íþróttamót að vetri.
Ný mál.
Skorað er á Islendinga, jafnt utanbœjar sem innan,
að fjölmenna.
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9.
10.
11.
12.
A. CARRUTHERS Co. Ltd.
SENDIÐ
Huðir yðar,Ull,Gœrur, Tólgog Seneca rætur
til næstu verzlunar vorrar.
VJER greiðum hæsta markaðsverð.
VJER sendum merkispjöld og. verðáætlanir þeim er æskja.
Adalskrifstofa: WINNIPEG, Manitoba
ÚTIBÚ—Brandon, Man.; Moose Jaw, Sask., Saskatoon, Sask.;
Edmonton, Aita.; vancouver, B. C.
ALLAN LÍN'AN
og Bretlands á eldri og nýrri I
| Stöðugar siglingar milli Canada
skip.: ‘Empress of France’ aö
I eins 4 daga I hafi, 6 milli hafna, j
“Melita“ og Minnedosa” og ÍL
ágæt skip. Montreal til Liver- j
pool: Empr. of Fr. 25. nóv. og
| Scandinavian 26. nóv. St. John I
j til Liv.: Metagama 4. des., Min-
nedosa 13, Empr. of Fr. 19. og ]
Skandinavian 31.
11. S, BAKDAX,
892 Slierbrook Street
Winnlpeg, Man.
Islenzk hljómvéla vinnustofa
Eg undirritaður tek að mér að
smíða hljómvélar, gera við þær,
sem bilaðar eru og breyta um
stærðir slíkra véla, eftir því sem
hver óskar. öll þau Cabinets, er
eg smíða, eru ábyrgst að vera af
fyrsta flokki, bæði hvað fegurð og
haldgæðum viðvíkur. — Sann-
gjarnt verð og fljót afgreiðsla.
S. EYMUNDSSON
Vinnust. 475 Eangside, Phone Sh. 2594
*t**t*+t*****t**t*****Z********t**t****+t**************t**tt*******t*****t*****+*t**l**t**t**X***********t**l********t*
Kvefélag Fyrsta lút. safnaðar
er að undirbúa bina árlegu af-
Jóns Sigurðssonar félagið þakk-
ar Miss Ragnhildi Matthews, í Se-
.attle, Wash., fyrir $10 peninga-
mælishátlð Betel, sem haldin verð-Hglöf tjj styrktar félaginu.
ur í kirkju safnaðarins 1. marz n.p
k. — Nánar auglýst í næsta blaði.
Mrs. P. Pálsson, féh.
666 Lipton St., Wpeg.
f
f
f
❖
f
f
f
❖
f
f
f
f
♦♦♦
*t**t**t*
LŒKNIRINN YÐAR
MUN SEGJA YÐUR AÐ
-LJELEGAR TENNUR-
—DREGNAR TENNUR-
—SKEMDAR TENNUR-
TENNUR, sem eru skemdar á einhvern hábt, koma í veg fyrir, að meltingar-
færin geti sómasamlega framkvæmt skyldustörf sín.
Skemdar tennur eru auk þess hættulegar sökum þess, að þær senda frá sér
eitur, sem berts alla leið til magans, og hefir einnig veikjandi áhrif á allan lík-
amann, jafnframt því að gjöra menn móttækilegri fyrir alla aðra sjúkdóma.
/ Menn geta aldrei nógsamlega blessað heilbrigðar tennur, því undir því er
önnur heilbrigði að meira og minna leyti komin. pess vegna ættu allir að láta
gera við tennur sínar jafnskjótt og einhverjar veilur gera vart við sig í þeim.
Löggiltur til að stunda Tannlækningar í Manitoba. Meðlimur í College of
Dental Surgeons of Manitoba.
“EXPRESSION PLATES” I
“VARANLEGAR CROWNS” og
BRIDGES
par sem plata er óþörf, set eg “Var-
anlegar Crowns” og Bridges. Slíkar
tennur endast í það óendanlega, gefa
andlitinu sinn sanna og eðlilega svip
og eru svo líkar “lifandi tönnum”, að
þær þekkjast eigi frá þeim. —par er því
einmitt færð í framvæmd sú tannlækn-
inginga aðferð, sem öllum líkar bezt.
pegar setja þarf í heil tannsett
eða plate, þá koma miínar “Expression
Plates” sér vel, sem samanstanda af
svonefndum Medal of Honor Tönnum.
pær eru einnig svo gerlíkar eðlilegum
tönnum, að við hina nánustu skoðun
er ómögulegt að sjá mismuninn.
Eg hefi notað þessa aðferð á lækn-
ingastofu minni um langan aldur og
alt af verið að fullkomna hana.
Hættið öllu Tilrauna-glingri við Tennur Yðar — Og Komið Hingað.
Dr. ROBINSON
AND ASSOCIATES
BIRKS BUILDING,
Winnipeg
Lækningatími:
8.30 til 6 e.h.
❖
I
f
f
f
♦♦♦