Lögberg - 15.04.1920, Side 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. APRIL 1920
Bls. 3
HELEN MARLOW
f^FTIR
Óþektan höfund.
“Ó, hvað eg elska hana, og þó er það heimska
Hún er mér einkis virði. Við getum aldrei orð-
ið hvor annari til gagns né ánægju. Eg ætti að
vera dóttir hennar; en, ó, eg er að eins lifandi
sorg, fyrir þessa eðallyndu konu. Ó, hamingj-
an góða; eg get ekki mætt henni aftur.
pannig hugsaði hún stynjandi, og sendi tár-
vætt bréf til frú Douglas, þannig hljóðandi:
‘Guð blessi yður, kæra 'kona. Eg skal ávalt
elska yður; en þér eruð of góðar við mig, vesal-
ings Helemu. pað er betzt að við lifuim hvor út
af fyrir sig, og finnumst aldrei oftar. Vinátta
yðar er of göfug fyrir slíka persónu og mig. Að
sjá mig, getur að eins bakað yður sorg. pað var
a f þeirri ástæðu að eg faldi mig og tók mér stöðu
í nýju lífi svo að þér gætuð gleymt mér, þegar
þér hefðuo ekki tækifæri til að sjá mig oftar.
pað er afarmikið hyldýpi milli okkar. Fyfir-
gerið og gleymið hinni ógæfusöm Helenu.”
Hún hafði sent þetta bréf, og furðaði sig á
því, hvað hin eðallynda kona myndi hugsa um
þær skoðanir, sem hún hafði látið í ljósi í því.
“En það var ekki mögulegt að gera það á
annan hátt,” sagði hún við sjálfa sig með eins-
konar drambsamri örvilnan.
Á þessu augnabliki barði þjónn að dyrum, og
sagði, að það væri kominn kvenmaður, er lang-
aði til að sjá og tala við ungfrú ríelenu, viðvikj-
andi auglýsingu um herbergisþernu, sem hún
hefði lesið í blöðunum.
Franska, lipra herbergisþernan hennar
Helenu, hafði veikst sama kvöldið, sem þau
ætluðu að leggja af stað til Ameríku, og samn-
ingurinm varð, að hún skyldi koma á eftir þeim,
þegar hún væri orðin frísk aftur, og taka við
stöðu sinni hjá ungfjní Marlow.
Þegar þau komu til New York, hafði Mont-
eith auglýst eftir duglegri stúlku. Margar
höfðu komið og boðist til að taka við stöðunni,
en þær virtust ekki hæfar til að taka að sér að
vera herbergisþerna söngmeyjar við tónleik-
húsið.
“Eg held eg verði að gera mig ánægða
með þessia,” sagði Helen, “í»ó hún sé máske
ekki mjög lipur, því eg þarf hjálpar við að
klæða mig í kvöld. ” Hún sagði því að stúlkan
gæti komið upp til sín.
Inn kom hávaxin stúlka, sem leit fremur
vel út. Hún var raunar um fimtugs aldur
rneð kjarklegt og laglegt andlit, sem Helen
virtist hafa séð áður.
Já, það var líka tilféllið. Hún hafði áð-
ur fyr verið hjá ungfrú Graydon, þegar Helen
hafði stöðu við bendingadansinn, og “eg var
hjá henni,’” sagði hún, “þiangað til í fyrradag
en þá varð eg að fara frá henni, þvn í einni af
sínum stjórnlausu; tryltu kviðum, barði hún
mig í andlitið.”
Hún nefndi líka fleiri markverðar leikhús-
dansmeyjar, er hún hefði unnið hjá sem her-
bergisþerna, sVo Helen varð fyllilega sannfærð
um, að hún væri hæf fyrir þe ssa stöðu.
Hún nefndi nöfn nokkurra þeirra, er hún
hefði áður fyr unnið hjá.
“Hvað heitið þér” spurði Helen.
“Harriet Hall,” svaraði liún.
“Já, eg get ráðið yður fyrir einn mánuð,
Harriet þegar hann er liðinn, fæ eg að vita
hvort franska þeman mín getur komið til mín.
Komi hún ekki, býst eg við að eg verði mjög
ánægð með yður.”-
Hún sagði henni hvaða kaup hún borgaði
og Harriet kvaðst vera ánægð með það á allan
hátt.
“Þérgetið verið hérJcyrrar undir eins, og
það skal verða sendur maður eftir kofortinu
vðar, ef þér viljið það,” sagði Helen; hún hafði
fengið lánaða þemu Nathaliu, en hún þurfti
eina fyrir sig eingöngu.
Harriet Hall var fús til að vera þar kyr
undir eins, og fór strax að gera gagn. Á tíu
mínútum bustaði hún langa og mikla hárið
hennar Helenar, og varð auðvitað að hrósa
því. Slíkt hár hafði hún að eins séð einu sinni
og það var hjá ungfrú Armstrong á fimtu Ave.
hún átti slíkt hár. Hún giftist efri deildar
þingmanninum Douglas , sem ekki lifði lengi.
Fjölskylda ungfrú Armstrong var vön að kalla
hana Bessí drotningu, hún var samt ekki mjög
gæfurík- í hjónabndi sínu,” sagði hin skraf
hreyfna Harriet; því ungfrú Carmen Oalla, hin
alkunna söngmær olli henni mikillar ógæfu;
hún var nefnilega alveg skotin í Douglas, og
var svo afar afbrýðissöm gagnvart hans fögru
og elskulegu konu, að það var til stórrar hneisu
— ó, ungfrú Helen, meiddi eg yður með kamb-
inumf ”
Helen hafði nefnilega gert snögga hreyf-
ingu, þegar söngmærin var nefnd í sambandi
við hinn framliðna eiginmann frú Douglas.
Harriet bað afsökunar á klaufahætti sínum,
ef það væri rangri aðferð með kambinum að
kenna, sem hún hefði gert sig seka um; en veitti
þó nána eftirtekt í speglinum andliti Helenar,
sem stunduim var fölt, stundum blóðrautt, á
meðan hún sagði söguna.
“Það þarf enga afsökun,” svaraði Helen,
um leið og Harriet hélt áfram sögunni um
flouglas hjónin.
“Eg skal segja yður, ungfrú Helen, eg var
herbergisþerna ungfrú Carmen Calla um þetta
ieyti, svo mér er vel kunnugt um alt, sem hcnni
viðvék. Já, hún beinh'nis tilbað þingmanninn
Douglas.”
“Og hann — elskaði hana?” stamaði Hel-
en með miklum hjartslætti.
43. Ivapítuli.
Þegar Helen kom með þessa spurningu,
ha>tti stúlkan starfi sínu, og hélt burstanum á
lofti.
Hún liafði tokið oftir hinum niðurbælda
kvíða, som lá í hreimríku röddinni, og sá í stóra
speglinum, að unga og fallega andlitið hennar
varð náfölt.
Að augnabliki liðnu svaraði herbergis-
þernan.
“Þér spyrjið mig, hvort hr. Douglas hafi
elskað Carmen; um það voit eg ekkert. Hún
hafði hér í þessum iia' aðdáendur í tugatali, en
skeytti okki um noinn annan on hr. Douglas.
Hún kyntist Iionum á einkennilegan liátt — eg
Iield að hann hafi frelsað liana frá að drukna,
þegar hún eitt sinn dvaldi við laugar — og hún
varð afar ástfangin af honum. Hann heim-
sótti hana einstöku sinnum; en hann var heit-
bundinn hinni indælu ungfrú Armstrong og
giftist henni, þrátt fyrir allar tilraunir söng-
mærinnar að koma í veg fyrir það. Og óð varð
hún og revndi á ýmsan hátt að eyðileggja mann
orð hans elskulegu brúðar; meðal annars var
hún nógu djörf til að segja, að Douglas hefði
að eins gifzt henni sökum hins mikla auðs, sem
hún átti. Frú Douglas bar langt af söngmær-
inni, bæði í fegurð og indæli; hún var líka göf-
ug persóna’.
Um leið og Harriet hallaði höfði sínu til
hliðar, af því hún ætlaði að laga hárið betur í
annari hliðinni, fékk hún tækifæri til að sjá
afar mikinn kvíða og sorg í augum Helenar.
Hún vissi að hún hafði liitt viðkvæman streng.
Helen reyndi að sýna kæruleysi, um leið og hún
spurði.
“Er hún dáinn?”
“Ungfrú Carrnen — ó, já, það er svo langt
síðan, að hún er næstum gleymd. Hún dó af
jámbrautarslysi, og líkami hennar brann næst-
um því til agna. ’ ’
Það fór hryllingur u*i Harriet Hall við
þessa endurminningu. Það sama var tilfellið
með Helenu, en hún eins og kastaði skelfing-
unni frá sér, og lét sem hún hlægi.
“Þú rnátt ekki segja mér jafn hræðilegar
sögur, Harriet. Þú veizt að eg verð að hafa
full not raddar minnar og vera í góðu skapi í
kvöld,” sagði hún.
Harriet var alveg hrifin af Helenu; hún
hafði haft tækifæri til að hlusta á ýmsar söng-
imeyjar í tónleikhúsum um mörg ár, og var sann-
færð um, að hún tæki þeim öllum fram. Hel-
on var að eins nítján ára gömul, óvanalega fög-
ur, og hafði áunnið sér mikla nafnfrægð í Eu-
rópu. Hvað skyldi'' ungfrú Graydon segja,
þegar hún yrði þess vör, að hún var ekki lengur
nr. eitt, en hafði fallið langt niður í áliti al-
mennings? Og Harriet unni henni þess með
ánægju, af því hún hafði barið hana í andlitið,
auk hinna svívirðilegu orða, sem hún talaði
til henna.r.
Helen hafði verið til staðar eitt kvöld í
öðru tónleikahúsi, þar sem ungfrú Graydon
söng. Við það tækifæri höfðu augu margra
snúið sér að stúkunni, þar sem Helena, Natha-
lia og Monteith ásarnt konu sinni sátu, og aðdá-
unin að liinu sjaldgæfa, fagra andliti og hári,
vnr stórkostleg. Þau höfðu síðari hluta eins
dags í indælu veðri, ekið inn í miðlystigarðinn,
þar sem hún vakti líka mikla eftirtekt. Það
barst fljótt um bæinn. að það væri hin unga
nafnfræga söngmeyja, sem ætti að syngja þetta
kvöld í tónleikhúsinu Casinó, og þar af leið-
andi varð húsið troðfult þetta kvöld.
Helen Söng sig inn í allra hjörtu. And-
lit hennar roðnaði eins og rós, hreimur raddar
hennar var svo hrífandi, að ekki er mögulegt
að lýsa, og söngurinn virtist eingöngu vera til
fyrir hana.
Það var æfintýri um óviðjafnanlega fagra
prinsessu, sem við fæðingu sína af góðum ljós-
álfum, hafði fengið fjölda af góðum eiginleg-
ioikum.
En öfundssjúkur og vondur álfur hafði
komið því svo fyrir, að sú litla gat ekki afþakk-
að neina gjöf, hún gat ekki sagt noi.
Hún óx upp og varð að ungri stúlku, og
fiölda margir biðlar lieimsóttu hana frá öllum
löndum, því alstaðar var talað um fegurð henn-
ar og yndi; en hin lævísu brögð vonda álfsins
v oru leyndarmál.
Þegar hin feimna fagra stúlka roðnaði og
skalf við að heyra biðlun elskhugans, áleit
bann strax með mikilli ánægju að sér væri tek-
ið, því “sá sem þegir, samþykkir.”
Að síðustu hafði mesti f jöldi manna beðið
hennar, hún sagði þá foreldrum sínum, að liún
vildi ekki giftast neinum af þessum áleitnu
biðlum, og hún flúði og fól sig í rósa-listihús-
iiiu sínu. Hinn \rondi álfur kom þangað til
hennar, og prinsessan bað hann svo vel, að taka
sína vondu gjöf til sín aftur, hún sagði honum
lílca, að hinir grömu biðlar mundu eyðileggja
konungsríki föður síns til þess, að hefna sín
fyrir hina fyrirlitlegu framkomu dóttur hans.
En liinn vondi álfur varð glaður yfir því,
. sem hann heyrði. Hann sagðist hata gamla
konunginn og neitáði að hjálpa dóttur hans.
Hann þaut af stað á flugvængjum sínum, og tár
prinsessunnar féllu sem dögg á rósirnar.
Elinda prinsessa stóð nú við þann rósa-
runna, sem henni þótti vænst um. Hann var
hærri en hún og fullur af dökkrauðum rósum
Henni }>ótti svo vænt um þær, og bar oft eina
þeirra á brjósti sínu. En aldrei áður á þess-
um dimma tíma rökkursins, þegar tunglsbirtan
skein um kvartilaskiftin, hafði hún felt tár.
Altaf háfði hún verið gæfurík þangað til nú,
og oft hafði hún lilegið glaðlega í þessu lysti-
húsi, þar sem hún nú stóð.
Nú féllu tár hennar á dökkrauðu rósirnar,
og láu þar eins og silfurlit dögg.
Á sama augnabliki kom djarfur fallegur
inaður og ungur út úr rósarunnanum, og kné-
féll auðmjúkur fyrir framan hana.
“Fallega rósa-drotning,” sagði hann, “Þú
hefir frelsað mig frá óvinum mínum.” og sagði
svo sögu sína:
Hann var konungur í næsta konungsríki,
en v-ondur svartálfur hafði stolið honum og
lokað hann inni í þessu rósatré. t þessu ásig-
komulagi skyldi hann yera, þangað til ung og
fögur stúlka feldi tár á rósirnar.
Síðan í bernsku sinni hefði Kaón konung-
ur veitt fegurð Elindu prinsessu eftirtekt, þeg-
ar hún sveimaði um kring meðal blómanna, og
hún var svo elskuleg, að hann kallaði hana
Rósa-drotninguna og tilbað liana í kyrþey.
Hann heyrði fjöruga hreimfagra hlátur-
inn hennar, og vissi að hún var glöð og ánægð.
Nú kom lnin þangað oft og tíndi rósir. Stund-
um kysti hún þær; að síðustu grét lnm vfir
þeim, og vonska álfsins varð magnlaus og ónýt.
Hún frelsaði þenna konung úr álögum, sem
elskaði *hana svo heitt.
Sorgin hjá hinum fyrverandi biðlum hafði
engin áhrif á hana; en konunginn, sem hún
hafði frelsað úr fangeisinu, elskaði liún, og þeg-
<;r hann bað unn hendi hennar, svaraði hún hik-
laust hjá. Elinda gat nú sagt það, og hún gerði
|»að líka.
Þau leiddust upp til gnmla konungsins til
þess, að færa honum þessa fregn, og það var
cinmitt um sama leyti og hann ætlaði að byrja
á bardaga við hina móðguðu biðla prinsess-
unnar. Kaon konungur sameinaði hermenn
sína hermönnum garnla konungsins, og þeir
ráku bráðlega mótstöðumennina á flótta. Hann
giftist hinni fögru prinsessu, og vondi álfurinn
var til staðar við brúðkaupið, og sagði frá því
á viðfeldinn hátt, að hann hefði töfrað prinsess-
una í þvrí skyni, að þessi niðurstaða næðist, og
að álögur konungsins yrði jafnframt ónýtar.
v Þetta var blátt áfram álfa æfintýri, en
leiksviðið var svo snildarlega útbúið. - Hljóð-
færasöngurinn svo óviðjafnanlega fagur og
góður, framkoma hryggbrotnu biðlanna svo
hlægileg, og kvenhetjan Helen svo fögur og
indæl, að leikurinn fékk takmarkalaust hrós.
New York búar gátu aldrei hrósað Rósadrotn-
ingunni um of; tvrö kvæði voru ort henni til
dýrðar og sungin opinberlea á götum titi.
Hún var sannarlega elskuleg, þegar hiin
var kölluð fram á leiksviðið aftur ásamt milli-
raddar söngvaranum, með háværum hrópum,
og söng brosandi mjög fagurt sönglag, sem end-
urgjald fyrir þaxin heiður er henni var sýndur.
Enginn tók eftir snöggu augnatilliti, sem beint
var upp til stúku, en hún vissi að frú Douglas
var þar, ásamt hinum fyrirlitna Rudolph Arm-
strong. Þetta kvöld fékk hann tækifæri til að
sjá, hvílíkt afarmikið hrós hún fékk, þessi Hel-
en, sem hann hafði sært og móðgað, þegar hún
var lítil, fátæk og vinalaus söngmeyja. Hrós-
ið sem hún hlaut, var alveg óvúðjafnanlegt.
Hún var í þann veginn að yfirgefa bún-
ingsklefa sinn, þegar barið var liægt að dyrum,
og þerna Helenar flýtti sér að opna þær. Það
var frú Douglas, eins fögur og angurvær og
nokkin sinni áður. Það var eitthvað bænar-
legt í dökku augunmn hennar.
“Hvrað þá, Harriet Hall, eruð það þér?”
sagði hún með dálitlum hryllingi, og bætti svo
við:
“Gerið þér svo vel að yfirgefa herbergið
fáein augnablik; mig langar , til að tala við
ungfrú Marlow vitnalaust.”
Stúlkan fór, og þær voru nú aleinar. Þær
stóðu hvor á móti annari, hin fagra kona úr
höfðingjaflokknum, og hi,n elsíkulega söng-
meyja, báðar fölar af geðshræringu, sem átti
sér stað í hugum þeirra.
“ó, Helen, hefir þú enga kveðju handa
mér? Getur þú ékki fyrirgefið mér, að eg
treð mér inn til þín á þenna hátt?” sagði frú
Douglas með afarmikilli þrá.
Dökku sorgbitnu augun höfðu aðdragandi
áhrif á Helenu; hún rétti fram báðar hendur
sínar alúðlega og þegjandi.
“Helen viltu ekki hætta við þína grimmu
ákvörðun. Við verðum að vera vinkonur,”
sagði frú Douglas með innilegum bænarróm.
“Það er betra fyrir okkur að lifa aðskild-
ar,” svaraði söngmeyjan sorgþrungin, og frú
Douglas endurtók ekki bón sína. Hún var
of milkillát til þess að taka tvisvar á móti neitun
Hún stundi, og hið fagra biðjandi bros
h\rarf af vörum hennar, þegar hún með bænar-
róm sagði.
“Þú munt þó að minsta kosti vilja hlusta
á boð, som eg á að færa þér?”
Helen kinkaði kolli, og hjarta hennar sló
hraðara. Hún hugsaði um Fred Oakland.
“Þú hefir séð Rudolph Armstrong í stúk-
unni hjá mér?” sagði frú Douglas.
“ Já,” isvaraði Helen með fyrirlitningu.
“Hann iðrast iþess, og er svo sorgmæddur
yfir því, að liann hagaði sér eitt sinn svo illa
við þig, kæra Helen, og —harin bað mig að
fullvissa þig um iðran sína. Hann er nú fús
til að leggja hönd sína og hjarta við fætur þína,
ef þú vilt veita bón hans og tilboði móttöku.”
“Eg neita þvTí með fyrirlitningu,” svaraði
Helen undir eins í fyrirlitningarróm.
“Eg vissi að þetta mundi verða svar þitt;
en eg hafði engan frið fyrir Rudolph fyr en eg
lofaði honum að minnast á þetta við þig. Hann
fullvissar um að hann tilbiðji þig, og Helen,
einu sinni elskaðir þú hann, held eg. Máske, ef
þú gætir fyrirgefið honum—”
“Eg hefi aldrei elskað hann — aldrei! Eg
tældi sjálfa mig, þegar eg hélt það. Það var
ekki ást, það var þakklæti fyrir velvild hans
sem eg hélt sanna, fyrir smjaðraða hégóma-
Hugsið yður annað eins!
Vér greiðum mönnum og konum hátt kaup, meðan verið er
aS læra hjá oss Rakaraiðn. Tekur að eins fáar vikur að verða
fullnuma; góðar stöður bíða yðar, með $25 til $50 um vikuna,
að loknu námi, og auk þess getum vér hjálpað yður a stofna
og starfrækja atvinnuveg fyrir eigin reikning. — Mörg hundr-
uð íslenzkra karla og kvenna hafa lært Rakaraiðn á skóla
vorum og stjórna nú upp á eigin ábyrgð Rakarastofum og
Pool Rooms. — Slítið yður eigi út á þrældómsstriti alla æfina.
Lærið Rakaraiðn hjá oss og myndið yður sjálfstæða atvinnu.
Skrifið eftir vorri ókeypis verðskrá.
HEMPHILL TRADE SCHOOLS, LIMITED
Aðalskrifst.: 626 Main Str., Winnipeg (hjá Starland leikhúsi)
Barber Gollege, 220 Pacific Avenue, Winnipeg.
Útibú: — Regina, Saskatoon, Edmonton og Calgary.
IT/* .. I • Jf* timbur, fjalviður af öllum i
Nyjar vorubirgðir tegundum, geirettur og als- }
konar aðrir strikaðir tiglar, Kurðir og gluggar.
Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumaetíð glaðir |
að sýna þó ekkert sé keypt.
The Empire Sash & Door Co.
Limftad
HENRY AVE. EAST
WINNIPEG
Veitið athygli þessu plássi
í næsta blaði!
FULLFERMI AF ÁNŒGJU
tnininaffliaœonflnniinflitmiiimifmuiiiiHHiiiimnimHiHKmiiiHtiioiKUiiitmmmiuiimiiumniniHiniiuniiiutiimimiiiHunutiNiniiniiiimmnA
ROSEDALE KOL
óviðjafnanleg að endingu og gæðum. Spyrjið nágranna
yðar, sem hafa notað þau. Ávalt fyrir liggjandi
birðir af Harðkolum og Við
Thos. Jackson & Sons
Skrifstofa, 370 Colony St. Símar: Sher. 62-63-64
Forðabúr, Yard, í vesturbænum:
WALL STREET og ELLICE AVENUE
Talsími: Sher. 71.
Automobile og Gas Tractor Sérfræðiuga
verður meiri iþörf en nokkru sinni óður í sögu þessa lands.
Hví ekki að búa sig undir tafarlaust?
Vér kennum yður Garage og Tractor vinnu. Allar tegundir
véla — L head, T head, I head, Valve in the head 8-6-4-2-1
Cylinder vélar eru notaðar við kensluna, einnig yfir 20 raf-
magnisaðferðir. Vér höfum einnig Automobile og Tractor
Garage, hvar þér getið fengið að njóta allra mögulegra æfinga.
Skóli vor er sá eini, sem býr til Batteries, er fullnægja kröfum
tímans. Vulcanizing verksmiðja vor er talin að vera sú lang-
fullkomnasta í Canada á allan hátt.
Árangurinn af kenslu vorri hefir oss til mikillar ánægju sann-
fært bæði sjálfa oss og aðra um að kenslan er sú rétta og sanna.
—Skrifið eftir upplýsingum—aliir hjartanlega velkomnir til
þess að skoða skóla vorn og áhöld.
GARBUTT M0T0R SCH00L, <Ltd.
City Public Market Building.
CALGARY, ALTA.
A. CARRUTHERS Co. Ltd.
SENDIÐ
Húðir yðar,Ull,Gœrur, Tólgog Senecarætur
til næstu verzlunar vorrar.
VJER greiðum hæsta markaðsverð.
VJER sendum merkispjöld og verðáætlanir þeim er æskja.
Adalskrifstofa: WINNIPEG, Manitoba
ÚTIBÚ—Brandon, Man.; Moose Jaw, Sask., Saskatoon, Sask.;
Edmonton, Aita.; vancouver, B. C.
KAUPID BEZTA BLADID, LOGBERG.
girnd, já, eg verð að segja það, — metnaðar-
gimi ungrar stúlku, löngun eftir að verða rík
og öðlast gott álit. Eg viðurkenni það nú og
eg gleðtst yfir því, að eg losnaði við þau forlög,
sem mér fundust þá svo tælandi. Eg er guði
þakklát fyrir, að eg er ekki gift hr. Rudolph
Armstrong,” bætti hún við áköf.
“Það er máske eitthvað satt í þeim orð-
róm, að þú ætlir að giftast hinum myndarlega
milliraddarsöngvara í Monteith leikfélaginu. ”
levfði frú Douglas sér að spyrja um.
“Sá orðrómur er alveg falskur,” svaraði
Helen með áherslu.
“En ertu nú ánægð og gæfurík með þetta
líf, sem þú lifir nú?” spurði frú Douglas.