Lögberg - 15.04.1920, Qupperneq 4
Bl« 4
L,OGBIíRC, FIMTUDAGINN 15. APRÍL 1920
Jögberg
Gefið út hvern Fimtudag af The Col-
umbia Press, Ltd.,iCor. William Ave. &
Sherbrook Str., Winnipeg, Man.
TALSIMI: GAKKY 416 og 417
Jón J. Bíldfell, Editor
Utanáskríft til blaðsins:
THE COLUNIBIA PRESS, Ltd., Box 3172, Winnlpeg. IRan.
Utanáskrift ritstjórans:
EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, Ma«-
VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um árið.
KmiiniiiiimBtwBmiiBiMBmBBiiBBiiiiiiBmHiniiuiiiinniiiHiiiiimiiiiyiíiiiiiiiimimiuiiiiiniiniiiiiiintiiiuiiiniiiimiiiiniiiiiHff
Og enn er það svo, að athafnaleysið leiðir
til þverrandi karlmensku og harðfengis. Menn
missa líkamsþrótt og áhuga, verða móttæki-
Iegri fyrir líkamlega og andlega faraldssýki —
blóðið þynnist, andlitin fölna og svo að síðustu
legst lífið yfir menn eins og martröð, sem vill
sjúga úr mönnum blóð og merg.
Þannig fer þessi löstur með hvem þann,
sem hann nær á vald sitt, og er því ávalt hættu-
legur. '
En hann er sérs'taklega hættulegur nú í
dýrtíðar ástandinu og væri gott fyrir þá menn,
sem ant er um að henni linni, að hætta að hrópa
“minni vinnu, meira kaup. ” Því eftir því sem
mönnum verður ver við vinnuna, því tregari
verða menn til hennar.
En eftir því sem minna er unnið, því minni
verður framleiðslan. x
En þurð á framleiðslú, er undirrót dýr-
tíðarinnar.
-------o-------
Stjórn fólksins.
Fyr og nú.
Þegar maður ber saman í huga sínum
liugsunarhátt og áhugamlál þeirra manna og
þeirra tíma, er ársól lífsins brann á vanga þeim,
sem ellin er nú farin að beygja, við hugsunar-
liátt og áhugamál þeirra, sem nú eru að vaxa
upp, þá göngum vér þess ekki duldir, að breyt-
ingin er mikil, og suma höfum vér heyrt taka
sér íslenzka málsháttinn í munn með sérstakri
áherzlu: “Heimur versnandi fer. ’’
Vér getum samt naumast felt oss við þenn-
an málshátt, sökum þess, að ef um afturför er
að ra»ða, þá er það alls ekki heimurinn, sem
fer versnandi, heldur fólkið í honum.
Heimurinn sjáífur er alt af jafngóður, og
jafn fagur, grundimar, skógarnir, fjöllin, vötn-
in, hafið og himininn, alt túlkar þetta, ásamt
allri náttúrunni dýrð guðs og fegurð, enginn
ljótleiki til þar í neinni mynd, nema því að eins,
að vér mennirnir séum valdir að honum.
Ekki skal samt kvarta undan því, þótt á-
hugamál og hugsunarháttur manna hafi ekki
staðið í stað,. því ef þær hefðu gjört það, væri
ástandið ömurlegt.
Mannlífið væri þá svipað tjörn, sem ekkert
vatn rennur í né heldur úr, hún fúlnar.
Maður skykli því ekki furða sig á, þótt
breyting sé orðin mikil í þessu efni frá því sem
var þá og því, sem nú er.
Aðal atriðið er, að breytingin stefni í rétta
átt, að “vév göngum til góðs, götuna fram eftir
veg.”
Vér erum oft að hugsa um, hvort það sé
ráðandi tilfinning og hafi ávalt verið hjá eldri
kynslóðinni, að finnast sú yngri vera í afturför
— að finnast fólkið í heiminum vera að versna.
Oss er á hverjum degi í ræðu og riti bent
á breytingar þær til afturfarar, sem mönnum
finst hin vngri kynslóð vera að taka, og frá
sjónanniði eldra fóiksins er það víst litlum
vafa bundið, að þetta er svo.
Ein af ]ieim breytingum er aðstaða fólks
vfirleitt til allrar almennrar og algengrar
vinnu.
Það hefir æfinlega verið þymir í holdi
niargra manna og kvenna, á öllum tímum, að
þurfa að neyta brauðs í sveita síns andlitis.
Eil vér efuinst um, að nokkuni tíma í sögu
mannanna hafi fólk verið jafn ófúst til þess
eins og það er nú.
Afkonm hvers manns og hverrar konu, og
þá líka allra þjóða er náknýtt við áhuga og
viijaþrek til vinnu og afkasta.
En enginn maður, sem leggur eyrað við
áhugamálum fjöídans nú á tímum, getur neitað
að eitt þeirra og ef til vill það almennasta, og
sem liggur næst hjarta fólksins, er að koma sér
hjá sem mestri, lielzf allri vinnu, sem reynir
nokkuð til muna á líkamskraftana.
Piltamir byrja þegat snemma á skólaárum
sínum að búa sig undir lífsstöður, og aðal at-
riðið er, að þær séu léttar og vel borgaðar.
Stúlkurnar byrja og snemma að líta eftir
mannsefnum, sem geta veitt þeim góð heim-
ili og sem þægilegasta lífsstöðu, helzt að þær
þurfi ekki að drepa fingurgómi sínum i deigt—
Þar sem þær geti notið lífsins án þess að leggja
mikið í sölunulr; allir nú, konur jafnt sem karl-
ar, afneita erfiðisvinnu, hliðra sér hjá verk-
®m, sem þeir er eldri era, fundu nautn í að leysa
af hendi.
Þessi breyting er að voru áliti skaðleg fyr-
ii land og lýð; hún hefir ekkert nema tap í för
með sér.
Forfeður vorir á Islandi og í Noregi höfðu
glögt auga fyrir þessari hættu og þarf ekki ann-
að í því sambandi, en henda á samtal Ketils
Kaums við Þorstein son sinn: “Önnur gerist
nú atferð ungra manna en þá, er ek var ungur,
í’á girntust menn á nokkur frama verk, annat
tveggja at ráðast í hemað, eða afla fjár ok
sóma með einhverjum atferðum þeim, er nokk-
ur mannhætta var í, en nú vilja ungir menn
gerast heima elskir ok sitja við bakelda ok kýla
vömb sína á miði ok nmnngáti, ok þverr því
karlmenska og harðfengi, en ek hefir því fjár
aflað ok virðingar at ek þorða at leggja mik
í hættu ok horð einvígi. ”
Ketiíl Kaumur var viss um, að athafna-
ltysi Þorsteins sonar síns mundi leiða til
þverrandi karlmensku og harðfengis, og tiJ þess
að varna þess, að synir ríkra höfðingja í forn-
öld, sérstajdega þeir sem áttu að taka við ríkj-
um eða búum feðra sinna, þá var siður að fé
það, sem í hernaði var fengið, væri ekki arf-
gengt, heJdur legðist í haug með þeim, sem
vann það, svo sá, sem við búsforráðum tæki,
yrði að afla sér fjár sjálfur, til þess að geta
baldið við ættar oðalinu, en að láta það ganga
ur greipum sér fyrir ómensku, var ófyrirgefan-
leg svívirðing.
VI. Landbúnaðarlöggjöf Norrisstjórnarinnar.
VIII. Mjólkur og smjör framleiðsla.
1 síðasta blaði mintumst vér á smjör fram-
leiðslu fylkisins, og hvernig að hún hefði auk-
ist á tíð Norrisstjómarinnar, úr þurð svo mik-
illi, a§ fylkisbúar þurftu að kaupa smjör handa
sjálfum sér, á þremur síðustu stjórnaráram
Roblins upp á $688,260, upp í framleiðslu svo
mikla, að á þremur síðustu stjórnarárum Norr-
isstjórnarinnar var öll þessi þurð horfin og
fylkisbúar seldu $d,341,904 virði af smjöri út
úr fvlkinu umfram þarfir sínar.
En þá var lítið meira en hálfsögð sagan,
því þar er hvorki talin mjólk sú, sem seld er í
bæjum, né heldur rjómi. •
Menn munu máske segja, að slíkt hafi átt
sér stað í stjórnartíð Roblins, þá hafi menn
drukkið ba>ði rjóma og mjólk.
En í því hefir og orðið framför. Síðasta
árið, sem Roblin sat að v’öldum, voru 737,838
pund af nýjum rjóma seld í fvlkinu til notkun-
ar við ti'lbúning kraprjóma og ýmsra fleiri
þarfa fylkisbúa, og var pundið selt á 32 cents.
og nam sú upphæð $236,108.
A síðastliðnu ári hafði sú neyzla fylkisbúa
vaxið úr 737,838 pundum af smjörfitu, upp í
2,457,342 pund, og er því þar um að ræða aukna
smjörfitu framleiðslu á stjómarárum Norris-
stjómarinnar, sem nemur 1,719,504 pundum,
og ef sú aukna framleiðsla er reiknuð til verðs,
með sama verði og var í stjórnartíð Roblins, þá
er þar um að ræða aukinn auð fylkisbúa um
$550,241.28 fvrir árið 1919 að eins.
En þegar maður tekur alla stjórnartíð
Norristjóraarinnar, sem er rétt og sjálfsagt -í
þessu sambandi, þá nemur sá aukni auður fyJk-
isbúa $1,$55,198.36.
Auk rjómans, sem fýlkisbúar hafa notað
til ýmsra þarfa, eins og sagt hefir verið, þá er
ótalin mjólkumeyzla fylkisbúa, en hún nam
$975,500 á síðasta stjórnarári Roblins.
A árinu 1919 nam hún $5,874,375, eða $4,
898,875 meira Jieldur en hún nam á síðasta
stjórnarári Roblins.
En Jiessi feikilegi munur liggur dálítið í
verðhælckun, A síðasta stjómarári Roblins,
1914, kostaði mjólkurpundið 2 cent, en 1919 var
j»að 3.9 cent. og er verðmunurinn því nálega
helmingur eða 1.9 cent. En til hægðarauka
skulum vér segja, að verðið hafi verið helmingi
Iiærra árið 1919, en það var árið 1914, nemur
. þá samt þessi aukna framleiðsla á árinu 1919
$2,937,187; en á allri stjórnartíð Norrisstjórn-
arinnar nemur liún $6,394,023.
Síðasta árið, er Rpblinstjórnin sat að völd-
um, eða árið 1914, voru framleidd í fylkinu
8.050,355 pund af smjöri og þar að auki var
smjör kevpt að til neyzlu upp á $142,720, sem
með því smjörverði, sem þá var (26.5 cent.
pundið), gjörir 536,679 pund.
Alls notuðu því Manitoba-búar til heima-
nevzlu það ár 9,187,034 pund af smjöri.
En árið 1919 var heimaneyzlan 10,804,225
pund, og hafa Manitobabúar þannig eytt
1,617,191 pmidum meira af smjöri til sinna eig-
in þarfa árið 1919, heldur en þeir gjörðu 1914,
snn gjörir, >þegar það er metið til verðs á gang-
verði því, sem var árið 1914, 328,555,61, og er
það líka aukinn auður og framleiðsla í stjóra-
a rtíð Norrisstjómarinnar.
Vér höfum þá til að byrja með á síðasta ári
Koblinstjórnarinnar smjörþurð hér í Manitoba,
sem nemur 536,679 pundum.
En í lok fjögra ára stjórnartímabils Norr-
isstjórnarinnar höfum vér:
Fyrst, bætt upp hallann á þessum 536,679
pundum, sem nemur........... ...... $142,720.00
Annað, selt smjör út úr fylkinu ....$5,138,896.00
Þriðja, aukið framleiðslu á rjóma
trl notkunar fylkisb.............. 1,055,198.36
Fjórða, aukna mjólkur framleiðslu
til heimaneyzlu um ............. 6,394,023.00
Fimta, aukna framleiðslu á smjöri
til heimaneyzlu................. 1,328,555.61
sein gjörir samanlagt........... $14,059,392.36
Enn er eftir ótalin ein framleiðslugrein
mjólkuriðnaðarins, og það er ostagerðin. En
hún hefir eins og smjör og mjólkur framleiðsl-
an tekið feikilegum framförum.
Arið 1914 voru framleidd hér í fylkinu
471,355 pund af osti, sem seldist fyrir 14 cents
pundið og nam sá tekjuliður fylkisbúa $65,989.
Við enda ársins 1915 var sú framleiðsla
fylkisbúa komin upp i 726,725 pund, árið 1916
var hún 880,728, árið 1917 komin í 1,093,887 pd,
árið 1918 var hún 976,612 pd. og árið 1919
679,885 pund.
Hin aukna framleiðsla í þessari grein á
stjórnaráram Norrisstjórnarinnar nemur því
2,000,058 pundum, og sé sú aukna framleiðsla
metin til verðs á sama verði sem fékst fyrir þá
vöru 1914 (14 cent pundið), þá nemur sá aukni
auður fylkisbúa $280,008.12.
Og hver er sá hugsandi maður, sem segir,
að vér höfum staðið í stað, eða neitar því, að
Norrisstjórnin hafi gengið til góðs götuna fram
eftir veg að því er þessa iðnaðargrein fylkisins
snertir, sem öll önnur velferðarmál þessf
• --------o--------
Á heimleið.
Þess var getið ,í síðasta blaði, að sendi-
manni heimaþjóðarinnar, . Kjiartani prófasti
Helgasyni, hefði haldið verið kveðjusamsæti í
Goodtemplarahúsinu, mánudagskveldið hinn 5.
'þ.m. og að daginn eftir hefði hann lagt af stað
suður til íslendingabygðanna í Norður Dakota
og Minnesota ríkjunum, í þeim tilgangi að
ljúka þar fyrirlestraferðum sínuiti meðal þjóð-
flokks vors vestan hafs, halda svo þaðan til
New York og taka sér far á Gullfossi heim.
Þegar fyrstu fregnirnar bárust af því
vestur á síðastliðnu sumri, að Alþingi Islend-
inga hefði fyrir milligöngu félagsins “íslend-
ingur” í Reykjavík, veitt styrk til þess
að senda mann að heiman til stuðn-
ings voru nýstofnaða Þjóðræknisfélagi, þá
sýndist einstaka mönnum innan vébanda vorra
verða einhvern veginn ónotalega órótt innan-
brjósts. Menn fóru að stinga saman nefjum
um það, hvaða erindi slíkur sendiboði mundi
eiga hingað, á hverjum væri líklegt að valið
lenti, hvort hann mundi verða ákafur flokks-
rnaður, ósjálfráður “agent” einhve/ra þeirra
kenninga heima, er eigi njóta nema takmark-
aðra vinsælda hér. Öðrum var þegar í önd-
verðu, og er ef til vilt enn, fremur kalt til hinn-
ar nýju þjóðræknisvakningar, og mundu lítt
syrgt hafa, þótt eigi hefði orðið af sendiför-
inni. En hvað sem öllum slíkum hugarburði
léið, þá kom sendiboðinn engu að síður, og
maður sá var Kjartan prófastur Helgason frá
Hruna, er ferðast hefir um bygðir vorar hér
vestra síðan í haust og líklegast fundið greið-
ari götu inn að hjarta Vestur-íslendinga, en
nokkur annar gestur að heiman, með allri virð-
ingu fyrir hinum, hverjum um sig.
“Nú er til vor kominn Kjartan prestur,
kennimaður heima’ á Fróni beztur.
Aldrei hefir hingað komið vestur,
hjartfólgnari vetrarsetugestur. ”
Þannig kvað K. N. í vetur. Ætli hann hafi
ekki kveðið þar fyrir munn flestra þeirra, er
urðu þeirrar ánægju aðnjótandi, að kynnast
séra Kjartani persónulega og hlýða á hugðar-
mál þau, er hann hafði að flvtja?
Hver verður árangurinn af komu séra
Kjartans? Hefir íslenzku þjóðemi vestan hafs
græðst nokkur andlegur auður við boðskap
Vetrarsetugestsins ?
Um svarið ætlum vér að allir geti orðið
sammála. Það getur ekki hjá því farið, að í
sporum jafn gáfaðs prúðmennis og sóra Kjart-
ans, hljóti að spretta einhverjir þeir laukar, er
fegri þjóðlífið á margvíslegan hátt. Hvað
margir og veglegir þeir verða, er undir oss
sjálfum komið að mestu leyti.
Her um bil síðustu orð séra Kjartans í
kveðjusamsætinu voru eitthvað á þessa leið:
“Ef svo færi, að þér yrðuð einhvers staðar vör
við nýgræðing í sporum mínum frá í vetur, þá
a>tla eg að biðja yður í öllum hamingjubænum
að amast ekki við honum, heldur sýna honum
alla nærgætni.” Og það er einmitt nærgætni,
sem allur nýgræðingur þarfnast mest.
Þjó^fæknisfélagið er nýgræðingur í lífi vor
Vestur-íslendinga. Ef allir sýndu því sömu
nærgætnina og séra Kjartan, mundi enginn
þurfa að óttast um framtíð þess.
Séra Kjartan er vinmargur vestan hafs
eftir vetrardvölina, og margri hlýrri kveðju
var hann beðinn að skila heim.
Honum var alment vel fagnað vestra, enda
duldist honum það ekki, að hvar sem leiðin lá
var hann alt af í systkina hópi, og mun tilfinn-
ingum hans í því efni bezt lýst með eftirfar-
andi vísu, er hann hafði yfir í kveðju samkvæm-
inu og sagði að flogið hefði oftar en einu sinni
í huga sinn á ferðalögunum í vetur :
“Gott er að reka sig alistaðar á
alúð og gestrisni landans,
og jafnvel í tötrum og tárum að sjá
tignarsvip norræna andans.”
EGLUBUNDINN SPARNADUR
Hefir það í för með sér að Mánaðar innlög verða
Eftir 1 ár.... $1 .... 12.20 $2 24.39 $5 90.98 $10 121.96
Eftir 2 ár.... .... 24.76 49.52 123.80 247.6«
Eftir 3 ár.... .... 37.70 75.41 188.52 377.04
Sparisjóðsdeild í hverju útibúi bankans.
The Royal Bank of Cansda
WINNIPEG (West Enil) BRANCHES
r.íir. Wllllam & Stierbrook T. E. TKoriteinson, Manager
Cor. Sargent & Beverley F. Thordarson, Manager
Cor. Portage & Sherbrook R. L. Paterson, Manager
Cor. Main & Logan M. A. 0’Hara Manager.
5%
VEXTIR OG JAFNFRAMT
0 ÖRUGGASTA TRYGGING
Leggið sparipeninga yðar í 5% Fyrsta Veðréttar Skuldabréf með arð-
miða — Coupon Bonds — í Manitoba Farm Loans Association. — Höf-
uðstóll og vextir ábyrgst af Manitoba stjórninni. — Skuldabréf gefin tlt
fyrir eins til tíu ára tímabil, i upphæðum sniðnum eftir kröfum kaupenda.
Vextir greiddir viO lok hverra sex mánaOa.
Skrifið eftir upplýsingum.
Lán handa bændum
Penlngar lánaðir bændum til búnaðarframfara gegn mjög lágri rentu.
Upplýsingar sendar tafarlaust þeim er æskja.
The Manitoba Farm Loans Association
WINNIPEG, - - MANIT0BA
mWlllHIHPIIIWlllMIIMWIIIMHIfm—IIIIMIfllflHMIIIWIIIMIIIMIfBMWWri
Minni Fiskimanna
Flutt á samkomu í Riverton2G. Marzz 1920.
Eg vildi fiska fisk, sem yrði étinn,
Og finnast vera þjóð og landi trúr,
En þannig fór, að flæktist eg í netin
Og fiskimaður varð að ná mér úr;
Svo flæktust iþið, mér jafnir í þeim efnum,
Og orsök þess var kaupmanns gri&avon,
En hann í ykkur náði, sem við nefnum:
Vorn “navigator”, Baldvin Anderson.
Hve margir þeir, sem moldum eru huldir,
pað megna ekki’ að stíga í sínar tær,
En ef þið ihengdir eruð fyrir skuldir,
pið aftur gangið, til að borga þær.
Og enga betri eiginmenn við iþekkjum,
En ykkur, kæru bræður, því er ver,
pið sjáið dauðir fyrir ykkar ekkjum
Og annist menn, sem taka þær að sér.
pið hafið víst af vosbúð nokkuð liðið,
í vakir steyptst á hausinn—nærri’ eg get, —
Og upp um sprungur annars staðar skiðið
Og ekki dregið færri’ en hundrað net.
Og margur, sem var myndarlega skaptur,
Fór móti veðri út um svellin köld
Og fraus í hel, en hefir iþiðnað aftur,
Og hér mun dansa tóu-brokk í kvöld.
í anda Vilhjálms unnuð þið æ betur
Til arðs og sóma norðurfarans bygð.
—pað er hann Magnús Markússon, sem getur
sagt maklegt lof um ykkar hetjudygð.
Og fyrir dirfð og drenglund, er þið sýnið,
Og dugnað úti’ á lífsins reginsjó,
pið eigið skilið bezta brennivínið.
Sem “bestilt” er til vor frá Ontario.
|
■
Og iþað var fyrr á öld að ykkar vizka
Af öllum bar í trúar fræðigrein,
Og æskilegt er enn, að vera’ að fiska,
Ef einhvern skyldi vanta lærisvein.
pað segja margar okkar ungu löndur,
Sem opna sjónir fyrir hverjum glans,
Að postullegur, gullinn geislavöndur
Enn glói yfir böfði fiskimanns.
Gutt. J. Guttormsson.
1
■
■
■
■
■
■
winaiiia
IWttlMWBWIIIIBlWiHHWIII
iniimum
Úr heimi hljómlistar-
innar.
Hljómleikar prófessor Svein-
björnssonar síðastliðið fimtudags-
kvöld tókust ágætlega, eins og
við mátti búast. Aðsókn var all-
góð, en hefði átt að vera miklu
betri. Ef til vill hefir Islending-
um hér 'í Winnipeg aldrei gefist
betri kostur á að kynnast söng-
listar hæfileikum Sveinbjörnsson-
ar en í þetta sinn.
prettán stykki voru á söng-
skránni og ekki færri en tíu af
þessum þrettán voru samin af
próf. Sveínbjörnssyni sjálfum.
Hið stærsta og veigamesta á
skemtiskránni var Sonata fyrir
Cello og Piano, eftir Sveinbjöms-
son, en spiluð af hr. Fred. Dal-
mann og kompónistanum sjálfum.
Sonatan er í þremur pörtum, eins
og vanalega á sér stað með son-
ötu-“form”. ^Mér fanst þetta verk
þola fullkominn samanburð við
samskonar verk frægustu höfunda
svo sem Griegs (op. 36) og fleiri.
Sonatan var spiluð af mikilli
list af báðum aðilum, enda báðir
mennirnir viðurkendir Jistamenn.
Að Sónötunni endaðri duttu mér
í 'hug orð Sehumann’s, tþegar hann
heyrði Chopin spila í fyrsta sinni
“Takið ofan, góðir hálsar.”
pað er þýðingarlaust að vera að
fjölyrða um tónverk Sveinbjörns-
sonar, iþau eru löngu orðin viður-
kend hj'á öðrum þjóðum og það án
allrar hjálpar samlanda hans.
Vafalaust skuldar íslenzka þjóð-
in engum manni meira en Svein-
björnssyni. “Styrk”laus hefir
hann rutt sér braut á sviði tón-
listarinnar, og það svo skörulega
að skara langt fram úr öllum
sínum samþjóðarmönnum, og enn
sem komið er engin hætta sýnileg.
pað sem mér finst merkilegast
við Svb. er, að hann virðist allstað-
ar jafn. Hann býr til stór lista-
verk og spilar þau ágætlega sjálf-
ur, og ekki nóg með það, heldur
spilar hann fjöldann allan af
stærstu verkum annara tónskálda,
svo sem Beethovens, 0hopin8 og
Liszts og fleiri. Sem undirspil-
ari á Svb. líklega fáa jafningja
og er það án efa að þakka (hans
víðtæku þekkingu á sviði hljóm-
fræðinnar, samfara meðfæddum
listamanns hæfileikuim. Og enn
er ekki alt sagt, þvi í viðbót við
það, sem að framan er skrifað, er
maðurinn einnig ágætur söng-
maður, því þó röddin sé nú farin
að gefa sig, ber hún iþess full
merki, að maðurinn hafi haft af-
burða bassarödd. Og enn er stór
ánægja að hlusta á söng hans, því
fölva bletti raddarinnar fyílir
hann upp með eldmóði sálar
sinnar.
Eitt finst mér sérstaklega eft-
irtektavert við Sveinbjömsson, og
það er, hvað list hans er lifandi.
Jafnvel þó hann sé að spila eða
svngja fyrir dottandi sálum, þá
samt brennur eldur í sálu hans.
Mér detta i hug orð Liszts, sem
hann sagði við nemendur sína:
“Ef þið ætlið að halda áheyrend-
um ykkar volgum, verðið þið sjálf-
ir að vera sjóðandi.”
Petta er stór sannleikur, þó ein-
kennilega sé til orða tekið.
Áherslur Sveinbjörnssonar eru
alt af 'ákveðnar og greinilegar, og
jafnvel einkennilegt að heyra slíkt
hér innan um flatnesikjuna ofckar
og meinleysið í tónaríkinu.