Lögberg


Lögberg - 29.04.1920, Qupperneq 6

Lögberg - 29.04.1920, Qupperneq 6
RLs. 6 LÖGBERG FIMTUADGilNN 29. APRÍL 1920. g3sgs3s=g“a5assasagBasrasasasasasasasas;n—.TTsasasasasa: VerBl vors aB geislum Vegl Ufslns 4. P- P. P- Hlýðni. Eitt af því, sem ávalt hefir verið merki um gæfu og gott uppeldi unglinga, er hlýðni. En það er víst fátt, ■sem unglingunum geng- ur eins illa að læra og venja sig á, eins og einmitt sú dygð, þrátt fyrir það, þótt ekkert sé, sem eins snemma er byrjað á að innræta barninu og ein- mitt lilýðni. \ Aður en bamið fer að hugsa eða skilja. þá er farið að halda lögmáli hlýðhinnar að því, en þrátt fyrir það er hlýðnin svo óaðgengileg, að barninu tekst aldrei að gefa sig henni á vald, nema með því að láta mjög á móti sér, og það er einmitt þetta mótla'ti, sem börnunum, ungum og gömlum, gengur svo illa að kera, þrátt fyrir það, þó mót- lætið hafi ávalt verið og verði lífdögg sú, er bezt hefir vökvað reiti hjartnanna. Það er heldur ekki æskilegt, að nokkurt barn verði þnell hlýðninnar. I>að er jafnnauðsynlegt og það er, að kenna börnunum hlýðni, að kenna þeim að vera sjálf- stæðum í hlýðni sinni. Eða með öðrum orðum, að kenna þeim að ski'lja hví nauðsynlegt cr fyrir þau, að beygja sig undir og hlýða vissum lífsreglum eða vissu lífs- lögmáli, sem reynsla liðinna alda hefir sýnt að ógæfa er að brjóta á móti. Af hverju er lilýðni óhjákveemileg. Uni þetta þarf ekki að skrifa langt mál, því hver unglingur, sem vill liugsa, sér og skilur að hlýðnin er ómissandi Það er til dæmis óhugsandi, að það félag geti orðið farsælt, þar sem börnin eru alin upp án J.esis að bera virðingu fyrir lögum þess og reglum, án þess að læra að hlýða landslögunum. Það er líka óhugsandi, að unglingar geti kom- ist upp með að taka alla hluti sem þeir girnast. Segja alt, sem )>eim dettur í hug, hvort sem það er fallegt eða ljótt, satt eða ósatt. Fyrir löngu, löngu síðan skrifaði maður eimi að nafni Rouseau bók, sem hann nefndi “Social Contract” (Samningar við mannfélagið). Þar dregur hann fram skyldur vorar, og ekki sízt hlýðnisiskyldur mannanna, ungra jafnt sem full- crðinna, við samtíð sína, og J>ó að sú bók mvndi ekki falla í sinekk nútíðarmanna, þá er sannleikur sá, sem hún flytur, jafn nýr og gagnlegur nú, eins og hann var þá. Menn hafa reynt óhlýðnina til þrauta, segir Rouseau, og hún hefir ávalt leitt til glötunar. Menn hafa gefið sig á vald ástríðum eigin- girninnar, J>ar til þeir létu ekkert standa í vegi á milli sín og þess, sem þeir gimtust. Það var sú tíð, að ef menn gimtust eignir annara, J>á fóru Jæir og tóku Jxær. Ef að manni var illa við einhvem, J>á fór hann og drap hann, ef hami gat, og tók svo fé hans. 1 þá tíð hlýddu menn ekki nema sinni eigin á- strfðu, og menn urðu þreyttir á því, sáu, að það v'ar með öllu óhæfa. Þess vegna fóru menn að láta á móti sér, fóru að hlýða réttlætislögmáli lífsins, og á þann hátt hafa menn koinist á J>að menningar og framfara- stig, sem J>eir liafa náð á vorum dögum. Samningur vor við samtíðarmenn vora. Ungi vinur! Hver er samningur þinn við samtíð þína? Vér vitum, að þú hefir ekki gert neinn skrif- iegan sanming, engan samning, sem undirskrifað- ur er með eigin hendi, og sem liggur til sýnis á skjalasafni ríkisins. En vær vonum, að þú hafi gjört hann í hjarta þínu; vonum, að hann sé ritaður á hjarta þitt með óafmáanlegu letri, — sáttmáli milli þín sjálfs, lífsins og guðs, um hlýðni við réttlætislögmál heimsins og kairleikslögmál hans. Vér segjurn ekki, að J>ú eigir að hlýða öllum manna boðorðum, nema að Jnrí leyti sem þau bvggjast á þvrí, sem er ábyggilegra og meira — réttilætislögmáli lífsins og kærleikslögináli guðs, sem, þegar réttor á litið, er eitt og hið sama. Þessu lögmáli átt þú að hlýða, eins gjörsamlega og óhikað og gufuvagninn lætur að stjórn vélar- stjórans, og það sem gufan er gufuvagninum, það á viljinn að vrera 'þér til framkvranndar J>ess- ari skyldu skyldnanna — hlýðnisskyldunni vrið kærleiks og réttlætislögmál guðs og manna. Upp af rót sannrar hlýðni spretta hin fegurstu lífsblóm mannanna. Úrræði Aica. Umsátin um Tlemcen í Algeríu hafði staðið all-lengi og íbúarnir voru aðframkomnir af þreytu og liungri. Hinn daglegi skamtur fólksins fór stöðugt minkandi, prísar hækkuðu upp úr öllu viti og fá- tæka fólkið var farið að deyja úr liungri víðs- vegar. Sjúkrahúsin voru full af veiku og vonlausu fólki; hvar sem litið var blasti við augum eymd og aílsleysi, og jafnvel J>eir, sem hraustir voru og ungir, voru búnir að missa alla von. Dagur von- leysisins, þungur eins og blý, grúfði yfir bænum Tlemcen. Crt xir vandræðum og í ráðaleysi kallaði borg- arstjórinn íbúana á fund. ‘‘Vinir mínir,” sagði hann, “það liggur ekk ert fyrir okkur annað en gefast upp. Forði vor og efiú eru þrotin, og vér getum ekki varist hung- urdauða.” Mennirnir hlustuðu á orð borgarstjórans með l>ögn, sem var þung eins og sorgin, og þungur grátekki heyrðist frá mæðrum þeirra, eiginkonum og systrum, sem J>ar stóðu í þyi-pingunni. Eftir að jwgnin hafði ríkt í nokkrar mínútur, tók gömul kona eig út úr hópnum, sem Aioha hét. Andlitið var fölt og árin höfðu skilið eftir hrukk- ur á J>ví. Augun, sem voru undir brúnum bæði miklum og gáfulegum, virtust stara langt út yfir með- borgara liennar, út, út í geiminn, og enginn vrissi, hvað hún sá þar, og þegar hún gekk fram, þá var eins og eldur fyrirlitningar sindraði úr jæim. Hún rétti úr sér, svro hún varð þráðbein og kempuleg. “Nei, nei,” hrópaði hún, “látum oss ekki gef- ast upp strax. Eg hefi hugsað mér ráð, sem má- ske getur bjargáð oss, með hjálp spámannsins Mohamet. Ef þér að eins hlýðið skipun minni, þá leggja fjandmexmirnir á flótta og vér frelsumst frá þeirri niðurlægng, að þurfa að gefast upp.” Framkpma og svpur gömlu konunnar hafði svro mikil áhrif á borgarstjórann, að liann kallaði •i hana til sín og spurði hvert ráð hennar væri. 1 málrómi, sem heyrðist um alt torgið, tók Aicha til máls og sagði: “1 fyrsta lagi, J>á verðið J>ið að útvega kálf.” “Kálf,” endurtók borgarstjórinn forviða, og bætti við: “Sá síðasti var skorinn fyrir löngu. Það er með öllu ómögulegt að útvega kálf núna. Slík skepna vræri virði þunga síns í gulli.” En Aicha vfir ekki af baki dottin, heldur krafðist þess að kálfur yrði fundinn; og menn fóru að leita, og fundu snjóhvítan kálf, sem gam- all auðkýfingur liafði falið, til þess að geta feng- ið enn hærra verð fyrir hann. Þrátt fyrir hótanir og bænir eigandans, var kálfurinn tekinn, og þegar komið var með hann til Aiclia, lék bros um hið föla og magra andlit hennar. “Nú vrerðið þið að sækja korn,” hrópaði hún. “Það er ekki eitt einasta korn til, og þú ættir að vita það”, svaraði borgarstjórinn ójiolimnóð- iega. “Leitið hús úr húsi,” sagði Aicha í skipandi rómi. Og fólkið fór af stað, og menn komu brátt aftur með nóg af korni til Jæss að fylla rnælir. Aiclia helti ofurlitlu af vatni í J>að og gaf bað svro kálfinum, sem var orðinn mjög svangur. “Þetta er óhæfileg eyðslusemi,” sagði borg- arstjórin með þvkkju. “ Veiztu ekki, að börnin alt i kring um okkur eru að deyja úr hungri, og þú dirfist að fara svona illa með kornið.” Aicha hélt áfram að gefa kálfinum, eins og hún hefði ekki lieyrt ásökun borgarstjórans, þar fil hann gjörðist svo styggur, að hún gat ekki þagað. “Hinrdið J>ér ekki áform mitt, herra,” svar- aði hún, “og eg skal fullvissa yður um, að fjand- menn vorir munu hörfa til baka.” Svo hann ypti öxlum og lét hana eiga sig. Þegar kálfurinn var orðinn fullur og feitur, leiddi hún liann út að borgarhliðinu, og bauð mönnunum, sem þar voru á verði, að opna það. En J>að þverneituðu J>eir að gera, unz borarstjór- inn kom sjálfur og skipaði þeim að gjöra það. Og þegar að síðustu hliðið var opnað, þá slepti Aicha kálfium út um J>að, og fór hann undir eins að bíta gras á flöt, sem var rétt fyrir utan borgarhliðið. En hann fékk ekki að vera þar í næði lengi, j>ví hermenn konungsins, sem um borgina sat, tóku hann og færðu með mikilli gleði lieim í tjald herra síns. Þegar j>eir komu í tjaldið, }>ar sem konung- urinn sat á ráðstefnu ásamt herforingjum sín- um, varð þeim undur starsýnt á kálfinn, og þegar ]>eir höfðu heyrt hvaðan hann hefði komið, hnykti konungi mjög við og sagði: “Eg hélt að borgarbúar væru með öllu vista- lausir, en ef svo væri, J>á befðu J>eir vissulega slátrað kálfinum sjálfir.” “Klfurinn er heldur holdgrannur,” sagði einn af herforingjum konungs. “Saint er athug- un yðar hátignar á rökum bygð, Jæir hljóta að liafa meiri vistabyrgðir en vér, annars hefðu þeir etið þennan kálf fyrir löngu.” Þegar herinn frétti um þennan atburð, varð liann mjög órólegur. En konungurinn lét það boð út ganga, að sökum þess að þeir hefðu ekki smakkað kjöt í langa tíð, skyldu þeir taka kálfinn og matbúa hann sjálfum sér. Heimennirnir létu ekki segja sér J>etta tvisvar, heldur skáni þeir lrálf- in tafarlaust, og þogar J>eir fundu mikið af óineltu korni í maga kálfsins, urðu J>eir alveg forviða yf- ir vistaforða Tlemcen manna. Konungurinn varð mjög hugsjúkur yfir J>essu og mælti: “Ef að borgarbúar hafa korn enn af- gangs til að gefa gripum sínum, þá erum það við en ekki þeir, sem sveltum í hel, ef umsátinni held- ur áfram. ” Herforingjarnir urðu nauðugir að gefa sam- J>ykki sitt til J>essa, J>ví J>eim var öðrum fremur kunnugt um þá míkilu óánægju, sem átti sér stað út af þurð á vistum, og ef það lagaðist ekki, þá var ekki sjáanlegt hvernig hægt væri að komst lijá upphlaupi á meðal hermannanna. “Það er ekki til neins að halda þessu áfram lengur,” sögðu þeir og það var endurtekið af öllum henium. Nóttina eftir hvarf herinn eins og Aiclia hafði spáð, og þegar sólin rann upp yfir sléttuna næsta morgun, þá skein liún J>ar ekki á eina ein- ustu óvina herbúð. Ráð Aicha hafði frelsað bæjarbúa, og í Jrnkk- lætis skyni settu þeir hana á stóí og báru á öxlum sér um allar helztu götur borgarinnar, og fagnað- aróp fólksins kváðu alstaðar við. En borgarstjórinn tók að sér að sjá um, að Aicha gæti átt góða daga J>að sem eftir vrar æf- innar. Hugrakka kvekarakonan. Það var áliðið dags 2. desember 1777. Dálít- ill snjór var á jörðu og vindurinn feykti honum fram og aftur um göturnar í Philadelphia, og hús- in í bænum voru þakin hvítri hélu. 1 liúsi einu við götnúmer tvö sat kona út við glugga. Hún hafði hettu á höfði, eins og Kvek- arakonum er títt. Hún liorfði hugsandi í gaupn- ir sér og hafði látið prjónana falla í kjöltu sína. Hún sat hreyfingarlaus og augunum rendi hún út í gluggann við og við og varp mæðulega öndinni, er hún sá rauðklæddan varðmann ganga fram og aftur með fram húsaröðinni liinum meg- in í götunni. » Bretar höfðu náð Philadeljihiu á vald sitt og húsið, sem var beint á móti liúsi hennar í götunni, var aðsetursstaður How hershöfðingja. Eftir stutta stund sá hún, að dyrunum á húsi l>ví, sem Biætar höfðust við í, var lokið upp og út kom brezkur liðsforingi, og konan heyrði glögt, þegar varðmaðurinn stanzaði og setti byssu- skeftið niður á gangstéttina til þess að heilsa for- ingjanum. Liðsforinginn gekk beint yfir götuna, og áð- ur en konan gat áttað sig, heyrði hún að barið var að dyrum. Hún stóð á fætur, lauk upp hurðinni og bauð brezka liðsforingjanum inn. “Get eg nokkuð gert liðsforingjanum til þægð ar?” spurði hún án þess að málrómur liennar gæfi nokkuð til kynna geðshrairingu þá hina miklu, sem hún var komin í. “Mér Jxetti vænt um, ef eg mætti halda fund með nokkrum liðsforingjum í húsi yðar í kveld,” svaraði liðsforinginn. “Og munið eftir l>ví, frú Lydia, að sjá um að allir fari snemma að hátta í kveld, svo þeir verði sofnaðir þegar við komum. “En J>egar eg og félagar mínir hafa lokið verki, skal eg sjálfur vekja yður, svo J>ér getið lileypt okkur út og slökt Ijósin.” Undir eins og brezki foringinn var farinn, tók Lydia að búa til kveldverðar, svo að alt væri til reiðu, þegar maður liennar karni heim. En á meðan hún var að }>ví, var hún að hugsa um J>enn- an fund, sem átti að verða, og einhver óskiljan- legur en skerandi kvíði virtist gagntaka hana. Brezku liðsforingjarnir höfðu haldið fundi í húsi hennar áður, og hún hafði aldrei fundið til slíks kvíða. Þessi íundur hlaut að hafa einhverja sérstaka og mikilvæga Jiýðingu. Undir eins og máltíðinni var lokið, lét Lydia íólikið fara að hátta, og skömmu síðar var barið að dyrum. Lydia tók sér kertaljós í hönd og gekk til dyra og lauk upp fyrir foringjunum. Svo læsti hún húsinu og fór upp í svefnher- bergi sitt og fleygði sér út af í rúini sínu í öllum fötunuin. Hún reyndi til að sofna, en henni var J>að ó- mögulegt. Kvíðinn og óróleikinn, sem hún hafði fundið til um kveldið, liertók hana. Og hvað eft- ii’ annað kom þessi spurning fram í huga hennar: “Hvað skyldu þessir brezku herforingjar vera að bollaleggja?” Hún var sannfærð um, að J>að væri að minsta kosti ekkert gott fyrir her landsins, sem hún elskaði. En hún lá kyr, augun störðu út í myrkr- ið, sem lagðist að henni frá öllum hliðum, og hún neri saman hönduin í skerandi örvænting. Þannig lá hún litla stund, þar til þetta varð henni ofraun. Hún settist upp í rúminu, tók af ser skóna og læddist hljóðlega út úr herberginu. Ofan stigann læddist hún, ofan í ganginn og þar stanzaði hún í bili, óráðin í hvað gera skyldi. En J>á heyrði hún óminn af tali liðsforingjanna, sem á fundinum sátu innan við hurðina, er hún hafði stanzað við. Henni varð að hlusta, og hún heyrði orð, sem kom blóðinu til Jæss að stökkva fram í kinnar henni. Hik og kvíði var horfinn á einu augnabliki, hún lagði eyrað við skráargatið og heyrði skýra og greinilega karlmannsrödd, sem var að lesa, og J>að sem liann las, var skipun til brezka hersins að leggja til atlögu við Bandaríkja- Iierinn, sem sat í lierbúðum sínum við Wliite Marsh, og koma að honum óvörum. Lyda hafði nú fengið að heyra nóg, hún lædd- ist aftur upp á loft og inn í herbergi sitt, lagðist niður og reyndi að stöðva ákafan lijartslátt, sem setti að henni, svo hún gæti liugsáð. Eftir að hún liafði legið þannig nokkum tíma, var klappað liægt á herbergisdvrnar. Lydia skevtti J>ví engu. Það var ekki úr vegi, að láta liðsforingjann halda, að hún svæfi. Aftur var barið á hurðina, og enn var stein- liljóð. í þriðja sinn var barið og var auðlieyrt að sá, sem úti var, gjörðist órór, því liann barði Jætt á dyrnar. Lydia reis á fætur og lauk upp hurðinni, og það var eins og hún liafði haldið, úti fyrir var brezki liðsforinginn, kominn til þess að láta hana vita, að fundinum væri nú lokið og að þeir væru tilbúnir að fara. Þegar liðsforingjarnir voru farnir, fór Lydia aftur til svefnherbergis síns og liáttaði, en lienni kom ekki svefn á auga alla nóttina. Hún bylti sér í rúminu og liugsaði um ekkert anað, en hvernig hún ætti að fara að frelsa landa sína frá þeirri ægilegu hættu, sem vofði yfir liöfð- um þeirra, og spursmálið var hvernig, hvernig? Ef að hún segði manni sínum frá J>essu og beiddi hann hjálpar, }>á mundi það stofna lvonum í bráða hættu. Hann væri J>á orðinn sekur um Jiátttöku í þessu leyndarmáli. Nei, nei. Ein yrði hún að rtáða fram úr þessu vandamáli. “Hinmeski faðir,” bað hún, “leiðbeindu barninu þínu á þessum hættunnar tímum.” 0g }>að leið ekki á löngu, þar til hún hafði ráðið við sig livað hún skyldi gjöra. Hún gat ekki sofið, en hún gat nú beðið róleg komanda dags. Hún vissi hvað hún átti að gjöra daginn eftir. (Framli.) Brennipunktur kœrleikans. 1 síðasta liefti af Anglo-France Review svar- ar fyrverandi forsætisráðherra Frakka, M. Clem- enceau, stúlku einni, sem hafði kvartað um það við hann, að sér vrði alt til leiðinda, á Jiessa leið: “Mademoiselle, yður finst að leiðindin séu að gera út af við yður. Eg vorkenni yður. “Þér spyrjið mig, livort við því séu nokkur ráð. Já, að eins eitt: “Elskið einhvern eða eitthvað. Hrindið sjálfselskunni af stóli. Helgið sjálfa yður ein- liverju, verið hluttckningarsöm og sýnið öðrum meðlíðan. Fegurð er ekki skilyrði til þess að elska. Þér þurfið að gleyma sjálfri yður í um- hugsun eða umhyggju fyrir öðrum. Það er brennipunktur kærleikans. Sá sem fer út til þess að sá frækomi trúar- innar, vonarinnar og kærlei'kans með tárum, kem-' ur til baka með bindi gleðinnar, sökum þess að eðli J>ess útsæðis er að framleiða ávexti gleðinn- ar. — Cecil. Enginn maður, sein veit sjálfan sig sekan, kemst hjá J>ví að sál lians sé með sverði gegnum stungin. — Tillotson. Kæíleikurinn er það afl, sem liimnafaðirinn hefir gefið til þess snerta steinhjörtu mannanna, þegar öll önnur ráð þrjóta. Röksemdum sinna þeir ekki, höggi svara þeir með höggi, framtíðar- J>örf með nútíðar nautn. En kærleikurinn er sú sól, er grimdir vetrarins sjálfs fá eigi staðist. Það er ekki einn maður af miljón, né eitt þús- und menn af öllum íbúum jarðarinnar, svo harð- hjartaðir, að kærleikurinn nái ekki út til }>ess að þíða Jtað.—Tupper. Bleiks-vísur. Yfir dali, ár og fljót, illa’ og góða vegi láttu, Bleikur, fiman fót feta’ á þessum degi. Eykur Bleikur sprett á sprett, spyrnir við af afli, um harðar urðir líður létt, logar á hverjum skafli. Kastaði grjóti fótum frá, fjölga tóku sprettir; hamra-beltin hermdu þá hófa-isláttinn eftir. Vertu hress, þótt löng sé leið, láttu sjá, hvað getur; fyrir J>essi förin greið færðu strá í vetur. Sýnir hann öllum sömu skil, sem að við hann reyna; þegar karlinn þrífur tij, þeir eru að kvarta’ um steina^ Ljóðmcdi. Páls ólafssonar.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.