Lögberg - 10.06.1920, Blaðsíða 2

Lögberg - 10.06.1920, Blaðsíða 2
Uís. 2 LÖGBERG FIMTUADGINN 10. JÚNÍ 1920 Lœknast að fullu af Eczema. LÆKNING, SEM GAF FULLAN ARANGUR. Wasing, Ont. “Eg hafði svo illkynjaða weep eczema, að föt mín urðu stundum rennvot. “Eg hafði þjáðst í marga mán- uði án afláts þar til eg reyndi “Fruit-a-tives” og “Sootha Salva Alls hefi .eg notað þrjár öskjur af “Soobha-Salva” og tvær af Fruit- a-tives og er nú alheil.” G. W. Hall. Bæði þessi meðöl fást í lyfja- búðum og hjá kaupmönnum; kosta 50c. askjan eða 6 fyrir $2.50, fást einnig gegn fyrirfram borgun frá Fruit-a-tives, Limited, Ottawa. — Reynsluskerfur af Fruit-a-tives fæst á 25c. “Heimur versnandi ferM Eftirfarandi grein- stóð í tveim New York blööðum, send þeim af ^sérstökum fréttaritara, ónafn- greindum, þýdd hér úr tímaritinu Lterary Digest. Um sann á inni- haldinu verður hér ekki borið, því að fréttir eru ekki tíðar úr landi því, er hér ræðir um. I. Frá Pý/.kalandi. Svo er sagt, að í Berlínar borg hafi aldrei verið óhrein og ógeðug fátækra hverfi eins og finnast í cðrum stórborgum Evrópu, en nú er mælt að umskifti séu að verða á því til hins verra, og jafnvel að þar sé verið að hverfa aftur til þess búnaðar og húsa (svo kall- aðra), sem tíðkuðust á miðöldun- um. Engin ný íbúðarhús eru reist þar að sögn, nema skúrar og sjantar úr borðum eða leir (mud). Eigi að síður hefir íbúatalan auk ist svo að nú búa fjórar miljónir þar sem þrjár bjuggu fyr. Alla vega út frá borginni-má nú sjá hverfi af torfþöktum kofum úr óbrendum leir, og svo mikið ligg- ur þessu fátæka fólki á híbýlum, að tilsögn er gefin út af því op inbera, hvernig skást sé að koma þeim upp. Búningur fólksins er sagður fara eftir þessu, alt dreg' ið við sig í klæðaburði, sem hægt t'r að vera án, hvorki brúkaðir sokkar né stígvél, heldur pjötlur úr leðri, sem hlífa iljunum. pessu samfara er sögð mikil afturför í þjóðfélags lífi. pað sem mest ber á í því efni, er mikill munur auðs og örbirgðar. peir ríku berast mikið á og eyða óhóflega, svo að nærri stappar óviti; þeir fátæku lifa í ótrúlegri örbirgð. peim ríku fer áftur vegna hófleysu, þeim fá- tæku hnignar, þvingaðir aftur á því ekki þarf lengi að ganga ti] bak af svipuhöggum skorts og vandræða. Landráð eru á ringul- ieið, útlegð er farin að tíðkast, íólk hirðir ekki um hæversku í framgöngu eða klæðaburðj og •margt annað er talið er sýnir, að þeir þýzku eru sumstaðar horfnir aftur til lífernismáta, er tíðkaðist í myrkri miðalda. peir, sem eitt- hvað eiga, virðast hneigjast að sællífi og sífeldum skemtunum og mist við það löngun til að vinna arðsama vinnu. Nýju fyrirtækin í Berlín eru' vínsöluhús, dansa- búðir og tedrykkju skálar, og þar með búið. öll þessi skemtana- stæði, gömul og ný, eru troðfull á hverju kveldi af kátum svallhjú- um, en þeirra helzta hllutverk virð- ist vera, að sýna hina mestu sundurgerð í klæðaburði og hæ- verskuleysi, svo og gimsteina- djásn við kámuga dansa. Sá sem segir frá, lætur svo sem varla muni hófleysan í Rómaborg, sem lengst er til jafnaö, hafa verið á við þann klámuga vikivaka brag, sem í Berlín megi sjá nú á dögum! Aldrei hefir vín komist þar í slikt geypiverð sem nú og aldrei verið eíns mikið drukkið af því. Svallarar þeir sýnast ekki virða peningana neins; þeir kalla bréf- peninga “pappírsmiða” og sækj- ast fast eftir að skifta þeim fyrir drykkjuföng. Freklegar sýningar eru tíðar, er mjög kenna byrgis- skapar, er uppáhalds leikmeyjar sýna dansa, en þegar áhorfendur gerast örir af drykknum, ganga þeir í leikinn og þykir hver mest- ur, er minsta blygðun sýnir. Siðir er horfa til viðhalds þjóð- félagsins, virðast hrörna. Sklnaðir hjóna fara mjög í vöxt, segir höf., þó ekki sýnist mikil þörf á því. Hjúskaps stofnun þverrar að því skapi sem hitt eykst, enda segist maðurinn ekki hafa séð mikla þörf á því standi. Fólk er farið ^ð líta á hjúskapinn sm eina af "gömlu kreddunum, sem voru á gangi fyrir stríðið.” Pegar skift er um bústað í Ber- lín, verður að segja til um hagi sína á stjórnar skrifstofu, og það mikið nákvæmlega, álíka og þá manntal er tekið. petta hefði kom- ið mörgum í vanda, ef ekki hefði viðkomandi stjórnarþjónar lofað að halda högum þeirra leyndum. Höf. segir stjórnina undir niðri örva þetta siðferðis los, hennar á- form sé að grafa undan hjóna- bandinu, svo sá hlekkur Iiggi ekki á frelsi komandi kynslóða, því er stjórnin ætlar að fyrirbúa þeim. péir sem nú eru uppi, eru smátt og smátt vandir viðybreytinguna, 3vo að segja megi, þegar til kem- ur, að krafan um umskiftin komi trá sjálfri þjóðinni. Svo má segja, að ekki sé meira bilið á milli kofanna sem nú er hrúgað upp úr óbrendum leir, og íbúðargarða hinna þægilegu og vel smíðuðu, er tíðkuðust fyrir stríðið, heldur en siða þeirra er nú gerast og þeirrar hegðunar, sem fyrir stríðið tíðkaðist. Sam- kvæni, sem sagt er að átt hafi sér stað á steinöldunum, sýnist auk- ast ört? svo að varla má á milli sjá hvort hraðari skrefum fer, ó- skoraður samgangur karla og kvenna eða leirkofa gerðin, en hvort tveggja er tizka frá löngu horfnum öldum. Um lagabrot, hversu tíð eru, fer mörgum sögum. pýzkir voru áð- ur fyr annara forsprakkar í trú- arbrögðum, en sýnast nú hafa týnt niður trúnni; kirkjur standa tómar, en safnaðarlimir ganga krókastigu til gleðskapar eða af- brota, sem höf. fákænlega kennir því, að þýzkir hefðu heitið að kasta trú, ef þeir yrðu undir stríðinu. Berlin var fyrmeir siðugri borg en flestar aðrar, og betur stjórn- að, en er nú flestum löglausari. Rán og þjófnaður og mannvíg eru mjög tíð og féhættuspil almenn í öllum pörtum bæjarins. Hinir auðugu fjárdráttarmenn, eigi sið- ur en vesælir sem fremja sitt brask og brögð á gatnamótum — hvarvetna er beitt öllum brögðum sem kænum geta i hug komið, til að féfletta fólkið. Allar stéttir virðast óðfúsar að skemta skratt- anum nreð því að ganga í þennan trylda hringdans útsláttar og af- brota. Margir eru iðjulausir og fá ekki þá atvinnu, sem þeir voru vanir viðf ganga í flokka til rána og stulda með mjög margvislegu móti. Ekki þarf annað en ganga ó. vissar slóðir til að sjá stóran skara af glæfrahrottum stunda iðju sína opinberlega, svo að manni má þykja líkara námubæ í Amríku, heldur en hinni siðfáguðu Berínarborg. Götur, sem fyrrum voru velkendar að fagurlífi, virð- ast hafa skift um ham og orðnar að almenningi þar sem allskonar óföögur launráð eru ráðin. Marg- ir af útlögum þessum hafa hver sína bækistöð og eiga þar mót og ráða þar ráðum sinum. paðan leggja þeir upp til annara borgar parta, til þess að fremja innbrot, rán og stuldi. Jafnvel ókunnug- ir sjá þess víða merki í borginni hafa það. “í því greiðasöluhúsi sem eg bjó í í Hamburg, sá eg kvennfólkið oftlega standa upp úr sætum sínum fara þangað sem einhver hafði gengið frá leyfðu og hirða bitann, láta hann í poka eða körfu, er þær höfðu með sér haft, beint í því skyni, og hafa á burt með sér.” Klæðnaður er. svo dýr, að marg- ir eru illa til.fara. Flest heimili eru gersamlega rúin að fatnaði því að íveruföt hafa verið gerð úr öllu sliku. Hvað fátæka fólk- ið tekur til bragðs, þegar þau eru útslitin, er bágt að segja, því að langt sýnist verðlækkun eiga í land. Búðir voru nálega með öllu tómar í stríðslok en eru troð- fullar orðnar og margar skraut- legar, en vörurnar geta ekki aðr- ;r keypt en þeir ríku. Klæðnaður kostar nú meira en verst gerðist í stríðinu. pá var lítið að hafa að vísu, en það sem til var, var hverjum einum vísað á með spjöld uml og «elt sanngjörnu vertfi.^ Nú kostar ódýrasti klæðnaður, saumaður eftir máli, 1300 mörk, kvennbuningur frá 1000 til 3000 mörk, skyrtur 60 til 100 mörk, nærföt álíka, kvenntreyjur 80 til 300 mörk, baðmullargokkar 10 til 20 mörk og alt eftir þessu.. II. Frá Rússlandi. Alveg nýjar fregnir eru birtar írá Rússlandi þessa dagana, af fregnritara sem segist 'hafa ferð- ast í óleyfi um það land. Hann segir -stefnu stjórnarinnar þar á fallanda fæti, ekki vegna mót- stöðu auðvaldstéttanna, heldur vegna þess að bændur og verka- inenn séu komnir í þrot af mat- vælaskorti og farsóttum, sem hungri fylgja. Hann segir nauðsynjar svo dýr- ar að jafnvel hátt launaðir menn, rneð 3,000 rúblur á mánuði, eigi bágt með að komast af. Braufj segir hann að kosti 500 rúblur hvert pund. Fæðið í þeim stöð- um sem settar eru upp af hálfu þess opinbera er hálft pund brauðs cg kál með þunnu súpulapi, sem hann segir alls ónóg viðurværi. Strætisvagnar sjást pvíða, og eng- ir hafa bifreiðar nema þeir sem riðnir eru við stjórnina. Stóru búðirnar eru lokaðar og matsölu- ,staðir. J á mbra uta r ferð i r eru allar úr lagi og varla hægt að fá leyfi til að ferðast með þeim s€jm að sjá dyr og glpgga, sem brotin hafa verið nóttina fyrir, og víðast sjást merkin eftir handhægar glerskurðarvélar á gluggum Falskir lyklar og tól til húsbrota eru smíðuð og seld og ekki farið dult með. Um kirkjuna segir þessi maður (sem dvaldi á þessum stöðum fyrraveýur) að óvistlegri staði sé ekki gott að finha. pær eru hita- lausar af kolaleysi og illa lýstar Ekki hringja klukkurnar snjöllum rómi eins og i fyrri daga, því að þær voru bræddar í byssur og eir og kopar sem í þeim fanst, slíkt hið sama:' Söfnuðir eru fámenn- ir, fólkið óglatt og yfirbragðs- dauft sem sækir þær og skjálf- andi af kulda sem vonlegt er. Iíaup presta hefir ekki hækkað, þó prísar séu átta sinnum hærri en fyr, og er því margur þeirra á meðal nauðulega staddur. Sem dæmi þess hve þýzku þjóð inni hefir farið aftur, er það tal- ið, hve mjög hættir heima fyrir og á almenningsfæri eru orðnir ruddalegri en áður.. Leiðarvís- irinn virðist vera hið alþekta: “Sjái hver um sig og fjandinn um okkur alla”, að áliti þess sem seg- ir frá þessu. Nefnir hann sem dæmi að troðning hafi hann oft- lega séð um strætis og járnbraut- arvagna, líkast knattspyrnu kös, og jafnvel þegar fátt er um hrind- ir fólk hvað öðru og ryðst um fast og í því tilliti segir hann kvenn- fólk ekkert betra, nema síður sé. Ef einhver hliðrar til fyrir burða- litlum eða gamalmenni þá ryðst hitt í þá vök og sá sem meinleysið sýndi af sér á á hættu að verða af ferðinni í það sinni. Ruddalegt háttalag heima fyr- ir, er bein afleiðing af stríðinu. Fólk lagði niður hæverska borð- siði af langvarandi hungri meðan stríðið stóð og vopnahléið. Sá sem ekki hefir reynt að svelta heilu hungri getur alls ekki gert sér í hug hvernig það er, hversu fáránlega óþarfir allir borðsiðir verða, sem standa fyrir þvi að koma matnum í sig, svo miklu sem mögulegt er á sem allra liðugast- an hátt. pýzkir eru matmenn í verunni, og lystinni þarf ekki að I.vsa eftir margra ára sultarvist, og oft voru hnífar og forkar lagð- ir til hliðar og fingurnir látnir cnn eru á skriði. Að verzla með matvæli segir hann sé brot gegn lögum og al- staðar sjást betlarar sníkja brauð. Bæjarbúar í Moscva láti alskonar innanhúsmuni og stáss- gripi til boða í skiftum fyrir brauð. Verksmiðjuvinna er ná lega engin í sumum iðnaðar- greinum, í sumum er hangið við ,verk hálfan daginn. B'réfpen- ingar eru nálega einkis virði og af mörgum hafnað, kjósa heldur vörur í skiftum. Hann segir marga hafa reynt að troða upp sig gimsteinum fyrir brauð. Stjórnin haldist í völdum^yrir hræðslu sakir fólksins. Hennar þjónar ganga vopnaðir og her- menn eru alstaðar á ferli. pó ærin sé óánægja og foringjar séu til, þá sé svo að fólkinu sorfið af skorti, að það hafi ekki sinnu á að gera uppreisn. Aðrar fregnir er betur bera söguna séu fegrað- ar, stjórnin villi fréttariturum sjónir og varni þeim að sjá hið sanna, enda leyfi engum umferð nema þeim sem hún megi ‘treysta’ til að bera sér vel söguna. pannig hljóðar frásögn þessa inanns. En það er víðar enn frá þessum löndum sem fréttir berast um að hart sé í ári. pað virðist ganga sæmilega jafnt yfir ver- öldina, ef fréttum mó trúa, að úáran” allskonar sækjr á féalgs- skap mannanna, um stundarsakir Nýja Sjálandi hafa ýmigust á þeim kínversku, |sömuleiðis af meðferð verkalýðs, þeirri er mjifg svipar til þrælahalds, þó með samningum eigi að heita gerð. En þeir sem landinu stjórna segja að ef svo búið standi, muni hið ræktaða land fara í auðn, og þar með sá ábati fara forgörðum er af eyjuum hefur hafst til þessa. Verkfall enn. Fiskimenn á Winnipegvatni heimtuðu hærra verð fyrir veiði sína, 7 cent iá pundið, en til sam- komulags slógu þeir lítið eitt af þeirri kröfu ef “Félögin” vildu slaka til á bátaleigu og vista- verði. Sú tilslökun kom ekki fram, svo veiðimenn hættu vinnu. Nú er engin branda veidd á öllu vatninu, að sögn. Veiðimenn segja netjagarn komið í svo hátt verð og állt annað, sem til útgerð- arinnar þarf, að þeir sjái sig til knúða að heimta meira fyrir veið- ina. i Hlustir í sjó. Mrs. Anderson vóg aðeins 87 pd. “Hafi nokkur ástæðu til að vera þakklátur fyrir Tanlac þá er eg það vissulega,” segir kona í Winnipeg. Vandi að vegsemd. Nokkrar af eyjum pjóðverja í Kyrrahafi, komust í hendur Nýja Sjálandsmanna, samkvæmt samn- ingum á friðarþinginu. Nokkrir heldri menn úr stjórn og þingi gerðu sér nýlega ferð þangað til ?ess að grandskoða það hnosis er landi þeirra hafði fallið í skaut. ?eir draga enga dul á, að sögn, ð þeim stafi vandi af meðferð jessara nýju eigna sem er eylönd til og frá um hafið. Eylöndin eru frábærlega frjósöm og svo á- kafur er vöxtur jarðargróða, að >egar hverfur hið ræktaða land undir villigróður ef slegið er slöku ið að yrkja það. Hinir innfæddu eru svo fáir orðnir eftir, að miklu meiri vinnukraft þarf til að halda við hinu ræktaða landi, en þeir geta í té látið, þó þvingaðir væru til, sem ekki er, með því að þeir hafa sjálfir sína reiti að rækta, þó í smáum stíl sé. pýzkir tóku það ráð að flytja þangað kínverska vinnuþjarka, en þeim varð að halda í hörðum skefjum, af ýms- um ástæðum, ekki sízt vegna þeirra innfæddu, að því er virð- ist. En hinir hvítu menn á Meðan á stríðinu stóð var kapp- samlega stundað að rannsaka hvernig hljóð berst í vatni. Hljóð berst vitanlega i bylgjum og lengd þeirra fer eftir því efni sem þær berast í. Kraftur þeirra, form og hraði breytist eftir því hvernig það efni er sem myndar þær. Til þess að sannfærast um, að hljóð berst vel í vatni, má gera handhæga tilraun. Ekki þarf annað en klóra botn á skál, sem vatn er í, eða slá í hana með einhverju léttu áhaldi, stinga svo eyrunum ofan í. Hver sem ekki hefir reynt, mun verða alveg hissa á mismuninum, hversu miklu sterkara 'hljóðið er, sem heyrist gegnum vatnið. öllum hreyfingum hluta í vatni fylgir hljóð, eftir því úr hverju hlutir þeir eru gerðir og þeim á- höldum sem notuð eru til að knýja þau áfram. Hjólskrúfu knúinn bátur orsakar alt annað hljóð í sjó, heldur en sá sem með skrúfu hreyfist; því skiþi, sem knúð er tveim skfufum, fylgir annað hljóð en því sem eina hefir og sama á sér stað með vélarnar, að sérstakur niður fylgir hverri vélategund, með því að hljóðbylgj- urnar, er vélin kemur á hreyf ingu i vatninu er mismunandi. Til þess að grípa þessa smáu titringsöldu eru stálþynnur sett- ar í skipshliðina og svo um þær búið, að ekki nái hristingurinn af skipsvélunum að verka á þær. V’itanlega eru þær hafðar fyrir neðan yfirborð sjáfar. Svo er irá þeim gengið, að þær taka und- ir hljóð af vissri tegund. En það má skiljast af dæmi því, er málmforkur er tekinn sá er sam- stiltur er til hljóða, og allar álm- ur hans látnar kveða við, ef ein er slegin. Bakvið hina nefndu stálþynnu er áhald sem eflir þær hljóðbylgjur sem á því skellur, líkt því sem notað er í venjulegum talsíma, og þannig um búið að hver titringsbylgja sem lendir á stálþynnunni heyrist í þeim parti áhaldsins sem við eyrað er hafður. Nú berst hljóð ekki að eins með meiri hraða í vatni heldur en í iofti, heldur eru hljóðbylgjurnar skíran og sterkari og einkum má greinilegar ákveða hvaðan hljóð- ið kemur, svo að mjög litlu munar. petta tjáist gert vera með því að hafa plöturnar tvær, sitt á hvor- um kinnung og hlusta þær á víxl,v snúa skipinu, fyrst til annarar hliðar, svo til hinnar, unz jafn sterk hljóð heyrast í báðum, má þá eiga víst, að upptök þess eru beint framundan. Nú er ekki einungis hægt að hlusta eftir þeim nið sem af hreyf ingu skipa verður í sjó, heldur hafa líka tilfæringar verið gerðar til að senda hljóðbylgjur í vatni pað er gert með sama hætti, að stálplötur eru festar á skipssúð- jna, þykkari en þær sem fyr voru nefndar, og svo um búið að gnauð vatnsins á súðinni, trubli ekki fyrir. Á }?essar plötur er verkað með rafurmagni, svo sem þá símað er á venjulegan hátt, svo að senda má alt að 200 orðum á mínútu, fast að hundrað mílum. Svo er sagt, að með sama áhaldi megi ekki að eins senda merki, heldur líka taka á móti þeim sem send eru. Pað er einnig fullyrt, að finna megi ísjaka með þessum áhöldum, ef stórir eru og hæfilega nærri, en það verður með því móti, að hljóðbylgjurnar brotna, er þær sæta mótstöðu og koma til baka, álíka eins og bergmál frá háum klettum. Með því að svo greinilega heyr- ist, hvaðan hljóð koma í vatni, þá má stýra skipum eftir þeim, sem fyrir kom meðan stríðið stóð, að skip fóru í níða þoku þá leið, er vandrötuð var í björtu, bæði ofan HEIMSINS BEZTA MUNNTÓBAK COPENHAGEN “Hafi nokkur góða ástæðu til að syngja Tanlac lof, þá er það eg,” sagði Mrs. Margery Anderson, er heima á að 725 L'angside St., Win- nipeg, er hún var að skýra frá hinum undraverða bata sem hún hlaut við notkun þess meðals. “Eg var allareiðu mjög af mér gengin? þegar hinn mikli aft- urkippuí kom, sem tók af mér heilsuna. Eg hafði enga matar- lyst, og hafði sannast að segja ó- geð á allri fæðu. Taugar mínar voru í því ástandi, að eg kiptist við hversu lítið skurk semvar, og kæmi eitthvað óvænt fyrir, lá mér við að hljóða. “pá var það að maðurinn minn, sem i herinn gekk á fyrsta ári stríðsins, féll á Frakklandi mánuð eftir þangaðkomu sína, og fréttin af því fór alveg með mig. Marga daga þar á eftir var eg stöðugt í einhverri leiðslu, og heilsa min varð svo bágborin að eg var flutt á spítalann. par var eg margar vikuar, en mér 'bataði ekkert og mæltist því til að eg væri flutt heim aftur. Enn var eg þó svo veik, að eg gat litla björg mér veitt, ekki einu sinni burstað hár mitt. Eini slæmi verkurinn sem eg fann til var í bakinu rétt yfir nýrunum, en var sem dofin og sál- arlaus. Nótt eftir nótt lá eg vak- andi og lagði svo af að eg vóg að ins áttatíu og sjö pund. “Eftir að eg fór af spitalanum ráðlögðu ýmsir vinir mér að reyna Tanlac og eg gleðst mjög yfir því, að eg skyldi láta að orðum þeirra. Pað hefir breytt heilsu minni svo dásamlega, að nú lít eg björtum augum á tilveruna. Áhrif þess voru sannarlega undraverð. Eg fékk þvílíka matarlyst, að eg gat varla setið á mér nema vera alt af að eta. Verkurinn og dofinn hurfu og eg gat bráðlega verið á ferð sem hver annar. Tanlac hefir styrkt svo og bygt upp líkama minn, að nú veg eg hundrað og fjörutíu pund, og get gert húsverk mín án minstu óþæginda. Nú má heita að eg sofni strax og eg leggj höfuðið á koddann, og vakna að' hægur. morgni hress og fjörug. Eg mun aldrei nógsamlega geta látið í ljós þakklæti mitt fyrir það sem Tanlac hefir afrekað fyrir mig, og mér er ánægja að mæla með því sem hinu ágætasta meðali.” Tanlac er selt í flöskum í Lig- getts Drug Store, Winnipeg og hjá lyfsölum út um land. pað fæst ennig hjá The Vopni Sigurdson, Limited, Riverton, Man. Hefir góðan keim Munntóbak sem endist vel Hjá öllum tóbakssölum Húsaviður ! Hurðir! Gluggar! Mál, Gler, Harðvara, Grates Tígulsteina og alt til bygginga ii s.iávar og neðan, með því að ganga á hljóðið.” pau höf$u út- búnað til að “heyra” það titrings- gráð, er í sjó var gert með þar til búnum áhöldum. Hvað mundi verða ef bændur gerðu verkfall? Herra Samson Bjarnason, bygð- arstjóri í Akra Township hefir sent blaðinu eftirfylgjandi athuga semdir, er hann segist sumar hafa tekið upp úr blöðum en sumar eftir sjálfan hann. “Hvað mundi verða ef bændur hættu að vinna 12 eða 16 stundir á dag? Athugið það, bæjapiltar, að ef bændur ynnu að eins 8 stundir á dag, þá mundi fram leiðsla þeirra minka um helming. og þá mundu matvæli líka hækka í verði um helming eða meir svo að enginn gæti keypt í sig nema þeir ríku. Ef matvöruprísar eru of háir allareiðu, hvað mundu þeir þá verða, ef helmingi minna væri framleitt af matvælunum, sérdeilis líka ef bóndinn seldi vinnu sín viðlíka verði og verka- menn í bæjum. pað má fullyrða að það hafi haldið lífinu í bæj- amönnum, að bóndinn hélt áfram að vinna sína 12 til 16 tíma á dag, þegar aðrir hættu og horfðu á hann. Ef þið bæjarmenn viljið að bændur framleiði matinn handa ykkur fyrir sama kaup og áður, pá megið þið til að fara og vinna fyrir ykkar gamla kaupi, svo bændur geti keypt sínar þarf- ir fyrir minna verð og þarafleið- andi framleitt matinn h^nda ykk- ur með minna kostnaði. petta er leikur sem flelrl geta leikið ( en einn og eftirleikurnn mikið Og ef þið bæjadrengir hættið að vinna, þá verið ekki æst- ir þó sulturinn sæki ykkur heim. Ef bændur gerðu verkfall til að fá átta stunda vinnudag, og hálf- an laugardag frá, þá mundi háir prísar á lífsnauðsynjum hverfa því að þá væri engum líft, allir mundu svelta í hel. Bóndinn má vinna ekki að eins alla virka daga myrkr anna milli, heldur sunnudaga líka og lögboðna helgidaga. Setj- um svo að hann gæfi kúnum ekk- ert á sunnudögum, eða frá hádegi á laugardögum til mánudags morg uns, skyldi vera tilkippilegt að koma og sinna þeim á mánudags- morgun? Setjum svo að bóndinn færi svoleiðis með hrossin sín, hvað miklu ætli að væri hægt að afkasta með þeim eftir aðra eins meðferð í töluverðan tíma? Og setjum nú? að bóndinn hefði sömu aðferð við svínin, — hvaða kveðjum myndu þau kasta á hann á mánudagsmorgnana? Og hvern- ig ætli fleskið af þeim þætti á sölustaðnum? En nú sjá allir heilvita, að ef það er svona áríðandi að bóndinn ’nafi langan vinnutíma til þess að framleiða viðurværi fyrir sig og allan heiminn, þá hefir hann rétt til að búast við því af öðrum, að þeir sjái hvað sanngjarnt og skynsamlegt er, ekki síður en hann. Margir verkamenn mundu vera betur stæðir, ef þeir ynnu tólf stundir á dag, þá kynni að vena, að þeir yrðu fegnir að vera heima og hvíla sig á kveldin og eyða ekki eins miklu á klúbbum og í stúkum eða í skemtanir af öllu tagi og teg- undum. peir menn mundu ekki hafa nen útiverk né hirðingu að gera á kvöldin og gætu hvílt sig allan sunnudaginn. Nú er það eitt, að bændur kaupa ekki eins mjklar vinnuvélar eins og þeir mundu gera, ef prísarnir á þeim væru rýmilegir. Sama um aktygin, þau gömlu eru bætt og stöguð, svo minni framleiðslu þarf í þeirri grein. Bóndinn ræktar ekki eins mikla matvöru eins og tilfellið mundi vera, ef vinnu- manna kaup væri lægra, af því það borgar sig ekki. pað kann satt að vera? að bænd- ur séu betur efnum búnir en verkamenn í bæjum, en sá sem vinnur.frá 12 til 16 tima á hverj- um deg og fyrir fæði og húsnæði á sunnudögum, hann ætti að vera betur af, sem menn segja, heldur en sá, sem vinnur helmingi skem- ur.” petta og annað má vonast til, að allir sjái að er sanngjamt. “Non- partisans” hafa lagt skatt á alla verzlunarmenn og hann meiri en lítinn og álíta að það létti skatti á bændum, en hafa ekki vit til að sjá, að þeir leggja það alt á sjálfa sig, því verzlunarmaðurinn hækk- ar tiltölulga vöruna, svo alt kem- ur á kaupendur, mest af því á bændur, sem sýnir sig meðal ann- ars í því, að þeir sem telja fram lausafé til skatts, þorga í skatt af 1.000 dölum að eins þrjá af hundr- aði hverju, en í stað þess að lækka skatt á löndunum, er virðingin á þeim spent upp, svo að skatturinn á þeim kann að vera ferfaldur á við þann fyrnefnda, sem eg get sýnt og sannað hvenær sem er. petta er ekki til að létta skatti á fátækum bændum. Voröld getur ekkert haft á móti þessu, ef hún kemst á fætur aftur og ekki Town- ley eða hans menn heldur, því þetta eru þeirra verk. Allra vinsamlegast, S. Bjamason. BLUE RIBBON TEA Það er mjög auðvelt að auglýsa te á svipaðan hátt og BLUE RIBB0N TE, en það er ekki eins auðvelt að jafna því saman við annað te.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.