Lögberg - 10.06.1920, Blaðsíða 7

Lögberg - 10.06.1920, Blaðsíða 7
LÖGBERG FIMTUADGINN 10. JÚNÍ 1920 Ðl«. 7 Frá lslandi. Pistill úr tsafjarðarsýsslu í öndv. apríl 1920. Ekki minnist eg að hafa séð í Lögréttu eða öðrum blöðum pistil héðan úr sýslu, og ber þó sitthvað til tíðinda, sem vel er í frásögur færandi. — Annars gera menn altof lítið að því, að senda blöðunum f|réttaskýrslur; með því móti fer margskonar fróðleikur forgörðum, sem sam- tíðarmönnum og seinnitíma þykir vænt um að vita. Sagnaritun væri t. d. langt um auðveldari ef þessa væri meira gætt. Sé þetta gert á 2—3 mánaða fresti, af skil- ríkum mönnum í héraði hverju, er þetta auðvelt mjög, en þegar langur tími líður á milli er ýmis- legt gleymt og hulið, svo ekkert samræmi verður í frásögninni. — Eftirfarandi línur eru eigi hrip- ^ðar til þess að bæta úr þessu, en að eins látið fjúka það, sem í huganum tollir í svipinn. Tíðarfarið — fyrst menn minn- ast á það — hefir mátt heita í meðallagi talið frá í lok marz síð- astliðins. Sumarið að vísu vot- viðrasamt mjög framan af, svo til vandræða horfði með heyþurk og fiskjar lengi vel. pó rættist sæmilega úr þessu að 'lokum, svo að heyfengur mun hafa orðið í meðallagi eða vel það, víðast hvar. Haustið var afarmilt og hagstætt svo að fé var ekki tekið á gjöf fyr en undir og um jól sumstaðar, og er slíkt óvanalegt hér í sýslu Síðan um hátíðar hefir mátt heita óslitin stormatíð og úrfella og fönn með þvá mesta sem hér hefir sést. Nú í byrjun apríl virðist vera að hlýna í veðri hversu lengl sem það helst. Hey eru víða tek- in mjög að þverra, en þó munu bændur víðast I Inndjúpinu kom- ast af á sumarmál. Hins vegar eru sagðar afarbágar horfur í Austur-Barðastrandasýslu í þessu efni. — Aflabrögðin hafa verið óminnilega góð alt undanfarið ár, og hefir fiskur gengið á grunnið þar sem hans hefir ekki orðið vart um mannsaldurs skeið, t. d. I Inn- djúpinu. Vafalaust má þakka það því, að togaraveiði hefir verið nær útilokuð hin síðari ófriðarár. Hag- ur útgerðarmanna og sjómanna yfir höfuð mun því vera í besta lagi nú sem stendur, einkum út- ræðÍ6stöðunum Bjolunga’rwík og Hnífsdal. Stór-vélabátaútgerð margra ísfirðinga mun aftur standa á veikum fótum. Veldur því aðallega að sala síldarinnar hefir til þessa farið forgörðum, og er ekki séð fyrir endan á því öfugstreymi enn þá. Lítið er um félagsskap i sýsl- unni til almennra framfara. — ísfirðingar — og þar með kaupst- aðar búar — stofnuðu fyrir 3 ár- um félag í því skyni að halda uppi ferðum með góðum bát um Djúp- ið. Hafa framkvæmdir í því verið mjög hægfara hingað til. Nú i vetur tók félagsstjórnin loks rögg á sig og festi kaup í einum vélabáta Isfirðinga, stórum og vel bygðum, og mun hann eiga að hefja ferðir um Djúpið eftir sum- armálin. Nú fyrir stuttu er og hafin hreyfing, er menn hafa átt fyrst upptök að í Vestursýslunni, um að stofna félag í þwí skyni, að kaupa vöruflutninga skip fyrir Vestfirði. Var kosin fimm manna nefnd á ísafirði í byrjun febrúar til þess að safna fé í þessu skyni. Hefir þegar fengist loforð fyrir allmiklu fé í kaupstaðnum, en veruleg gangskör er enn ekki gerð með fjársöfnun út um sýsluna. En væntanlega verður þátttaka Vestfirðinga yfir höfuð svo al- menn, að unt verður að kaupa — eða láta smíða -y 1 skip. En vitanlega veltur á fjárframlögun- um hve stórt það getur orðið. Er þetta tvímælalaust nauðsynjamál hið mesta, því bæði er mikil þörf á aukning íslenzkra flutninga- skipa, -og svo er um hleðslan á vörum í Reykjavík og flutnings- kostnaður þaðan til hinna ýmsu lanshluta svo gífurlegur, og færir þar af leiðandi verð vörunnar svo fram, að óhæfilegt er. par við bætist og að umboðssalarnir reyk- visku hafa nærfelt alla vöruverzl- un í hendi sér, með núverandi ferða-fyrirkomulagi, og þykir Vestfirðingum a. m. k. mál til komið, að létta því helsi af hálsi sér. Lítið er um landsmál rætt. Margir brosa í kamp út af æs- ingunum á ísafirði, og vorkenna ^>eim fógetamönnum frumhlaup þeirra og fautaskap, út af því einu að verða undir á kosningunni. Reyndar munu þessar æsingar mestar í munni nokkurra manna á ísafirði, svo er það með öllu rangt, að bendla alla kaupstaðarbúa þar yið. En hinu trúa menn ekki, að fylgismenn hins kosna þing- mans hafi notað verri meðöl en fylgismenn sýslumanns — hvað sem öðru líður. Og ekki tekur þetta mál til sýslubúa. Reykjavíkur kosningin í haust fær flestum undrunar. Og enn þá undarlegra er það, að Jakob Möller skyldi hljóta kosningu í Drekkid BúiÖ til úr heilum, nýjum, fullþroskuðum, Ijúffengum oranges með leynilegri aðferð, er föstu efnunum í beztu fullþroskuðum orang-1 es sundrað í þúsundir smáagna og fínlega saman blandað með gullnum olíudropum, sem þrýst er úr berki nýrra ávaxta. Þetta er sykrað og blandað kolvetni. DREKKIÐ ORANGE KIST—þaðer meðöllu hreint —fráboerlega keimgott og nœringar mikið. Fæst úr Brúsum í Sætindabúðum og í Höskum Biðjið kaupm. um flösku eða kassa. E. L. DREWRY LIMITED Business and Professional Cards HVAÐ sem þér kynnuð að kaupa af húsbúnaði, þá er hægt að semja við okkur, hvort heldur fyrir Peninga út í hönd eða að Láni. Vér höfum alt, sem til húsbúnaðar þarf. Komið og skoð- ið munina. OVER-LAND HOUSE FURNISHING Co. Ltd. 580 Main St., hoini Alexander Ave. GOFINE & CO. Tala. M. 3208. — 322-332 Elliee Ave. Horninu á Hargrave. Verzla me8 og virtSa brúkaCa húe- muni, eldstór og ofna. — Vér kaup- um, seljum og skiftum & öllu aem er nokkure vlrBL O. Carter úrsmiður, selur gullstáss o.s.frv. og gleraugu við allra hæfi. prjátíu ára reynsla. Gerir við úr og klukkur á styttri tíma en fólk á almenit að venjast. 206 Notre Dame Ave. Sími M. 4529 - .Vinnipeg, Mun. J. J. Swanson & Co. Verzla me8 faatengnir. Sjá utn leigu á húaum. Annaat lán og eidiébyrgSir o. fl. 808 Paris Builtling Phone Main 259«—7 Reiðhjól, Mótor-hjól og Bifreiðar. Aðgerðir afgreiddar fljótt og vel. Seljum einnig ný Perfect reiðhjól. Skautar smíðaðir, skerptir og Endurbættir. J. E. C. WILLIAMS 641 Notre Dame Ave. Vér laggjum aérataka ftharslu ft aC aelja maSöl eftlr forskriftum lsekna. Hm bastu lyf, sem hssgt er aS fft, eru notuS elngöngu. >egar þér komlS meS forskrlftina tll vor, meglS pér vera vlss um aB fft rétt þaS aem lesknirinn tekur tll. OOIíCIiEUGK « CO. Notre Datna Ave. og Sherbrooke bt. Phones Oarry 2(90 og 2891 Giftingaiejrflsbréf seio. vtur gagnsóknarlaust — að 'hon- um ólöstuðum. Ber þetta vott um afar rýran stjórnmálaþroska höfuðstaðarbúa. Ádeilugrelnar þær í Vási, sem Reykvíkingum virðast falla svo vel í geð, virðast pær öllum hér um slóðir ofur lauslopalegar; ógrundaðar glefs- anir í landstjórn og landsverzlun, reistar mest á rangfærslum og útúrsnúningi. — Ljósasti votturinn um álit landmanna í þessu efni, er það að þingið snéri sér þegar til Jóns Magnússonar um myndun stjórn- ar á nýjan leik, sem honum og tókst. Menn hygkgju og gott til hinnar nýju stjórnar — án þess að lasta að nokkru hina fráfar- andi ráðhera, sem vissulega hafa getið sér góðan orðstír. — En æskilegt virðist, að þingið hefði borið gæfu til að skapa nokkuð samstæðari stjórn. Helst mega ekki nema 2 flokkar eða fjokks- brot styðja ráðandi stjórn, og svo ákveðnir andstæðingar á hina hliðina. Heilsu far hefir verið gott í þessu héraði síðan spönsku veik- inni létti af í fyrra. í svip man eg ekki eftir neinum nafnkunnum manni, er látist hefir í sýslunni. En á ísafjarðarkaupstað hefir all- margt manna fallið frá í vetur. Meðal þeirra eru þeir bræður Grímur og Árni Jónsynir, er getið hefir verið um í blöðunum. peir voru báðir fluttiir suður til Reykja Víkur með sama skipi og létust á sama stað (í sama rúmi að mælt er) með nokkurra vikna millibili. Grímur í september, Árni í nóvem- ber. Höfðu þeir dvalið á Isa- firði í rúm 40 ár, Árni nokkuð lengur. Grímur var einn af fjölfróðustu mönnum, er finnast, og einnig söngfróður, málfræð- ingur að upplagi og stærðfræð- ingur mikill. En ekki var hann umsýslumaður á sama hátt og Árni bróðir hans. Árni var um 40 ára skeið umsvifamikill maður í sínum verkahrng, en afskifta- lítill þar fyrir utan. Hann var forn á skapi og svo sérkennilégur í háttum og framgöngu, að hann átti fáa^ sína líka. Var hann eflaust misskilnn af mörgum, því hann batt eigi bagga sína sömu hnútum og hin yngri kynslóð, og var frábitin því, að láta á sér bera en hugsaði ráð sín og framkvæmd- ir, án þess að láta það uppi. N pá létust og tvær konur í kaup- staðnum, fyrir hátíðarnar, Jósef- ína Bjarnadóttir, kona Odds Guð- mundssopar bóksala og Ásthild- ur Sigurðardóttir, kona ólafs kaupmans Pálssonar (frá Vatns- firði) all-vel gefnar og vinsælar; láta eftir sig mörg ibörn á unga aldri. En fremur lést á ísafirði eftir nýárið, Einar Bjarnason, trésmiður, maður hniginn a ðaldri dugnaðar maður og húsasmiður góður á yngri árum. Síld sem þjóðarfæða. (Eftir “ísafold”) Eins og margir menn vitá, framleiða Bandaríkin í Ameríku ósköpin öll af mais.Og þar í landi er sú kornvörutegund mRcið not- uð til manneldis, þótt hún sé með öðrum þjóðum venjulegast talin skepnufóður. Bandaríkjamönnum blöskraði það, að Evrópuþjóðirnar, sem þurftu á svo geypimiklu aðfluttu hveiti að halda, skyldi ekki nota maisinn til manneldis, þar sem hann var bæði miklu ódýrari en hveiti, næringarmeiri, hollari. Og til þess að reyna að kenna Evrópu- þjóðunum átið á mais og um leið skapa markað fyrir framleiðslu sína, gerðu Bandaríkin út stóran leiðangur til Evrópu fyrir nokkr- um árum. í leiðangri þessum voru hinir færustu matreiðslu- menn, sem kunnu upp á sína tíu fngur að matreiða mais í allskon- ar myndum og gera úr honum hinar lostætustu kræsingar og fínustu brauð. Hvort leiðangur þessi hefir bor- ið tilætlaðan árangur, vitum vér ekki, en hugmyndin var góð og oss virðist, að með því að taka hana upp dálítið breytta, mundi hægt að kenna íslendingum að eta síld, en þess þurfa þeir nauðsynlega. Pað mundi margborga sig fyrir landið, að senda stóran hóp kvenna og karla til Svíþjóðar, til þess að læra matreiðslu og meðferð síldar og láta svo sendimenn þá, er þeir er heim komnir, kenna síldarmat- reiðslu í hverju bygðarlagi á land- inu. pó þetta kostaði marga tugi þúsunda, eins og það eflaust myndi gera, borgaði það sig samt á miklu skemri tíma heldur en nokkur maður mun geta gert sér í hugar- lund. Með því að kenna íslendingum að eta síldina, er óteljandi margt unnið. Vér skulum að eins benda á þetta: pá skapaðist síldarmark- aður hér í landinu. Fiskinn, sem er miklu tryggari verzlunarvara, gætum við þá sparað við okkur og eins kjöt. En báðar þessar vörur, fiskur og kjöt, hafa alt af verið í miklu hærra verði en síldin, sam- anborið við næringargildi. pjóð- inni mundi þá sparast mikil mat- vörukaup frá útlöndum, og er við það margfaldur hagur. Hún mundi þá geta flutt út meira en nú er gert af kjöti og fiski, og á þann hátt bætt verzlunar viðskifti sín við útlönd. Fæðis kostnaðurinn inundi minka að miklum mun og er það augsýnn gróðavegur fyrir alt landið. Og síðast én ekki sízt mundi þetta verða hin bezta lyfti- stöng fyrir íslenzka síldarútveg- inn, enda þótt íslenzka þjóðin tæki ekki nema svo sem einn þriðja af síldinni til eigin notkunar eða ekki svo mikið. Margur mun nú ef til vill segja, að óþarft sé að senda menn utan til þess að læra matreiðslu síldar og meðferð. pað sé ofur auðvelt að læra það af matreiðslubókum. En sannleikurinn er sá, að mat- reiðslubækur eru lélegir kennar- ar og sézt það meðal annars á því, að meðan á stríðinu stóð, var gef- in út síldar matreiðslubók, en hún hefir, að því er vér bezt vitum, alls eigi aukið eftirspurn síldar hér innanlands. Enn fremur ber þess að gæta, að fyrirsagnir í bókum um meðfreð matvæla geta aldrei orðið eins góðar og verkleg mat- reiðslukensla. Svíar eru taldir vera fremstir í því, að kunna að matreiða síld, enda eta þeir meira af síld en nokkrum öðrum mat. í fínustu veizlum þar í landi eru fram bornir ótal réttir síldar og nægir það til þ^þs að sýna, hvert álit Svíar hafa á þeirri fæðu. En á hitt ber einnig að líta, að það er nokkur vandi og allmikil fyrir- höfn, sem fylgir því að framreiða síldina. Og við því er tæplega að búast, að húsmæður í kaupstöðum sem hjálparlaust þurfa að annast stóran barnahóp og halda öllu hreinlegu innan húss og utan, hafi tíma til þess að hreinsa síldina eftir öllum listarinnar reglum. En þær eiga heldur eigi að þurfa þess. pær eiga að geta fengið síldipa framreidda á hvern hátt sem þær óska, í matvöru verzlunum, eins og siður er erlendis. Og með því að matvöruverzlanirnar hafi síld- ina þannig á boðstólum, t. d. hér í Reykjavík, skapast undir eins markaður fyrir hana. En til þess þurfa matvöru verzlanir að hafa mann eða menn, sem kunna að fara með síldina og búa hana und- ir matreiðslu. petta mál er svo þýðingarmikið, fyrir þjóðina, að voru áliti, að vel er þess vert að eytt sé tugum þús- unda til þess að kenna þjóðinni að nota þessa hollu, góðu og ódýru fæðu. pað fé, sem til þess gengi, kæmi fljótt inn aftur margfaldað. Um Wilson forseta. JÓN og pORSTEINN ASGEIRSSYNIR taka að sér málningu, innan húss og utan, einnig vegg- fóðrun (Paperhanging) — Vönduð vinna ábyrgst Heimili 382 Toronto stræti Sími: Sher. 1321 Phones G. 1154 and G. 4775 Halldór Sigurðsson General Contractor 804 McDermot Ave., Winnipeg B. B. Ormiston blómsali. Blóm fyrir öll tækifæri. Bulb, seeds o. s. frv. Sérfræðingur í að búa til út- fararkranza. 96 Otborne St., Winnipeg Phon«:FR 744 Heirqili: F R 1980 Margt andstætt hefir honum stafað frá þessum strangleik og siðavendni. Ef hann léti þann taum lítið eitt slakan, sæi stöku sinum gegn um fingur með mannlegum breyskleika, glæddi almennings andrúmsloft þeirri angan, sem hann gefur talinu í sínum hóp, þá hefði leið hans verið mjög miklu auðsótt- f'i'i, og saga v.eraldar fengið aðra stefnu. Jafnvel samvizku sína má setja á of háan stalla. Mr. Wilson Íítur ekki (segir böf.) á stjórn manna svo sem leik, heldur sem það starf, að beita ævarandi lögmálum á þarfir og kvaðir skipulegs þjóðfélags. Hann gerir sér ekki feginsamlega að góðu, það sem að hendi ber, og beitir því glað'lega, eins og Roose- velt, bíður ekki færis og sætir því kænlega, eins og Loyd George, slíkt skilur hann ekki. Lögmáls- töflurnar helgu 'eru ritaðar á samvizku hans, og hann spyr ekki um hvað hentugt er í svipinn, eða vinsælt af almenningi, heldur spyr fyrst 'hvað rétt sé. Sækir því ekki eftir að gera fólkinu til hæfis heldur samvizku sinni." par næst er því lýst með mörg- um orðum hversu erviðlega hon- um gekk á friðarþingi, að koma frarn sínum háleitu og víðtæku bugmyndum um endurbót á hög- um heimsins. við þá kænu og kald- rifjuðu menn er réðu þar mestu, og mikinn vind fengu í seglin af mótstöðu er forseta var sýnd heima fyrir. Trú hans hafi mik- il verið, og markmið háleit, en kænska minni tiil að koma sínu íram við veraldarvana. Svo fá* kænn er hann sagður, að jafnað er til þess manns, sem öllu er lændur, þykist svo ofmikill til að kannast vi<1 það eftir á. Sú saga sé furðuleg og átakanleg. Ef friðargerðin í París með þeim miklu ágöllum. er fylgdu henni, verður eini árangurinn af stríð- inu, þá verði forsetans getið í sögunni að vísu, en að því einu að hann hafi ekki komið góðu og fögru áformi fram. *En ef al- Dr. B. J. BRANDSON 701 Lindsay Building Tki.kthone oar.t 320 OrF»cK-TfMAR: a—3 H«lmill: 7 76 Victor St. TEI.BPHONR GARRY 381 Winuipeg, Man. Dagtala. St J. 4T4. Noturt 8t J. >«• Kalli sdnt á nótt og degl. D It B. G E K Z A B E K, M.R.C.S. frá Enxlandl, L.RC.P. fr* London, M.R.C.P. og M.R.C.S. fr* Manitoba. Fyrverandi aSstoSaxlseknU viS hospítal I Vínarborg, Prag, og Berlín og fleiri hospitöl. Skrifstofa á eigin hospltall, 415—41? Pritchard Ave., Winnipeg, Man. Skrifstofutlmi frft 9—12 f. h.; 2—4 og 7—9 e. h. Dr. B. Geraabeks eigit. hospit*! 4l5—417 Prltchard Ave. Stundun og iækntng vaidra ajúk- linga, sem þjást af brjóstvelkl, hjart- v veiki, magasjúkdómum, innýflavelkt kvensjúkdómum, karlmannasjúkdóm- um.tauga velklun. Dr. O. BJORNSON 701 Lindsay Building rRLBPHONRlOARIT ÍIJ2 C Oítice-tímar: 2—3 HEIMILI: 764 Victor 6t> oet rBLRPllONBi OAHHY 7(53 Winnipeg, Man. DR. B. H. OLSON 701 Lindsay Bldg. Office Phone G. 320 Viðtalsbími: 11—12 og 4.—5.30 Heimili 932 Ingersol St. Talsími: Garry 1608 WINNIPEG, MAN. Dr. J. Stefánsson 401 B*yd Building COR. PORT^CE A»E. & EOMOfiTOfl *T. Stuadar eingongu augna, eyina. nef og kverka sjúkdóma. — Er að hitta frftkl. 10—12 f. h. eg 2-5 e.h,— Talsími: Main 3088. Heimili 105 Olivia St. TaLimi: Garry2315. Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bulldlng Cor. Portage Ave. og Kdmonton Stundar sérstaklega berklasýkl og aSra lungnasjúkdóma. Er aS flnna & akrlfstofunnl kl. 11— 12 f.m. og kl. 2—4 c.m. Skrif- stofu tals. M 3988. Heimlll: 49 Alloway Ave. Talslml: Sher- brook 3158 DR. O. STEPHENSEN Telephone Garry 798 Til viðtals frá kl. 1—3 e. h. heimili: 615 Banatyne Ave., Winnipeg J. G. SNÆDAL, TANNLŒKNIR 614 Somerset Ðlock Cor. Portage Ave. eg Donald Street Tals. main 5302. A. S. Bardal 84S Sherbrookc St. Selur líkkifitur og annast um útfarir. Allur útbúaaður s& bezti. En.frem- ur aelur hann alskonar minnisvarða og legateina. Hoimlli. Tala Oarry 21(1 Bkriffitofu Tale. • Oarry 300, 37« Verkstofn Tals.: Garry 2154 Heim. Tals.: Garry 2949 þjóða samkomulag með frelsi og réttlæti í nýrri skipun veraldar, kemst á, þá mun hans getið verða sem ‘hins mesta löggjafa og vel- gjörðamanns mannanna. Mjög víða annarstaðar má lesa dóma um WiQson forseta, mjög misjafna. Hérna megin álsins virðist h'onum ekki fundið það til foráttu, að honum hafi tekist ver en til stóð, eins mikið og það, að honum hafi ekki farist vel við þingið, eða látið hitt eða þetta vanrækt heima fyrir, og í einni af ritgerðum þessum segir svo, að hann hafi mátt telja sig sælan að l;fa á tuttugustu öldinni — það hafi gefið honum líf. pað sé ekki svo ýkjalangt síðan mannfólkið stytti aldur þeirra sem fóru sinna ferða, eða reyndu að endurbæta gamla og rótgróna galla á skipun þess og lögum! G. L. Stephenson PLUMBER AUskonar rafnmensáhöld, .vo sem stranjfirn víra, allar tegnndlr af glösum og aflvaka (batterts). VERKSTDFA: 676 HDME STREET THOS. H. JOHNSQN ®g HJaLMAR A. BERGMAN, fslenzkir lógfraeBingar, Skrifstcfa:— Room 8n McArthor Buildine, Portage Aveoue ÁXitun: P. O. Box 1650. Telnfóoar: 4503 og 4304. Winnipeg Hannesson, McTavísh&Freemm lögfræðingar 215 Curry Building, Winnipeg Talsími: M. 450 hafa tekið að sér lögfræðisstarf B. S. BENSON heitins í Selkirk, Man. W. J. LindaJ, b.a.,l.l.b. Islenkur Eögfræðingrur Hefir heimild til aS taka að sér mál bæíii i Manitoba og Saskatehe- wan fylkjum. Skrifstofa að 1207 TTnion Trust Bldg., Winnipeg. Tal- sími: M. 6585. — Hr. Lindai hef- ir og skrifstofu að Lundar, Man., og er þar á hverjum miðvikudegi. Tals. M. 3142 G. A. AXFORD, Málafoersiumaður 503 PARIS BUILDING Winnipeg Joseph T. Thorson, Islenzkur Lögfræðingur Heimili: 16 Alloway Court,, Ailoway Ave. MESSRS. PHHiIiIPS & SCARTH Barristers, Etc. 201 Montreal Tmst Bldg., Winnipeg Phone Main 512 Armstrong, Ashley, Palmason & Company Löggildir Yfirskoðunarmenn H. J. PALMASON ísl. yfirskoðunarmaður. 108 Confederation Life Bldg. Phone Main 186 - Winnipeg m Ciítinga og bló Jarðarfara- með litlum fyrirvara Birch blómsali 616 Portage Ave. Tais. 720 ST JOHN 2 RING 3 Heyr! þetta er rétta svarið. JOSEPH TAYLOR LÖGTAKSMAÐTJR Helmilis-Tals.: St. Jobn 1844 Skrlfstofu-Tals.: Maln 7978 Tekur lögtakl bæði húsaleiguskuldir, veðskuldlr, vixlaskuldir. Afgreiðir alt aem að lögum lýtur. Skrifst ofa. 255 M»!n StreeC Gísli Goodman TtNSMIÐUR VBRKSTŒÐI: Horni Toronto og Notre Dame Phone •—: kjeknihs Oarry 2933 Oarry 399 Leiksvið: : Lyfjabúð í Hazle- ton, Pa., skeð fyrir fáum dögum (maður 50—55 ára gamall): “Eg ætla að kaupa flösku af Triner’s Bitter Wine.” Afgreiðslumaður- inn: “Hví kaupirðu ekki flösku af þessum bitter, þú getur reitt þig á hann?” Viðskiftamaðurinn: “Eg er vanastur við Triner’s og vil glaður borga tvöfalt verð fyr- ir það meðal, en einhverja lélega eftirstælingu”. — Farið að dæmi þessa manns, hann skildi hð sanna gildi Triner’s meðalanna. pað sr yður sjálfum að kenna, ef þér fá- ið svikin meðöl, þegar Triner’s American Elixir of Bitter Wine fæst hvar sem vera skal, og hefir að baki sér 30 ára reynslu. Biðjið einpig um hin Triner’s meðulin Triner’s Angelica Bitter Tonic, Trríier’s Liniment, Triner’s Cough Sedative, Triner’s Antiputrin og Triner’s Red Pills), lyfsalinn yð- ar verzlar með þau öll. — Joseph Triner Co., Canadian Branch, 852 Main St., Winnipeg, Man.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.