Lögberg - 10.06.1920, Blaðsíða 1

Lögberg - 10.06.1920, Blaðsíða 1
SPEIRS-PARNELL BAKINGCO. ábyrgjast yður fulla vigt, beztu vörur fyr- ir lœgsta verÖ sem verið getur. R E Y N IÐ Þ AÐ! TALSlMl: Garry 2346 - WINNIPEG Það er til myndasmiður í borginni W. W. ROBSON 490 Main St. - Garrv 1320 33. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 10. JÚNÍ 1920 NUMER 24 Reykjavík 28. Maí, 1920. Forseti Fálkanna, Winnipeg, Man.- íslenzkir ípróttamenn sem halda Fredrickson samsœti í dag, senda félögnm hans beztu heilla óskir, með þökk fyrir af- rekið í Antwerp. Sigurjón Pétursson. Ofanritað símskeyti skýrir sig sjálft. Hlutaðeigend- ur þakka. — Ritstj. 1 Helztu Viðburðir Síðustu Viku Canada. Kosningar fara fram hér í fylki þann 29. þ.m. Ráðgert er að dýpka meðfram árbökikunum og gera bryggju fram af James Str., «vo að vatnabátar geti ]?ví auðveldar komist alla leið til borgar uppeftir ánni. Séra George H. Williams, D.D., sagði nýlega, að félag Methodista í Toronto ætti að rífa fjórar af kirkjum sínum í verzlunarparti bæjarins fyrir þá eina ástæðu, að .þær stæðu nú þar sem minnis- varði þess sem þær ættu að vera, og væru ekki lengur megnugar að framkvæma verk það sem þeim hefði verið ætlað. En í stað þeirra kvað hann nær að reisa sali til lík- amsæfinga og leika, svo út búna, að þar mætti sýna hreyfimyndir, því þá hefði fólk sér eitthvað til skemtunar. Aðstandendur W. H. Plummer, sem nú er látinn, hafa lýst yfir því, að hið fagra heimili hins látna er stendur í Sault Ste. Marie í Ontario og iheitir Lyndhurst, hafi verið af þeim gefið Algona líknar stofnunar félaginu, og á húsið að notast sem sjúkrahús og bera nafn Plummers. Verkamála ráðherrann í Ottawa hefir skipað forlíkunarnefnd í á- greiningsmáli, sem uppi er á milli sporbrauta félagsins í Winnipeg og manna þeirra, sem vinna við gasstöð félagsins. Formaður í þeirri nefnd er R. H. Myers dóm- ari, en fyrir hönd mannanna er R. S. Ward og félagið hefir nefnt C. Eí. Dafoe fyrir sig. Félag hefir myndast til þess að fá bændur til að taka upp óbygð lönd í sléttufylkjunum; höfuð- stóll félags þessa á að vera ein og hálf miljón dollara. Einn þriðji partur af þeirri upphæð er nú þegar fenginn og eru forstöðu- menn þessa fyrirtækis vongóðir um að hitt fáist bráðlega. Félag hermanna í Toronto ætl- ar sér að gangast fyrir því, að her- menn verði undanþegnir nýjum skattálögum í Canada—halda því iram, að canadisku hermennirnir hafi nú þegar lagt nóg í sölurnar. Dr. Robert Magill, sem ásamt öðrum var fenginn til þess að hafa tal af Ottawa stjórninni fyrir hönd kornverzlunar manna í Win- nipeg í sambandi við frjálsa verzl- un á ihveiti á komanda hausti, sagði í ræðp, sem hann hélt þar austur frá í sambandi við þau mál, að menn mættu búast við að verð á hveiti yrði frá $3 til $5 mælirinn næsta vetur. Á þingi, sem járnsmiðir héldu nýlega í Toronto, var lýst yfir því, að þeir sæju ekki annað en að sú iðnaðargrein yrði alveg að hverfa sökum þess að engir fengj- ust til að vinna að henni eða læra hana. Hinn sameinaði bændaflokkur í Victoria og Haliburton sýslum í Ontario hefir kveðið til kjörþings 10. þ.m. til þess að velja þing- mannsefni úr sínum flokki að sækja á móti Sir Sam Hughes við næstu sambandskosningar. Járnbrautarnefnd ríkisins hefir ákveðið að halda fundi í Vestur- Canada sem hér segir: Winnipeg 9. júní, Saskatoon 11., Moose Jaw 12., Calgary 15., Drumheller 17., Edmonton 21. Meðal nýunga í viðskiftasög- unni, sem nú á tímum er óvenju- lega viðburðarík, má telja það, að frá Bretlandi er sagt að eigi að flytja út talsvert af sykri til Banda-ríkjanna, en sá isyfkur er til Bretlands kominn frá Vestind- ium — forframaður og víðförull aykur það, og líklega ekki gefinn. af Mr. Oulby ríkisritara fyrir hönd Bandaríkjanna og ræðis- manni Geddes fyrir hönd Breta, og Sir Duglas Hazen fvrir hönd Canada. Maður einn St. Luis, sem vann í kolanám, hafði nýlokið við mið- dagsverðinn niður í námunni, og lagt sig fyrir á bekk sem þar stóð og hafði sófnað, en vaknaði við að mús hljóp upp í buxnaskálm- ina á öðrum fætinum á honum. Maðurinn stökk á fætur, en rétt í því datt kolastykki mikið ofan á bekkinn sem maðurinn hafði legið á og muldi hann. Maðurinn sem hugsað hafði músinni gott til glóðarinnar, en hann skifti um skoðun, tók lífgjafa sinn heim til sín, þar sem hann er í bezta yfirlæti og á góða daga. Sömuleiðis er sagt að hingað til lapds sé verið að flytja sunnan að, beilmtkið af iketi, en af þeirri vöru á Canada nægta nóg og hefir miðlað öðrum nokkrum bitum fyr- irfarandi og gerir enn. Hér er miki'l umferð á strætum segja sumir að gangandi fólk hafi lítinn rétt á sér, aðrir að það hafi fullan rétt til að nota strætin á við hjólatæki. Jafnframt er sagt að það standi ti'l að hækk aflutn- ingsgjáld með sporbrautum upp í 8 cent, ef samþykki fæst til af nefnd þeirri sem yfir þjóðnytjum ræður. pir í Cálgary ætla ekki að verða minni; tíu cent í skæra skildingum vilja þeir hafa í þeirri borg fyrir að flytja mann bæjarleið, og selja fjögur tickets fyrir kvartinn, — til þess að mæta auknum útgjöldum, er sagt. Enn geysa skógaröldar eystra þó slokknaðir séu þeir af rign- ingu er fyrst kviknuðu. Nú er Logi ikominn til Nýfundnalands en ekki sagður mjög hættulegur, því að rigningar eru þar tíðar. Nokkrar mílur austur af Halifax logar skógur á tíu milna svæði en fiöldi manna er þar kominn að drepa hann, svo tæplega breiðist hann út. Ein sú óvenjulegasta huggun sem sögur fara af á þessum tím- um er sú sem getið er um í nafn- kendu blaði, að prísarnir séu likir lyftivélum: þeir verði að koma niður öðru 'hvoru, til þess að geta farið upp! Kirkjuþing presbyteriana hefir staðið yfir í Ottawa undanfar- andi daga, á meðal margra mikils- varðandi spursmá'la sem þar hafa verið til umræðu er eitt sem nefnt er spursmál vesturlandsins, og snertir það aðallega innflutt fólk og framtíð þess, eftir því sem presti einum frá Winnipeg, séra D. N. MrLaohlen sagðist frá í ræðu er hann flutti á sunnudag- inn var í Ottawa. Hann spáði því að eftir 15 ár hér frá, þá yrðu leiðtogar fólks- íms í vesturfylkjunum ekki af “Anglo-Saxneskum ættum. Hann benti á Ihin mörgu tungumál sem þar væru töluð, og hve mismun andi hugsunarháttur þessa fólks væri. Hann benti á að hópar af þessum útílendingum, margir þeirra stórgáfaðir væru að nema kenningar Karls Marx (alþektur .sóSialisti), í stað kenningar Krists. SPursmál vesturfylkjanna verð- ur ráðið með því að eins, að veita þessum ungu mönnum aðgang að heilbrigðri mentun, og glæða orð Krists og anda í sálum þeirra” sagði prestur þessi. Hvaðanæfa. lagsmönnum, en er það fékst ekki, tóku læknar sig saman að skeyta ekki sjúklingum og stóð svo er seinast fréttist. Bandaríkin Eftirlaun hermanna sem tóku þátt i þrælastríði Bandaríkjanna, og enn eru á 'lífi, hafa verið færð upp úr $ 30 um mánuðinn, og upp í $ 50, og eftirlaun þau sem ekkj- ur þeirra sem féllu, eða dáið hafa, hafa verið færð upp um $ 5, á mánuði eða úr $ 25,00 og upp I $ 30,00 um mánuðinn. Á fundi skólaráðs Babista prestaskóla austur í Rochester var isamþykt að veita konum að- ganga að skólanum jafnt og karl- mönnum, og að þær -skyldu njóta sama réttar og menn við námið, og útskrifast með sömu menta- stigum og karlmenn. Samningar á milli Bandaríkj- anna og Canada um laxveðar, voru undirskrifaðir í Washington Sá stjórnarformaður sem nýlega lét af stjórn í ítalíu, kvaðst von- ast til að eftirmaður sinn og hans starfsbræður gætu komið á sannri endurbóta stefnu í landsmálum. Hann kvað tvennan háska búinn landinu: að þingið væri fyrirlitið af landsmönnum og fjárhagur landsins í hinni mestu óreiðu. Fljótið Mississippi rennur fram hjá borginni Memphis og gerir þar stundum usla sem víða annars staðar meðframbökkum sinum. Ný- lega gróf hún undan járnbrautar- stöðvum í nefndri borg og í sama flóði skaut upp eyju i fljótinu þar fyrir framan með eyrum og grynn- ingum, sem heftu skipaferðir. í einni prísund Bandaríkjanna ganga fangar lausir gegn loforði upp á æru og trú að strjúka ekki cg halda settar reglur, en sú til- högun útbreiðist smátt og smátt. Nú kom fyrir að einn fanganna strauk og fór huldu höfði víða unz hann var gripinn. Maður var alt af á hælum hans, er tilheyrt hafði prísundinni og fanganna félags- skap. Mannskepnan var dæmd af hinum föngunum til sex mánaða einveru og fullrar saðningar einu sinni á hverjum þremur dögum. Svo gafst honum strokið. Sögu flytja blöð eftir flótta- manni frá Síberíu, að Kolchak flotaforingi, sá er reisti rond við þjóðstjórninni á Rússland, var tek- inn höndum, hafður í búri, og fólki boðið til að skoða hann fyrir litla borgun. pað hafði troðist kring um búrið og ausið yfir hann háði og -brigzli, en náði ekki til hans að misþyrma honum. Eftir það var hann leiddur til aftöku, og var svo ákveðið, að hann skyldi vera skotinn. Hermenn, er til þess voru settir, neituðu að hleypa af, þegar til kom. Kolchak hafði staðið fyrir byssukjöftunum og reykt rólegur vindling, svo sem ekkert væri um að vera. pau urðu lokin á, að yfirmaður aftökudáta gekk að Kolchak, greip í hárið á honum með annari hendi og skaut hann ska^nmbyssuskoti til bana. petta er nú síðasta fregnin, Margar höfðu áður borist um af- drif hans og geta tæplega allar verið sannar. I í litlum bæ í Svissland var með- al annara sýninga í leikhúsi einu sú, að stúlka lét nöðru mkla, er hún hafði tamið, hringa sig utan um sig; en er á því stóð, byrjaði hún að veina og kalla á hjálp; á- horfendur klöppuðu lof í lófa, hugðu þetta vera part í sýningar- leiknum, unz sýningarstjóri skildi að naðran kreisti sig utan um -stúlkuna af afli, hljóp til og rot- aði orminn með byssuskoti. Stúlk- an varð ekki lífguð, var marin og beinibrotin til bana. Þingmannsefni útnefnt. Fuliltrúar er kjörnir voru fyrir nokkru til að útnefna þingmanna- efni Norrisstjórnarinnar í næstu kosningum, komu saman á mánu- dagskvöld. :par vaí margt manna auk fulltrúanna og margar ræður fluttar. Á fundinum voru tiilnefndir merkis'berar stjórnar- ir.nar í öllum hinum gölmu kjör- dæmum. Nú er, sem kunnugt er, allur bærinn eitt kjördæmi, og þingmannaefnin útnefnd öll í einu. pessir hlutu útnefning, sumir eftir ítrekaðar kosningar: Hon. Thos. H. Johnson, W. L. Parrish, R. Jacob, R. N. Lowery og Ör. T. G. Hamilton, allir í einu hljóði. peir ihafa allir verið þingmenn að undanförnu, en hinn sjötti, fyrrum dómsmálaráðgjafi Hudson, skoraðist undan endur- kosning til þings, þó gjarnan segðist styðja vilja stjórnina utan þings. Aðrir er kosningu hlutu, voru: Mr. F. Law, Mrs. R. A. Rogers, Mr. John Stovel, Mr. D. Cameron.Mr. W. Gi-bben. Af ræðum er þeirra getið, sem ráðherrarnir fluttu Hon Thos. H. Johnson kvað stjórnina hafa gert meira en staðið við loforð sín, hún hefði haft ';óðar gætur á þörfum og hagsmunum fylkls- búa, og jafnan ger( ráðstafanir til að fullnægja þeim og gæta þeirra, og þó stjórnin þættlst ekki alfullkomin, gæti hún með góðri samvizku sagt, að bún hafi staðið vel í stöðu sinni á þeim vanda- sömu og erviðu timum er yfir stóðu þegar hún tók við stjórnar- taumunum. Hon. Dr. Thornton hvað stjórnina enga tilraun hafa gert á undanförnum árum til að þvinga skoðanir eða sannfæringu þeirra er -henni hefðu fylgi veitt að undanförnuj, miklu fremur hefði mátt segja, að stjórnin hefði fylgt þeirra tillögum og svo hlut- drægnislfiust, að þaðan stafaði sú litla mótstaða, er stjórninni hefði veitt verið. Margir aðrir fluttu ræður, er góður rómur var gerð- ur að. Eins og áður 'hefir verið tilkynt ( heldur sunnudagsskóli Fyrstu lút. kirkju “picnic” sitt í Keenora' Park laugardaginn 26. júní. Auk j ferðarinnar á bátnurn, sem er sjaldgæf skemtun í þessum bæ, j verður -mjög vandað til skemtana þegar í skemtigarðinn kemur. par fara fram kapphlaup af öllum tegun-dum, knattleikur og ýmsir gamanleikir of margbreyttir til að telja upp hér. Ice Cream fyrir alla. Vinum skólans er boðið að koma með börnunum og njóta þeirrar heilbrigðu skemtunar, sem þar verður á -boðstólum. Ur bœnnm. Friðrik Nielsson frá Árborg, Man. kom til bæjarins á þriðjudag- inn. Mr. Tryggvi Ingjaldsson er staddur í bænum um þessarmund- ir í erindum fyrir sveit sína. Kvennfélag Skjald-borgarsafn aðar heldur Basar þann 16. og 17. þ. m. í kirkjunni. Fólk er sér- staklega beðið að minnast þess, því þar gefur að líta góðan varn- ing og gotit verð. Lárus Sigu-rjónsson skáld dvel- ur í borginni'um þessar mundir; hann kom 'hingað með systur sína Mrs. Jóhann Sigbjörnsson frá Leslie til lækninga. Næsta sunnudag kl. 11 f.h. verð- ur, að forfallalausu, í Fyrstu lút- ersku kirkju haldin guðsþjónusta sérstaklega til-einkuð nemendum Jóns Bjarnasonar skóla. petta er samkvæmt venju undanfarandi [ ára í sambandi við skólaslit. j Næsta dag á eftir, m-ánudaginn 14. j júní, fer fram skólalokah'átíðin í Good Templara salnum á Sargent Ave., og 'hefst kl. 8.15 að kvöld- inu. par verður til skemtunar mjög mikið af góðum söng. Ræð- ur verða allar stuttar og fluttar af nemendunum, sem eru að út- skrifast. Verðlaunum verður út- býtt. Allir velkomnir. Samskota leitað til arðs fyrir skólann. Góðar brautir. Frá flestum fylkjum landsin-s, og víðar að eru menn komnir hing- r.ð til borgarinnar að ræða um vegagjörð. í þeim hóp eru margir ráðherrar úr ýmsum fylkj- um, og ýmsir er góð skil kunna á vegagerð, af lærdómi og reynslu. Fyrirlestrar og fræðandi tölur hafa ve-rið fluttar um nauðsyn góðra vega innanland-s, um hvern- ig gera skuli vegina sem traust- astia og endingarbesta, hverja þýði-ngu góðir vegir hafi fyrir landið, svo og um viðhald þeirra og margt annað. Jafnframt stend- ur yfir sýning á allskon-ar áhöld- um sem höfð eru til að búa til vegi, slétta þá, raka, bera ofan í o. -s. frv., svo hundruðum skiftir, stór og smá, sem er nýstárlel sjón þeim er ófróðir eru í þeim efnum. | Vegagerð útiheimtist breytilegri - og traustilegri og miklu -meiri en | áður gerði-st í flestum löndum, með því að flutningur og ferðalög innan héraða aukast æ meir og meir. Sýning á notkun sumra þeirra hefir einnig farið fram utan til í bænum. Ný stofnun í landsheilla skvni. Hr. Grímur Laxdal kaupmaður í Árborg, Man., kom til borgar innar á þriðjudaginn. DORKAS PICNIC Laugardaginn 12. júní 1920, í Keenora Park, — báturinn legg- ur af stað klukkan 2.15 e. h. Mr. G. J. Oleson, ritstjóri frá Glenboro, Man., dvelur í þorg- inni um þessar mundir ásamt fjöl- skvldu sinni. Nokkur herbergi 563 Maryland St. til leigu að Á Frakklandi hafa þeir lagt skatt á allar persónur sem eru ut- an hjónabands eftir vist aldurs- takmark. Einn meðlimur stjórn- arinnar hefir stungið upp á því, að létta þeim skatti af hinum friðari hluta þjóðarinnar, með því stúlkur kjósi ekki einlífi af sjálfs- dáðum, heldur “verði hjón” ef þær fái færi til. Kvenréttinda félag þess lands sendi manninum þakk- ar ávarp, þótti hann vel mæla og fara með sannindi. í Madrid á Spánverja landi hafa læknar lagt niður vinnu, þeir er sinna sjúklingum verkamanna fé- laga fyrir vissa borgun. Heimta 2. þ.-m. voru gefin saman i -hjónaband í kirkju Fríkirkju safn- aðar í Argyle bygð hr. Percy Don- ald Fraser, frá Keewatin, Ont., og ungfrú Fjóla John-son, dóttir porsteins 'bónda Johnson á Hólmi. Hélt porsteinn rausnarlega veizlu heima hjá sér að ilokinni hjóna- vigslunni, og sátu þá veizlu á annað hundrað manns. Ungu hjónin lögðu samdægurs af stað í brúðkaupsferð suður í Bandaríki. Gefin saman í hjónaband af séra Rúnólfi Marteinssyni, að 557 Agnes St., 2. þ.m., þau Halldór Vopni og Olga Davidson. — 3. þ.m. voru gefin saman í hjónaband af sama presti, að 493 Lipton St., þau Kristj-án Hinrik Jóhannesson og Guðrún Piálína Sigurðsson. Hvorutveggju voru þessi brúð- læknar hærra endurgjald af fé- hjón frá Winnipeg. Svo er sagt að félag hafi mynd- ast tíl að fá innflytjendur til þess að setjast að á auðum löndum vestanlands. Félags-skapur í þessu skyni er ekki nýr, en þetta nýja félag er ®agt með þeirri furðu skapað, að meðlimir þess hafi ekki fjármunalega hagsmuni af aðgerðum þeim, heldur sé stofn- sett af mönnum með 'hug á fram- förum landsins og vilja til að styðja það sem því er fyrir beztu. Allir fésýslumenn vestanlands eru sagðir standa að baki þessari fé- lagsstofnun ásamt þeim s-em skildingaráð hafa austanlands. pað er því ekki nema eðlilegt að íyrirtækinu sé vel tekið í blöðun- u-m. Svo er sagt að um 20 miljón ekrur bíði ræktunar á sléttunum einu-m saman, sem virðist vera komið í eign einstaikra manna, er hvorki stjórn né járnbrauarfé- lög geta lagt í. En hin nýju samtök ætla sér að hafa samvinnu með þei-m. Oflítið þykir hafa verið hugsað fyrir því, að fá inn- flyténdur til að setjast á lönd sem þeim hæfðu. Félagið ^ætlar sér að hafa menn til að taka á móti innflytjendum þegar þá ber að, veita þei-m upplýsingar og að stoð sem þeir þurfa með, og hafa hönd í bagga með þeim fyrstu ár- in, meðan þeir eru að koma fót unum fyrir -sig. Sömuleiðis á að greiða fyrir þeim sem sig flytja vilja milli fylkja, fýsir að skifta um bústaði af einhverjum ástæð- um, og koma þannig í veg fyrir útflutning s'kilgóðra manna úr landi. Með þessu er gamli van- ínn aftekinn að láta hvern berast eftir atvikum og vild í stað þess að venja við þá strags við land siði og borga-ravenjur. Lönd hafa verið í höndum gróðamnna hér vestra, að undanförnu er mjög hafa auðgast á þeim, en af því hef- ir stafað að löndin hafa bygst miklu tregar en élla. Um til högun að öðru leyti er ekki getið nema a'ð tstjórnend'ur fylkjanna standi allir bakvið félagsskapinn Mrs. Ingibjörg Thorlacius Bergmann GARDAR, N. DAK. Fædd 19. júlí 1854—Dáin 22. marz 1920. Öðum kvöldar; þeim fjölgar einlægt leiðunum lágu. En “á fegra landi gróa blómin bláu, í bjartri dögg við lífsins helg- an straum.” Svo er lífsins saga. Hér kvöldaði í ár; Mrs. Ingibjörg sál. Bergmann, kona Ei- ríks Bergmanns á Gardar, var lögð í sína gröf. Hún, sem um langan aldur bygði höll svo blýja og bjarta; hún, sem veitti straumum yls og birtu út um bygðina sína; hún, sem kunni móðurtökin á börnunum sínum, og náði hreinustu og fegurstu tónunum á hljómstrengi sálna þeirra — hún lagðist þreytt til hvíldar, er hún andaðist að heimili sínu 22. marz í ár. Jarð- sungin var hún á Gardar 25. s. m. að fjölmenni viðstöddu. Banamein hennar var innvortis sjúkdómur, sem hún þjáð- ist af lengstan hluta æfi sinnar, en ágerðist á efri árum og dró hana til dauða. í vetur sem leið, var hún orðin svo farin að heilsu, þessi prýðimyndarlega kona, að hún var ekki orðin nema svipur hjá sjón er hún dó. Stanslaust var dauðinn að verki; og fyrir augunum á ástvinum hennar, þeirra er heima voru, rénuðu kraftar hennar si og æ og ljfsþrótturinn þvarr. pján- ingar sínar bar hún með hugprýði 'og barnslegri ró til síðustu stundar. Andlát hlaut hún hægt og milt, líkt og þegar birtan er að dofna og barnið fer að sofna. pá var hún 65 ára að aldri. Mrs. Ingibjörg sál. Bergmann var eyfirzk að ætt. Faðir hennar var Pétur Thorlacíus, sonur séra Hallgrims Thorlací- usar, prests á Hrafnagili, föðurbróðir frú Guðrúnar ekkju séra Friðriks Bergmanns; og móðir hennar var Kristín ólafsdóttir, föðursystir séra Kristins Ólafssonar á Mountain og þeirra syst- kina. Bjuggu þau foreldrar hennar á Stokkahlöðum i Eyjafiröi og eignuðust auk hennar einn son, er dó ungur. En til fósturs tóku þau tvö bræðrabörn sín: Hallgrím Thorlacius Einarsson, sem nú er -bóndi á Gardar, og Kristgerði ólafsson, sem nú er kona Guðlaugs Erlendssonar í Wyndmere, N. Dak. Ingibjörg sál. ólst upp í heimahúsum hjá foreldrum sínum; og þá er þau tóku sig upp og fluttu til Ameríku með fóstur- börnin sín 1873, fór ihún með þeim og yfirgaf þau aldrei upp frá því á meðan þau lifðu. pá er komið var vestur, settust þau að í Wisconsin. En að ári liðnu deyr faðir hennar þar. Lifir hún þá með móður sinni og annast hana og fósturbörnin eftir mætti, þar til 1876, að hún giftist eftirlifandi manni sínum, Eiriki Bergmann, og tekur fólkið sitt heim til sín. Er móðir hennar hjá þeim hjónunum til dauðadags, og fósturbörnin þar til að þau giftast. Reyndist hún æ þessu fólki sínu með þeirri trú- mensku og snild, sem einkum voru einkenni hennar alla æfi. Yfir 40 ár lifði hún í mjög farsælu hjónabandi, og var mannsins síns önnur hönd í hvívetna. Allstaðar vildi hún koma fram til góðs öllum gera gott og alt færa til betri vegar. Aldrei vorkendi hún sjálfri sér, þó hún yrði eitthvað á sig að leggja og eitthvað að líða; en hún kendi í brjósti um svo marga aðra, sem áttu eitthvað bágt. Og allar sínar skyldur rækti hún æfinlega af ýtrasta megni á meðan mátti. pessi góðlega og stillilega sómakona, sjálf ímynd friðarins hvar sem hún sást, utan húss og innan, gerði sannarlega sitt til að gera garðinn frægan. Fyrstu hjúskaparárin sín bjuggu þau Bergmannshjónin í Minnesota. En 1880 fluttu þau til Dakota, og settust þá að á Gardar, og hafa dvalið hér síðan alla tíð. Hér gefur því að líta aðal æfistarf þeirra ibeggja; er það bæði mikið starf og marg- vislegt, og miðaði ekki að því einu, að sjá sér og sínum far- borða, heldur var það og ávalt þeirra áhugamál, að sjá bygðina sína blómgast og blessast í öllum greinum. Hennar hag og sóma báru þau fyrir brjóstinu; velgengni hennar og fegurð langaði -þau að sjá, og eittihvað af því fengu þau að sjá. Heim- ili þeirra hjónanna mun ávalt hafa verið i lang-fremstu röð, að öllum myndarskap, snyrtimensku, gestrisni og góðgerðasemi, á- nægju og hlýju. Enda sóttu þau margir heim, aðkomumenn sem bygðarbúar, og nutu þar aldrei nema góðs. Á meðal þeirra, sem þessi bvgð á allar sínar framfarir að þakka munu Bergmannshjónin lengi í minni höfð. Og miklar þakkir verð- skulda þau bæði, fyrir starfið sem þau unnu—steinana, sem þau ruddu úr braut, og byrðarnar sem þau báru, til almennings- heilla—á meðan þau áttu samleið hér. Saknaðarefni mætti það því mörgum vera, þegar hún er nú fallin frá, sem svo mikla al- úð og trúmensku sýndi í öllu því sem verða mætti til góðs. Enda mun hennar heldur hvergi nema að góðu getið. Guð blessaði samúð og samleið þeirra hjónanna með fjór- um börnum, sem hann gaf þeim. Eitt þeirra mistu þau nýfætt, en þrjú eru enn á lífi. Eru það: Hjálmar Bergmann lögmað- ur í Winnipeg, Friðrik Pétur Bergmann fasteignasali i Willis- ton, N. Dak., og Kristín Bergmann, sem heima er. Dýrustu og hjartfóignustu gimsteinana sína lætur Ingibjörg sél. eftir sig þar sem börnin hennar eru. Innan um allar minningarnar um hana, verður móðurminningin lang-fegurst. Og það er sú minning, sem lengst verður geymd, og -bezt verður geymd, í hjörtum barnanna hennar, sem foreldrum sinum eru til mikils sóma og mikillar gleði, bæði lifs og liðnum. Ætti eg svo að túlka tilfinningar hins aldurhnigna og upp- gefna ekkjumanns við leiði konunnar sinnar sál., þá yrði einna bezt komið orðu-m að því með þessum stefjum skáldsins: Eg sá um mitt. En hún var húss míns hjarta, og húss míns sól og yndi; hvílík móðir! Og þó að margir svannar séu góðir, með sæmri kostum færri mundu skarta. Hún gerði marga mæðudaga bjarta....... En sjálf er hún nú laus við mæðudagana alla og skartar í ljósi 'eilífðarinnar. — Guð blessi ástvinum hennar allar þeirra minningar um þvílíka eiginkonu og þvílíka móður. Páll SigurSsson.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.