Lögberg - 10.06.1920, Blaðsíða 4

Lögberg - 10.06.1920, Blaðsíða 4
Ble. 4 LOtirBSiRG, FIMTUDAGFNN 10. JÚNf 1920 S> ecg Gefið út hvern Fimtudag af The Col- umbia Press, Ltd.JjCor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. TALSIMI: GARRY 416 og 417 Jón J. BíJdfell, Editor Ijtanáskrift til blaðsins: TlfE COLUMBIA PRESS, Ltd., Box 3172, Winnipeg. Mai- Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, Mán. VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um árið. mm Heimskringla og mentamálin. 1 síðasDíí bLaði iHeimskringilu, er upphaf á ritgerð sem nefnd er stefnuskrá Norris- stjórnarinnar, og’ þó, að það sé ekki vani vor, að svara ritgerðum fyr en þær eru allar komn- ar út, þá stendur nú svo á, að bæði krefjast kringumstæður, og eins sannleiksgildi málefnis þess sem hér liggur fyrir til umræðu, þess, að vér verðum greinarhöfundinum í Heims- kringlu samferða á braut mentamálanna, og eins verklegra framkvæmda hér í Manitoba í tíð Norrisstjórnarinnar, ef vera kynni að hann 3’rði þá stöðugri á vegi sannleikans en ella. I þessum fyrsta kafla sem birtist í síðustu Heimskringlu, eru mentamál, fylkisins aðal- lega gerð að- umtalsefni, til leiðbeiningar ís lenzkum kjósendpm við í hiind farandi kosning- ar, og eru þar fjögur atriði dregin fram, sem dæmi þess, hve óhæf Norrisstjórnin sé til að veita þeim málum forstöðu. I. Málið um sameiginlegan skóla, í Norður- . stjörnuskólahéraðinu, í kjördæmi Skúla Sigfús- sonar. II. Sprague skólahéraðið. III. lra Stratton. IV. Háskóli Manitoba fylki. /. Tihlrögin til þess að myndaður var sam- eiginlegur skóli (Consolidated school) í Norð- urstjörnu skólaheraðinu eru víst sanngjarn- lega, og hlutflrægnislaust sett fram í téðri grein — menn hafa eflaust gjört það til þess að spara ef unt væri, og líka til þess að gefa fullkonmari mentun en verið hafði, ef kostur væri á. Skólinn var myndaður, og börnunum ekið á hann af þremur mönnum, og á þremur pörum akneyta. Alt gekk vel, unz kom til þess að reisa nýjan skóla, því Norðurstjörnu skólahúsið varð brátt of lítið, og var þó einhver hluti barnanna Játinn stunda nám í Únítarakirkjunni. En slíkt íVrirkomulag gat náttúrlega ekki orðið til frambúðar, og því var tekið til að ræða skóla byggingar málið, en þá kom ósamlyndi út úr því hvar skólinn skyldi standa. Norðanmenn kröfðust, að skólinn yrði færður nær sér, svo hægt væri að bæta við enn fleiri mönnum í skólahéraðið úr þeirri átt. Sunnanmenn kváðu skólann bezt settan þar sem Norðurstjörnu. skólahúsið stóð; enda ætti skólinn þar ágætt skólastæði, og góðan leikvöll. En alt kom fyrir ekkert, Norðanmenn voru ósveigjanlegir, og kröfðust þess að skólahérað- inu yrði aftur skift, en áður en nokkuð er af- ráðið í málinu, var gjörðarnefnd sett í það, til þess að sjá hvort ekki væri hægt að miðla mál- um og jafna sakir. í nefnd þeirri sátu þrír valinkunnir menn, og voru þeir þessir: Björn S. Líndall f\Trir hönd Norðanmanna Guðmundur Breckmann fyrir hönd Sunnan- manna, og Parker skólaumsjónarmaður fj’rir hönd mentamáladeildarinnar. Þessir menn, sem allra fnanna bezt þektu kringumstæðnr allar, og sem hver maður sem þá þekkir ber fylsta traust til, tóku nú málið/til grandgæfilegar athugunar, og komust að þeirri niðurstöðu, að eini mögulegi vegurinn fvrir j essa tvo piálsaðilja í Norðurstjörnu skólahér- aði, væri að skilja, og var sá úrskurður birtur öllum hlutaðeigendum. Vér hyggjum að maðurinn í Heimskringlu segji satt þegar hann segir, að meiri hluti skóla héraðsmanna, og líka meiri hluti skólanefndar- manna (ekki allir, eins og Heimskringla segir) hafi verið samhuga um að láta skólann nýja standa þar sem Norðurstjörnu skólinn stendur. Og þegar svona var komið málum, munu þeir hafa sent ó fund mentamála ráðherrans, og farið fram á að hann tæki í strenginn, og léti uppreisnar, eða útgöngumenn beigja sig nauð- uga viljuga undir vilja meiri hlutans, og þvert ofan í dóm gjörðarnefndarinnar. En allir sanngjarnir menn, Qg sannleiks- elskir, geta sjálfir skorið úr því, hvort afstaða sú, sem mentamála ráðherrann tók í þessu máli að láta gjörðar dóminn standa og þröngva eng- um til þess að vera í þessu skólahéraði sem ekki vildi vera það, er heillavænlegri fyrir menta og menningarmál vor, lieldur en sú sem höfundur greinarinnar í Heimskringlu heldur fram. II. I sarnbandi við þetta Norðurstjörnu skóla- mál, verður greinarhöfundi mjög tíðrætt um mann einn sem liann nefnir “mentfrömuð” “barnakennara” og “sjaldgæfan vísinda- mann”. Maður þessi er Ira Stratton, sem hefir það cmbætti Iijá mentamála stjórninni, að hjálpa til að koma á stofn barnaskólum hjó því fólki sem þarf þeirra með, en hefir ekki samtök, eða tök á því sjálft, að lítvega hæfa kennara við þá skóla, og í mörgum tilfellum að koma f jármála- legu ástandi slíkra skólahéraða í sæmilegt horf. Ira Stratton hefir víst aldrei gefið sig út fyrir að vera mentafrömuður, eða vísindamað- ur — hefir o:ss vitanlega aldrei gefið sig út fyr- ir að vera annað en hann er, umsjónarmaður barnaskóla, að því er verklegar framkvæmdir snertir á meðal fólks þess í Manitobafjdki. sem ekki er fært um að veita slíkum málum for- stöðu sjálft. Það er sagt að þessi maður, hafi verið sendur af mentamála stjórninni í Manitoba, til þess að semja frið með löndum vorum í Norður- stjörnu skólahéraðinu, og að hann hafi átt með þeim nokkra fundi, og “sannfærst strax um það, að meirihlutinn með allri skólanefndinni, eigi og skuli, beigja sig fyrir hinum fáu mönn- um sem voru í minnihluta. En er hánn fær eigi héraðsbúa til að hlíta þessum úrskurði, iáðleggur hann að láta leysa upp héraðið, og skifta í tvö smáhéruð, er síðan hafa hvorugt getað staðið alminlega straum af skólahaldi” segir Heimskringla. Ira Stratton var að eins á einum einasta fundi, sem haldinn var í Norðurstjörnu skóla- héraði. K>Tnti hann sér málið, en lagði engan úrskurð á í því, og hlýtur greinarhöfundurinn að fara villur vegar, að því er umsögn hans í téðri grein snertir um afskifti Ira Stratton af málinu. En það er eins og þessi maður Stratton, hafi unnið sér mjög til óhelgis hjá hofundi greinarinnar í Heimskr., því hann ekki einasta sakfellir hann fyrir það sem hann átti lítinn eða engan þátt í, heldur ræðst hann á persónu mannsins, á útlit hans og skapnað, og er þá skörin komin upp í bekkinn, þegar menn liafa ekki annað málstað sínum til varnar. Höfundur greinarinnar segir að Ira Stratton sé “Höfuðstór, úteygður, brúnamikill, varaþunnur, tanngarðurinn mikill og búkurinn allur í gildara lagi, handstór og hrikalegur, beinin stór og liðamót öll.” Svo var og Abraham Lineoln, og hefir hon- um aldrei verið talið slíkt til háðungar, og því síður þjóð þeirri sem hann vann. III. Þá er að minnast á Sprague sveitina hér í austurparti fylkisins, sem greinarhöfundurinn fer um allmörgum orðum og vill auðsjáanlega reyna að ná sér niðri, því oss finst við lestur þessarar greinar að hann muni finna til þess, hve bráðnauðsynlegt sé að bæta um ástæður til saka á hendur mentamála stjórninni, ef skrifin eigi að hafa nokkur áhrif, en til allrar ólukku lendir hann svo þarna austur í Sprague — aust- ur í skógum, en í skógnnum er villigjarnt eins og menn vita. Greinarliöfundurinn segir að helza bygðin í Jieirri sveit sé íslenzka bj’gðin við Pine Valley Segir hann að íslendingar hafi numið land fyrstir manna í sveitinni, og hafi búið þar einna-lengst, sem er nú ekki ótrúlegt, ef þeir námu þar fyrstir land, og búa þar enn. Strax í bvrjun segir greinar höfundurinn, að landar vorir hafi komið á hjá sér skóla, til þess að afla börnum sínum mentunar. Þetta er ekkert nýtt á meðal íslendinga, því þeir gera það alstaðar. Og svo Jiðu árin, og með líðandi árum fer íólk að flytja inn í sveitina — allra þjóða fólk sezt_ á skógarlöndin, og tekur að vinna skóginn — fólk með fjölda barna sem komin voru á skólaaldur . Hvað átti nú þetta fólk að gera ? Ekki gat það alt sent börnin sín á skólann til Islending- anna. Atti það að byggja sér skóla sjálft samkvæmt lögum landsins, eða láta börnin sín alast upp án barnaskólamentunar? Það tók sama ráðið og íslendingarnir, og myndaði skólahérað og bjTgði skólahús, án þess «ð Norrisstjórnin eða mentamála ráðherra þeirrar stjórnar ættu þar nokkurn þátt í. Skólar þeir komu eins og aðrir skólar und- ir lög og umráð sveitarinnar, sveitin lagði skólagjahl á alla þessa nýkomnu bændur, og þó að^ bækur Sprague sveitar kynnu að sýna all- stórar upphæðir sem sumir þessara manna hafa svikist um að borga, þá er ekki sanngjarnt að ásaka mentamáladeildina fjTrir það. Innköllun á skattfé sveita til skólaþarfa er í höndum sveitastjórna, og ef þeir sem inn- heimtu á slíku fé höfðu með höndum ár fram af ári, létu þessa menn höggva viðinn af lönd- um sínum og selja hann fyrir peninga, og fara syo í burtu án þess að borga skólaskatt sinn, þá er bezt að sú skuhl skelli á þeim sem sekir eru en ekki á saklausum mönnum, eins og þeim sem fyrir mentamáladeild fylkisins standa. Og jafnrangt er hitt, að gefa mönnum 1 skyn að skólum hafi verið hlaðið niður í þess- ari sveit af mentamáladeildinni, eins og beinast Jiggur við að halda eftir þessari Heimskringlu grein. Þar stendur: “Skólar hafa verið settir upp hvervetna, en viðhaldi þeirra og öllum kostnaði varpað upp á sveitina, samkvaimt nú- gildandi lögum.” Það hefir að eins einn einasti skóli verið bygður að tilhlutun mentamála deildar fylkis- ins í Sprague sveit, og í honum eru nú sem stendur innrituð 26 börn. Hinir allir, hvort heldur þeir eru nií marg- ir eða fáir, eru bvgðir af sveitarmönnum sjálf- um og eru því í og undir umsjón sveitarstjórn- arinnar, að því er til fjárframleiðslu kemur, að undanteknum þeim ákveðna stj’rk sem fylk- ið veitir. Upp á hvað hefir þá höfundur Heimskr. greinarinnar að klaga? Veitti.ekki fylkisstjórnin hinn lögákveðna fjárstyrk, til þessara skóla í Sprague sveit? Hann veit ofur vel að ákveðið er í skóla- lögnm, á hvern hátt skólar og skólahéruð skulu stofnuð. Atti að brjóta Iög á þessu fólki í Sprague, og neita því um þau réttindi sem öðrum borg- urum fylkisins eru heimiluð, nefnilega þau, að veita börnum sínum mentun ? Hann veit líka, að hvorki hafði stjórnin rétt til þess, þegar skólahéruð eru mynduð lögum samkvæmt, né heldur léti nokkur ærleg- ur mentamála ráðherra sér detta nein s'lík þrælatök í hug. Börn þessa fátæka fólks áttu sama rétt á að njóta mentunar eins og börn Islendinganna, og eins fyrir það, þó foreldrar sumra þeirra flyttu burt úr Sprague sveitinni, þegar atvinnu þeirri er þau stunduðu var lokið. “Þetta er saga alþvðuskóla málanna” seg- ir greinarhöfundurinn, eftir að hann hefir tal- að út um Sprague sveitina. Ekki vildum vér byggja sáluhjálp vora á því, að saga alþýðuskóla málanna sé sannleik- anum samkvæm, eins og hún er sögð í þessri Heimskringlu grein. Framh. -------o------- Landbúnaðar-ráðgjafi Manitoba látinn. Sú liarmafregn birtist í morgunblöðunum hinn 8. þ.m., að landbúnaðar ráðgjafinn í Mani- toba, Hon. Valentine Winkler, hefði látist á sjúkrahúsi í Morden kvöldið áður. Báðgjafinn hafði farið þangað á laugardaginn í kýnnisför til sonar síns, er umsjón hefir með óðali ættar- innar þar í bygðinni. Seinni hluta mánudags- ins veiktist Mr. Winkler snögglega og var liðið lík að kvöldi. Hann hafði veitt forstöðu land- búnaðardeild f\Tlkisins síðan að Norris stjórnin komst til valda árið 1915 og notið óskifts trausts embættisbræðra sinna í ráðaneytinu, sem og al- mennings í heild sinni. Mr. Winkler var fæddur í Neustadt, Grey County, Ont., 18. marz 1864; voru foreldrar hans David Winkler og Barbara J. Lang. er ]>ar bjuggu um langan aldur. Að loknu alþýðu- skólanámi fluttist hann fimtán ára gamall til Manitoba og gaf' sig við timburverzlun nokkra hríð, en gerðist því næst bóndi skamt frá Mor- den og reisti þar fyrirmyndarbú. Afskifti Mr, Winklers af opinberum málum hófust með því, er hann á ungum aldri var kosinn oddviti í Stan- ley sveitinni, þar sem Mordenbær stendur, og sýíidi hann í þeirri stöðu bæði skörungsskap og góða forsjá. Hann var kosinn fyrst á þing árið 1892 fyrir Rhineland kjördæmið gamla í stjórnartíð Greenways, en við kjördæmaskift ing Roblinstjórnarinnar var Rhineland sam- einað við Morden kjördæmið og kallað Morden- Rhineland. Mr. Winkler var endurkosinn 1896 og eins 1899, og við fall Greenway stjórnarinn- ar varð hann einn af áhrifamestu alidstæðing- um Roblinflokksins í fylkisþinginu. Eins og kunnugt er, var allmikill hiti í kosningunum 1914 og sendu íhaldsmenn þá lít einn sinn öflugasta mann, W. J. Tupper, til höf- uðs Winkler, en svo fóru leikar, að hinn síðar- nefndi vann kosninguna með miklum meiri hluta og hefir verið fulltrúi þessa sama kjör- dæmis jafnan síðan. Valentine Winkler var frjálslyndur fram- faramaður í orðsins sönnustu merkingu, >Tfir- lætislaus, einlægur og stefnufastur. Hann kom ávalt til dyra eins og hann var klæddur og bar aldrei kápuna á báðum öxlum. Hann var lítill málskrafsmaður, en svo segja þeir, er honum vorp handgengnastir, að fáir menn muni hafa haft víðtækari þekkingu á fylkismálum en ein- mitt hann. Undir forystu Winklers hefir land- búnaðurinn í Manitoba tekið svo stórstígum framförum að furðu sætir, ekki sízt þegar tek- ið er tillit til þess, að þjóðin átti í ófriði því nær alla bans ráðgjafatíð. Mr. Winkler lét sér mjög umhugað um að bæta hag nýbyggja þeirra, er tekið höfðu sér bólfestu víðsvegar um fylkið. Má í þvi sam- bandi benda á lagabálk þann, er hann átti frum- kvæði að og alment er nefndur “Winkler’s Cow Bcheme”, sem orðið hefir efnalitlum frum- byggjum að miklu liði. Landbúnaðurinn í Manitoba hefir mikið mist við fráfall Wiiiklers, en fylkið ber lengi minjar liinna margvíslegu þjóðnytjamála, er hann beitti sér fyrir og hrinti í framkvæmd. -------o------- Þjóðrœkni. Já, íslenzkir viljum við vera á Vesturheims iðgrænu sléttum, og hver annars byrði að bera, við bróðurhönd hvor öðrum réttum, og eins þó það kunni að kosta kjaptshögg og barsmíði stundum, með þjóðernis rembing og rosta menn rífast og skammast á fundum. “ Er það ekki munurV’ Þó feðratungan flytji oss fugla og gígju klið, og brothljóð blárra kletta og brims og fossa nið, er enskan eitthvað mýkri, með unaðs hlýrri blæ, því íslenzkt mál á ekki neitt orð, sem þýðir “Pie”. K. N. PENINGASENDINGAR TIL BANDARlKJANNA Bændum, kaupmönnum og alm enningi er boðið að nota sér þjónustu bankans, þegar senda skal peninga til Bandaríkja. THE ROYAL BANK 0F CANADA HOFUDSTÓLL og VARASJÓDUR . $35,000,000 ALLAR EIGNIR.......... $558,000,000 5% VEXTIR 0G JAFNFRAMT O ÖRUGGASTA TRYGGING Leggið sparipeninga yðar I B% Fyrsta Veðréttar Skuldabréf með arð- miSa — Coupon Bonds — I Manitoba Farm Loans Association. — Höf- uðstéll og vextir ábyrgst af Manitoba stjórninni. — Skuldabréf gefin ðt fyrir eins til tiu ára tímabil, I upphæðum sniðnum eftir kröfum kaupenda. Vextir greiddir viO lok hverra sex mánaOa. Skrifið eftir upplýsingum. Lán handa bændum Peningar lánaðir bændum til búnaðarframfara gegn mjög lágrl rentu. Upplýsingar sendar tafarlaust þeim er æskja. The Manitoba Farm Loans Association WINNIPEG, - - MANIT0BA “LOVE and PRIDE.” Motto: Fáir munu þeir íslendingar vera hér í landi, er heirrlan að hafa komið fullorðnir, sem náð hafa jafn góðum tökum á ensku—”. —Hkr., 12. maf. Her “finale obtestation”, with “sobs akin to those” of yore, The lady “þronounced” to her jilted lover, proud and sore. “Immense” was her “tremor”, “her form so prostrate with despair”, “To render its reminder” hc gazed upon her then and there With “infinite hopelessness, agony and suffering, Portrayed in his look”, — yet he spurned the tender offering Of lov and joy; in his pride there was no curvature, And so ihe told her straight: “ihe would not accept her overture.” On this point he dwelt in a rather long soliloquy, And thereupon sihe fainted with feminine alacrity. Snowy-pale, “motionless” altogether, “as if dead” — What a sight to look at, for such a hero, born and bred! “It became disclosed to him that she was all his life to him”, And so the sad thing happened, for when a person full of vim Loses all his self-control,—the foook philosophizes thus— Yea, then the consequences are “apt to be calamitous.” A “portion of strychnin”, “the strongest poison of that kind”, Was “wildly” “intaken”—Ihe chanced to call the dose to mind; It had been “intended for a possible emergency” — And straightway “it diffused”, with electrical celerity, All through his.system”, “his giantphysic” stood it not; But then a hurried phone-summons “brought the doctor on the spot.” “Resuscitation” followed the “physician’s genuine antidote.”— “They reconciled” and married and “honeymooned to”—parts remote. Thanks be to Kringla for sampling phrases such as these, For now we know for sure that the book is quite a masterpiece: Six hundred pages of striking lexicography, And then the story ends with “electrical celerity.” One of the Victims. First Lutheran Church, June 16th 70 Söngflokkurinn, og Soloists: Mrs. S. K. Hall, Mrs. Alex Johnson, Mr. Gísli Jónsson, Mr. Paul Bardal, Mr. Alex Johnson, Mr. Alfred Albert, Mr. C. F. Dalman, Cellist 1. Ó, GuS vors lands...........................Sveinbjörnsson Söngflokkurinn 2. Baritone Solo—Selected.......................... Mr. Paul Bardal 3. Duet—Selected................................... Mr. og Mrs. Alex Johnson 4. Soprano Solo—Selected........................... Mrs. S. K. Hall v 5. Cello Solo—Tarantella.............................. Popper Mr. C. F. Dalman 6. Double Quartette ............................... 7. Cello Solo—Dedication ............................. Popper Mr. C. F. Dalman 8. Anthem—Láttu guSs hönd þig leiSa hér ...........S. K. Hall Sörlgflokk.urinn KANTATA....................................... Sveinbjörnsson Sungin viS komu konungs tíl íslands 1907.—TileinkuS Hans Hátign KriSpiki konungi áttunda I. Velkominn, hilmir, af hafi .................... Söngflokkurinn, og Mrs. S. K. Hall, Soprano Mr. A. Albert, Tenor II. Dana gramur.................................... Söngflokkurinn, og Mr. Gísli Jónsson, Tenor III. Danmerkur ljóö...........................-.... Söngflokkurinn, og Mr. Gísli Jónsson, Tenor IV. Norræni stofninn .............................. Söngflokkurinn GOD SAVE THE KING PROF. SV. SVEINBJÖRNSSON, Pianist MR. S. K. HALL, Sóngstjóri AÐGANGUR: 75 CENT. Byrajr kl. 8 Ráð til að hafa hemil á engisprettum. Stutt ágrip. Engisprettnr fnndnar í Saskatchewan. Sprettur þær sem komu upp og- dreyfðust um útsuður- part f>Tlkisins árið 1919, voru ekki “seytján ára” tegundin. Sú plága, sem tekur sig upp við og við, eru ekki engisprettur í réttri merking. Þær, sem mikinn skaða gerðu 1919 voru gagn- sæjar (Camnula pellucida) og reykitegundin smáa (Melan- oplus Atlanis). Aðrar í smærri breiðum og óskaðvænni eru þær tvístrykuðu (Melanoplus bivittalus), rauðfættu (Melan- polus femur-rubrum) og Packrds engisprettur. Engispretturnar koma úr hýði seint á vorin, vanalega í maí og éta gráðugt jarðargróður frá þeim tíma til uppskeru. Þær eru fullorðnar seinni part júní eða snemrna í júlí og byrja að verpa kring um mánuð þar eftir. Flestar verpa í léttan eða

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.