Lögberg - 10.06.1920, Blaðsíða 6

Lögberg - 10.06.1920, Blaðsíða 6
Bkt. 6 LÖGBERG FIMTUADGillíN 10. JÚNÍ 1920 Sólskin og lífsgleði. öll börn og unglingar elska sólskinið og sól- ina, sólina sem þýðir snjóinn, klakann og kuld- an úr ríki náttúrunnar. Sólskinið sem vermir svörðinn, svo að jurtir og blóm spretta til ánægju og gleði ungum jafnt sem gömlum. Sólskinið sem hellir geislum sínum yfir bygð og ból mannanna, svo náttúran öll vaknar af dvala vetrarins, og breiðir faðminn út á móti ljósinu, lífinu og gleðinni — lífsgleðinni dýrðlegu, sem sól og sumar flytur inn í ríki náttúrunnar. Vér erum vissir að allir unglingar þrá sól- ina og sólskinið — þrá að meiga leika sér, og njóta lífsins úti í sólskininu og gróandanum. En hafið þið ungu vinir, nokkurn tíma hugs- að um, að þó hlýtt sé og bjart úti í náttúrunni — þó hún, vilji umvefja oss vermandi geislum sól- arinnar, þá er mörgum mönnum bæði ungum og gömlum, konum og körlum samt kalt. Þó því sé hlýtt á höndum og fótum, þó að sólin vilji verma það, þá næt hún ekki inn í huga þeirra og hjörtu — inn í sál þeirra, en þar er stundurn kalt. Sálarkuldi. ii Það er ekki mest undir því komið að mönn- unum sé hlýtt á höndum og fótum— að blessuð sólin vermi mann að utan, því til þess að hlýtt geti orðið í mannlífinu, þá þarf að vera sólskiif í sálum mannanna. Hugsið ykkur fólk með kalda sál, er það ekki eins og haustdagarnir, þegar haustskýjin gráu hylja sólina? Orðin sem fram af vörum þess koma, eru eins og snjókornin sem úr haustskýjunum detta. Tillit þess er eins og liaustnæðingurinn, og bros þess eins og frosthélan. Hafið þið nokkunitíma hugsað með alvöru um hve bágt að það mannfélag á, þar sem mikið er af mönnum og konum, sem kalt er á sálu sinni? Ef ekki, þá hugsið um það, því sjálf verðið þið innan skamms að taka þátt í því mannfélagi — verðið að vera partur af því. Hvað hafið þið sjálf að flytja með ykkur inn í mannféiagið? ætlið þið að flytja með ykkur yl sálar, hlýtt handtak og gleði? Eða frost og kulda? Vér efumst ekki um að ef unglingarnir annars hugsa nokkuð um þessar sakir, að þá vilji þeir undantekningarlaust vera flytjendur Ijóss og ýls í lífinu. En þeir geta ekki orðið það, nema því að eins, að sálarylnum, og lífsgleðinni sé veitt inn í sál þeirra. LnfsgleSi og sálarylur fœst ekki án fyrirhafnar. En þó foreldrar og aðri/ aðstandendur ung- linganna hafi opið auga fvrir þessu, ef þeir eða þau sjálf era ekki snortin af þessum innra eldi, þá geta þau aldrei gróðursett hann hjá öðrum. Og þótt þeir hafi átt hann, og tekist að gróður- setja hann í sál einhvers unglingsins, þá lifir hann þar aldrei og dafnar, fyrirhafnarlaust, og þá er það undir þér lesari góður komið, og viljaþreki þínu, hve vel þú heldur honum við, eða að þú efl- ir hann. * Því það er með skapferli þitt, alveg eins og hverja þá list er þú hefir ásett þér að læra, að þú , verður að æfa þig lengi, stöðugt og vel, til þess að geta orðið fullnuma. Sama er með lífsgleðina, ímynd sólskinsins í náttúrunni. Þú verður að temja þér hana; æfa þig á henni, seint og snemma, lej-nt og ljóst. Kærleikseldur sá er brennur í sálum mann- anna, er þar ekki af lianda hófi. Lí/sgleðin sem gjörir líf þessa eða hins sól- skinsrikt, hefir ekki tekið sér bólfestu í sál þess sem lífsgleðina á, af tilviljun. Hann eða hún hefir orðið að stríða við ýmsar torfærur, berjast á móti erfiðleikum og freist- ingum, sem vildu ná festu í huga eða hjarta, og það er fyrir marg-ítrekaða tilraun — Staðfasta æfingu, að lífsgleðin hefir orðið bölsýninni yfir- sterkari í huga þess sem í hlut á. Ungu vinir, munið eftir að lífsgleðin, er ein af fegurstu ávöxtum mannlegs lífs og að liún sprettur að eins í vlríkri sál. ---------o-------- Orræðagóður maður. Eftirfylgjandi sagar er sögð af Friðrik mikla Prússa konungi, sem var bæði mikill fyrir sér, lilífðarlaus og grimmur, svo að öllum þegn- um hans stóð hinn mesti stuggur af honum. Hann gat verið skemtinn og glaður aðra stundina, ,en látið húðstrýkja menn og hengja liina. En þrátt fyrir þetta harðlyndi konuilgsins sóttist hann eftir félagsskap gáfaðra manna og frægra heimspekinga, og hafði slíka ávalt með hirð sinni þegar kostur var á. Fáir af monnum Friðriks konungs eða eng- inn gat haft nokkur áhrif á hann, eða mýkt geð þessa ofstopafulla manns, en samt var hjarta hans ekki svo kalt, að'ekkert næði til þess. þó mennirnir gætu það ekki En það var hestur einn sem konungur átti sem honum þótti svo vænt um, að hann mátti ekki af lionum sjá. Hestur l>essi var svo fallegur, að ervitt er að Iiugsa sér annan fallegri, og var hver konungur. vol sænidur, að eiga slíkan reiðskjóta, og þar við # bættist að hesturinn var svo vitur að furðu sætti. Dag einn þegar Friðrik konungur var venju fremur í vondu skapi, og önnum kafinn, voru hon- um fluttar þær raunafréttir að hestur þessi væri veikur. Við þá frétt varð konungurinn svo æfur, bæði af ótta yfir að missa hestinn, og eins út af vanmætti sjálfs síns að megna ekki að bægja veik- indum og dauða frá hestinum, þrátt fyrir það þó hann væri voldugur konungur. Svo hann hrópaði upp yfir sig í reiði sinni, að hver sá sem segði sér frá dauða hestsins skýldi tafarlaust verða hengdur. Þannig liðu nokkrir dagar, án þess að veik- indi hestsins breyttust nokkuð. En svo var það morgun einn þegar sendimenn konungs komu til manns þess sem sá um hirðingu hestsins, Þá sagði hann þeim að hesturinn væri dauður. Eins og nærri má geta, varð sendimönnum konungs ekki um sel, og spurningin kom strags upp á meðal jieirra, um, hver þeirra skvldi verða fyrir því að flytja konungi fréttirnar, og eiga á hættu að verða hengdur í staðinn. Þeir voru nálega ráðþrota, stóðu og töl- uðu um málið frá öllum hliðum og stungu upp á öllu mögulegu, og ómögulegu, þar til tíminn var alveg kominn til þess að fara á konungs fund, til að láta hann vita hvernig hestinum liði. Þá tók sá yngsti í liópnum til máls, og bað þá að hætta þessu tali og bera engan kvíðboga fyrir þessum málalokum, því hann kvaðst mundu gauga á konungsfund, og sjá hvernig til tækist. Þegar þessi ungi maður, kom á konungs fund leit konungur við honum, og spurðn með dimmum og þóttafullum málrómi: “Hvernig heilsast hestinum ? ’ ’ “Herra,” svaraði sendimaðurinn: “Hesturinn er á sínum vana stað og hrevfir sig ekki. Hann virðist vera þróttlaus. Hann et- ur hvorki né drekkur, sefur ekkert og er hættur að anda. Hann—” “Þá hlýtur hann að vera dauður.” “Yðar hátign eigið kollgátuna,” svaraði sendimaðurinn rólega, “og það er yðar hátign sem hefir kveðið upp úr með það.” --------o-------- * Olíkar systur. Ekkja ein sem var mjög skapill, átti tvær dætur. Eldri dóttirin líktist móður sinni mjög, bæði í útliti og í lund. Sú yngri líktist föður sínum, bæði í sjón og að skapferli, en hann var fríður maður, blíðlyndur og góðlvndur. Ekkjan liafði mikið dálæti á þeirri dóttir sinni sem líktist henni sjálfri, en var köld og nöp- ur í garð hinnar, og lét hana vinna baki brotnu frá morgni til kvölds við ilt atlæti, og neyddi hana til þess, að leggja sér til munns matarleyfar syst- ur sinnar. Á meðal verka þeirra sem vngri systirinni voru fenginn í hendur, var að sækja vatn langar leiðir til heimilisþarfa. Dag einn þegar hún hafði fylt vatns ílát sitt við brunninn, og var í þann veginn að snúa heim, bar þar að gamla koitu, sem beiddi um að gefa sér að drekka. “Með ánægju’’, svaraði mærin, og þótti vænt um að geta gert þessari gömlu konu eitthvað gott. Og hún hélt vatnsfötunni á lofti, svo konan ætti hægara með að drekka. En þessi gamla kona var álfamær í dular- gerfi, og þegar hún var búin að drekka nægju sína mælti hún: “Þú ert eins góð og þú ert falleg, og fyrir þessa velgjörð þína skulu þer veitast þau laun, að hvert orð af vörum þínum skal verða að ilmmiklu blómi, eða skínandi perlu.” Þegar stúlkan kom heim til sín, tók móðir hennar til að ávíta hana fyrir hvað lengi liún liefði verið að sækja vatnið. “Fyrirgefðu mér móðir mín góð,” svaraði stúlkan með auðmjúkum og þýðum rómi, en orð- in urðu að perlum og demöntum sem féllu niður við fætur móður hennar. “Hvað sé eg barn?” spurði móðir hennar Stúlkunni brá svo við þetta ávarp móður sinnar að vera kölluð barn, og varð svo glöð í bragði, að liún sagði móður sinni frá gömlu kon- unni sem liún hafði hitt við brunninn, og hvað þeim hafði farið á milli, og hvert orð sem hún sagði varð að skínandi perlum eða rósrauðum blómhnöppum. Ekkjan, móðir hennar, hlustaði á sögu dóttur sinnar, og horfði með undrun á það sem hún sá, en þegar liún náði sér aftur til fulls, kallaði hún á uppáhalds dóttur sína, og þegar hún kom, spurði móðir hennar: “Fanny, vildir þú verða aðnjótandi sömu hlunninda og systir þín? Farðu til brunnsins og sæktu vatn, og ef gömul kona biður þig um að drekka, þá mundu eftir að sýna henni alla velvild og kurteisi. Fanny þverneitaði að leysa þetta lítilfjör- lega og óaðgengilega verk af hendi, eins og hún komst að orði, þar til móðir hennar rak hana til þess með harðri hendi. Að síðustu tók liún könnu úr silfri, og lagði af stað til brunnsins gröm í skapi. Þegar hún kom þangað, þá stansaði liún og leit í kring um sig, en hún hafði ekki verið þar nema fá aug-nablik þegar kona ein fögur og tígu- leg kom út úr skógarrunna nokkrum sem var þar skamt frá. Hún gekk að brunninum og beiddi stúlkuna að gefa sér vatn að drekka. “Eg er ekki komin hér til að stjana undir þig og þína líka, þií getur tekið við könnunni og fengið þér sjálf að drekka ef þér sýnist, eg ætla hvorki að vera undir tilla þín né annara.” Þessi fagra og skrautbúna mær sem tal átti við dóttur ekkjunnar, var engin önnur en álfa- mærin, og hafði hún brugðið sér í prinsessu gerfi til þess að sjá hve langt gikksháttur stúlkunnar gæti gengið. “Eg skal veita þér laun sem hæf eru fyrir ókurteisi þína og óart, því í hvert sinn sem þú talar, þá skulu orð þín verða að snákum og nöðr- Um.” Þegar stúlkan heyrði þetta, hljóp hún sem fætur toguðu heim til móður sinnar. “ Jæja, dóttir góð,” sagði móðir hennar og beið óþreyjufulí eftir að dóttir sín færi að tala, og þegar hún opnaði munninn hraut naðra og tveir snákar fram úr henni. “Þetta er alt þér að kenna,” hrópaði móðirin í reiði sinni, og ætlaði að ráðast á hina dóttur sína og berja hana, en hún tók til fótanna og hljóp út úr húsinu og út í skóg, og þegar hún var komin úr augsýn móðir sinnar, fleygði hún sér niður í grasið og grét. Á meðan hún lá þarna bar þar að konungs- son sem var á veiðum í skóginum, liaiin reysti meyna á fætur, og spurði því hún væri svo hrygg og einmana. “Móðir mín rak mig burt af heimili mínu.” svaraði mærin. Konungsyninum leist svo vel á meyna að liann yarð ástfangin af henni, og beiddi hana að segja sér alt um hagi sína,,og á meðan hún sagði bonum frá æfintýri sínu, féllu demantar og perl- ur frá vörum hennar. Konungssonurinn tók hana svo með sér heim í ríki föður síns, og beiddi foreldra sína um leyfi til að giftast henni, sem þau veittu með glöðu geði. Á meðan hamingjao umvafði stúlkuna, sem rekin var á burtu, þá hafði hin systirin, sem var eins og sagt hefir verið þóttafull, sérgóð og lund- illa, komið sér illa og orðið ölluna svo hvimleið, að jafnvel móðir hennar gat ekki liðið hana leng- ur á heimili sínu, svo hún rak hana í burtu og út í skóg þar sem hún dó, óhamingjusöm og yfirgef- in af öllum. Kisa. Kötturinn og stúlkan. Köttur var fyrir skömmu í húsi einu í Lund únaborg. Þessi kisa átti líku lieimilisláni að fagna og aðrir kettir í veröldinni. Nálega enginn maður á heimilinu hændi hana að sér eða sýndi henni vin- semd. Þó var því fjarri, að hún væri hrakin eða hrjáð, því húsbændurnir voru prúðmenni og börn þeirra vel uppalin. Það var starf kisu að verja eld- húsið fyrir músum um nætur, og þangað varð hún að fara á hverju kveldi, hvort sem henni líkaði betur eða ver. Hún hafði unað þessu illa á yngri árum, en nú var hún orðin roskin og ráðsett og hafði lagt af öll unggæðisbrek fyrir löngu. Mat og drvkk skorti kisu ekki, því hún fékk af hvoru tveggja meira en hún gat í sig látið. Svo bar við einu sinni sem oftar, að þangað kom á heimilið ný vikastúlka. Hún var um fermingu og kom þang- að um fermingu. Það var um hana eins og kisu, að hún fékk nóg af mat, en fremur lítið af blíðu í nýju vistinni. Hún var því hálfgert einmana og fékk brátt óyndi. Alt þetta var henni þeim mun þungbærra, sem hún hafði átt ástríka og góða for- eldra, þó þeir væru félitlir. Skjótt kviknaði vin- fengi milli þessara tveggja einstæðinga þar í eld- húsinu, því kisa var sú eina skepna, sem stúlkan gat látið vel að og hændist að henni og virtist skilja tilfinningar hennar. Þegar hún var orðin ein á kvöldin, grú'fði hún sig yfir kisu, þar sem hún sat á eldhúsborðinu og grét oft sáran. Svefnher - bergi stúlkunnar var út úr eldhúsinu, óg mændi kisa oft bænaraugum þar inn á eftir lienni, þegar hún fór að hátta á kveldin, en ekki þorði hún að láta hana sofa hjá sér. Þó lét hún það einu sinni eftir kisu, en þá höfðu mýs gengið í eldhúsið þá nótt og gert þar óskunda í einum matarskápnum, og fékk kisa ákúrur fyrir það og minni mat um daginn, átti það að vera hegning fyrir svikin. Eft- ir þetta lokaði stúlkan dyrum sínum á hverju kvöldi og varð þá kisa að góla við gættirnar. Sett- ist hún þá malandi við hurðina og sat þar hvert kveld svo lengi sem stúlkan heyrði. Matarást gat það ekki verið hjá kisu, því bæði þurfti hún einsk- is við og svo hafði stúlkan engin matarráð, og þó hún hefði viljað miðla henni af skarnti sínum, þá var sú fæða ekki mjög að Kisu skapi, því hún hélt mest upp á ket og fisk, hvorttveggja hrátt, og fékk það eftir vild. Stúlkunni var leyft að heim- sækja foreldra sína hvern sunnudag, og var það þá oft, þegar fram í sótti, að kisa horfði nokkuð undarlega á eftir henni, þegar hún fór af stað, og gerði sig stundum líklega til að fylgja henni á veg, en stúlkan vildi fyrir engan mun lokka köttinn frá húsinu, og rak hana hvert sinn aftur með liarðri hendi. En einu sinni var stúlkan komin langan spöl áleiðis, þegar henni varð litið aftur og sá hvar kisa koim skokkandi í hámóti á eftir. Hiín sneri þegar við og kom kisa þá móti henni mjög glað- lega og vingjarnlega. Stúlkan vildi hverfa heim aftur, en kisa sat kyr þar sem hún var komin, og sýndist ófús á að fylgja henni í þá átt. Tók stúlkan hana þá upp og bar hana í fangi sér alla leið lieim aftur. Eftir þetta tilræði var kisa lok- uð inni í hvert skifti, sem stúlkan fór kynnisfarir sínar, og þess vandlega gætt, að hún elti hana ekki. Þessu fór fram þrjá mánuði, en bæði af því að stúlkunni hafði lítt rénað óyndið og eins af hinu, að eldri systir hennar fór um það bil til Vestur- heims, þá tóku foreldrar hennar hana heim til sín i liinnar stað. Nú leið svo vika, að ekkert bar til tíðinda. Þá var það einn dag, að stúlkunni varð litið út um glugga í húsinu, þar sem foreldrar hennar bjuggu. Hún sá þá í því bili hvar ketti var fleygt út úr ketsölubúð einni skamt á burtu í strætinu hinu- megin. Kisa lallaði þá að næstu búð, hnypraði sig upp í krókinn hjá búðartröppunni og húkti þar. Stúlkunni sýndist þessi köttur furðu líkur gömlu vinkoæu sinni og kallaði því á liana nokkr- um sinnum með nafni. Kisa heyrði þegar hljóðið og fór að skima í allar áttir og kom loks auga á stúlkuna í glugganum og var þá ekki lengi að hugsa sig um. Hún þaut yfir götuna og nam stað- ar á :téttinni neðan undir glugganum og mjálm- aði sáran og vonarlega. Stúlkan hljóp þá ofan og út á götuna og þar stóð gamla vina hennar nötrandi af kulda í krapinu á stéttinni, og liafði loks náð að komast alla leið. En auðséð var á henni, að það liafði ekki gengið þrautalaust, því kisa var orðin æði þunn á svanginn, slæpt og úfin og illa til reika. Stúlkan ylaði nú mjólk og keypti ketbita lianda henni, svo hún náði sér fljótt eftir ferðalagið. Næsta dag' brá stúlkan sér til hinna fornu húsbænda sinna og sagði þeim hvar kisa væri niður komin, og varð hún þess þá líka vísari, að fyrstu þrjá dagana eftir að liún fór úr vist- inni, hafði kisa ráfað út og inn hvað eftir annað, og verið óróleg móti venju. Fjórða daginn bar upp á sunnudag og ráfaði þá kisa um eldhúsið fram eftir deginum, en um kvöldið var hún horfin og sást ekki síðan. Hún liefir því verið á ferðinni fulla þrjá sólarhringa, en ölluim var það óskiljan- legt, hvernig kötturinn gat komist ein svo langa leið, því vegurinn var röskur hálftíma gangur og um margar götur að fara og krókóttar. En lík legt þótti þeim, að kisa muni einhvern tíma hafa fylgt stúlkunni lengra en hana grunaði; þó var það ekki nema tilgáta. Þau urðu nú öll ásátt um, að kisa fengi að vera þar sem hún var kömin, og eiga ekki á.hættu, að láta hana flækjast á milli og lenda í hundakjöft- um, og naut kisa trygðar sinnar að þessu. Kisa var mjög óróleg fyrst í stað hvert sinn sem stúlk- an fór að heiman, en þegar hún sá að stúlkan kom alt af aftur, spektist kisa bráðum. Nokkrum ár- um síðar fór stúlkan búferlum til Yesturheims með foreldrum sínum. Þau tóku kisu með sér og þar var hún á lífi 1883 hjá vinkonu sinni, og var þá komin hátt á þrettánda ár. Hún var vel hraust enn þá og í góðum þrifum, og gráhærð var hún orðin og mjög sjóndöpur. —Dýravinurinn. Meira. --------o--------- Samkunduhúsið í Kapernaum. Eins og kunnugt er af guðspjölluiium, var Kapernaum aðal heimkynni Jesú, eftir að hann hóf endurlausnarstarfsemi sína. Hann kendi oft þar í samkunduhúsinu, og frá því er skýrt, að hann hafi gert ýms af krfatvaerkum sínum í því húsi. 1 7. kap. Lúkasar guðspjalls er skýrt frá, að Gvðingar segja við Jesúm út af því, að hinn róm- verski hundraðshöfðingi bað Jesúm að lækna þjón sinn: “Verður er hann jiess, að þú veitir honuin þetta, Jiví að hann elskar l)jóð vora og hefir bjrgt samkunduhúsið handa oss.’’ Númá telja víst, að fundnar séu rústirnar af þessu samkunduhúsi. Það er amerískur maður, Lucien Gauthier að nafni, mikill biblíufræðingur og rannsóknarmaður fornhelgra staða, sem hepn- ast hefir að draga fram í dagsbirtuna leifar af húsi, sem víst er, að Jesús hefir verið í. Kpernaum hefir staðið við vesturströnd Galí- leu-vatnsins;; eru þar nú afar miklar.rústir á stóru svæði. Af rústum samkunduhússins er það bert, að það hefir verið mjög vandað og skraut- legt. Inngöngudyr, portbogar, gluggabogar og þakskegg hafa verið liin mestu listaverk. Skreytt hefir bjrggingin verið myndum af ljónum (merki Júda ættar), örnum með blómfestum í nefinu o. fl. Brot og partar af þessu finnast í rústum hússins. Alt þetta bendir á, að húsið sé bygt á þeim tímum, þegar rómversk áhrif voru sterk orðin, og menn voru farnir að loka augunum fyrir banni hinna fornu laga um skreyting húsa með dýramjmdum. Hér tala steinarnir sjálfir um rómverskan bygg- ingarstíl, um samkunduhús bygt af rómverskum hundraðshöfðingja.—Heimilisblaðið.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.