Lögberg - 17.06.1920, Page 1
SPEIRS-PARNELL BAKINGCO.
ábyrgjast yður
fulla vigt, beztu vörur fyr-
ir lœgsta verð sem verið
getur. R E Y N IÐ Þ AÐ!
TALSÍMI: Garry 2346 - WINNIPEG
Það er til myndasmiður
í borginni
W. W. ROBSON
490 Main St. - Garry 1320
33. ARGANGUR
WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 17.JÚNÍ 1920
—
NUMER
23
Helztu Viðburðir
Síðustu Viku
Canada.
í Port Arthur lögðu um 1000
manns niöur vinnu í skipasmíða-
stöðvum, en hafa tekið- aftur til
starfa eftir þriggja vikna úti-
vist.
Tilsjónarmaður bændaflokks á
Ontario þingi sagði nýlega í ræðu
“pað væri ódæma ósköp sem full-
trúum bænda hefði boðist af pen-
íngum, til þess að samþykkja viss
lagafrumvörp á síðasta þingi. En
.sem betur fór féll enginn af flokki
bændanni fyrir þeirri freistingu
að taka miútu”. Hicks heitir mað-
urinn og þykir ærið djarfmæltur.
Á þingi eins kirkjusambands
Presbytera, voru kosnir menn til
að fara á fund stjórnarinnar og
krefjast eftirlits og aðgerða á ó-
sið, sem fylgir hesta ati, eða því
þegar hross eru reynd, hvert
fljótast sé að hlaupa. Um það er
veðjað og brallað með ýmsu móti,
að sögn, sem féglæframönnum er
líkt. Sendimönnum var tjáð af
atjórnarinnar hendi, að hún mundi
hafa þetta í huga, en þeim þótti
það of óákveðið loforð, kváðu það
óhæfu að lögtaka atferli, sem
beint væri áhættuspil um fé, er
þó' væri bannað að öðru leyti í
landinu. Stjórnin gaf í skyn,
að ekki mundi vinsælt að aftaka
þenna gamla vana.
Verzlunarnefndin ætlar að birta
nöfn þeirra manna og okurfélaga,
.sem sekir Ihafa gerst, að áliti henn
ar, um fjárdrátt á sykurverzlun.
í þeim hóp eru bæði heildsalar og
smásalar, einkum austanlands
Allar upplýsingar hér að lútandi
verða lagðar fyrir dómsmálaráð-
herrá í fylkjunum, er svo úrskurð-
ar hvort mál skuli 'höfðað á hend-
ur þessum mönnunt, lsamkvæmt
lögum um félagsskap og hæfilegt
söluverð.
Nú koma lagabreytingar og til-
lögur í örara lagi frá Ottawa
þingi. Ein er sú að hækka flutn-
■jingsgjöld á ábyrgþarbréfum og
öllu öðru sem með pósti er flutt og
ábyrgð keypt á, um 5 cent pundið,
úr 5 centum upp í 10 cent. Gjald
undir tímarit og blöð sem koma út
ofitar en einu sinni á mánuði, er
fært upp um eitt cent á pundið
eða brot úr pundi. pau sem lengra
flytjast en fjörutíu mílur greiði
cent á pundið eða brot úr pundi
til áramóta, en síðar hálft annað
cent.
Til þess að útrýma engiisprett-
um var nýtt ráð tekið upp af hálfu
fylkisins, að beita á vegarstæði
vélum þeim sem asfalt er brætt
með, þá götur í bæjum eru því
efni lagðar. Með því að reyna
hvort öllum eggjum verði útrýmt,
en áður hafði það reynt verið með
ol'íu, er ekki þótti takast til fulls.
Ekki er en fullreynt hvernig þetta
gefst, þó líklegt megi þykja, að
með því móti sé unnt að brenna
allan svörð, þar «em vélinni verð-
ur viðkomið, en það er helzt með
fram brautum.
Skattinum á óhófs- eða munað-
arvörum er alla tíð verið að breyta
á þingi. Sííðustu fréttir segja
að skatturinn sé tekinn af sport-
varningi, þeim sem baseball,
lacrosse, hockey og foofcball leik-
arar þurfa á að halda, er skattur
er á öllum öðrum varningi, sem til
leik a er hafður og meira kostar en
fimtíu cent Á flos og silkivörum
er skatturinn tekinn af, því sem
kostar minna en tvo dali yarðið,
af kniplingum og þessháttar flúri
undir 50 centum af gólfteppum
undir 6 dollars. Breytingar til-
lögur eru margar, svo að skatta-
lögin verða sem ný, ef allar kom-
ast fram.
íkvöld ibyrja fundáhöld út af
næstu kosningum. Fundur verð-
ufc haldinn á fjórum stöðum, þar
á meðal í Goodtemplarahúsinu á
Sargent. Ræðumenn þar meðal
anara Hon. T. H. Johnson, dóms-
málaráðherra og ýmsir af þing-
mannaefnum sem útnefndir eru
að sækja til kosninga á næsta
þingi. peir sem vilja vita hvað
iim er að vera og kynnast tilvon-
andi, fulltrúaefnum, æfctu að fjöl-
menna á fundina.
í minningu þess að Speirs-Par-
nell félagið hafði staðið í tíu ár,
voru öllum starfsmönnum þess
sem verið hafa' í þjónustu þess í
meir en missiri, gefin uppbót á
launum. Verkamenn þeir voru
yfir hálft annað hundrað.
Nefnd' var sett á þingi fyrir
nokkrum árum að yfirlíta alt sem
gert hefir verið viðvíkjandi Hud-
sons flóa brautinni, og hefir hún
nú lagt fram álit sitt. Seg-
ir að það muni verða arðsöm leið
með tímanum, enda sé bæði mikil
fiskivon og auðugar námur nyðra.
Nefndin talar virðulega um rann-
sóknir Vilhjálms Stefánssonar og
vill að tillögum hans um hrein-
dýra og moskus-uxa hjarðir sé
gaumur gefinn.
iSamkvæmt vjitn,isbunði jkunn-
ugra er enginn vafi á? að sjóleiðin
er farandi í fjóra mánuði af ári
hverju. Sjálfur flóinn er íslaus
einar 30—40 mílur frá fjörumáli
og mundi vera auður allt árið, ef
ekki væri fyrir rekís úr Fox sundi
er í hann kemur útnorðan til.
Haganlegast þýkir að hafa stór
skip til flutninga, þegar þar að
kemur, traustlega gerð að framan.
Nefndin leggur til, að nota þá
höfn sem þegar hefir verið unnið
mikið að, fyrst um sinn, meðan
ekki er mikið um flutning. Hver
_á er full af fiski og flóinn líka,
en á landi er málmur í jörð, eink-
um gull og kopar.
Heyrst hefir, að hveitisölu-
nefndin muni halda völdum eitt
árið enn. pað er haft eftir Hon.
Sir George Foster, að sjálfsagt
sé að Canada haldi þeim ráðstöf-
unum, sem gefi landsmönnum
góða aðstöðú tiil að fá sem bezt
verð fyrir varning sinn.
Próf. James Ballantyne var
kjörinn oddviti eða æðsti prestur
á þingi Presbytera, er haldið var
í Ottawa af kirkjuþingsmönnum
úr öllu landinu. Næsta ársþing
á að haldast í Vancouvr.
í Toronto á að byggja við King
Edward Hotel, og er sá viðauki
ekkert smáræði, á að kosta hálfa
þriðju miljón dala. Er sagt, að
bótel þetta muni slaga hátt upp í
þeim stærstu, sem hér 1 álfu ger-
ast.
Nýlega fóru hér um nokkrar
hersveitir af Czecho-Slovacks, er
börðust í Sílberíu undir forystu
Kolchaks; stigu á skip í Wladivo-
stock og fóru þessa leiðina heim.
Verkamenn nokkrir er vinna við
járnibrauta vagna smíðar í Kings-
ton, Ont., fengu uppbót á launum
sínum nýlega og með því móti
skrifuðu þeir undir samninga að
vinna stöðugt alt hið næsta ár.
Ekki eru allir auralitlir í Can-
ada sem betur fer, Dómsmálaráð-
gjafinn gat þess nýlega á þingi, að
48 menn hér í landi greiddu skatt
af tekjum er næmu meir en
miljón dölum á ári.
Bretland
Loftskip hefir Bretastjórn lát-
ið byggja, 585 feta langt, 70 feta
breitt, sem getur borið 38 tonn.
Sagt er að hægt sé því a, fljúga
yfir hafið, enda útbúið með nýj-
ustu áhöldum ogm eð þeirri gerð
er mikil reynsíla hefir bezta sýnt.
Verzlun Bretlands í síðastliðn-
um maímánuði nam meiri upphæð
en dæmi eru til í sögu þess lands?
og svo er sagt í skýrslum, að við-
skiftin aukist hröðum skrefum,
bæði innan lands og utan.
Aukaskatt á fúlgur fjár, sem
dregnar voru saman á stríðsárun-
um, vill fjármála ráðherra Breta,
A. Chamberlain, ekki lögfesta.
heldur halda fjárdráttarskatti
þeim, sem þá var á þesskonar auð-
söfn lagður, kvað það vænlegra til
inntekta heldur en nýjar álögur
með breyttri tilhögun, er raska
kynnu mjóu mundangi tiltrúar og
fjárfars. Hann kvað skattinn
nema 60 percent á öllum gróða, er
úr hófi færi, og skattar á tekjur
efnaðra stórum hærri en dæmi
væru til. Clynes þingmaður hafði
skorað á stjórnina að breyta
skattafari, sá er oddviti var verka-
manna, er á járnbrautum vinna,
en siíðar ráðgjafi meðan stríð stóð.
Watt heitir sá, sem gengið hefir
næstur ráðaneytis forseta Ástralíu
um landstjórn að undanförnu og
fjármála ráðherra störfum gegndi
í því landi. Hann fór til Bret-
lands nýlega í erindum sins lands
og kom ekki fram því sem hann
vildi í ráðagerðum um fjármála-
viðskifti Englands og Ástralíu,
um valdasvið hins síðarnefnda í
lands í Kyrrahafi og um skaða-
bætur út af stríðinu, — sagði þá
lausri stöðu sinni. Hann tilheyrir
stærsta flokknum i Ástralíu, svo-
kölluðum þjóðernis flokk, og er
búist við, að til nokkurra tíðinda
muni draga.
í samningum hefir Bretastjórn
staðið við Afghanistan um landa-
mæri, er með köflum virtust fara
út um þúfur, en teknir vorú upp
aftur, svo að vænlega þykir horfa
um niðurstöðUj áður lýkur.
Á Bretlandi þykir það nýjung,
að kvenfólk sækir þangað, sem
menn leika þann leik að berjast
með hnefunum. En það er nú al-
siða, að kvenfólk sækir þangað
engu slður en karlmenn og veðja
um það hver bokkinn muni sigra.
peir sem leika þenna leik nú á
dögum hafa belgi bundna um
hnefana, en áður fyr slógu þeir
hverir aðra með berum hnúunum:
aðferði.rnar áður hrottalegar, nú
pataldur til gamans.
Bandaríkin
í Ghicago reyndust vera 2,701,212
ibúar, við nýafstaðið manntal. 9íð-
ustu ártíund hefir íbúatalan vax-
ið um hálfa miljón, sem telst ör-
ari vöxtur en dæmi eru til um stór-
brogir á því bili'.
Olíu stöðvar Standard Oil fé-
lagsins í Greeley, Kansas, brunnu
til ösku með miljón dala skaða og
þykja nýjar fréttir; með því að
það félag er óvant stórslysum.
Maður var á gangi í Chicago
og sá böggul liggja í götusorpi,
tók hann upp og bar heim til sín.
X honum voru gimsteinar og baug-
ar og gullstáss, metið til hundrað
þúsund dala. Kaupmannsfrú ein
auðug hafði tapað þessu, að sögn
sem ekki er seld dýrara en keypt
er.
í Chicago er húsekla mikil. Bæj-
arstjórn tók tig til og fékk sér
landspildur er reisa skal á um 10
þúsund húsa. Allmörg þeirra eiga
að vera fullgerð fyrir haustið.
Nálægt 450 miljónir dollara eru
áætlaðir til flotans af þinginu í
Washington næsta ár. Ekki eru
þeir á því að leggja niður vopnin
svona alveg upp úr þurru.
Alþjóðaþing kvennfélags-
kvenna, stendur yfir í Geneva í
Sviss. Á það þing fóru 30 erindrek-
ar frá Bandaríkjunum og var Mrs.
Carrie Chopman Catt fyrir hópn-
um. Aður en þær fóru létu þær
í ljósi að aöaláhugamál þeirra
á þessu þingi væri að koma því til
leiðar að alsherje.r kvenréttinda-
félag yrði stofnað, sem nefnt yrði
World League of women votiss,
með 100,000,000 meðlimum.
I
Úr ýmsum áttum.]
í nýafstöðnum kosningum á ír-
landi náðu Sinn Fein algerlega
yfirhönd nema í sex sveitum Ulst-
er héraðs.
Talað er að Japanar og Eng-
íendingar muni endurnýja banda-
lagssamninga með nokkrum breyt-
ingum. Kínverjar, er þeir heyrðu
það, gerðu þeim orð, og mótmæltu
slíku nema þeir væru 'hafðir í vit-
orði og ráðum.
Albert Belgiu koungur ætlar að
ferðast til Braziliu seinnipartinn
í sumar, ásamt drotningu sinni.
Maður að nafni J. L. Cope legg-
ur á stað í þessum mánuði áleiðis
til suður heimskautsins. Fer hann
á skipinu Terra Nova suður í höf,
en þegar hann kemst ekki lengra
suður eftir höfum, hugsar hann
sér að fljúga það sem eftir er veg-
ar. Mr. Cope býst við að dvelja
fimm ár við rannsókir suður í
heimskauta löndunum.
Sagt er að erjur hafi átt sér
stað og jafnvel til bardaga lent á
milli Araba og brezkra hermanna
í Palestínu.
Fróða-friður.
(Les 12. kap. af Ynglingásögu.).
Híkti Frevr. og réði Svíuín,
Rekka elstur varð með díum —,
Ái’s og friðar fórnum nýjum
Fornöld vora goðum batt.
Alment ríkti Fróða-friður,
Féll af himiiL árdögg niður,
Allskyns brosti auðuu siðixr,
Allir honum guldu skatt.
Uppsala liann auðlegð trevsti,
Afarmikið hof þar reisti,
Allur lýður laut ‘ans lirevsti,
Löngum ársæll reyndist Freyr.
Lítt ]m5 fyrir ljósi rofi
Liind og aura gaf ’ann hofi,
A liann sagan lýkur lofi, —
Lofstýr þann, sem ekki deyr.
Öðrum fremur fésæll var liann,
Frægðar orð hjá lýðum bar hann,
Vel úr öllum vanda skar hann, /
Vinsæll “meira en önnnr goð.’’ —
Sízt <hanh truflar tign né auður —,
Trúðu Svíar, að hann dauður
Vernda nxundi liöld sem hauður,
Heilla reynast öllu stoð.
Feigs er rxxnir forlög skrifa
Freyr iþeir sögðu enn þá lifa, —
Fanst það vænst til þjóðarþrifa—,
Þögðu um tjón er vann þá hel.
Almenning lmns danða duldu,
Drjúga skatta landsmenn guldu,
Ailt það fé í liaug ’ans huldu —,
“Helzl: þá ár óx friðar’’ vel. —
Frevr er heygður, — fornöld liðin.
Félaus hof. Við nýja siðinn
Heiminn skortir Fróða-friðinn
Fvr er þjóð við hagsæld batt —.
Tungan, sagan týnist óðum,
Trúin, foi’nhelg, giatast þjóðum,
Faakkar mönnum frægum, góðuixi,
Fálr gjalda kærleiksskatt.
Ef þig fýsir lífið laga,
Lifa, — eftir þína daga,
A þig lofstýr lúki saga;
Lögeggjan sé ganxli Freyr.
Ár og frið það eun mun valda,
Aðrir munxx skatt sinn gjalda,
Andlega í horfi halda—,
Harma, þegar burt þú deyr.
Viljir þíi að Fróða-friðuy
Farsæld manna bezt er styður,
Stígi af lximni í heimsbygð niður,
Helgi trú og líf og stjórn:
Gef þá lönd seixi lausa aura,
Lifðu ekki fyrir rnaura,------
— Flugumýri sel — og Saura, —
Sjálfur ver þií kœrleiksfórn!
Jónas A. Sigurðssson.
Evrópuþjóðirnar hafa keypt
kynstur af kolunx í Bandaríkjun-
um, Holland, Frakkland og ítalía
hafa keypt um 500 þús. tonn hvert
cg svo hefir Danmörk, Noregur
og Svíþjóð keypt mikinn forða af
Bandaríkjakolum. Sagt er að 200
skip hafi verið sett til síðu til
kolaflutninga á milli Bandaríkj-
anna og Evrópu í sumar.
Franskur læknir og gerlafræð-
ingur hefir fundið lyf sem læknar
að því er sagt er hina ægilegu
lungnatæringu, og það þótt sjúk-
lingurinn sé langt leiddur. Að-
ferðin sem notuð er við þetta, er
innsprautun hins nýja lyfs. —
Merkir læknar, sem hafa athugað
verkanir þessa nýja lyfs, hafa
lýst opinberlega yfir því, að loks-
ins sé þessi plága yfirunnin.
Læknaskólinn franski hfir boðið
fé til þess að stvrkja og flýta fyrir
tilraunum í þessa átt.
Ur bœnnm.
Á safnaðarfundi í Herðgbreiðar
söfnuði 6. þ. m., var Ágúst Ey-
ólfson kosinn erindreki á kirkju-
þing sem hefst í Kandaihar 17.
þ. m.
Lesendui; vorir athugi auglýs-
ingu frá Hollinsworfch í þessu
blaði; er segir frá óvenjulegum
kjörkaupum í þessari tíð. pær
sem vilja vera vel búnar, eftir ný-
ustu tísku, fyrir minna verð en
gerst hefir að utxdanförnu ættu
að sæta því fa;ri.
Kvennfélag Fyrsta lút, safnað-
arins í Winnipeg hefir ákveðið að
bjóða til kvöldskemtunar (Lawn
Social) á grasfletinum við kirkju
safnaðarins á fimtudagskvöldið
þann 24. þ.m. kl.. 8. e. h.
Til skemtana við það tækifæri
verður vandað eins og fólkið veit,
að það félag gerir til allra sinna
samkvæma, og verður skemtiskrá-
in auglýst i næsta Lögbrgi.
Landar góðir munið eftir kvöld-
inu, fimtudagskvöldinu 24. þ. m.,
og látið ekkert hamla yður frá að
vera þar viðstödd.
Lögbergi ihefir verið sent minn-
ingarrit um Helga Stefánsson sem
lést að Wynvard 1916. pað er
lagleg bók á að lita. Vér höfum
ekki haft tíma til að lesa hana, en
gjörum það við fyrsta tækifæri
og getum hennar þá frekar. Að
eins þrjú hundruð eintök hafa
verið prentuð af bókinni, og þeir
af vinum Helga heitins, sem lang-
ar til þess að fá ritið, gjöri svo
vel að snúa sér til hr. bóksala
Finns Jónssonar eða Ólafs kon-
suls porgeirssonar í Winnipeg.
pann 8. þ. m. lést að heimili
sínu, Völlum í Víðinesbygð, bónd-
inn Sveinn Sigurðsson, 79 ára
gamall, hann var ættaður frá
pelamörk í Eyjafjaröarsýslu.
Fluttist frá fslandi til Canada
1887, hafði búið í Víðinesbygðinni
32 ár, hann eftirlætur og 3 mann-
vænleg börn, 2 syni og eina dóttir
sem Winnipegbúar margir þekkja,
það er Ms. Jódís Sigurðsson.
Sveinn sál var jai'ðsunginn 13.
þ. m. frá heinxili sínu, að viðstöddu
flestöllu bygðarfól'ki af séra R.
Runólfssyni.
Skólalok
Jóns Bjarnasonar skóla
Á mánudaginn 14. þ.m.? var
haldin samkoma í Goodtemplara-
húsinu við skólalok J. B. skóla.
Skólastjóri, séra Rúnólfur Mar-
teisson, stýrði samkomunni. Fyrst
var sunginn sálmurinn: ‘‘pú Jes-
ús ert vegur til himinsins heim”;
síðan var lesinn biblíukafli og
flutt bæn. Fyrst á skemtiskránni
var píanó sóló, sem ungfrú Helga
Pálsson lék; þá söng Mrs. Alex
Johnson. Svo sungu nokkrir nem-
endur úr 11. bekknum; þá sagði
ungfrú Kristbjörg Oddson, einn
af nemendunum, æfisögu allra
nemendanna í 11. bekk; þeir eru
22. Var þar sagt frá mörgu sögu-
legu og oft hlegið dátt, en ekki
voru áreiðanlegar heimildir fyrir
öilum æfiáfcriðunum, enda gat
sagnaritarinn þess. Eftir það
sungu fjórraddaðan söng þau hr.
P. Pálmason, hr. Davíð Jónasson,
ungfrú Reykdal og ungfrú Her-
mannsson, og sðan sungu nokkrar
stúlkur. pá reis upp spákona úr
1. bekk og sagði fyrir um framtíð
allra nemendanna, sem í þeim
bekk hafa verið í vetur. Liggur
mikil framtíð fyrir þeim öllum
samkvæmt spádómunum. Spá-
konan heitir Sigríður Eggertsson,
ættuð að norðan. Næst lék Miss
Anna Sveinsson á píanó.
í haust sem leið safnaði séra
Halldór Jónsson í Leslie dálítilli
fjárupphæð og sendi skólanum í
þeim tilgangi að fyrir hana yrði
keypt verðlaun handa þeim nem-
endum skólans, sem bezt væri að
sér í íslenzku. Verðlaunin voru
ísl. bækur; gaf bóksali Finnur
Johson nokkuð í viðbótt og var tiu
nemendum veitt verðlaun. Verð-
launin voru veitt samkvæmt þeirri
meðál einkunn, sem nemendurnir
hlutu í öllum þremur prófunum í
vetur. pessir hlutu verðlaun í
II. bekk (I): 1. ungfrú Sigríður
Eggertsson, 2. Leslie Peterson;
(II) 1. ungfrú Kristbjörg Oddson,
2. Helga Guðmundsson. — í 10.
bekk hlutu verðlaun: 1. Jón Lax-
dal, 2. Jón L. Marteinsson, 3. Jón
Ö. Bildfell. Og á 9. bekk: 1. ung-
frú Theodís Marteinsson, 2. ung-
frú Ragnheiður Kjartansson, 3.
\ ictor Freeman.
Séra Adam porgnímsson afhenti
nemendunum verðlaunin. — pessi
verðlaun mættu ekki falla niður;
þau eru nemendunum hvöt til að
stunda nám íslenzkunnar, og það
er nemendunum ekki lítilil menn-
ingarauki að kunna vel íslenzka
tungu.
pá sungu þær ungfrú Austmann
og ungfrú Reykdal tvísöng; þá
las hr. Ólafur Eggertsson upp
söguna “Svarta höllin.” Leslie
Peterson flutti þá kveðjuorð fyrir
hönd nemendanna.
iSkólastjórinn /oar sfðan fram
“Arinbjarnar bikar”. pað er silf-
urbikar, gefinn af ihr. Arinbirni S.
Bardal, og á að grafa á hann nöfn
þeirra nemenda, sem beztan vitn-
isburð fá í skóilanum. pessi nöfn
eru komin á bikarinn:
Frá árinu 1914: Jón Gilbert
Johnson (9. bekk); 1915: Kristín
S. Peterson (10. b.), Skúli Hjör-
leifsson (11. b.); 1916: Guðrún
Rafnkelsson (9.), Vilhelm Krist-
jánsson (10.), J. Gilbert Johnson
(11.); 1917: H. J. Stefánsson (9.),
Lilja Johnson (10.), Hólmfríður
Einarsson (11.); 1918: Helga F.
Guðmundsson (9.), Kristín John-
son (10.), Jón Straumfjörð (11.);
1919: Harald J. Stephenson (9.),
Leslie Peterson (10.), Vilborg
Eyjólfsson (11.); og 1920: Theo-
dís Marteinsson (9.), Einar Ein-
arsson og Harald J. Stephenson
(10.), Leslie Peterson og Krist-
björg Oddson (11.).
Skólastjóri skýrði einnig frá
því, að fé hefði verið gefið til
verðlaua í skólanum þetta ár, en
þeim verðlaunum yrði ekki útbýtt
fyr en í haust, því að háskólapróf-
ín 'hafi enn ekki verið haldin, en
verðlaunin á að veita eftir vitnis-
burði nemenda við þau próf. Til
verðlaúna i hverjum bekk hafa
fcerið gefnir 50 dalir, og fá tveir,
eru 1. verðl. 30 dalir, en 2. verðl.
20 dalir. Féð hafa þessir menn
gefið: Séra Hjörtur J. Leó fyrir
11. bekk, dr. B. J. Brandson fyrir
10. bekk, hr. S. W. Melsted fyrir
9. bekk
Skólastjóri þakkaði öllum vinum
skólans hjálp þeirra og áhuga
fyrir framfcíð skólans. Sérstaklega
mintist hann frú Láru Bjarnason,
sem væri óþreytandi að hlynna að
skólanum. Nú í vor gaf hún skól-
,anum skrifstofuborð og bókaskáp
með nokkru af bókum og ýmislegt
fleira. Samkomunni var slitið
með þvi að syngja “God Save the
King” og “Eldgamla ísafold”. Eft
ir það var nemendunum, þeim serr.
skemt höfðu á samkomunni og for-
eldrum nemenda boðið að koma
heim í skólahúsið; komu þangað
allmargir og framreiddu nemend-
ur í 10. bekk veitingarnar. — Sam-
koman var ánægjuleg og henni vel
stjórnað af Skólastjóra. — Að-
gangur var ekki seldur að sam-
komunni, en menn lögðu hver sinn
3kildng í “Arinbjarnar bikarinn”
um leiö og þeir gengu út. Safnað-
ist þannig um 30 dalir til styrktar
fyrir skólann.
Almenningur meðal íslendinga
vestan hafs sér alt af betur og
betur, að Jóns Bjarnasonar skóli
er þjóðarbroti voru hér til ómetan-
legs gagns, og hann er oss líka til
sóma. petta ættum vér að sýna
enn betur í verkinu og hlynna svo
að skólanum, að hann yrði sem ís-
lenzkúr minnisvarði og mentastöð
í þessu landi um ókomnar aldir.
En til þess að skólanum sé borg-
ið, þarf hann að eignast heimili
sem allra fyrst og sem allra mynd-
arlegast. Verum samtaka!
A. P.
Forseta efni Republica.
Eftir margar tilraunir varð sú
niðurstaða á fulltrúaþingi Repu-
blicana í Chicago, að útnefndur
var sem forsetaefni flokksins W.
G. Harding, frá Ohio en sem vara-
forsetaefni C. Coolidge frá Massa-
chusetts.
peir höfðu mest fylgi framan af
þingi Hiram Johnson, senator frá
California, nafnkendur maður frá
fyrri árum, er hann var fylkis-
stjóri í því ríki og meðal annara
stórræða sótti með Roosevelt til
valda, gegn hinum fornu ráða-
mönnum flokksins. Honum þótti
mest fylgi veitast um landið, er
kosnir voru fuMtrúar, en er á
kjörþing kom, sýndi sig brátt, að
Wood hershöfðingi, annar harð-
fari frá Roosevelts dögum, hafði
ineira fylgi, stóð svo í járnum
þeirra á milli og hins þriðja, er
Lowden heitir, í marga daga, en
enginn var afburðurinn að lokum,
unz niðurstaðan varð að sameina
sig um mann, er þektur var að
því að vera dyggur flokksmaður,
áreiðanlegur og útbrotalaus. Hann
var svo kosinn með öllum þorra
atkvæða. Af velþektum mönnum
lagðist cng.nn móti honum, að
sögn, utan La Follette frá Wis-
consin, hans menn stóðu með
honum til hins síðasta og viku
aldrei frá honum, þó óp væri að
þeim gert öðru hvoru.
Um forsetaefni Repuiblikana er
sagt, að hann hafi unnið sig á-
fram með staðfestu og dugnaði,
unnið fyrir sér meðan á skóla-
gaungu stóð, við ýmsa vinnu,
bæði í sveit og bæjum, þar til
hann eignaðist blað nokkurt í bæ
sem heitir Marion, Ohio, og
heppnaðist það vel, færði smám
saman út kvíarnar, eignaðist
hluti í fyrirtækjum og hlutdeild í
stjórn þeirra, varð þingmaður í
Ohio ríki og loks níkisstjóri. Full-
trúi í öldungadeild á þjóðþingi
varð hann 1914, kosinn þangað
með mjög miklum meiri hluta.
Hann virðist stiltur maður og
varfærinn, ekki framgjarn úr hófi,
og hafa traust þeirna sem þekkja
hann.
Coolidge sá er útnefndur vat
til að sækja um varaforseta tign
undir merkjum Republikana, er
ríkisstjóri í Massachusetts, kunn-
astur af því að hann sendi herlið
til að skakka leikinn í Boston, er
verkföll stóðu þar í fyrra.
Af umræðunum virðist mega
ráða, að mjög hafv fulltrúar þózt
vant við komnir að sigla milli
skers og báru, þeirra er alþjóða-
sambandi fylgja og hinna, er
hliðra vilja landinu hjá hlutdeild
í. vanræðum hins gamla heims.
Útnefningar niðurstaðan er sögð
bera vitni um, að þeir innan
flokksins sem forsprakkar voru í
þeim stefnum, hafi dregið sig til
baka fyrir manni, sem Mtið hefir
látið til sín taka í þvií efni og
traust hefir þeirra, sem ráðið hafa
mestu til forna innan flokksins.